Kvikmyndir Nýjasta mynd Pixar-kvikmyndaversins er sögð munu vera ein stærsta mynd þess frá upphafi. Stórstjarnan Ellen DeGeneres fer þar með hlutverk fisksins Dóru sem þjáist af skammtímaminnisleysi eins og frægt er.
Meira
Rétt í þessu var ég að ljúka Glæp og refsingu eftir Fyodor Dostoyevsky. Ég hef hingað til lesið lítið eftir rússneska höfunda og ákvað að bæta úr því og fara í kanónurnar.
Meira
Lokatónleikar hátíðarinnar Midsummer Music, Der Wanderer, fara fram á sunnudag, 19. júní, kl. 20 í Hörpu. Á þeim verða flutt verk eftir Schubert, Beethoven, Áskel Másson, Ravel og...
Meira
Guðfinna Guðmundsdóttir, matreiðslumeistari og kennari á matvælasviði Menntaskólans í Kópavogi, eldaði mexíkóska grænmetisrétti fyrir samkennara sína. Sumarkvöldið var fagurt og maturinn ferskur og ljúffengur. Myndir og texti: Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
Meira
Sylvía Briem Friðjónsdóttir býr ásamt Emil Þór Jóhannssyni, kærasta sínum, og eins árs syni þeirra, Sæmundi, í fallegri íbúð í Reykjavík. Sylvía hefur áhuga á innanhússhönnun og er afar dugleg að finna og framkvæma flottar lausnir á heimilinu. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is
Meira
Dorothée Kirch sýningarstjóri fjallar um gerð sýningarinnar Uppbrots í Ásmundarsafni á sunnudag kl. 15 í Ásmundarsafni. Á sýningunni eru verk eftir Ásmund Sveinsson og Elínu...
Meira
Skoski plötusnúðurinn Calvin Harris hefur eytt öllum myndum af sér og fyrrverandi kærustunni Taylor Swift af Instagram. Nú notar hann samfélagsmiðilinn aftur á móti til að koma tónlistarmyndbandi með Rihanna á framfærið í stað krúttlegra paramynda.
Meira
Íslenski fáninn þarf ekki að vera tattúeraður á ennið til þess að sýna íslenska landsliðinu stuðning á EM. Það er hægt að styðja liðið með því að klæða sig í fánalitina á fágaðan hátt og para saman litina í smekklegum fatnaði.
Meira
Sjónvarp Orange Is the New Black-þáttaserían heldur ótrauð áfram en fyrsti þáttur fjórðu seríu þáttanna var frumsýndur þjóðhátíðardaginn 17. júní.
Meira
Framhald hinnar vinsælu teiknimyndar Leitin að Nemó er komin í bíó og heitir hún Leitin að Dóru . Aðdáendur fyrri myndar hljóta að hafa gaman af þessari og gagnrýni hefur verið í heildina litið...
Meira
Fjöllin í Grýtubakkahreppi geymir annars vegar ferðasögur Hermanns Gunnars Jónssonar, höfundar bókarinnar sem er sveitastrákur að upplagi og kann útivist vel, og hins vegar ítarlegar gönguleiðalýsingar um tignarleg fjöll og fjallaskörð í...
Meira
Taktu heilan hvítlauk og skerðu toppinn af. Helltu yfir sárið ólífuolíu, salti og pipar. Pakkaðu honum inn í álpappír og grillaðu í 30-40 mínútur á toppgrindinni á grillinu. Kreistu hann úr og notaðu sem...
Meira
Heilsuverndarstöð Reykjavíkur 1953-2006 er umfjöllun Bergljótar Líndal, fyrrverandi hjúkrunarforstjóra, um stofnunina, starfsemi hennar og starfsfólk allt frá upphafi þar til starfsemi í húsinu við Barónsstíg var lögð niður og stöðin seld í nóvember...
Meira
Samskipti okkar við aðrar þjóðir eru einmitt líka fólgin í því að syngja hástöfum úr áhorfendastúkunni á EM og sýna stuðningsmönnum annarra liða virðingu í stað þess að hlaupa um blindfull og gólandi með blys í hönd og steyttan hnefa.
Meira
Íslenski sjávarklasinn, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og Íslensk nýorka hafa efnt til samkeppni og leitast eftir hugmyndum um hvernig draga megi úr umhverfisáhrifum skipaútgerðar. Frekari upplýsingar er að finna á vefsíðunni www.
Meira
Um 12.000 manns tóku þátt í Color Run-hlaupinu í síðustu viku en búast má við að hlaupið verði árlegur viðburður næstu árin. Alvogen er stærsti styrktaraðili hlaupsins, sem er að sögn skipuleggjenda afar kostnaðarsamt í rekstri. Tekjur og ágóði vegna viðburðarins fást ekki gefin upp.
Meira
Óðinn Melsted sagnfræðingur tekur saman og fjallar um þá erlendu tónlistarmenn sem fluttust til landsins á árunum 1930-60 í bókinni Með nótur í farteskinu , en árið 1930 er þar talið marka hvörf í íslenskri tónlistarsögu.
Meira
Hörður Lárusson, grafískur hönnuður, fjallar um og sýnir fánatillögur Jóhannesar S. Kjarvals fyrir lýðveldið Ísland á sunnudag kl. 14 á Kjarvalsstöðum. Tillögur Kjarvals o.fl. eru til sýnis í...
Meira
Ég vildi búa til viðburð sem myndi hvetja fólk til að fara út og hlaupa bara upp á gamanið. Mig langaði til að láta fólk njóta þeirrar samfélagslegu upplifunar sem felst í að hlaupa saman og mig langaði að bæta einhverju sérstöku við hlaupið...
Meira
Íslenska landsliðið í knattspyrnu mætir landsliði Ungverja á EM á laugardaginn kl. 16 og um að gera að bregða sér á Ingólfstorg, hvetja Aron Einar og félaga til dáða og syngja „Ferðalok“...
Meira
Kvikmyndir Hinn víðfrægi leikari og kung-fu-kappi Jackie Chan mun leika aðalhlutverkið í nýrri kínverskri spennumynd sem ber titilinn Bleeding Steel.
Meira
Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátttökuseðil með nafni og heimilisfangi ásamt úrlausn í umslagi merktu: Krossgáta Morgunblaðsins, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila úrlausn krossgátu 19.
Meira
Sumarið er komið í öllum sínum skrúða og því fylgir heilbrigður fjöldi fólks sem sækir á fjöll. Um þetta leytið eru flestar gönguleiðir að opnast og eru ferðir yfir Fimmvörðuháls og Laugaveg að hefjast.
Meira
Fyrirtækið Ananas Anam hefur þróað leðurlíki úr ananas úrgangi sem kallast Piñatex . Hönnuðurinn Carmen Hijosa þróaði efnið eftir að hafa starfað í leðuriðnaðinum í 15 ár.
Meira
19. júní 2016
| Sunnudagsblað
| 1187 orð
| 10 myndir
Það þarf ekki endilega mikinn pening til að njóta stórborgarferða og er New York þar engin undantekning. Ef sneitt er fram hjá túristagildrum má finna ódýr undur steypufrumskógarins. Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is
Meira
Litaland, nýtt bráðskemmtilegt fjölskylduleikrit leikhópsins Lottu , verður sýnt á morgun, sunnudag, kl. 11 í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og kl. 17 á skólalóðinni á...
Meira
Hvað gerir fólk á víkingahátíð? Það er rosalega misjafnt eftir því hvar áhuginn liggur. Við veljum okkur ýmislegt sem við sérhæfum okkur í, það eru bardagamenn og handverksfólk og fleira.
Meira
Út er komin bókin Tímaskekkjur sem nemar í ritlist og hagnýtri ritstjórn gáfu út sem hluta af námskeiðinu Á þrykk í meistaranámi sínu. Víða er flakkað í bókinni og höfundar, sem eru tíu talsins, eru óhræddir við að taka áhættu. Matthías Tryggvi Haraldsson mth@mbl.is
Meira
Óskar Finnsson sýnir okkar taktana í nýjasta þætti af Korteri í kvöldmat í vikunni. Þar eldaði hann hollan kjúklingarétt á örfáum mínútum. Hér lærum við að nýta afgangana í ommelettu og súrsætan rétt. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
Meira
Mikið hefur borið á hinum sextán ára Aroni Can upp á síðkastið en rapparinn gaf nýverið út plötuna Þekkir stráginn auk þess sem hann kemur fram á Secret Solstice-hátíðinni um helgina.
Meira
Kristín Helga Gunnarsdóttir hefur brennandi áhuga á fólki og sögunum þeirra. Henni er umhugað um jafnréttismál, læsi barna, náttúruvernd og bókaþjóðina sem gagnrýnir listamannalaun rithöfunda.
Meira
Nú styttist í sumarfríið mitt og ég er strax farin að pakka í huganum og byrjuð að skipuleggja smá fatakaup. Ég er heltekin af skyrtum og skyrtukjólum og mun því án efa fjárfesta í slíku í sumar.
Meira
Grandiose Extreme er nýr maskari úr byltingarkenndri Grandiose línu Lancome . Nýji maskarinn þykkir augnhárin og endist í allt að 24 klukkustundir.
Meira
Páll Bergþórsson veðurfræðingur skrifar vinsælar veðurlýsingar á Facebook en lætur sig líka varða ótal fleiri mál og þar á meðal hvernig lífshættir þjóðarinnar eru.
Meira
New York er þekkt fyrir pítsur og slíkar sjoppur á nær hverju horni. 99 Cent Pizza er þar ofarlega á blaði sem og júmbó-sneiðin sem fæst í Koronet...
Meira
Uppistand Ameríski grínistinn Amy Schumer, sem hefur meðal annars vakið athygli fyrir að hæðast að fegurðardýrkun og hefðbundnum væntingum til kvenna, mun koma fyrir á forsíðu tískutímaritsins Vogue.
Meira
Íslenskir kórar syngja í Pantheon og Péturskirkjunni í Róm. Kórstjórinn Margrét Pálmadóttir leiðir á annað hundrað kvenna til helgidómsins í Róm. Íslensk lög, allt frá Sturlungaöld til samtímans, heilla ítölsku þjóðina. Aðeins konur í kórunum. Börkur Gunnarssson borkur@mbl.is
Meira
Manni líður svolítið eins og eina Íslendingnum á Íslandi þessa dagana. Allir og amma þeirra sleikja sólina þessa stundina í 100% pólýester-treyju, með andlitsmálningu og neglur í fánalitunum, EM strípur í hárinu og auðvitað er enginn edrú.
Meira
Góður búnaður er lykilatriði á fjöllum. Gönguskór skipta þar kannski mestu máli. Það getur því borgað sig að fá aðstoð sérfræðinga og spara ekki við sig þegar kemur að...
Meira
Morgunblaðið sagði frá einstökum árangri íslenska landsliðsins í knattspyrnu haustið 1998 en þá gerði Ísland jafntefli við Frakka, sem sama ár höfðu tryggt sér heimsmeistaratitilinn í fótbolta.
Meira
Næsta fimmtudag, 23. júní, ganga Bretar að kjörborðinu til þess að svara spurningunni um hvort þeir vilji yfirgefa Evrópusambandið eða vera áfram innan vébanda þess.
Meira
Það rann upp fyrir ljósmyndaranum að þrátt fyrir að hafa aldarfjórðungsreynslu af því að fylgjast með stórviðburðum í heimi íþróttanna um víða veröld í gegnum linsuna að aldrei fyrr hafði hann setið í stúkunni með öllum hinum og tekið þátt.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.