Greinar fimmtudaginn 21. júlí 2016

Fréttir

21. júlí 2016 | Innlendar fréttir | 183 orð | 1 mynd

Annie Mist er fyrst

Fyrstu einstaklingsþrautunum á heimsleikunum í crossfit í Los Angeles lauk í gærkvöldi, en fimm fulltrúar Íslands keppa í þeim flokki. Annie Mist Þórisdóttir er efst í kvennaflokki eftir daginn, keppt hafði verið í þremur þrautum. Meira
21. júlí 2016 | Erlendar fréttir | 62 orð | 1 mynd

Bandaríkin halda óbreyttri stefnu

„Bandaríski sjóherinn mun áfram halda úti sínum venjubundnu og löglegu aðgerðum um allan heim, þar á meðal í Suður-Kínahafi,“ segir John Richardson flotaforingi, en stjórnvöld í Kína segjast eiga rétt á því að eigna sér svæði á... Meira
21. júlí 2016 | Innlendar fréttir | 184 orð | 1 mynd

Bandaríski flugherinn ræðir framtíðarsamstarf

Deborah Lee James, ráðherra bandaríska flughersins, yfirgaf Ísland í gær eftir að hafa heimsótt loftrýmisgæsluna á Keflavíkurflugvelli og fundað með íslenskum stjórnvöldum um áframhaldandi hlutverk Bandaríkjanna í loftvarnaeftirliti NATO og stuðning... Meira
21. júlí 2016 | Innlendar fréttir | 420 orð | 1 mynd

„Fjölskyldan hjálpar mér yfir marklínuna“

Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Geir Ómarsson, úr þríþrautafélaginu Ægi3 í Reykjavík, bætti besta tíma Íslendings í svonefndum járnmanni um heilar sjö mínútur og 23 sekúndur á móti í Þýskalandi um helgina. Meira
21. júlí 2016 | Innlendar fréttir | 62 orð | 1 mynd

Blásið til knattspyrnuveislu í Laugardal

Knattspyrnumótið Síminn ReyCup hófst með glæsilegri setningarathöfn í gærkvöldi. Þessar stúlkur úr Val voru fullar eftirvæntingar og fylktu liði í skrúðgöngu athafnarinnar. Meira
21. júlí 2016 | Innlendar fréttir | 621 orð | 4 myndir

Borgin endurskoði ákvörðun

Baksvið Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur hafnaði nýlega beiðni um niðurrif Thorvaldsensstrætis 6, viðbyggingar sunnan Landssímahússins svokallaða, en húsinu á að breyta í hótel, verslanir og veitingahús. Meira
21. júlí 2016 | Innlendar fréttir | 159 orð | 1 mynd

Burðarþol Skjálfandafljótsbrúar aukið

Vinnu við styrkingu Skjálfandafljótsbrúar lauk í fyrradag. Að sögn Sigurðar Halls Sigurðssonar, brúarsmiðs hjá Vegagerðinni, gengu framkvæmdirnar vel fyrir sig en þær hófust 22. júní. Meira
21. júlí 2016 | Innlendar fréttir | 51 orð | 1 mynd

Danstónlist leikin á fiðlu í Alþýðuhúsinu

Fiðluleikarinn Sinead Kennedy efnir til viðburðar í Alþýðuhúsinu á Siglufirði í kvöld klukkan 20 en þar mun hún leika hefðbundna írska danstónlist á fiðlu auk þess sem hún mun segja sögur. Meira
21. júlí 2016 | Innlendar fréttir | 170 orð | 1 mynd

Deilur um nýja bensínstöð

„Þessi beiðni liggur fyrir og við munum taka hana til umræðu og fá umsögn frá umhverfissviði um áhrif hennar,“ segir Theódóra Þorsteinsdóttir, formaður bæjarráðs í Kópavogi, aðspurð um nýja beiðni Olíuverzlunar Íslands, OLÍS, um að fá að... Meira
21. júlí 2016 | Innlendar fréttir | 341 orð | 1 mynd

Einkasjúkrahús og hótel fyrir 54 milljarða

Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Mosfellsbær hefur nú bæst í hóp sveitarfélaga sem félagið MCPB ehf. hefur formlega til skoðunar sem staðsetningu fyrir nýtt einkasjúkrahús og hótel. MCPB ehf. er í eigu hollenska félagsins Burbanks Capital. Meira
21. júlí 2016 | Innlendar fréttir | 250 orð | 3 myndir

Endalaus straumur við Kirkjufellsfoss

Gunnar Kristjánsson gunnarkris@simnet.is Það eru ekki mörg ár síðan fyrsta myndin af Kirkjufellinu birtist í erlendu ljósmyndatímariti, sem síðan fór sem eldur í sinu um netheima. Meira
21. júlí 2016 | Innlendar fréttir | 53 orð | 1 mynd

Erdogan lýsir yfir neyðarástandi

Forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan, lýsti í gærkvöldi yfir neyðarástandi í landinu í þrjá mánuði og sagði það nauðsynlegt til að gera yfirvöldum kleift að „fjarlægja strax alla þá“ sem tóku þátt í valdaránstilrauninni misheppnuðu í... Meira
21. júlí 2016 | Innlendar fréttir | 171 orð | 1 mynd

Fiskur og nokkrir frægir

Grundarfjörður er öðru fremur útgerðarstaður. Þar eru starfrækt þrjú stór sjávarútvegsfyrirtæki sem skapa mörgum atvinnu og afurðir frá þeim eru seldar víða. Í því sambandi má nefna fiska. Meira
21. júlí 2016 | Innlendar fréttir | 56 orð | 1 mynd

Fjöldi fleyja streymir til og frá Miðbakka

Mannlífið í miðborg Reykjavíkurborgar er sérstaklega mikið og fjölskrúðugt yfir sumartímann og eru þá Reykjavíkurhöfn og Miðbakki talin með. Meira
21. júlí 2016 | Innlendar fréttir | 224 orð

Fjölga úr 48 í 60 í læknadeild

Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Hafinn er undirbúningur að fjölgun nemenda á fyrsta ári í læknisfræði við Háskóla Íslands úr 48 í 60. Unnið hefur verið að skipulagsbreytingum á náminu. Meira
21. júlí 2016 | Innlendar fréttir | 119 orð | 1 mynd

Fullt af hugmyndum en lykillinn er reksturinn

„Fólk getur verið með fullt af góðum hugmyndum en lykillinn er reksturinn. Meira
21. júlí 2016 | Innlendar fréttir | 399 orð | 5 myndir

Hughrif út í himingeiminn

Gunnar Kristjánsson gunnarkri@simnet.is Litagleðin ræður ríkjum á bæjarhátíðinni Á góðri stundu í Grundarfirði sem haldin verður nú um helgina. Meira
21. júlí 2016 | Innlendar fréttir | 77 orð | 1 mynd

Hættir á Alþingi og gerist bóndi

Haraldur Einarsson, einn þingmanna Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi, hefur ákveðið að bjóða sig ekki fram til Alþingis í komandi kosningum. Meira
21. júlí 2016 | Innlendar fréttir | 45 orð | 1 mynd

Írskt söngvaskáld á Café Rosenberg

Írska söngvaskáldið Gavin James kemur fram á tónleikum á Café Rosenberg í kvöld klukkan 21. James gaf út frumraun sína Bitter Pill í heimalandinu síðla árs 2015 og náði platan fljótt platínusölu þar. Meira
21. júlí 2016 | Innlendar fréttir | 640 orð | 1 mynd

Kennileitið mun taka breytingum

Börkur Gunnarsson borkur@mbl. Meira
21. júlí 2016 | Innlendar fréttir | 504 orð | 2 myndir

Lítil þjálfun og léleg gólf valda meiðslum dansara

Skúli Halldórsson sh@mbl.is Algengt er að iðkendur dansíþrótta verði fyrir álagsmeiðslum í mjöðmum og herðum. Þá er lítil sem engin skipulögð styrktarþjálfun í dansfélögunum til að koma í veg fyrir þau meiðsli sem kunna að hljótast af iðkuninni. Meira
21. júlí 2016 | Innlendar fréttir | 122 orð | 1 mynd

Lystisnekkjum fer ört fjölgandi

Komum lystisnekkja til landsins hefur farið fjölgandi á undanförunum árum. Nú liggur við Ægisgarð í Reykjavík ein stærsta snekkja sem hingað hefur komið. Hún heitir Yersin og er í eigu fransks milljarðamærings sem heitir Francois Fiat. Meira
21. júlí 2016 | Erlendar fréttir | 71 orð

Mikil ógn steðjar nú að ríkjum Evrópu

Evrópulögreglan (Europol) segir ríki Evrópu nú standa frammi fyrir mikilli ógn og að árásum, þar sem árásarmaður er einn að verki, eigi eftir að fjölga mjög. Meira
21. júlí 2016 | Erlendar fréttir | 159 orð | 1 mynd

Móðir myrti börn sín eftir fæðingu

Andrea Göppner, 45 ára Þjóðverji, var í gær fundin sek um að hafa banað fjórum nýfæddum börnum sínum og var hún í kjölfarið dæmd í 14 ára fangelsi. Meira
21. júlí 2016 | Innlendar fréttir | 99 orð | 1 mynd

Náttúruganga um Viðey á sunnudag

Næstkomandi sunnudag, 24. júlí, verður náttúruganga um Viðey undir leiðsögn Bjarkar Bjarnadóttur, umhverfis- og þjóðfræðings, þar sem fjallað verður um jurtir, fugla, menn, huldufólk og álfa, eins og segir í tilkynningu frá Borgarsögusafni. Meira
21. júlí 2016 | Erlendar fréttir | 323 orð | 1 mynd

Nornaveiðar í fullum gangi

Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Skjót viðbrögð Receps Tayyips Erdogans, forseta Tyrklands, við valdaránstilrauninni misheppnuðu í vikunni sem leið hafa vakið mikla athygli um heim allan, en í gær höfðu yfirvöld handtekið eða leyst frá störfum yfir... Meira
21. júlí 2016 | Erlendar fréttir | 58 orð | 1 mynd

Nú sagður hælisleitandi frá Pakistan

Ódæðismaðurinn Mohammed Riyad, sem vopnaður exi og hnífi réðst á lestarfarþega nálægt Würzburg sl. mánudagskvöld, er talinn vera hælisleitandi frá Pakistan, en í fyrstu var hann sagður vera Afgani. Þrír særðust alvarlega og einn hlaut minni áverka. Meira
21. júlí 2016 | Innlendar fréttir | 31 orð | 1 mynd

RAX

Kynjamyndir Margt fallegt og furðulegt má lesa úr landslaginu þegar farið er yfir hálendið. Hér eru Kattarhryggir handan við Tungnaá, sem á upptök sín í Vatnajökli og er mesta þverá... Meira
21. júlí 2016 | Innlendar fréttir | 150 orð | 1 mynd

Rektor Háskóla Íslands fordæmir aðgerðir Erdogans gegn háskólasamfélagi Tyrkja

Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, fordæmir aðgerðir Erdogans Tyrklandsforseta gagnvart menntasamfélaginu í Tyrklandi. Að sögn Jóns Atla liggur ekki ljóst fyrir hverjar afleiðingar pólitískra hreinsana Erdogans verða fyrir HÍ. Meira
21. júlí 2016 | Innlendar fréttir | 156 orð | 1 mynd

Segja byggingu óhentuga

Forsvarsmenn Landssímareitsins eru óánægðir með þá ákvörðun Reykjavíkurborgar að synja ósk þeirra um að fá að rífa Thorvaldsensstræti 6, sem er nýbygging við Landssímahúsið, reist árið 1997. Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Lindarvatns ehf. Meira
21. júlí 2016 | Innlendar fréttir | 258 orð | 1 mynd

Skilja Íslendingana frá

Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Mikil fjölgun ferðamanna hefur verið á tjaldsvæðum landsins, ef marka má nokkra rekstraraðila sem rætt var við í gær. Þakka þeir góðu veðri þessa fjölgun. Meira
21. júlí 2016 | Innlendar fréttir | 448 orð | 1 mynd

Skortur á sérfræðilæknum

Benedikt Bóas benedikt@mbl.is „Þó að mönnunin hafi batnað á heildina litið þá eru enn mjög veikir hlekkir,“ segir Reynir Arngrímsson, formaður læknaráðs Landspítalans. Meira
21. júlí 2016 | Innlendar fréttir | 79 orð | 1 mynd

Skráning er hafin í Tour of Reykjavík

Skráning er hafin í Tour of Reykjavík, en það er ný hjólreiðakeppni, sem haldin verður sunnudaginn 11. september 2016. Upphaf og endir keppninnar verður í Laugardalnum og ýmist verður hjólað til Þingvalla eða styttri hringi í Laugardal og í borginni. Meira
21. júlí 2016 | Innlendar fréttir | 39 orð | 1 mynd

Sónorus syngur í Hlöðunni í kvöld

Sumartónleikaröð Norðlenskra kvenna í tónlist heldur áfram en í kvöld kemur fram sönghópurinn Sónorus. Meira
21. júlí 2016 | Erlendar fréttir | 144 orð | 1 mynd

Töldu nema vera sprengjumann

„Við fengum tilkynningu um mann sem hegðaði sér grunsamlega. Meira
21. júlí 2016 | Innlendar fréttir | 94 orð | 1 mynd

Ungir frumkvöðlar ætla að sigra Evrópu með súkkulaði

Fimm nýstúdentar úr Verzlunarskólanum standa á bak við fyrirtækið SÖLVA Chocolates sem selur handgert hágæðasúkkulaði úr kakóbaunum frá Tansaníu. Fyrirtækið varð til í valáfanga í frumkvöðlafræði í Verzló. Meira
21. júlí 2016 | Innlendar fréttir | 102 orð | 2 myndir

Unnur Brá stefnir hátt í prófkjöri

Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, stefnir „hátt“ í prófkjöri sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi en vill ekki gefa upp mögulegt sæti að svo stöddu. „Það verður gefið út seinna. Meira
21. júlí 2016 | Innlendar fréttir | 72 orð | 1 mynd

Útför Eggerts Gíslasonar skipstjóra

Útför Eggerts Gíslasonar skipstjóra fór fram frá Áskirkju í gær. Séra Sigurður Jónsson jarðsöng. Meira
21. júlí 2016 | Innlendar fréttir | 61 orð

Vatnslaust á Suðurnesjum

Aðalstofnæðin frá Svartsengi að Fitjum, Njarðvíkuræðin svonefnda, fór í sundur síðdegis í gær, með þeim afleiðingum að heitavatnslaust varð á Suðurnesjum, eða í öllum byggðarlögum nema Grindavík. Meira
21. júlí 2016 | Innlendar fréttir | 570 orð | 3 myndir

Vernda þarf Gullfoss og nærumhverfi hans

Fréttaskýring Guðni Einarsson gudni@mbl.is Umhverfisstofnun hefur lagt fram til kynningar drög að stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Gullfoss á árunum 2016 til 2025. Meira
21. júlí 2016 | Innlendar fréttir | 241 orð | 2 myndir

Þúsundir farþega væntanlegar

Tvö stór skemmtiferðaskip, Costa Romantica og Pacific Princess, koma til Grundarfjarðar á morgun og með þeim um 2.800 farþegar. Þetta er einn af stærstu skemmtiskipadögunum í Grundarfirði á þessu ári þegar þangað koma alls 28 skip. Meira
21. júlí 2016 | Innlendar fréttir | 164 orð | 1 mynd

Þvera Miklubrautina í ágúst

Skúli Halldórsson sh@mbl.is Orkuveita Reykjavíkur hefur hafið framkvæmdir við nýtt lokahús vatnsveitu við Stigahlíð og lagnir að því. Meira

Ritstjórnargreinar

21. júlí 2016 | Leiðarar | 592 orð

Lýst eftir hrakspám

Þeim ferst fremur óhönduglega ofanísig átið Meira
21. júlí 2016 | Staksteinar | 221 orð | 1 mynd

Orðsporin hræða?

Sögðust ekki allir trúa því í vor að „orðspor“ landsins væri komið í lægsta flokk eftir umfjöllun um Panama-skjölin svonefndu? Þingmenn stjórnarandstöðunnar voru gráti nær í þingumræðum. „Orðsporið“ var í rúst. Meira

Menning

21. júlí 2016 | Tónlist | 544 orð | 1 mynd

$igmund innblásinn af 101

Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is „Það er mikil gróska í rappinu á Íslandi um þessar mundir og það eru allir að gera sitt. Fólk er þar af leiðandi opið fyrir nýjum hlutum. Meira
21. júlí 2016 | Fólk í fréttum | 146 orð | 1 mynd

Beck hyggst leggja land undir fót

Bandaríska jaðarrokkskáldið Beck tilkynnti í gær að hann hygðist leggja af stað í íburðarmikið tónleikaferðalag til að fylgja eftir væntanlegri plötu sinni sem kemur út 21. október. Meira
21. júlí 2016 | Tónlist | 130 orð | 1 mynd

Björk Digital sett upp í London í haust

Í síðasta mánuði setti Björk Guðmundsdóttir upp sýninguna Björk Digital í Ástralíu og Japan sem var helguð síðustu breiðskífu hennar, Vulnicura . Í gær tilkynnti hún að sýningin verði sett upp í Bretlandi í haust. Meira
21. júlí 2016 | Menningarlíf | 477 orð | 1 mynd

Fá tíma og rými til að vinna að listinni

Laufey Rún Ketilsdóttir laufey@mbl. Meira
21. júlí 2016 | Kvikmyndir | 39 orð | 1 mynd

Ghostbusters

Glæný mynd um Ghostbusters draugabanana sem hefur verið að fá frábæra dóma frá gagnrýnendum! Metacritic 60/100 IMDb 5,3/10 Laugarásbíó 17.00, 20.00, 22.30 Sambíóin Keflavík 20.00 Smárabíó 17.00, 17.45, 19.30, 20.00, 22.40 Háskólabíó 18.00, 21. Meira
21. júlí 2016 | Fjölmiðlar | 189 orð | 1 mynd

Hinn ömurlegi sjöundi áratugur

Popp- og rokksaga Íslands eru einhverjir allra bestu þættir sem hafa verið gerðir í íslensku sjónvarpi. Algjörlega stórkostlegir. Þeir eru endursýndir á miðvikudögum. Í gær var sýndur þátturinn um áttunda áratuginn og hann hefur pottþétt verið frábær. Meira
21. júlí 2016 | Kvikmyndir | 383 orð | 14 myndir

Ísöld: Ævintýrið mikla Metacritic 44/100 IMDb 6,1/10 Laugarásbíó 15.50...

Ísöld: Ævintýrið mikla Metacritic 44/100 IMDb 6,1/10 Laugarásbíó 15.50, 17.50 Smárabíó 15.30, 15.30, 17.45, 17.45 Háskólabíó 17.30, 18.00 Sambíóin Álfabakka 13.00, 14.00, 15.20, 16.10, 17.40 Sambíóin Egilshöll 15.00, 17.00 Borgarbíó Akureyri 17. Meira
21. júlí 2016 | Menningarlíf | 684 orð | 1 mynd

Lýsir upphafi heimsins í tónum

Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Reykholtshátíð fagnar 20 ára afmæli sínu dagana 22.-24. júlí en tónskáldið Gunnar Andreas Kristinsson var fenginn til að semja verk fyrir hátíðina í ár. Meira
21. júlí 2016 | Kvikmyndir | 72 orð | 2 myndir

Star Trek Beyond

Fyrsti hluti ferðar geimskipsins USS Enterprise í fimm ára verkefni, skilar áhöfninni inn á ókannað svæði. Þar er Enterprise nánast eyðilagt og Kirk og áhöfnin verða strand á fjarlægri plánetu. Metacritic 71/100 IMDb 9/10 Sambíóin Álfabakka 12.30, 15. Meira
21. júlí 2016 | Menningarlíf | 172 orð | 1 mynd

Sumartónleikar í Skálholti

Fjórða helgi tónlistarhátíðinnar Sumartónleikar í Skálholti hefst í kvöld kl. 20:00 með tónleikum sem kallast Barokkbandið Brák og Blóðheitu Ítalarnir, en þar verður skellt í eina ítalska stuðtónleika með verkum eftir Vivaldi, Caldara, Locatelli o.fl. Meira
21. júlí 2016 | Menningarlíf | 168 orð | 1 mynd

Tríó Sunnu treður upp

Tónleikaröðin Arctic Concerts heldur áfram í Norræna húsinu í kvöld en nú er komið að tríói píanóleikarans og tónskáldsins Sunnu Gunnlaugsdóttur. Meira
21. júlí 2016 | Fólk í fréttum | 67 orð | 1 mynd

Tvíþættir tónleikar á Loft Hosteli

Magnús Leifur treður upp á Loft Hosteli í kvöld ásamt bandi, auk þess sem Andri Ásgrímsson stígur á svið. Magnús Leifur er um þessar mundir að klára sína fyrstu plötu sem einyrki en áætlaður útgáfudagur er 19. ágúst. Meira
21. júlí 2016 | Menningarlíf | 246 orð | 2 myndir

Villibráð gómsætasti réttur veisluborðsins

Eftir Lee Child. Jón St. Kristjánsson þýddi. Kilja. 399 bls. JPV útgáfa 2016. Meira

Umræðan

21. júlí 2016 | Aðsent efni | 420 orð | 1 mynd

Áríðandi spurning til innanríkisráðherra

Eftir Jóhannes Loftsson: "Hver breytti hlutverki Reykjavíkurflugvallar í að þjóna ekki minni flugvélum og sjúkraflugi?" Meira
21. júlí 2016 | Aðsent efni | 336 orð | 1 mynd

Ekki er allt sem sýnist

Eftir Guðríði Arnardóttur: "Launahækkanir framhaldsskólakennara á síðustu misserum þarf að skoða í samhengi við launasetningu samanburðarhópa og lengra aftur en til ársins 2006." Meira
21. júlí 2016 | Pistlar | 415 orð | 1 mynd

Hormónaneytendur og draslið

Ég er að fara eignast barn eftir um það bil korter. Það er reyndar einn mánuður í það en miðað við allt sem ég á eftir að gera gæti allt eins verið korter til stefnu. Meira
21. júlí 2016 | Bréf til blaðsins | 465 orð | 1 mynd

Hótel Reykjahlíð – forsendur mótmæla

Eftir Hjördísi Finnbogadóttur: "Heimildir herma að í viðskiptunum hafi Icelandair hótel í kaupbæti eignast forkaupsrétt að Hótel Reynihlíð." Meira
21. júlí 2016 | Aðsent efni | 389 orð | 1 mynd

Hugboð

Eftir Eyþór Heiðberg: "Nú hefur kirkjan misst mikið, því óttinn við fjandann er horfinn og það kemur að því, að Rússagrýlan hverfi líka." Meira
21. júlí 2016 | Aðsent efni | 751 orð | 1 mynd

Hugleiðing um fundarstjórn

Eftir Pétur Guðmundarson: "Mér sýnist því að mönnum hafi verið mislagðar hendur við framkvæmd fundarins og ekki gætt ákvæða laga, samþykkta eða almennra fundarskapa." Meira
21. júlí 2016 | Aðsent efni | 805 orð | 1 mynd

Náungakærleikurinn og kirkjuyfirvöld

Eftir Árna M. Emilsson: "Engu er líkara en að hið geistlega vald hafi talið sig í fullum rétti til þess að vaða yfir land nágrannanna og fría sig síðan allri ábyrgð á tjóninu." Meira
21. júlí 2016 | Velvakandi | 346 orð

Ógagnrýnin umfjöllun

Félag fagfólks um átraskanir, Samtök um líkamsvirðingu og Vonarstyrkur, stuðnings- og baráttusamtök vegna átraskana, senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu vegna nýrrar meðferðar við offitu, AspireAssist, sem tekin var til umfjöllunar í Morgunblaðinu... Meira

Minningargreinar

21. júlí 2016 | Minningargreinar | 2730 orð | 1 mynd

Aðalheiður Ísleifsdóttir

Aðalheiður Ísleifsdóttir fæddist 17. júní 1928 á Læk í Ölfusi. Hún lést á Landspítalanum 13. júlí 2016. Foreldrar hennar voru Ísleifur Einarsson, f. 5. október 1874, frá Ási í Holtum í Rangárvallasýslu, d. 24. júlí 1960, og Kristín Jóhannsdóttir, f. 28. Meira  Kaupa minningabók
21. júlí 2016 | Minningargreinar | 1244 orð | 1 mynd

Axel Guðmundsson

Axel Guðmundsson fæddist 7. október 1942. Hann lést 8. júlí 2016. Útför hans fór fram 15. júlí 2016. Meira  Kaupa minningabók
21. júlí 2016 | Minningargreinar | 469 orð | 1 mynd

Árni Kjartan Þórður Jónasson

Árni Kjartan Þórður Jónasson fæddist 9. mars 1947. Hann lést 30. júní 2016. Útför Árna fór fram 8. júlí 2016. Meira  Kaupa minningabók
21. júlí 2016 | Minningargreinar | 361 orð | 1 mynd

Ástráður Karl Guðmundsson

Ástráður Karl Guðmundsson fæddist 19. október 1959. Hann lést 9. júlí 2016. Útför Ástráðs Karls fór fram 20. júlí 2016. Meira  Kaupa minningabók
21. júlí 2016 | Minningargrein á mbl.is | 883 orð | 1 mynd | ókeypis

Bergljót Jakobsdóttir

Bergljót fæddist 3. maí 1922 í húsi sem var nefnt Jerúsalem á Akureyri. Hún lést í Sunnuhlíð, Kópavogi, 23. júní 2016.Foreldrar hennar voru heiðurshjónin Kristín Sigurðardóttir og Jakob Karlsson, bóndi í Lundi við Eyjafjörð. Meira  Kaupa minningabók
21. júlí 2016 | Minningargreinar | 887 orð | 1 mynd

Bergljót Jakobsdóttir

Bergljót fæddist 3. maí 1922 í húsi sem var nefnt Jerúsalem á Akureyri. Hún lést í Sunnuhlíð, Kópavogi, 23. júní 2016. Foreldrar hennar voru heiðurshjónin Kristín Sigurðardóttir og Jakob Karlsson, bóndi í Lundi við Eyjafjörð. Meira  Kaupa minningabók
21. júlí 2016 | Minningargreinar | 2989 orð | 1 mynd

Eggert Gíslason

Eggert Gíslason fæddist 12. maí 1927. Hann lést 12. júlí 2016. Útför Eggerts var gerð 20. júlí 2016. Meira  Kaupa minningabók
21. júlí 2016 | Minningargreinar | 2333 orð | 1 mynd

Elísabet Sigurjónsdóttir

Elísabet Sigurjónsdóttir fæddist 14. ágúst 1924 á Þingeyri. Hún lést 1. júlí 2016 á hjúkrunarheimilinu í Bolungarvík. Elísabet ólst upp á Granda í Brekkudal í Dýrafirði. Meira  Kaupa minningabók
21. júlí 2016 | Minningargreinar | 3402 orð | 1 mynd

Guðbjörg Ólína Þórarinsdóttir

Guðbjörg Ólína Þórarinsdóttir fæddist í Reykjavík 30. nóvember 1929. Hún andaðist 13. júlí 2016. Foreldar hennar voru Þórarinn Magnússon skósmiður, f. 1895, d. 1982, og Ingibjörg Guðmundsdóttir, f. 1900, d. 1989. Systkini hennar voru; Guðmundur, f. Meira  Kaupa minningabók
21. júlí 2016 | Minningargreinar | 1725 orð | 1 mynd

Guðrún Birna Wendel Ólafsdóttir

Guðrún Birna Wendel Ólafsdóttir, sagnfræðingur og kennari, fæddist í Reykjavík 24. júlí 1966. Hún lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut 28. júní 2016. Meira  Kaupa minningabók
21. júlí 2016 | Minningargreinar | 732 orð | 1 mynd

Haukur Ottesen Jósafatsson

Haukur Ottesen Jósafatsson fæddist í Reykjavík 24. október árið 1922. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Mörk 16. júní 2016. Foreldrar hans voru hjónin Sigríður Jónsdóttir húsfreyja, f. 18. nóvember 1880, d. 1936, og Jósafat Sigurðsson múrarameistari, f. 6. Meira  Kaupa minningabók
21. júlí 2016 | Minningargreinar | 694 orð | 1 mynd

Hinrik Þór Valgeirsson

Hinrik Þór Valgeirsson fæddist í Keflavík 22. mars 1964. Hinrik lést í svefni á heimili sínu 12. júlí 2016. Foreldrar hans eru Magdalena Olsen í Ytri-Njarðvík og Valgeir Þorláksson bakarameistari. Meira  Kaupa minningabók
21. júlí 2016 | Minningargreinar | 762 orð | 1 mynd

Ingibjörg Jónsdóttir

Ingibjörg Jónsdóttir fæddist á Ísafirði hinn 24. desember 1950. Hún var bráðkvödd á heimili sínu 19. júní 2016. Foreldrar hennar voru Kristján Jón Kristjánsson bakari og Þorbjörg Ásta Björnsdóttir Blöndal húsmóðir. Þau er bæði látin. Meira  Kaupa minningabók
21. júlí 2016 | Minningargreinar | 2558 orð | 1 mynd

Ingibjörg Margrét Jóhannsdóttir

Ingibjörg M. Jóhannsdóttir fæddist 10. apríl 1947 í Sólheimum í Sæmundarhlíð. Inga lést 7. júlí 2016 í Reykjavík. Hún var dóttir hjónanna Helgu Lilju Gottskálksdóttur, f. á Bakka í Vallhólma 18. mars 1908, d. 22. Meira  Kaupa minningabók
21. júlí 2016 | Minningargreinar | 645 orð | 1 mynd

Katrín Jónsdóttir

Katrín Jónsdóttir fæddist 11. janúar 1954. Hún lést í París 27. júní 2016. Minningarathöfn fór fram í Stykkishólmskirkju 15. júlí 2016. Meira  Kaupa minningabók
21. júlí 2016 | Minningargreinar | 914 orð | 1 mynd

Klara Smith Jónsdóttir

Klara Smith Jónsdóttir fæddist 27. september 1993. Hún lést 6. júlí 2016. Klara var jarðsungin 15. júlí 2016. Meira  Kaupa minningabók
21. júlí 2016 | Minningargreinar | 942 orð | 1 mynd

Margrét Katrín Valdimarsdóttir

Margrét Katrín Valdimarsdóttir fæddist á Völlum í Ytri-Njarðvík 6. júní 1926. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 10. júlí 2016. Foreldrar hennar voru Björn Valdimar Björnsson, útgerðarmaður í Keflavík, f. 31.12. 1893, d. 28.8. Meira  Kaupa minningabók
21. júlí 2016 | Minningargreinar | 319 orð | 1 mynd

Ólafur Gunnarsson

Ólafur Gunnarsson fæddist 20. júlí 1931. Hann lést 8. júlí 2016. Útför Ólafs fór fram 20. júlí 2016. Meira  Kaupa minningabók
21. júlí 2016 | Minningargreinar | 553 orð | 1 mynd

Pétur Pétursson

Pétur Pétursson fæddist 13. september 1924. Hann lést 9. júlí 2016. Útför hans var gerð 15. júlí 2016. Meira  Kaupa minningabók
21. júlí 2016 | Minningargrein á mbl.is | 1672 orð | 1 mynd | ókeypis

Soffía Guðmundsdóttir

Soffía Guðmundsdóttir fæddist á Suðureyri við Súgandafjörð 28. september 1951. Soffía lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi 9. júlí 2016.Foreldrar hennar eru Guðmundur Kr. Hermannsson frá Suðureyri við Súgandafjörð, f. 30. Meira  Kaupa minningabók
21. júlí 2016 | Minningargreinar | 3603 orð | 1 mynd

Soffía Guðmundsdóttir

Soffía Guðmundsdóttir fæddist 28. september 1951. Hún lést 9. júlí 2016. Útför Soffíu fór fram 20. júlí 2016. Meira  Kaupa minningabók
21. júlí 2016 | Minningargreinar | 550 orð | 1 mynd

Þór Steinberg Pálssson

Þór Steinberg Pálsson fæddist á Ljósstöðum í þorpinu á Akureyri 30. ágúst 1933. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 29. júní 2016. Foreldrar hans voru Páll Friðfinnsson, f. 9.9. 1906, d. 22.8. 2000, og Anna Ólafsdóttir, f. 25.10. 1912, d. 21.6. 2003. Meira  Kaupa minningabók

Daglegt líf

21. júlí 2016 | Daglegt líf | 999 orð | 3 myndir

„Það elska allir súkkulaði“

SÖLVA Chocolates er fyrirtæki sem selur handgert hágæðasúkkulaði úr kakóbaunum frá Tansaníu. Fyrirtækið er skipað fimm nýstúdentum úr Verzló og var valið fyrirtæki ársins í samkeppni ungra frumkvöðla, Junior Achievement, á Íslandi. Í næstu viku taka þau þátt í Evrópukeppni ungra frumkvöðla í Sviss. Meira

Fastir þættir

21. júlí 2016 | Fastir þættir | 156 orð | 1 mynd

1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rc3 Rf6 4. e3 e6 5. Rf3 Rbd7 6. Bd3 dxc4 7. Bxc4 b5...

1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rc3 Rf6 4. e3 e6 5. Rf3 Rbd7 6. Bd3 dxc4 7. Bxc4 b5 8. Bd3 Bb7 9. a3 Bd6 10. O-O O-O 11. Dc2 Hc8 12. b4 c5 13. bxc5 Bxf3 14. cxd6 Rd5 15. gxf3 Dg5+ 16. Kh1 Dh5 17. Be2 Rxc3 18. Hg1 Rf6 19. Bb2 Ra4 20. Dd2 Hfd8 21. Meira
21. júlí 2016 | Í dag | 266 orð

Af ofveiði í sól og blíðu

Í Vísnahorni á þriðjudag var sagt frá því að þeir hefðu skipst á vísum Jón Steinar Gunnlaugsson og Hjálmar Jónsson. Ég kenni það klaufaskap mínum á tölvur að vísa Jóns Steinars féll niður. Meira
21. júlí 2016 | Í dag | 51 orð | 1 mynd

Bogi Pétur Eiríksson

30 ára Bogi ólst upp á Flúðum, býr í Birtingaholti, lauk sveinsprófi í húsasmíði og er bóndi í Birtingaholti. Maki: Svava Kristjánsdóttir, f. 1987, bóndi. Börn: Sigrún Björk, f. 2011, og Karitas, f. 2014. Foreldrar: Eiríkur Ágústsson, f. Meira
21. júlí 2016 | Árnað heilla | 346 orð | 1 mynd

Heldur upp á afmælið á víkingahátíð

Árni Eiríkur Bergsteinsson hárgreiðslumeistari er fimmtugur í dag. en hann rekur hárgreiðslustofuna Hárbeitt í Hafnarfirði ásamt konu sinni, Sigurborgu Hólmgeirsdóttur, en þau eru búin að vinna saman síðan 1986 og stofnuðu Hárbeitt 1990. Meira
21. júlí 2016 | Í dag | 262 orð | 1 mynd

Jón Helgi Guðmundsson

Jón fæddist í Reykjavík 21.7. 1906. Foreldrar hans voru Guðmundur Jónsson, trésmiður í Reykjavík, og k.h., Margrét Ásmundsdóttir húsmóðir. Fyrri kona Jóns var Guðný Magnúsdóttir en seinni kona hans var Guðrún Halldórsdóttir. Meira
21. júlí 2016 | Í dag | 53 orð | 1 mynd

Margrét Svava Jónsdóttir

30 ára Margrét ólst upp á Patreksfirði, Hveragerði og í Reykjavík en býr nú í Kópavogi, lauk MA-prófi í blaðamennsku og starfar við ferðaþjónustu. Systkini: Árni Þór, f. 1972; Kristján Örn, f,. 1977, og Kolbrún, f. 2006. Foreldrar: Jón Þórðarson, f. Meira
21. júlí 2016 | Í dag | 52 orð

Málið

Skeleggur er leyndardómsfullt orð á að líta. Það getur þýtt röskur , líka öruggur en auk þess djarfur og orðhvass í málflutningi . Skeleggur baráttumaður er algeng einkunn um slíkt fólk. En eiginleg merking þess er með skelþunna egg ! Meira
21. júlí 2016 | Í dag | 17 orð

Sá, sem er góðgjarn, verður blessaður, því að hann gefur hinum fátæka af...

Sá, sem er góðgjarn, verður blessaður, því að hann gefur hinum fátæka af brauði sínu. (Orðskv. Meira
21. júlí 2016 | Í dag | 208 orð

Til hamingju með daginn

90 ára Jónas Kr. Meira
21. júlí 2016 | Fastir þættir | 164 orð

Undarleg vörn. N-AV Norður &spade;K82 &heart;KG10854 ⋄94 &klubs;86...

Undarleg vörn. N-AV Norður &spade;K82 &heart;KG10854 ⋄94 &klubs;86 Vestur Austur &spade;Á6 &spade;G3 &heart;9 &heart;7632 ⋄G865 ⋄Á32 &klubs;Á109752 &klubs;KD43 Suður &spade;D109754 &heart;ÁD ⋄KD107 &klubs;G Suður spilar 4&spade;. Meira
21. júlí 2016 | Í dag | 41 orð | 1 mynd

Vignir Már Guðjónsson

30 ára Vignir býr í Njarðvík og starfar hjá Fiskmarkaði Suðurnesja. Maki: Valdís Gunnarsdóttir, f. 1975, skrifstofumaður hjá Félagi vélstjóra og málmtæknimanna. Stjúpsonur: Andri Fannar, f. 2001. Foreldrar: Vigdís Pálsdóttir, f. Meira
21. júlí 2016 | Fastir þættir | 281 orð

Víkverji

Víkverji finnur fyrir ögn af samviskubiti eftir lestur íþróttablaðs gærdagsins. Honum finnst hann nefnilega bera þunga ábyrgð á herðum sér. Meira
21. júlí 2016 | Í dag | 114 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

21. júlí 1963 Skálholtskirkja var vígð við hátíðlega athöfn að viðstöddum áttatíu prestum, próföstum og biskupum. „Skálholt er meira en minningin, hærra en sagan,“ sagði Sigurbjörn Einarsson biskup í vígsluræðunni. Meira
21. júlí 2016 | Árnað heilla | 24 orð | 1 mynd

Þórunn Erla Erlendsdóttir , Matthildur Elín Gunnlaugsdóttir og Harpa...

Þórunn Erla Erlendsdóttir , Matthildur Elín Gunnlaugsdóttir og Harpa Jónsdóttir úr Lindahverfi í Kópavogi gengu í hús og söfnuðu 16.000 kr. fyrir Rauða... Meira
21. júlí 2016 | Í dag | 561 orð | 3 myndir

Ætíð hugfanginn af undrum náttúrunnar

Jóhann fæddist á Bergstaðastræti 4 í Reykjavík 21.7. 1931, á horni Bergstaðastrætis og Skólavörðustígs: „Faðir minn rak járnsmiðju í næsta húsi. Meira

Íþróttir

21. júlí 2016 | Íþróttir | 295 orð | 1 mynd

1. deild kvenna A Hvíti riddarinn – Víkingur Ó 2:3 ÍR – KH...

1. deild kvenna A Hvíti riddarinn – Víkingur Ó 2:3 ÍR – KH 1:1 HK/Víkingur – Skínandi 3:0 Staðan: HK/Víkingur 980131:524 ÍR 972025:223 Víkingur Ó. 970216:721 Þróttur R. Meira
21. júlí 2016 | Íþróttir | 248 orð | 1 mynd

Akureyringar munu hafa nóg fyrir stafni í gestgjafahlutverkinu næstu...

Akureyringar munu hafa nóg fyrir stafni í gestgjafahlutverkinu næstu dagana. Tvö umfangsmikil Íslandsmót fara fram í bænum. Íslandsmótið í höggleik í golfi hefst á Jaðarsvelli í dag og stendur fram á sunnudag. Meira
21. júlí 2016 | Íþróttir | 203 orð | 5 myndir

Ármann besti leikmaðurinn

Uppgjör Víðir Sigurðsson vs@mbl. Meira
21. júlí 2016 | Íþróttir | 164 orð | 1 mynd

Efstir og komnir í 8-liða úrslit

Íslenska U20 ára landslið karla í körfubolta sigraði Pólverja 62:60 í gær og tryggði sér þar með sæti í 8-liða úrslitum í B-deild Evrópumótsins sem fer fram í Grikklandi. Meira
21. júlí 2016 | Íþróttir | 40 orð | 1 mynd

EM U20 karla Leikið í Grikklandi: B-riðill: Ísland – Pólland 62:60...

EM U20 karla Leikið í Grikklandi: B-riðill: Ísland – Pólland 62:60 Eistland – Hvíta-Rússland 70:72 Lokastaðan: Ísland 7 stig, Pólland 7, Rússland 6, Hvíta-Rússland 6, Eistland 4. Meira
21. júlí 2016 | Íþróttir | 86 orð | 1 mynd

GOLF Íslandsmótið í höggleik hefst á Jaðarsvelli á Akureyri í dag og eru...

GOLF Íslandsmótið í höggleik hefst á Jaðarsvelli á Akureyri í dag og eru fyrstu keppendur ræstir út klukkan 07.30 en þeir síðustu klukkan 15.10. KNATTSPYRNA 1. deild karla, Inkasso-deildin: Nettó-völlur: Keflavík – HK 19. Meira
21. júlí 2016 | Íþróttir | 480 orð | 2 myndir

Grjóthörð, les leikinn vel og kemur með reynslu

9. umferð Þorsteinn F. Halldórsson tfh@mbl.is Fylkiskonan Sandra Sif Magnúsdóttir átti stórgóðan leik þegar Fylkir sigraði Selfoss 3:1 á útivelli í 9. umferð Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu á þriðjudagskvöld. Meira
21. júlí 2016 | Íþróttir | 77 orð | 1 mynd

Íþrótta maður dagsins

• Þórður Rafn Gissurarson á titil að verja á Íslandsmótinu í höggleik sem hefst á Akureyri í dag. • Þórður fæddist 1987 og var í ýmsum íþróttagreinum áður en hann valdi golf. Þórður keppir fyrir Golfklúbb Reykjavíkur. Meira
21. júlí 2016 | Íþróttir | 539 orð | 3 myndir

Nyrsta landskeppni í heimi

Á Akureyri Kristján Jónsson kris@mbl.is Edwin Roald, golfvallahönnuður, segir Íslandsmótið á Jaðarsvelli á Akureyri vera nyrstu landskeppni í heimi í golfi. Meira
21. júlí 2016 | Íþróttir | 775 orð | 4 myndir

Ótrúlega svekkjandi „tapleikur“ FH-inga

Í Kaplakrika Jóhann Ólafsson johann@mbl.is Svekkelsi. Ef lýsa ætti leik FH og Dundalk í einu orði þá væri það svekkelsi. Þarna misstu FH-ingar af frábæru tækifæri til að komast lengra í Evrópukeppninni. Meira
21. júlí 2016 | Íþróttir | 610 orð

Sigur myndi veita Birgi sérstöðu

Á Akureyri Kristján Jónsson kris@mbl.is Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG fær um helgina sitt fyrsta tækifæri til að slá met þeirra Björgvins Þorsteinssonar og Úlfars Jónssonar. Hafa þeir allir orðið Íslandsmeistarar í höggleik sex sinnum. Meira
21. júlí 2016 | Íþróttir | 388 orð | 3 myndir

Skíðasamband Íslands hefur valið landsliðið í alpagreinum fyrir komandi...

Skíðasamband Íslands hefur valið landsliðið í alpagreinum fyrir komandi vetur þar sem stærsta verkefni er án efa heimsmeistaramótið í St. Moritz í Sviss sem fer fram í febrúar. Meira
21. júlí 2016 | Íþróttir | 153 orð | 1 mynd

Tristan náði sínum besta árangri á HM

Tristan Freyr Jónsson lauk keppni í tugþraut í kvöld á heimsmeistaramóti U20 ára í Bydgoszcz í Póllandi og endaði í 9. sæti af 22 keppendum. Hann stóð uppi með 7.468 heildarstig sem er hans besti árangur í tugþraut hingað til. Meira
21. júlí 2016 | Íþróttir | 305 orð | 1 mynd

Við eigum fína möguleika

Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, var brattur þegar blaðamaður heyrði í honum hljóðið í gær en KR mætir Grasshoppers frá Sviss í seinni leik liðanna í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í dag. Meira

Viðskiptablað

21. júlí 2016 | Viðskiptablað | 456 orð | 1 mynd

Aðeins 1.500 hafa nýtt séreign vegna íbúðarkaupa

Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Fáir hafa tekið út séreignarsparnað til íbúðarkaupa í tengslum við skuldalækkunaraðgerðir ríkisstjórnarinnar. Þetta staðfesta nýjar tölur frá Ríkisskattstjóra. Meira
21. júlí 2016 | Viðskiptablað | 154 orð

Betra sjálfstraust og sjálfsálit

Flestir eru meðvitaðir um það í dag að ef á að skara fram úr í starfi má ekki vanrækja hreyfinguna. Hraustur líkami býr yfir meiri starfsorku og að auki getur íþróttaiðkunin hjálpað til við að halda kollinum skýrum og efla tengslanetið. Meira
21. júlí 2016 | Viðskiptablað | 602 orð | 2 myndir

Betri samskipti og aukin starfsánægja

Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Í nýrri rannsókn reyndust langflestir starfsmenn þriggja íslenskra fyrirtækja stunda reglulega líkamsrækt. Það getur haft margvísleg jákvæð áhrif að brjóta upp vinnudaginn með hreyfingu. Meira
21. júlí 2016 | Viðskiptablað | 888 orð | 2 myndir

Brexit eykur enn á svartsýnina hjá AGS

Eftir Chris Giles í London Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur lækkað hagvaxtarspá til næstu tveggja ára fyrir Bretland og alþjóðahagkerfið í heild sinni, og varar sjóðurinn við því að litið verði á núverandi hagvaxtarstig sem „hið nýja eðlilega“. Meira
21. júlí 2016 | Viðskiptablað | 16 orð | 1 mynd

Brexit setur strik í reikninginn

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn lækkar hagvaxtarspár vegna Brexit þó svo að farsæl lausn muni nást milli Breta og... Meira
21. júlí 2016 | Viðskiptablað | 59 orð | 1 mynd

Byggingarvísitalan lækkar

Verðlag Vísitala byggingarkostnaðar lækkar um 0,2% í júlí frá fyrra mánuði, að því er fram kemur á vefsíðu Hagstofu Íslands. Vísitalan gildir fyrir ágúst og er 131,6 stig. Lækkunin er aðallega rakin til 1,3% lækkunar innflutts efnis milli mánaða. Meira
21. júlí 2016 | Viðskiptablað | 263 orð

Dregið hefur úr út- og innflutningi á rækju

Rækja Verð á frosinni og pillaðri rækju hefur fallið talsvert frá því um mitt ár 2015 en þá var verðið að vísu óvenju hátt. Bretland er ráðandi markaður fyrir pillaða rækju og eru rúm 65% magnsins flutt þangað. Meira
21. júlí 2016 | Viðskiptablað | 87 orð | 8 myndir

Ekkert sumarfrí fyrir frumkvöðlana

Teymin í Startup Reykjavík sátu iðin við vinnu sína þegar ljósmyndara ViðskiptaMoggans bar að garði á þriðjudag. Sprotahraðallinn er núna hálfnaður og frumkvöðlarnir hafa lítinn tíma til stefnu. Meira
21. júlí 2016 | Viðskiptablað | 17 orð | 1 mynd

Ekkert vín fyrir morgunflug

Morgundrykkja er bönnuð á flugvellinum í Björgvin og gildir bannið frá kl. sex til átta á... Meira
21. júlí 2016 | Viðskiptablað | 843 orð | 1 mynd

Finnur hugmyndirnar úti á kaffihúsi

Það er sjaldan lognmolla í kringum Valgeir Magnússon. Nú eru liðin tvö ár frá því PIPAR\TBWA og Fíton sameinuðust og segir Valgeir að mikill árangur hafi náðst með samruna stofanna, eftir margar svefnlausar nætur. Meira
21. júlí 2016 | Viðskiptablað | 61 orð

Frystikerfi á alþjóðlegum markaði

Frostmark er 20 ára gamalt fyrirtæki sem hefur skapað sér sess sem eitt af leiðandi fyrirtækjum landsins í frystigeiranum. Fyrirtækið er með starfsstöðvar í Kópavogi og á Selfossi en það hefur selt vörur sínar og komið að verkefnum víða um heim. Meira
21. júlí 2016 | Viðskiptablað | 341 orð | 1 mynd

Færeyingar bjóða upp aflaheimildir í Barentshafi

Kvóti Færeysk stjórnvöld standa þessa dagana fyrir uppboðum á alls 3.000 tonnum af botnfiskaflaheimildum í rússneska hluta Barentshafsins. Uppboðið er tvískipt. Fyrri hluti þess var opinn og fór hann fram 11. júlí síðastliðinn. Meira
21. júlí 2016 | Viðskiptablað | 557 orð | 1 mynd

Gerðardómsmeðferð

Gerðardómsmeðferð hefur verið legið á hálsi að vera kostnaðarsamari en málsmeðferð fyrir almennum dómstólum. Ekki er þó allt sem sýnist í þeim efnum. Til að mynda sparast fjármunir af því að málsmeðferð er talsvert styttri en hjá dómstólum. Meira
21. júlí 2016 | Viðskiptablað | 351 orð | 1 mynd

Gróft brot á jafnræðisreglu

Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Gamma krefur Seðlabankann um að verðbréfa- og fjárfestingasjóðir sitji við sama borð og lífeyrissjóðir þegar kemur að fjárfestingum erlendis. Meira
21. júlí 2016 | Viðskiptablað | 57 orð | 1 mynd

Halldór ráðinn nýr öryggisstjóri

Landsnet Halldór Halldórsson hefur verið ráðinn í starf öryggisstjóra Landsnets. Verkefni hans verður áframhaldandi uppbygging öryggismála og öryggismenningar hjá Landsneti. Halldór er rafvirki og vottaður verkefnastjóri frá Háskóla Íslands. Meira
21. júlí 2016 | Viðskiptablað | 50 orð | 1 mynd

Heimir ráðinn framkvæmdastjóri

Markaðsstofa Kópavogs Heimir Jónasson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Markaðsstofu Kópavogs. Heimir er Diplom Producer frá Kvikmyndaháskólanum í München og stundar nú MBA-nám við Háskóla Íslands. Meira
21. júlí 2016 | Viðskiptablað | 67 orð | 2 myndir

Jeppi fyrir fjársterkustu laxveiðimenn

Áhugamálið Er nokkuð hægt að finna betri leið til að komast í tengsl við náttúruna, en í 600 hestafla, 60 milljóna króna Bentley-jeppa? Meira
21. júlí 2016 | Viðskiptablað | 632 orð | 2 myndir

Koma þarf á lögum í geimhagkerfinu

Eftir John Thornhill Upplýsinga- og gagnabyltingin, auk sífellt ódýrari gervihnatta, er að leiða til sífellt meiri umferðar í himinhvolfinu fyrir ofan okkur án reglu og laga. Meira
21. júlí 2016 | Viðskiptablað | 263 orð

Komið þið væru, kæru, tæru dagar sumars

Nú stendur hæst sá tími þegar ekki næst í nokkurn mann. Engu er líkara en stjórnsýslan í heilu líki fari í frí og stjórnendur fyrirtækja, stofnana og samtaka sömuleiðis. Meira
21. júlí 2016 | Viðskiptablað | 323 orð

Kom mjög snemma að uppbyggingu Joe & the Juice

Árið 2013 opnaði fyrsti Joe & the Juice staðurinn á Íslandi og nú eru þeir orðnir fimm talsins. Stefnt er að opnun sjötta staðarins seinna í sumar á Laugaveginum, í gamla „Asíu-húsnæðinu“. Meira
21. júlí 2016 | Viðskiptablað | 16 orð | 1 mynd

Lex: Skrímsli í hverju horni

Hlutabréfaverð í Nintendo hefur rokið upp vegna vinsælda Pokémon Go-leiksins en mun hagnaðurinn standa undir... Meira
21. júlí 2016 | Viðskiptablað | 546 orð | 1 mynd

Leyfisveitingar í ferðaþjónustu

Útleiga á fasteign eða hluta fasteignar til skemmri tíma er sala á gistiþjónustu og telst til virðisaukaskattsskyldrar starfsemi. Meira
21. júlí 2016 | Viðskiptablað | 200 orð | 1 mynd

Margir hafa sýnt áhuga á Nova

Fjarskipti „Menn eru hinir rólegustu, gangur málsins er í samræmi við upphaflega áætlun, enda alltaf ljóst að svo stór viðskipti yrðu ekki kláruð á einum degi,“ segir Ragnhildur Sverrisdóttir hjá Novator um sölu á símafélaginu Nova. Meira
21. júlí 2016 | Viðskiptablað | 279 orð | 3 myndir

Með óstöðvandi dellu fyrir „eitís“-bílum

Vélvirkinn Magnús Baldursson hefur ódrepandi áhuga á vélum og hefur gert upp forláta BMW-sportbíl. Hann vinnur hjá Frostmarki á Selfossi. Meira
21. júlí 2016 | Viðskiptablað | 19 orð | 1 mynd

Mest lesið í vikunni

Fluttu til Tenerife og opna bar Gjaldþrota eftir þrjá mánuði Ofbauð „freistandi kjóll“ Lindex Rothögg fyrir túrismann Kaffitársgögnin... Meira
21. júlí 2016 | Viðskiptablað | 221 orð | 1 mynd

Mun fleiri og léttari reiðhjól

Jón Þórisson jonth@mbl.is Innflutningur léttari og dýrari reiðhjóla á sér skýringu í viðhorfsbreytingu. Meðalinnflutningsverð hefur hækkað um þriðjung frá 2012. Meira
21. júlí 2016 | Viðskiptablað | 419 orð | 2 myndir

Nintendo: Gó-nt á símann

Pokémon Go hefur staðið undir nafni og skotið hlutabréfum Nintendo upp í hæstu hæðir sem þau hafa náð eftir fjármálakreppu. Um helgina fór leikurinn í loftið í 26 Evrópulöndum en leikmenn nota þar gagnaukinn veruleika (e. Meira
21. júlí 2016 | Viðskiptablað | 208 orð

SALEK og vaxtamál

Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Fjármála- og efnahagsráðherra lýsti því yfir í Morgunblaðinu fyrr í þessari viku að ekki yrði mögulegt að lækka vexti hér á landi nema samstaða um samstarf um launaupplýsingar og efnahagshorfur kjarasamninga haldi. Meira
21. júlí 2016 | Viðskiptablað | 135 orð | 2 myndir

Snaps og París velta milljarði

Veitingahúsin Snaps og Café París velta samanlagt um milljarði á ári og lítið lát virðist á vinsældum þeirra. Meira
21. júlí 2016 | Viðskiptablað | 2850 orð | 1 mynd

Veitingabransinn snýst um stöðugleika

Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Árið 2011 hélt Birgir Þór Bieltvedt innreið sína á íslenskan veitingahúsamarkað þegar hann kom að kaupum að Domino's á Íslandi í þriðja sinn. Meira
21. júlí 2016 | Viðskiptablað | 146 orð | 1 mynd

Vík frá mér, Pikachu!

Forritið Varla hefur farið fram hjá lesendum að mikið Pokémon-æði gengur núna yfir heimsbyggðina. Fullorðið fólk, sem ætti að hafa mun betri hluti við tímann að gera, rambar um götur og garða í leit að Pokémon-furðuverum, með snjallsímann á lofti. Meira
21. júlí 2016 | Viðskiptablað | 236 orð | 1 mynd

Þegar stjórnendur og hluthafar takast á

Bókin Reglulega birtast fréttir af því þegar kastast í kekki á milli fjárfesta og stjórna fyrirtækjanna sem þeir eiga hlut í. Meira
21. júlí 2016 | Viðskiptablað | 839 orð | 2 myndir

Ætti að sleppa grásleppunni?

Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Verðin fyrir grásleppu hafa valdið vonbrigðum og markaðurinn fyrir hrognin minnkað. Þá skilaði Sölufélag grásleppuútgerða ekki þeim árangri sem að var stefnt. Pétur hjá Sólrúnu ehf. segir þörf á að breyta veiðileyfakerfinu. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.