Jarðskjálfti upp á 3,5 stig varð í Mýrdalsjökli klukkan 08.58 í gærmorgun. Fáir eftirskjálftar urðu í kjölfarið og ekki fylgdi neinn órói í kjölfarið. Svo virtist sem jarðskjálftinn hafi verið stakur skjálfti, að sögn sérfræðings á vakt.
Meira
Dögun mun bjóða fram lista í öllum kjördæmum fyrir komandi alþingiskosningar og hefur tilkynnt skipan í fimm efstu sætin í Reykjavíkurkjördæmunum og Suðvesturkjördæmi.
Meira
Guðni Einarsson Anna Sigríður Einarsdóttir Stytta þarf meðallengd þess tíma sem sjúklingur liggur á Landspítalanum, efla krafta sérfræðilækna í heilsugæslu og öldrunar og endurhæfingarþjónustu, setja reglur um samræmda skráningu og innleiða nýtt...
Meira
Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is „Við erum ekki að fara í verkfall á næstunni. Auðvitað er það tæki sem hægt er að grípa til en við erum ekki komin á þann stað,“ segir Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara.
Meira
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, sagði í gær að þeir Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, vildu að löndin ynnu saman að því að hrekja vígamenn Ríkis íslams, samtaka íslamista, frá borginni Raqqa, höfuðvígi þeirra í Sýrlandi.
Meira
Eva Pandora Baldursdóttir sigraði í endurteknu prófkjöri Pírata í Norðvesturkjördæmi. Gunnari Ingiberg Guðmundssyni var hins vegar raðað langoftast frambjóðenda í efsta sæti á listanum í kosningunni sem lauk í gær.
Meira
Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Eva Pandora Baldursdóttir sigraði í endurteknu prófkjöri Pírata í Norðvesturkjördæmi sem lauk í gær. Í þetta skiptið völdu Píratar á landsvísu á listann en ekki aðeins þeir sem búsettir eru í kjördæminu.
Meira
Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Umsókn fyrirtækisins Iceland Resources um framkvæmdaleyfi til rannsókna á magni gulls í bergi í Þormóðsdal var hafnað af skipulagsnefnd Mosfellsbæjar. Er þar m.a.
Meira
Maður á fertugsaldri slasaðist alvarlega þegar hann féll fjóra til fimm metra þar sem hann var við vinnu sína á Hafnartorgi, í grunninum hjá Kolaportinu, um fjögurleytið í gær.
Meira
Viðtal Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Félagarnir í Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness eru byrjaðir undirbúning fyrir almyrkvann á sólu sem verður eftir tæp 10 ár, eða nánar tiltekið hinn 12. ágúst 2026.
Meira
Í Sæheimum búa þrír lundar sem komu þangað sem ungar. Ár hvert er komið með veikburða pysjur, horaðar eða sem hafa lent í olíu eða grút á safnið.
Meira
Stjórnvöld í Danmörku hafa ákveðið að greiða fyrir gögn úr Panama-lekanum og hyggjast rannsaka hvort 500-600 Danir, sem koma við sögu í skjölunum, hafi gerst sekir um skattalagabrot.
Meira
Guðmundur Sigurðsson læknir lést á Landspítalanum í Fossvogi 5. september, 74 ára að aldri. Guðmundur fæddist 20. júlí 1942 á Ísafirði, sonur hjónanna Kristínar Guðmundsdóttur og Sigurðar Guðmundssonar bakarameistara.
Meira
Íslensku liðin á Ólympíuskákmótinu í Bakú í Aserbaídsjan hafa byrjað af feikna krafti og í opna flokknum eru Íslendingar með átta stig af tíu mögulegum eftir fimm umferðir og sitja í 7.-25. sæti ásamt ýmsum stórþjóðum skákarinnar.
Meira
„Við erum að fara yfir skýrslu Darra og þær tillögur sem hann leggur fram. Við munum fara eftir þeim eins og kostur er,“ segir Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóhafna.
Meira
Fréttaskýring Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Miklum umhverfislegum ávinningi má ná með því að auka notkun landrafmagns um borð í skipum í höfn.
Meira
Litfögur blómabreiða verður mikilvægur hluti af leikmyndinni í óperunni Évgení Onegin sem frumsýnd verður í Hörpu 22. október nk. Eva Signý Berger leikmyndahönnuður var ásamt hópi sjálfboðaliða frá Póllandi að undirbúa blómahafið í gærkvöldi.
Meira
Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Stórskipaumferð hefur aukist mjög við strendur landsins undanfarin ár og leika skemmtiferðaskip þar stórt hlutverk.
Meira
Þrír menn hafa fundist látnir og konu er saknað eftir að ausandi rigning olli flóðum í Grikklandi. Tjónið var mest í borginni Kalamata og nágrenni í suðvesturhluta landsins.
Meira
Gallerí Fold stóð fyrir myndlistaruppboði í byrjun vikunar og mátti þar finna mörg afbragðsverk, m.a. eftir gömlu meistarana. Þannig voru t.a.m. fimm verk boðin upp eftir Ásgrím Jónsson og níu eftir Jóhannes S. Kjarval.
Meira
Kanadíska poppstjarnan Justin Bieber lenti á Reykjavíkurflugvelli í gær. Hópur aðdáenda mætti þar til að berja goðið augum. Fagnaðarstunur fóru um hópinn þegar Bieber steig út úr einkaþotunni klæddur grárri hettupeysu.
Meira
Nema fuglinn fljúgandi nefnist sýning sem Ragnhildur Þóra Ágústsdóttir opnar í Galleríi Gróttu í dag kl. 17. Viðfangsefni Ragnhildar á sýningunni eru náttúrumyndir þar sem íslenskir fuglar eru í lykilhlutverki.
Meira
Marta Guðjónsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar, lagði fram tillögu í gær þess efnis að skipulagið á flugvallarsvæðinu yrði endurskoðað með það að markmiði að opna neyðarbrautina á ný.
Meira
Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, tók fyrstu skóflustunguna fyrir húsbyggingu á Strikinu 1 í gær en það er síðasta húsið sem byggt er í Sjálandinu.
Meira
Um milljón múslíma er nú komin til Mekka í því skyni að taka þátt í árlegri pílagrímsför, haj, sem mun hefjast á laugardaginn kemur. Gert er ráð fyrir að alls komi um tvær milljónir manna til borgarinnar vegna trúarhátíðarinnar.
Meira
Ingvar Atli Sigurðsson, forstöðumaður Náttúrustofu Suðurlands, býst ekki við að mikið finnist af pysjum í Vestmannaeyjum í ár. „Ég held að þetta fari ekki mikið yfir 1.
Meira
Stjórnendur Langkaer-gagnfræðaskólans skammt frá Árósum hafa verið gagnrýndir fyrir að setja þak á fjölda nemenda, sem eru af erlendu bergi brotnir, í ákveðnum bekkjum.
Meira
Sigtryggur Sigtryggsson Kristján H. Johannessen Miklum umhverfislegum ávinningi má ná með því að auka notkun landrafmagns um borð í skipum í höfn.
Meira
Náttúrufræðistofnun Íslands leggur til að fyrirkomulag rjúpnaveiða á þessu ári verið með sama hætti og undanfarin þrjú ár. Þá var leyft að veiða rjúpur í tólf daga á ári. Stofnunin leggur til að ráðlögð rjúpnaveiði verði 40.
Meira
Baksvið Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ráðstöfunartekjur fólks í öllum tekjuhópum myndu hækka ef tillögum sérfræðinga um breytingar á tekjuskattskerfinu yrði hrint í framkvæmd.
Meira
Umhverfisstofnun byrjaði í sumar að vakta fimm strandir víðsvegar um landið til að reyna að finna út uppruna ruslsins sem þangað skolar. Hver hann er, meta það magn sem safnast yfir ákveðið tímabil og fjarlægja það að lokum.
Meira
Ráðgjafarfyrirtækið McKinsey & Company leggur til aðgerðir í sjö liðum varðandi rekstrarhagkvæmni og stöðu Landspítalans. Skýrsla fyrirtækisins var kynnt í gær. Þar er sjónum m.a. beint að afköstum á spítalanum og rekstrarhagkvæmni.
Meira
Tveir piltar frá Alsír og Marokkó komu til Breiðdalsvíkur í gærmorgun og óskuðu eftir hæli á Íslandi. Að sögn lögreglunnar á Egilsstöðum höfðu þeir komið með Norrænu og farið til Breiðdalsvíkur á puttanum og fótgangandi um 120 kílómetra leið.
Meira
Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Nær fimmtíu milljónir barna í heiminum hafa flust frá heimkynnum sínum af einhverjum ástæðum og þar af flúðu 28 milljónir hernaðarátök eða ofsóknir, að því er fram kemur í nýrri skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna,...
Meira
Áfrýjunardómstóll í Stokkhólmi á að ákveða í næstu viku hvort framlengja eigi handtökutilskipun frá árinu 2010 á hendur Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, vegna ásakana um að hann hafi framið kynferðisbrot í Svíþjóð.
Meira
„Sambandið verður meira Miðjarðarhafssinnað og austrænna en áður og því ekki jafntengt hugmyndum frjálslyndis og lýðræðis og áður,“ segir Martin Wolf, dálkahöfundur og aðstoðarritstjóri Financial Times, um afleiðingar brotthvarfs Breta fyrir...
Meira
Bíll fór út af Vatnsnesvegi í Vestur-Húnavatnssýslu og valt í gær. Tvö voru í bílnum og sluppu þau við meiðsli. Þetta er fjórða umferðaróhappið sem verður á Vatnsnesvegi á síðustu fimm dögum, að sögn lögreglunnar á...
Meira
Í samar hafa staðið yfir viðgerðir á Orkuveituhúsinu við Bæjarháls og miðar verkinu ágætlega að sögn Eiríks Hjálmarssonar, upplýsingafulltrúa Orkuveitunnar. Eins og fram kom í fyrri fréttum komu í ljós miklar rakaskemmdir í húsinu.
Meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins og menntamálaráðherra, og Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, hafa ákveðið að ganga til liðs við Viðreisn.
Meira
Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, kvaddi sér hljóðs á Alþingi á þriðjudag og sagði að sér væri „brugðið við fréttaflutningi af því gerræði og því virðingarleysi fyrir réttum leikreglum lýðræðisins sem hefur birst í prófkjöri Pírata í...
Meira
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is „Hvað get ég sagt, þetta lofar góðu,“ segir Tortelier hlæjandi þegar blaðamaður spyr hvernig starfið gangi. „Þetta er annar dagurinn minn, ég á þrjú ár eftir!
Meira
Eftir að hefðarmaðurinn Judah Ben Hur er ranglega sakaður um glæp af æskuvini sínum Messala og hnepptur í þrældóm í kjölfarið sver hann þess dýran eið að hefna sín. Á sama tíma kynnist hann Jesú og verður djúpt snortinn af boðskap hans.
Meira
Norska söngkonan Sissel Kyrkjebø hefur bætt við þriðju tónleikum sínum í desember vegna mikillar eftirspurnar. Aukatónleikarnir verða í Eldborg Hörpu mánudaginn 12. desember kl. 20.30.
Meira
Kanadíska söngvaskáldið Jack Marks á leið til Íslands og heldur hér þrenna tónleika. Í kvöld spilar hann á Bryggjunni í Grindavík, annað kvöld spilar hann á Dillon og á laugardag á Boston, en allir tónleikarnir hefjast kl. 21.
Meira
„Það er mikilvægt fyrir okkur konur að geta komist frá amstri hversdagsleikans og unnið óhindrað í tónlist á nýjum stað, úti í sveit og með öðrum tónlistarkonum og því í svipaðri orku,“ segir Harpa Fönn Sigurjónsdóttir, verkefnastjóri...
Meira
Hundurinn Max hefur lítið til að kvarta undan. Hann lifir góðu dekurlífi með eigandanum sínum Katie, í fínni íbúð. Tilvera Max tekur krappa beygju þegar Katie kemur heim með flækingshund. Metacritic 61/100 IMDb 6,8/10 Laugarásbíó 18.
Meira
Þó leikskáldið William Shakespeare hafi verið snjall ber hann samt ekki ábyrgð á mörgum þeirra orða og orðatiltækja sem forsvarsmenn enskrar orðabókar Oxford (Oxford English Dictionary eða OED) hafa gegnum tíðina eignað honum.
Meira
Lestin , nýr menningarþáttur Eiríks Guðmundssonar og Önnu Gyðu Sigurgísladóttur, brunaði af stað í seinasta mánuði á Rás1 kl. 17.03 alla virka daga og lofar mjög góðu. Þátturinn lætur sér ekkert menningartengt óviðkomandi og sl.
Meira
Snorri Helgason kom fram á fyrstu tónleikum tónleikaraðarinnar Blikktrommunnar þetta haustið í Kaldalóni Hörpu í gærkvöldi. Snorri lék lög af fjórðu breiðskífu sinni, Vittu til , sem nýverið kom út.
Meira
Réttarhöld hófust í Vestra landsrétti í Danmörku í vikunni yfir ljóðskáldinu Yahya Hassan. Í mars á þessu ári var hann handtekinn og ákærður fyrir að hafa skotið 17 ára pilt í lærið í Árósum og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan.
Meira
Eftir Bryndísi Haraldsdóttur: "Öflugt atvinnulíf er forsenda framfara og undirstaða velferðarkerfisins. Ferðaþjónusta er orðin einn af máttarstólpun íslensks atvinnulífs."
Meira
Hvernig væri að fella niður barnabætur og hafa dvöl hjá dagforeldrum, í leikskólum og frístundaheimilum mjög ódýra eða jafnvel ókeypis? Tónlistarnám og íþróttir á viðráðanlegu verði og annað sem viðkemur börnum verulega niðurgreitt?
Meira
Eftir Helgu Ingólfsdóttur: "Mikilvægasta verkefnið á komandi misserum verður að tryggja áfram styrka hagstjórn á Íslandi með áherslu á langtímahagsmuni hins almenna launþega."
Meira
Eftir Ragnheiði Elínu Árnadóttur og Jakob Frímann Magnússon: "Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp til laga um endurgreiðslur 25% kostnaðar vegna framleiðslu hljómrita."
Meira
Eftir Hrefnu Sigurjónsdóttur: "Gott læsi er grunnur alls náms og forsenda virkrar þátttöku í lýðræðissamfélagi. Heimili og skóli hafa nú gefið út Læsissáttmála fyrir foreldra."
Meira
Eftir Árna Johnsen: "Verðmætin á bak við Pírata sem stjórnmálaafl eru því miður engin, þeir eru góðir spjallarar, lausir og liðugir og hafa áhuga á tölvutengingum."
Meira
Jón Björn Vilhjálmsson fæddist á Sólbakka, Höfnum, Reykjanesi, 18. apríl 1934. Hann lést á hjartadeild Landspítalans 28. ágúst 2016. Foreldrar hans voru hjónin Ástríður Þórarinsdóttir, húsfreyja frá Kotvogi, Höfnum, f. 2.8. 1908, d. 7.12.
MeiraKaupa minningabók
Soffía Björgúlfsdóttir fæddist á Fljótsdalshéraði 10. febrúar 1921. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Grund 3. september 2016. Foreldrar Soffíu voru Björgúlfur Gunnlaugsson búfræðingur og Ólöf Guðmundsdóttir húsfreyja.
MeiraKaupa minningabók
Þorbjörg Halldóra Gunnarsdóttir fæddist 19. desember 1959 á sjúkrahúsi Akureyrar. Hún lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut 29. ágúst 2016.Þorbjörg var dóttir hjónanna Guðrúnar Sigurveigar Jóhannsdóttur, f. 3.
MeiraKaupa minningabók
Þorbjörg Halldóra Gunnarsdóttir fæddist 19. desember 1959 á sjúkrahúsi Akureyrar. Hún lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut 29. ágúst 2016. Þorbjörg var dóttir hjónanna Guðrúnar Sigurveigar Jóhannsdóttur, f. 3.
MeiraKaupa minningabók
Fyrir þá sem vilja fylla upp í það tómarúm sem þeir finna eftir að þeir hætta körfuboltaiðkun hjá íþróttafélögum ætti námskeið landsliðsmannsins Brynjars Þórs að vera tilvalið.
Meira
Rússland í dag: opinber samskipti við nágranna í vestri, nefnist norræn ráðstefnuröð um samskipti Rússlands og Norðurlanda í Norræna húsinu og er á dagskrá á morgun kl. 8.30. Frummælandi er Mikhail Zygar og eftir erindi hans verður hann tekinn tali.
Meira
Magnús Halldórsson yrkir á Boðnarmiði af því tilefni, að í lögreglufréttum næturinnar í höfuðborginni „var eyra sagt vanta á árásarþola“: Sennilega sviðasnauðir fantar, sem að valda tjóni á glasaþingum.
Meira
Gunnar Freyr Rúnarsson, starfsmaður geðdeildar Landspítalans, stofnaði Víkingaklúbbinn fyrir tæpum tíu árum en markmið hans var að kynna íslenskt afbrigði af skák sem húsgagnasmiðurinn Magnús Ólafsson bjó til og nefndi víkingaskák. Hann lést árið 2007.
Meira
30 ára Eva býr í Ögri á Sólheimum í Grímsnesi, lauk prófi í ferðamálafræði frá Háskólanum á Hólum og sér um Jurtastofu á Sólheimum. Maki: Ágúst Friðmar Backman, f. 1984, fiskeldisfræðingur. Dætur: Freydís Aría, f. 2013, og Sólrún Ylfa, f. 2015.
Meira
Jónas Svafár Einarsson, skáld og teiknari, fæddist við Suðurgötuna í Reykjavík 8.9. 1925 og ólst upp í Vesturbænum. Foreldrar hans voru Einar Þorsteinsson, bóndi og síðar sjómaður og verkamaður í Reykjavík, og s.k.h, Helga Guðmundsdóttir húsfreyja.
Meira
Axel fæddist á Akureyri 8.9. 1976 og ólst þar upp í Þorpinu: „Fjölskyldan var fyrst til að flytja í Vestursíðuna en smám saman fjölgaði í hverfinu og brátt eignaðist ég fjölda leikfélaga sem margir hverjir eru enn góðir vinir mínir.
Meira
Að „mergsjúga til síðasta blóðdropa“ er hressilegt myndmál. Sem betur fer ekki meint bókstaflega, en þó skal varað við athæfinu. Að mergsjúga e-n er að arðræna e-n eða ræna e-n þrótti .
Meira
30 ára Ragnar lauk prófi í rafvirkjun og frumgreinanámi frá HR og er rafvirki og tónleikahaldari. Maki: Íris Jónsdóttir, f. 1984, starfar við bókhald hjá Jónsson & Lemacks. Stjúpdóttir: Snædís Sigrún Heiðarsdóttir, f. 2006.
Meira
30 ára Sunneva ólst upp á Selfossi, býr þar og er nú heimavinnandi. Maki: Karl Ágúst Matthíasson, f. 1982, verkfræðingur hjá DTE í Reykjavík. Sonur: Kristófer Darri, f. 2013. Foreldrar: Sólrún Ásgeirsdóttir, f.
Meira
85 ára Guðbjörg Gunnarsdóttir Ottó Johan Malmberg Þóra Eyjólfsdóttir 80 ára Jörvar Bremnes Sigríður Guðmundsdóttir 75 ára Ástvaldur Guðmundsson Gylfi Baldvinsson Jón Óskarsson Reynir Bárðarson Sigurður Óli Sigurðsson Unnar Frans Mikaelsson 70 ára Anna...
Meira
Víkverji fylgdist með því af mikilli athygli þegar kanadíska „stórstirnið“ Justin Bieber kom til landsins á Reykjavíkurflugvelli, en að mati Víkverja var þar um að ræða nánast vandræðalega uppákomu.
Meira
Þórunn Lára Sigurðardóttir og María Rut Þórisdóttir héldu tombólu fyrir utan Nettó á Salavegi. Þær söfnuðu 2.800 kr. sem þær gáfu til Rauða krossins á...
Meira
„Djöfullinn sjálfur,“ hugsaði ég með sjálfum mér þegar ég sá að Harpa Þorsteinsdóttir, aðalframherji íslenska landsliðsins í knattspyrnu, væri barnshafandi. Svona er maður nú eigingjarn.
Meira
Í Kópavogi Hjörvar Ólafsson hjorvaro@mbl.is Breiðablik sá til þess að það væri í þess höndum hvort liðið verði Íslandsmeistaratitil sinn með 3:0-sigri sínum gegn ÍBV í 15. umferð Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu á Kópavogsvellinum í gærkvöldi.
Meira
Guðjón Valur Sigurðsson , landsliðsfyrirliði í handknattleik, var markahæstur í liði Rhein-Neckar Löwen með 7 mörk þegar það vann nýliða Coburg auðveldlega á útivelli, 31:19, í þýsku 1. deildinni í gærkvöld.
Meira
Íslandsmótið í handknattleik hefst í kvöld en þetta er 78. mótið í röðinni frá því það var haldið fyrst árið 1940. Fyrstu leikirnir eru í Olís-deild karla þar sem Grótta tekur á móti Fram og Afturelding fær nýliðana frá Selfossi í heimsókn.
Meira
Haukar, Keflavík, Grindavík og ÍR eru komin í lokabaráttuna um tvö sæti í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu eftir að átta liða úrslitum lauk í 1. deildinni í gær.
Meira
Handbolti Ívar Benediktsson iben@mbl.is Íslandsmeistarar tveggja síðustu ára, Haukar, eru vaflaust með sterkasta handboltaliðið í karlaflokki á landinu um þessar mundir.
Meira
Hlynur Bæringsson landsliðsfyrirliði lék í gærkvöld sinn 100. A-landsleik í körfuknattleik þegar Ísland beið lægri hlut fyrir Belgíu í Antwerpen. Hlynur er þrettándi körfuboltamaðurinn sem nær 100 leikjum fyrir karlalandsliðið.
Meira
Ísland er eftir tapið í gær í 2. sæti A-riðils undankeppni EM karla í körfubolta, með tvo sigra og eitt tap, eftir að undankeppnin er hálfnuð. Ísland mætir Sviss ytra á laugardag, og lýkur keppninni með heimaleikjum við Kýpur og Belgíu 14. og 17.
Meira
Í Ríó Kristján Jónsson kris@mbl.is Íslensku keppendurnir á Ólympíumóti fatlaðra, Paralympics, gengu inn á hinn glæsilega Maracana-leikvang í Ríó í Brasilíu seint á ellefta tímanum í gærkvöldi.
Meira
Körfubolti Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Íslenska karlalandsliðið í körfubolta sýndi í gærkvöld að það getur á góðum degi unnið Belga. Vonandi rennur sá dagur upp 17. september þegar Belgar koma til Íslands í lokaleik undankeppni EM.
Meira
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, varð í fyrradag níunda konan frá upphafi til að spila 200 leiki í efstu deild í knattspyrnunni hér á landi.
Meira
Hörður Axel Vilhjálmsson mun að öllum líkindum ekki leika með Rethymno Cretan Kings í grísku úrvalsdeildinni í körfubolta í vetur, eins og hann hafði samið um að gera.
Meira
Rik segir engan einn hóp starfsmanna líklegri en annan til að vera veiki hlekkurinn í tölvuöryggismálum. „Sumir halda að eldri starfsmenn séu meira berskjaldaðir en þeir ungu, því eldra fólkið þekki tæknina kannski ekki jafn vel.
Meira
Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Samband íslenskra auglýsingastofa (SÍA) er andsnúið því að Ríkisútvarpið (RÚV) hverfi af auglýsingamarkaði. Það má nefnilega ekki skerða möguleika auglýsenda á að ná til neytenda, að þeirra mati.
Meira
Eftir Gemmu Tetlow fréttaritara um efnahagsmál Skiptar skoðanir eru um afleiðingar þess að vextir séu tímabundið neikvæðir en reyndin er sú að áhrif slíkra aðgerða ráðast iðulega af sérkennum hvers hagkerfis fyrir sig.
Meira
Þeir sem hafa náð mestum árangri vita að það þarf að velja mælikvarða með varkárni. Að mæla það sem skiptir máli og það sem hefur áhrif á mælikvarðana.
Meira
Þorskur Útflutningur á ferskum þorskflökum hefur dregist saman um nær 7% á fyrstu sjö mánuðum þessa árs, en hann var um 5.800 tonn á tímabilinu. Á móti kemur að veruleg aukning hefur verið í útflutningi á ferskum bitum og voru flutt út 1.
Meira
Lífefnafræðingurinn Arna Rúnarsdóttir vinnur við að hreinsa prótein úr byggi hjá Orf líftækni. Eftir vinnu þeysist hún um á skautum og leikur íshokkí af miklum móð.
Meira
Af þessu leiðir að óbyggðanefnd er bundin af almennum reglum eignarréttar, m.ö.o. sá aðili sem telur tiltekið landsvæði háð beinum eignarrétti ber sönnunarbyrðina fyrir því.
Meira
Viðskiptaferðalög Eftir á að hyggja er í sjálfu sér ekki svo skrítið að barnavagnaframleiðandi skuli kynna til sögunnar nýja tegund af ferðatöskum.
Meira
Vinnudagarnir eru sjaldan rólegir hjá Salóme Guðmundsdóttur enda alltaf eitthvað um að vera á íslensku sprotasenunni. Framundan er Slush PLAY sýndarveruleika- og leikjaráðstefnan sem haldin verður í lok mánaðarins.
Meira
Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Tövuþrjótar beita æ fullkomnari aðferðum til að ná sínu fram. Þegar allt kemur til alls er það þó mannlegi þátturinn sem er veikasti hlekkurinn í tölvu- og gagnaöryggi fyrirtækja.
Meira
Wolf flutti á mánudaginn fyrirlestur á ráðstefnu forsætisráðuneytisins og KPMG um skoðun sína á svonefndu þjóðpeningakerfi (e. Sovereign Money), en skýrsla KPMG um slíkt kerfi var opinberuð þá um morguninn.
Meira
Menntun: Stúdentspróf frá Verzlunarskóla Íslands 2003; BSc próf í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík 2007. Störf: Tók við fyrstu stjórnendastöðunni, árið 2011, 27 ára gömul þegar ég gerðist forstöðumaður Opna háskólans í HR.
Meira
Húsgagnaframleiðsla Íslenska húsgagnahönnunar- og framleiðslufyrirtækið Agustav hefur gert samning um sölu á hönnunar- og framleiðsluvörum sínum í verslunarkeðjunni Anthropologie, sem margir þekkja.
Meira
Sjávarútvegur Útgerðarfyrirtækið Jakob Valgeir hagnaðist um 832,4 milljónir króna á síðasta ári, samanborið við 329,6 milljónir króna árið 2014. Rekstrartekjur námu tæpum 2,8 milljörðum króna.
Meira
Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Styrking krónunnar, m.a. vegna ferðaþjónustu, og miklar launahækkanir gera nýsköpunarfyrirtækjum í sjávarútvegi erfitt fyrir.
Meira
ALM Verðbréf Unnur Míla Þorgeirsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður eignastýringar ALM Verðbréfa hf. Unnur Míla er hagfræðingur að mennt og hefur víðtæka reynslu af innlendum og erlendum fjármálamarkaði.
Meira
Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Martin Wolf, aðstoðarritstjóri breska stórblaðsins Financial Times, hefur verið aðalgreinandi blaðsins um efnahagsmál í rúm tuttugu ár.
Meira
Eftir Ben McLannahan í New York Arðsemi af rekstri stærstu fjárfestingarbanka heims hefur dregist verulega saman og er langt frá því að vera viðunandi fyrir hluthafa þeirra.
Meira
Fólk er á móti bónusum. Það er að segja bónusum sem aðrir fá. Minni reynsla er hins vegar af því hvort fólk sé almennt á móti bónusum sem renna í þess eigin vasa.
Meira
Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Tilraun með RSW-kælingu á karfa benda til þess að þessi kæliaðferð geti skilað góðri vöru í land. Beðið er eftir lokaniðurstöðum örverumælinga.
Meira
Græjan Einn helsti gallinn við snjallúrin er að þau úr sem hafa litið dagsins ljós til þessa hafa verið helst til framúrstefnuleg í útliti. Nýja Samsung Gear S3 snjallúrið ætti að höfða til þeirra sem vilja hafa sígilt yfirbragð á úrinu sínu.
Meira
Það er ekkert sérstaklega gaman að kaupa inn í bresku lágvöruverðs-íþróttakeðjunni Sports Direct. Verslunin, sem fylgir þeirri stefnu að stafla varningnum upp í rjáfur og selja ódýrt, er býsna fjarri því að veita neina innkaupanautn.
Meira
Íslensk getspá Einar Njálsson hefur verið ráðinn til Íslenskrar getspár í starf markaðs- og sölufulltrúa Getrauna. Hann mun hefja störf 1. október næstkomandi.
Meira
Nýlega var gefin út skýrsla sem KPMG vann um valkosti í peningakerfum. Undanfarin ár hafa hugmyndir um upptöku annarra kerfa á borð við þjóðpeningakerfi breiðst hratt út og fjallaði skýrslan meðal annars um það.
Meira
Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Hvataferðaskrifstofan First Class hefur sameinast CP Reykjavík og er sameinað fyrirtæki hið stærsta á sínu sviði hér á landi með um milljarð í veltu.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.