Baksvið Gunnlaugur Árnason Stykkishólmi Hér áður fyrr var ekki litið á blá-skelina sem herramannsmat. Oftast var hún tínd og notuð til beitu. Nú er öldin önnur.
Meira
Sumarbústaður sem byggður er á lóð trésmíðaverkstæðis telst ekki byggður „á verkstæði“ og fær eigandi hans endurgreiddan virðisaukaskatt af vinnu við byggingu hans.
Meira
Annar hluti frímerkjasafns Indriða heitins Pálssonar verður boðinn upp hjá alþjóðlega uppboðshúsinu Postiljonen (postiljonen.se) í Svíþjóð 1. október nk. Umslag með tveimur skildingamerkjum, 2 og 8 skildinga, er á meðal uppboðsmuna.
Meira
Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Fjárfesting í íslenska hagkerfinu jókst á fyrri hluta ársins um 29,5% samanborið við sama tímabil á síðasta ári, samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar.
Meira
Flugfélagið Ernir flytur senn í nýtt húsnæði á Reykjavíkurflugvelli, en rífa á aðstöðuna þar sem afgreiðslan og skrifstofurnar eru aftan við Icelandair Hótel Reykjavík Natura.
Meira
Ekki er bannað að flytja litíum-rafhlöður með sérstökum fragtflugvélum en um flutninginn gilda ákveðnar reglur. Flugrekendum er svo í sjálfsvald sett hvort þeir setja sér strangari reglur varðandi þennan flutning, samkvæmt upplýsingum Samgöngustofu.
Meira
Árið 1998 opnuðu bræðurnir Thomas og Joseph Keller veitingastaðinn Bouchon í Yountville í Kaliforníu í Bandaríkjunum, en um er að ræða franskan bistro.
Meira
Kristján Jónsson kris@mbl.is Guðni Th. Jóhannesson er nú staddur í Ríó í Brasilíu í sinni fyrstu ferð til útlanda eftir að hann tók við embætti forseta Íslands. Var hann viðstaddur setningarhátíð Ólympíumóts fatlaðra, Paralympics.
Meira
Hinn árlegi haustmarkaður kristniboðsins verður haldinn í Kristniboðssalnum, Miðbæ, Háaleitisbraut 58-60, í dag, laugardaginn 10. september, frá kl. 12-16. Til sölu verður grænmeti, ávextir, sultur, kökur, blóm og ýmislegt til heimilishalds.
Meira
Heimsmethafinn Helgi Sveinsson var fyrstur íslensku keppendanna fimm til að keppa á Ólympíumóti fatlaðra í Ríó í gærkvöld þegar hann keppti í spjótkasti. Helgi var um tíma í 3. sæti en féll niður í það fjórða og loks það fimmta áður en keppninni lauk.
Meira
Innrás úr austri er yfirskrift tónleika sem fram fara í Norðurljósum Hörpu í kvöld kl. 20.30. Þar leika hljómsveitirnar Blind, Fura, Vax og Dútl, en allar eiga þær rætur að rekja til Austurlands.
Meira
Íslenska liðið í opnum flokki á heimsleikunum í brids, sem fara fram í Wroclaw í Póllandi, endaði í áttunda sæti í sínum riðli og komst ekki áfram í 16 liða úrslit mótsins, sem hefjast í dag.
Meira
Kór Akureyrarkirkju, undir stjórn Eyþórs Inga Jónssonar, heldur ásamt djasshljómsveit tónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík í kvöld kl. 20, þar sem flutt verða sönglög eftir Tómas R. Einarsson og Sigurð...
Meira
Dúntekja hefur lítil áhrif á afkomu æðarkollna í þéttu varpi og kemur það erlendum viðskiptamönnum, sem kynna sér tekju á dúni sem þeir kaupa, á óvart að sjá hvernig hún fer fram.
Meira
Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Lög um breytingu á þingsköpum Alþingis voru samþykkt með 37 samhljóða atkvæðum í fyrradag. Lögin gera ráð fyrir því að yfirstandandi þing, 145. löggjafarþingið, verði framlengt til 29.
Meira
Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Litið er á litíum-rafhlöður, orkugjafa flestra smátækja sem eru hluti af daglegu lífi fólks, sem hættulega vöru í flugi.
Meira
Hjólreiðakeppnin Tour of Reykjavik verður haldin í fyrsta sinn á morgun, sunnudaginn 11. september. Það er Íþróttabandalag Reykjavíkur, í samvinnu við hjólreiðafélögin í Reykjavík, sem hefur veg og vanda af skipulagningunni.
Meira
Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Makrílpottur smábáta hefur verið stækkaður um tvö þúsund tonn, en samkvæmt lögum hefur ráðherra til ráðstöfunar tvö þúsund tonn í norsk-íslenskri síld, íslenskri sumargotssíld og makríl.
Meira
Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Heilmikil uppbygging er fyrirhuguð á skíðasvæði Tindastóls á Sauðárkróki á næstu árum. Þegar hefur verið hafist handa við framkvæmdir og nýverið var lagt slitlag að skíðasvæðinu og malbikað stórt bílastæði við það.
Meira
Nokkur umferðaróhöpp urðu í gær. Slys varð á Hálsasveitarvegi nálægt Borgarnesi. Ekki er vitað um slys á fólki. Malarflutningabíll valt við Húsavík. Ökumaður slapp að mestu óskaddaður.
Meira
Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Mikil umsvif hafa verið á Eskifirði í sumar, en þar hefur risið nýtt uppsjávarfrystihús á um hálfu ári. Fyrirhugað er að taka það í notkun um miðjan nóvember og frysta þá norsk-íslenska síld.
Meira
Framkvæmdir við endurnýjun Hverfisgötu milli Klapparstígs og Smiðjustígs hafa tafist. Til stóð að opna götuna fyrir bílaumferð um miðjan september en því mun seinka þar til í lok mánaðarins.
Meira
Staðfesta Þegar Justin Bieber er annars vegar skipta rok og rigning engu máli. Þó að regnhlífin gefi sig má alltaf nota símann sem vörn og halda má Bieber að sér með miðanum...
Meira
Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Héraðslæknir Austurumdæmis stendur fyrir rannsókn á smitandi veirusjúkdómi í hreindýrum. Veldur hann bólgum og roða á júgrum hreinkúa.
Meira
Það er gaman að fá sér göngutúr um borgina í góðu veðri og ekki síður þegar kvölda tekur og sólin fer að setjast. Við Sæbrautina er listaverkið Sólfarið, sem er eftir myndhöggvarann Jón Gunnar Árnason og vekur athygli þeirra sem leið eiga hjá.
Meira
Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Stjórnarráðið er að leita lausna á þeim vandamálum sem upp koma ef lagning háspennulína frá Þeistareykjavirkjun og að iðnaðarsvæðinu á Bakka við Húsavík verður bönnuð eða tefst mikið.
Meira
Baksvið Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Umhverfisstofnun hefur sent tillögur sínar um fyrirkomulag rjúpnaveiða til umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Umhverfisráðherra, Sigrún Magnúsdóttur, á lokaorðið um fyrirkomulag veiðanna.
Meira
Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Ég byrjaði fyrst að vinna við bakstur 15 ára gamall en móðir mín er bakari svo það má segja að bakstur sé mér í blóð borinn,“ segir Axel Þorsteinsson, bakari og konditor.
Meira
Áætlað er að eftir þetta ár eigi eftir að leggja ljósleiðara til um 3.000 lögbýla og að það kosti um þrjá milljarða króna. Haraldur Benediktsson segir að gert sé ráð fyrir fjármögnun verkefnisins í samþykktri ríkisfjármálaáætlun.
Meira
Hluti Vífilsjökuls, sem er skálarjökull á Tröllaskaga, hefur hlaupið fram um 50-100 metra og átti það sér líklega stað á árunum 2011-2013. Það rennir stoðum undir þá kenningu að sveiflur framhlaupsjökla tengist ekki beint veðurfari eða afkomu jökla.
Meira
Baksvið Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Unnið er að lagningu ljósleiðara í dreifbýli, með styrk fjarskiptasjóðs, í fjórtán sveitarfélögum á þessu ári. Um 1.100 sveitabæir fá góða net- og sjónvarpstengingu í ár.
Meira
Þýski kafarinn Thomas Weyer fann nú í sumar farþegaskipið Goðafoss, sem legið hefur á hafsbotni frá því að þýskur kafbátur sökkti skipinu með tundurskeyti í nóvember 1944 með þeim afleiðingum að 24 fórust.
Meira
„Á hverjum morgni klæddi ég mig í nýjan kjól og var í kjólnum til allra verka sem gat verið mjög snúið,“ segir Thora Karlsdóttir, listakona, en hún opnar sýninguna Kjólagjörningur í Ketilhúsi í Listasafninu á Akureyri í dag kl. 15.
Meira
Úr undirdjúpunum... er yfirskrift tónleika Elektra Ensemble sem fram fara í Norðurljósum Hörpu á morgun, sunnudag, kl. 17. Tónleikarnir eru hluti af nýrri tónleikaröð í Hörpu sem ber heitið Sígildir sunnudagar .
Meira
Það getur verið mér hin mesta raun að skrifa pistil sem þennan sem fjalla skal um það sem er að gerast á öldum ljósvakans. Já, ég verð að viðurkenna þetta.
Meira
Margrét Hlín Sveinsdóttir opnar málverkasýningu í Grafíksalnum Tryggvagötu 17 í dag milli kl. 15 og 18. „Margrét hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum heima og erlendis.
Meira
Hættulegasti leigumorðingi í heimi, Arthur Bishop, hélt að sér hefði tekist að breyta um lífstíl og segja skilið við líf leigumorðingjans, þegar hættulegasti óvinur hans rænir kærustunni hans.
Meira
Leikstjórn: Baltasar Kormákur. Handrit: Ólafur Egilsson og Baltasar Kormákur. Stjórn kvikmyndatöku: Óttar Guðnason. Klipping: Sigvaldi J. Kárason.
Meira
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Það lá spenna í loftinu í Tjarnarbíói þegar blaðamaður rak inn nefið enda nóg að gera að klára að fullkomna leikverkið Sóley Rós ræstitæknir sem frumsýnt er í kvöld. „Ég er að berjast við tímann.
Meira
Seasons to Perform: Always, Always, Always: Look for the Answer, 2016 nefnist sýning með nýjum verkum eftir Maju Bekan og Gunndís Ýr Finnbogadóttur sem opnuð verður í Nýlistasafninu að Völvufelli 13-21 í Reykjavík í dag, laugardag, kl. 15.
Meira
Stórsveit Rekjavíkur heldur tónleika í Kaldalóni Hörpu annað kvöld, sunnudag, kl. 20. Flutt verður tónlist eftir saxófónleikarann og tónskáldið John Coltrane sem, að sögn skipuleggjenda, er meðal áhrifamestu einstaklinga djasssögunnar.
Meira
Laufey Rún Ketilsdóttir laufey@mbl.is „Þetta eru allt dálítið dökkar myndir en þetta eru annaðhvort myndir sem hafa að geyma hrylling eða hafa eitthvað svart við sig – svartan húmor eða annað slíkt.
Meira
Færeysku listamennirnir Bárður Jákupsson og Zacharias Heinesen opna sýningar á nýjum málverkum í Gallerí Fold í dag kl. 15. Bárður Jákupsson er fæddur í Þórshöfn í Færeyjum árið 1943. „Hann lauk námi við Akademiuna í Kaupmannahöfn 1972.
Meira
Það hefði nú auðvitað verið skemmtilegt að heyra enn meira í honum. En þar sem hann beitti röddinni almennilega sá maður að þarna var hæfileikabúnt á ferð.
Meira
Ranglega var sagt í blaðinu í gær að sýningin T E X T I hefði verið opnuð í Listasafni Íslands í vikunni. Hið rétta er að hún verður opnuð fimmtudaginn 15. september kl. 20. Eru hlutaðeigendur beðnir velvirðingar á þessum leiðu mistökum.
Meira
Eftir Sverri Ólafsson: "Þrátt fyrir útbreidda andúð á bankamönnum er mikilvægt að hún yfirbugi ekki virðinguna, sem við flest viljum bera, fyrir réttarkerfi landsins."
Meira
Eftir Hjörleif Guttormsson: "„Á þessum stað dugir því ekki annað en sýna fyllstu nærgætni í sambandi við mótun hins byggða umhverfis.“ (Guðrún Jónsdóttir arkitekt)."
Meira
Eftir Elínu Hirst: "Eldra fólk hefur kannski ekki verkfallsrétt sem hópur, en það hefur samtakamátt og kosningarétt. Kraftur þess í sinni baráttu er aðdáunarverður."
Meira
Félagar, spurning hvort þið munduð geta sett mynd af manni sem stígur í hver. Þið metið það bara; það er sennilega of glannalegt að vera með manna-par. Kær kveðja, Baldur
Meira
Eftir Gunnlaug Stefánsson: "Ætlum við að opna Ísland fyrir hrikalegu umhverfisslysi til að þóknast útlenskum fjárfestum og er orðspor stjórnvalda að á þau dugi pískurinn best?"
Meira
Jafnt og þétt virðist fólk opna augun fyrir því að það er bæði hagkvæmur, áreiðanlegur og skemmtilegur kostur að aka um á bílum sem knúnir eru rafmagni að stórum hluta eða að öllu leyti.
Meira
Eftir Kristján Óla Níels Sigmundsson: "Legg ég til að þeir, sem búa þar, fái skattafslátt, þar sem þeir fá ekki sömu þjónustu og þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu."
Meira
Vitað er um tvo Íslendinga, sem áttu orðastað við rússneska byltingarmanninn Vladímir Íljítsj Úljanov, sem kallaði sig Lenín og var einn mesti örlagavaldur 20. aldar. Annar var dr.
Meira
Anna María Sveinsdóttir fæddist 26. september 1948 í Kirkjuhvoli á Stöðvarfirði. Hún varð bráðkvödd 26. ágúst 2016. Foreldrar hennar voru Þórey Jónsdóttir frá Steinaborg, f. 11. október 1913, d. 16. apríl 1973, og Sveinn Ingimundarson frá Djúpavogi, f.
MeiraKaupa minningabók
Einar Sigurðsson fæddist í Reykjavík 31. mars 1943. Hann lést á heimili sínu í Søvik í Noregi 25. júlí 2016. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Gísladóttir, f. 2. maí 1911 á Stokkseyri, d. 30. janúar 1994, og Sigurður Einarsson, f. 29.
MeiraKaupa minningabók
Guðmundur Hraunberg fæddist í Bolungarvík 9. desember 1927. Hann lést þar 2. september 2016. Fullu nafni hét hann Guðmundur Sigvaldi Hraunberg, en alla tíð kallaður Hraunberg af Bolvíkingum og öðrum sem hann þekktu vel.
MeiraKaupa minningabók
Jóhann Antonsson fæddist 30. ágúst 1927 á Selá á Árskógsströnd. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 29. ágúst 2016. Móðir hans var Svanbjörg Árnadóttir, f. 14. mars 1902, d. 5. september 1972, og faðir Sigurður Anton Jóhannsson, f. 23. júní 1902, d. 30.
MeiraKaupa minningabók
Jón Bjarnason fæddist 27. apríl 1928 að Á á Skarðsströnd í Dalasýslu. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 7. ágúst 2016. Foreldrar hans voru Bjarni Jónsson, f. 5. mars 1896, d. 13. ágúst 1963, og Margrét Guðmundsdóttir, f. 28. desember 1903, d. 19.
MeiraKaupa minningabók
María Elfriede Tómasson fæddist 26. júlí 1921 í Köln í Þýzkalandi, dóttir hjónanna Mariu og Ernst Bell, kaupmanns þar í borg. Hún lést 18. ágúst 2016. Þann 12.
MeiraKaupa minningabók
Óli Jóhann Klein fæddist 7. júlí 1945 í Reykjavík. Hann lést í bílslysi á Þingskálavegi, Rangárvöllum, 20. ágúst 2016. Hann var sonur hjónanna Elínar Færseth frá Siglufirði og Jens Christian Klein, kjötiðnaðarmanns úr Reykjavík, sem bæði eru látin.
MeiraKaupa minningabók
Óli Stefánsson frá Merki, Jökuldal, fæddist 23. október 1923. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Dyngju á Egilsstöðum 3. september 2016. Foreldrar hans voru Stefán Júlíus Benediktsson, bóndi í Merki, f. 1875, d.
MeiraKaupa minningabók
Sigríður Ásgrímsdóttir fæddist á Hálsi í Öxnadal 30. janúar 1931. Hún andaðist á hjúkrunarheimilinu Hlíð, Akureyri 26. ágúst 2016. Foreldrar hennar voru Ásgrímur Halldórsson, f. 21.11. 1903, d. 8.1. 1980, og Sigurrós Kristinsdóttir, f. 24.1. 1901, d. 4.
MeiraKaupa minningabók
Sigríður Jónasdóttir fæddist á bænum Vetleifsholti í Ásahreppi 17. febrúar 1925. Hún lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Nesvöllum, Reykjanesbæ, 15. ágúst 2016. Foreldrar Sigríðar voru Jónas Kristjánsson, f. 1894 í Stekkholti, Biskupstungum, d.
MeiraKaupa minningabók
Ásta Möller hefur verið ráðin nýr sviðsstjóri starfsmannamála Háskóla Íslands, en hún hefur starfað við skólann frá árinu 2010, síðast á skrifstofu rektors, m.a. við súttektir á rannsóknastofnunum og stjórnsýslu. Að baki á Ásta fjölbreyttan starfsferil.
Meira
Alþýðusamband Íslands leggst gegn hækkun tryggingagjalds á laun meðan ekki er sinnt um málefni Fæðingarorlofssjóðs. Þetta kemur fram í pistli sem ASÍ sendi frá sér í vikunni.
Meira
Nýtt rannsóknasetur, Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Ströndum - Þjóðfræðistofa, hefur verið sett á laggirnar og er á Hólmavík. Rannsóknir í þjóðfræði verða þar í öndvegi og áhersla á miðlun og hagnýtingu þjóðfræðilegrar þekkingar. Setrið nýja er það 8.
Meira
Eftir samráð við Fjármálaeftirlitið og Seðlabankann hefur ríkisstjórn Íslands ákveðið að fella úr gildi yfirlýsingu sem gefin var 6. október 2008 um ábyrgð á öllum innstæðum almennra sparifjáreigenda og fyrirtækja.
Meira
„Gangi spá okkar eftir fjölgar ferðamönnum milli áranna 2016 og 2017 um tæplega 620 þúsund, sem svarar til um 3,4% mannfjölgunaráhrifa,“ segir í nýlegri úttekt greiningardeilar Íslandsbanka um fjölda ferðamanna á næstu árum.
Meira
Nýverið tók Reykjavik Excursions – Kynnisferðir í notkun tveggja hæða rútu af gerðinni VDL Futura FDD2. Þetta er fyrsta slíka rútan á Íslandi svo og í allri Norður-Evrópu.
Meira
Frisbígolf í Kópavogsdal, vatnspóstar á Kársnesstíg, útsýnisstaður í Kórahverfi og fegrun Hamraborgar eru meðal þess sem íbúar Kópavogs völdu í kosningum í verkefninu Okkar Kópavogur .
Meira
Borgarbókasafnið, í samstarfi við félagið Vigdísi, Vini gæludýra á Íslandi, býður börnum að heimsækja safnið og lesa sér til ánægju fyrir hunda sem eru sérstaklega þjálfaðir til að hlusta á börn lesa.
Meira
„Sögusviðið er Grandagallerí en mig dreymdi það. Mig dreymdi að ég hefði verið á opnun á galleríi út á Granda og þar voru ský í gólfinu. Ég drakk einhverja kokteila og fór svo að lesa upp en áttaði mig á því að textarnir voru ekki eftir mig...
Meira
Perlur nefnist myndlistarsýning Kristínar Sigurrósar Jónsdóttur sem hún opnar í Boganum í Borgarbókasafninu í Menningarhúsinu Gerðubergi í dag kl. 14. Kristín Sigurrós Jónsdóttir er fædd 22. október 1936 í Hafnarfirði.
Meira
Höfundarnir Júlía Margrét Einarsdóttir og Þórdís Helgadóttir fagna báðar útgáfu fyrstu verka sinna sem koma út í smásagnaröðinni Meðgöngumál og eru númer fimm og sex í röðinni.
Meira
Margrét Jónína Guðmundsdóttir , framhaldsskólakennari og grafíklistakona í Hafnarfirði, varð áttræð 2. september síðastliðinn. Margrét er gift Gísla G. Engilbertssyni og þau hjónin fagna afmæli Margrétar í faðmi fjölskyldunnar á morgun, 11....
Meira
Gullbrúðkaup eiga í dag Ragnheiður Guðmundsdóttir og Jón Hjálmarsson , Ásfelli 2, Hvalfjarðarsveit. Þau giftu sig í Innra-Hólmskirkju 10. september 1966 og hafa síðan búið alla tíð að...
Meira
Magnús fæddist á Tjörn á Vatnsnesi 10.9. 1861. Foreldrar hans voru Sigfús Jónsson, síðast prestur á Undirfelli í Vatnsdal, og k.h., Sigríður Oddný Björnsdóttir Blöndal húsfreyja, dóttir Björns Blöndals alþm. Bróðir Magnúsar var Björn Sigfússon, alþm.
Meira
Að vera meðvitaður um e-ð eða vera sér meðvitandi um e-ð er að vera e-ð ljóst . „Þetta var meðvituð ákvörðun“ þýðir eiginlega bara að viðkomandi hafi vitað af því að hann tók ákvörðunina , hann hafi ekki verið utan við sig.
Meira
Það á að halda afmælisveislu í dag, við hjónin erum bæði fimmtug á árinu en maðurinn átti afmæli í janúar,“ segir Guðlaug Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri fjármála hjá Landsneti og staðgengill forstjóra.
Meira
Laugardagsgátan var sem endranær eftir Guðmund Arnfinnsson: Á helgum tíðum hann er framinn. Hann er af rímnaskáldum saminn. Hungraðir þann hefja enn. Hálsi fullum iðka menn. Harpa á Hjarðarfelli á þessa lausn: Um helgar kyrja kirkjusöng.
Meira
Laugardagur 90 ára Guðjón Peter Hansen Ingibjörg Þorgrímsdóttir Kristín Björg Sveinsdóttir Ólafur Þorgrímsson Reinhold Greve 85 ára Bergþóra Gísladóttir Filip Þór Höskuldsson 80 ára Aðalgeir Egilsson Bergsteinn Pétursson Elínborg Karlsdóttir Guðbjörg...
Meira
Víkverji skellti sér á tónleika með kanadísku stórstjörnunni Justin Bieber á fimmtudagskvöldið í Kórnum. Hann var líkt og margir aðrir á hans aldri í yngri félagsskap. Hann var með ungri frænku sinni og skemmti sér konunglega.
Meira
10. september 1993 Hamborgarastaður McDonalds við Suðurlandsbraut í Reykjavík var opnaður. Framkvæmdir tóku 22 vikur. Venjulegur hamborgari kostaði 197 krónur. Veitingarekstri undir þessu nafni var hætt haustið 2009. 10.
Meira
A ri Freyr Skúlason , landsliðsmaður í knattspyrnu, gæti misst af næstu tveimur leikjum Lokeren í Belgíu vegna ökklameiðslanna sem hann varð fyrir í landsleiknum gegn Úkraínu í Kíev á mánudaginn. Ari staðfesti þetta við mbl.is í gær.
Meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, ríkjandi Íslandsmeistari í golfi, var aðeins einu höggi frá því að komast í gegnum niðurskurðinn á þriðja móti sínu á LET-mótaröðinni í Þýskalandi í gær.
Meira
Hannes Þór Halldórsson landsliðsmarkvörður og Ólafur Kristjánsson þjálfari komust á topp dönsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í gær. Lið þeirra, Randers, vann þá Lyngby 2:0 í fyrsta leik 8. umferðar deildarinnar.
Meira
Hugsið ykkur . Núna í vikunni voru liðin nákvæmlega 128 ár frá því fyrsta umferðin var leikin í ensku knattspyrnunni. Það var jafnframt fyrsta skipulagða umferðin í deildakeppni í fótbolta í heiminum. Kannski sú fyrsta í nokkurri íþrótt.
Meira
Ísland vann fimm stiga sigur á Írlandi, 65:60, í Dublin í gærkvöld í fyrri vináttulandsleik þjóðanna í körfubolta kvenna. Írar voru sex stigum yfir í hálfleik, 44:38, og voru enn yfir, 54:49, þegar lokafjórðungurinn hófst.
Meira
Í Ríó Kristján Jónsson kris@mbl.is Þorsteinn Halldórsson úr Boganum verður í dag fyrsti Íslendingurinn til að keppa í bogfimi á stórmóti á borð við Ólympíuleika eða Ólympíumót fatlaðra.
Meira
Í Ríó Kristján Jónsson kris@mbl.is Íþróttakona ársins hjá Íþróttasambandi fatlaðra síðustu þrjú árin, Thelma Björg Björnsdóttir úr ÍFR, verður fyrst Íslendinga til að keppa í ólympíusundlauginni á Paralympics í Ríó.
Meira
Bayern München hélt áfram góðri byrjun sinni í þýsku 1. deildinni í knattspyrnu þegar liðið vann Schalke 2:0 í gær. Schalke stóð vel í þýsku meisturunum en á 80.
Meira
Í Ríó Kristján Jónsson kris@mbl.is Helgi Sveinsson úr Ármanni þurfti að gera sér 5. sætið að góðu í spjótkastkeppninni á Ólympíumóti fatlaðra, Paralympics, í Ríó í gærkvöldi.
Meira
Fótbolti Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Tveir af stærstu leikjum ársins á Íslandsmótinu í knattspyrnu fara fram í dag og á morgun þegar á dagskránni er uppgjör efstu liðanna – í Pepsi-deild kvenna í dag og Pepsi-deild karla á morgun.
Meira
Þýskaland B-deild: N-Lübbecke – Emsdetten 28:19 • Oddur Gretarsson var ekki á meðal markaskorara Emsdetten. Eisenach – Nordhorn 27:25 • Ólafur Bjarki Ragnarsson skoraði 2 mörk fyrir Eisenach.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.