Fimmtán ára drengur brenndist illa á höndum er eldur kom upp í íbúð í Hraunbæ í fyrrakvöld. Drengurinn dvelur nú á barnaspítala Hringsins. Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um eldinn um ellefuleytið um kvöldið.
Meira
Sex voru fluttir á sjúkrahús í kjölfar alvarlegs umferðarslyss á brúnni yfir Laxá í Leirársveit um klukkan 17 í gær; þrír með þyrlu Landhelgisgæslunnar og þrír aðrir með sjúkrabifreiðum. Ekki liggur fyrir hversu alvarlega slasað fólkið er.
Meira
Átta hafa boðið sig fram til stjórnarsetu í Samtökum iðnaðarins, en framboðsfrestur er liðinn. Kosið verður um fjögur stjórnarsæti á aðalfundi samtakanna sem haldinn verður 9. mars.
Meira
Miklar umræður og fundahöld eru í sérsamböndum verkalýðshreyfingarinnar og á vettvangi ASÍ þessa dagana um endurskoðun kjarasamninganna en aðeins 15 dagar eru til stefnu þar til ákvörðun á að liggja fyrir.
Meira
Kjarasamningarnir á almenna vinnumarkaðinum gilda til ársloka 2018 ef þeim verður ekki sagt upp við endurskoðunina sem nú stendur yfir. Verði þeim sagt upp fá launþegar hins vegar ekki 4,5% almenna hækkun launa 1. maí næstkomandi.
Meira
Björgunarlið og lögregla voru kölluð að Silfru í Þingvallaþjóðgarði vegna meðvitundarlauss manns rétt eftir hádegi í gær. Um var að ræða erlendan ferðamann sem var í átta manna hópi undir leiðsögn leiðsögumanna við svonefnt snorkl í vatninu.
Meira
Ferðamenn í Reynisfjöru skeyta ennþá ekkert um viðvörunarskilti og vaða galvaskir í brimið. „Þessi skilti eru í raun bara viðvörunarskilti það er ekkert hægt að gera ef þeim er ekki fylgt,“ segir Sveinn K.
Meira
Forsvarsmenn flugfélagsins Atlanta hafa í hyggju að bæta tveimur til þremur Boeing 747-400 vélum við flota félagsins á þessu ári. Vélum félagsins var flogið til 160 áfangastaða á síðasta ári.
Meira
Þyrla Landhelgisgæslunnar hífði Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, upp úr sjónum á 112-deginum sem haldinn var við tónlistarhúsið Hörpu á laugardag. Guðni var afar spenntur fyrir verkefninu, kátur í bragði og skemmti sér vel að sögn viðstaddra.
Meira
Í mínum huga er það sem rithöfundurinn, fyrirlesarinn og skáldið Þórdís Elva Þorvaldsdóttir hefur gert og er að gera, á við allra merkilegustu afrek Íslendinga hingað til.
Meira
Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Reykjavíkurborg hefur samþykkt reglur um að fyrirtæki þurfi hér eftir að flokka sorp með sama hætti og heimili í borginni hafa gert frá árinu 2013.
Meira
Kosningu sem fara átti fram um nýja stjórnarskrá Færeyja í ár verður frestað til 25. apríl á næsta ári. Þetta kemur fram á heimasíðu færeysku heimastjórnarinnar.
Meira
Gleðilegt ár hanans Kínversk nýárshátíð var haldin á Háskólatorgi HÍ á laugardaginn var. Þar var fjölbreytt dagskrá, kínverskar veitingar og mikið litaskrúð í tilefni...
Meira
Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, segir stefna í þriggja til fjögurra milljarða króna halla á Fæðingarorlofssjóði á þessu ári.
Meira
Hálfdán Björnsson, bóndi og alþýðuvísindamaður á Kvískerjum í Öræfum, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 10. febrúar, tæplega níræður að aldri. Hálfdán fæddist 14. mars 1927 og var hann sonur hjónanna Björns Pálssonar, bónda á Kvískerjum, f. 1879, d.
Meira
Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Rúmlega 50 þúsund notendur hafa fært sig yfir í netsíma eða svokallað VoIP kerfi og sagt skilið við gamla landlínukerfið, PSTN.
Meira
Jón Þórisson jonth@mbl.is Svo virðist sem hitamet frá árinu 1998 hafi fallið í gær, þegar hiti mældist hæstur 19,1 gráða á Eyjabökkum, sem er sjálfvirk veðurstöð í rúmlega 650 metra hæð norðan Vatnajökuls.
Meira
• Heiða Björg Hilmisdóttir fæddist á Akureyri 21. febrúar 1971. Er með MBA gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og M.Sc. í næringarrekstrarfræði frá Gautaborgarháskóla.
Meira
Jón Þórisson jonth@mbl.is Ísland er fjórða dýrasta land í Evrópu þegar kemur að innkaupum á matvöru, drykkjarvöru og tóbaki. Er landið um þriðjungi dýrara í þessu tilliti en meðaltal Evrópuríkja.
Meira
Andri Steinn Hilmarsson Elín Margrét Böðvarsdóttir Engin áreiðanleg gögn sýna fram á að kynbundinn launamunur sé til staðar á Íslandi. Þetta segir Einar Steingrímsson, stærðfræðiprófessor við Strathclyde-háskóla í Skotlandi, í samtali við mbl.is.
Meira
Icelandair Hotels hafa keypt húsnæði og rekstur Hótels Reynihlíðar við Mývatn. Þetta staðfestir Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair Hotels. Seljendur eru Pétur Snæbjörnsson hótelstjóri og Erna Þórarinsdóttir.
Meira
Svartfuglinn er sestur upp í Ystakletti í Vestmannaeyjum. Sigurgeir Jónasson fuglaáhugamaður hefur skráð niður í dagbók hvenær það gerist á hverju ári undanfarin 40-50 ár, eins og faðir hans gerði áður. „Ég sá til hans 10.
Meira
Hætt verður alfarið að nota svokallað PSTN-kerfi fyrir heimasíma árið 2020, þ.e. síma með kló sem stungið er í vegginnstungu. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, segir VoIP-kerfi, netsímakerfi, vera framtíðina.
Meira
Tafir urðu á flugi frá alþjóðaflugvellinum í Hamborg í gær eftir að hluti flugstöðvarinnar var rýmdur. Fjöldi fólks fann fyrir óþægindum í öndunarvegi og ógleði.
Meira
Frank-Walter Steinmeier var í gær kjörinn forseti Þýskalands en hann er fyrrverandi utanríkisráðherra landsins. Steinmeier, sem er 61 árs, er einn vinsælasti stjórnmálamaður Þýskalands.
Meira
Lögreglan í París þurfti að beita mótmælendur táragasi um helgina eftir að friðsamleg mótmæli breyttust í uppþot. Kveikt var í bílum og ruslatunnum og hafði slökkvilið borgarinnar því einnig í nægu að snúast.
Meira
Troðfullt var á fundi Flateyringa sl. laugardag í Félagsbæ þar sem rædd var stofnun lýðháskóla í bænum. Umhverfi Flateyrar hentar mjög vel fyrir lýðháskóla og er stefnt að því að opna 60 nemenda skóla haustið 2018 og er markhópurinn 18-35 ára.
Meira
Fréttaskýring Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Hætta er yfirvofandi á að kjarasamningum á almenna vinnumarkaðinum verði sagt upp fyrir mánaðamótin vegna forsendubrests en þó er ekki með öllu útséð hver niðurstaðan verður.
Meira
Einar Steingrímsson, stærðfræðiprófessor við Strathclyde-háskóla í Skotlandi, og Helgi Tómasson, tölfræðiprófessor við Háskóla Íslands, gera athugasemdir við kannanir og rannsóknir á kynbundnum launamun hér á landi.
Meira
Drög að reglugerð um notkun og starfrækslu fjarstýrðra loftfara (dróna) eru nú til umsagnar hjá innanríkisráðuneytinu en senda má umsagnir til ráðuneytisins til og með 27. febrúar.
Meira
Jón Þórisson jonth@mbl.is Búast má við verðhækkun á breska sérréttinum djúpsteiktum fiski og frönskum kartöflum (e. fish and chips) vegna áhrifa sjómannaverkfallsins hér á landi. Þetta kemur fram í frétt í breska dagblaðinu The Telegraph.
Meira
Jarðskjálfti af stærðinni 3,6 mældist í Bárðarbungu um tíuleytið í gærmorgun, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Fáeinir minni skjálftar fylgdu í kjölfarið en ekki er um skjálftahrinu að ræða að sögn Veðurstofunnar.
Meira
Um sjötíu manns sváfu í biðröð fyrir utan verslun Húrra Reykjavík áður en eftirsóknarverðir strigaskór fóru í sölu á laugardagsmorgun. Skórnir bera nafnið YEEZY BOOST 350 V2 og eru hluti af samstarfsverkefni Kanye West og Adidas.
Meira
Nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, leitar leiða til að draga úr kostnaði Hvíta húsins, líkt og annars staðar í stjórnsýslunni. Meðal þess sem forsetinn hyggst gera er að fækka starfsfólki á skrifstofu forsetafrúarinnar, Melaniu Trump.
Meira
Hópur fólks fór um götur og garða við Laugarnestanga um helgina í þeim tilgangi að hirða rusl sem liggur á víðavangi. Vildu skipuleggjendur hreinsunarstarfsins takmarka það að rusl fyki á haf út frá borginni.
Meira
Það er ekki tekið út með sældinni að vera þingmaður. Oddný Harðardóttir ræddi í liðinni viku dagskrárliðinn „störf þingins“ undir dagskrárliðnum „fundarstjórn forseta“.
Meira
Halldóra Arnardóttir verður með opinn hádegisfyrirlestur í Listaháskóla Íslands í Laugarnesi kl. 12.10 í dag, á vegum Listkennsludeildar LHÍ. Halldóra spyr hvaða eiginleika listin hafi sem hugsanlega gæti komið einstaklingum með Alzheimer að gagni.
Meira
Eins og stundum áður þá er ég gjörsamlega úti á þekju þegar kemur að dagskrá sjónvarpsins. Ég hef til að mynda ekki enn séð einn einasta þátt af Föngum sem RÚV var með á dagskrá í nokkrar vikur. Ætli ég láti ekki þátttaröðina fara framhjá mér.
Meira
Undirritaður hefur verið samningur milli Menningarhúsanna í Kópavogi og Listaháskóla Íslands um að útskriftarhátíð skólans fari að hluta til fram í Menningarhúsum Kópavogs næstu árin.
Meira
„Ég finn hvernig það fyllir hjarta mitt gleði að þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur af því hvað ég fæ greitt fyrir spilun laganna minna á Spotify eða YouTube, og að vera háður þessum tekjum er hræðileg tilhugsun.“
Meira
Tónlist eftir Francis Poulenc. Texti eftir Jean Cocteau. Íslensk þýðing: Kristján Þórður Hrafnsson. Leikstjórn og leikgerð: Brynhildur Guðjónsdóttir. Tónlistarstjóri: Irene Kudela. Búningar og leikmynd: Helga I. Stefánsdóttir. Lýsing: Pálmi Jónsson.
Meira
Metropolitan-listasafnið í New York, eitt af stærstu söfnum heims, hefur tilkynnt að áhugasamir geti nú nálgast og hlaðið niður myndum af yfir 375 þúsund listaverkum úr eigu safnsins og úr hinum ýmsu deildum þess.
Meira
Eftir Arnþrúði Karlsdóttur, Kristján Kristjánsson, Orra Hauksson, Rakel Sveinsdóttur og Sævar Frey Þráinsson: "Í þessari baráttu nýtur Ríkisútvarpið yfirburðastöðu, sem fæst með skylduáskrift og fjölbreyttum aðstöðumun gagnvart einkamiðlunum."
Meira
Frú Ragnheiður Árnadóttir fæddist á Hjalteyri við Eyjafjörð hinn 21. nóvember 1920. Hún lést á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 5. febrúar 2017. Foreldrar Ragnheiðar voru Þóra Stefánsdóttir frá Fagraskógi, f. 11.3. 1891, d. 3.6.
MeiraKaupa minningabók
Rannveig Margrét Jónsdóttir var fædd í Vatnsholti í Staðarsveit á Snæfellsnesi 9. nóvember 1923. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi 20. janúar 2017. Foreldrar hennar voru hjónin Jón Ólafur Stefánsson, bóndi í Vatnsholti, f. 17.
MeiraKaupa minningabók
Sveinbjörg Valgerður Karlsdóttir fæddist í Grindavík 2. janúar 1927. Hún lést á Hrafnistu, Nesvöllum, 8. febrúar 2017. Sveinbjörg fæddist og ólst upp í Grindavík. Foreldrar hennar voru Guðrún Steinsdóttir og Ágúst Karl Guðmundsson.
MeiraKaupa minningabók
Þórólfur Jónsson fæddist 4. maí 1941 í Ysta-Hvammi í Aðaldal. Hann lést á heimili sínu, Hánefsstöðum í Svarfaðardal, 1. febrúar 2017.
MeiraKaupa minningabók
Matsfyrirtækið Fitch Ratings hefur hækkað lánshæfismat O rkuveitu Reykjavíkur . Greint var frá þessu í fréttatilkynningu sem OR sendi frá sér á föstudag. Hækkar lánshæfismatið úr BB- í BB með stöðugum horfum.
Meira
Skoski risabankinn Royal Bank of Scotland hyggst minnka rekstrarkostnað um rösklega einn milljarð punda. Verður það gert með því að segja upp starfsfólki og loka útibúum. Bloomberg hefur þetta eftir ónafngreindum heimildarmanni.
Meira
Um helgina efndu Svisslendingar til þjóðaratkvæðagreiðslu um lagabreytingatillögu ríkisstjórnarinnar sem hefði falið í sér umtalsverðar breytingar á skattlagningu fyrirtækja í landinu.
Meira
Unnendur ástarsagna, Suðurnesjamenn sem og aðrir, ættu aldeilis að vera í essinu sínu þessa dagana í Bókasafni Reykjanesbæjar. Vikan 13.-18. febrúar er tileinkuð ástarsögum og rómantík og verður þessum bókaflokki því gert sérstaklega hátt undir höfði.
Meira
Hvernig á að geyma matvæli, búa til gómsæta máltíð úr afgöngum, ná blettum úr flíkum, kaupa hagstætt inn, forðast matarsóun og hvaða hreinsiefni eru umhverfisvæn og hvernig á að nota þau?
Meira
Helen Malson, dósent í félagssálfræði við University of West of England í Bristol, heldur fyrirlestur á Menntavísindasviði Háskóla Íslands kl. 15-16 á morgun, þriðjudag 14. febrúar, í stofu H101 í Stakkahlíð.
Meira
Heiðrún Ósk Ólafsdóttir starfar við búningagerð þar sem hún saumar klæðnað frá öllum tímabilum sögunnar. Hún hefur unnið við ekki ómerkari sjónvarpsþætti en The Crown og Game of Thrones, og hlakkar til að takast á við fleiri spennandi verkefni.
Meira
30 ára Ingibjörg er Njarðvíkingur en býr í Keflavík. Hún er iðjuþjálfi að mennt og er ráðgjafi hjá VIRK – starfsendurhæfingarsjóði. Maki : Gunnar Örn Ástráðsson, f. 1981, sjúkraþj. Börn : Hafþór Nói, f. 2008, Ástráður Elí, f.
Meira
Elín Mjöll Þórhallsdóttir, sem vinnur við framleiðslu á kvikmyndum og sjónvarpsefni fyrir Truenorth, á 40 ára afmæli í dag. „Við erum í miðjum tökum á mynd sem er kölluð Mihkel en hún er lauslega byggð á líkfundarmálinu í Neskaupstað.
Meira
30 ára Íris er Reykvíkingur og er nemi í sálfræði við Háskóla Íslands. Systkini : Rebekka, f. 1989, bús. á Akureyri, Unnur, f. 1992, og María, f. 2001, búsettar í Reykjavík. Foreldrar : Héðinn Hákonarson, f.
Meira
„Hún sótti námskeið í stjórnun til Bandaríkjanna.“ Sögnin að sækja merkir hér að koma á e-n stað . Að sækja fund, fyrirlestur, messu, kirkju eða skóla merkir að koma – eða fara ! – á fund, fyrirlestur, námskeið o.s.frv.
Meira
30 ára Rakel er Álftnesingur, jarðfræðingur og vinnur hjá Íslenskum orkurannsóknum. Maki : Tryggvi Gunnar Teitsson, f. 1987, kjötiðnaðarmaður og verslunarstjóri hjá Víði. Börn : Adrían Máni, f. 2009, og Aníta Ósk, f. 2013. Foreldrar : Guðjón Birkir, f.
Meira
Agnar Guðnason fæddist í Reykjavík 13.2. 1927 og ólst þar upp: „Við vorum á nokkrum stöðum í Reykjavík á mínum æskuárum en áttum alltaf heima í Austurbænum, s.s. við Bergþórugötu, Njálsgötu og Leifsgötu.
Meira
90 ára Agnar Guðnason 85 ára Bjarnheiður Björnsdóttir Guðmunda Tyrfingsdóttir 80 ára Bragi Hansson Sigurgeir Ísaksson 75 ára Hrefna Kristinsdóttir Hörður Björn Finnsson Ingi Rúnar Árnason 70 ára Aðalsteinn Ísfjörð Sigurpálsson Bjarni Jónsson Einar...
Meira
Sigurður Guðmundsson rifjaði á Boðnarmiði upp skemmtilega veðurvísu eftir afa sinn Sigurð Jónsson frá Tryggvaskála á Akranesi – sem „var ágætlega hagmæltur en flíkaði ekki sínum skáldskap.
Meira
Öll mannanna verk, atvik og gjörðir, á að meta á mælikvarða síns tíma. Tilvik og mál í fortíðinni og viðbrögð við þeim sem nútímafólk finnast háskaleg kunna að hafa verið rétt, enda viðhorfin, þekking og reglur allt aðrar þá en nú.
Meira
13. febrúar 1693 Heklugos hófst. Það stóð fram á haust og olli miklu tjóni, jarðir lögðust í auðn og hallæri ríkti á Suðurlandi. Sænskur vísindamaður telur að mengun frá þessu gosi hafi spillt gróðri í Svíþjóð og valdið hungursneyð. 13.
Meira
Þórður Örn Kristjánsson er fæddur 1981. Hann lauk BS-gráðu í líffræði frá Háskóla Íslands árið 2005 og hlaut meistaranafnbót frá sama skóla 2008 þar sem hann rannsakaði áhrif dúntekju á hita, hegðun og varpárangur æðarfugla.
Meira
Afturelding var fjórða og síðasta liðið sem tryggði sér sæti í undanúrslitum bikarkeppninnar í handknattleik karla, Coca Cola-bikarsins, með því að leggja Gróttu, 26:22, í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi. Staðan var jöfn í hálfleik, 12:12.
Meira
Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson fær afar góða dóma fyrir frammistöðu sína í sigri Cardiff City gegn Leeds United í ensku B-deildinni í knattspyrnu í fyrradag.
Meira
Real Madrid heldur efsta sætinu á Spáni eftir leiki helgarinnar. Barcelona skaust reyndar í efsta sætið um tíma á laugardaginn eftir 6:0 sigur á Alavés á útivelli, en Madrídingar lögðu síðan Osasuna, sem er í neðsta sæti, 3:1 á útivelli.
Meira
Fjórir leikir fóru fram í fyrstu umferð A-deildar Lengjubikars kvenna í knattspyrnu í gær. Stjarnan hafði betur, 4:2, í leik liðsins gegn Breiðabliki.
Meira
England Swansea – Leicester 2:0 • Gylfi Þór Sigurðsson lék allan leikinn fyrir Swansea og lagði upp síðara markið. Burnley – Chelsea 1:1 • Jóhann Berg Guðmundsson var á bekknum hjá Burnley.
Meira
Hüttenberg, lið Ragnars Jóhannssonar og Aðalsteins Eyjólfssonar þjálfara, er áfram í öðru sæti þýsku B-deildarinnar í handknattleik eftir sigur á Emsdetten á heimavelli, 30:26.
Meira
Kvennalið Aftureldingar í Mizunodeild kvenna í blaki gerði góða ferð austur á Neskaupstað þar sem liðið nældi sér í 1:3 sigur í viðureign tveggja efstu liða deildarinnar.
Meira
Grikkland B-deild: AEL Larissa – Holargos 55:85 • Sigurður Gunnar Þorsteinsson gerði 4 stig, tók 1 frákast og varði 3 skot í þær 16 mínútur sem hann lék fyrir AEL.
Meira
Enski boltinn Hjörvar Ólafsson hjorvaro@mbl.is Hagur Gylfa Þórs Sigurðssonar og félaga hans hjá Swansea City vænkaðist í fallbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir 2:0-sigur liðsins gegn Leicester City í 25. umferð deildarinnar í gær.
Meira
Elín Jóna Þorsteinsdóttir markvörður og Ramune Pekarskyte, leikmenn Hauka, gerðu liðsmönnum Fram gramt í geði í viðureign liðanna í Olísdeild kvenna í handknattleik á laugardaginn.
Meira
*Kylfingurinn Þórður Rafn Gissur-arson átti ágætan þriðja hring á laugardaginn á Open The Tony Jacklin-mótinu sem fram fer í Pro Golf-mótaröðinni í Marokkó. Hann hafnaði í 23. sæti á mótinu.
Meira
Lokeren, sem leikur undir stjórn Rúnars Kristinssonar og Arnars Þórs Viðarssonar, vann afar kærkominn sigur þegar liðið lagði Club Brugge að velli með einu marki gegn engu í belgísku efstu deildinni í knattspyrnu karla í gær.
Meira
Í Höllinni Kristján Jónsson kris@mbl.is Þessi misserin hlýtur að vera ljúft að vera stuðningsmaður KR, í það minnsta þegar kemur að árangri karlaliðs félagsins í körfuknattleik.
Meira
Jón Arnór Stefánsson Kom til skjalanna fyrir alvöru í 3. leikhluta þegar KR lagði grunninn að sigrinum. Hann skoraði 13 af 19 stigum sínum í síðari hálfleik. Jón gaf auk þess 8 stoðsendingar á samherja...
Meira
Ariana Moorer Fann mjög gott jafnvægi í því hvenær hún átti að taka af skarið sjálf og hvenær ekki. Skoraði fyrstu 13 stig Keflavíkur og 26 alls. Varðist einnig vel gegn Tavelyn...
Meira
KSÍ Skúli Unnar Sveinsson skuli@mbl.is „Ég veit ekki hvað skal segja um það,“ sagði Guðni Bergsson, nýkjörinn formaður Knattspyrnusambands Íslands, er hann var spurður hvort sigurinn hefði verið stærri en hann hefði búist við.
Meira
Birna Berg Haraldsdóttir skoraði sex mörk þegar lið hennar, Glassverket, vann óvæntan sigur gegn Lada Togliatti frá Rússlandi, 26:25, í EHF-bikar kvenna í handknattleik á laugardaginn.
Meira
Spánn Alavés – Barcelona 0:6 Las Palmas – Sevilla 0:1 Villarreal – Málaga 1:1 Osasuna – Real Madrid 1:3 Atlético Madrid – Celta Vigo 3:2 Staðan: Real Madrid 20154154:1849 Barcelona 22146261:1848 Sevilla 22144444:2846...
Meira
Það er mikil spenna í Hertz-deild karla í íshokkíinu þar sem Esja hefur reyndar tryggt sér deildarmeistaratitilinn, en baráttan um annað sætið, og þar með sæti í úrslitarimmunni, er í algleymingi. Þar berjast lið Skautafélags Akureyrar og Björninn.
Meira
Fimm leikir voru í Mizunodeild karla í blaki um helgina og urðu úrslitin alveg eftir bókinn þar sem liðin í efri hlutanum lögðu þau sem eru í neðri hlutanum. Stjarnan er á toppnum með 37 stig eftir tvo sigra á KA nyrðra, fyrst 3:1 og síðan 3:0.
Meira
Í Höllinni Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Níu af tólf leikmönnum liðsins eiga enn eftir að halda upp á tvítugsafmælið sitt. Átta eru á aldrinum 16-18 ára.
Meira
„Þetta eru mikil vonbrigði,“ sagði Björn Einarsson við Morgunblaðið eftir að hann tapaði í kosningum til formanns KSÍ á þinginu á laugardaginn. Björn fékk 66 atkvæði en Guðni 83.
Meira
Valdís Þóra Jónsdóttir atvinnukylfingur úr Leyni féll úr keppni eftir þriðja hring á Oates Vic Open-mótinu í Evrópumótaröðinni, sem fram fór í Victoria-fylki í Ástralíu, eftir að hún lék þriðja hringinn á einu höggi yfir pari vallarins.
Meira
Við upphaf nýrrar vinnuviku er ljúft og rétt að óska nýkjörnum formanni Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ, Guðna Bergssyni, til hamingju með kjörið og embættið.
Meira
Guðrún Inga Sívertsen, Borghildur Sigurðardóttir, Vignir Þormóðsson og Magnús Gylfason voru kjörin í aðalstjórn KSÍ á þinginu á laugardaginn. Guðrún Inga hlaut 123 atkvæði, Vignir 101, Magnús 76 og Borghildur 74.
Meira
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.