Olís afhenti Krabbameinsfélagi Íslands í gær ávísun að andvirði um 1,5 milljóna króna sem var afrakstur söfnunarátaks á vegum Olís og ÓB í þágu Mottumars.
Meira
Sviðsljós Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Nú eru tveir dagar í 15. apríl, sem er síðasti dagurinn sem nagladekk eru leyfileg í umferðinni, og dekkjaverkstæði búa sig undir þær annir sem fylgja því að skipta af nagladekkjum á ónegld dekk.
Meira
Ítalskir eldfjallafræðingar hafa mikinn áhuga á alþjóðlegri rannsóknamiðstöð sem setja á upp við Kröflu, að sögn Freysteins Sigmundssonar vísindamanns, sem vinnur að undirbúningi.
Meira
Vísbendingar eru um að kvika sé skammt frá botni margra borhola á Kröflusvæðinu. Yfirhituð gufa neðst í borholum er talin vera vísbending um að kvikan sé skammt undan.
Meira
Helsti vorboðinn við Reykjavíkurhöfn er þegar eimreiðinni Minør er komið fyrir á Miðbakka við Gömlu höfnina. Þessi siður hefur verið í heiðri hafður í áraraðir.
Meira
Fréttaskýring Guðni Einarsson gudni@mbl.is Undirbúningur er hafinn að stofnun alþjóðlegrar eldfjallarannsóknamiðstöðvar við Kröflu. Tilgangurinn er að auka skilning á jarðskorpunni, eldgosum og nýtingu jarðvarma.
Meira
Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is „Það er grundvallaratriði í málinu að fólk hafi frelsi til að nýta sínar eigin íbúðir með þeim hætti sem það kýs.
Meira
Tyrknesk kona heldur á risastóru flaggi af Kemal Ataturk, stofnanda Tyrklands, á fjöldafundi sem haldinn var gegn fyrirhuguðum breytingum á stjórnarskrá Tyrklands.
Meira
Morgunblaðið kemur næst út laugardaginn 15. apríl. Fréttaþjónusta verður um páskahelgina á fréttavef Morgunblaðsins, mbl.is. Hægt er að koma ábendingum um fréttir á netfangið netfrett@mbl.is. Áskrifendaþjónustan er opin í dag, skírdag, frá kl. 8-12.
Meira
Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is Ellefu ára drengir fundu á þriðjudag einkennilegan hlut sem virðist vera einhvers konar leiftursprengja (e. Flash Bang) eða umbúðir af slíkri sprengju.
Meira
Þorbjörg Marinósdóttir tobba@mbl.is „Ég hef alltaf haft mjög gaman af fallegum hlutum og dúlliríi,“ segir Una Guðmundsdóttir, eigandi Borð fyrir 2 og Bóhó, en hún lærði innanhúshönnun á Flórída.
Meira
Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Stjórn Faxaflóahafna sf. samþykkti á fundi sínum í gærmorgun að fela Gísla Gíslasyni hafnarstjóra að halda áfram tæknilegum undirbúningi hafnarbóta á Akranesi.
Meira
„Þetta er að fara í gang,“ svaraði Sturla Pétursson, eigandi Gúmmívinnustofunnar í gær þegar blaðamaður Morgunblaðsins spurði hann hvort mikið væri að gera í dekkjaskiptum.
Meira
Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Vladimír Pútín Rússlandsforseti tók á móti Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í Kreml í gær, eftir að hann kvartaði opinberlega yfir því að samskipti ríkjanna hefðu versnað í forsetatíð Donalds Trump.
Meira
Þýska lögreglan sagðist í gær hafa handtekið einn mann í tengslum við sprengjuárás á liðsrútu þýska knattspyrnuliðsins Borussia Dortmund í fyrrakvöld. Maðurinn er sagður vera íslamisti og er lögreglan að kanna tengsl mannsins við hryðjuverkasamtök.
Meira
Spáð er norðlægri átt, 5-13 m/s í dag. Skýjað verður á köflum en jafnan þurrt um Suðvesturland. Austan til verður snjókoma og dálítið él fyrir norðan. Fremur kalt verður í veðri, eða 0 til 5 stig sunnan- og...
Meira
Xi Jinping, forseti Kína, hringdi í Donald Trump Bandaríkjaforseta í gær og hvatti til þess að friðsamleg lausn yrði fundin á kjarnorkumálum Norður-Kóreu.
Meira
Ekki er búið að greiða þeim starfsmönnum sem eiga inni laun hjá Fréttatímanum. Þetta staðfesti Valdimar Birgisson, framkvæmdastjóri Fréttatímans, í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi, en um er að ræða tæpan tug fólks.
Meira
Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Á annað hundrað milljónum króna verður varið til gullleitar á nokkrum stöðum hér á landi á næstu tveimur árum.
Meira
Lífeyrissjóðir sem tóku þátt í viðræðum um kaup á verulegum hlut í Arion banka telja að þeir hafi orðið fyrir fjárhagslegu tjóni og hafa krafist þess að Kaupþing bæti þeim það.
Meira
Magnús Oddsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Akranesi, lést á Landspítalanum við Hringbraut síðastliðinn þriðjudag, 81 árs að aldri. Magnús fæddist 17. nóvember 1935 og ólst upp í Reykjavík.
Meira
Jean-Luc Melenchon, frambjóðandi franska Kommúnistaflokksins, hefur sótt í sig veðrið í síðustu skoðanakönnunum og mælist nú í þriðja sæti af frambjóðendunum, um það bil fimm prósentustigum frá Emmanuel Macron, sem talinn er líklegastur til þess að bera...
Meira
Sigurður Karlsson og Steinunn Jóhannesdóttir hefja lestur Passíusálmanna í Hallgrímskirkju í Saurbæ kl. 13.30 á morgun, föstudaginn langa. Þau munu skipta með sér lestrinum allt til kvölds, eða um kl. 18.30.
Meira
Útvarpsstöðin K100 fagnaði fimm ára afmæli í gær þegar Páll Óskar hélt Pallaball í hljóðverinu, blandaði tónlist og kom hlustendum í gott skap. Palli hefur reglulega komið á K100 og þeytt skífum í beinni.
Meira
Leikur Hún er mögnuð fegurðin sem íslensk náttúra getur kallað fram með síbreytilegri birtu og litatónum. Þessar tvær mannverur við Jökulsárlón stóðust ekki freistinguna að leika...
Meira
Héraðsdómur hefur sýknað konu sem lýsti árið 2015 í Facebook-færslu að hún hefði orðið fyrir hópnauðgun í æsku og að hún hefði átt sér stað með leyfi stjúpbróður síns.
Meira
Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Rætt er um að flýta sauðfjársmölun og réttum í Borgarbyggð í haust vegna þess að sauðfjárslátrun byrjar fyrr en áður hjá kjötafurðastöð Kaupfélags Skagfirðinga.
Meira
Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, gaf í gær út reglugerð um strandveiðarnar í sumar. Strandveiðitímabilið hefst 2. maí og stendur til 31. ágúst 2017.
Meira
Rannsóknir á tilveru gulls í íslenskum jarðhitakerfum hafa staðið yfir í um 30 ár. Niðurstöður sýna að þau fella út gull við ákveðnar aðstæður. Nokkur svæði á landinu sýna áberandi gullfrávik.
Meira
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa það sem af er ári borist 53 prósentum fleiri leitarbeiðnir um leit að börnum eða ungmennum en bárust að meðaltali síðustu tvö ár á undan.
Meira
Páskaumferðin fór vel af stað í gærkvöldi og var talsverð umferð úr bænum þegar nær dró kvöldi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fylgdist með umferðinni og verður því haldið áfram í dag.
Meira
Guðni Einarsson gudni@mbl.is Aukið viðbúnaðarstig vegna hættu á að alvarlegt afbrigði af fuglaflensu (H5N8) geti borist í alifugla og aðra fugla í haldi er enn í gildi. Það var auglýst 23. mars síðastliðinn.
Meira
Þorsteinn Friðrik Halldórsson tfh@mbl.is Ólafur Ólafsson, fyrrverandi forstjóri Samskipa, hefur óskað eftir fundi með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis til að tjá sig um einkavæðingu Búnaðarbanka Íslands.
Meira
Margir hafa talið að apríl hafi verið í kaldara lagi það sem af er. En svo er þó ekki, upplýsir Trausti Jónsson veðurfræðingur. „Það er alveg tíðindalaust hvað hita varðar,“ segir Trausti.
Meira
Þorsteinn Friðrik Halldórsson tfh@mbl.is Rannsóknarskipið Seabed Constructor er aftur komið á slóðir þýska kaupskipsins Minden, sem sökkt var 1939 norðvestur af Færeyjum.
Meira
Ein vinsælasta bítlahljómsveit heimsins, The Bootleg Beatles, heldur upp á 50 ára útgáfuafmæli Bítlaplötunnar Sgt. Pepper's Lonely Hearts Club Band með tvennum tónleikum, í Hofi og Hörpu, ásamt Sinfóníuhljómsveit Norðurlands.
Meira
„Þessi árvissi viðburður er afar gleðilegur enda fyllist kirkjan af kátum tónleikagestum á öllum aldri,“ segir Margrét Bóasdóttir, söngmálastjóri þjóðkirkjunnar, um Söngvahátið barnanna sem Listvinafélag Hallgrímskirkju stendur fyrir í...
Meira
Björn Ólafsson, fiðluleikari og fyrsti konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitar Íslands, verður til umfjöllunar í tveimur þáttum á Rás 1 um bænadagana til að minnast þess að í febrúar sl. voru 100 ár liðin frá fæðingu hans.
Meira
Eftir SmartíLab-hópinn. Leikstjórn: Sara Martí Guðmundsdóttir. Leikmynd og búningar: Brynja Björnsdóttir. Ljósahönnun: Arnar Ingvarsson. Hljóðmynd og myndbönd: SmartíLab-hópurinn. Frumsamið lag: Hannes Óli Ágústsson.
Meira
Kristín R. Sigurðardóttir sópran, Erla Dóra Vogler messósópran og Þórður Sigurðsson orgelleikari munu flytja tónverk Pergolesis (1710-1736), Stabat mater, í Tónlistarmiðstöð Austurlands á morgun, föstudaginn langa, kl. 16.
Meira
Hjónin Elvý G. Hreinsdóttir, söngkona og Eyþór Ingi Jónsson, organisti í Akureyrarkirkju, halda tónleika í Menningarhúsinu Bergi á Dalvík í kvöld kl. 20 ásamt syni sínum Birki Blæ.
Meira
Ingibjörg Elsa Turchi bassaleikari og Magnús Trygvason Eliassen, trommu- og slagverksleikari, halda tónleika í Mengi í kvöld kl. 21 en þetta er í fyrsta sinn sem þau spila saman sem dúett.
Meira
Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Efnt verður til menningarveislu í Alþýðuhúsinu á Siglufirði á morgun, föstudaginn langa, í fimmta sinn. Listamaðurinn Aðalheiður S.
Meira
Nú þarf undirritaður á hjálp lesenda að halda. Þannig er mál með vexti að honum þykir ansi gott, þegar tækifæri gefst, að liggja með tærnar upp í loftið og borða óhollan mat yfir íþróttaviðburðum sem sýndir eru nánast daglega í íslensku sjónvarpi.
Meira
Alla föstuna, eða sl. 40 daga, hafa alþingismenn og ráðherrar skipst á að lesa einn Passíusálm Hallgríms Péturssonar á dag í Grafarvogskirkju og fengið góðar viðtökur.
Meira
Eftir Hjalta Rúnar Ómarsson: "Málflutningur Geirs er byggður á ranghugmynd um eðli sóknargjalda. Þvert á fullyrðingar hans innheimtir ríkið engin sóknargjöld."
Meira
Eftir Pálma Stefánsson: "Ef allt timbur til húsbygginga yrði fúavarið og byggingarreglugerð krefðist inniloftræstingar sem héldi rakastigi undir 60% yrði mygla og fúi óverulegur."
Meira
Eftir Geir Ágústsson: "Ef ætlun stjórnarliða er að aðgreina sig frá stjórnarandstöðunni við næstu kosningar er ljóst að þeir þurfa að hugsa sinn gang."
Meira
Eftir Vilhjálm Bjarnason: "Í frásögninni kemur fram flest það sem má nefna mannlegan breyskleika, eins og svik, græðgi, afneitun og múgæsingu ...."
Meira
Eftir Halldór Úlfarsson: "Mörg mál eru óuppgerð frá hruni eins og t.d. Drómaglæpurinn. Það þarf opinbera rannsókn á framferði SPRON og Dróma eftir hrun."
Meira
Eftir Ole Anton Bieltvedt: "Mál er til komið að fuglinn fagri og friðsæli, sem er lykiltegund í íslenzku vistkerfi og prýðir það og skreytir, fái grið og frið."
Meira
Eftir Jóhann L. Helgason: "Viljaleysi löggjafans og andstaða framkvæmdavaldsins við breytingar hjálpar peningavaldinu til áframhaldandi rányrkju."
Meira
Eftir Rósu Guðbjartsdóttur: "Hafnarfjarðarbær hefur á nokkrum árum farið úr því að vera í hópi verst reknu sveitarfélaga landsins í hóp þeirra best reknu."
Meira
Pistlahöfundur dagsins fór í guðshús á síðustu helgi og sótti þar fermingarmessu. Ég velti því fyrir mér hvort prestarnir séu orðnir latari en áður, en þrír slíkir sáu um að allt færi friðsamlega fram að þessu sinni. Skiptu skipulega með sér verkum.
Meira
Eftir Jón Ragnar Ríkharðsson: "Þrátt fyrir takmarkaða menntun erum við verkamenn samt menn eins og hinir. Við hugsum sjálfstætt og höfum mismunandi sýn á tilveruna eins og lærdómsfólkið."
Meira
Guðlaug Arngrímsdóttir fæddist í Litlu-Gröf, Skagafirði 14. janúar 1929. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Sauðárkróki, 31. mars, 2017. Foreldrar hennar voru Arngrímur Sigurðsson, f. 31. desember 1890 í Dæli í Sæmundarhlíð, d. 5.
MeiraKaupa minningabók
Hlynur Sævar Óskarsson, tónlistarkennari og trompetleikari, fæddist 2. mars 1942 á Siglufirði. Hann lést 13. mars 2017 í Bremen í Þýskalandi.Foreldrar Hlyns voru Anney Ólfjörð Jónsdóttir verkakona, f. 20. júní 1912, d. 28.
MeiraKaupa minningabók
Hlynur Sævar Óskarsson, tónlistarkennari og trompetleikari, fæddist 2. mars 1942. Hann lést 13. mars 2017. Útför Hlyns Sævars fór fram 31. mars 2017 í Friðarskógi (Friedewald), sem er frumskógur á milli Oldenburg og Bremen. mbl.is/minningar
MeiraKaupa minningabók
Marinó Marinósson fæddist 13. apríl 1933. Hann lést 3. febrúar 2017. Útför hans fór fram 13. febrúar frá Seltjarnarneskirkju í kyrrþey að ósk hins látna.
MeiraKaupa minningabók
Unnsteinn Reynir Jóhannesson fæddist í Króki í Grafningi 30. mars 1929. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Mörk 29. mars 2017. Foreldrar hans voru Kristín María Sæmundsdóttir húsfreyja, f. í Reykjavík 15. september 1906, d. 27.
MeiraKaupa minningabók
Þórdís Steinsdóttir fæddist í Hafnarfirði 12. október 1920. Hún lést 23. mars 2017 á Hrafnistu þar í bæ. Þórdís var dóttir hjónanna Maríu Jónsdóttur húsfreyju, f. 18. febrúar 1893, d. 18. desember 1977, og Steins G. Hermannssonar sjómanns, f. 1.
MeiraKaupa minningabók
Góðgætið í Frida kaffihúsinu á Siglufirði er margrómað. Þar ræður Fríða Björk Gylfadóttir listakona lögum og lofum og býður meðal annars upp á handgerð, nýstárleg og fagurlit páskaegg. Í hverju þeirra eru handgerðir molar, sem ábyggilega eiga ekki eftir að svíkja sælkerana.
Meira
Stórsýning sunnlenskra hestamanna er viðburður sem hestamenn ættu ekki að láta framhjá sér fara. Öllu verður tjaldað til milli kl. 20 og 22 í kvöld, fimmtudaginn 13. apríl, í Rangárhöllinni, Gaddstaðaflötum á Hellu.
Meira
Gamanleikritið Góðverkin kalla verður á fjölum Freyvangsleikhússins í Eyjafjarðarsveit kl. 20 í kvöld, fimmtudaginn 13. apríl. Verkið er eftir Ármann Guðmundsson, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason úr Ljótu hálfvitunum.
Meira
Amy Winehouse-heiðurstónleikar með Bryndísi Ásmundsdóttur og stórsveit verða haldnir á Café Rosenberg í kvöld, fimmtudag 13. apríl. Tónleikarnir hefjast kl. 22 og mun þeim ljúka sundvíslega kl. 23.59.
Meira
Akranes Hákon Dagur Hafliðason fæddist á Akranesi 18 maí 2016, kl 15,17. Hann var 53 cm að lengd og vó 3.695 g. Foreldrar hans eru Hafliði Sigurðarson og Sigurbjörg Jóna...
Meira
Enski gamanleikarinn og grínistinn með meiru, John Cleese, sem gerði garðinn frægan með Monty Python-genginu fyrir margt löngu, sagði í viðtali fyrir tveimur árum að útilokað væri að hann myndi starfa fyrir breska ríkisútvarpið, BBC.
Meira
Otto fæddist á Siglufirði 13.4. 1937: „Ég man nú reyndar ekkert eftir mér á Siglufirði því fjölskyldan flutti til Noregs haustið 1939 og við vorum nýkomin þangað þegar stríðið skall á.
Meira
Geipi - í orðum eins og geipistór og geipiverð er áhersluforliður og gegnir svipuðu hlutverki og feiki - og geysi -, að magna upp seinni hluta orðs.
Meira
Erla Bil, umhverfisstjóri Garðabæjar, á tvo syni, eina dóttur, tengdabörn og fjögur barnabörn og er því forrík að eigin sögn. Hún hefur starfað hjá Garðabæ í þrjá áratugi, lengst af garðyrkjustjóri en síðari árin umhverfisstjóri.
Meira
Guðmundur Rúnar Júlíusson, hljómlistarmaður og útgefandi, fæddist í Keflavík 13.4. 1945 og átti þar heima alla tíð. Hann hefði ekki viljað að hér stæði að hann hefði átt heima í Reykjanesbæ.
Meira
Skírdagur 85 ára Auður Björnsdóttir Rósa Magnúsdóttir 80 ára Birgir Rafn Gunnarsson Gyða Huld Björnsdóttir Ottó David Tynes Stefán Jónsson Þórir Friðriksson 75 ára Guðjón Guðmundsson Guðrún St. Sigurbjörnsdóttir Helgi Ólafsson Kristín H.
Meira
Þá er Víkverji kominn í langþráð páskafrí. Einhvers staðar var sagt að jólin væru hátíð barnanna, en Víkverji heldur að páskarnir séu nú alveg ágætlega spennandi fyrir börnin líka, í það minnsta þau sem borða súkkulaði.
Meira
13. apríl 1844 Jón Sigurðsson var kosinn á þing í fyrsta sinn, á kjörfundi sem haldinn var í kirkjunni á Ísafirði. Hann hlaut 50 atkvæði af 52. Alþingi kom saman 1. júlí 1845 og var Jón yngstur þingmanna, 34 ára.
Meira
1. deild karla Umspil, oddaleikur: Valur – Hamar 109:62 *Valur sigraði 3:2 og fylgir Hetti upp í úrvalsdeildina. Grikkland B-deild: Iraklis – AEL Larissa 71:65 • Sigurður Gunnar Þorsteinsson skoraði eitt stig fyrir AEL.
Meira
Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, er að komast af stað eftir að hafa verið frá vegna meiðsla undanfarnar vikur og misst af undirbúningstímabilinu hjá Portland Thorns. Keppni í bandarísku atvinnumannadeildinni hefst um helgina.
Meira
Enginn er óhultur þegar hryðjuverkaógnin er annars vegar. Það höfum við séð á áþreifanlegan hátt undanfarna daga, vikur og mánuði. Grannar okkar og vinir í Svíþjóð fengu að kynnast því á dögunum.
Meira
Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Mónakó og Real Madrid standa vel að vígi eftir góða útisigra í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í gærkvöld. Leicester á hins vegar ágæta möguleika eftir nauman ósigur gegn Atlético Madrid á Spáni.
Meira
Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðsfyrirliði í handknattleik, er orðinn næstmarkahæsti leikmaður þýsku 1. deildarinnar eftir að hann skoraði 11 mörk fyrir Rhein-Neckar Löwen gegn Gummersbach í gærkvöld.
Meira
Hörður Axel Vilhjálmsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, fór af landi brott í gærmorgun, strax eftir að Keflavík féll út gegn KR í undanúrslitaeinvígi liðanna í fyrrakvöld.
Meira
Á Selfossi Guðmundur Karl sport@mbl.is Leikur Selfoss og Aftureldingar á Selfossi í gærkvöldi var ekki fyrir hjartveika. Spennan í lokin var gríðarleg, en Afturelding náði að knýja fram framlengingu þegar tvær sekúndur voru eftir.
Meira
Olísdeild karla 8 liða úrslit, annar leikur: Selfoss – Afturelding (frl.) 31:33 *Afturelding sigraði 2:0 og mætir FH í undanúrslitum. Valur – ÍBV 31:27 *Staðan er jöfn 1:1.
Meira
Fótbolti Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Arsenal-goðsögnin Tony Adams var í vikunni kynnt sem nýr þjálfari Sverris Inga Ingasonar og félaga í spænska knattspyrnuliðinu Granada. Liðið er í afar erfiðum málum í spænsku 1.
Meira
Valdís Þóra Jónsdóttir, kylfingur úr Leyni Akranesi, hefur í dag leik á öðru móti sínu á Evrópumótaröðinni í golfi. Mótið nefnist Lalla Meryem og er leikið í Marokkó, landinu þar sem Valdís tryggði sér sæti á Evrópumótaröðinni með glæsibrag í desember.
Meira
Á Hlíðarenda Kristján Jónsson kris@mbl.is Öll sex meistaraflokkslið Vals í boltagreinunum eiga nú heima í efstu deild eftir að karlalið félagsins í körfubolta vann sér sæti í úrvalsdeildinni í gærkvöldi.
Meira
Á Hlíðarenda Ívar Benediktsson iben@mbl.is Valsmenn sýndu dug og þor gegn ÍBV í annarri viðureign liðanna í 8 liða úrslitum Íslandsmóts karla í handknattleik á heimavelli í gærkvöld.
Meira
Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Karolina Engine heldur utan um hópfjármögnunarsíður og notar viðskiptagreind til að bæta herferðirnar. Unnið að tilraun í samvinnu við finnska forsætisráðuneytið þar sem hópfjármögnun er notuð til að færa ákvarðanatöku nær borgurunum.
Meira
Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Skaginn 3X hefur þróað vinnslu- og kælitækni sem færir afköst og gæði upp á annað stig. Ingólfur Árnason segir nýtt ævintýri framundan í vinnslu bolfisks og lax. Markið er sett á að eitt skip geti afgreitt 100 tonn að afla niður í lest á einum sólarhring.
Meira
Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Hugmyndir aðstandenda Klíníkurinnar um að byggja upp heilbrigðisþjónustu með þjónustusamningi við ríkið voru af hinu góða.
Meira
Græjan Það er ekki auðlifað í þessum heimi. Stundum gerist það til dæmis að kaffið í bollanum verður of kalt. Þeir sem eru við það að láta kalda kaffið buga sig ættu að skoða Jül-snjallkönnuna.
Meira
Haraldur segir að eigandi fyrirtækisins hafi oftar en einu sinni sýnt í verki hve mjög honum er umhugað um íslensku starfsemina og Ísland almennt.
Meira
Á fundi Íslandsbanka og Samtaka atvinnulífsins á Hilton Reykjavík Nordica á dögunum var rætt um ýmis mál er snúa að jafnrétti á vinnumarkaði. Meðal annars var rætt um hverju kynjakvótar hefðu skilað og hvort kynbundinn launamunur væri enn við lýði.
Meira
Tryggingar Kólfur, félag að stærstum hluta í eigu Gríms Sæmundsen, forstjóra Bláa lónsins, birtist í liðinni viku á lista yfir 20 stærstu hluthafa TM, en það er komið með um 1% hlut í tryggingafélaginu.
Meira
Fjármálastöðugleiki Vaxandi spennu gætir í hagkerfinu, sem einkum kemur fram á húsnæðis- og vinnumarkaði. Húsnæðisverð hefur hækkað hratt og er raunvirði þess nánast jafn hátt og rétt fyrir fjármálaáfallið haustið 2008.
Meira
Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Í opinberum rekstri þarf að velta við hverjum steini í hagræðingarskyni og þurfa stjórnmálamenn og stjórnendur sífellt að hafa í huga að hver eydd króna kemur úr vasa skattgreiðenda, segir bæjarstjóri Hafnarfjarðar.
Meira
Jón Þórisson Stefán E. Stefánsson Lífeyrissjóðir telja sig hafa orðið fyrir verulegu tjóni vegna háttsemi Kaupþings í viðræðum um hlut í Arion banka og vilja bætur.
Meira
Koníaksþambarar ættu að panta flöskuna sína af Paradis Impérial hið bráðasta. Louis Vuitton Moët Hennessy, sem framleiðir þennan 3.000 dollara drykk, varaði við því á þriðjudag að vegna mikillar eftirspurnar gæti orðið vart við koníaksskort á þessu ári.
Meira
Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Þegar Björn Bergmann Sigurðarson skoraði fyrra mark Íslands gegn Kósóvo í undankeppni HM í fótbolta í mars sl. tóku ýmsir eftir auglýsingu frá stórfyrirtækinu Würth sem birtist með áberandi hætti á ljósaskiltum vallarins.
Meira
Costco ákveður opnunardag Sólning lækkar verð um allt að 40% Verðið lengi verið „út úr kortinu“ Upplifi ekki landið sem Disney-garð Þrjú íslensk fyrirtæki vaxa...
Meira
Kóði Einar Oddsson hefur hafið störf hjá Kóða sem framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar fyrirtækisins. Einar starfaði síðast sem verðbréfamiðlari hjá Íslenskum verðbréfum og áður sem framkvæmdastjóri og annar stofnenda Questor.
Meira
Eftir Robin Wigglesworth Borið hefur á vaxandi tilhneigingu fjárfesta til þess að sækja ávöxtun með skortstöðu gagnvart markaðssveiflum, sem að mati sérfræðinga gætu magnað sveiflur stórkostlega þegar þar að kemur.
Meira
Réttarstaðan nú er að skattskylda myndast við nýtingu kaupréttar en skattlagningu er frestað þar til viðkomandi starfsmaður selur þau hlutabréf sem keypt voru á grundvelli kaupréttarsamnings.
Meira
Eignastýring Stefnir, stærsta sjóðafyrirtæki landsins, hefur gert 5,7 milljóna króna sátt við Fjármálaeftirlitið(FME) vegna brota á lögum um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði. Þetta kemur fram í gagnsæistilkynningu frá FME.
Meira
Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Nýtt 18 herbergja „boutique“ hótel á Laugavegi 28, annað 50 herbergja á Laugavegi 55 og stækkun hótelsins á Nesjavöllum er meðal verkefna ION Hotel.
Meira
Eftir Andrew Hill Myndskeið sem sýnir farþega dreginn með valdi úr flugvél hefur farið sem eldur í sinu um heimsbyggðina og þykja viðbrögð United Continental ekki hafa orðið til þess að auka hróður flugfélagsins.
Meira
Vefsíðan Einn galli við að þurfa að mæta til vinnu í glerfínum jakkafötum eða dragt, og vandlega straujaðri skyrtu, er að reglulega þarf að senda vinnufatnaðinn í hreinsun.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.