Í síðustu viku fór heildarafli á strandveiðum sumarsins yfir níu þúsund tonn, en sjávarútvegsráðherra ákvað í byrjun mánaðarins að auka aflaheimildir um 560 tonn og verða þær 9.760 tonn á vertíðinni.
Meira
„Við hlökkum til að koma saman að nýju og byrja,“ segir Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis og formaður forsætisnefndar þingsins, en nú stendur yfir tveggja daga sumarfundur nefndarinnar.
Meira
Minnst átján erlendir ferðamenn létust í hryðjuverkaárás sem framin var á tyrkneskum veitingastað í Búrkína Fasó á sunnudagskvöld. Tólf eru særðir. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni, en grunur er um að íslamskir öfgamenn hafi framið hana.
Meira
Hljómsveitin Key to the Highway, sem stofnuð var í tengslum við Eric Clapton félag Borgarfjarðar, heldur tónleika fimmtudagskvöldið 17. ágúst kl. 20.30 í félagsheimilinu Brún í Bæjarsveit.
Meira
Háskólinn á Akureyri stóð fyrir sveppaskoðunarferð um Kjarnaskóg á laugardag. Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir, sveppafræðingur hjá Náttúrustofnun Íslands, leiddi ferðina, en í ágústmánuði mynda margir sveppir aldin og framleiða og dreifa gróum sínum.
Meira
Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Donald Trump Bandaríkjaforseti fordæmdi í gær rasisma og sagði þjóðernissamtökin Ku Klux Klan og nýnasista andstyggileg í sjónvarpsávarpi frá Hvíta húsinu.
Meira
Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Ulla Schjørring ætlaði ekki að eignast börn. Henni fannst fylgja þeim of mikill hávaði. Fyrir 27 árum hitti hún eiginmann sinn, Helga Þór Steingrímsson, sem var á þeim tíma ekkert farinn að hugsa um barneignir.
Meira
Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Samkvæmt upplýsingum frá Fangelsismálastofnun bíða nú 560 dómþolar eftir að vera boðaðir í afplánun. Um síðustu áramót voru 550 manns á biðlistanum.
Meira
Arnar Gunnarsson bar sigur úr býtum á Borgarskákmóti sem haldið var í gær, en þar kepptu 64 keppendur sín á milli. Hlaut Arnar 6½ v. af 7. Jafnmarga vinninga var Ingvar Þór Jóhannesson með en mótsreglur tryggðu Arnari sigurinn. Í þriðja sæti með 6 v.
Meira
Hafnarfjarðarbær hefur opnað bókhald sitt fyrir almenningi og bætist þar með í hóp sveitarfélaga sem hafa gert það. Á föstudag var formlega opnað svæði á heimasíðu bæjarins þar sem fólk getur kynnt sér tekjur og gjöld sveitarfélagsins.
Meira
Brauð & Co hagnaðist um 27 milljónir króna árið 2016, en fyrirtækið opnaði fyrsta bakarí sitt við Frakkastíg um vorið það ár. Tekjurnar námu 207 milljónum króna.
Meira
Íslendingar í Kaupmannahöfn virðast tiltölulegar rólegir þrátt fyrir skotárásir glæpagengjanna í borginni. Þurý Björgvinsdóttir í utanríkisráðuneytinu segir að enginn hafi haft samband við sendiráð Íslands í borginni vegna málsins.
Meira
Héraðsdómur Reykjaness veitti í gær United Silicon heimild til greiðslustöðvunar, en fyrirtækið rekur kísilmálmverksmiðju í Helguvík. Heimildin er veitt svo að fyrirtækið geti freistað þess að ná bindandi nauðasamningi við lánardrottna sína.
Meira
Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli lagði hald á mikið af fíkniefnum á fyrstu sjö mánuðum ársins og mun meira en á sama tímabili í fyrra. Efnin fundust við tollleit á farþegum, ýmist í farangri eða innvortis.
Meira
Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndagerðarmaður hefur verið settur rektor Kvikmyndaháskóla Íslands til næstu áramóta. Hann tekur við starfinu af Hilmari Oddssyni, sem hefur látið af embætti rektors eftir sjö ára starf.
Meira
Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Fulltrúaráð Varðar, félags sjálfstæðismanna í Reykjavík, mun taka lokaákvörðun um hvernig prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík verður háttað.
Meira
Fyrsta lundapysja sumarsins fannst í Vestmannaeyjum á laugardagskvöld. Á heimasíðu Sæheima segir að hún hafi verið smá og dúnuð. Pysjan vó einungis 134 grömm, en meðalþyngd pysjanna í fyrra var um 270 grömm.
Meira
Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Eftir að Axel Helgason, formaður Landssambands smábátaeigenda og skipstjóri á Sunnu Rós SH, hafði mokfiskað á sunnudag og tvíhlaðið bát sinn var rólegt yfir makrílveiðum minni báta við Keflavík í gær.
Meira
Ólöf Ragnarsdóttir olofr@mbl.is Eric Clapton félag Borgarfjarðar var óformlega stofnað á fimmtugsafmæli Claptons, 30. mars 1995. Hljómsveit á vegum félagsins heldur tónleika á fimmtudagskvöld.
Meira
Fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson kom til landsins í gær eftir frækilegan leiðangur sem skilaði honum upp á næsthæsta fjall heims, K2, og einnig tinda fjallanna Lhotse og Broad Peak.
Meira
Minnst 312 manns eru látnir eftir að aurskriða féll skammt frá Freetown, höfuðborg Síerra Leóne, í gærmorgun. Um tvö þúsund eru fastir inni á heimilum sínum. Búist er við að tala látinna muni hækka. Flóð eru tíð í Freetown, en borgin er mjög þéttbýl.
Meira
Íslenskar getraunir hafa breytt verðskrá sinni sökum verðbreytinga. Ákveðið hefur verið að hækka verð á getraunaröðinni úr 11 krónum í 12 krónur.
Meira
Mikil endurnýjun verður í forystu Kennarasambands Íslands í komandi kosningum fyrir þing KÍ sem haldið verður í apríl á næsta ári en bæði formaður og varaformaður KÍ hafa nú lýst yfir að þau gefi ekki kost á sér til endurkjörs.
Meira
Hæstiréttur staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjaness yfir tveimur erlendum karlmönnum vegna innflutnings á tæplega þremur kílóum af MDMA til landsins.
Meira
Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Forysta BHM átti fyrir helgina fund með fjármála- og efnahagsráðherra um stöðu mála vegna endurnýjunar kjarasamninganna við ríkið, sem taka við þegar úrskurður gerðardóms í máli BHM-félaga rennur út í lok þessa mánaðar.
Meira
„Við hörmum atvikið mjög, hugur okkar er fyrst og fremst hjá ættingjum og vinum unga mannsins sem nú er fallinn frá,“ segir Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum, um atburð þegar ungur maður féll fyrir eigin hendi...
Meira
Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Nefndarmenn stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis eru bundnir þagnarskyldu er varðar upplýsingar um hverjir gáfu meðmæli sín fyrir því að Robert Downey fengi uppreist æru.
Meira
Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Fangelsið á Hólmsheiði, sem hefur rými fyrir 56 fanga, hefur ekki verið rekið á fullum afköstum frá því að það var tekið í notkun fyrir níu mánuðum, eða 15. nóvember sl.
Meira
Frost mældist á 13 af 107 veðurstöðvum í byggð aðfaranótt sunnudagsins. Ámóta hátt hefur hlutfallið sjaldan orðið síðan rekstur sjálfvirka stöðvakerfisins hófst 1997 að sögn Trausta Jónssonar veðurfræðings.
Meira
Á dráttarvél við Slakka Þær Fjóla Hlín og Margrét Ragna skemmtu sér konunglega við að „aka“ gamalli dráttarvél sem er fyrir utan Dýragarðinn Slakka í Laugarási í...
Meira
Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Hlutabréf á Wall Street hækkuðu við opnun markaða í gær og er talið að minni spenna milli Bandaríkjamanna og Norður-Kóreumanna hafi haft þau áhrif. Einnig hækkuðu bréf á mörkuðum í Evrópu og í Asíu í gær.
Meira
Erlendi ferðamaðurinn sem lést í svifvængjaslysi við Reynisfjöru í Mýrdal á sunnudagskvöld hét David Frederick McCord og var þekktur undir viðurnefninu „Grampa Dave“, eða Dave afi.
Meira
Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Hin sænska Kim Wall er enn ófundin, en hennar hefur verið saknað frá fimmtudegi í síðustu viku. Tók hún sér þá far með kafbátnum UC3 Nautilus í því skyni að fjalla um hann í starfi sínu sem blaðamaður.
Meira
Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Flestir skólar landsins hafa verið settir eða verða settir á næstu vikum. Margir leikskólar hafa nú þegar verið settir og mun stærstur hluti grunnskóla hefja kennslu snemma í næstu viku.
Meira
Skólastarf er að hefjast um land allt. Af þeim sökum er víða handagangur í öskjunni, meðal annars þar sem nemendur birgja sig upp af bókum, ritföngum og öðru því sem tilheyrir skólastarfinu.
Meira
Guðni Einarsson gudni@mbl.is Borholan í Surtsey var orðin 108 metra djúp í gærmorgun og komin um 50 metra niður fyrir sjávarmál. Fyrstu 80 metrarnir af borkjarna voru fluttir til Heimaeyjar á sunnudaginn var.
Meira
„Fólk er seinna af stað í ár, en við reiknum með að salan verði svipuð og síðustu ár,“ segir Vilhjálmur Sturla Eiríksson, framkvæmdastjóri sölusviðs hjá A4, um sölu skiptibóka og ritfanga nú þegar skólavertíðin er hafin.
Meira
Tveir hafa tilkynnt framboð til formennsku í Sambandi ungra sjálfstæðismanna (SUS), þeir Ingvar Smári Birgisson og Ísak Einar Rúnarsson. Nýr formaður verður kjörinn á 44. þingi sambandsins sem haldið verður á Eskifirði dagana 8.-10.
Meira
Verið er að vinna úr umsókn og að gerð starfsleyfistillögu vegna umsóknar sem barst Umhverfisstofnun um leit að verðmætum í flaki þýska skipsins Minden sem sökk 24. júní árið 1939 og liggur á hafsbotni suðaustur af Íslandi.
Meira
Dómsmálaráðuneytið birti í gær yfirlit yfir refsilagabrot allra þeirra sem sótt hafa um uppreist æru árin 1995 til 2017. Frá árinu 1995 hafa 32 einstaklingar fengið uppreist æru.
Meira
Vísindamenn við Óslóarháskóla telja að greining á erfðaefni fornra þorskbeina, sem fundust í Heiðabæ í Norður-Þýskalandi, bendi til þess að víkingar hafi stundað utanlandsviðskipti með skreið, þ.e. þurrkaðan þorsk, frá Lofoten í Norður-Noregi. Dr.
Meira
Ánægja er með árangur og hvernig til tókst með framkvæmd og umgjörð Heimsmeistaramóts íslenska hestsins sem haldið var í Oirschot í Hollandi í síðustu viku.
Meira
Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Íslendingar náðu bestum árangri allra liða á heimsmeistaramóti íslenska hestsins sem haldið var í Oirschot í Hollandi í síðustu viku og lauk um helgina.
Meira
Warmland er ný hljómsveit og samstarfsverkefni þeirra Arnars Guðjónssonar og Hrafns Thoroddsen. Þeir eru báðir betur þekktir fyrir störf sín í öðrum hljómsveitum, Arnar í Leaves og Hrafn í Ensími.
Meira
Þorgrímur Kári Snævarr thorgrimur@mbl.is Berjadagar í Ólafsfirði byrja á fimmtudaginn næstkomandi og er þetta í nítjánda skipti sem dagarnir eru haldnir hátíðlegir. Um er að ræða tónlistarhátíð sem stendur í þrjá daga, frá 17. til 19. ágúst.
Meira
Kvikmyndin Vetrarbræður eftir íslenska leikstjórann Hlyn Pálmason lauk nýlega þátttöku sinni á tveimur kvikmyndahátíðum og náði frábærum árangri.
Meira
Hrollvekjan Annabelle: Creation er sú kvikmynd bíóhúsanna sem mestum miðasölutekjum skilaði um nýliðna helgi, eða rúmum fimm milljónum króna. Í henni segir af reimleikum þar sem hryllileg dúkka kemur m.a. við sögu.
Meira
Þorgerður Anna Gunnarsdóttir thorgerdur@mbl.is „Hópurinn kom fyrst saman fyrir meistaranámskeið hjá Paul Phoenix sem var meðlimur í King's Singers í tvo áratugi,“ segir Böðvar Ingi H.
Meira
Greint er frá því á vef Kvikmyndaskóla Íslands að í sumar hafi verið unnið að endurskipulagningu á kennsluskipulagi skólans með það fyrir augum að skerpa á sérgreinakennslu og bæta þjónustu við nemendur.
Meira
Bandaríski leikarinn Bill Murray komst í fréttir í síðustu viku fyrir að hafa sótt leiksýningu á Broadway sem byggist á einni af hans þekktustu gamanmyndum, Groundhog Day, eða Dagur múrmeldýrsins.
Meira
40 daga gjörningur um tilvistarkreppu ungrar konu á okkar dögum, Sókrates særður fram, sögur hælisleitenda, leikrit um ástina, tengsl fantasíu og heimsins og bók um dansspor fyrir ómögulega líkama og svo dansverk eru viðfangsefni sex listamanna sem eru...
Meira
Bandaríski kvikmyndaleikarinn Tom Cruise er m.a. þekktur af því að vilja leika sjálfur í hasaratriðum kvikmynda sinna og því fylgir eðlilega nokkur áhætta.
Meira
1. Notaðu tannþráð . Þegar ég var yngri var ég ekki nógu duglegur að nota tannþráð. Það kom í bakið á mér seinna, með tilheyrandi kostnaði og pínu. 2. Borðaðu gulrætur.
Meira
Eftir Þóri Stephensen: "Það er í raun furðulegt, hve mikið rask borgaryfirvöld og aðrir hafa komist upp með á undanförnum áratugum í vígðum friðarreit."
Meira
Eftir Kristínu Hálfdánsdóttur: "Ekkert skiptir okkur íbúa norðanverðra Vestfjarða meira máli og nauðsynlegt að sveitarstjórnarmenn leggist á árarnar og rói lífróður með laxeldi."
Meira
Eftir Guðjón Ármann Eyjólfsson: "Saga þessar merkustu útihátíðar landsins í dag er fróðleg, en þar hafa haldist í hendur fornar og nýjar hefðir og gera vonandi enn."
Meira
Ásbjörn Andrason fæddist í Reykjavík 4. desember 1962. Hann andaðist eftir erfið veikindi á Hvidovre-spítalanum í Kaupmannahöfn 20. júlí 2017. Foreldrar hans voru Andri Sigurður Jónsson, f. 4. október 1934, d. 14.
MeiraKaupa minningabók
Guðjón Róbert Ágústsson fæddist í Reykjavík 11. september 1948. Hann lést 28. júlí 2017. Guðjón Róbert var jarðsunginn 9. ágúst 2017.
MeiraKaupa minningabók
Guðlaug Hólmfríður Jónsdóttir fæddist í Grýtubakkahreppi 25. maí 1945. Hún lést á dvalarheimilinu Hlíð fimmtudaginn 10. ágúst. Foreldrar hennar voru Jón Guðlaugsson og Hólmfríður Rósa Árnadóttir. Guðlaug var einkabarn.
MeiraKaupa minningabók
Þuríður Þórarinsdóttir fæddist í Reykjavík 10. mars 1932. Hún lést að Sólvangi 26. júlí 2017. Hún var dóttir hjónanna Ingibjargar Guðmundsdóttir húsmóður f. 4.1. 1900, d. 20.6. 1989, og eiginmanns hennar, Þórarins Magnússonar skósmiðs, f. 29.3. 1895, d.
MeiraKaupa minningabók
Baksvið Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Brauð & Co hagnaðist um 27 milljónir króna árið 2016, en fyrirtækið opnaði fyrsta bakarí sitt við Frakkastíg um vorið það ár. Tekjurnar námu 207 milljónum króna.
Meira
Papco, eini pappírsframleiðandi landsins, hefur sagt upp heilli vakt í verksmiðju sinni, eða sex manns, vegna samdráttar í sölu sem rakin er beint til opnunar stórverslunar Costco hér á landi.
Meira
Tæknifyrirtækið Vivaldi Technologies , sem er til húsa í frumkvöðlasetrinu Innovation House á Eiðistorgi, hefur sent frá sér nýja útgáfu af Vivaldi-vafranum, útgáfu númer 1.11.
Meira
Hjónin Ulla Schjørring og Helgi Þór Steingrímsson hafa í mörg horn að líta. Það þarf skipulag en á sama tíma æðruleysi til þess að ala upp 10 börn. Ulla ætlaði aldrei að eignast börn en það breyttist.
Meira
Ferðafélag Íslands efnir í samstarfi við Rathlaupafélagið Heklu til rathlaupaleiks við Reynisvatn síðdegis í dag, þriðjudaginn 15. ágúst. Leikurinn er sannkölluð fjölskylduskemmtun með ýmiss konar skemmtilegum og lærdómsríkum þrautum.
Meira
Í tengslum við hina árlegu Lindy Hop-sveifludanshátíð Arctic Lindy Exchange 2017 verða haldnir tveir dansleikir með djasshljómsveitinni Hrafnasparkí í Edinborgarhúsinu á Ísafirði í dag og á morgun, 15. og 16. ágúst.
Meira
„Ég hef ekki prófað annað og mér finnst eðlilegt að alast upp í stórum systkinahóp,“ segir Daney Ísbjörg sem er elst af systkinunum. „Það var helst þegar ég var táningur sem mér fannst of mikill hávaði.
Meira
Stefán Karl Stefánsson er laus við krabbameinið eftir að hafa glímt við óværuna um nokkurt skeið. Leikarinn kíkti í spjall til Svala og Svavars og ræddi m.a. um baráttu sína við meinið og leiksýningu sem hann tekur þátt í á næstunni.
Meira
30 ára Daníel ólst upp í Reykjavík, býr á Selfossi og stundar flugnám. Foreldrar: Linda Jóhannesdóttir, f. 1968, hárgreiðslumeistari, og uppeldisfaðir, Björgvin Emilsson, f. 1963, hárskeri, en saman reka þau hársnyrtistofu Österby á Selfossi.
Meira
Hrönn Baldursdóttir, jógakennari, leiðsögumaður og náms- og starfsráðgjafi, á 50 ára afmæli í dag. Hún stofnaði í sumar Þín leið ehf. sem byggir á blöndu af gönguferðum og jóga, en hún hefur verið með slíkar gönguferðir í nokkur ár.
Meira
Garðabær Birkir Jaki fæddist 26. apríl 2017 klukkan 11.45 á Landspítalanum í Reykjavík. Hann vó 3.025 g og var 50 cm langur. Foreldrar hans eru Ólafur Th. Viðarsson og Sunna Lind Jónsdóttir...
Meira
Guðmundur Sophusson fæddist í Reykjavík 15.8. 1947 og ólst upp í Mávahlíðinni en þar höfðu foreldrar hans og Jón í Matardeildinni, faðir Jóhannesar í Bónus og Esterar, byggt hús.
Meira
Á laugardögum er ævinlega gáta eftir sama höfund í Vísnahorni og á laugardaginn þakkaði Helgi Seljan fyrir sig: Góðar þykja mér gátur þínar Guðmundur Arnfinnsson. Erfiðar sumar, en anzi fínar, alltaf á nýjum von.
Meira
Matthías Bjarnason fæddist á Ísafirði 15.8. 1921. Foreldrar hans voru Bjarni Bjarnason sjómaður, síðar vegaverkstjóri, og k.h. Auður Jóhannesdóttir húsfreyja.
Meira
Málvöndunarfólk verður jafnan skelfingu lostið er það sér mann „drjúpa höfði“. Breytir þá litlu hver myndin er: „hún drýpur höfði“, „ég draup höfði“ eða „við drupum höfði“.
Meira
30 ára Ólafur ólst upp í Garðabæ, býr í Garðabæ, lauk atvinnuflugmannsprófi frá Flugskóla Íslands og er flugmaður hjá Icelandair. Maki: Sunna Lind Jónsdóttir, f. 1988, flugfreyja og í flugmannsnámi. Börn: Birkir Jaki Th. Ólafsson, f. 2017.
Meira
30 ára Ólöf Rut ólst upp í Reykjavík og Kópavogi, býr í Reykjavík, lauk BA-prófi í vöruhönnun frá LHÍ og starfar hjá Hönnunarmiðstöð Íslands. Systkini: Stefán Örn, f. 1992, og Rebekka Rut, f. 1999. Foreldrar: Stefán Arnarson, f.
Meira
85 ára Árni Gunnlaugsson Margrét Jónsdóttir 80 ára Hákon Sigurgrímsson Hermann Sigurðsson 75 ára Björn Pálsson Díana B. Valtýsdóttir Kristín Thorarensen Páll Helgason 70 ára Alfreð Dan Þórarinsson Friðgeir Þráinn Jóhannesson Guðmundur Sophusson Jón J.
Meira
Víkverji reis upp úr sófanum á sunnudag og skellti sér í bíltúr með betri helmingnum. Ákveðið var að fara út úr bænum og elta sólargeislana. Þeir virtust brjótast helst fram yfir Hvalfirði og ákveðið var að fara í smá hringferð.
Meira
Á þessum degi árið 1969 hófst tónlistarhátíðin Woodstock. Hátíðin var haldin á 600 hektara bóndabýli rétt fyrir utan New York og mættu yfir 400 þúsund gestir.
Meira
15. ágúst 1816 Hið íslenska bókmenntafélag var stofnað til að „viðhalda hinni íslensku tungu og bókaskrift og þar með menntun og heiðri þjóðarinnar“. Félagið gefur út Skírni, elsta tímarit á Norðurlöndum, en það hefur komið út síðan 1827....
Meira
0:1 Þórður Þorsteinn Þórðarson 51. skoraði með hnitmiðuðu skoti í fjærhornið eftir vandræðagang í vörn Grindavíkur. 1:1 Andri Rúnar Bjarnason 64. skoraði úr vítaspyrnu með föstu skoti í vinstra hornið. 1:2 Garðar Gunnlaugsson 68.
Meira
1:0 Aron Bjarnason 3. með góðu skoti úr teignum eftir stungusendingu Arnþórs Ara. 1:1 Geoffrey Castillion 13. sneri Þórð Steinar af sér og skoraði í fjærhornið. 1:2 Geoffrey Castillion 70. af stuttu færi úr teignum eftir hornspyrnu.
Meira
1:0 Ásgeir Sigurgeirsson 41. Komst einn gegn Haraldi og sendi boltann í fjærhornið. 1:1 Jósef Kristinn Jósefsson 85. Hnoðaði boltanum yfir línuna eftir baráttu við Rajko og Callum. Gul spjöld: Emil Lyng (KA) 36.
Meira
Frjálsar Kristín María Þorsteinsdóttir kristinmaria@mbl.is Fótfráasti maður sögunnar, Usain Bolt, lagði skóna á hilluna eftir heimsmeistaramótið í frjálsum íþróttum um helgina.
Meira
Ég keppti á Íslandsmóti golfklúbba í fyrstu deild kvenna á Garðavelli um helgina. Þetta var í fimmta skipti sem ég tók þátt, en fyrsta skiptið var einmitt á Skaganum í skelfilegu veðri.
Meira
Í Grindavík Kristófer Kristjánsson sport@mbl.is Það var blásið til veislu á Grindavíkurvelli í gær er Grindavík sneri taflinu við í tvígang og vann 3:2 sigur á ÍA í 15. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu.
Meira
Mikið gekk á í leikjum gærkvöldsins í Pepsí-deild karla í knattspyrnu og höfðu dómararnir í leikjunum fjórum í nægu að snúast. Rauða spjaldið fór fjórum sinnum á loft í þremur leikjum.
Meira
Guðný Árnadóttir hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við knattspyrnudeild FH. Guðný er aðeins 17 ára gömul en hefur þrátt fyrir það verið mikilvægur hlekkur í liði FH í þrjú ár.
Meira
Fótbolti Pétur Hreinsson Sindri Sverrisson Knattspyrnumaðurinn Aron Jóhannsson vonast til að finna sér nýtt félag til að spila fyrir áður en lokað verður fyrir félagskipti í bestu deildum Evrópu um mánaðamótin. Aron er með samning við þýska 1.
Meira
HM U19 karla Leikið í Georgíu: Þýskaland – Ísland 27:28 Japan – Alsír 29:21 Georgía – Síle 24:29 *Lokastaða í riðlinum: Ísland 10 stig, Þýskaland 8, Japan 6, Síle 2, Georgía 2, Alsír 2.
Meira
Akureyrarvöllur, Pepsi-deild karla, 15. umferð, mánudag 14. ágúst 2017. Skilyrði : Sól, norðan gola og 15 °C hiti. Grasvöllurinn lítur vel út. Skot : KA 7 (4) – Stjarnan 14 (6). Horn : KA 3 – Stjarnan 8. KA: (4-3-3) Mark : Srdjan Rajkovic.
Meira
Í Kópavogi Andri Yrkill Valsson yrkill@mbl.is Það er óhætt að segja að viðureign Breiðabliks og Víkings R. í 15. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu hafi verið fjörug á Kópavogsvelli í gær.
Meira
Samtök íslenskra ólympíufara buðu til kaffisamsætis í húsakynnum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands gær í tilefni afmælisáranna frá þátttöku Íslands á Ólympíuleikum 1952, 1972, 1992, 2002 og 2012.
Meira
Á Akureyri Einar Sigtryggsson sport@mbl.is KA og Stjarnan mættust á Akureyri í Pepsi-deild karla í gærkvöldi. Bæði lið urðu að hirða öll stigin til að koma sér á betri stað og var því hart barist.
Meira
Í Vesturbæ Hjörvar Ólafsson hjorvaro@mbl.is Það var nokkuð augljóst að þjálfarateymi KR og Vals höfðu legið vel og lengi yfir leikaðferð hvor annars fyrir leik liðanna í 15. umferð efstu deildar karla í knattspyrnu, Pepsi-deildarinnar, í gærkvöldi.
Meira
Stærsta bílasýning heims á þessu ári fer fram í Frankfurt í Þýskalandi í næsta mánuði. Er það í 67. sinn sem til sýningarinnar er efnt þar í borg. Hún verður opin almenningi 16. til 24. september.
Meira
Bílaumboðið Askja hefur fengið til sölu hinn ástsæla G-Class jeppa frá Mercedes-Benz í sérstakri „Professional“-útgáfu sem er um margt frábrugðin hefðbundnum eintökum af þessum sögulega bíl.
Meira
Þessi stórbrotni árfarvegur er stórkostlega fallegur og fyrir þá sem setja ekki fyrir sig að vaða svolítið – stundum ökkladjúpt vatn, stundum upp að hnjám – má mæla með því að ganga inn í gilið, og vaða þar eins og þarf, yfir ána og tilbaka.
Meira
Fyrsta stopp var við fallegan foss sem aðgengilegur er þegar beygt er af Þjóðvegi 1 og til vinstri inn Þórsmerkurveg. Hér er ekki átt við Seljalandsfoss, heldur hinn dulmagnaða nágranna hans, Gljúfrabúa.
Meira
Þessi tími ársins er töfrum líkastur í Jökulsárlóni, það er að segja þegar haldin er þar hin árlega flugeldasýning sem Björgunarfélag Hornafjarðar stendur að í samstarfi við Ríki Vatnajökuls.
Meira
Í síðustu viku sagði Morgunblaðið frá því að margar bílaleigur hefðu offjárfest þetta sumarið og sætu sumar uppi með bíla sem hefðu staðið óhreyfðir í allt sumar.
Meira
Bandaríski rafbílasmiðurinn Tesla hóf um síðustu mánaðamót að afhenda kaupendum fyrstu raðsmíðuðu eintökin af bílnum Model 3, sem lýst er sem bíl fjöldans.
Meira
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.