Greinar mánudaginn 4. september 2017

Fréttir

4. september 2017 | Innlendar fréttir | 154 orð | 1 mynd

Allt ferlið verði skoðað

Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, ætlar í næstu viku að leggja fram beiðni um að Alþingi feli Ríkisendurskoðun að gera úttekt á því hvernig staðið var að ákvörðunum um starfsleyfi fyrir kísilver United Silicon í Helguvík,... Meira
4. september 2017 | Innlendar fréttir | 189 orð | 1 mynd

Allt undir sama þakinu

Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, tók í gær fyrstu skóflustungu að nýju hátæknivöruhúsi sem rísa mun að Korngörðum 3 í Sundahöfn. Það er Dalsnes ehf. sem byggir húsnæðið og mun það meðal annars hýsa starfsemi Innnes ehf. og fleiri fyrirtækja. Meira
4. september 2017 | Innlendar fréttir | 84 orð | 1 mynd

Á annan tug sagt upp störfum hjá Kynnisferðum

Á milli tíu og tuttugu starfsmönnum rútufyrirtækisins Kynnisferða var sagt upp um mánaðamótin. Kristján Daníelsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, segir hækkandi launakostnað, aukna gjaldtöku og hægari straum ferðamanna vera helstu ástæður uppsagnanna. Meira
4. september 2017 | Innlendar fréttir | 337 orð | 1 mynd

„Í öllum litum regnbogans“

Elín Margrét Böðvarsdóttir elinm@mbl.is „Þegar ég var barn hérna í gamla daga fóru börnin bara sjálf í sunnudagaskóla, löbbuðu eða voru keyrð og þetta var einhvern veginn allt öðruvísi. Meira
4. september 2017 | Innlendar fréttir | 360 orð

Bentu ríkinu á mögulega töf

Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, segir löggjöf um útboð meingallaða, en Framkvæmdasýsla ríkisins ákvað að fengnu lögfræðiáliti að hönnun viðbyggingar hjúkrunarheimilis í Boðaþingi í Kópavogi skyldi boðin út. Meira
4. september 2017 | Innlendar fréttir | 68 orð

Bjarni hitti Juha Sipilä

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra átti í gær óformlegan fund með Juha Sipilä, forsætisráðherra Finnlands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Meira
4. september 2017 | Innlendar fréttir | 125 orð | 1 mynd

Búast við mikilli fjölgun íbúa á Akranesi og vilja ný sjávarútvegsfyrirtæki í bæinn

„Við gerum ráð fyrir verulegri fjölgun íbúa á næstunni og höfum á blaði 1.000 manns á þremur árum,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi. Á Skaganum stendur nú yfir undirbúningur á þremur reitum hvar reisa á íbúðarhúsnæði. Meira
4. september 2017 | Innlendar fréttir | 608 orð | 1 mynd

Dugnaður er dyggð

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Aðstæður hér á Akranesi hafa breyst mikið á undanförnum árum og stundum hratt. Eitt er að geta brugðist við, en mér finnst ekki síður mikilvægt að rýna í framtíðina og hugsanlegar sviðsmyndir. Meira
4. september 2017 | Innlendar fréttir | 31 orð | 1 mynd

Eggert

Ekki abbast upp á mig Þessi miðbæjarköttur horfði með fyrirlitningarsvip á mannfólkið þar sem hann var að þvælast um bæinn um helgina, kannski að leita að öðrum köttum til að... Meira
4. september 2017 | Erlendar fréttir | 86 orð | 1 mynd

Ekkert hæft í ásökunum forsetans

Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur staðfest að ekkert hafi fundist né komið fram sem staðfesti ásakanir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að Barack Obama, þáverandi forseti, hafi látið hlera bygginguna þar sem Trump bjó, Trump Tower í New York. Meira
4. september 2017 | Innlendar fréttir | 192 orð | 1 mynd

Ekki ekið lengur um lengstu brúna

Umferð var hleypt á nýja brú yfir Morsá á miðvikudaginn og er þá ekki lengur ekið yfir Skeiðarárbrú. Skeiðarárbrú var lengsta brú landsins, 880 metrar að lengd. Meira
4. september 2017 | Innlendar fréttir | 215 orð | 1 mynd

Fjöldi hugmynda um framtíð St. Jósefsspítala

Arnar Þór Ingólfsson athi@mbl.is „Þetta var mjög vel heppnað. Það mættu mjög margir. Við giskum á að það hafi jafnvel verið yfir 700 manns sem komu. Meira
4. september 2017 | Innlendar fréttir | 355 orð | 2 myndir

Flokkur fólksins höfði til óánægðra

Arnar Þór Ingólfsson athi@mbl.is Þjóðarpúls Gallup, sem gerður var 31. ágúst, sýnir aukið fylgi við Flokk fólksins, sem mælist nú með 10,6% fylgi á landsvísu. Flokkurinn fengi sjö þingmenn kjörna ef gengið yrði til alþingiskosninga nú. Meira
4. september 2017 | Innlendar fréttir | 75 orð

Flokkur fólksins tekið við af Pírötum

Prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri telur mögulegt að Flokkur fólksins undir forystu Ingu Sæland hafi tekið við af Pírötum að einhverju leyti sem farvegur fyrir óánægða kjósendur. Meira
4. september 2017 | Innlendar fréttir | 204 orð

Fordæmir tilraunina

Elín Margrét Böðvarsdóttir elinm@mbl. Meira
4. september 2017 | Innlendar fréttir | 657 orð | 1 mynd

Foreldrar í stanslausum reddingum

Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is „Ég hef rosalega litla trú á því að þetta leysist. Þetta er ekki spennandi starf fyrir fólk að sækja um því þetta er svo illa borgað,“ segir Harpa Sigmarsdóttir, móðir barns í 2. Meira
4. september 2017 | Innlendar fréttir | 164 orð | 1 mynd

Fyrsta skóflustungan tekin

Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar hélt um helgina 500. fund sinn með því að hefja framkvæmdir við hjólastíg sem tengir sveitarfélagið við Akureyri. Meira
4. september 2017 | Innlendar fréttir | 80 orð | 1 mynd

Gekk berserksgang í Skeifunni

Lögreglunni barst tilkynning skömmu fyrir miðnætti á laugardaginn um mann sem gekk berserksgang bæði á veitingastað og í verslunum í Skeifunni. Auk þess að vinna skemmdir á veitingastaðnum er maðurinn grunaður um þjófnað. Meira
4. september 2017 | Innlendar fréttir | 152 orð | 1 mynd

Gleðin allsráðandi á Ljósanæturhátíð

Ljósanótt fór fram í Reykjanesbæ um helgina. Þar var margt um manninn og fjöldi viðburða af ýmsu tagi. Meira
4. september 2017 | Innlendar fréttir | 84 orð | 1 mynd

Gyða Dröfn kjörin formaður UVG

Gyða Dröfn Hjaltadóttir var í gær kjörin formaður Ungra vinstri grænna á landsfundi ungliðahreyfingarinnar sem fram fór í Grundarfirði um helgina. Þá var Valgerður Bláklukka Fjölnisdóttir kjörin varaformaður hreyfingarinnar. Meira
4. september 2017 | Innlendar fréttir | 167 orð | 1 mynd

Halldór Auðar stígur til hliðar

Halldór Auðar Svansson, borgarfulltrúi Pírata í Reykjavík, ætlar ekki að gefa kost á sér til áframhaldandi setu í borgarstjórn á næsta kjörtímabili. Þetta tilkynnti hann í gær. Meira
4. september 2017 | Innlendar fréttir | 48 orð

Hver er hann?

• Sævar Freyr Þráinsson er Skagamaður í húð og hár, fæddur árið 1971. Viðskiptafræðingur að mennt og starfaði lengi hjá Símanum, síðast sem forstjóri. Seinna forstjóri 365. Tók við starfi bæjarstjóra á Akranesi í mars á þessu ári. Meira
4. september 2017 | Innlendar fréttir | 89 orð | 1 mynd

Höfundakvöld með Sørine Steenholdt

Norræna húsið heldur höfundakvöld með Sørine Steenholdt annað kvöld kl. 19.30. Steenholdt fæddist í Paamiut á S-Grænlandi 1986. Eftir menntaskóla flutti hún til Nuuk til að læra tungumál, bókmenntir og fjölmiðlafræði við háskólann. Meira
4. september 2017 | Innlendar fréttir | 142 orð | 1 mynd

Jóhann tapaði fyrir Navara

Jóhann Hjartarson, stórmeistari í skák, tapaði fyrir Tékkanum David Navara í 128 manna úrslitum á heimsbikarmótinu í skák í gær. Meira
4. september 2017 | Innlendar fréttir | 55 orð | 1 mynd

Kanadískur ísbrjótur í Reykjavíkurhöfn

Við Faxagarð í Reykjavíkurhöfn liggur nú kanadískur ísbrjótur sem ber nafnið Pierre Radisson. Ísbrjóturinn er eitt þeirra erlendu skipa sem taka munu þátt í alþjóðlegu leitar- og björgunaræfingunni Arctic Guardian 2017 í næstu viku. Meira
4. september 2017 | Innlendar fréttir | 132 orð

Klifraði upp á svalir og sofnaði

Tilkynnt var til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um mann sem svæfi ölvunarsvefni á svölum íbúar í miðborginni rúmlega sex í gærmorgun. Ekki er ljóst hvernig maðurinn komst upp á svalirnar. Var hann vakinn af lögreglu og ekið til síns heima. Meira
4. september 2017 | Erlendar fréttir | 112 orð

Látin kona fékk ellilífeyri í tvo áratugi

Ellilífeyrir bandarískrar konu var lagður inn á reikning hennar í tæplega tuttugu ár eftir andlát hennar, þar sem borgaryfirvöld höfðu ekki hugmynd um að hún væri látin fyrr en í júní í fyrra. Meira
4. september 2017 | Innlendar fréttir | 48 orð | 1 mynd

Lífguðu upp á lúna fætur í Suðurá

Öllum er hollt að komast reglulega í návígi við náttúruna. Þessir kátu krakkar, Bríet, Emma og Ásgeir, óðu í Suðurá í Mosfellsdal í gær og skoðuðu sig um. Meira
4. september 2017 | Erlendar fréttir | 191 orð | 1 mynd

Merkel vill slíta viðræðum Tyrkja

Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Angela Merkel, kanslari Þýskalands, mun leita til stjórnmálaleiðtoga Evrópusambandsríkjanna og biðja þá um að slíta viðræðum við Tyrkland um aðild að sambandinu. Meira
4. september 2017 | Innlendar fréttir | 106 orð | 1 mynd

Milli ára með veiðiheimildir

Áhrifa tveggja mánaða verkfalls sjómanna á liðnum vetri sér stað nú í byrjun fiskveiðiárs með því að útgerðarmönnum er heimilt að flytja 30% botnfisktegunda milli ára í stað 15%. Meira
4. september 2017 | Innlendar fréttir | 263 orð | 1 mynd

Nær sannarlega til landsins alls

Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Þrjátíu ára afmæli Háskólans á Akureyri var fagnað í gær, með hátíðardagskrá fyrir hádegi og opnu húsi síðar um daginn. Skólinn hóf starfsemi 5. Meira
4. september 2017 | Innlendar fréttir | 267 orð | 1 mynd

Réttum flýtt víða um land

Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Fyrstu fjárréttir haustsins voru haldnar um helgina, en almennt séð verða réttir víða um land fyrr en vanalega. Í Hlíðarrétt var fé dregið í dilka um hádegi, en mikið fjölmenni tók þátt. Meira
4. september 2017 | Erlendar fréttir | 449 orð | 1 mynd

Sjötta kjarnorkuvopnatilraunin

Elín Margrét Böðvarsdóttir elinm@mbl.is Norður-Kóreumenn framkvæmdu um helgina sjöttu kjarnorkuvopnatilraun sína frá árinu 2006, þegar þarlend yfirvöld sprengdu fyrstu kjarnorkusprengjuna. Meira
4. september 2017 | Innlendar fréttir | 490 orð | 2 myndir

Sólberg ÓF með tæp 10 þúsund tonn

Sviðsljós Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Það skip sem er með mest aflamark á nýju fiskveiðiári er Sólberg ÓF 1, nýr frystitogari Ramma í Fjallabyggð, sem fær 9.716 þorskígildistonn, eða 2,6% af úthlutuðum þorskígildum. Meira
4. september 2017 | Innlendar fréttir | 206 orð | 1 mynd

Taka morðmál frá 1828 upp að nýju

Síðustu aftökurnar hérlendis áttu sér stað 12. janúar árið 1830 í Vatnsdalshólum í Húnavatnssýslu. Þá voru þau Friðrik Sigurðsson og Agnes Magnúsdóttir tekin af lífi fyrir að myrða Natan Ketilsson, bónda á Illugastöðum, og Pétur Jónsson vinnumann 13. Meira
4. september 2017 | Innlendar fréttir | 109 orð | 1 mynd

Tæknibrellumeistari með erindi hjá LHÍ

Tæknibrellumeistarinn Dan Lemmon heldur erindi í Listaháskóla Íslands, Þverholti 11, í dag, mánudag, kl. 12.15. Fyrr á árinu hlaut Lemmon Óskarsverðlaun fyrir tæknibrellur sínar í kvikmyndinni The Jungle Book, en hann hefur m.a. Meira
4. september 2017 | Innlendar fréttir | 196 orð

Úrbæturnar taka vikur eða mánuði

Arnar Þór Ingólfsson athi@mbl.is Óvíst er hversu langan tíma það tekur fyrir United Silicon að gera úrbætur á kísilveri sínu í Helguvík. Meira
4. september 2017 | Innlendar fréttir | 102 orð | 1 mynd

Vandræðaástand vegna skorts á starfsmönnum á frístundaheimilum borgarinnar

Fjöldi grunnskólabarna í Reykjavík er enn ekki kominn með pláss á frístundaheimilum vegna starfsmannaskorts. Eru börnin og foreldrar þeirra í vandræðum vegna þessa. Meira
4. september 2017 | Innlendar fréttir | 108 orð | 1 mynd

Vikulegir fjölskyldumorgnar

Sunnudagaskólinn hófst í Hallgrímskirkju í gær, en þangað mættu um 20 börn í fylgd foreldra eða annarra aðstandenda. Krakkarnir lærðu nýtt lag sunnudagaskólans og léku helgisöguna þar sem Jesús segir: „Leyfið börnunum að koma til mín. Meira
4. september 2017 | Innlendar fréttir | 375 orð | 1 mynd

Vilja auka samstarf landanna

Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Ársfundur Vestnorræna ráðsins, samstarfsráðs þjóðþinga Íslands, Færeyja og Grænlands, fór fram í Alþingishúsinu fyrir helgi. Meira
4. september 2017 | Innlendar fréttir | 73 orð | 1 mynd

Votir ferðalangar þolinmóðir á Þingvöllum

Þingvellir eru ein af dýrmætustu náttúruperlum Íslands og tugir þúsunda ferðamanna koma í þjóðgarðinn á ári hverju til að virða fyrir sér stórbrotna náttúru. Meira
4. september 2017 | Innlendar fréttir | 388 orð | 1 mynd

Þakkar guði fyrir að ekki varð tjón á fólki

Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl. Meira

Ritstjórnargreinar

4. september 2017 | Staksteinar | 196 orð | 2 myndir

Ábyrgð Dags á óförunum er mikil

Kjartan Magnússon borgarfulltrúi skrifaði um Orkuveituhúsið og benti á að á núvirði hefði það kostað 11 milljarða króna þegar það var tekið í notkun árið 2003. Meira
4. september 2017 | Leiðarar | 295 orð

Ekkert bólar á þíðunni

Samskiptum Rússlands og Bandaríkjanna hrakar enn Meira
4. september 2017 | Leiðarar | 277 orð

Stefnubreytingar þörf

Borgaryfirvöld verða að taka þjónustu við borgarana fram yfir gæluverkefnin Meira

Menning

4. september 2017 | Tónlist | 153 orð | 1 mynd

73 ný atriði bætast við Iceland Airwaves

Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves hefur sent frá sér lokatilkynningu um þau atriði sem verða á dagskrá hátíðarinnar sem haldin verður í Reykjavík dagana 1.-5. nóvember, og einnig á Akureyri í tvo daga. Nú hafa 73 ný atriði bæst við dagskrána. Meira
4. september 2017 | Myndlist | 330 orð

Hugmyndir að sýningu óskast

Það er ekki létt verk að skipuleggja starfsemi húss eins og Hafnarborgar. Meira
4. september 2017 | Tónlist | 330 orð | 3 myndir

Sex konur taka þátt í tónsmiðju

Þorgrímur Kári Snævarr thorgrimur@mbl.is Tónsmiðja sex tónlistarkvenna verður opnuð í Stykkishólmi á vegum KÍTÓN, Kvenna í tónlist í dag, mánudag, og stendur opin til 9. september. Meira
4. september 2017 | Myndlist | 54 orð | 4 myndir

Útkomu bókarinnar Útisýningarnar á Skólavörðuholti 1967-1972 var fagnað...

Útkomu bókarinnar Útisýningarnar á Skólavörðuholti 1967-1972 var fagnað í Ásmundarsal við Freyjugötu á laugardag. Höfundar bókarinnar eru þær Inga Ragnarsdóttir myndlistarmaður og Kristín G. Meira
4. september 2017 | Myndlist | 953 orð | 2 myndir

Öflugt menningarlíf á við gott íþróttafélag

Viðtal Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Það er erfitt að ímynda sér hvernig Hafnarfjörður væri ef Hafnarborg vantaði. Meira

Umræðan

4. september 2017 | Aðsent efni | 850 orð | 1 mynd

Áróður gegn landbúnaði

Eftir Jónas Egilsson: "Það er óútskýrt af hverju hamast er gegn framleiðslu á sennilega heilnæmasta kjöti sem völ er á." Meira
4. september 2017 | Aðsent efni | 525 orð | 1 mynd

Hópslys – blóðug og óblóðug

Eftir Birgi Guðjónsson: "Með því að fjögur stærstu hópslysin sem hér hafa orðið frá 1963 hafa verið án meiðsla væri kannski ráð að æfa annað en viðbrögð við „járnbrautarslysi“." Meira
4. september 2017 | Aðsent efni | 554 orð | 1 mynd

Hugleiðingar um bætt umferðaröryggi

Eftir Ómar G. Jónsson: "Síðan er það einn þáttur sem dregið hefur verið verulega úr vegna fjárskorts, en það er öflugt vegaeftirlit lögreglu. Slíkt eftirlit skapar mikið aðhald." Meira
4. september 2017 | Pistlar | 474 orð | 1 mynd

Myndin sem enginn mátti sjá

Það var nokkuð mögnuð sjón þegar ég reyndi að sækja fyrirlestur norðurkóreska flóttamannsins Yeonmi Park í síðasta mánuði, hve mikill og almennur áhugi var á honum. Meira
4. september 2017 | Aðsent efni | 764 orð | 1 mynd

Sjávarfang í hnattrænu samhengi

Eftir Arnljót Bjarka Bergsson: "Sá auður sem höfin geyma er ótæmandi með ábyrgri sjálfbærri nýtingu." Meira

Minningargreinar

4. september 2017 | Minningargreinar | 2569 orð | 1 mynd

Agnes Guðnadóttir

Agnes Guðnadóttir fæddist á Akureyri 11. maí 1952. Hún lést á heimili sínu, Skálatúni 10, Akureyri, 22. ágúst 2017. Foreldrar Agnesar: Guðni Friðriksson, f. 31.3. 1920, og Anna Bergþórsdóttir, f. 17.6. 1925, þau eru bæði látin. Meira  Kaupa minningabók
4. september 2017 | Minningargreinar | 259 orð | 1 mynd

Gunnhildur Ásgeirsdóttir

Gunnhildur Ásgeirsdóttir fæddist 14. janúar 1948. Hún lést 25. ágúst 2017. Útför Gunnhildar fór fram 1. september 2017. Meira  Kaupa minningabók
4. september 2017 | Minningargreinar | 280 orð | 1 mynd

Jón Hilmar Runólfsson

Jón Hilmar Runólfsson, fæddist í Reykjavík 13. október 1933. Hann lést 19. ágúst 2017. Útför Jóns Hilmars fór fram 29. ágúst 2017. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

4. september 2017 | Viðskiptafréttir | 165 orð

Activity Stream valið íslenskur sproti ársins

Úrslit Íslandshluta norrænu frumkvöðlakeppninnar Nordic Startup Awards voru kynnt á föstudag. Voru veitt verðlaun í þrettán flokkum og munu sigurvegararnir í hverjum flokki keppa um norrænu sprotaverðlaunin í Stokkhólmi 18. október. Meira
4. september 2017 | Viðskiptafréttir | 238 orð | 1 mynd

Bitcoin gægist örstutt yfir 5.000 dala markið

Rafmyntin bitcoin hækkaði töluvert á föstudag og fór rétt yfir 5.000 dala markið á miðnætti, aðfaranótt laugardags. Er þetta enn eitt metið sem bitcoin slær á þessu ári, en Morgunblaðið sagði frá því um miðjan ágúst þegar rafræni gjaldmiðillinn rauf 4. Meira
4. september 2017 | Viðskiptafréttir | 203 orð | 1 mynd

Davis segir fréttir af Brexit-greiðslu „þvælu“

Brexit-ráðherrann David Davis segir ekkert til í þeim fréttum að Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hyggist samþykkja allt að 50 milljarða punda útgöngugreiðslu til Evrópusambandsins. Meira
4. september 2017 | Viðskiptafréttir | 257 orð | 2 myndir

Öðruvísi stjóri hjá Uber

Seint í síðustu viku var tilkynnt að stjórn skutlþjónustunnar Uber hefði valið fyrirtækinu nýjan forstjóra. Dara Khosrowshahi mun setjast í forstjórastólinn sem Travis Kalanick, stofnandi Uber, steig upp úr um miðjan júní. Meira

Daglegt líf

4. september 2017 | Daglegt líf | 1058 orð | 3 myndir

Erfiðast að vakna

Á leikskólanum Ökrum í Garðabæ eru börnin ófeimin að tjá sig. Blaðamaður Morgunblaðsins fékk fjórar stúlkur og tvo stráka í viðtal um daglegt líf á skrifstofunni eins og börnin kölluðu viðtalsherbergið með mikilli lotningu. Meira
4. september 2017 | Daglegt líf | 68 orð | 1 mynd

Heimþrá á Þjóðminjasafninu

Ljósmyndarinn Inga Lísa Middleton sem búsett er í Bretlandi sýnir á Vegg í Þjóðminjasafni Íslands myndir frá heimalandinu, Íslandi. Sýningin heitir Hugsað heim. Hún vísar til viðfangsefnis myndanna og draumkennds blæs sem einkennir þær. Meira
4. september 2017 | Daglegt líf | 123 orð | 1 mynd

Listakonan Kamma notar ull, fiskroð og mosa í listaverk

Listamaður septembermánaðar á bókasafni Garðabæjar er Kamma Níelsdóttir Dalsgaard. Listamaður mánaðarins er samstarfsverkefni milli bókasafns Garðabæjar og Grósku, félags myndlistarmanna í Garðabæ. Kamma sýnir þæfð ullar- og leðurverk auk... Meira
4. september 2017 | Daglegt líf | 244 orð | 1 mynd

Lífpólitík og hjónabönd á Írlandi

Fyrirlestur Anne Mulhall frá University College Dublin, Lífpólitík og hjónaband á Írlandi: þjóðaratkvæðagreiðsla um samkynja hjónabönd og það sem fylgdi í kjölfarið (e. Meira
4. september 2017 | Daglegt líf | 114 orð | 1 mynd

Spennandi þingkosningar

Þingkosningar fara fram í Noregi mánudaginn 11. september. Í tilefni þess verður efnt til hádegisfundar um kosningarnar og norsk stjórnmál í Norræna húsinu, í dag, mánudaginn 4. september, kl. 12. Meira
4. september 2017 | Daglegt líf | 204 orð | 1 mynd

Þakklæti getur haft áhrif á svefn

Í heimspeki og trúarbrögðum er þakklæti í hávegum haft. Nýlegar rannsóknir benda til þess að þakklæti hafi í för með sér umtalsverð jákvæð áhrif á andlegt og líkamlegt heilbrigði. Meira

Fastir þættir

4. september 2017 | Fastir þættir | 161 orð | 1 mynd

1. d4 f5 2. c4 Rf6 3. Rf3 e6 4. g3 d5 5. Bg2 c6 6. 0-0 Bd6 7. b3 0-0 8...

1. d4 f5 2. c4 Rf6 3. Rf3 e6 4. g3 d5 5. Bg2 c6 6. 0-0 Bd6 7. b3 0-0 8. Bb2 Bd7 9. Dc2 Be8 10. e3 Rbd7 11. Rbd2 Rg4 12. a3 Df6 13. b4 Dh6 14. Db3 g5 15. Hfe1 Rdf6 16. h3 Rxf2 17. Kxf2 Re4+ 18. Ke2 g4 19. hxg4 fxg4 20. Rxe4 gxf3+ 21. Bxf3 dxe4 22. Meira
4. september 2017 | Í dag | 100 orð | 2 myndir

6.30 til 9 Svali&Svavar bera ábyrgð á því að koma þér réttum megin...

6.30 til 9 Svali&Svavar bera ábyrgð á því að koma þér réttum megin framúr á morgnana. 9 til 12 Siggi Gunnars tekur seinni morgunvaktina, frábær tónlist, leikir og almenn gleði. Meira
4. september 2017 | Í dag | 327 orð

Af Norðlingaholti, skyr eða jógúrt

Í síðustu viku birti Sigrún Haraldsdóttir gullfallega mynd á fésbókarsíðu sinni sem hún tók af stéttinni heima hjá sér, en hún býr í jaðrinum á Norðlingaholti. Þar sér yfir Rauðhólana til Vífilsfells í suðri. Meira
4. september 2017 | Í dag | 177 orð | 1 mynd

Agatha sér í gegnum alla

Poldark er snúinn aftur á skjáinn. Loksins loksins! Dramatískari en nokkru sinni fyrr. Fjölskyldurnar í Trenwith og Nampara talast ekki lengur við og það er ljóst að í þessari seríu mun draga verulega til tíðinda. Meira
4. september 2017 | Í dag | 89 orð | 1 mynd

Bítlasöngur tekinn upp á þessum degi

Á þessum degi árið 1968 komu Bítlarnir saman í kvikmyndaverinu í Twickenham og tóku upp kvikmyndir við lögin Hey Jude og Revolution. Kvikmyndirnar voru nokkurs konar tónlistarmyndbönd þess tíma og voru notaðar í kynningarskyni. Meira
4. september 2017 | Í dag | 584 orð | 3 myndir

Í útgerð, fiskvinnslu, fjár-búskap og hrossarækt

Brynjar Vilmundarson fæddist í Háaskála í Ólafsfirði 4.9. 1937, um hádegisbilið, og ólst upp í Ólafsfirði. Meira
4. september 2017 | Árnað heilla | 379 orð | 1 mynd

Kristín Bragadóttir

Kristín Bragadóttir lauk BA-prófi frá Háskóla Íslands í sagnfræði, almennri bókmenntasögu og bókasafns- og upplýsingafræði 1977. Viðbótar BA-prófi í íslensku 1989 og cand.mag. prófi frá sama skóla 1992. Meira
4. september 2017 | Í dag | 56 orð

Málið

Að vera til staðar – „Enginn var til staðar þegar skriðan féll“, „Kynjamisrétti er enn til staðar hér“ – er orðið algengt í nýrri merkingu: „Takk fyrir að vera til staðar fyrir mig“, t.d. Meira
4. september 2017 | Í dag | 25 orð

Og ég segi yður: Biðjið og yður mun gefast, leitið og þér munuð finna...

Og ég segi yður: Biðjið og yður mun gefast, leitið og þér munuð finna, knýið á og fyrir yður mun upp lokið verða. (Lúk. Meira
4. september 2017 | Árnað heilla | 55 orð | 1 mynd

Rakel Guðmundsdóttir

30 ára Rakel er frá Þorlákshöfn en býr í Reykjanesbæ. Hún er grunnskólakennari í Akurskóla. Maki : Halldór Sævar Grímsson, f. 1985, nemi í Háskólabrú Keilis. Börn : Kolbrún Ásta, f. 2011, og Tómas Elí, f. 2014. Foreldrar : Guðmundur Garðarsson, f. Meira
4. september 2017 | Árnað heilla | 227 orð | 1 mynd

Sér um Menninguna í Kastljósi RÚV

Guðrún Sóley Gestsdóttir er nýr þáttastjórnandi í Menningunni í Kastljósinu á RÚV, en hún fagnar 30 ára afmæli í dag. Guðrún Sóley hefur verið í Morgunútvarpinu á Rás 2 síðastliðin þrjú ár og er þar enn en mun hætta núna í september. Meira
4. september 2017 | Árnað heilla | 207 orð

Til hamingju með daginn

90 ára Björn Þórðarson Guðrún Fjóla Björgvinsd. Hannes G. Meira
4. september 2017 | Árnað heilla | 51 orð | 1 mynd

Tryggvi Már Ingvarsson

40 ára Tryggvi Már er Reykvíkingur en býr á Akureyri. Hann er landmælingaverkfr. og deildarstj. hjá Þjóðskrá Íslands. Maki : Sigrún Vala Halldórsdóttir, f. 1988, þjóðfr. og hjúkrunarfræðinemi. Börn : Torfhildur Elva, f. Meira
4. september 2017 | Fastir þættir | 178 orð

Vandfundin vörn. A-AV Norður &spade;10864 &heart;9 ⋄ÁKD75...

Vandfundin vörn. A-AV Norður &spade;10864 &heart;9 ⋄ÁKD75 &klubs;KD4 Vestur Austur &spade;75 &spade;ÁKG32 &heart;D108532 &heart;G764 ⋄104 ⋄62 &klubs;Á87 &klubs;G6 Suður &spade;D9 &heart;ÁK ⋄G983 &klubs;109532 Suður spilar 3G dobluð. Meira
4. september 2017 | Árnað heilla | 26 orð | 1 mynd

Vinkonurnar og frænkurnar Ingibjörg Ringsted og Anna María Árnadóttir...

Vinkonurnar og frænkurnar Ingibjörg Ringsted og Anna María Árnadóttir héldu tombólu við verslun Bónuss á Akureyri. Þær söfnuðu 4.704 krónum sem þær styrktu Rauða krossinn... Meira
4. september 2017 | Í dag | 44 orð | 2 myndir

Vinsældalisti Íslands 3. september 2017

1. Friends – Justin Bieber, Bloodpop 2. Feels – Calvin Harris, Pharrell, Katy Perry, Big Sean 3. Look what you made me do – Taylor Swift 4. Despacito – Louis Fonsy, Daddy Yankee, Justin Bieber 5. Meira
4. september 2017 | Árnað heilla | 55 orð | 1 mynd

Víðir Snær Björnsson

40 ára Víðir fæddist á Akureyri og ólst upp á Sauðárkróki en býr í Kópavogi. Hann er sjálfstætt starfandi málari. Börn : Fanný Sif, f. 2005. Systkini : Linda Björk, f. 1969, og Stefán Logi, f. 1972. Foreldrar : Björn Ingólfsson, f. Meira
4. september 2017 | Fastir þættir | 311 orð

Víkverji

Á bláhimni var hvítt strik sem þokaðist sífellt í annan endann en gufaði upp í hinn. Fylgst var með flugumferðinni yfir Íslandi úr heita pottinum í Laugardalslauginni. Meira
4. september 2017 | Í dag | 114 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

4. september 1845 Jón Sigurðsson, 34 ára skjalavörður (síðar nefndur forseti), og Ingibjörg Einarsdóttir, 40 ára, voru gefin saman í hjónaband, en þau höfðu verið í festum í tólf ár. Jón og Ingibjörg létust bæði í desember 1879. 4. Meira

Íþróttir

4. september 2017 | Íþróttir | 177 orð

1:0 Alexander Ring 8. beint úr aukaspyrnu af 25 metra færi í þverslána...

1:0 Alexander Ring 8. beint úr aukaspyrnu af 25 metra færi í þverslána og inn. Óverjandi fyrir Hannes Þór Halldórsson. Gul spjöld: Lod (Finnlandi) 27. (brot), Ragnar (Íslandi) 32. (brot), Uronen (Finnlandi) 43. (brot), Aron (Íslandi) 45. Meira
4. september 2017 | Íþróttir | 342 orð | 1 mynd

2. deild kvenna Einherji – Augnablik 1:1 Völsungur &ndash...

2. deild kvenna Einherji – Augnablik 1:1 Völsungur – Álftanes 4:2 Hvíti riddarinn – Aftureld/Fram 0:6 Fjarð/Hött/Leik. Meira
4. september 2017 | Íþróttir | 124 orð | 2 myndir

Afturelding – Bækkelaget 25:26

Varmá, EHF-keppnin, 1. umferð, fyrri leikur, laugardaginn 2. september. Gangur leiksins : 3:2, 6:4, 8:6, 12:8, 13:8, 15:12 , 17:15, 18:18, 20:21, 22:24, 25:24, 25:26 . Meira
4. september 2017 | Íþróttir | 35 orð | 1 mynd

Alfreð Finnbogason

Hann var hreyfanlegur og stöðugt að leita að möguleikum í finnska vítateignum en gekk illa að komast í færi. Fékk þó eitt dauðafæri nánast gefins í fyrri hálfleik en fór þá illa að ráði... Meira
4. september 2017 | Íþróttir | 38 orð | 2 myndir

Aron Einar Gunnarsson

Fór að vanda fyrir liðinu í baráttunni á miðjunni og vann þar flest sín návígi, á jörðu og í lofti, og hélt boltanum vel. Átti þrjár ágætar marktilraunir en skaut yfir úr besta færi sínu í seinni... Meira
4. september 2017 | Íþróttir | 546 orð | 2 myndir

„Er algjörlega toppurinn“

Golf Andri Yrkill Valsson yrkill@mbl. Meira
4. september 2017 | Íþróttir | 36 orð | 1 mynd

Birkir Bjarnason

Var lengi að komast í gang og virðist enn vanta upp á fyrri styrk eftir meiðslin í vor. Vann sig þó inn í leikinn eftir því sem á leið og átti sína bestu spretti á... Meira
4. september 2017 | Íþróttir | 35 orð | 1 mynd

Birkir Már Sævarsson

Lék fyrstu 59 mínúturnar og sinnti sínu hlutverki vel fram að því og átti þokkalegan leik sem hægri bakvörður. Rúrik Gíslason kom í hans stað og bjargaði á marklínu en var síðan rekinn út... Meira
4. september 2017 | Íþróttir | 339 orð | 1 mynd

EHF-keppnin 1. umferð, fyrri leikir: Afturelding – Bækkelaget...

EHF-keppnin 1. umferð, fyrri leikir: Afturelding – Bækkelaget 25:26 Dukla Prag – FH 27:30 West Wien – Bregenz 30:28 • Ólafur Bjarki Ragnarsson skoraði 3 mörk fyrir West Wien og Viggó Kristjánsson 2. Meira
4. september 2017 | Íþróttir | 39 orð | 1 mynd

Emil Hallfreðsson

Emil náði sér aldrei fyllilega á strik á miðjunni en var þó talsvert með boltann og hélt ágætu spili. Fékk á sig aukaspyrnuna sem Finnar skoruðu úr og skaut yfir úr góðu færi. Skipt af velli á 59.... Meira
4. september 2017 | Íþróttir | 564 orð | 2 myndir

Enn er beðið eftir sigri

Í Helsinki Kristján Jónsson kris@mbl.is Eftir þrjá leiki er Ísland án sigurs í hinum sterka A-riðli Evrópumóts karla í körfuknattleik í Helsinki. Ísland tapaði fyrir Póllandi 91:61 á laugardaginn og fyrir Frakklandi 115:79 í gær. Meira
4. september 2017 | Íþróttir | 146 orð | 1 mynd

Euro 2017 A-riðill: Ísland – Pólland 61:91 Grikkland &ndash...

Euro 2017 A-riðill: Ísland – Pólland 61:91 Grikkland – Frakkland 87:95 Finnland – Slóvenía 78:81 Ísland – Frakkland 79:115 Slóvenía – Grikkland 78:72 Finnland – Pólland 90:87 e.framl. Meira
4. september 2017 | Íþróttir | 242 orð | 1 mynd

Ég hitti kollega minn í Tampere fyrir leik Íslands og Finnlands í...

Ég hitti kollega minn í Tampere fyrir leik Íslands og Finnlands í fótboltanum á laugardaginn. Sá heitir Janne og hefur skrifað lengi um íþróttir í þúsund vatna landinu og leiðir okkar hafa legið saman í nokkur skipti. Meira
4. september 2017 | Íþróttir | 588 orð | 2 myndir

Ég slökkti á símanum

Í Helsinki Víðir Sigurðsson vs@mbl.is „Ég er mjög þakklátur fyrir að geta verið hérna. Ég er orðinn heill, meiðslin eru gróin en það stóð tæpt að ég gæti yfirhöfuð spilað á þessu móti svo það er mjög gott að vera hérna. Meira
4. september 2017 | Íþróttir | 289 orð | 1 mynd

FH-ingar standa vel að vígi eftir góðan sigur í Prag

Handbolti Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is FH-ingar standa vel að vígi í viðureign sinni gegn tékkneska liðinu Dukla Prag, en félögin áttust við í fyrri rimmu liðanna í 1. umferð EHF-keppninnar í handknattleik í Prag í Tékklandi í gærkvöld. Meira
4. september 2017 | Íþróttir | 129 orð | 2 myndir

Finnland – Ísland 1:0

Tampere Stadion, undankeppni HM karla, 7. umferð, laugardag 2. september 2017. Skilyrði : Milt veður, skýjað, 14 stiga hiti og logn. Völlurinn góður. Skot : Finnland 11 (8) – Ísland 7 (3). Horn : Finnland 6 – Ísland 5. Meira
4. september 2017 | Íþróttir | 37 orð | 2 myndir

Gylfi Þór Sigurðsson

Komst hægt og rólega inn í leikinn, betur eftir að hann kom aðeins aftar á völlinn. Kom við sögu í flest skipti sem finnska vörnin var opnuð. Óheppinn í tveimur af bestu færum Íslands seint í... Meira
4. september 2017 | Íþróttir | 173 orð | 1 mynd

Hamilton tók eitt met Schumachers

Lewis Hamilton hjá Mercedes bar sigur úr býtum í ítalska kappakstrinum í Formúlu 1 í Monza í gær, en þetta var sjötti sigur hans á tímabilinu. Annar var liðsfélagi hans Valtteri Bottas. Meira
4. september 2017 | Íþróttir | 34 orð | 2 myndir

Hannes Þór Halldórsson

Gat ekkert gert við marki Finnanna. Stóð vaktina almennt vel eftir að þeir skoruðu. Greip vel inn í þegar þess þurfti og varði frábærlega á 85. mínútu eftir að Markkanen komst einn í... Meira
4. september 2017 | Íþróttir | 73 orð | 1 mynd

Heimir Hallgrímsson

Heimir hélt sig við sama byrjunarlið og vann Króatíu í júní. Hann hélt því áfram með 4-5-1 með Gylfa Þór Sigurðsson sem fremsta miðjumann. Meira
4. september 2017 | Íþróttir | 27 orð | 1 mynd

Hörður B. Magnússon

Vinnusamur í bæði sóknar- og varnarhlutverkum sem vinstri bakvörður. Kom talsvert með fram í sóknina og reyndi fyrirgjafir. Hafði fín tök á Robin Lod, hægri kantmanni... Meira
4. september 2017 | Íþróttir | 324 orð | 1 mynd

Inkasso-deild karla Þróttur R – Leiknir F 2:0 Viktor Jónsson 29...

Inkasso-deild karla Þróttur R – Leiknir F 2:0 Viktor Jónsson 29. (víti), Rafn Andri Haraldsson 52. Staðan: Keflavík 19124338:2240 Fylkir 19123439:1739 Þróttur R. 19113528:1836 Haukar 1996433:2533 HK 19110828:2633 Þór 1993729:2630 Leiknir R. Meira
4. september 2017 | Íþróttir | 128 orð | 2 myndir

Ísland – Frakkland 79:115

Hartwall Arena, Helsinki, úrslitakeppni EM karla, sunnudaginn 3. september 2017. Gangur leiksins : 0:5, 12:13, 19:18, 25:29 , 27:32, 35:48, 42:49 , 44:55, 48:64, 53:70, 56:86 , 56:92, 70:98, 79:115 . Meira
4. september 2017 | Íþróttir | 120 orð | 2 myndir

Ísland – Pólland 61:91

Hartwall Arena, Helsinki, úrslitakeppni EM karla, laugardaginn 2. september 2017. Gangur leiksins: 6:0, 10:11, 14:16 , 18:23, 24:29, 29:41 , 33:49, 33:52, 37:60 , 42:62, 49:71, 61:91 . Meira
4. september 2017 | Íþróttir | 30 orð | 1 mynd

Jóhann B. Guðmundss.

Átti nokkrar ágætar rispur á hægri kantinum en vantaði oft góða lokasendingu. Lagði upp eitt gott færi í seinni hálfleiknum en náði ekki að koma sér sjálfur í alvöru... Meira
4. september 2017 | Íþróttir | 31 orð | 1 mynd

Kári Árnason

Fín frammistaða í heildina, vann fjölmarga skallabolta og var að allan leikinn, þar sem hann kom oft með framarlega á völlinn, þrátt fyrir að vera greinilega orðinn þreyttur undir lok... Meira
4. september 2017 | Íþróttir | 22 orð | 1 mynd

KNATTSPYRNA Undankeppni U21 ára liða: Víkingsvöllur: Ísland &ndash...

KNATTSPYRNA Undankeppni U21 ára liða: Víkingsvöllur: Ísland – Albanía 17.00 Pepsi-deild kvenna: Kópavogsvöllur: Breiðablik – ÍBV 17.30 Þórsvöllur: Þór/KA – Stjarnan... Meira
4. september 2017 | Íþróttir | 309 orð | 1 mynd

Króatar rétt mörðu Kósóva

Króatar eru komnir með tveggja stiga forskot í I-riðlinum í undankeppni HM í knattspyrnu eftir sigur gegn Kósóvum á Maksimir-vellinum í Zagreb í Króatíu í gær. Liðin hófu leik á laugardagskvöldið en dómari leiksins stöðvaði leikinn á 21. Meira
4. september 2017 | Íþróttir | 236 orð | 1 mynd

Ólafía afar örugg á fimm undir

Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir spilaði samtals á fimm höggum undir pari á Cambia Portland Classic-mótinu sem er hluti af LPGA-mótaröðinni í golfi. Ólafía spilaði lokahringinn í gær og kom í hús í 39. Meira
4. september 2017 | Íþróttir | 369 orð | 2 myndir

Óþarfa tap að Varmá

Handbolti Ívar Benediktsson iben@mbl.is Aftureldingarliðið er marki undir eftir fyrri viðureign sína við norska liðið Bækkelaget í fyrstu umferð EHF-keppninnar í handknattleik karla á Varmá laugardaginn. Meira
4. september 2017 | Íþróttir | 28 orð | 1 mynd

Ragnar Sigurðsson

Skilaði sinni frammistöðu í leiknum án mikilla vandræða gegn stórum og sterkum framherja Finna. Öruggur í flestöllum sínum aðgerðum og harður í horn að taka, eins og... Meira
4. september 2017 | Íþróttir | 332 orð | 2 myndir

Sterkasta mót sem Íslendingur vinnur

Golf Kristján Jónsson kris@mbl.is Áskorendamótið í Frakklandi, Opna Gordon-mótið, er sterkasta atvinnumannamót sem íslenskur kylfingur hefur unnið, en þar stóð Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG uppi sem sigurvegari í gær. Meira
4. september 2017 | Íþróttir | 360 orð | 1 mynd

Stjörnuleikur í fyrri hálfleik dugði ekki til

Í Helsinki Karl Blöndal kbl@mbl.is Frakkar eru með eitt öflugasta liðið á Evrópumeistaramótinu í körfubolta, sem nú fer fram í fjórum löndum. Fimm leikmenn liðsins léku á liðinni leiktíð í NBA í Bandaríkjunum. Meira
4. september 2017 | Íþróttir | 187 orð | 4 myndir

*U19 ára landslið karla í knattspyrnu hrósaði 4:0 sigri gegn Wales í...

*U19 ára landslið karla í knattspyrnu hrósaði 4:0 sigri gegn Wales í vináttuleik þjóðanna í Wales á laugardaginn. Guðmundur Andri Tryggvason og Stefán Alexander Ljubicic skoruðu tvö mörk hvor fyrir íslenska liðið. Liðin eigast aftur við í Wales í dag. Meira
4. september 2017 | Íþróttir | 172 orð | 1 mynd

Vallarmet á fyrsta móti tímabilsins

Bose-mótið, fyrsta mótið á Eimskipsmótaröðinni 2017-2018 í golfi, fór fram á Jaðarsvelli á Akureyri um helgina. Eins og á nýliðnu tímabili verða mótin átta; fyrstu tvö þeirra fara fram í september 2017 og sex næsta sumar. Meira
4. september 2017 | Íþróttir | 74 orð

Varamennirnir

Rúrik Gíslason kom fyrir Birki Má Sævarsson á 59. mínútu. Braut tvisvar af sér og fékk rauða spjaldið á 76. mínútu. Björn Bergmann Sigurðarson kom fyrir Emil á 59. mínútu. Fékk strax dauðafæri en sást lítið eftir það. Meira
4. september 2017 | Íþróttir | 79 orð | 1 mynd

Viðar Örn í stað Rúriks

Viðar Örn Kjartansson, framherji ísraelska liðsins Maccabi Tel Aviv, hefur verið kallaður inn í íslenska landsliðshópinn fyrir leikinn gegn Úkraínumönnum í undankeppni HM sem fram fer á Laugardalsvellinum annað kvöld. Meira
4. september 2017 | Íþróttir | 200 orð | 1 mynd

Við erum virkilega spenntir

Andri Yrkill Valsson yrkill@mbl. Meira
4. september 2017 | Íþróttir | 467 orð | 2 myndir

Það hlaut að koma að þessu

Í Tampere Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Þegar íslenska karlalandsliðið stígur feilspor verður manni nánast orða vant. Undanfarin misseri hefur liðinu gengið allt í haginn. Meira
4. september 2017 | Íþróttir | 156 orð | 1 mynd

Þróttur á von en staða Leiknis slæm

Þróttur R. vann Leikni F., 2:0, í 19. umferð 1. deildar karla í knattspyrnu um helgina í þýðingarmiklum leik. Þeir Viktor Jónsson og Rafn Andri Haraldsson skoruðu mörkin tvö sem tryggðu að Þróttarar eru enn í baráttunni um sæti í efstu deild á næsta... Meira
4. september 2017 | Íþróttir | 393 orð

Ætlaði bara að hitta og halda honum niðri

Í Tampere Víðir Sigurðsson Axel Helgi Ívarsson Gylfi Þór Sigurðsson sagðist hafa verið viss um að hann væri að jafna metin þegar Lukás Hrádecký, markvörður Finna, varði þrumuskot hans af stuttu færi þegar uppbótartíminn var að hefjast í 1:0 tapleiknum í... Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.