Íslandsmót skákfélaga hófst í gær í Rimaskóla og stendur fram á sunnudag. Í gær hófst fyrsta deild og í dag hefjast aðrar deildir. Búist er við að bekkurinn verði þétt setinn enda munu um 350 skákmenn á öllum aldri etja kappi á mótinu.
Meira
Fyrsti fundur nýskipaðrar verðlagsnefndar búvara fór fram fyrr í vikunni. Var hann án átaka. „Allir voru sultuslakir,“ segir Arnar Árnason, formaður Landssambands kúabænda, sem sæti á í nefndinni.
Meira
Tveir erlendir karlmenn sitja nú í gæsluvarðhaldi eftir að umtalsvert magn af amfetamínvökva fannst falið í bíl þeirra í Norrænu. Efnið fannst fyrir um það bil hálfum mánuði við komu ferjunnar til Seyðisfjarðar, samkvæmt frétt frá Tollstjóra.
Meira
James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur óskað eftir nánari upplýsingum um árás vígamanna Ríkis íslams á bandaríska hermenn í Níger 4. október sl.
Meira
Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Samráðshópur um meðferð kynferðisbrota innan réttarvörslukerfisins leggur til víðtækar aðgerðir í lokadrögum að aðgerðaáætlun sem skilað hefur verið til dómsmálaráðherra, Sigríðar Andersen.
Meira
Félag um átjándu fræði er þvervísindalegt fræðafélag, stofnað 1994, og öllum opið. Markmið félagsins er að efla og kynna rannsóknir á sviði átjándu aldar fræða og skyldra efna, bæði hér á landi og erlendis, m.a. með því að halda fræðafundi.
Meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að best færi á því eftir kosningar að mynda breiða og sterka stjórn yfir miðjuna. Segir hann að flokkur sinn væri tilbúinn til þess að leiða slíka stjórn ef eftir því yrði óskað.
Meira
Agnes Bragadóttir Baldur Arnarson Mikil aukning ríkisútgjalda næstu misseri getur haft ýmar afleiðingar. Með því væri ríkið að örva hagkerfið á versta tíma í hámarki uppsveiflunnar sem myndi ógna stöðugleika og samkeppnishæfni landsins.
Meira
Alls höfðu 5.275 greitt atkvæði utan kjörfundar eða sent atkvæði sín til sýslumanns höfuðborgarsvæðisins 18. október sl., tíu dögum fyrir alþingiskosningar. Í fyrra höfðu 3.
Meira
Guðni Einarsson gudni@mbl.is Finnska landamæragæslan leysti 10. október upp smyglhring sem smyglaði fólki á milli landa. Um var að ræða skipulagða glæpastarfsemi, að sögn evrópsku löggæslustofnunarinnar Europol.
Meira
Minnst 43 afganskir hermenn féllu þegar vígasveitir talibana réðust inn í herstöð í suðurhluta landsins. Fréttaveita Reuters segir tölu látinna að öllum líkindum eiga eftir að hækka.
Meira
Sýknudómur Héraðsdóms Reykjavíkur í Chesterfield-málinu, sem einnig hefur verið nefnt CLN-málið, var ómerktur af Hæstarétti í gær og vísað aftur til héraðsdóms.
Meira
Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Aðalfundur Landssambands smábátaeigenda hófst í gær með ræðum Axels Helgasonar, formanns LS, Arnar Pálssonar framkvæmdastjóra og Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur sjávarútvegsráðherra.
Meira
Í nýrri grein sem birt var í Vísindariti Alþjóðahafrannsóknaráðsins, ICES Journal of Marine Science, er greint frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á erfðafræði Atlantshafslax. Lax í 13 Evrópulöndum var rannsakaður og notuð 14 erfðamörk. Sýnum (26.
Meira
Jacinda Ardern, formaður Verkamannaflokksins á Nýja-Sjálandi, verður næsti forsætisráðherra landsins. Er hún jafnframt yngsti einstaklingurinn til að gegna embættinu frá árinu 1856, en Ardern er 37 ára gömul.
Meira
Það hefur reynst vísindamönnum mikil ráðgáta hver uppruni hinnar tignarlegu Valþjófsstaðarhurðar í raun og veru er. Lengi var talið að hagleikskonan Randalín Filippusdóttir hefði skorið hana út um miðja 13.
Meira
Ferðafélagið einbeitir sér að ferðum fyrir Íslendinga, en lætur ferðaskrifstofur um skipulagningu á ferðum fyrir erlenda ferðamenn, til dæmis um Laugaveginn.
Meira
Sviðsljós Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Það hefði góð áhrif á stjórnmálamenninguna ef íslenskir stjórnmálaflokkar mynduðu kosningabandalög, eins og þekkjast víða, m.a. á Norðurlöndunum.
Meira
Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Stóru og ljótu kartöflurnar sem neytendur hafa fúlsað við í búðum fá nú framhaldslíf um stund, eða þangað til fólk sporðrennir þeim sem kartöfluflögum.
Meira
Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Verktakar eru að leggja lokahönd á nýtt athafna- og geymslusvæði við Húsavíkurhöfn. Er þetta lokahnykkurinn í miklum framkvæmdum sem ráðist er í vegna iðnaðaruppbyggingar á Bakka.
Meira
Guðni Einarsson gudni@mbl.is Bæjarlögmaður Akureyrarbæjar, Inga Þöll Þórgnýsdóttir, telur að misjöfn gjaldskrá eftir búsetu styðjist ekki við lög.
Meira
Meirihluti landsmanna er andvígur lögbanni sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á frekari fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media upp úr gögnum sem fengin eru frá Glitni. Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar MMR.
Meira
Verði kosningaloforð stjórnmálaflokkanna að veruleika verður lítið svigrúm fyrir skattalækkanir næstu ár. Þetta er mat Más Wolfgangs Mixa, lektors í fjármálum við Háskólann í Reykjavík.
Meira
Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Úrskurðarnefnd velferðarmála felldi úr gildi ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að skerða tekjutengd bótaréttindi ellilífeyrisþega á Íslandi vegna erlendra lífeyrissjóðsgreiðslna.
Meira
Reykjanes Geopark hefur óskað eftir afstöðu sveitarfélaga á svæðinu til hugsanlegrar gjaldtöku á ferðamannastöðum. „Við erum að kanna afstöðu sveitarfélaga til þess hvaða leiðir eigi að fara til að fjármagna uppbyggingu.
Meira
Kartöflurnar í snakkinu eru frá Seljavöllum í Hornafirði. Viðar Reynisson segir að þetta sé vannýtt hráefni sem bændur sitji uppi með. Neytendur vilji síður kaupa stórar kartöflur og þær sem eru skringilegar í laginu.
Meira
Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Fjárveitingar ríkisins til helstu stofnana á Suðurnesjum eru mun lægri en það sem þekkist í öðrum landshlutum. Þetta er meðal þess sem rætt var á opnum fundi á vegum Reykjanesbæjar í Safnahúsinu í gærkvöldi.
Meira
Rjúpnaveiðitíminn hefst föstudaginn 27. október nk. og verður leyft að veiða í alls 12 daga. Veiðidagarnir skiptast á fjórar helgar, það er föstudag, laugardag og sunnudag um síðustu helgina í október og fyrstu þrjár helgarnar í nóvember.
Meira
Stefnt er að því að ylstrandir verði búnar til við Gufunes og við Skarfaklett. Tillaga borgarstjóra þess efnis að stofnaður verði starfshópur um að kanna möguleika á því að nýta heitt umframvatn til þess var samþykkt í borgarráði í gær.
Meira
Sviðsljós Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is „Í lagasetningum og opinberum skrifum á 18. öld koma fram áhyggjur embættismanna um óhóf lægri stétta.
Meira
Páll Vilhjálmsson skrifar: Logi Bergmann gerði fyrir 12 árum ráðningarsamning við 365-miðla sem sjónvarpsmaður. Á þeim tíma var hörð samkeppni milli RÚV og Stöðvar 2 um starfsfólk.
Meira
Viðtal Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Ég held að þetta sé sjónrænasta sýningin sem ég hef gert til þessa,“ segir leikstjórinn Þorleifur Örn Arnarsson um Guð blessi Ísland sem Borgarleikhúsið frumsýnir á Stóra sviðinu í kvöld.
Meira
Greg Sestero, einn af aðalleikurum bandarísku költmyndarinnar The Room , sem þykir ein sú lélegasta í kvikmyndasögunni, mætir annað árið í röð í Bíó Paradís í kvöld og á morgun og sýnir annars vegar kvikmyndina Best F(r)iends sem hann leikur í og...
Meira
Tónlistarhátiðin Sláturtíð er haldin í áttunda sinn þessa dagana og í þetta skipti á Árbæjarsafni. Samtök listrænt ágengra tónsmiða umhverfis Reykjavík (S.L.Á.T.U.R.) standa að hátíðinni sem endranær.
Meira
Höfuð konunnar er... er yfirskrift minningardagskrár um Ingibjörgu Haraldsdóttur, ljóðskáld og þýðanda, sem lést í nóvember í fyrra, sem boðið verður upp á í Hannesarholti á morgun frá kl. 15.
Meira
Í tilefni af útgáfu Lífdaga, bókar sem inniheldur allar fimm ljóðabækur Sveinbjarnar I. Baldvinssonar auk fleiri verka og nýrra ljóða, verður dagskrá í Gunnarshúsi í dag kl. 17.
Meira
Söngleikurinn The Phantom of the Opera , Óperudraugurinn , eftir Andrew Lloyd Webber, verður frumfluttur á Íslandi í Eldborg í Hörpu 17. febrúar á næsta ári en verkið hefur ekki verið flutt áður hér á landi.
Meira
Guð blessi Ísland, sem frumsýnd verður á Stóra sviði Borgarleikhússins í kvöld, er þriðja sýningin á innan við tveimur árum sem Mikael Torfason og Þorleifur Örn Arnarsson vinna saman.
Meira
Eftir Kristin Magnússon: "„Veistu, ég bara veit það ekki ennþá. En væntanlega verður það sá sem síðast tekur til máls í sjónvarpinu fyrir kjördag.“"
Meira
Eftir Helga Hrafn Gunnarsson og Þórlaugu Ágústsdóttur: "Sveitarfélög gegna stöðugt mikilvægara hlutverki í framkvæmd á skyldum hins opinbera en geta það ekki svo vel sé nema Alþingi tryggi nægt rekstrarfé."
Meira
Eftir Svein Einarsson: "Í tilefni af umræðunum um gagnsæi, þá séu biðlistar fyrir þá sem þurfa að komast í aðgerðir birtir opinberlega á mánaðarfresti, svo að viðkomandi geti hagað lífi sínu og dauða í samræmi við þá."
Meira
Eftir Ágúst Þór Jóhannsson: "Laugardalshöllin hefur þjónað innanhússíþróttunum vel allt frá árinu 1965 en hún er barn síns tíma og hefur setið eftir."
Meira
Eftir Björn Bjarnason: "Þjóðir hafa lögmætra hagsmuna að gæta. Beri þjóð ekki gæfu til að kjósa þá til forystu sem vilja taka gæslu þeirra að sér lendir hún í ógöngum."
Meira
Eftir Björgvin Guðmundsson: "Kominn er tími á að bæta kjör þessara aðila það myndarlega að þeir finni fyrir breytingunni og geti lifað með reisn í framhaldinu."
Meira
Tryggingagjaldið sem fyrirtæki landsins greiða skilar ríkissjóði tugum milljarða króna árlega. Þetta er afar umdeildur skattur, ekki síst þar sem hann leggst misþungt á fyrirtæki og þyngst á þau fyrirtæki sem eru með hátt hlutfall launakostnaðar.
Meira
Lára Gunnarsdóttir fæddist 17. júní 1916, að Botnastöðum í Svartárdal, A-Hún, og ólst þar upp. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð 4. október 2017. Foreldrar Láru voru Ingibjörg Lárusdóttir, f. 19.9. 1883, d. 30.6. 1977, og Gunnar Jónsson, bóndi, f.
MeiraKaupa minningabók
Pernille Guðrún Bremnes fæddist á Búlandsnesi í S-Múlasýslu 1. september 1930. Hún lést á Landspítalanum 26. september 2017. Foreldrar hennar voru Svanborg Ingvarsdóttir húsfreyja frá Akureyri, f. 1896, d.
MeiraKaupa minningabók
Sigurður Hólm Þorsteinsson, málarameistari, fæddist í Reykjavík 28. janúar 1935. Hann lést á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund 10. október 2017. Foreldrar hans voru hjónin Margrét Sigríður Magnúsdóttir, f. 25. nóvember 1909, d. 27.
MeiraKaupa minningabók
Sigurður Heiðar Þorsteinsson fæddist 14. júní 1934. Hann lést 11. október 2017. Foreldrar hans voru Halldóra S. Ingimundardóttir, f. 19. maí 1896, d. 23. nóvember 1967, og Þorsteinn Sigurðsson, f. 1. mars 1901, d. 7.
MeiraKaupa minningabók
Stefán Bjarnason fæddist 18. janúar 1917 á Sauðárkróki. Hann lést 11. október 2017 á Dvalarheimilinu Höfða. Hann var yngstur fimm systkina en systkini hans voru Ólöf Jóhannesdóttir húsmóðir, f. 1902, d.
MeiraKaupa minningabók
Steinunn Bergsdóttir fæddist 22. september 1937 á Hofi í Öræfum. Hún lést 11. október 2017 á Landspítalanum við Hringbraut. Foreldrar hennar voru Guðmundur Bergur Þorsteinsson bóndi og kona hans Pála Jónína Pálsdóttir. Systkini Steinunnar eru: Sigrún,...
MeiraKaupa minningabók
Valgerður Ármannsdóttir fæddist í Gerðarkoti í Ölfusi 2. nóvember 1927. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Eir 8. október 2017. Foreldrar hennar voru Ásta Bjarnadóttir frá Gerði í Innri-Akraneshreppi, f. 20.7. 1907, d. 7.11.
MeiraKaupa minningabók
Þórunn Sigurfinnsdóttir klæðskeri fæddist á Bergsstöðum í Árnessýslu 22. júní 1920. Hún lést á dvalarheimilinu Hrafnistu í Reykjavík 9. október 2017. Foreldrar hennar voru Sigurfinnur Sveinsson, f. á Rauðafelli undir Eyjafjöllum 12.12. 1884, d. 31.3.
MeiraKaupa minningabók
Félög í leigustarfsemi á höfuðborgarsvæðinu hafa samkvæmt þinglýstum kaupsamningum greitt hærra fermetraverð fyrir íbúðir en einstaklingar alla ársfjórðunga síðan haustið 2014. Munar þar að jafnaði 25 þúsund krónum á fermetra á núverandi verðlagi.
Meira
Baksvið Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Lífeyrissjóður verslunarmanna (LV) hefur hækkað vexti á óverðtryggðum sjóðfélagalánum í 6,09% en fyrir breytingu voru þeir 5,72%.
Meira
Vísindamenn telja líklegt að á næstu 10 til 20 árum verði komin byggð á tunglið. Ekki í hefðbundnum skilningi heldur meira í ætt við samfélag vísinda- og tæknimanna. Þetta kemur fram á vefmiðlinum phys.
Meira
Í bókinni Leitin að klaustrunum varpar Steinunn Kristjánsdóttir fornleifafræðingur fram þeirri kenningu að Valþjófsstaðarhurðin, einn merkasti forngripur Íslendinga, hafi í raun upphaflega verið hurðin að klaustrinu að Keldum á Rangárvöllum.
Meira
Í nýrri bók sem Steinunn Kristjánsdóttir, prófessor í fornleifafræði við Háskóla Íslands og Þjóðminjasafnið, hefur ritað, bregður hún ljósi á sögu klausturhalds á Íslandi.
Meira
Í bókinni Þjóðminjar lýsir Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður myndmáli Valþjófsstaðarhurðarinnar svo: „Á efri myndfletinum er þekkt miðaldasaga í þremur þáttum. Neðst sést riddari á hesti sínum og flýgur veiðihaukur með honum.
Meira
Aðeins hafa varðveist tvö helgiskrín frá kaþólskum tíma hérlendis. Þau eru eins, og er annað þeirra varðveitt á Þjóðminjasafninu og hitt á systursafni þess í Danmörku.
Meira
Nú er lag fyrir þá sem kunna að meta góðmetið svið, sem og fyrir þá sem kunna að meta skemmtilegan félagsskap, því sviðaveisla verður haldin í Sauðfjársetrinu á Ströndum í Sævangi á morgun, laugardag 21. október.
Meira
Helgi R. Einarsson veltir því hér fyrir sér sem hann kallar „síðari tíma vanda“: Ekki' undan „ábyrgð“ sér víkja er atkvæði þjóðar sér sníkja. Ef þau síðan fá og þingsetu ná má loforðin síðar meir svíkja.
Meira
40 ára Berglind ólst upp á Seyðisfirði, býr í Hafnarfirði, hefur verið í fiskverkun, sinnt umönnun, bakað pítsur og unnið á Kárahnjúkum. Systkini: Anna Dísa, f. 1975, og Grétar Valur, f. 1982. Foreldrar: Friðrik Max, f. 1942, d.
Meira
Einar Gunnarsson málarameistari er 85 ára í dag. Hann fæddist á Skólavörðustíg 27 og ólst þar upp. Hann gekk í Austurbæjarskólann og æfði frjálsar íþróttir með ÍR á Melavelli. Einar var dugnaðarforkur til vinnu og starfaði m.a.
Meira
40 ára Haukur býr á Selfossi, lauk sveinsprófi í húsasmíði og rekur Toyotaumboðið þar. Maki: Ragnhildur Loftsdóttir, f. 1974, fjármálastjóri. Synir: Dagur Orri, f. 2005, og Loftur Breki, f. 2009 Foreldrar: Þuríður Bjarnadóttir, f. 1942, fyrrv.
Meira
Hákon Ari Heimisson , Grétar Smári Samúelsson og Tómas Elí Vilhelmsson söfnuðu dóti og héldu tombólu í Neista á Ísafirði. Þeir söfnuðu 2.518 kr. sem þeir færðu Rauða krossi Íslands að...
Meira
40 ára Ingibjörn ólst upp á Sauðárkróki, býr í Auðsholti í Hrunamannahreppi, lauk stúdentsprófi frá FNV og er bóndi í Auðsholti. Maki: Harpa Vignisdóttir, f. 1982, bóndi. Börn: Vignir, f. 2004; Rebekka, f. 2007, og Hilmir, f. 2009.
Meira
Söngkonan Jess Glynne fagnar 28 ára afmæli í dag. Hún fæddist 20. október árið 1989 í Hampstead í Norður-London og hlaut skírnarnafnið Jessica Hannah Glynne.
Meira
Jóhannes fæddist í Reykjavík 20.10. 1937. Foreldrar hans voru Helgi Jóhannesson, loftskeytamaður í Reykjavík, og k.h., Dagmar Árnadóttir. Helgi var sonur Jóhannesar Lárusar Lynge Jóhannssonar, prests á Kvennabrekku í Dölum, og s.k.h.
Meira
Eiturhressir tónlistarmenn mættu í viðtal til Sigga Gunnars á K100 í gærmorgun en það voru Emmsjé Gauti og Keli trommari í Agent Fresco. Það var sannkölluð jólastemning hjá strákunum enda ætla þeir að blása til jólatónleika 21. og 22. desember nk.
Meira
Ófá orð eru til í tveimur kynjum. Smíði í merkingunni smíðaður gripur , þekkist bæði í kvenkyni , hún, smíðin , og hvorugkyni , það, smíðið . Eins er um smásmíði í merkingunni lítill hlutur .
Meira
90 ára Sigríður Loftsdóttir 85 ára Einar Gunnarsson Erlingur K. Ævarr Jónsson Eymundur Lúthersson Kristinn Magnússon Marinó Óskarsson 80 ára Stefán Magnússon Þóroddur Vilhjálmsson 75 ára Grétar K. Ingimundarson Katrín E. Sigurðardóttir Lucy W.
Meira
Dimm nóttin tók á móti Víkverja dagsins þegar hann fór síðast í millilandaflug frá Íslandi. Farið var með Wow air en morgunvélar þess félags fara frá Keflavík klukkan 6. Líklega geta morgunhressustu menn meira að segja samþykkt að það er býsna snemmt.
Meira
Einar Ásgeir Sæmundsen fæddist í Reykjavík 20.10. 1967, ólst upp í Kaupmannahöfn til fimm ára aldurs, síðan í Kópavogi, í Reykjavík og aftur í Kópavogi. Einar var í Hvassaleitisskóla, lauk stúdentsprófi frá MK, lauk B.Sc.
Meira
20. október 1728 Eldur kom upp í Kaupmannahöfn og stóð í þrjá daga. Þá brann mikill hluti bókasafns Árna Magnússonar en flestum skinnhandritum var bjargað. 20.
Meira
Aron Pálmarsson verður kynntur sem nýr leikmaður Spánarmeistara Barcelona á allra næstu dögum, en aðeins er beðið eftir því að pappírar í tengslum við félagaskipti hans frá ungverska liðinu Veszprém fari í gegn hjá Evrópska handknattleikssambandinu.
Meira
Eftirvæntingin fer vaxandi í íslenska landsliðshópnum vegna hins risavaxna verkefnis sem bíður liðsins í Wiesbaden á morgun. Ólympíumeistarar Þjóðverja taka þá á móti Íslendingum í undankeppni HM eins og um er fjallað hér á síðum blaðsins.
Meira
Eftir nokkurra ára vandræðagang í Meistaradeild Evrópu virðast ensku liðin vera að ná vopnum sínum en þegar riðlakeppnin er hálfnuð eru Manchester United, Chelsea, Liverpool, Manchester City og Tottenham öll á toppnum í sínum riðlum og taplaus.
Meira
Í Safamýri Kristín María Þorsteinsdóttir kristinmaria@mbl.is Fram hafði 33:30-heimasigur gegn ÍBV í fimmtu umferð Olís-deildar kvenna í handbolta í gær.
Meira
Í Wiesbaden Kristján Jónsson kris@mbl.is „Ég held að búast megi við góðri varnarvinnu hjá okkur, þéttum og góðum varnarleik,“ sagði miðvörðurinn reyndi, Sif Atladóttir, þegar Morgunblaðið ræddi við hana fyrir landsliðsæfingu í gær.
Meira
Laugardalsvöllur Andri Yrkill Valsson yrkill@mbl.is Vonir standa til að fyrri hluta árs 2020 verði búið að vígja nýjan Laugardalsvöll sem myndi leysa núverandi þjóðarleikvang af hólmi.
Meira
Í Wiesbaden Kristján Jónsson kris@mbl.is Þau gerast ekki miklu erfiðari verkefnin en það sem íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu þarf að leysa í dag. Liðið mætir þá Þýskalandi á útivelli í Wiesbaden í undankeppni HM.
Meira
FH-ingar hafa tryggt sér þjónustu miðjumannsins Guðmundar Kristjánssonar til næstu tveggja ára og er hann fyrsti leikmaðurinn sem gengur í raðir FH eftir að Ólafur Kristjánsson tók við þjálfun liðsins á dögunum.
Meira
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.