Greinar laugardaginn 21. október 2017

Fréttir

21. október 2017 | Innlendar fréttir | 79 orð

126.300 tonn í hlut Íslands

Af 208 þúsund tonnum af loðnu má áætla að um 126.300 tonn komi í hlut Íslands. Til frádráttar koma 5,3% fyrir jöfnunaraðgerðir og ættu því tæplega 120 þúsund tonn að koma til úthlutunar á aflamarki til íslenskra skipa. Meira
21. október 2017 | Innlendar fréttir | 248 orð | 1 mynd

Afgreiddu 17 tilvik um báta sem voru dregnir til hafnar

Af 39 málum á síðasta fundi sjóslysasviðs Rannsóknarnefndar samgönguslysa var 17 lokið með færslunni „vélarvana og dreginn til hafnar“. Meira
21. október 2017 | Innlendar fréttir | 371 orð | 3 myndir

„Forkastanleg vinnubrögð“

Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Páll Jóhann Pálsson, fulltrúi Framsóknarflokksins í sáttanefnd um sjávarútveg, fer hörðum orðum um störf formanns nefndarinnar, Þorsteins Pálssonar, í fréttatilkynningu í gærkvöldi. Meira
21. október 2017 | Innlendar fréttir | 570 orð | 4 myndir

„Hvað varð um Óttar?“

Viðtal Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Athygli vakti í fyrrakvöld að Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, mætti í þátt RÚV í fyrrakvöld, Formannssætið, en ekki Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra og formaður Bjartrar framtíðar. Meira
21. október 2017 | Innlendar fréttir | 131 orð

„Það lék allt á reiðiskjálfi hér“

Jarðskjálftahrina reið yfir Suðurland frá klukkan 16 í gær og stóð enn yfir þegar Morgunblaðið fór í prentun. Stærsti skjálftinn var 3,4 að stærð, rétt fyrir klukkan 22. Meira
21. október 2017 | Innlendar fréttir | 63 orð | 1 mynd

Ekki í takt við okkar upplifun

„Þetta eru svosem ekki mjög upplífgandi tölur og ekki heldur í takt við það sem við höfum verið að upplifa. Við finnum frekar fyrir auknum áhuga,“ segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar. Meira
21. október 2017 | Innlendar fréttir | 99 orð | 1 mynd

Elda 1.650 lítra á Kjötsúpudeginum

Árlegi kjötsúpudagurinn verður haldinn í 15. sinn á Skólavörðustígnum í dag, frá klukkan tvö til fjögur. Gestum og gangandi verður boðið upp á kjötsúpu sér að kostnaðarlausu en áætlað er að eldaðir verði um 1. Meira
21. október 2017 | Innlendar fréttir | 65 orð | 1 mynd

Erum að ná í gegn með okkar mál

„Ég hef verið að fara á stóra fundi um land allt á hverjum degi, kraftmikla fundi, og ég tel að Sjálfstæðisflokkurinn sé að ná í gegn með sín stefnumál,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Meira
21. október 2017 | Innlendar fréttir | 58 orð | 1 mynd

Erum að sækja í okkur veðrið

„Við finnum fyrir meðbyr og erum að sækja í okkur veðrið,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins. „Að mínu mati hefur kosningabaráttan af okkar hálfu verið jákvæð og málefnaleg og við höfum náð eyrum fólks. Meira
21. október 2017 | Erlendar fréttir | 490 orð | 1 mynd

Framtíð borgarinnar Raqqa er nú í höndum almennings

Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Íbúar sýrlensku borgarinnar Raqqa, sem lengi var höfuðvígi Ríkis íslams þar í landi, eru nú frjálsir undan ógnarstjórn vígasamtakanna. Meira
21. október 2017 | Innlendar fréttir | 128 orð | 1 mynd

Frekari tafir á viðgerð á Herjólfi

Ekkert verður af því að Herjólfur fari í viðgerð í nóvember eins og til stóð. Meira
21. október 2017 | Innlendar fréttir | 463 orð | 2 myndir

Gervigreindur heimur í sjónmáli?

Baksvið Guðm. Sv. Hermannsson gummi@mbl.is Siri, Bixby, Cortana, Alexa, allt eru þetta sérlegir aðstoðarmenn eigenda nýjustu snjallsímanna og spjaldtölvanna. Þau tala, taka við skipunum, hringja, kalla upp forrit og leita í gagnasöfnum. Meira
21. október 2017 | Innlendar fréttir | 66 orð | 1 mynd

Getum ekki annað en verið ánægð

„Það er vika til kosninga og við getum ekki verið annað en ánægð með okkar fylgi. Við stefnum að því að uppskera í kosningunum en það er ljóst að það er enn margt sem getur gerst á síðustu metrunum,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður VG. Meira
21. október 2017 | Innlendar fréttir | 100 orð | 1 mynd

Glæsilegur sigur gegn ólympíumeisturum Þjóðverja

Kvennalandsliðið í knattspyrnu gerði sér lítið fyrir og lagði ríkjandi ólympíumeistara Þjóðverja, 3:2, í öðrum leik sínum í undankeppni HM í knattspyrnu í Wiesbaden í Þýskalandi í gær. Meira
21. október 2017 | Innlendar fréttir | 10 orð | 1 mynd

Golli

Hræðist ekki neitt Ungmenni geysast um á mótorfák í... Meira
21. október 2017 | Innlendar fréttir | 606 orð | 1 mynd

Gæfa að bjarga mannslífi

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Ég man ekkert eftir áfallinu né atburðarásinni, nema rétt í svip andlit þessara dásamlegu kvenna sem veittu mér fyrstu hjálp,“ segir Ásdís Styrmisdóttir á Selfossi. Meira
21. október 2017 | Innlendar fréttir | 516 orð | 1 mynd

Hafarnarstofninn stækkar stöðugt

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Hafarnarstofninn hefur ekki verið jafn sterkur og nú síðan í lok 19. aldar. Hafarnarpörin voru 76 á liðnu sumri og fjölgaði um tvö frá því í fyrra. Þá komust upp 36 ungar úr 28 hreiðrum, en 51 par reyndi varp í sumar. Meira
21. október 2017 | Innlendar fréttir | 177 orð | 1 mynd

Hefur keypt 60 íbúðir í ár

Samkvæmt yfirliti sem Hrólfur Jónsson sendi Morgunblaðinu hefur Eignasjóður Reykjavíkurborgar keypt 60 íbúðir fyrir Félagsbústaði í ár. Þar af verða 24 íbúðir á Grensásvegi 12 og 9 íbúðir á Sóleyjargötu 27. Meira
21. október 2017 | Innlendar fréttir | 61 orð | 1 mynd

Hlökkum til lokasprettsins

„Fylgið er enn á fleygiferð í þessari kosningabaráttu og erfitt að átta sig á hvar hver flokkur stendur. Það er líka mikill munur á könnunum,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík suður. Meira
21. október 2017 | Innlendar fréttir | 139 orð | 1 mynd

Hugmynd um gosbrunn á Lækjartorg

Umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar berast reglulega áhugaverðar tillögur og barst ráðinu nýlega ein slík. Meira
21. október 2017 | Innlendar fréttir | 57 orð | 1 mynd

Hvatning að sjá fylgið aukast

„Það er ekki hægt að kvarta undan þessu, þetta er mikið stökk upp á við á einni viku,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Meira
21. október 2017 | Innlendar fréttir | 1068 orð | 4 myndir

Hækkuðu um 82% í verði

Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl.is Reykjavíkurborg keypti í byrjun hausts 24 íbúðir á Grensásvegi 12 fyrir 785 milljónir króna. Seljandi keypti sama verkefni af fyrri eiganda í maí 2015 og var kaupverðið þá 432,5 milljónir. Meira
21. október 2017 | Innlendar fréttir | 153 orð | 1 mynd

Kjörseðlarnir rjúka út á Spáni

Íslendingar búsettir á Torrevieja, Alicante og Benidorm á Spáni hafa verið mjög duglegir að kjósa utan kjörfundar vegna komandi þingkosninga. Utanríkisráðuneytið hafði sent þangað rúmlega 200 kjörseðla og í gær voru þeir að klárast. Meira
21. október 2017 | Innlendar fréttir | 116 orð | 1 mynd

Kosningaspegill mbl.is

Kjósendur geta nú mátað skoðanir sínar við afstöðu stjórnmálaflokkanna í kosningaleik mbl.is. Meira
21. október 2017 | Innlendar fréttir | 197 orð | 1 mynd

List og skemmtilegar sögur

Einn af köflum bókarinnar Svarfdælasýsl fjallar um Göngustaðasystkinin svonefndu sem kennd voru við fæðingarstað sinn, bæinn Göngustaði í innanverðum Svarfaðardal. Foreldrar þeirra voru Ósk Pálsdóttir og Sigurður Einar Jónsson á Göngustöðum. Meira
21. október 2017 | Innlendar fréttir | 360 orð | 2 myndir

Loðnan nær ströndum Grænlands en áður

Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Lagt er til að leyft verði að veiða 208 þúsund tonn af loðnu á vertíðinni 2017/2018. Meira
21. október 2017 | Innlendar fréttir | 243 orð

Mat lækkað fimm ár aftur í tímann

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Yfirfasteignamatsnefnd hefur lagt fyrir Þjóðskrá Íslands að taka fasteignamat íbúðarhúss í Grafarvogi til endurákvörðunar fimm ár aftur í tímann. Meira
21. október 2017 | Erlendar fréttir | 84 orð | 1 mynd

Miklar líkur á kosningum í Katalóníu

Stjórnvöld á Spáni munu að líkindum boða til kosninga í Katalóníu nk. janúar. Er það í samræmi við vilja þeirra til að virkja 155. gr. spænsku stjórnarskrárinnar, en ákvæðið heimilar spænsku stjórninni að afturkalla sjálfstjórnarréttindi Katalóníu. Meira
21. október 2017 | Innlendar fréttir | 623 orð | 2 myndir

Mótmæla uppbyggingu á Allianz-reit

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Fjölmargar athugasemdir bárust vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á svokölluðum Allianz-reit við Grandagarð í Reykjavík. Meira
21. október 2017 | Innlendar fréttir | 87 orð | 1 mynd

Ný götunöfn í Reykjavík

Samþykkt hafa verið nokkur ný götunöfn í Reykjavík af Nafnanefnd, sem fellur undir Umhverfis- og skipulagssvið borgarinnar. Meira
21. október 2017 | Innlendar fréttir | 525 orð | 3 myndir

Nýjar íbúðir við Efstaleiti

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Sala á nýjum íbúðum sunnan við Útvarpshúsið í Efstaleiti hefst um mánaðamótin. Íbúðirnar eru þær fyrstu sem rísa í nýju hverfi. Félagið Skuggi byggir íbúðirnar. Þær verða afhentar næsta sumar. Meira
21. október 2017 | Innlendar fréttir | 472 orð | 1 mynd

Ný tækni opnar fötluðum tækifæri

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Frumbjörg – Frumkvöðlamiðstöð Sjálfsbjargar fékk verðlaun sem besta framtakið á sviði vistkerfis nýsköpunar (Best Startup Ecosystem Initiative) á Norðurlöndunum 2017. Meira
21. október 2017 | Innlendar fréttir | 66 orð | 1 mynd

Ósk um réttlátara samfélag

„Þetta er gleðilegt. Það er gaman að vera í kosningabaráttu með samhentu fólki sem hefur ástríðu fyrir því að breyta samfélaginu til hins betra,“ segir Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Meira
21. október 2017 | Innlendar fréttir | 271 orð | 1 mynd

Sjálfstæðisflokkur fram úr VG og tekur forystu

Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Ný könnun Félagsvísindastofnunar, sem gerð var 16. til 19. október, sýnir að Vinstri hreyfingin – grænt framboð er að lækka flugið talsvert og Flokkur fólksins fær ekkert þingsæti. Meira
21. október 2017 | Innlendar fréttir | 614 orð | 2 myndir

Skipt um vindmyllur

Úr bæjarlífinu Óli Már Aronsson Hellu Félagið Bíókraft ehf. sem byggði og rekur tvær vindmyllur í Þykkvabæ varð fyrir umtalsverðu tjóni þegar upp kom eldur í annarri þeirra fyrr á þessu ári. Meira
21. október 2017 | Innlendar fréttir | 126 orð | 1 mynd

Slegið á sýndarnagla

Hröð þróun gervigreindar um þessar mundir er að sögn Kristins R. Meira
21. október 2017 | Innlendar fréttir | 708 orð | 2 myndir

Sviðsmynd norðan úr Svarfaðardal

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Svarfaðardalur æsku minnar var gott samfélag. Sveitin er þéttbýl og af einu bæjarhlaði er gjarnan kallfæri yfir á það næsta. Meira
21. október 2017 | Erlendar fréttir | 126 orð | 1 mynd

Systrum bjargað úr klóm níðinga

Tveimur systrum, önnur þeirra er fimm ára gömul og hin þriggja mánaða, var bjargað úr klóm níðinga, en það voru liðsmenn bandarísku alríkislögreglunnar (FBI) sem sáu um aðgerðina, sem átti sér stað í Denver í Colorado-ríki. Meira
21. október 2017 | Erlendar fréttir | 169 orð | 1 mynd

Telja sig ráða við hersveitir Norður-Kóreu

Hersveitir Suður-Kóreu telja sig með góðum hætti geta eytt stórskotaliði norðanmanna komi til stríðsátaka á Kóreuskaga, en sveitir þessar hafa um árabil verið ein helsta ógnin við íbúa Seúl-borgar, sem er innan við 60 km frá landamærunum að... Meira
21. október 2017 | Innlendar fréttir | 286 orð | 1 mynd

Tollverðir fundu falið efni í bíl

Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Tveir erlendir karlmenn sitja nú í gæsluvarðhaldi eftir að tollverðir fundu falið í bíl þeirra í Norrænu umtalsvert magn af amfetamínvökva. Meira
21. október 2017 | Innlendar fréttir | 371 orð | 6 myndir

Tvöfalt fleiri með geðraskanir

Sviðsljós Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl. Meira
21. október 2017 | Innlendar fréttir | 55 orð | 1 mynd

Tökum endasprettinn með stæl

„Erum við ekki bara bjartsýn áfram? Jú, við tökum endasprettinn með stæl,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Flokkur hennar hefur misst nokkurt fylgi í undanförnum könnunum en Inga lætur ekki deigan síga. Meira
21. október 2017 | Innlendar fréttir | 99 orð | 1 mynd

Verðgildi eigna skerðist

Húsfélagið Mýrargötu 26 sendi athugasemdir í mörgum liðum. „Nýjar tillögur um breytingar á deiliskipulagi á Allianz reitnum, Grandagarði 2, sem liggur vestan megin við Mýrargötu 26, gera ráð fyrir geysilegri aukningu á byggingarmagni. Meira
21. október 2017 | Innlendar fréttir | 62 orð | 1 mynd

Veturinn er genginn í garð

Fyrsti vetrardagur er í dag, en vetrarmisseri hefst laugardaginn á bilinu 21.-27. október, að því er segir í Sögu daganna. Í heiðnum sið norrænum virðist hafa tíðkast eitthvert hátíðahald í vetrarbyrjun og á miðöldum voru veislur almennar í... Meira
21. október 2017 | Innlendar fréttir | 240 orð

Vilja sameinast Fjarðabyggð

Sveitarstjórn Breiðdalshrepps hefur samþykkt samhljóða að óska eftir því við bæjarstjórn Fjarðabyggðar að kannaðir verði möguleikar á sameiningu sveitarfélaganna. Meira
21. október 2017 | Innlendar fréttir | 697 orð | 2 myndir

Vinstri grænir lækka flugið

Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl. Meira
21. október 2017 | Innlendar fréttir | 65 orð | 1 mynd

Þakklát en vil bæta við fylgi

„Þetta er allt á réttri leið og í samræmi við það sem við erum að finna,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. „Það góða er að við erum inni núna en við þurfum að halda áfram. Meira
21. október 2017 | Innlendar fréttir | 119 orð

Þarf að kaupa losunarheimildir

Losun gróðurhúsalofttegunda hér á landi mun fara fram úr heimildum samkvæmt Kýótó-bókuninni fyrir árin 2013-2020, samkvæmt greiningu Umhverfisstofnunar. Meira

Ritstjórnargreinar

21. október 2017 | Staksteinar | 232 orð | 1 mynd

Áforma stórfelldar skattahækkanir

Katrín Jakobsdóttir hélt því fram í umræðuþætti Ríkisútvarpsins á dögunum að skattbyrðin hefði „aukist á alla hópa nema tekjuhæstu tíu prósentin“. Þessi fullyrðing formanns VG er einfaldlega röng og raunar hrein öfugmæli. Meira
21. október 2017 | Leiðarar | 304 orð

Gylliboð og ginningar

Þótt kosningar séu í nánd er óþarfi að taka skynsemina úr sambandi Meira
21. október 2017 | Leiðarar | 304 orð

Kína markar sér stöðu

Ekkert styður að spá forseta Kína um getu og hlutverk landsins eftir 30 ár sé óraunsæ óskhyggja Meira

Menning

21. október 2017 | Myndlist | 97 orð | 1 mynd

Alanna Heiss spjallar við Shoplifter

Einn þekktasti sýningarstjóri heims, Alanna Heiss, spjallar við Hrafnhildi Arnardóttur, sem kallar sig Shoplifter, í Listasafni Íslands á morgun kl. 13.30, á lokadegi sýningar Hrafnhildar, Taugafold VII. Meira
21. október 2017 | Bókmenntir | 86 orð | 1 mynd

Blóðug jörð á ritþingi í Gerðubergi

Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur er gestur ritþings haustsins í Gerðubergi. Ritþingið fer fram í dag, laugardag, kl. 14 til 16.30. Vilborg hefur sent frá sér sjö skáldsögur og eina sannsögu. Meira
21. október 2017 | Myndlist | 1255 orð | 4 myndir

Fjallið sem við öll þurfum að ganga

Egill Ólafsson sendir frá sér nýja breiðskífu á mánudaginn sem ber nafnið Fjall og kemur hún út í 300 tölusettum vínyleintökum. Pistilritari ræddi lítið eitt við meistarann um þetta ábúðarmikla verkefni. Meira
21. október 2017 | Tónlist | 76 orð | 1 mynd

Kaflaskil, útgáfutónleikar Paunkholm

Franz Gunnarsson tónlistarmaður heldur útgáfutónleika vegna útgáfu vínylplötu sinnar Kaflaskil í Norræna húsinu annað kvöld, sunnudag, kl. 21. Franz er þekktur í íslensku tónlistarlífi en platan er fyrsta sólóverkefni hans. Meira
21. október 2017 | Fólk í fréttum | 771 orð | 2 myndir

Ólíkur efniviður en sömu áhrif að baki

Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Tveir samherjar – Asger Jorn og Sigurjón Ólafsson er heiti athyglisverðrar sýningar sem verður opnuð í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnesi í dag, laugardag, klukkan 15. Meira
21. október 2017 | Fólk í fréttum | 328 orð | 1 mynd

Samsæri þagnar verndaði Weinstein

Óskarsverðlaunaleikkonan Lupita Nyong'o hefur bæst í hóp þeirra mörgu kvenna sem lýst hafa kynferðislegri áreitni kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein í þeirra garð og birtu dagblöðin New York Times og Washington Post í fyrradag langa grein eftir... Meira
21. október 2017 | Tónlist | 100 orð | 1 mynd

Skemmtitónlist Evrópu fyrir 200 árum

Kammermúsíkklúbburinn heldur tónleika í Norðurljósasal Hörpu á morgun kl. 17 en á þeim má heyra dæmi um skemmtitónlist eins og hún gerðist best í Evrópu fyrir 200 árum, eins og klúbburinn orðar það í tilkynningu. Meira
21. október 2017 | Fjölmiðlar | 184 orð | 1 mynd

Stutt er á milli snilli og sérvisku

Ég datt óvart inn í þætti á Netflix sem heita Scorpion og fjalla um teymi snillinga (og sérvitringa) sem í stuttu máli þurfa að bjarga heiminum í hverjum einasta þætti. Meira
21. október 2017 | Tónlist | 117 orð | 1 mynd

Söngnemar syngja einsöng í messum

Nemendur Söngskólans í Reykjavík munu á morgun og næstu tvo sunnudaga eftir það, syngja einsöng við guðsþjónustur í kirkjum á Reykjavíkursvæðinu. Meira
21. október 2017 | Myndlist | 82 orð | 1 mynd

Verk úr leiðangri Frederiks Kloss í boði

Þrjár myndir úr Íslandsleiðangri Frederiks Kloss verða meðal verka á uppboði Gallerís Foldar á mánudaginn kemur en það hefst kl. 18. Kloss var dansk-þýskur málari sem kom til Íslands árið 1834 og eru verk hans talin mikilvæg heimild um lífið hér á 19. Meira
21. október 2017 | Tónlist | 410 orð | 1 mynd

Veturkarlinn í Salnum

Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Steinar, barnaleikföng og hlutir úr daglegu umhverfi breytast í hljóðfæri þegar komu vetrar er fagnað á fjölskyldustund í Salnum í Kópavogi í dag, laugardag, kl. 14. Dúó Stemma frumflytur þá verkið Veturkarlinn kominn er. Meira
21. október 2017 | Myndlist | 58 orð | 1 mynd

Þýskar listakonur sýna í Gallerí Gátt

Þrjár þýskar myndlistarkonur opna í dag, laugardag, kl. 15 sýningu á verkum sínum í Gallerí Gátt, Hamraborg 3a í Kópavogi. Sýninguna kalla þær Oktoberfest fyrir öll skilningarvitin . Meira

Umræðan

21. október 2017 | Pistlar | 428 orð | 1 mynd

Grænir hvatar fyrir framtíðina

Á Umhverfisþingi sem haldið var í gær kom skýrt fram að við þurfum að draga úr losun um allt að milljón tonn af CO 2 fyrir 2030. Þar var kynnt raunhæf sviðsmynd af því hvernig Ísland getur náð markmiðinu. Meira
21. október 2017 | Velvakandi | 47 orð

Gullhringur tapaðist í Smáralind eða Kringlu

Breiður gullhringur með munstri sem myndar bókstafinn V í miðju og með steinum tapaðist sl. fimmtudag, líklega í og kringum Smáralind eða í Kringlunni. Hringurinn hefur mikið tilfinningalegt gildi fyrir eigandann. Meira
21. október 2017 | Aðsent efni | 694 orð | 2 myndir

Hjálpum fólki í neyð

Eftir Sigríði Ásthildi Andersen og Guðlaug Þór Þórðarson: "Málefni hælisleitenda eru eðlilega viðkvæm og vandmeðfarin. Um þau þarf að fjalla af ábyrgð, jafnræði og mannúð." Meira
21. október 2017 | Pistlar | 360 orð

Ísland og Púertó Ríkó

Síðustu tólf mánuðina fyrir bankahrunið 2008 var þögul togstreita milli viðskiptabankanna þriggja og Seðlabankans um, hvernig bregðast ætti við lausafjárvanda bankanna. Meira
21. október 2017 | Aðsent efni | 823 orð | 1 mynd

Sannleikurinn sagna verstur?

Eftir Valdimar H. Jóhannesson: "Ekki þarf mikið ímyndunarafl til að átta sig á hvað gerðist hér í ferðamálum ef unnið væri hér eitt hryðjuverk með Allahu Akbar-hrópum, hvað þá fleiri." Meira
21. október 2017 | Pistlar | 386 orð | 2 myndir

Um kærleika og ávexti

Miklir kærleikar mynduðust milli Liliane Bettencourt og Banier – tekið af mbl.is.“ Þessa færslu tók ég úr Málvöndunarþættinum á Facebook en höfundur hennar tekur fram að hann hafi aldrei séð orðið kærleikur í fleirtölu. Meira
21. október 2017 | Aðsent efni | 717 orð | 1 mynd

Utanríkismál varða Íslendinga miklu

Eftir Lilju Alfreðsdóttur: "Vinna verður gegn einangrunarstefnu í alþjóðaviðskiptum enda hefur hún í för með sér að verðmætasköpun þjóða verður minni." Meira
21. október 2017 | Aðsent efni | 820 orð | 1 mynd

Útrýmum umferðaröngþveiti

Eftir Jón Gunnarsson: "Það er mjög brýnt að þegar verði farið í að útrýma ljósastýrðum gatnamótum á stofnbrautum í Reykjavík." Meira
21. október 2017 | Aðsent efni | 327 orð | 1 mynd

Veljum lausnir í húsnæðismálum og Sjálfstæðisflokkinn sem vinnur lausnarmiðað

Eftir Halldór Halldórsson: "Nú segjast vinstri flokkarnir sem eru í framboði til Alþingis geta leyst húsnæðismálin. En þessir sömu flokkar hafa aukið á vandann í húsnæðismálum." Meira
21. október 2017 | Pistlar | 788 orð | 1 mynd

Vilja kjósendur taka þessa áhættu?

Sporin hræða í sundrungarsögu vinstri manna Meira

Minningargreinar

21. október 2017 | Minningargreinar | 919 orð | 1 mynd

Guðmundur Elísson

Guðmundur Elísson, bóndi, fæddist í Sælingsdal í Dalasýslu 29. nóvember 1955. Hann andaðist 11. október 2017 á Landspítalanum við Fossvog. Foreldrar hans voru hjónin Jens Elís Jóhannsson, bóndi í Sælingsdal, f. 10. Meira  Kaupa minningabók
21. október 2017 | Minningargreinar | 629 orð | 1 mynd

Guðrún Hildur Árnadóttir

Guðrún Hildur Árnadóttir fæddist í Tungu, Svínadal, 22. janúar 1937. Hún lést 30. september 2017 á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut. Guðrún var dóttir hjónanna Árna Helgasonar, f. 12.10. 1895, d. 21.1. 1983, og Jónínu Ólafsdóttur, f. 23.5. Meira  Kaupa minningabók
21. október 2017 | Minningargreinar | 3059 orð | 1 mynd

Guðrún Steinsdóttir

Guðrún Steinsdóttir fæddist í Vestmannaeyjum 22. september 1935. Hún lést á Landspítalanum 7. október 2017. Hún var dóttir hjónanna Steins Ingvarssonar og Þorgerðar Vilhjálmsdóttur. Systur hennar eru Sigríður, f. 1. mars 1925, Jóna Guðbjörg, f. 6. Meira  Kaupa minningabók
21. október 2017 | Minningargreinar | 5781 orð | 1 mynd

Jón Hallur Ingólfsson

Jón Hallur Ingólfsson fæddist 10. nóvember 1957 á Sauðárkróki. Hann lést 12. október 2017 á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki. Foreldrar hans voru Unnur Hallgrímsdóttir, f. 8.1. 1918, d. 20.10. 1976, og Ingólfur Nikódemusson, f. 5.7. 1907, d. 31.7. Meira  Kaupa minningabók
21. október 2017 | Minningargreinar | 478 orð | 1 mynd

Þröstur Haraldsson

Þröstur Haraldsson fæddist 24. október 1960 á Patreksfirði. Hann lést 14. október 2017 á Landspítalanum. Foreldrar hans voru Arnbjörg Guðlaugsdóttir húsmóðir, f. 17. júní 1930, d. 19. ágúst 1998, og Haraldur Aðalsteinsson vélvirkjameistari, f. 14. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

21. október 2017 | Viðskiptafréttir | 565 orð | 2 myndir

Áætlanir tryggi fjölgun íbúða

Misjafnt er eftir svæðum í hvaða mæli íbúðarhúsnæði vantar, en vandinn nær til landsins alls. Meira
21. október 2017 | Viðskiptafréttir | 43 orð | 1 mynd

Draumastarfið

Ungur var ég bóndi uppi í Borgarfirði og fannst gaman. Flutti svo á mölina og hef unnið á dekkjaverkstæði í 20 ár og líkar vel. Að verða rútubílstjóri er svo alltaf gamall draumur sem vonandi rætist. Eysteinn Jónasson, sölufulltrúi hjá N1 á... Meira
21. október 2017 | Viðskiptafréttir | 89 orð | 1 mynd

Einar til starfa hjá Eignaumsjón

Einar Snorrason hefur verið ráðinn til að annast svonefnda húsumsjón, sem er ný þjónusta sem fyrirtækið Eignaumsjón hf. býður. Meira
21. október 2017 | Viðskiptafréttir | 217 orð | 1 mynd

Erlendir sjóðir bæta enn við sig

Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Í þessari viku hefur sjóður á vegum breska eignastýringafyrirtækisins Miton, CF Miton UK Multi Cap Income, haldið áfram að bæta við hlut sinn í tryggingafélögunum þremur í Kauphöllinni. Meira
21. október 2017 | Viðskiptafréttir | 188 orð | 1 mynd

Geðrækt og hreyfing

Í þessari viku hefur staðið yfir árleg forvarnavika frístundadeildar menntasviðs Kópavogs og þátttakan verið afar góð. Að þessu sinni var lögð áhersla á geðrækt og hreyfingu. Meira
21. október 2017 | Viðskiptafréttir | 155 orð | 1 mynd

Nýliðun í hjúkrunarstétt þarf að vera hraðari

Mikilvægt er að hraða nýliðun hjúkrunarfræðinga til að bregðast við skorti á hjúkrunarfræðingum innan íslensks heilbrigðiskerfis. Meira
21. október 2017 | Viðskiptafréttir | 486 orð | 2 myndir

Ótengdir jarðstrengir í göngum víða um landið

Baksvið Þóroddur Bjarnason tobj@mbl. Meira
21. október 2017 | Viðskiptafréttir | 104 orð | 1 mynd

Tekjuaukning OR áætluð um 10 milljarðar til 2023

Áætlað er að rekstrartekjur Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfélaga hækki um 10,2 milljarða króna, eða sem nemur 23,5% , á árunum 2018 til 2023, samkvæmt fjárhagsspá sem samþykkt var af stjórn OR í gær. Meira
21. október 2017 | Viðskiptafréttir | 213 orð | 1 mynd

Úlfar ráðinn yfirmatreiðslumaður

Úlfar Finnbjörnsson hefur verið ráðinn yfirmatreiðslumaður á Grand hóteli Reykjavík. Úlfar hefur verið einn af fremstu kokkum landsins um árabil og unnið til fjölda verðlauna á ferlinum. Meira

Daglegt líf

21. október 2017 | Daglegt líf | 1378 orð | 5 myndir

Best að vera í sæmilegu jarðsambandi

Í bókinni Fjallið sem yppti öxlum - Maður og náttúra fléttar höfundur saman fróðleik, vísindi og persónulegar minningar. Meira
21. október 2017 | Daglegt líf | 300 orð

Mannlíf í Eyjum var í upplausn

„Um veturinn hafði ég fært í tal við kennara minn að mig langaði að skrifa lokaritgerð um mannlífið í Vestmannaeyjum, sérstaklega um nálægðina við hafið. Meira

Fastir þættir

21. október 2017 | Fastir þættir | 171 orð | 1 mynd

1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. a4 e5 7. Rf3 Be7...

1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. a4 e5 7. Rf3 Be7 8. Bg5 Rbd7 9. Bc4 h6 10. Be3 Rb6 11. Bb3 Be6 12. Dd3 Hc8 13. Bxb6 Dxb6 14. a5 Dc7 15. Rd2 O-O 16. O-O Hfd8 17. Hfd1 Hd7 18. Ra4 d5 19. Rb6 dxe4 20. Df1 Bg4 21. Rxd7 Dxd7 22. Meira
21. október 2017 | Í dag | 84 orð | 2 myndir

Bjartasta vonin hefur í nógu að snúast

Tónlistarmaðurinn AUÐUR spjallaði við Huldu og Þóru í Magasíninu á K100. Hann hefur haft í nógu að snúast í spilamennsku á undanförnu ári en hann var valinn Bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum fyrr á árinu. Meira
21. október 2017 | Árnað heilla | 38 orð | 2 myndir

Gullbrúðkaup

Hjónin Ósk Elín Jóhannesdóttir (f. 21.2. 1941) og Ólafur Sverrisson (f. 24.11. 1940) fagna gullbrúðkaupi sínu í dag, 21. október. Hjónin eiga sjö börn og fjórtán barnabörn. Þau eru búsett í Reykjavík en verða að heiman í... Meira
21. október 2017 | Í dag | 247 orð | 1 mynd

Ingibjörg Haraldsdóttir

Ingibjörg Haraldsdóttir fæddist í Reykjavík 21.10. 1942. Foreldrar hennar voru Haraldur Björnsson, sjómaður og afgreiðslumaður, og Sigríður Elísabet Guðmundsdóttir skrifstofumaður. Fyrri maður Ingibjargar var Idelfonso Ramos Valdés, f. 1936, d. Meira
21. október 2017 | Í dag | 19 orð

Játið að Drottinn er Guð, hann hefur skapað oss og hans erum vér, lýður...

Játið að Drottinn er Guð, hann hefur skapað oss og hans erum vér, lýður hans og gæsluhjörð. Meira
21. október 2017 | Í dag | 502 orð | 3 myndir

Kom heim í kreppunni þegar aðrir fluttu út

Valdimar Ármann fæddist í Kópavogi 21.10. 1977 og ólst þar upp á Kársnesinu. Hann var í grunnskóla Kársnesskóla og síðar Þinghólsskóla: „Úr þessum árgangi mínum kom fjöldinn allur af söngfólki á ýmsum sviðum tónlistar. Þar má m.a. Meira
21. október 2017 | Fastir þættir | 521 orð | 3 myndir

Lombardy, aðstoðarmaður Fischers í einvígi aldarinnar, fallinn frá

Þú hellir ekki steypu í helgan brunn.“ Í kvikmyndinni Pawn Sacrifice eru þessi orð lögð í munn kaþólska prestinum William Lombardy þegar einhver stingur upp á því að aðalsöguhetjan, Bobby Fischer, sé settur á lyf. Meira
21. október 2017 | Í dag | 253 orð

Margur ljær holdinu lausan taum þó leynt fari

Síðasta gáta var sem endranær eftir Guðmund Arnfinnsson: Við hann oft ég lausan leik. Lausan oft ég gef hann Bleik. Rák er brún og rönd á kinn. Reipi eða kaðallinn. Helgi Seljan á þessa lausn: Lausan taum mér gjarnan gef. Gott mun taumhald fáknum á. Meira
21. október 2017 | Í dag | 55 orð

Málið

Á að segja spúla eða smúla um það að þrífa með vatnsbunu , t.d. gólf og borð í fiskvinnslu? Íslensk orðabók segir: spúla „þrífa með kraftmikilli vatnsbunu, smúla“ – og öfugt undir smúla! Meira
21. október 2017 | Í dag | 1501 orð

Messur

Orð dagsins: Jesús læknar hinn lama. Meira
21. október 2017 | Í dag | 78 orð | 1 mynd

Mætti færandi hendi á K100

Siggi Gunnars tók á móti hinum dásamlega Bergþóri Pálssyni á útvarpsstöðinni K100 í gærmorgun. Bergþór hafði meðferðis „fimm mínútna köku“ sem Albert, eiginmaður hans, skellti í rétt áður en hann hélt upp í Hádegismóa. Meira
21. október 2017 | Árnað heilla | 278 orð | 1 mynd

Rannsakar sjálfstæði framhaldsskólanna

Ég er að rannsaka sjálfstæði framhaldsskólanna og þetta aukna frelsi en um leið ábyrgð sem þeim var falin með nýju menntastefnunni árið 2008 og nýrri aðalnámskrá 2011,“ segir Kolfinna Jóhannesdóttir, doktorsnemi í menntavísindum við Háskólann í... Meira
21. október 2017 | Árnað heilla | 36 orð | 1 mynd

Selfoss Sara Björk fæddist 21. október 2016 kl. 20.52 og á því eins árs...

Selfoss Sara Björk fæddist 21. október 2016 kl. 20.52 og á því eins árs afmæli í dag. Hún vó 4.125 g og var 52 cm löng. Foreldrar hennar eru Kallý Harðardóttir og Kristján Emil Guðmundsson... Meira
21. október 2017 | Í dag | 376 orð

Til hamingju með daginn

Laugardagur 95 ára Kristín Sveinsdóttir Unnur Jónsdóttir 85 ára Jódís Sjöfn Björgvinsdóttir Jón Sturluson 80 ára Elín Sigurvinsdóttir Pétur Eiríksson Þorgeir Skaftfell 75 ára Guðmundur S. Meira
21. október 2017 | Fastir þættir | 167 orð

Vissa. S-NS Norður &spade;K3 &heart;ÁG94 ⋄G42 &klubs;D753 Vestur...

Vissa. S-NS Norður &spade;K3 &heart;ÁG94 ⋄G42 &klubs;D753 Vestur Austur &spade;D10754 &spade;G986 &heart;876 &heart;K3 ⋄D876 ⋄K93 &klubs;2 &klubs;G986 Suður &spade;Á2 &heart;D1052 ⋄Á105 &klubs;ÁK105 Suður spilar 4&heart;. Meira
21. október 2017 | Fastir þættir | 325 orð

Víkverji

Það var mikil blessun fyrir Víkverja að ákveða að fjárfesta í ryksuguróbot. Þetta var fyrir nokkrum mánuðum svo það er komin ágætis reynsla á gripinn sem heitir Roomba en gengur undir nafninu Robbi á heimilinu. Meira
21. október 2017 | Í dag | 147 orð

Þetta gerðist...

21. október 1916 Í þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða alþingiskosningum voru 92% kjósenda á móti því að lögbjóða þriggja mánaða þegnskylduvinnu 17-25 ára karlmanna „við verk í þarfir hins opinbera“. 21. Meira

Íþróttir

21. október 2017 | Íþróttir | 152 orð

0:1 Dagný Brynjarsdóttir 15. renndi sér á boltann á markteig eftir langt...

0:1 Dagný Brynjarsdóttir 15. renndi sér á boltann á markteig eftir langt innkast Sifjar Atladóttur og fyrirgjöf Rakelar Hönnudóttur þar sem Elín Metta Jensen náði boltanum af markverðinum. 1:1 Alexandra Popp 42. Meira
21. október 2017 | Íþróttir | 282 orð | 2 myndir

„Ég gat ekki gert neitt“

Handbolti Andri Yrkill Valsson yrkill@mbl.is „Nú er ég bara að ná áttum,“ sagði Björgvin Þór Hólmgeirsson, stórskytta ÍR í handknattleik, í samtali við Morgunblaðið í gær en hann gekkst undir aðgerð vegna brjóskloss í baki á fimmtudag. Meira
21. október 2017 | Íþróttir | 154 orð | 1 mynd

Dominos-deild karla Haukar – Þór Þ 96:64 Njarðvík – Stjarnan...

Dominos-deild karla Haukar – Þór Þ 96:64 Njarðvík – Stjarnan 91:81 Staðan: KR 321247:2324 Keflavík 321288:2644 Grindavík 321284:2784 Njarðvík 321248:2424 Stjarnan 321248:2294 ÍR 321240:2234 Tindastóll 321236:2134 Haukar 321250:2204 Þór Ak. Meira
21. október 2017 | Íþróttir | 787 orð | 2 myndir

Engin óvænt úrslit

Áður en ég fer að tjá mig um 3. umferð deildarinnar þá get ég ekki annað en komið inn á sigur Njarðvíkur B á Skallagrími í bikarnum. Mér leið eins og ég væri kominn aftur um áratug þegar ég skoðaði tölfræðina. Meira
21. október 2017 | Íþróttir | 772 orð | 2 myndir

Ég ætlaði mér alltaf að verða markahæstur

Bestur 2017 Andri Yrkill Valsson yrkill@mbl. Meira
21. október 2017 | Íþróttir | 707 orð | 2 myndir

Fylgir geggjuð tilfinning

Wiesbaden Kristján Jónsson kris@mbl. Meira
21. október 2017 | Íþróttir | 166 orð | 1 mynd

Gerðu allt sem beðið var um

Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari setti leikinn gegn Þjóðverjum snilldarlega upp ásamt sínum aðstoðarmönnum. Íslenska liðið spilaði ekki 5-3-2 því það væri kerfi sem íslenska liðið væri að nota leik eftir leik. Meira
21. október 2017 | Íþróttir | 125 orð | 1 mynd

Grill 66 deild karla Hvíti riddarinn – ÍBV U 28:32 Þróttur &ndash...

Grill 66 deild karla Hvíti riddarinn – ÍBV U 28:32 Þróttur – KA 20:25 Staðan: KA 5410128:1169 HK 5401150:1328 Akureyri 4310110:977 Þróttur 5302120:1126 Haukar U 4211110:995 ÍBV U 5203142:1564 Stjarnan U 4202112:1154 Valur U 4103103:1082... Meira
21. október 2017 | Íþróttir | 116 orð | 1 mynd

HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: Hertz-höllin: Grótta...

HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: Hertz-höllin: Grótta – Afturelding S16 Víkin: Víkingur – Fram S17 Austurberg: ÍR – ÍBV S17 Schenker-höll: Haukar – Selfoss S19.30 Valshöllin: Valur – FH S19. Meira
21. október 2017 | Íþróttir | 139 orð | 2 myndir

Haukar – Þór Þ. 96:64

Schenker-höllin, Dominos-deild karla, föstudag 20. október 2017. Gangur leiksins : 7:3, 15:8, 22:10, 26:12 , 29:16, 34:22, 39:31, 53:32 , 57:34, 65:38, 75:40, 79:40 , 83:43, 88:52, 91:58, 96:64 . Meira
21. október 2017 | Íþróttir | 785 orð | 2 myndir

Heimanámið skilaði hæstu einkunn

• Stórkostleg úrslit í Þýskalandi • Stór dagur í íslenskri knattspyrnu þegar Þýskaland var lagt að velli 3:2 • Snilldarlega útfærður leikur hjá þjálfurum og leikmönnum gegn stórveldi í fótboltanum • Þrjátíu ár liðu á milli marka hjá... Meira
21. október 2017 | Íþróttir | 219 orð | 1 mynd

Íslenska fótboltaævintýrið ætlar engan endi að taka. Kvennalandsliðið...

Íslenska fótboltaævintýrið ætlar engan endi að taka. Kvennalandsliðið okkar skráði nýjan og glæsilegan kafla í sögu íslenska fótboltans með stórkostlegum sigri gegn Þjóðverjum í undankeppni HM í Wiesbaden í gær. Meira
21. október 2017 | Íþróttir | 326 orð | 1 mynd

Leikmaður umferðarinnar: Terrell Vinson, Njarðvík Aðra umferðina í röð...

Leikmaður umferðarinnar: Terrell Vinson, Njarðvík Aðra umferðina í röð vel ég Vinson sem mann umferðarinnar. Hann var algjörlega frábær í sigrinum gegn Stjörnunni og er að stimpla sig inn sem einn besti Kaninn í deildinni, ef ekki sá besti. Meira
21. október 2017 | Íþróttir | 120 orð | 2 myndir

Njarðvík – Stjarnan 91:81

Njarðvík, Dominos-deild karla, föstudag 20. október 2017. Gangur leiksins : 5:4, 10:12, 15:18, 23:27 , 32:29, 39:37, 48:39, 54:45 , 54:51, 61:53, 61:60, 73:64 , 76:68, 81:72, 89:76, 91:81 . Meira
21. október 2017 | Íþróttir | 199 orð | 1 mynd

Staðreyndir um leikinn í Wiesbaden

*Þýskaland hafði fyrir leikinn í Wiesbaden í gær unnið 37 heimaleiki í röð í undankeppni HM og EM, allt frá 1:3 tapi gegn Noregi árið 1996. Meira
21. október 2017 | Íþróttir | 263 orð | 1 mynd

Undankeppni HM kvenna 5. RIÐILL: Þýskaland – Ísland 2:3 Alexandra...

Undankeppni HM kvenna 5. RIÐILL: Þýskaland – Ísland 2:3 Alexandra Popp 42., Lea Schüller 88. – Dagný Brynjarsdóttir 15., 58., Elín Metta Jensen 47. Slóvenía – Tékkland 0:4 Petra Divisová 9., 32., Tereza Kozárová 72., Lucie Vonková 76. Meira
21. október 2017 | Íþróttir | 126 orð | 2 myndir

Þýskaland – Ísland 2:3

Brita-Arena, Wiesbaden, undankeppni HM kvenna, 5. riðill, föstudag 20. október 2017. Skilyrði : Rúmlega 10 stiga hiti, smá gola, sól og hálfskýjað. Völlurinn fínn. Skot : Þýskaland 10 (7) – Ísland 6 (5). Horn : Þýskaland 9 – Ísland 2. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.