Fréttaskýring Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Ný greining sérfræðings Ríkisskattstjóra á skattframtölum og álagningu 2017 sýnir umtalsverðan vöxt lífeyrsgreiðslna og tryggingabóta.
Meira
Hátt í 43 prósentum fleiri höfðu kosið utan kjörfundar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi en síðasta sunnudag fyrir kosningarnar á síðasta ári. Klukkan tíu í gærkvöldi höfðu 8.485 greitt atkvæði en 5.939 á sama tíma fyrir ári.
Meira
Kosið var til þings í Japan í gær. Shinzo Abe, forsætisráðherra, boðaði til kosninganna með skömmum fyrirvara til þess að tryggja ríkisstjórn sinni aukinn þingmeirihluta, sem þarf til að gera breytingar á stjórnarskrá landsins. Það tókst.
Meira
Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Sala á kampavíni og freyðivíni hér á landi hefur tekið kipp það sem af er þessu ári. Ef svo heldur sem horfir verður sala á kampavíni í ár svipuð og árið 2008. Enn er þó nokkuð í að hún nái toppnum frá 2007.
Meira
„Ég væri ekki í þessu nema mér þætti starfið skemmtilegt. Umræðan um landbúnaðinn er hins vegar óvægin og hundleiðinleg og lítið hvetjandi,“ segir ungi bóndinn, Karl Ingi Atlason.
Meira
Það var fallegt veður í miðborg Reykjavíkur í gær. Margir nýttu tækifærið og spókuðu sig þar, til að mynda þessi unga stúlka sem heilsaði upp á fiðurfénaðinn við tjörnina. Spáð er þriggja til tíu stiga hita á landinu í dag.
Meira
Síðdegis í gær kom Cuxhaven NC 100, nýr togari Deutsche Fischfang Union, dótturfélags Samherja í Þýskalandi, til löndunar á Akureyri. Þessi mynd var tekin undir Ólafsfjarðarmúla þegar Cuxhaven sigldi inn Eyjafjörðinn og var þá að koma af Grænlandsmiðum.
Meira
Gangsetja og stilla þarf að nýju ýmis leiðsögutæki á Alexandersflugvelli á Borgarsandi við Sauðárkrók þegar áætlunarflug þangað hefst að nýju 1. desember næstkomandi.
Meira
155. grein stjórnarskrár Spánar gerir yfirvöldum í Madríd kleift að skerast í leikinn í sjálfstjórnarhéruðum landsins, ef héraðsstjórnirnar uppfylla ekki skyldur sínar í samræmi við stjórnarskrána eða grípa til aðgerða sem skaða heildarhagsmuni Spánar.
Meira
Verksmiðja Heilsupróteins á Sauðárkróki, sem er í eigu Mjólkursamsölunnar og Kaupfélags Skagfirðinga til helminga, var opnuð formlega á laugardaginn með pomp og prakt en áætlað er að á annað þúsund manns hafi mætt á opnunina.
Meira
Sænski sagnfræðingurinn Johan Norberg heldur fyrirlestur í dag um efni nýjustu bókar sinnar, er heitir Framfarir: Tíu ástæður til þess að taka framtíðinni fagnandi.
Meira
Sveitarfélög greiddu í fyrra um 2,6 milljarða í húsaleigubætur, félagslega aðstoð og styrki að því er fram kemur í Tíund, blaði ríkisskattstjóra. Þetta var 848 milljónum eða 24,4% minna en árið áður.
Meira
Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, tók í síðustu viku á móti æðstu viðurkenningu Bandarísku erfðafræðisamtakanna, ASHG. Verðlaunin eru kennd við William Allan og hafa verið veitt árlega síðan 1961.
Meira
Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Ég óttast að alþingiskosningarnar um næstu helgi skili okkur ekki einhverju nýju nema menn átti sig á því að það þarf að taka sinnaskiptum,“ segir sr. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands.
Meira
Sala á kampavíni og freyðivíni hefur aukist mjög það sem af er ári. Ef svo heldur fram sem horfir verður salan í ár svipuð og árið 2008. Enn er þó nokkuð í að hún nái toppnum frá 2007.
Meira
Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Stjórnmálaflokkar sem fara inn í næstu ríkisstjórn eiga að standa við það sem hefur verið lofað,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, nýr formaður Öryrkjabandalags Íslands.
Meira
Mörg þúsund Maltverjar söfnuðust saman í höfuðborginni Valletta í gær og kröfðust réttlætis til handa blaðakonunni Daphne Caruana Galizia, sem myrt var með bílsprengju síðastliðinn mánudag.
Meira
Málefni flokksins á landsvísu ræður mestu um það hvaða flokkur fær atkvæði í alþingiskosningunum, samkvæmt skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið.
Meira
Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Skera þarf niður um þriðjung og jafnvel meira í starfsemi Heilsustofnunar Náttúrulækningafélags Íslands frá næstu áramótum.
Meira
Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Allt skiptir máli, að sjálfsögðu. Ég nota þessa upphæð til að létta á afborgunum lána, með því að greiða niður höfuðstól.
Meira
Helgi Hrafn Gunnarsson, oddviti Pírata í Reykjavík norður, segir ólíklegt að Píratar og Sjálfstæðisflokkurinn gætu náð saman um myndun ríkisstjórnar eftir kosningarnar á laugardag.
Meira
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur hætt við að gera Robert Mugabe, forseta Zimbabve, að sérlegum heiðurssendiherra stofnunarinnar, en sú skipan vakti mikla undrun og var víða gagnrýnd.
Meira
Viðtal Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is „Ég fór upphaflega í stjórnmál vegna þess að ég sá í Pírötum flokk sem stóð fyrir þau gildi sem skipta mig mestu máli, mannréttindi og borgararéttindi á 21.
Meira
Ferðamaðurinn sem lést þegar á hann var ekið á þjóðvegi 1 á Sólheimasandi í september í fyrra stóð úti á miðjum veginum og sneri baki í bílinn sem ekið var vestur Suðurlandsveg.
Meira
Siðferðislega er ekki rétt að stela gögnum og fara á bak við fólk til að afhjúpa mál og leiða sannleikann í ljós. Þetta segir Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands.
Meira
Arnar Þór Ingólfsson athi@mbl.is Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, greindi frá því á laugardag að spænska ríkisstjórnin hefði ákveðið að leysa upp stjórn sjálfstæðissinna í Katalóníu og boða til kosninga í héraðinu.
Meira
Vilhjálmur A. Kjartansson Vilhjálmur@mbl.is Lauslega talið á miðasölusíðunum midi.is og tix.is er þegar búið að auglýsa yfir þrjátíu jólatónleika, sem verða á dagskrá frá lokum nóvember og fram að jólum og fjöldi bætist væntanlega við á næstunni.
Meira
Náist að koma vaxtastigi og verði landbúnaðarvara hér á landi á sama ról og gerist annars staðar á Norðurlöndunum aukast tekjur hverrar fjögurra manna fjölskyldu um 150 þúsund krónur á mánuði.
Meira
Varahlutirnir sem nota átti í viðgerð á ferjunni Herjólfi stóðust ekki kröfur og þá þarf að endursmíða frá grunni. Af því skýrast miklar tafir sem orðið hafa á viðgerð skipsins að undanförnu, að því er fram kemur í fréttatilkynningu Eimskips.
Meira
„Gildi ánna fyrir húsönd og straumönd er það sem við leggjum aðaláherslu á í okkar athugasemdum,“ segir Jóhann Óli Hilmarsson, formaður Fuglaverndar.
Meira
Nýtt deiliskipulag fyrir Langahrygg í Mosfellsdal er í kynningu þessa dagana. „Hugmyndin gengur út á að reisa einskonar „víkingaveröld“ sem gæfi innsýn í það umhverfi sem menn bjuggu við á þjóðveldisöld (11. og 12.
Meira
Björn Jóhann Björnsson Höskuldur Daði Magnússon Mikil endurnýjun yrði á þingliði samkvæmt nýjustu könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið.
Meira
Björn Jóhann Björnsson Höskuldur Daði Magnússon Mikil endurnýjun verður á þingi eftir alþingiskosningar ef marka má niðurstöður um fylgi framboða eftir kjördæmum í nýjustu könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið.
Meira
Kaldar sturtur geta verið hressandi ef sá í sturtunni stjórnar henni. Leiðtogar ESB eru fastir í sírennandi ískaldri sturtu. Mörgum sturtum. Brexit, stóra sturtan jökulkalda, kom fyrst og fossar enn.
Meira
Boðið verður upp á fjölskylduvæna dagskrá í Árbæjarsafni í dag milli kl. 13 og 16 og verður aðgangur ókeypis fyrir börn og fullorðna. Ævar vísindamaður les upp úr bók sinni Þitt eigið ævintýri, í húsi sem nefnist Lækjargata, kl.
Meira
Myndstef úthlutaði á fimmtudaginn var verkefnastyrkjum og ferða- og menntunarstyrkjum og fór afhendingin fram í sýningarsal Sambands íslenskra myndlistarmanna, SÍM.
Meira
Nú þegar síbylja dynur á landanum dag eftir dag með frambjóðendum sem bjóða sig fram í þjónustu almennings er gott að eiga sjónvarpsmenn sem sýna aðra hlið á íslenskum raunveruleika en þá að hér sé allt í kaldakoli.
Meira
Þetta viðtal þurfti að taka símleiðis og var rætt við Ragga og Karl hvorn í sínu lagi. Í símtalinu við Ragga heyrðist þó af og til í þriðja viðmælandanum, sem minnti söngvarann á hitt og þetta, og gat munað ýmsar staðreyndir og ártöl betur en hann.
Meira
Eftir Jón Þór Þorvaldsson: "Flugvöllurinn er nefnilega ekki einkamál einhvers sveitarfélags sem heitir Reykjavík, hann varðar alla landsmenn þar sem Reykjavík er höfuðborg landsins."
Meira
Eftir Axel Kristjánsson: "Þar fara menn sem standa á sinni sannfæringu og láta ekki fjölmiðla eða pottaglamur á Austurvelli stjórna afstöðu sinni til þeirra mála sem farsæld okkar og afkomenda okkar er byggð á."
Meira
Eftir Albert Þór Jónsson: "Eðlilegt er að ríkissjóður selji eignarhluti sína í bönkunum ef markaðsaðstæður eru hagstæðar og í skrefum ef það hentar betur."
Meira
Eftir Gunnar Guðmundsson: "Veit Vilhjálmur ekki að sósíalistar eins og Einar Olgeirsson og Katrín Thoroddsen læknir litu á verndun fullveldis lands og þjóðar sem annað af tveimur meginbaráttumálum sínum?"
Meira
Eftir Mörtu Bergman: "Velferðarsamfélag Norður-Evrópu stendur ekki undir fólksfjölgun og velferð Mið-Austurlanda og Afríku þegar fjöldinn þaðan til Evrópu eykst í þeim mæli sem verið hefur."
Meira
Eftir Reyni Eyvindarson: "Ríkisstjórnin þarf bara að taka í taumana af og til. T.d. setja á komugjöld, til að fá inn pening frá ferðaþjónustunni og tempra vöxtinn þar."
Meira
Flokkur fólksins vill útrýma fátækt á Íslandi og krefst þess að ekkert íslenskt barn búi við fátækt. Velmegandi ríki eins og Ísland þar sem lífskjör og hagsæld eru almennt góð á ekki að líða fátækt.
Meira
Eftir Tryggva Þórhallsson: "Opinberar stofnanir bregðast iðulega við hagræðingarkröfu með því að breyta skilgreiningum og freista þess að koma verkefnum yfir á „einhvern annan“."
Meira
Eftir Ragnhildi Kolka: "Þegar minnst er á kostnaðinn við málaflokkinn krossar „mannúðin“ sig í bak og fyrir og hrópar að mannslíf verði ekki metin til fjár."
Meira
Eftir Hjálmar Magnússon: "Biðjum þess að samkennd og styrkur verði ráðandi afl á hinu háa Alþingi okkar á komandi kjörtímabili og að við fáum fólk sem skilur hin mörgu og flóknu mál."
Meira
Eftir Sigurð Hannesson: "Menntun, nýsköpun, samkeppnishæft og stöðugt starfsumhverfi og öflugir innviðir eru grunnur fyrir framþróun lífskjara hér á landi."
Meira
Eftir Vilhelm Jónsson: "Ábyrgðarlausir verktakar komast ítrekað upp með að rumpa upp óvönduðum byggingum í skjóli þess að eftirlit er lítið sem ekkert og engin viðurlög."
Meira
Eftir Guðmund Inga Kristinsson: "Flokkur fólksins berst fyrir því númer eitt að engin börn, lífeyrisþegar eða láglaunafólk lifi í fátækt, hvað þá sárafátækt."
Meira
Eftir Birnu Bjarnadóttur og Gísla Pál Gíslason: "Vinnumarkaðurinn verður að skoða afleiðingar lengingar starfsaldurs áður en lagabreytingar verða almennt innleiddar."
Meira
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson: "Þú ert ekki bara einhver kennitala eða tilgangslaust númer í kerfinu. Heldur óendanleg verðmæti. Lítil falleg perla með eilífan tilgang í áætlun Guðs."
Meira
Eyjólfur fæddist í Ólafsvík 23. október árið 1923. Hann lést á Skjóli hjúkrunarheimili 11. október 2017.Foreldrar hans voru Magnús Kristjánsson frá Ólafsvík, f. 1875, d. 1963, og Sigþrúður Katrín Eyjólfsdóttir úr Bjarneyjum, f. 1890, d.
MeiraKaupa minningabók
Eyjólfur fæddist í Ólafsvík 23. október 1923. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 11. október 2017. Foreldrar hans voru Magnús Kristjánsson frá Ólafsvík, f. 1875, d. 1963, og Sigþrúður Katrín Eyjólfsdóttir úr Bjarneyjum, f. 1890, d.
MeiraKaupa minningabók
Guðlaug Jóhannsdóttir fæddist á Bakkakoti í Meðallandi í V-Skaftafellssýslu 6. desember 1925. Hún lést í faðmi fjölskyldunnar á öldrunardeild Landspítala – Háskólasjúkrahúss 11. október 2017. Foreldrar hennar voru hjónin Jóhann Sigurðsson bóndi,...
MeiraKaupa minningabók
Guðmundur Guðmundsson fæddist í Reykjavík 10. maí 1922. Hann lést 12. október á Hjúkrunarheimilinu Seljahlíð. Faðir hans var Guðmundur Magnússon, sjómaður og fiskimatsmaður, f. í Ánanaustum í Reykjavík 15. nóvember 1883, dáinn 29.
MeiraKaupa minningabók
Gunnar Bjartmarz fæddist í Reykjavík 22. október 1931. Hann andaðist á Landakoti 13. október 2017. Foreldrar Gunnars voru Óskar Bjartmarz frá Neðri-Brunná í Dalasýslu og Guðrún Bjarnarson Bjartmarz frá Sauðafelli í Dölum.
MeiraKaupa minningabók
Halldís Bergþórsdóttir fæddist 23. september 1926 að Ölvaldsstöðum í Borgarfirði. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 6. október 2017. Foreldrar hennar voru Ásgerður Skjaldberg, f. 31. maí 1894, d. 19. janúar 1993, og Bergþór Bergþórsson, f. 13.
MeiraKaupa minningabók
Magnús Jónsson fæddist í Reykjavík 6. september 1933. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hvammstanga 15. október 2017. Foreldrar hans voru Ólöf Guðmundsdóttir, f. 1902, d. 1946, og Jón Jónsson, f. 1902, d. 1948.
MeiraKaupa minningabók
Páll Ólason fæddist á Siglufirði 22. júlí 1937. Hann lést á Landspítalanum 10. október 2017. Foreldrar hans voru hjónin Óli Ólsen frá Skálavík á Sandey í Færeyjum, f. 8. nóvember 1899, d. 21.
MeiraKaupa minningabók
Áfram hækkar rafmyntin bitcoin og var 6.000 dala múrinn rofinn á föstudagskvöld. Bitcoin hækkaði áfram á laugardag og var hársbreidd frá 6.150 dölum, en lækkaði síðan aftur og fór niður fyrir 5.800 dala markið á sunnudagsmorgun.
Meira
Seðlabankastjóri Kína þykir vera farinn að tjá sig óvenju hispurslaust um efnahagsstefnu stjórnvalda þar í landi. FT segir líklegt að Zhou Xiaochuan muni láta af störfum innan skamms en hann hefur stýrt seðlabanka Kína frá 2002, lengur en nokkur annar.
Meira
Tæknifyrirtækið Tesla, sem þekktast er fyrir að framleiða rafmagnsbíla, hefur gert samkomulag við ráðamenn í Sjanghaí um að byggja þar verksmiðju.
Meira
Baksvið Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Kajsa Brundin segir æskilegt að fjárfestar taki umhverfismál, samfélagsleg áhrif og stjórnunarhætti með í reikninginn þegar þeir velja fyrirtæki til að fjárfesta í.
Meira
Vinsældir norsku unglingaþáttanna SKAM hafa verið gríðarlegar, ekki aðeins í Noregi, hér á Íslandi og öllum Norðurlöndunum, heldur líka í Evrópu og nú hafa Bandaríkin einnig fallið flöt fyrir þessum sjónvarpsþáttum þar sem segir af ungu fólki á...
Meira
Íslendingar þekkja vel til álframleiðslu en fæstir gera sér eflaust grein fyrir því að ál er einn helsti málmurinn sem bæði flugvéla- og bílaiðnaðurinn nota. Ál er bæði létt og sterkt sem gerir það tilvalið til að draga úr eldsneytisnotkun.
Meira
Halldór Kristján Sigurðsson konfektgerðarmeistari hefur undanfarna tvo áratugi haldið námskeið í konfektgerð, eða allt frá því hann hélt slíkt í fyrsta sinn í eldhúsi móður sinnar. Hann fer af stað enn og aftur á morgun, 24. okt.
Meira
Ný eiturlyf, tíska, pólitískar hræringar og samfélagsleg vakning á meðal ungs fólks koma við sögu þegar skoðað er hvaða þættir höfðu áhrif á að árið 1967 er eins merkilegt og raun ber vitni í tónlistarsögunni.
Meira
Fyrir hálfum mánuði tæpum skrifaði Davíð Hjálmar Haraldsson í Leirinn að „aldrei þessu vant þurfti ég á sjúkrahús, átti þar að setja í mig nýjan og betri augastein. Yfirhjúkka fékk að vita um hvort augað væri að ræða.
Meira
40 ára Dagfríður ólst upp í Reykjavík og Kanada en býr í Höfnum á Reykjanesi. Hún er dagforeldri. Maki : Vésteinn Guðmundsson, f. 1970, vinnur við hrognkelsiseldi hjá Stofnfiski. Börn: Davíð Úlfur, f. 2007, Hafdís Eldey, f. 2010, og Hrafnhildur Lilja,...
Meira
Guðbjörg Sigrún Björnsdóttir fæddist 22. október 1927 á Kleppustöðum í Staðardal í Strandasýslu. Foreldrar hennar voru Björn Sigurðsson frá Grænanesi í Strandasýslu og Elín Sigurðardóttir frá Geirmundarstöðum í Selárdal í Strandasýslu.
Meira
40 ára Eydís er Akureyringur og er leikskólakennari á Pálmholti á Brekkunni á Akureyri. Maki : Ólafur Sveinn Traustason, f. 1977, sölumaður á heildsölunni Reykjafelli. Börn : Eyþór Ingi, f. 2011, og Ingvar Óli, f. 2015. Foreldrar : Eyþór Gunnþórsson, f.
Meira
Brýn nauðsyn er kunnuglegt fyrirbæri, nokkuð sem ekki þolir bið . Brýnn merkir hér sem mikið liggur á , svo að segja má að hvorugt orðið þurfi stuðning hins.
Meira
Reykjavík Vikar Jökull Örvarsson fæddist í Reykjavík 27. september 2016 kl. 12.02. Hann vó 3.730 g og var 53 cm langur. Foreldrar hans eru Helena Auður Guðnadóttir og Örvar Ingi Jóhannesson...
Meira
30 ára Sigurgísli er Reykvíkingur, málarameistari og byggingafræðingur og rekur fyrirtækið Verkferill ehf. Maki : Íris Anna Skúladóttir, f. 1989, vinnur hjá Birtu lífeyrissjóði. Börn : Unnur Karen, f. 2012, Skúli Páll, f. 2014, og Hildur Freyja, f....
Meira
Í daglegu masi um málefni líðandi stundar eru margir fangar þeirrar vondu venju að draga fólk út og suður í dilka eftir meintum pólitískum skoðunum þess.
Meira
Á þessum degi árið 2015 kom út lagið „Hello“ sem aldeilis átti eftir að tröllríða heiminum. Lagið var jafnframt fyrsta smáskífa þriðju plötu bresku söngkonunnar Adele sem bar nafnið 25.
Meira
23. október 1954 Haukur Morthens kom fram í einum vinsælasta þætti BBC í London og var „söng hans í senn útvarpað og sjónvarpað“, sagði Morgunblaðið. 23.
Meira
Bayern München jafnaði Borussia Dortmund að stigum í toppsæti þýsku 1. deildarinnar í knattspyrnu um helgina. Bæði lið eru með 20 stig en Dortmund heldur toppsætinu með betri markatölu.
Meira
Belgía Lokeren – Charleroi 1:1 • Ari Freyr Skúlason lék allan tímann með Lokeren. Arnar Þór Viðarsson er aðstoðarþjálfari liðsins. Sviss Zürich – Grasshoppers 0:3 • Guðlaugur Victor Pálsson lék allan tímann með Zürich.
Meira
England Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Hrakfarir Gylfa Þórs Sigurðssonar og félaga í Everton virðast engan endi ætla að taka. Arsenal kom í heimsókn á Goodison Park í 9.
Meira
Danmörk Helsingör – Bröndby 0:1 • Hjörtur Hermannsson lék allan tímann fyrir Bröndby. Lyngby – OB 1:1 • Hallgrímur Jónasson var ekki í leikmannahópi Lyngby.
Meira
England Everton – Arsenal 2:5 • Gylfi Þór Sigurðsson lék allan leikinn fyrir Everton. Manchester City – Burnley 3:0 • Jóhann Berg Guðmundsson lék síðustu 20 mínúturnar fyrir Burnley.
Meira
Handboltinn Ívar Benediktsson Hjörvar Ólafsson Jóhann Ingi Hafþórsson Kristófer Kristjánsson FH-ingar undirstrikuðu í gærkvöldi að þeir hafa á að skipa besta handknattleiksliði landsins í karlaflokki um þessar mundir.
Meira
Albert Guðmundsson nýtti vel þær þrjár mínútur sem hann lék með aðalliði PSV í 3:0-sigri gegn Heracles í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær.
Meira
Ísland mætir Tékklandi í 3.umferð í undankeppni HM 2019 í knattspyrnu kvenna í Znojmo í Tékklandi á morgun. Fyrir leiki morgundagsins eru Ísland, Tékkland og Þýskaland jöfn að stigum með 6 stig.
Meira
Fjölnir og Grótta skildu jöfn, 22:22 þegar liðin mættust í slag tveggja neðstu liðanna í sjöttu umferð Olísdeildar kvenna í handbolta í Dalhúsum í Grafarvogi í gærkvöldi.
Meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir atvinnukylfingur lauk í gær sínum besta hring á Swinging Skirts LPGA-mótinu á Taívan þegar hún lék lokahringinn á tveimur höggum undir pari vallarins, 70 höggum.
Meira
Íshokkí Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is SA náði átta stiga forskoti á toppi Hertz-deildar karla í íshokkí á laugardaginn var með 4:3-sigri á Birninum í Egilshöllinni. Norðanmenn eru með 20 stig eftir sjö sigra í fyrstu átta leikjum sínum.
Meira
Í Znojmo Kristján Jónsson kris@mbl.is Kvennalandsliðið í knattspyrnu skilaði sér á tíunda tímanum á laugardagskvöldið, að staðartíma, á leikstað í Znojmo í Tékklandi. Þar er fram undan hjá liðinu leikur á móti Tékklandi í undankeppni HM á þriðjudaginn.
Meira
Staðan breyttist ekkert á toppi spænsku efstu deildarinnar í knattspyrnu karla um helgina, en sjö efstu lið deildarinnar unnu öll sigra í leikjum sínum.
Meira
Stjarnan komst upp að hlið Hauka í toppsæti Dominos-deildar kvenna í körfuknattleik eftir öruggan útisigur gegn Íslandsmeisturum Snæfells, 72:55, en liðin áttust við í Stykkishólmi.
Meira
Samúel Kári Friðjónsson, leikmaður U21 árs landsliðsins í knattspyrnu, skoraði eitt af mörkum Vålerenga þegar liðið burstaði Viking Stavanger, 7:1, á útivelli í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Samúel Kári kom inn á sem varamaður á 26.
Meira
Landsliðsmaðurinn Sverrir Ingi Ingason opnaði markareikning sinn í rússnesku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þegar hann tryggði sínum mönnum 1:1-jafntefli á útivelli gegn Tosno. Sverrir jafnaði metin úr vítaspyrnu á 56.
Meira
Viktor Samúelsson og Elín Melgar Aðalheiðardóttir báru sigur úr býtum á bikarmótinu í klassískum kraftlyftingum, sem haldið var í World Class Kringlunni á laugardaginn. Keppt var í hnébeygju, réttstöðulyftu og bekkpressu.
Meira
Í Znojmo Kristján Jónsson kris@mbl.is Landsliðskonan Fanndís Friðriksdóttir lætur vel af sér í Marseille í Frakklandi þar sem hún hefur leikið sem atvinnumaður síðan franska deildin hófst í byrjun september.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.