Ályktunin sem af því verður dregin er því miður sennilega sú að „RÚV“ er óforbetranlegt og það bætist við þá staðreynd að það er nú orðið óþarft tæknilega séð.
Meira
Í San Miniato í hjarta Toskanahéraðs má finna eina dýrmætustu matartegund heims; hvítu truffluna. Seld á sex þúsund evrur kílóið, eða í kringum 744 þúsund íslenskar krónur!
Meira
Þessi dásamlega kjöt- og baunakássa býður til dæmis upp á að gera sunnudaga þægilega. Hægt er að henda í hana kl. 11 að morgni og fara svo út að leika allan daginn og koma beint heim, henda baununum út í og maturinn er tilbúinn eftir fimm mínútur.
Meira
Sjónvarp Sífellt fleiri mál tengd kynferðislegri áreitni koma upp í skemmtanaiðnaðinum en eitt það nýjasta er mál Eds Westwick, sem þekktur er úr Gossip Girl , en tvær konur hafa ásakað hann um nauðgun.
Meira
Búddamunkar borða máltíðir sínar í þögn. Ástæður þeirra fyrir því eru: – Með því að þegja útilokar maður að ljúga eða afvegaleiða fólk með hinu talaða máli. – Maður verður meðvitaðari um hugarástand sitt.
Meira
Finnska listakonan Nina Backman býður fólki víða um heim að taka þátt í máltíð þar sem ekki er talað. Nýlega kom hún til Íslands og leyfði tuttugu manns að þegja saman yfir dásamlegum mat. Reynslan var afar sérstök! Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
Meira
Margir halda að rokkstjörnulífernið sé eitthvert sældarlíf. Það má vera en slóðinn sem þarf að feta í þá átt er þyrnum stráður og oftar en ekki liggur áralangt hark að baki velgengninni.
Meira
Einhvers staðar þarf að draga línuna, velja við hvaða aldur við teljum að rétt að miða kosningaaldur við. Ég hef verið og er enn þeirrar skoðunar að 18 ára sé réttur aldur.
Meira
Halla Margrét Árnadóttir, óperusöngkona og veitingahúsaeigandi í Parma á Ítalíu, talar um sönginn, ástina sem hún fann á rauðu ljósi og lífið á Ítalíu.
Meira
Dísa vekur upp ævaforn öfl í nýjustu bókinni um þessa rammgöldróttu unglingsstúlku. Þetta er myrk bók og aðeins fyrir hugrakka lesendur. Hildur Loftsdóttir hilo@mbl.is
Meira
Þessi réttur kann að líta út fyrir að vera ekkert nema grænmeti en galdurinn er að þetta eru í raun bökuð hrísgrjón sem falin eru undir grænmetinu til að þau eldist sem best.
Meira
Sunnudaginn 12. nóvember verður fjölbreytt dagskrá í Hafnarborg frá klukkan 14 til 16 í tengslum við sýningarnar Japönsk nútímahönnun 100 og Með augum Minksins – Hönnun, ferli, framleiðsla.
Meira
Hvernig hefurðu það? Ég var að lenda úr sýningarferðalagi til New York, er örlítið þreytt, en mjög hlýtt í hjartanu. Nú þarf bara að spýta í lófana að klára búninga og þess háttar fyrir sýningar Reykjavík Kabaretts. Hvað gerist á sýningum kabarettsins?
Meira
Desemberblað breska Vogue verður hið fyrsta til að koma út undir stjórn nýs ritstjóra, Edwards Enniful. Hann þykir strax hafa sett mikið mark á blaðið en á forsíðunni er femínistinn Adwoa Aboah.
Meira
Sjónvarp Reese Witherspoon hefur hætt við þátttöku í kvikmynd Noah Hawley, Pale Blue Dot , sem Fox Searchlight ætlaði að framleiða til þess að greiða fyrir gerð framhalds hinnar vinsælu og verðlaunuðu þáttaraðar HBO, Big Little Lies .
Meira
Eva María Jónsdóttir, verndari UN Women á Íslandi, er nýkomin heim úr ferð til Zaatari-flóttamannabúðanna í Jórdaníu. Hafin er söfnun til styrktar sýrlensku konunum sem þar búa í gámum, langt frá heimahögum. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
Meira
Fimm konur hafa sakað bandaríska grínistann Louis C.K. um kynferðislega áreitni, að því er New York Times greinir frá. Þetta eru grínistarnir Dana Min Goodman, Julia Wolov, Rebecca Corry og Abby Schachner auk fimmtu konunnar sem óskaði nafnleyndar.
Meira
Slagverkshópurinn Benda kemur fram á 15:15 tónleikum í Norræna húsinu og flytur verk eftir Snorra Sigfús Birgisson og John Cage. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is
Meira
Setjið 40 g kakó, 150 g sykur og ¼ tsk. salt saman í pott. Sjóðið 1 dl vatn og hellið því saman við kakóblönduna og hrærið. Blandið 8 dl af mjólk saman við og sjóðið. Fyrir 4-6. Gott með þeyttum...
Meira
Leiklist Menningarmálaráðherra Svíþjóðar hefur kallað yfirmenn leikhúsa landsins á neyðarfund eftir að 456 leikkonur skrifuðu undir opið bréf þar sem þær greindu frá kynferðislegri áreitni sen hefur viðgengist í leiklistarheimi Svíþjóðar.
Meira
Íhaldsmenn á breska þinginu notuðu málþóf til að koma í veg fyrir að greidd yrðu atkvæði um frumvarp þar sem lagt er til að fólk fái að kjósa í almennum kosningum í Bretlandi við 16 ára aldur í stað 18 ára líkt og nú er. Málið er umdeilt en fylgjendur telja breytingarnar tímabærar.
Meira
Davíð Stefánsson (1895-1964) er eitt af íslensku þjóðskáldunum. Nafn hans ber enn hátt og í Fagraskógi við utanverðan Eyjafjörð, þaðan sem skáldið var, stendur minnisvarði um hann.
Meira
Rebekka Ólafsdóttir selur húðvörur undir nafninu RÓ naturals. Vörurnar eru aukaefnalausar og skera sig úr að því leyti að þær innihalda hvorki vatn né alkóhól.
Meira
Íslandsvinurinn og grínistinn Eddie Izzard er ötull stuðningsmaður þess að lækka kosningaaldur í Bretlandi. „Ég tel að 16 og 17 ára ættu að fá tækifæri til að kjósa,“ segir Eddie í myndbandi sem hann hefur dreift um samfélagsmiðla.
Meira
Í Hafnarborg verður frá kl. 14 á sunnudag boðið upp á fjölbreytilega dagskrá – erindi, leiðsögn og fjölskyldusmiðju – í tensgslum við hönnunarsýningar í húsinu. Önnur er um japanska...
Meira
Í menningarhúsinu Bergi á Dalvík stendur nú yfir sýning myndlistarkonunnar Jónínu Bjargar Helgadóttu r, „Úr mínum höndum“. Hún sýnir grafík og málverk sem oft eiga uppruna í...
Meira
Þessi réttur er oft útbúinn í afrísku leiríláti kölluðu „tagine“ og nefndur eftir því og er það vissulega stemning. Þeir sem eiga ekki slíkt ílát geta vel notað eldfast mót úr öðrum efnum í staðinn en passið að hafa mótið í smærra lagi.
Meira
Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátttökuseðil með nafni og heimilisfangi ásamt úrlausnum í umslagi merktu: Krossgáta Morgunblaðsins, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila krossgátu 12.
Meira
Tveir laxar, sem synt höfðu í litlu tjörninni „Markúsarhyl“ við Ráðhús Reykjavíkur í um hálft ár, voru háfaðir upp úr henni þegar tjörnin var hreinsuð fyrir nákvæmlega 20 árum.
Meira
Kamilla Ingibergsdóttir, jóga- og hugleiðslukennari, hefur komið sér vel fyrir í bjartri íbúð í Vesturbænum í Reykjavík. Stíllinn einkennist af litríkum húsbúnaði og skemmtilegum smáhlutum sem Kamilla hefur safnað á ferðalögum víðsvegar um heiminn. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is
Meira
Tvíflautan heitir skáldsaga eftir Jón Sigurð Eyjólfsson. Í henni segir frá ungum manni sem ákveður að freista gæfunnar á suðrænum slóðum og heldur til Grikklands.
Meira
Kvikmyndir Framkvæmdastjóri Disney, Bob Iger, tilkynnti fyrir helgi að Rian Johnson, leikstjóri Star Wars: The Last Jedi , ætlaði að gera þríleik sem gerist í Stjörnustríðsheiminum.
Meira
Tónlist Taylor Swift sendi frá sér sína sjöttu hljóðversskífu á föstudag en aðdáendur hennar hafa beðið plötunnar með eftirvæntingu. Hún ber nafnið Reputation og er til sölu í verslunum auk netverslana eins og iTunes.
Meira
Í ljóðabókinni Ég lagði mig aftur yrkir Heiðrún Ólafsdóttir meðal annars um drauminn sem býr í veruleikanum, um innra líf, ástina, keilusali, handprjónaða ullarsokka, fugla og það sem kemur og fer.
Meira
„Ljóðin lýsa þeirri stóru aðgerð á líkama og hversdegi sem fer fram,“ segir Dagur Hjartarson um nýjustu ljóðabók sína, Heilaskurðaðgerðin. Hildur Loftsdóttir hilo@mbl.is
Meira
Tónlistarmaðurinn og tískufyrirmyndin Pharrell er alltaf flottur. Pharrell hefur persónulegan stíl og er óhræddur við að fara óhefðbundnar leiðir í samsetningum. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is
Meira
Hin klassíska „pot roast“ er til í ýmsum afbrigðum en í flestum þeirra er nautakjöt, rauðvín, gulrætur, laukur og kryddjurtir. Hér er bætt við kartöflum svo að það er algjör óþarfi að búa til kartöflumús eða neitt meðlæti með.
Meira
Flórída, ný ljóðabók Bergþóru Snæbjörnsdóttur, þar sem sögupersónan Flórída birtist í óteljandi myndum, er innblásin af Berlín og félagsskap við breiðan hóp af fólki með ólíkar sögur. Árni Matthíasson arnim@mbl.is
Meira
Réttir þar sem þú getur troðið öllu í eitt eldfast mót og inn í ofn og beðið geta bjargað deginum. Ekkert þarf að huga að meðlæti eða sósu því þetta er allt í fatinu. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is
Meira
Rúmenskir kvikmyndadagar standa nú yfir í Bíó Paradís og verða síðustu sýningar á sunnudagskvöld. Sýndar eru margar áhugaverðustu kvikmyndir rúmenskra leikstjóra frá síðustu...
Meira
Að hafa hund á heimilinu getur gert heilsunni gott. Rannsóknir sýna að hundaeigendur hreyfa sig meira, lifa betra félagslífi og hafa hraustara hjarta- og æðakerfi. Nærvera hunda róar líka taugarnar og lækkar blóðþrýstinginn, enda hundar...
Meira
Þær skipta tugum bækurnar sem mig langar til að lesa og þó er ég búin að lesa margar. Fyrst nefni ég bók Páls Valssonar um Jóhönnu Sigurðardóttur.
Meira
Taktu skjáskot á símann þinn af flugmiða, hótelbókun, bílaleigubókun o.s.frv. Þú veist aldrei hvenær þú dettur úr netsambandi og þá getur þetta bjargað...
Meira
Stjórnarmyndun eða tilraunir til hennar eiga hug margra þessa dagana líkt og sést á samfélagsmiðlum. Óskar Magnússon rithöfundur hafði þetta til málanna að leggja: „Logi sagði í útvarpinu áðan að þau vildu bjóða upp á „dýpri breidd“.
Meira
Tengsl myndlistar og vísinda verða könnuð á fjölskyldustund í Gerðarsafni í dag kl. 13. Skoðuð verða verk á sýningum Einars Garibalda og Kristjáns Steingríms og rýnt í skissur, ljósrit og annað...
Meira
Þjóðaríþrótt Taílands þykir bæði heillandi og framandi. Í muay thai æfingum gengur mikið á en slys eru fátíð og íþróttin aðgengilegri en margur heldur. Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is
Meira
Um þessar mundir er á Kjarvalsstöðum áhugaverð sýning Önnu Líndal , Leiðangur. Á morgun, sunnudag kl. 14, ræðir hún þar við Bjarka Bragason, lektor við LHÍ, um þróun ferilsins og verkin á...
Meira
Vályndi heitir sakamálasaga eftir Friðriku Benónýsdóttur sem hefst með því að starfsstúlka í Sundlauginni á Húsavík finnur lík í gufubaðinu, fullklæddan mann með hníf í bringunni.
Meira
Gestir utan úr geimnum ****½ Eftir Ævar Þór Benediktsson. Teikningar: Rán Flygenring. Mál og menning 2017. Eins og fyrri bækur í sama bókaflokki um bernskubrek Ævars vísindamanns er um sprellfjöruga og æsispennandi sögu að ræða. [...
Meira
Milljónir kvenna og fjöldi karla hafa sagt frá kynferðislegri áreitni og ofbeldi undanfarið. Sjöfn Evertsdóttir sálfræðingur segir marga vera að setja í samhengi í fyrsta sinn andlega og líkamlega vanlíðan og úrvinnslu þurfi víða.
Meira
Bangsar íslenskra barna hafa verið óvenjuslappir síðustu árin. Til að mæta aukinni þörf á aðhlynningu er Bangsaspítalinn opinn á þremur stöðum á höfuðborgarsvæðinu um helgina.
Meira
Breski fatahönnuðurinn og kryddpían fyrrverandi, Victoria Beckham, tilkynnti á Instagram-síðu sinni á fimmtudag að hún hefði hafið samstarf við íþróttavöruframleiðandann Reebok.
Meira
Við og vinir okkar er yfirskrift ljóða- og sagnakvölds fyrir hinsegin fólk og vini þess sem verður haldið að Suðurgötu 3 kl. 20 á laugardagskvöld. Kári Tulinius les upp auk fleiri skálda og...
Meira
Sýning á málverkum Úlfs Karlssonar hefur verið sett upp í Listasafni Reykjanesbæjar. Í verkunum vísar hann til sambýlis Íslendinga og varnarliðsins sem var á Miðnesheiði. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is
Meira
Frægð Liam Gallagher vill að Mr. Bean leiki Noel bróður sinn í kvikmynd um ævintýri hljómsveitarinnar Oasis. Liam segir að Noel sé svo pirrandi og því sé við hæfi að Mr. Bean, þessi sérkennilegi karakter leikarans Rowans Atkinson, leiki hann.
Meira
Ég er með þrjár í takinu. Sú fyrsta heitir Litla bókabúðin í Hálöndunum eftir Jenny Colgan. Það er svo gaman fyrir bókaorma eins og mig að lesa bók þar sem bækur skipta máli.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.