Greinar föstudaginn 17. nóvember 2017

Fréttir

17. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 118 orð

15% ráðin erlendis frá

Vel hefur gengið að ráða starfsfólk til reksturs kísilvers PCC. 111 starfsmenn verða hjá félaginu og er nú aðeins eftir að ráða þrjá. Rúmlega helmingur starfsmanna er kominn til starfa og er nú í starfsþjálfun. Meira
17. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 101 orð | 1 mynd

75 umsóknir um starf fjölmiðlafulltrúa

Fjöldi núverandi og fv. fréttamanna er meðal 75 umsækjenda um starf fjölmiðlafulltrúa utanríkisráðuneytisins. Starfið var nýlega auglýst laust en 16 manns drógu umsóknir sínar til baka þegar óskað var birtingar á nöfnum umsækjenda. Meira
17. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 153 orð | 1 mynd

Álagningin snarminnkar

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Vegna tilkomu Costco hefur eldsneytisverð á Íslandi hækkað mun minna síðustu mánuði en ella. Þetta segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB). Meira
17. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 25 orð | 1 mynd

Árni Sæberg

Bankahúsið rifið Ferðamenn í skoðunarferð virða fyrir sér niðurrif gamla Iðnaðarbankahússins sem hýsti síðast starfsemi Íslandsbanka. Húsið var reist í Lækjargötu 12 á árunum... Meira
17. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 137 orð | 2 myndir

„Dans eflir og þroskar“

Íslandsmeistarar í fullorðinsflokki og heimsmeistarar í yngri en 21 árs í latindansi, þau Pétur Fannar Gunnarsson, 19 ára, og Polina Oddr, 17 ára, urðu önnur í sterku alþjóðlegu móti í flokki fullorðinna, Latin Rising Star, í opna hollenska mótinu í... Meira
17. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 103 orð | 1 mynd

„Þungt og gaf ekki neitt af sér“

Nýverið var tæplega 15 tonna bátur, Sæunn Sæmundsdóttir ÁR, seldur frá Þorlákshöfn til Árskógssands með um 250 þorskígildistonna kvóta. Þorvaldur Garðarsson, skipstjóri og útgerðarmaður, rekur nú lítið byggingafyrirtæki í Þorlákshöfn ásamt sonum sínum. Meira
17. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 37 orð | 1 mynd

Blíðir píanóvalsar Schuberts og sónata

Sellóleikarinn Sigurgeir Agnarsson og píanóleikarinn Nína Margrét Grímsdóttir flytja Arpeggione-sónötu Schuberts, D. 821 frá árinu 1824 ásamt blíðum píanóvölsum söngvaskáldsins á tónleikum í Gerðubergi í dag kl. 12.15. Meira
17. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 205 orð | 1 mynd

Ekki upp fyrir klósettdag

Veitur ohf. hafa sótt um leyfi til að koma fyrir stóru upplýsinga- og kynningarskilti á vegg aðveitustöðvar rafmagns við Borgartún. Skiltið verður 126 fermetrar að stærð og mun snúa að Kringlumýrarbraut. Meira
17. nóvember 2017 | Erlendar fréttir | 145 orð

Endurforrita gen inni í sjúklingi

Læknar í Kaliforníu í Bandaríkjunum hafa freistað þess að „forrita“ arfbera inni í sjúklingi en slíkt hefur aldrei verið gert áður. Meira
17. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 243 orð | 1 mynd

Fasteignir eða lausafé?

Landsvirkjun fékk ekki framgengt kröfum sínum fyrir yfirskattanefnd um að hnekkt yrði ákvörðun Þjóðskrár um að meta vinnubúðir við Þeistareykjavirkjun til fasteignamats og brunabótamats. Meira
17. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 70 orð | 1 mynd

Ferðamenn á Sólheimajökli í fylgd með kuldabola

Sólheimajökull er fjölsóttur staður, því óvíða sést undanhald jöklanna vegna hlýnunar andrúmsloftsins betur. Með slíku fær hann sífellt nýjan svip og þegar snjókoman bætist við er umhverfið allt öðruvísi í dag en það var áður. Meira
17. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 166 orð | 1 mynd

Fórnarlamba umferðarslysa verður minnst

Um 4.000 einstaklingar láta lífið og hundruð þúsunda slasast í umferðinni í heiminum á degi hverjum. Enn fleiri þurfa að takast á við áföll, sorgir og eftirsjá af völdum þessa. Meira
17. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 144 orð

Frá sautján þjóðlöndum

Umsóknir um alþjóðlega vernd voru 82 í október og fækkaði milli mánaða, segir í frétt á vef Útlendingastofnunar. Umsækjendur í október voru frá 17 þjóðlöndum, flestir frá Albaníu (25) og Georgíu (18). Meira
17. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 49 orð | 1 mynd

Fundað um SALEK og nýsköpunarmál

Meðal þess sem formenn flokkanna þriggja sem reyna nú stjórnarmyndun ræddu í gær var hvort hægt væri að blása lífi í SALEK-samkomulag hins almenna vinnumarkaðar. Þá var fundað með landlækni og rektor Háskólans í Reykjavík um nýsköpunarmál. Meira
17. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 150 orð | 1 mynd

Gangsetning PCC í janúar

Stefnt er að því að kísilver PCC BakkaSilicon ehf. á Bakka við Húsavík verði gangsett eftir miðjan janúar. Það er rúmum mánuði síðar en áður var gert ráð fyrir því vinnudagsetningin var 13. desember. Meira
17. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 670 orð | 2 myndir

Geta átt von á lykt og reyk í þrjá daga

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Húsvíkingar geta hugsanlega fundið lykt og séð reyk stíga úr neyðarstrompi kísilvers PCC BakkaSilicon ehf. á iðnaðarsvæðinu á Bakka í um þrjá sólarhringa eftir miðjan janúar. Meira
17. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 31 orð | 1 mynd

Guðrún Einarsdóttir sýnir í Gallerí Gróttu

Guðrún Einarsdóttir myndlistarkona hefur opnað sýningu í Gallerí Gróttu sem stendur til 22. desember. Viðfangsefnin eru náttúran og náttúruöflin þar sem Guðrún beitir margvíslegum efnistökum og vinnur með fjölbreytt birtingarform... Meira
17. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 129 orð

Hafa skoðað Straumsvík með kaup í huga

„Í september var sett af stað ferli sem hefur bara tvær mögulegar niðurstöður, að selja eða eiga áfram. Það er engin niðurstaða komin í það ferli ennþá,“ segir Bjarni Már Gylfason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto á Íslandi. Meira
17. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 264 orð | 1 mynd

Háskólafólk í atvinnuleit

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Ríflega helmingur þeirra útlendinga, sem hafa fengið atvinnuleyfi hér á landi það sem af er árinu, er með háskólamenntun. Þetta kemur fram í yfirliti Vinnumálastofnunar um vinnumarkaðinn í október 2017. Meira
17. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 626 orð | 3 myndir

Hefur áhrif á komu hælisleitenda

Sviðsljós Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Allt lítur út fyrir að breyting á reglugerð um útlendinga sem var gerð í ágúst hafi strax haft áhrif á komu hælisleitenda frá öruggum ríkjum hingað til lands. Meira
17. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 216 orð | 1 mynd

Heldur upp á afmælið í Glasgow

Þórdís Sigurðardóttir, leikskólakennari á Djúpavogi, á 40 ára afmæli í dag. Meira
17. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 582 orð | 3 myndir

Hræringar í atvinnulífi í Þorlákshöfn

Baksvið Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Það er blóðtaka fyrir plássið að Frostfiskur hætti starfsemi hér og yfir 50 störf flytjist annað,“ sagði íbúi í Þorlákshöfn sem rætt var við í gær. Meira
17. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 165 orð

Hælisumsóknum fækkaði mjög í haust

Hælisleitendum sem koma til Íslands og eru frá löndum sem teljast örugg hefur fækkað mjög að undanförnu. Meira
17. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 488 orð | 2 myndir

Kópavogur stækkar um 3.000 hektara

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Þetta er gleðidagur fyrir Kópavogsbúa,“ segir Ármann Kr. Meira
17. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 350 orð | 2 myndir

Leitað að fágætum fuglum

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Björn G. Arnarson, fuglaáhugamaður á Höfn í Hornafirði, hefur séð 327 fuglategundir á Íslandi og fleiri en nokkur annar. Þess má geta að íslenskar varpfuglategundir eru 70-75 talsins. Meira
17. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 256 orð | 1 mynd

Lækka ekki álagningu á atvinnuhúsnæði

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Tíu af tólf stærstu sveitarfélögum landsins hyggjast lækka álagningarprósentu fasteignagjalda íbúðarhúsnæðis á næsta ári til að koma til móts við húseigendur vegna mikillar hækkunar fasteignamats. Meira
17. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 601 orð | 3 myndir

Miðpunktur Vesturbæjarins

Baksvið Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Borgarráð hefur samþykkt viljayfirlýsingu milli Knattspyrnufélags Reykjavíkur (KR) og Reykjavíkurborgar um mögulega uppbyggingu á KR-svæðinu við Frostaskjól. Dagur B. Meira
17. nóvember 2017 | Erlendar fréttir | 382 orð | 1 mynd

Mugabe neitar að segja af sér

Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Robert Mugabe, forseti Simbabve, harðneitaði á fundi með herforingjum í gær að segja af sér embættinu sem hann hefur gegnt í 37 ár. Meira
17. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 197 orð | 1 mynd

Nóvember fremur svalur

Nú er nóvembermánuður hálfnaður og hefur hann verið fremur svalur, samkvæmt upplýsingum Trausta Jónssonar veðurfræðings. Meðalhiti í Reykjavík er +1,5 stig, -0,5 neðan meðallags 1961-1990, en -2,3 stigum neðan meðallags síðustu tíu ár. Meira
17. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 153 orð

Opið allan sólarhringinn

Halldór bendir á að óvíða sé salernisaðstaða og matsala aðgengileg allan sólarhringinn. „Það er aðeins á einum stað sem slík aðstaða er opin milli kl. Meira
17. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 533 orð | 3 myndir

ORA verðlaunað í París

Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is ORA hlaut í fyrradag verðlaun í París fyrir forrétti á sýningu sem heitir Wabel, undir útflutningsvörumerki fyrirtækisins, Iceland's Finest. Þetta er framleiðsla sem ORA hefur hafið á vörum sínum til útflutnings. Meira
17. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 75 orð | 1 mynd

Segjast hafa lausn á salernisvandanum

Með uppbyggingu sjálfvirkra þjónustumiðstöðva segjast forsvarsmenn fyrirtækisins Svarið geta mætt þeim salernisvanda sem stjórnvöld hafa skilgreint og tengist stóraukinni ferðaþjónustu um allt land. Meira
17. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 239 orð | 1 mynd

Starfsreglum um val presta breytt

Nokkrar breytingar voru gerðar á starfsreglum um val og veitingu prestsembætta þjóðkirkjunnar á kirkjuþingi á miðvikudaginn. Meira
17. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 423 orð | 4 myndir

Stefna á 42 þjónustustöðvar

Baksvið Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Unnið er að fjármögnun fyrirtækis sem hyggst reisa allt að 42 þjónustumiðstöðvar hringinn um landið. Heildarfjárfesting verkefnisins mun nema allt að fimm milljörðum króna. Meira
17. nóvember 2017 | Erlendar fréttir | 350 orð | 1 mynd

Tuttugu nýjar ásakanir á hendur Kevin Spacey

Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Hið fornfræga leikhús Old Vic í London segist hafa tekið við 20 kvörtunum um óviðeigandi hegðan leikarans Kevins Spacey í tíð hans sem listræns stjórnanda leikhússins á árunum 2004 til 2015. Meira
17. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 38 orð | 1 mynd

Tvennir tónleikar í Mengi í kvöld

Splunkuný hljóðverk eftir níu nemendur úr Listaháskóla Íslands verða flutt í Mengi í dag kl. 18. Verkin voru samin undir leiðsögn tónskáldsins Eric deLuca. Aðgangur er ókeypis. Meira
17. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 125 orð | 1 mynd

Tvær á sjúkrahús eftir harðan árekstur í Mýrdal

Tvær ungar konur, ferðamenn á bílaleigubíl, eru alvarlega slasaðar eftir að jepplingur sem þær óku og snjóruðningstæki lentu harkalega saman á móts við Ketilsstaði í Mýrdal síðdegis í gær. Meira
17. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 719 orð | 2 myndir

Úrslit að ráðast í deilu um Víkurgarð

Fréttaskýring Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Fátt virðist nú geta komið í veg fyrir að hótelbygging á vegum Icelandair Hotels rísi í þeim hluta hins forna Víkurkirkjugarðs í miðbænum þar sem lengi var bílastæði Landssímans. Meira
17. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 218 orð | 1 mynd

Útilaug við Sundhöllina í gagnið

Byrjað var í gær að dæla vatni í nýja útilaug sem er hluti af viðbyggingu við Sundhöll Reykjavíkur. Útisvæðið er hæð neðar en aðkoma frá Barónsstíg, þar sem nýr afgreiðslusalur hefur verið byggður. Meira
17. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 223 orð

Viðræðurnar að mjakast af stað

Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Þetta er jákvætt. Okkur er nú boðið meira en 0%,“ sagði Maríanna H. Helgadóttir, formaður Félags íslenskra náttúrufræðinga (FÍN). Meira
17. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 365 orð | 4 myndir

Vinnu miðar hægt en örugglega

Baksvið Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Stjórnarmyndunarviðræðum í gær miðaði hægt en örugglega í rétta átt, eins og viðmælendur Morgunblaðsins úr Framsóknarflokki, Sjálfstæðisflokki og VG orðuðu það í samtölum. Meira
17. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 182 orð | 2 myndir

Þjónusta við Vesturbæinga bætt

„Við KR-ingar erum að þessu fyrst og síðast til þess að bæta þjónustuna við íþróttaiðkendur í Vesturbænum. Einnig viljum við bæta hverfisþjónustuna og auka félagslega þjónustu í hverfinu,“ segja Gylfi og Jónas. Meira
17. nóvember 2017 | Erlendar fréttir | 69 orð | 1 mynd

Þverrandi þátttaka í mótmælum

Miðað við fyrri mótmæli hefur andstaðan við „frjálslyndisstefnu“ stjórnar Emmanuels Macron Frakklandsforseta í atvinnumálum minnkað stórum. Meira

Ritstjórnargreinar

17. nóvember 2017 | Staksteinar | 232 orð | 1 mynd

Ekki hlutlaust Rúv.

Fjölmiðlarýnir Viðskiptablaðsins, Andrés Magnússon, gerir rannsókn Creditinfo á fréttaflutningi Ríkisútvarpsins fyrir kosningarnar 2013 og 2016 að umfjöllunarefni í nýjasta pistli sínum. Meira
17. nóvember 2017 | Leiðarar | 613 orð

Sjúklingar á hrakhólum

Það er ekki nóg að reglulega sé talað um hremmingar aldraðra í biðstöðu Meira

Menning

17. nóvember 2017 | Bókmenntir | 340 orð | 4 myndir

Á þriðja tug titla Sæmundar

Bókaútgáfan Sæmundur sendir frá sér á þriðja tug bóka á árinu, skáldsögur, ljóð, bókmenntaþýðingar og endurútgáfur eldri bóka. Meira
17. nóvember 2017 | Kvikmyndir | 129 orð | 1 mynd

Bandalag ofurhetja

Ofurhetjumyndin Justice League verður frumsýnd í dag en hún er sú nýjasta sem byggð er á teiknimyndasögum DC Comics. Hluti kvikmyndarinnar var tekinn upp hér á landi og fer Ingvar E. Sigurðsson með smátt hlutverk í henni. Meira
17. nóvember 2017 | Bókmenntir | 1453 orð | 2 myndir

„Ég hætti aldrei að skrifa“

Viðtal Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Ég átti ekki von á þessari viðurkenningu. Meira
17. nóvember 2017 | Bókmenntir | 897 orð | 1 mynd

„Snýst um framtíð íslenskunnar“

Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Þessi viðurkenning kemur mér sannarlega á óvart. Ég er himinlifandi og mjög upp með mér,“ segir Gunnar Helgason rithöfundur sem í gær hlaut sérstaka viðurkenningu á degi íslenskrar tungu. Meira
17. nóvember 2017 | Myndlist | 685 orð | 2 myndir

Da Vinci fyrir metfé

Aldrei hefur viðlíka verð verið greitt fyrir nokkurt listaverk á uppboði og óþekktur kaupandi greiddi fyrir málverkið Salvator Mundi eftir Leonardo da Vinci á uppboði hjá Christie's í New York í fyrrakvöld. Meira
17. nóvember 2017 | Bókmenntir | 297 orð | 4 myndir

Skáldskapur, ævisögur og matur

Bókaútgáfan Salka gefur út bækur eftir erlenda og innlenda höfunda, skáldskap, ævisögur og matreiðslubók. Tvíflautan heitir fyrsta skáldsaga Jóns Sigurðar Eyjólfssonar. Í henni segir af ungum Vestfirðingi sem freistar gæfunnar í Grikklandi. Meira

Umræðan

17. nóvember 2017 | Bréf til blaðsins | 66 orð | 1 mynd

Aldraðir bíða

Mér rennur til rifja að svo margir heldri borgarar bíði eftir að komast á hjúkrunarheimili; fólk er fast heima hjá sér eða liggur á deildum Landspítala svo mánuðum skiptir og bíður lausnar á sínum málum. Meira
17. nóvember 2017 | Aðsent efni | 628 orð | 1 mynd

Á að leggja sérstakt gjald á ferðamenn?

Eftir Þóri Garðarsson: "Útgjöld þjóðarbúsins vegna dvalar ferðamanna eru miklu minni en tekjurnar. Af þeirri ástæðu einni er ekkert sem kallar á sérstaka gjaldtöku af þeim." Meira
17. nóvember 2017 | Aðsent efni | 1008 orð | 1 mynd

NATO ákveður að stofna nýja flotaherstjórn

Eftir Björn Bjarnason: "Mikilvæg þáttaskil urðu innan NATO gagnvart öryggi á N-Atlantshafi með ákvörðun um nýja Atlantshafsherstjórn." Meira
17. nóvember 2017 | Pistlar | 406 orð | 1 mynd

Um góða framboðshætti

Í lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu eru félögum og fyrirtækjum í atvinnustarfsemi veittar leiðbeiningar um góða viðskiptahætti. Meira

Minningargreinar

17. nóvember 2017 | Minningargreinar | 3700 orð | 1 mynd

Atli Steinarsson

Atli Steinarsson fæddist í Reykjavík 30. júní 1929. Hann lést á Landspítalanum 8. nóvember 2017. Foreldrar hans voru Ása Sigurðardóttir húsmóðir, f. 26. janúar 1895, d. 12. apríl 1984, og Steinarr St. Stefánsson verslunarstjóri, f. 7. apríl 1896, d. 25. Meira  Kaupa minningabók
17. nóvember 2017 | Minningargreinar | 2138 orð | 1 mynd

Auður Thoroddsen

Auður Thoroddsen fæddist í Vatnsdal við Patreksfjörð 9. janúar 1924. Hún andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi 8. nóvember 2017. Foreldrar Auðar voru hjónin Ólafur Einarsson Thoroddsen, bóndi og skipstjóri í Vatnsdal, f. 4. janúar 1873, d. Meira  Kaupa minningabók
17. nóvember 2017 | Minningargreinar | 1740 orð | 1 mynd

Erna Gunnarsdóttir

Erna Gunnarsdóttir fæddist á Stöðvarfirði 7. maí 1927. Hún lést á sjúkrahúsi Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja mánudaginn 6. nóvember 2017. Foreldrar hennar voru Gunnar Emilsson vélsmiður, f. á Kvíabekk í Ólafsfirði 1. ágúst 1901, d, 29. Meira  Kaupa minningabók
17. nóvember 2017 | Minningargreinar | 681 orð | 1 mynd

Gyða Bergs

Gyða Bergs fæddist í Reykjavík 17. desember 1930. Hún andaðist á hjúkrunarheimilinu Eir 11. nóvember 2017. Foreldrar Gyðu voru Magnús Scheving Thorsteinsson forstjóri, f. 4. október 1893, d. 30. Meira  Kaupa minningabók
17. nóvember 2017 | Minningargreinar | 376 orð | 1 mynd

Haukur Hjaltason

Haukur Hjaltason fæddist 6. mars 1940. Hann lést 8. nóvember 2017. Útför Hauks fór fram 16. nóvember 2017. Meira  Kaupa minningabók
17. nóvember 2017 | Minningargreinar | 849 orð | 1 mynd

Klara Sigríður Randversdóttir

Klara Sigríður Randversdóttir fæddist 4. mars 1932 í Fjósakoti í Saurbæjarhreppi. Hún lést á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 1. nóvember 2017. Hún var dóttir hjónanna Ólafar Indiönu Sigurðardóttur og Randvers Guðmundssonar. Meira  Kaupa minningabók
17. nóvember 2017 | Minningargreinar | 3691 orð | 1 mynd

Magnús Magnússon

Magnús Magnússon fæddist í Hafnarfirði 22. febrúar 1954. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 7. nóvember 2017. Foreldrar Magnúsar voru hjónin Magnús Bjarnason skrifstofumaður, f. 4. júlí 1924, og Súsanna Kristjánsdóttir fóstra, f. 14. júlí 1924,... Meira  Kaupa minningabók
17. nóvember 2017 | Minningargreinar | 4187 orð | 1 mynd

Svanlaug Magnúsdóttir

Svanlaug Magnúsdóttir fæddist í Feitsdal í Arnarfirði 2. apríl 1930. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 30. október 2017. Foreldrar hennar voru hjónin Rebekka Þiðriksdóttir, húsmóðir og kennari, f. 27.10. 1890, d. 11.4. Meira  Kaupa minningabók
17. nóvember 2017 | Minningargreinar | 1328 orð | 1 mynd

Vilhelmína Sigríður Vilhjálmsdóttir

Vilhelmína Sigríður Vilhjálmsdóttir fæddist í Reykjavík 21. júní árið 1941. Hún andaðist á Hrafnistu í Hafnarfirði 12. nóvember 2017. Foreldrar hennar voru Vilhjálmur Sigurjónsson, f. 1. mars 1918, d. 1. sept. 2004, og Sigríður Símonardóttir, f. 10.... Meira  Kaupa minningabók
17. nóvember 2017 | Minningargreinar | 4187 orð | 1 mynd

Þór Þorsteins

Þór Þorsteins fæddist í Reykjavík 5. ágúst 1932. Hann lést á Landakotsspítala 30. október 2017. Foreldrar Þórs voru Karl Andreas Þorsteins, stórkaupmaður og ræðismaður Portúgals á Íslandi, f. 1901, d. Meira  Kaupa minningabók
17. nóvember 2017 | Minningargreinar | 3263 orð | 1 mynd

Örn Ingólfsson

Örn fæddist 30. ágúst 1940 í Reykjavík. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 8. nóvember 2017. Foreldrar hans voru Þórey Sigurðardóttir húsmóðir, f. 30.6. 1907, d. 20.1. 1997, og Ingólfur Guðmundsson bakarameistari, f. 15.2. 1907, d. 27.8. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

17. nóvember 2017 | Viðskiptafréttir | 384 orð | 3 myndir

Ferðaþjónusta væntir 4% vaxtar í fjárfestingum

Baksvið Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Stjórnendur flutninga- og ferðaþjónustufyrirtækja vænta þess að fjárfesting þeirra aukist um rúm 4% í ár en samkvæmt könnun í vor bjuggust þeir við að aukningin yrði 18%. Meira
17. nóvember 2017 | Viðskiptafréttir | 121 orð | 1 mynd

Íslandsbanki gefur út víkjandi bréf

Íslandsbanki gaf í gær út víkjandi skuldabréf til 10 ára að fjárhæð 750 milljónir sænskra króna, jafngildi 9,3 milljarða íslenskra króna. Útgáfan er fyrsta víkjandi skuldabréfaútgáfa sem íslensk fjármálastofnun selur á erlendum markaði frá árinu 2008. Meira
17. nóvember 2017 | Viðskiptafréttir | 63 orð | 1 mynd

Markmið um frjálsræði flugfélaga færist nær

Borealis, samstarfsbandalag Isavia og átta annarra norðurevrópskra flugleiðsögufyrirtækja, hefur komist nær því markmiði að auka frjálsræði flugfélaga varðandi flugleiðir innan flugstjórnarsvæða sinna, að því fram kemur í frétt á vef Isavia. Meira
17. nóvember 2017 | Viðskiptafréttir | 93 orð

Sjávarklasinn í samstarf við Grimsby Hull-klasa

Seafood Grimsby Hull-klasinn og Íslenski sjávarklasinn hafa skrifað undir samstarfsyfirlýsingu um sameiginleg markmið um að efla samstarf á milli frumkvöðla og fyrirtækja á Humberside- svæðinu og á Íslandi. Meira
17. nóvember 2017 | Viðskiptafréttir | 60 orð

Útvegsmenn bjartsýnni en í vor

Stjórnendur sjávarútvegsfyrirtækja vænta nú ekki jafn mikils samdráttar í fjárfestingum (án skipa) í ár og þeir gerðu í vor. Í vor reiknuðu þeir með 43% samdrætti í fjárfestingum í ár en gera nú ráð fyrir 12% samdrætti. Meira

Daglegt líf

17. nóvember 2017 | Daglegt líf | 810 orð | 3 myndir

Annað og meira en reynsla og kjöt

Hún ætlar að gefa sína tíundu ljóðabók út sjálf og selur hana í forsölu á Karolinafund, sem og ljóðapúða og ljóðataupoka. Margrét Lóa Jónsdóttir ljóðskáld hugleiðir fyrirbærið bið í nýju ljóðabókinni biðröðin framundan. Meira
17. nóvember 2017 | Daglegt líf | 129 orð | 1 mynd

Dagskrá tileinkuð skáldinu Sigurbjörgu Þrastardóttur

Grafarvogskirkja ætlar að vera með sérstaka dagskrá nk. sunnudag 19. nóv. þar sem yfirskriftin er Dagur orðsins. Dagskráin verður frá kl. 10-13 og er hún tileinkuð skáldinu Sigurbjörgu Þrastardóttur. Meira
17. nóvember 2017 | Daglegt líf | 302 orð | 1 mynd

Fyrir hvað er verið að þakka á þakkargjörðardeginum?

Margir þeirra Íslendinga sem hafa verið búsettir í Bandaríkjunum í einhvern tíma, hvort sem það er vegna starfs eða náms halda áfram þeim sið að halda upp á þakkargjörðardaginn eftir að þeir flytja heim. Meira
17. nóvember 2017 | Daglegt líf | 311 orð | 1 mynd

Heimur Jóhanns

Ég hef til að mynda aldrei séð markmann snúa rassinum í útileikmenn. Spurning hvort Hannes prófi þetta þegar Ísland keppir á HM í Rússlandi næsta sumar. Meira
17. nóvember 2017 | Daglegt líf | 128 orð | 1 mynd

Hægt er að kaupa bókina fyrirfram, ljóðapúða og taupoka

Slóðin á verkefni Margrétar Lóu á Karolinafund.com er: biðröðin framundan Þar gefst fólki kostur á að kaupa bókina fyrirfram, og þannig safnar Margrét fyrir eigin útgáfu. „Ég get haft bókina á hóflegu verði með því að selja hana svona fyrirfram. Meira
17. nóvember 2017 | Daglegt líf | 166 orð

Nokkur brot úr bókinni

biðin eftir því að fullorðnast fyrsta stefnumótið einsog varða á heiði sem komin er að hruni man að ég hafði enga löngun til að reyna að stjórna aðstæðum vissi að ég var allt sem þú þráðir sumar minningar stinga upp kollinum líkt og eiturörvar meðan... Meira

Fastir þættir

17. nóvember 2017 | Í dag | 165 orð | 1 mynd

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 Bb4+ 4. Bd2 De7 5. g3 Rc6 6. Rc3 Bxc3 7. Bxc3...

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 Bb4+ 4. Bd2 De7 5. g3 Rc6 6. Rc3 Bxc3 7. Bxc3 Re4 8. Hc1 0-0 9. Bg2 d6 10. d5 Rd8 11. 0-0 e5 12. c5 Rxc5 13. Rxe5 dxe5 14. Bb4 b6 15. d6 cxd6 16. Bxa8 Rdb7 17. Bxc5 dxc5 18. Dd5 Hd8 19. Dg2 e4 20. Hfd1 He8 21. Hc3 f5 22. Meira
17. nóvember 2017 | Í dag | 79 orð | 2 myndir

Chris Martin í sjónvarpsþáttunum Modern Family

Chris Martin, söngvari bresku hljómsveitarinnar Coldplay, er að fara að prufa eitthvað alveg nýtt. Chris Martin verður gestaleikari í þáttunum Modern Family 29. nóvember. Meira
17. nóvember 2017 | Í dag | 48 orð | 1 mynd

Egill Yngvi Ragnarsson

30 ára Egill ólst upp á Hofsósi, býr á Sauðárkróki og starfar á kúabúinu Hlíðarenda í Óslandshlíð. Maki: Guðmunda Magnúsdóttir, f. 1991, grunnskólakennari, var að kenna við Grunnskólann á Hólum en er í fæðingarorlofi. Sonur: Grétar Örn, f. 2017. Meira
17. nóvember 2017 | Í dag | 22 orð

En vér, lýður þinn og gæsluhjörð, munum þakka þér um aldur og ævi...

En vér, lýður þinn og gæsluhjörð, munum þakka þér um aldur og ævi, syngja þér lof frá kyni til kyns. Meira
17. nóvember 2017 | Í dag | 77 orð | 1 mynd

Ert þú myrkfælin/n?

Nickelodeon-þættirnir sem létu börn fá gæsahúð á níunda áratug síðustu aldar eru að fara að birtast á hvíta tjaldinu. Sjónvarpsþættirnir „Are You Afraid of the Dark? Meira
17. nóvember 2017 | Í dag | 572 orð | 3 myndir

Heildin skoðuð í ljósi hins afmarkaða

Anna Líndal fæddist á Hvammstanga 17.11. Meira
17. nóvember 2017 | Árnað heilla | 189 orð | 1 mynd

Hve lengi eigum við að borga Útsvarið?

Nágrannaslagur verður í Útsvarinu í kvöld þegar Hveragerði og Ölfus mætast í spurningakeppni sveitarfélaganna á RÚV. Það þarf að vera eitthvað drepleiðinlegt í gangi í öðrum miðlum til að Ljósvaki dagsins horfi í kvöld. Meira
17. nóvember 2017 | Í dag | 67 orð

Málið

Að una og unna er sitt hvað. Að una sér e-s staðar : kunna vel við sig þar; una sér við e-ð : hafa ánægju af e-u; una hag sínum vel : vera sáttur við (eða með) hag sinn. Meira
17. nóvember 2017 | Í dag | 286 orð

Og síðan dó hún eða hann

Davíð Hjálmar Haraldsson skrifaði limru í leirinn á miðvikudag, sem átti eftir að draga slóða á eftir sér: Er böðullinn Hafliða hjó á höggstokk og maðurinn dó rak fólkið upp org í felmtran og sorg og grátklökkt en höfuðið hló. Meira
17. nóvember 2017 | Í dag | 44 orð | 1 mynd

Ólafur Björgvin Jóhannesson

30 ára Ólafur býr í Eyjum, lauk sveinsprófi sem prentsmiður og starfrækir verslunina Skýlið í Vestmannaeyjum. Unnusta: Lilja Hrönn Gunnarsdóttir, f. 1989, viðburðarráðgjafi á Grand Hótel í Reykjavík. Sonur hennar: Ingvi Brynjar, f. 2014. Meira
17. nóvember 2017 | Í dag | 253 orð | 1 mynd

Pálmi Jósefsson

Pálmi Jósefsson fæddist 17.11. 1898, á Finnastöðum í Sölvadal í Eyjafirði, sonur hjónanna Sigríðar Jónsdóttur og Jósefs Jónassonar, bænda þar. Meira
17. nóvember 2017 | Árnað heilla | 30 orð | 1 mynd

Reykjavík Eyja Marín Heiðarsdóttir fæddist 17. júlí 2017 kl. 0.20. Hún...

Reykjavík Eyja Marín Heiðarsdóttir fæddist 17. júlí 2017 kl. 0.20. Hún vó 4.080 g og var 53 cm löng. Foreldrar hennar eru Aldís Björk Óskarsdóttir og Heiðar Ingi Árnason... Meira
17. nóvember 2017 | Í dag | 48 orð | 1 mynd

Sonja Pétursdóttir

30 ára Sonja ólst upp á Hellissandi, býr í Reykjavík, lauk BA-prófi í félagsráðgjöf, er í fæðingarorlofi og bíður eftir nýfæddri dóttur í byrjun desember. Maki: Finnbogi Reynisson, f. 1982, rafeindavirki. Foreldrar: Svala Gunnarsdóttir, f. Meira
17. nóvember 2017 | Í dag | 209 orð

Til hamingju með daginn

90 ára Kjartan G. Magnússon 85 ára Bjarni Guðbrandsson Martin Winkler Regína Hanna Gísladóttir Steinunn K. Theódórsdóttir Unnur Óskarsdóttir 80 ára Aðalheiður S. Meira
17. nóvember 2017 | Fastir þættir | 245 orð

Víkverji

Víkverji tekur eftir því að ýmsir kunningjar hans hafa af og til sett myndir á samskiptamiðla eftir að hafa keypt snúða í bakaríum. Myndbirtingarnar eru ekki komnar til af góðu. Meira
17. nóvember 2017 | Í dag | 109 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

17. nóvember 1913 Fyrstu íslensku fréttamyndirnar birtust í Morgunblaðinu. Þetta voru dúkristur sem voru gerðar til skýringar á frétt um morð í Dúkskoti í Reykjavík fjórum dögum áður. 17. nóvember 1938 Vikan kom út í fyrsta sinn. Meira

Íþróttir

17. nóvember 2017 | Íþróttir | 105 orð | 1 mynd

36 ára bið Perú á enda

Perú varð 32. og síðasta þjóðin til að tryggja sér sæti á HM í knattspyrnu sem fram fer í Rússlandi á næsta ári. Perú hafði betur gegn Nýja-Sjálandi, 2:0, í síðari umspilsleik þjóðanna. Meira
17. nóvember 2017 | Íþróttir | 103 orð

54. heimasigurinn í röð hjá Íslendingaliðinu

Íslendingaliðið Kristianstad hélt sigurgöngu sinni áfram í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gærkvöld. Kristianstad vann tíu marka sigur gegn Skövde, 39:29, eftir að hafa verið undir eftir fyrri hálfleikinn, 16:14. Þetta var 54. Meira
17. nóvember 2017 | Íþróttir | 434 orð | 2 myndir

Alls ekkert sjálfsagt

Handbolti Ívar Benediktsson iben@mbl.is „Ég er mjög ánægður að fá framlengingu á samninginn. Meira
17. nóvember 2017 | Íþróttir | 115 orð | 1 mynd

Dominos-deild karla KR – Haukar 66:81 Stjarnan – Þór Ak...

Dominos-deild karla KR – Haukar 66:81 Stjarnan – Þór Ak. 92:84 Höttur – Keflavík 66:92 ÍR – Valur 76:90 Tindastóll – Þór Þ. Meira
17. nóvember 2017 | Íþróttir | 252 orð | 1 mynd

Greinilegt er að það var ekki að þarflausu sem Ívar Ásgrímsson...

Greinilegt er að það var ekki að þarflausu sem Ívar Ásgrímsson, landsliðsþjálfari kvenna í körfuknattleik, gagnrýndi íslensku félögin í Morgunblaðinu í sumar. Ívar sagði meðal annars í viðtali við Morgunblaðið 22. Meira
17. nóvember 2017 | Íþróttir | 343 orð | 2 myndir

Hetjuleg barátta en Stjarnan féll úr leik með sæmd

Meistaradeildin Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl. Meira
17. nóvember 2017 | Íþróttir | 133 orð | 2 myndir

Höttur – Keflavík66:92

Brauð og co. höllin Egilsstöðum, Úrvalsdeild karla, 16. nóvember 2017. Gangur leiksins : 4:1, 4:5, 4:19, 11:25, 17:31, 24:33, 27:38, 29:42, 35:48, 39:57, 46:59, 52:69, 55:76, 58:85, 64:87, 66:92. Meira
17. nóvember 2017 | Íþróttir | 124 orð | 2 myndir

ÍR – Valur76:90

Hertz-hellirinn, úrvalsdeild karla, Dominos-deildin, fimmtudaginn 16. nóvember 2017. Gangur leiksins : 6:3, 8:13, 12:23, 15:32 , 17:37, 23:41, 28:50, 33:54 , 39:58, 41:65, 52:66, 56:67 , 62:71, 64:80, 73:82, 76:90 . Meira
17. nóvember 2017 | Íþróttir | 111 orð | 2 myndir

KR – Haukar 66:81

DHL-höllin, úrvalsdeild karla, Dominos-deildin, fimmtudaginn 16. nóvember 2017. Gangur leiksins : 5:4, 12:9, 14:17, 16:22 , 18:27, 34:41, 34:41, 34:41 , 36:46, 41:55, 50:59, 55:61 , 57:61, 62:67, 64:74, 66:81 . Meira
17. nóvember 2017 | Íþróttir | 63 orð | 1 mynd

KÖRFKUKNATTLEIKUR Dominos-deild karla: Njarðvík: Njarðvík &ndash...

KÖRFKUKNATTLEIKUR Dominos-deild karla: Njarðvík: Njarðvík – Grindavík 20.00 HANDKNATTLEIKUR Grill 66-deild karla: Digranes: HK – KA 19.00 Akureyri: Akureyri – H. riddarinn 19.30 Laugardalsh.: Þróttur R – Stjarnan U 19. Meira
17. nóvember 2017 | Íþróttir | 294 orð | 4 myndir

*Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði í fyrrakvöld sitt...

*Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði í fyrrakvöld sitt fjórða mark í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu á þessu tímabili þegar liðið tryggði sér sæti í 8-liða úrslitunum með 3:3-jafntefli gegn Fiorentina. Meira
17. nóvember 2017 | Íþróttir | 972 orð | 2 myndir

Nýliðar Vals skelltu ÍR niður á jörðina

Í Höllunum Kristófer Kristjánsson Jóhann Ólafsson Vigdís Diljá Óskarsdóttir Magnús Logi Sigurbjörnsson Valur stöðvaði sigurgöngu toppliðs ÍR í Hertz-hellinum í gærkvöldi með 90:76-sigri í 7. umferð Dominos-deildar karla í körfubolta. Meira
17. nóvember 2017 | Íþróttir | 205 orð | 1 mynd

Olís-deild kvenna Valur – ÍBV 32:28 Selfoss – Fjölnir 25:36...

Olís-deild kvenna Valur – ÍBV 32:28 Selfoss – Fjölnir 25:36 Staðan: Valur 9720247:20816 Haukar 8512187:17511 ÍBV 9513259:22611 Fram 8422232:20210 Stjarnan 8413241:2039 Selfoss 9216206:2475 Fjölnir 9126183:2464 Grótta 8026166:2142 Þýskaland... Meira
17. nóvember 2017 | Íþróttir | 180 orð | 1 mynd

Ólafía byrjar lokamótið vel

Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hóf keppni á Tour Championship, lokamóti LPGA-mótaraðarinnar í golfi, í Flórída í gær. Ólafía Þórunn var afar stöðug lengst af og lék fyrsta hringinn á tveimur höggum undir pari vallarins. Meira
17. nóvember 2017 | Íþróttir | 124 orð | 2 myndir

Slavia Prag – Stjarnan 0:0

Eden Aréna í Prag, Meistaradeild kvenna, 16-liða úrslit, seinni leikur, fimmtudaginn 16. nóvember 2017. Skilyrði : Sex gráða hiti og skýjað. Völlurinn í góðu standi. Skot : Slavia Prag 13 (9) – Stjarnan 14 (7). Meira
17. nóvember 2017 | Íþróttir | 546 orð | 1 mynd

Spilar sína bestu stöðu hjá Cholet

Frakkland Kristján Jónsson kris@mbl.is Haukur Helgi Pálsson kann vel við sig hjá nýju félagi í Frakklandi, Cholet, þar sem hann tekst á við þá áskorun að leika í efstu deild körfuboltans þar í landi. Haukur hefur svo sem ágæta reynslu og samanburð. Meira
17. nóvember 2017 | Íþróttir | 127 orð | 2 myndir

Stjarnan – Þór Ak.92:84

Íþróttahúsið Ásgarði, úrvalsdeild karla, Dominos-deildin, fimmtudaginn 16. nóvember 2017. Gangur leiksins : 3:7, 3:14, 11:15, 17:21 , 24:26, 32:32, 34:37, 37:47 , 40:52, 48:55, 58:63, 61:69 , 65:75, 74:77, 84:80, 92:84 . Meira
17. nóvember 2017 | Íþróttir | 104 orð | 1 mynd

Svöruðu með gagntilboði

„Við svöruðum Sandefjord með gagntilboði og síðan hafa verið einhverjar þreifingar á milli félaganna en eins og er má segja að það sé langt á milli félaganna,“ sagði Victor Ingi Olsen, starfsmaður Stjörnunnar, við Morgunblaðið en en eins og... Meira
17. nóvember 2017 | Íþróttir | 130 orð | 2 myndir

Tindastóll – Þór Þ.92:58

Íþróttahúsið á Sauðárkróki, úrvalsdeild karla, Dominos-deildin, fimmtudaginn 16. nóvember 2017. Gangur leiksins : 5:4, 9:9, 17:18, 21:20 , 25:22, 31:27, 41:34, 48:38 , 54:41, 56:41, 57:41, 69:42 , 73:45, 78:47, 85:51, 92:58 . Meira
17. nóvember 2017 | Íþróttir | 70 orð | 1 mynd

Undankeppni HM karla Umspil, síðari leikur: Perú – Nýja-Sjáland...

Undankeppni HM karla Umspil, síðari leikur: Perú – Nýja-Sjáland 2:0 Jefferson Farfan 28., Christian Guillermo Ramos 65. *Perú sigraði samanlagt, 2:0, og spilar á HM á næsta ári. Meira
17. nóvember 2017 | Íþróttir | 115 orð | 2 myndir

Valur – ÍBV 32:28

Valshöllin, úrvalsdeild kvenna, Olísdeildin, fimmtudaginn 16. nóvember 2017. Gangur leiksins : 2:3, 4:5, 8:7, 10:10, 13:13, 15:15 , 17:17, 22:21, 24:23, 25:24, 32:28 . Meira
17. nóvember 2017 | Íþróttir | 348 orð | 2 myndir

Valur taplaus inn í hléið

Á Hlíðarenda Hjörvar Ólafsson hjorvaro@mbl.is Valur náði fimm stiga forskoti á toppi Olísdeildar kvenna í handbolta með 32:28-sigri sínum gegn ÍBV, en liðin mættust í níundu umferð deildarinnar í Valshöllinni í gærkvöldi. Meira
17. nóvember 2017 | Íþróttir | 60 orð | 1 mynd

Þreytt lið Löwen tapaði

Meistararnir í Rhein-Neckar Löwen máttu sætta sig við tap gegn Melsungen, 29:26, í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gær. Örugglega má kenna þreytu um hjá leikmönnum Löwen en þeir spiluðu tvo leiki á einum sólarhring um síðustu helgi. Meira

Ýmis aukablöð

17. nóvember 2017 | Blaðaukar | 16 orð | 1 mynd

20

Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Gæslunnar, segir frá þróun síðustu ára og ræðir um væntanlegar... Meira
17. nóvember 2017 | Blaðaukar | 26 orð | 1 mynd

24

Sindri Már Atlason, sölustjóri ferskra afurða hjá HB Granda, rýnir í hraða þróun flutningsleiða fiskafurða frá landinu, í lofti og á legi, og spáir í... Meira
17. nóvember 2017 | Blaðaukar | 23 orð | 1 mynd

32

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, lýsir stöðu fyrirtækja í sjávarútvegi og er ómyrk í máli um lífsbaráttu margra þeirra á tímum hárra... Meira
17. nóvember 2017 | Blaðaukar | 20 orð | 1 mynd

40

Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís, fer yfir þann fjölda tækifæra sem hann telur framundan í sjávarútvegi. Margt megi um leið... Meira
17. nóvember 2017 | Blaðaukar | 17 orð | 1 mynd

46

Líney Sigurðardóttir, fréttaritari Morgunblaðsins á Þórshöfn, skýrir í máli og myndum frá góðum gangi vertíðarinnar á... Meira
17. nóvember 2017 | Blaðaukar | 193 orð

Bann við rækjuveiðum fyrir vestan

Hafrannsóknastofnun hefur gefið út ráðleggingar um að rækjuveiðar í Arnarfirði og Ísafjarðardjúpi verði ekki heimilaðar í vetur. Meira
17. nóvember 2017 | Blaðaukar | 719 orð | 3 myndir

„Eitt skemmtilegasta starf sem ég hef gegnt“

Þorgerður Katrín er full stolts og þakklætis þegar hún býr sig undir að kveðja sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið. Ýmis áhugaverð verkefni fóru af stað undir hennar stjórn og verður vonandi fylgt í land af arftakanum. Meira
17. nóvember 2017 | Blaðaukar | 796 orð | 3 myndir

„Það eru ekki fleiri fiskar í sjónum“

Nýsköpun snýst um að skapa samkeppnisforskot, segir Jón Gunnarsson, samskiptastjóri Einkaleyfastofunnar. Meira
17. nóvember 2017 | Blaðaukar | 266 orð | 1 mynd

Bregðast við slysum

Sjónvarpsstöðin N4 hefur gert sex stuttar fræðslumyndir um öryggismál starfsfólks í fiskvinnslu. Meira
17. nóvember 2017 | Blaðaukar | 1246 orð | 2 myndir

Efla þarf nám í haftengdum fræðum

Á fimmta tug sjávarútvegsfræðinga, sem hafa menntað sig við Háskólann á Akureyri, starfa nú hjá stærstu fyrirtækjunum í sjávarútvegi hér á landi. Árið 2006 voru þeir tæplega tuttugu. Alls hafa 215 nemendur útskrifast af brautinni. Meira
17. nóvember 2017 | Blaðaukar | 511 orð | 2 myndir

Fiskurinn er á ferð um allan heim

Ný siglingaleið til Rotterdam, með brottför alla föstudaga, hefur komið sér vel fyrir útflytjendur sjávarafurða. Þá hafa nýir heilsársáfangastaðir flugfélaganna margir orðið að mikilvægum nýjum mörkuðum. Meira
17. nóvember 2017 | Blaðaukar | 219 orð | 1 mynd

Forystan virðist tæp í Færeyjum

Þrír þingmenn Jafnaðarflokksins hætta stuðningi við fiskveiðistjórnarfrumvarp. Meira
17. nóvember 2017 | Blaðaukar | 330 orð | 1 mynd

Gætu lært af ferðaþjónustunni við markaðssetningu á fiski

Heiðrún segir Íslendinga geta verið mjög stolta af sjávarútvegi landsins og þrátt fyrir að náttúruauðlindir hafsins séu takmarkaðar eigi greinin ennþá mikið inni. Meira
17. nóvember 2017 | Blaðaukar | 126 orð | 1 mynd

Horft fram á veg með hóflegri bjartsýni

Fáar atvinnugreinar á Íslandi hvíla á jafn sterkum og stöndugum grunni og sjávarútvegur. Meira
17. nóvember 2017 | Blaðaukar | 1043 orð | 3 myndir

Hvert skref auðveldara með einkaleyfi

Zymetech er eitt elsta líftæknifyrirtækið á Íslandi og hefur þróað munnúða úr þorskensímum, sem hjálpar líkamanum að verjast kvefi. Meira
17. nóvember 2017 | Blaðaukar | 96 orð | 8 myndir

Málin brotin til mergjar í Hörpu

Hlýða mátti á líflegar umræður forystufólks í sjávarútvegi í gær þegar fyrri dagur Sjávarútvegsráðstefnunnar fór fram í Hörpu við Reykjavíkurhöfn. Meira
17. nóvember 2017 | Blaðaukar | 549 orð | 3 myndir

Mikill fjöldi atvika sem ekki eru tilkynnt

Alls voru 53 slys á fólki tilkynnt sjósviði RNSA á síðasta ári. 213 voru tilkynnt Sjúkratryggingum. Meira
17. nóvember 2017 | Blaðaukar | 456 orð | 4 myndir

Mikil umsvif eru í útgerðarþorpinu

Á Þórshöfn snýst allt um sjávarútveginn. Makríll á sumrin. Geir fer senn í Breiðafjörðinn. Meira
17. nóvember 2017 | Blaðaukar | 161 orð

Mætti prófa ólíkar lausnir

Enn er ekki ljóst hvaða flokkum mun takast að mynda ríksisstjórn og alls óvíst hvaða stefna verður tekin í málefnum sjávarútvegsins. Meira
17. nóvember 2017 | Blaðaukar | 1006 orð | 2 myndir

Númer eitt, tvö og þrjú er að bjarga lífum

Björgunarsveitir landið um kring mynda þétta viðbragðskeðju fyrir sjómenn og sæfarendur Meira
17. nóvember 2017 | Blaðaukar | 897 orð | 4 myndir

Ógn gæti stafað af frystum fiski úr austri

Markaðir, gengi og flutningaleiðir eru breytur sem sífellt eru á hreyfingu. Jón Þrándur Stefánsson, yfirmaður greininga hjá Markó Partners rýnir í fortíðina og ræður í framtíðina. Segir hann von á vaxandi samkeppni frá Noregi. Meira
17. nóvember 2017 | Blaðaukar | 2252 orð | 4 myndir

Ógrynni tækifæra en margt má betur fara

Allar forsendur eru til að fullvinnsla ferskra sjávarafurða fari í auknum mæli fram hér á landi, segir Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís. Fyrst þurfi þó að spyrja nokkurra lykilspurninga og svara þeim skýrt. Meira
17. nóvember 2017 | Blaðaukar | 3332 orð | 4 myndir

Reiðarslag í Eyjum

Strand belgíska togarans Pelagus við Vestmannaeyjar fyrir 35 árum, þar sem fjórir menn fórust, er frásagnarefnið í nýýtkominni Útkallsbók Óttars Sveinssonar. Með góðfúslegu leyfi Óttars er hér stuttlega gripið niður í þá örlagaríku atburðarás sem greint er frá í bókinni: Meira
17. nóvember 2017 | Blaðaukar | 166 orð | 1 mynd

Samstarfssamningur við Breta handsalaður

Fulltrúar Seafood Grimsby Hull-klasans og Íslenska sjávarklasans skrifuðu í gær undir samstarfsyfirlýsingu í Húsi sjávarklasans. Meira
17. nóvember 2017 | Blaðaukar | 167 orð | 1 mynd

Síldarlýsið komið í verslanir

Síldarlýsi frá frumkvöðlafyrirtækinu Margildi, með vægu appelsínubragði, er nú fáanlegt á Íslandi og herma nýjustu fréttir að fyrsta pöntun frá Litháen til dreifingar í Eystrasaltsríkjunum sé tilbúin til sendingar, að því er fram kemur á vef Matís. Meira
17. nóvember 2017 | Blaðaukar | 989 orð | 3 myndir

Úr svarta gullinu í bláa fjársjóðinn

Norðmenn eru ófeimnir við að viðurkenna að Íslendingar standi þeim framar á vissum sviðum sjávarútvegs. Nú vilja þeir færa þekkingu úr olíuiðnaðinum meðal annars yfir í sjávarútveg. Meira
17. nóvember 2017 | Blaðaukar | 1469 orð | 5 myndir

Úthaldsdögum fjölgar og nýjar þyrlur í augsýn hjá Landhelgisgæslunni

Útköllum hjá þyrluflota Gæslunnar hefur fjölgað ört síðustu ár og útlit er fyrir að met verði sett á þessu ári í fjölda útkalla. Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar, segir að í upphafi hafi þyrlurnar í raun verið hugsaðar til sjúkraflutninga fyrir sjómenn. Meira
17. nóvember 2017 | Blaðaukar | 803 orð | 1 mynd

Veiðigjöldin eru orðin töluverð byrði

Heiðrún hjá SFS segir rétt að setjast niður og fara vandlega yfir veiðigjaldakerfið. Núna er að koma í ljós galli í útreikningi veiðigjalda sem gerir gjaldið verulega íþyngjandi þegar rekstraraðstæður eru óhagstæðar eins og þær hafa verið í ár. Meira
17. nóvember 2017 | Blaðaukar | 283 orð | 1 mynd

Vilhjálmur hlaut Svifölduna

Upplýsingakerfi sem byggist á reynslu Íslendinga í fiskveiðistjórnun Meira
17. nóvember 2017 | Blaðaukar | 591 orð | 3 myndir

Væru illa stödd án íslenska fisksins

Brýnt er fyrir atvinnulífið í Grimsby og nágrenni að útganga Bretlands úr ESB trufli ekki flæðið á íslenskum fiski til landsins. Árlega tekur Grimsby við um 60.000 tonnum af íslenskum sjávarafurðum og þar starfa 75 fiskvinnslur sem veita 5.000 manns atvinnu. Meira
17. nóvember 2017 | Blaðaukar | 232 orð | 1 mynd

Æ meiri ferskur fiskur fer sjóleiðina

Töluvert magn af íslenskum fiski fer inn á Evrópumarkað í gegnum Bretland. Meira
17. nóvember 2017 | Blaðaukar | 106 orð | 6 myndir

Öflugt athafnalíf við Reykjavíkurhöfn í 100 ár

Reykjavíkurhöfn átti 100 ára afmæli í gær. Tímamótanna hefur verið minnst með margvíslegum hætti á árinu og starfsmenn Faxaflóahafna munu halda upp á áfangann í jólagleði á Kolabrautinni í Hörpu í kvöld. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.