Greinar laugardaginn 13. janúar 2018

Fréttir

13. janúar 2018 | Innlendar fréttir | 205 orð | 1 mynd

2,2 milljónir farþega í fyrra

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Mikil fjölgun varð á brottförum erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll í fyrra. Þær voru alls 2.195.271 og fjölgaði um 427.545 frá árinu 2016, eða um 24,2%. Meira
13. janúar 2018 | Innlendar fréttir | 127 orð | 1 mynd

Allt í fullan gang

Í gærkvöldi var unnið að því að yfirfara allan tækni- og vélbúnað Hellisheiðarvirkjunar, svo framleiðsla þar, bæði á rafmagni og heitu vatni, kæmist á fullt aftur í dag. Meira
13. janúar 2018 | Innlendar fréttir | 143 orð

Alþingi gerir hlé vegna kosninga

Starfsáætlun Alþingis hefur verið birt á vef þingsins. Hún var samþykkt á fundi forsætisnefndar þingsins 28. desember. Samkvæmt henni mun Alþingi hefja störf eftir jólahlé mánudaginn 22. janúar og stefnt er að því að fresta þingi fimmtudaginn 7. júní. Meira
13. janúar 2018 | Innlendar fréttir | 121 orð

Aukin ánægja meðal Hafnfirðinga

Ánægja íbúa í Hafnarfirði með þjónustu sveitarfélagsins eykst á milli ára samkvæmt niðurstöðum árlegrar þjónustukönnunar Gallup sem birtar voru á fundi bæjarráðs í gærmorgun. Meira
13. janúar 2018 | Innlendar fréttir | 988 orð | 2 myndir

Áföll í æsku geta markað alla ævina

Baksvið Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Eitt af hverjum fjórum börnum á grunnskólaaldri hefur lent í áfalli sem getur haft áhrif á nám eða hegðun. Meira
13. janúar 2018 | Innlendar fréttir | 223 orð | 1 mynd

Á heimleið með storminn í fangið

„Við siglum rólega með storminn í fangið og ferðin sækist seint,“ sagði Hjálmar Ingvason, skipstjóri á Guðrúnu Þorkelsdóttur SU, í gærmorgun. Meira
13. janúar 2018 | Innlendar fréttir | 221 orð | 1 mynd

Baráttan undirbúin í Valhöll

„Með þessu erum við að byrja kosningabaráttuna, en við ætlum að fá til okkar allar þær sjálfstæðiskonur sem hyggja á framboð,“ segir Vala Pálsdóttir, formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna, í samtali við Morgunblaðið og vísar í máli sínu... Meira
13. janúar 2018 | Innlendar fréttir | 337 orð | 1 mynd

„Létum þolendur njóta vafans“

„Ég mat stöðuna þannig að viðkomandi einstaklingur ætti hvorki að starfa hjá íþróttafélagi né með börnum og ungmennum. Sögurnar voru margar, þær voru ekki ein og ekki tvær heldur fjölmargar og þær komu víða að. Meira
13. janúar 2018 | Innlendar fréttir | 329 orð | 1 mynd

„Stór dagur í ferðaþjónustunni“

Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Fyrst beina flugið frá Bretlandi til Akureyrar á vegum ferðaskrifstofunnar Super Break var í gær. Boeing 737-800-vél á vegum félagsins lenti í hádeginu með 185 farþega og var tekið á móti hópnum með viðhöfn. Meira
13. janúar 2018 | Innlendar fréttir | 1114 orð | 1 mynd

Brotalamir í íþróttahreyfingunni

Magnús Heimir Jónasson Anna Lilja Þórisdóttir „Ég er búinn að renna yfir þessar frásagnir og mér sýnist ljóst að þarna eru brotalamir. Meira
13. janúar 2018 | Innlendar fréttir | 299 orð | 1 mynd

Deiliskipulag í vinnslu fyrir Vesturlandsveg

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Myndast hefur þrýstingur á stjórnvöld að ráðast í tvöföldun Vesturlandsvegar á Kjalarnesi. Það getur þó ekki gerst alveg í bráð því ekkert deiliskipulag er til fyrir vegarstæðið. Meira
13. janúar 2018 | Innlendar fréttir | 350 orð | 2 myndir

Ekkert rafmagn á dimma deginum í Borgarfirði

Úr Bæjarlífinu Guðrún Vala Elísdóttir Borgarnesi Árið 2018 byrjaði hressilega , fyrst með fimbulkulda og síðan með roki og rigningu. Borgnesingar eru ávallt hressir og enduðu jólin með flugeldasýningu í Englendingavík á þrettándanum. Meira
13. janúar 2018 | Innlendar fréttir | 388 orð | 1 mynd

Er í góðu formi á besta aldri

Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Ég hef haft mjög gaman af því að kenna og hef hugsað vel um heilsuna alla tíð,“ segir Sigríður Sæland, 73 ára orkubolti, sem kosin var Sunnlendingur ársins af lesendum Sunnlenska.is á gamlársdag. Meira
13. janúar 2018 | Erlendar fréttir | 118 orð | 1 mynd

Facebook breytir efnisveitunni

Samfélagsmiðillinn Facebook hyggst breyta því hvernig efni birtist notendum hans. Er markmiðið það að auka hlutdeild fjölskyldu og vina á kostnað fréttaveitna og auglýsenda. Meira
13. janúar 2018 | Innlendar fréttir | 110 orð | 1 mynd

Fjallaskíðamót á Sigló

Skíðafélag Siglufjarðar og Arctic Heli Skiing hafa undirritað samstarfssamning vegna hins árlega fjallaskíðamóts, Super Troll Ski Race, sem haldið verður á Siglufirði í fimmta sinn hinn 12. maí nk. Meira
13. janúar 2018 | Innlendar fréttir | 404 orð | 1 mynd

Fjögur félög fá leyfi til að halda sjóstangaveiðimót

Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fjögur sjóstangaveiðifélög hafa fengið vilyrði Fiskistofu vegna mótahalds á þessu ári, en á sama tíma hefur beiðnum fimm félaga verið hafnað. Meira
13. janúar 2018 | Innlendar fréttir | 91 orð

Flugvélin leigð út í nærri þúsund daga

Flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, hefur verið leigð til verkefna erlendis á hverju ári síðan hún var tekin í fulla notkun. Árin 2010 til 2017 hefur flugvélin verið í verkefnum erlendis í samtals 947 daga. Það er rúmlega 30% ársins að meðaltali. Meira
13. janúar 2018 | Innlendar fréttir | 134 orð | 2 myndir

Forsetahjónin til Svíþjóðar

Íslensku forsetahjónin fara í opinbera heimsókn til Svíþjóðar í næstu viku í boði Karls Gústafs Svíakonungs. Þetta kemur fram á vef sænsku konungshallarinnar. Meira
13. janúar 2018 | Erlendar fréttir | 313 orð | 1 mynd

Grunnur lagður að stjórn

Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl. Meira
13. janúar 2018 | Innlendar fréttir | 158 orð | 1 mynd

Haförninn farinn að fljúga í búrinu

Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl. Meira
13. janúar 2018 | Innlendar fréttir | 310 orð | 1 mynd

Ítrekað áreitt af þjálfaranum

Hólmfríður Magnúsdóttir, landsliðskona í fótbolta, er ein 62 íþróttakvenna sem birtu frásagnir af kynbundinni mismunun, kynferðislegri áreitni og kynferðislegu ofbeldi. Meira
13. janúar 2018 | Innlendar fréttir | 112 orð | 1 mynd

Kuldi er í kortunum

Búast má við talsverðum umhleypingum í veðráttu á landinu í dag. Suðlægar áttir verða ríkjandi og nokkuð hvasst með éljum ef ekki skúrum, þótt léttskýjað verði norðanlands. Meira
13. janúar 2018 | Innlendar fréttir | 110 orð | 1 mynd

Loftkastali í Gufunesi

Fyrirtækinu Loftkastalanum verða seldar þrjár fasteignir og byggingarréttur í Gufunesi, með samþykkt borgarráðs í gær. Er þetta samkvæmt stefnu Reykjavíkurborgar um að starfsemi sem tengist kvikmyndagerð verði í aðalhlutverki í Gufunesi. Meira
13. janúar 2018 | Innlendar fréttir | 42 orð

Mest 188 dagar á ári

Þátttaka flugvélarinnar TF-SIF í verkefnum á vegum Frontex á Miðjarðarhafi: • 2010: 96 dagar • 2011: 103 dagar • 2012: 188 dagar • 2013: 103 dagar • 2014: 136 dagar • 2015: 166 dagar • 2016: 34 dagar • 2017: 121... Meira
13. janúar 2018 | Innlendar fréttir | 152 orð | 1 mynd

Mikið álag vegna hálkuslysa og flensu

Álag á Landspítala hefur verið með mesta móti síðustu daga. Tæplega 220 manns leituðu á bráðamóttöku í Fossvogi í gær, þar af um helmingur vegna hálkuslysa. „Þetta er gríðarlegur fjöldi og að líkindum eitt það mesta sem við höfum séð í langan... Meira
13. janúar 2018 | Innlendar fréttir | 72 orð | 1 mynd

Næturstrætó er nýmæli og áætlun á sex leiðum

Í nótt sem leið hófst akstur Strætó úr miðbæ Reykjavíkur í úthverfi og nágrannasveitarfélög. Er ætlunin með þessu að koma fólki heim eftir lokun skemmtistaða. Meira
13. janúar 2018 | Innlendar fréttir | 176 orð | 1 mynd

Páll Theodórsson eðlisfræðingur

Páll Theodórsson eðlisfræðingur lést á Landspítalanum í Fossvogi 8. janúar síðastliðinn á 90. aldursári. Páll fæddist 4. júlí 1928 í Reykjavík. Hann var sonur Sveinbjörns Theodórs Jakobssonar skipamiðlara og Kristínar Pálsdóttur konu hans. Meira
13. janúar 2018 | Innlendar fréttir | 31 orð | 1 mynd

RAX

Ský bregða á skeið Hross á vetrarbeit í Mosfellsdalnum undir skýjum á þeysireið um himingeiminn. Útlit er fyrir él eða skúrir og rigningu á höfuðborgarsvæðinu í dag og snjókomu á... Meira
13. janúar 2018 | Innlendar fréttir | 135 orð | 1 mynd

Ráðuneytið stofnar starfshóp

Starfshópur á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins um gerð aðgerðaáætlunar um hvernig eigi að bregðast við kynbundinni áreitni innan íþrótta- og æskulýðshreyfingarinnar var stofnaður í gær. Meira
13. janúar 2018 | Innlendar fréttir | 150 orð

Saurgerlar í Heiðmörk

Saurgerlar fundust í þremur sýnum sem Veitur ofh. tóku úr neysluvatni úr borholum á vatnsverndarsvæðinu í Heiðmörk sl. þriðjudag. Sýnatakan var framkvæmd vegna mikils vatnsveðurs. Greindist ein E. Meira
13. janúar 2018 | Innlendar fréttir | 600 orð | 3 myndir

Sjúkrahúsið metið á 10 milljarða

Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl.is Samanlagt fasteignamat bygginga Landspítalans í Fossvogi er um 5,5 milljarðar. Brunabótamatið er hins vegar samanlagt 9,2 milljarðar. Þetta má lesa úr fasteignaskrá. Meira
13. janúar 2018 | Innlendar fréttir | 194 orð | 1 mynd

Skynsamlegra að fluglest komi við á Suðurnesjum

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Guðmundur F. Jónasson, eigandi Hótels Voga, gagnrýnir fyrirhugaða legu fluglestar milli Keflavíkurflugvallar og miðborgar Reykjavíkur. Það sé óráð að lestin eigi hvergi að stoppa á Suðurnesjum. Meira
13. janúar 2018 | Innlendar fréttir | 233 orð

Spáð meiri vexti

„Nei, ég held að það hafi enginn áhyggjur af ástandinu hér heima. Það er ennþá spáð áframhaldandi meiri vexti í eftirspurn en framboði á heimsmarkaði,“ segir Kristján Þ. Davíðsson, framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva. Meira
13. janúar 2018 | Innlendar fréttir | 98 orð | 1 mynd

Spítalinn í Fossvogi er metinn á um tíu milljarða króna

Með flutningi starfseminnar á Landspítalanum í Fossvogi yfir á Hringbraut losna um 28.500 fermetrar af húsnæði í eigu ríkisins. Miðað við áætlun Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands er núvirt verðmæti þeirra um 10 milljarðar. Meira
13. janúar 2018 | Innlendar fréttir | 77 orð

Stóra virkjun má stækka

Hellisheiðarvirkjun er í eigu og rekstri Orku náttúrunnar, dótturfélags OR. Jarðhitasvæði virkjunarinnar, sem var gangsett 2006, er sunnan við Hengilinn. Í stöðinni eru sjö vélar til rafmagnsframleiðslu og varmastöð fyrir heitt vatn. Meira
13. janúar 2018 | Innlendar fréttir | 321 orð | 2 myndir

Stórbruna í virkjun afstýrt

Sigurður Bogi Sævarsson Jóhann Ólafsson Framleiðsla í Hellisheiðarvirkjun ætti að komast í samt lag í dag en tvær af sjö vélum Hellisheiðarvirkjunar sem framleiða rafmagn og varmastöð fyrir heitt vatn urðu óvirkar í eldsvoða í orkuverinu sem kom upp á... Meira
13. janúar 2018 | Innlendar fréttir | 160 orð

Strauja kortin mun minna

Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Ferðamenn eyddu að meðaltali 99.640 kr. með debet- og kreditkortum hér á landi í nóvember síðastliðnum. Það er mun minna en í nóvember 2016 þegar meðalneyslan með kortum nam 116.715 kr. Meira
13. janúar 2018 | Innlendar fréttir | 73 orð | 1 mynd

Svíarnir felldir á eigin bragði í fyrsta leik í Split

Ísland vann frækinn sigur á Svíþjóð í fyrsta leik sínum á Evrópumóti karla í handbolta í Króatíu í gær. Björgvin Páll Gústavsson átti stórleik í marki Íslands. Meira
13. janúar 2018 | Innlendar fréttir | 71 orð

Telja nauðsynlegt að bregðast við

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur ákveðið að skipa starfshóp um gerð aðgerðaáætlunar um það hvernig bregðast eigi við kynbundinni áreitni innan íþrótta- og æskulýðshreyfingarinnar. Meira
13. janúar 2018 | Innlendar fréttir | 473 orð | 2 myndir

TF-SIF erlendis í nærri þúsund daga

Baksvið Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Landhelgisgæslan hefur leigt flugvél sína TF-SIF til verkefna erlendis fyrstu átta árin sem hún hefur verið í fullum rekstri. Meira
13. janúar 2018 | Innlendar fréttir | 467 orð | 2 myndir

Treysta ekki stjórn og forystu

Baksvið Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Haldnir hafa verið tveir fundir á milli fulltrúa ríkisstjórnarinnar, fulltrúa vinnumarkaðarins og hins opinbera, samkvæmt yfirlýstum markmiðum ríkisstjórnarinnar í stjórnarsáttmálanum. Meira
13. janúar 2018 | Erlendar fréttir | 259 orð | 1 mynd

Trump neitar að hafa látið niðrandi ummæli falla

Donald Trump Bandaríkjaforseti neitaði því í gærmorgun að hann hefði lýst nokkrum ríkjum þriðja heimsins sem „skítaholum“. Meira
13. janúar 2018 | Innlendar fréttir | 99 orð | 1 mynd

Unnið á sólarhringsvöktum á Þórshöfn

Þórshöfn Loðnuvertíð hófst á Þórshöfn á Langanesi á fimmtudag er Heimaey frá Ísfélagi Vestmannaeyja landaði fyrsta farminum, Sigurður VE fylgdi í kjölfarið í gærmorgun og Álsey VE sigldi í höfn um hádegisbilið. Meira
13. janúar 2018 | Innlendar fréttir | 299 orð | 1 mynd

Uppbyggingin býr til aðra teppu

KPMG birti í ágúst 2015 skýrslu um „forsendur og hagkvæmni þess að staðsetja nýjan spítala við Hringbraut“. Skýrslan var unnin fyrir félagið Nýjan Landspítala ohf. Gunnar Tryggvason, sérfræðingur hjá KPMG, kom að gerð skýrslunnar. Meira
13. janúar 2018 | Innlendar fréttir | 228 orð | 1 mynd

Vilja hótel í Hallarmúla

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Borgarráð hefur samþykkt samkomulag vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á lóðinni Hallarmúla 2. Tölvutek er nú með verslun í húsinu. Það er sunnan við Hilton Reykjavík Nordica á Suðurlandsbraut 2. Meira
13. janúar 2018 | Innlendar fréttir | 405 orð | 1 mynd

Vilja vera til fyrirmyndar í öllu

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Orkumálastjóri fer villur vegar hvað varðar sérútbúna jeppa á hálendinu og umhverfisáhrif þeirra, að mati Ragnars Lövdal, eiganda ferðaþjónustunnar Superjeep.is. Hann gerir út 12 breytta Land Rover jeppa og tvo stærri bíla. Meira
13. janúar 2018 | Innlendar fréttir | 452 orð | 2 myndir

Vinnugleði lykill velgengninnar

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Fyrir um 48 árum hóf Jón R. Ragnarsson rekstur fyrirtækisins Bílaryðvarnar, 19 árum síðar bætti hann bílasölunni Bílahöllinni við, sameinaði þau síðan og hefur alla tíð rekið þau á sömu kennitölu. Meira
13. janúar 2018 | Erlendar fréttir | 49 orð | 1 mynd

Vitundarvakning í formi popptónlistar

Meðlimir japönsku stúlknahljómsveitarinnar Kasotsuka Shojo, sem á íslensku gæti útlagst „Rafmyntarpíurnar“, sjást hér stilla sér upp á tónleikum sveitarinnar í gær. Meira
13. janúar 2018 | Innlendar fréttir | 204 orð | 1 mynd

Þjóðverjar fjölmennastir

Alls komu rúmlega 40 þúsund Þjóðverjar með skemmtiferðaskipum til Reykjavíkur og Akraness í fyrrasumar. Þetta kemur fram í yfirliti sem Faxaflóahafnir hafa birt um komur skemmtiferðaskipa í fyrra. Meira

Ritstjórnargreinar

13. janúar 2018 | Leiðarar | 726 orð

Bolmagn Gæslunnar

Getur Landhelgisgæslan sinnt hlutverki sínu þegar hún þarf að leigja út tæki og mannskap til að ná endum saman? Meira
13. janúar 2018 | Staksteinar | 188 orð | 1 mynd

Um magn og gæði í störfum Alþingis

Páll Erland, framkvæmdastjóri Samorku, var í Viðskiptamogganum á fimmtudag spurður að því hvaða lögum hann myndi breyta væri hann einráður í einn dag. Páll svaraði svona: „Minn draumur væri að Alþingi mætti aðeins samþykkja 10 lög á ári. Meira

Menning

13. janúar 2018 | Tónlist | 93 orð | 1 mynd

Ballöður fyrir brjálæðinga í Hörpu

Tónlistarhópurinn Stirni Ensemble heldur tónleika í Norðurljósum í Hörpu á morgun kl. 17 og eru þeir hluti af tónleikaröðinni Sígildir sunnudagar. Yfirskrift tónleikanna er Ballöður fyrir brjálæðinga og verður efnisskráin suðræn og seiðandi. Meira
13. janúar 2018 | Tónlist | 484 orð | 2 myndir

Bassinn er suður í Borgarfirði

Engum nema Stuðmönnum hefði dottið í hug að gefa út svokallaðan Astraltertukubb utan um nýjustu tónsmíðar sínar en venjubundnar slóðir hafa þeir aldrei troðið. Pistilritari veltir kubbnum og þessari eðla sveit fyrir sér. Meira
13. janúar 2018 | Tónlist | 235 orð | 1 mynd

„Stórskemmtileg og sérstök“

„Þetta er stórskemmtileg og sérstök hljómsveit,“ segir Kristinn Sigmundsson um Budapest Festival Orchestra en hann hefur starfað talsvert með henni. „Þetta er ótrúlega samstilltur hópur, hljómsveitin er eins og eitt hljóðfæri. Meira
13. janúar 2018 | Fólk í fréttum | 171 orð | 1 mynd

Fimm konur saka Franco um misnotkun

Leikarinn og leikstjórinn James Franco hefur nú verið sakaður um kynferðislega áreitni og misnotkun af fimm konum og þar af eru fjórar fyrrverandi nemendur hans í leiklistarskóla í New York, Studio 4. Meira
13. janúar 2018 | Fjölmiðlar | 197 orð | 1 mynd

Gott, breskt svar við skaupinu

Ef það býr í þér einhver húmor, og þú hefur ekki séð þessa þætti, þá mæli ég með að þú farir á Youtube og leitir að „The Big Fat Quiz of the Year“. Meira
13. janúar 2018 | Tónlist | 648 orð | 2 myndir

Hvetjum hvert annað til að taka áhættu

Einar Falur Ingólfsson efi@mbl. Meira
13. janúar 2018 | Hönnun | 78 orð | 1 mynd

Íslensk hönnun á FORMEX

Sérstakt sýningarsvæði verður tileinkað íslenskri hönnun á FORMEX-sýningunni sem fer fram í Stokkhólmi 17.-20. janúar næstkomandi. Meira
13. janúar 2018 | Myndlist | 573 orð | 1 mynd

Ný hlið á Kjarval

Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Líðandin – la durée , nefnist ný sýning á verkum Jóhannesar Kjarvals sem opnuð verður í dag kl. 16 í Listasafni Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum. Meira
13. janúar 2018 | Myndlist | 124 orð | 1 mynd

Sýningu um Guðmundar- og Geirfinnsmál lýkur

Sýningunni Mál 214 lýkur í Ljósmyndasafni Reykjavíkur um helgina. Meira
13. janúar 2018 | Fólk í fréttum | 134 orð | 1 mynd

The Shape of Water hlaut fern verðlaun

Bandarísku gagnrýnendaverðlaunin, Critic's Choice Awards, voru afhent í fyrradag og hlaut kvikmynd leikstjórans Guillermos del Toros, The Shape of Water , flest verðlaun eða fern alls og þá m.a. fyrir bestu kvikmynd og bestu leikstjórn. Meira
13. janúar 2018 | Tónlist | 84 orð | 1 mynd

Tíu hlutu styrk til tónleikahalds í Hörpu

Sjöunda úthlutun styrktarsjóðs Samtaka um tónlistarhús og Ruthar Hermanns fór fram 11. janúar sl. í Hörpu og hlutu 10 verkefni styrk. Styrkjum var úthlutað til tónleikahalds í Hörpu fyrir árið 2018 og var heildarupphæðin 4,1 milljón króna. Meira
13. janúar 2018 | Tónlist | 69 orð | 1 mynd

Valin verk Bjarkar flutt í nýjum búningi

Nemendur Listaháskóla Íslands flytja valin verk Bjarkar Guðmundsdóttur í nýjum búningi í Mengi í dag kl. 14 undir stjórn Inga Garðars Erlendssonar. Meira

Umræðan

13. janúar 2018 | Aðsent efni | 543 orð | 1 mynd

Enn meira um fullveldi

Eftir Bjarna Má Magnússon: "Hér er tekið til skoðunar hugtakið fullveldisframsal og skoðað hvort ríki geti eflt fullveldi sitt." Meira
13. janúar 2018 | Pistlar | 439 orð | 2 myndir

Fundarkjöt

Hulduher helstu menningarstofnana landsins gerði tíu orða lista og af þeim lista áttum við hin að velja orð ársins. Meira
13. janúar 2018 | Pistlar | 792 orð | 1 mynd

Gott bú eða brunarústir?

Svona gengur þetta ekki lengur Meira
13. janúar 2018 | Aðsent efni | 795 orð | 2 myndir

Græðgi á sterum

Eftir Kristin H. Gunnarsson: "Talsmenn sjávarútvegsins vilja að þessir fáu eigi sem mest og að hinir mörgu, almenningur, fái sem minnst. Það er kjarni málsins." Meira
13. janúar 2018 | Aðsent efni | 458 orð | 1 mynd

Heilarýrnun og heyrnarskerðing

Eftir Ellisif K. Björnsdóttur: "Heyrnartæki geta bjargað miklu hjá þeim sem eru með skerta heyrn því auk þess að bæta heyrnina halda þau heilanum í þjálfun." Meira
13. janúar 2018 | Aðsent efni | 593 orð | 1 mynd

Litlar og stórar sneiðar af veiðigjaldi

Eftir Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur: "Ef tryggja á þjóðinni réttlátan hlut af arðsemi auðlindarinnar verður því markmiði aldrei náð ef umbunað er sérstaklega fyrir lakari rekstur í formi sérmeðferðar þegar kemur að greiðslu veiðigjalds." Meira
13. janúar 2018 | Pistlar | 465 orð | 1 mynd

Styttri vinnuvika?

Það er hægt að nefna ýmsar ástæður fyrir því að vinnutími ætti að vera styttri. Það er líka hægt að rífast um flestar þeirra. Eina ástæðan sem ég ætla hins vegar að nefna, sem ætti að vera óumdeilanleg, er sanngirnisskiptingin. Meira
13. janúar 2018 | Pistlar | 345 orð

Trump, Long og Jónas frá Hriflu

Ég er enginn stuðningsmaður Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, aðallega vegna baráttu hans gegn frjálsum alþjóðaviðskiptum. Meira
13. janúar 2018 | Aðsent efni | 503 orð | 1 mynd

Þjóðleiðin fram á Nes

Eftir Guðmund Helga Þorsteinsson: "Landverðir eru ekki með fasta viðveru á Seltjarnarnesi þrátt fyrir hin miklu náttúruverðmæti og spurning hvort það sé ekki orðið tímabært." Meira

Minningargreinar

13. janúar 2018 | Minningargreinar | 1113 orð | 1 mynd

Guðrún Kristófersdóttir

Guðrún Kristófersdóttir fæddist í Vestmannaeyjum 10. desember 1925. Hún lést 7. janúar 2018 á Hraunbúðum, dvalarheimili aldraðra í Vestmannaeyjum. Foreldrar Guðrúnar voru Kristófer Þórarinn Guðjónsson frá Oddstöðum, f. 27. maí 1900, d. 11. Meira  Kaupa minningabók
13. janúar 2018 | Minningargreinar | 1023 orð | 1 mynd

Jón Kr. Ingólfsson

Jón Kristbergur Ingólfsson fæddist 1. október 1925 í EfraLýtingsstaðakoti í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki 2. janúar 2017. Hann var yngsti sonur hjónanna Jónínu Einarsdóttur, f. 1885, d. Meira  Kaupa minningabók
13. janúar 2018 | Minningargreinar | 2613 orð | 1 mynd

Ólafur M. Kristinsson

Ólafur Magnús Kristinsson fæddist 2. desember 1939 í Vestmannaeyjum. Hann lést á Landspítalanum 4. janúar 2018. Foreldrar hans voru Kristinn Magnússon, f. 5.5. 1908, d. 5.10. 1984, og Helga Jóhannesdóttir, f. 9.10. 1907, d. 4.11. 1993. Meira  Kaupa minningabók
13. janúar 2018 | Minningargreinar | 2462 orð | 1 mynd

Rannveig Jóna Traustadóttir

Rannveig Jóna Traustadóttir fæddist á Atlastöðum í Svarfaðardal 1. október 1927. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki 3. janúar 2018. Jóna var einkabarn hjónanna Guðmundar Trausta Árnasonar, f. 14.8. Meira  Kaupa minningabók
13. janúar 2018 | Minningargreinar | 3765 orð | 1 mynd

Sigríður Theodóra Sæmundsdóttir

Sigríður Theodóra Sæmundsdóttir fæddist 10. júlí 1931 í Reykjavík og ólst þar upp. Hún andaðist á Hjúkrunarheimilinu Lundi, Hellu, 6. janúar 2018. Foreldrar hennar voru hjónin Sæmundur Sæmundsson kaupmaður og Helga Fjóla Pálsdóttir húsfreyja. Meira  Kaupa minningabók
13. janúar 2018 | Minningargreinar | 2899 orð | 1 mynd

Svava Pálsdóttir

Svava Pálsdóttir fæddist 20. apríl 1928 í Dalbæ í Hrunamannahreppi. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Ljósheimum, HSU, 3. janúar 2018. Foreldrar hennar voru Páll Guðmundsson, f. 8. sept. 1899, d. 17. maí 1966, og Margrét Guðmundsdóttir, f. 7. jan. 1898, d. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

13. janúar 2018 | Viðskiptafréttir | 632 orð | 4 myndir

Augljós samdráttur í kortaveltu útlendinga í nóvember

Baksvið Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Heildarúttekt af erlendum debet- og kreditkortum hér á landi nam 14,4 milljörðum króna í nóvember síðastliðnum. Í nóvember 2016 nam veltan hins vegar tæpum 15,4 milljörðum. Meira
13. janúar 2018 | Viðskiptafréttir | 89 orð | 1 mynd

Markaðsfyrirtæki sameinuð sem Sahara

Framleiðslufyrirtækið Silent og samfélagsmiðlafyrirtækið Sahara hafa sameinast undir nafni Sahara. Meira
13. janúar 2018 | Viðskiptafréttir | 197 orð | 1 mynd

Spá svipaðri verðbólgu í janúar

Greiningardeildir bankanna eru allar á svipuðum slóðum í spám sínum um þróun vísistölu neysluverðs í janúar. Gera þær ráð fyrir 0,45-0,6% lækkun neysluvísitölu á milli mánaða, sem svarar til 1,8-2,0% verðbólgu síðustu 12 mánuði. Meira

Daglegt líf

13. janúar 2018 | Daglegt líf | 78 orð | 1 mynd

Legó- og búningadagur

Borgarbókasafnið í Árbæ býður fólki að koma með börnin sín á morgun, sunnudag, kl. 12.30-15:30 á viðburð sem kallast Legó- og búningadagur. Meira
13. janúar 2018 | Daglegt líf | 169 orð | 1 mynd

Peysa sem endurspeglar lífshætti og sögu þjóðarinnar

Ef þú vilt vita allt um íslensku lopapeysuna þá verður Ásdís Jóelsdóttir með leiðsögn um sýninguna Íslenska lopapeysan – uppruni, saga og hönnun í Hönnunarsafni Íslands, Garðatorgi 1, Garðabæ, kl. 16 í dag, laugardaginn 13. janúar. Meira
13. janúar 2018 | Daglegt líf | 120 orð | 1 mynd

Skellið ykkur á karókí djöflanna

Söngur er nánast allra meina bót, hann bætir, hressir og kætir. Nú er lag fyrir söngglaða að skella sér á samkomu á KEX hosteli við Skúlagötu í henni Reykjavík í kvöld, laugardag 13. janúar, því þar verður svokallað Karókí djöflanna. Meira
13. janúar 2018 | Daglegt líf | 207 orð | 1 mynd

Umhverfis jörðina á 90 mínútum

Landsmönnum gefst tækifæri til að skoða gervitungl á Háskólatorgi frá mánudeginum 15. janúar til fimmtudagsins 18. janúar. Um er að ræða hátæknitungl sem notað er við að mynda jörðina úr mikilli hæð. Meira
13. janúar 2018 | Daglegt líf | 116 orð | 1 mynd

Vatnslitun fyrir fullorðna

Klifið er hugsjónafélag sem er ekki rekið í hagnaðarskyni en þar er boðið upp á fjölbreytt námskeið fyrir börn og fullorðna. Námskeiðin eru á ýmsum sviðum, tækni og vísindi, myndlist, tónlist, listdans, leiklist og sjálfsrækt. Meira
13. janúar 2018 | Daglegt líf | 399 orð | 2 myndir

Vetrarfitan kann að helgast af sólarleysi

Samkvæmt nýrri rannsókn liggur ástæða þess að fötin okkar virðast óvenjulega þröng og óþægileg þessa dagana ekki bara í því að við höfum sleppt fram af okkur beislinu í mat og drykk. Meira

Fastir þættir

13. janúar 2018 | Í dag | 132 orð | 1 mynd

09 - 12 Opið um helgar Ásgeir Páll opnar um helgar og býður hlustendum...

09 - 12 Opið um helgar Ásgeir Páll opnar um helgar og býður hlustendum K100 upp á skemmtun á laugardagsmorgni í samstarfi við Hagkaup. Góðir gestir, skemmtileg tónlist og hinn vinsæli leikur, svaraðu rangt til að vinna. Meira
13. janúar 2018 | Fastir þættir | 163 orð | 1 mynd

1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 Rc6 6. Bg5 e6 7. Dd2 a6...

1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 Rc6 6. Bg5 e6 7. Dd2 a6 8. O-O-O Bd7 9. f4 Be7 10. Rf3 b5 11. Bxf6 gxf6 12. Kb1 b4 13. Re2 h5 14. f5 e5 15. Hg1 Db6 16. g4 Df2 17. Dd3 hxg4 18. Hxg4 Rd8 19. Hg2 Dc5 20. Rg3 a5 21. Rd2 Rb7 22. Df3 a4 23. Meira
13. janúar 2018 | Árnað heilla | 307 orð | 1 mynd

Afmælinu oft aflýst vegna veðurs

Maríanna Hugrún Helgadóttir, formaður Félags íslenskra náttúrufræðinga, á 50 ára afmæli í dag. Hún er með BS-gráðu í búvísindum frá Landbúnaðarskólanum á Hvanneyri og útskrifaðist árið 1999 og svo er hún einnig með diplóma í opinberri stjórnsýslu. Meira
13. janúar 2018 | Árnað heilla | 31 orð | 1 mynd

Akureyri Kolbrún Þórey Eyþórsdóttir fæddist 19. janúar 2017 kl. 10.27 á...

Akureyri Kolbrún Þórey Eyþórsdóttir fæddist 19. janúar 2017 kl. 10.27 á Akureyri. Hún vó 4.498 g og var 55 cm löng. Foreldrar hennar eru Kristín María Stefánsdóttir og Eyþór Antonsson... Meira
13. janúar 2018 | Í dag | 94 orð | 2 myndir

Árið byrjaði með hvelli

Ed Sheeran var heldur betur í essinu fyrir ári en á þessum degi árið 2017 fóru lögin hans „Shape of You“ og „Castle On The Hill“ á topp Breska vinsældalistans. Meira
13. janúar 2018 | Fastir þættir | 547 orð | 3 myndir

„Já, ég lét þig sleppa,“ sagði Friðrik

Óhætt er að fullyrða að skákvertíðin 2018 byrji með látum. Meira
13. janúar 2018 | Í dag | 252 orð

Eins er vandi að enda og byrja

Gátan er sem endranær eftir Guðmund Arnfinnsson: Torleyst verk hann vera kann. Vegsemdinni fylgir hann. Skuldabyrði skekur þann. Skyldleiki við einhvern mann Harpa á Hjarðarfelli svarar: Gátan torleyst ekki er ætli á vegsemd standi. Meira
13. janúar 2018 | Í dag | 239 orð | 1 mynd

Hannibal Valdimarsson

Hannibal fæddist í Fremri-Arnardal í Skutulsfirði 13.1. 1903. Foreldrar hans voru Valdimar Jónsson, bóndi þar, og k.h. Elín Hannibalsdóttir. Bróðir Hannibals var Finnbogi Rútur, alþm. og bankastjóri. Meira
13. janúar 2018 | Í dag | 114 orð | 1 mynd

Lausn á jólamyndagátu

Góð viðbrögð voru við myndagátu Morgunblaðsins og barst mikill fjöldi lausna. Rétt lausn er: „Vestur í kvikmyndaborginni féll risi af stalli og í kjölfarið kom metoo hreyfingin. Hér á landi minntu stærstu eldstöðvar á sig. Meira
13. janúar 2018 | Í dag | 133 orð

Lausn vetrarsólhvarfagátu

Mikil þátttaka var í vetrarsólstöðugátunni að þessu sinni. Fjöldi lausna barst og voru langflestar réttar. Meira
13. janúar 2018 | Í dag | 47 orð

Málið

Er það til jafnaðar og safnaðar eða jöfnuðar og söfnuðar (og í fleirtölu til söfnuða )? Orðabækur eru afdráttarlausar: jafnaðar og safnaðar (og safnaða ). Málfarsbankinn leyfir til viðskiptajöfnuðar – og sama um fleiri samsett orð . Meira
13. janúar 2018 | Í dag | 1451 orð | 1 mynd

Messur

Orð dagsins: Brúðkaupið í Kana. Meira
13. janúar 2018 | Í dag | 376 orð

Til hamingju með daginn

Laugardagur 95 ára Brynhildur Einarsdóttir 90 ára Einar Ólafsson 80 ára Birna Svava Ingólfsdóttir Gígja Björk Haraldsdóttir Hans Kragh Júlíusson Ingimundur Sigfússon 75 ára Eiríkur Pálsson Jóhann R. Meira
13. janúar 2018 | Fastir þættir | 178 orð

Tvöföld tía. S-NS Norður &spade;3 &heart;983 ⋄ÁD9753 &klubs;Á84...

Tvöföld tía. S-NS Norður &spade;3 &heart;983 ⋄ÁD9753 &klubs;Á84 Vestur Austur &spade;10842 &spade;K765 &heart;ÁD76 &heart;G52 ⋄6 ⋄KG1082 &klubs;G932 &klubs;6 Suður &spade;ÁDG9 &heart;K104 ⋄4 &klubs;KD1075 Suður spilar 3G. Meira
13. janúar 2018 | Í dag | 84 orð | 1 mynd

Úrslit Syrpu-Rapps ráðast í dag

Úrslit rappkeppninnar Syrpu-Rapps ráðast í dag. Lokahátíðin fer fram í Smáralind kl. 13 þar sem kemur í ljós hverjir hreppa þrjú efstu sætin. Dómnefnd valdi 10 bestu Syrpu-„röppin“ sem hægt var að greiða atkvæði á www.andresond. Meira
13. janúar 2018 | Fastir þættir | 298 orð

Víkverji

Það hefur væntanlega farið framhjá fæstum að Hollywood-stjörnurnar klæddust svörtu á Golden Globe-verðlaunahátíðinni í byrjun vikunnar. Meira
13. janúar 2018 | Í dag | 122 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

13. janúar 1949 Fyrsta íslenska talmyndin í litum og fullri lengd, Milli fjalls og fjöru eftir Loft Guðmundsson, var frumsýnd. Hún var sýnd sjötíu sinnum í Gamla bíói, oftar en nokkur önnur mynd fram að því. 13. Meira
13. janúar 2018 | Í dag | 582 orð | 3 myndir

Þrískiptur starfsferill – nú landgræðslumaður

Ingimundur Sigfússon fæddist í Reykjavík 13.1. 1938 og ólst þar upp: „Við áttum heima í Stóra-Ási á Seltjarnarnesi til 1943. Þá festi faðir minn kaup á húsi við Víðimel þar sem ég ólst síðan upp. Meira
13. janúar 2018 | Í dag | 22 orð

Því að hvar sem tveir eða þrír eru saman komnir í mínu nafni þar er ég...

Því að hvar sem tveir eða þrír eru saman komnir í mínu nafni þar er ég mitt á meðal þeirra. Meira

Íþróttir

13. janúar 2018 | Íþróttir | 96 orð | 1 mynd

A-RIÐILL: Svíþjóð – Ísland 24:26 • Kristján Andrésson þjálfar...

A-RIÐILL: Svíþjóð – Ísland 24:26 • Kristján Andrésson þjálfar lið Svíþjóðar. Króatía – Serbía 32:22 Staðan: Króatía 110032:222 Ísland 110026:242 Svíþjóð 100124:260 Serbía 100122:320 Leikir á morgun: 17.15 Serbía – Svíþjóð 19. Meira
13. janúar 2018 | Íþróttir | 244 orð | 1 mynd

„Við erum mjög svekktir að tapa“

Kristján Andrésson, landsliðsþjálfari Svía, mátti sætta sig við tap gegn samlöndum sínum í fyrsta leik á EM í Króatíu í gær. Kristján var svekktur þegar Morgunblaðið náði tali af honum en sagði frammistöðu Björgvins Páls Gústavssonar hafa skipt sköpum. Meira
13. janúar 2018 | Íþróttir | 88 orð

Bikarúrslitin

*Keflavík hefur unnið bikarinn oftast allra í kvennaflokki, 14 sinnum, og oftast leikið til úrslita, 22 sinnum. *Keflavík er bikarmeistari en liðið vann Skallagrím, 65:62, í úrslitaleiknum í fyrra. Meira
13. janúar 2018 | Íþróttir | 93 orð

Bikarúrslitin

*KR hefur unnið bikarinn oftast allra í karlaflokki, 12 sinnum, og hefur leikið oftast allra til úrslita, 20 sinnum. *KR er bikarmeistari tveggja síðustu ára, vann Þór Þ. í úrslitaleik í bæði skiptin, og leikur til úrslita fjórða árið í röð. Meira
13. janúar 2018 | Íþróttir | 657 orð | 2 myndir

Björgvin Páll tók Svíana á taugum

Í Split Kristján Jónsson kris@mbl.is Markvörðurinn reyndi, Björgvin Páll Gústavsson, sló vopnin úr höndum Svía í fyrri hálfleik í fyrsta leik liðanna í A-riðli EM í handknattleik í Spaladium-höllinni í Split í gær. Meira
13. janúar 2018 | Íþróttir | 361 orð | 2 myndir

Ekki kjúklingahjarta

Í Split Kristján Jónsson kris@mbl.is „Þetta var rosa fínt,“ sagði markvörðurinn, Björgvin Páll Gústavsson, þegar Morgunblaðið tók hann tali í Spaladium-höllinni í Split í gær. Meira
13. janúar 2018 | Íþróttir | 365 orð | 2 myndir

Erfitt að veðja gegn KR

Bikar karla Ívar Benediktsson iben@mbl.is „Tindastólsmenn verða að hitta á mjög góðan leik til þess að vinna bikarinn. Þeir náðu slíkum leik gegn okkur þar sem skothittni leikmanna Tindastóls var mjög góð og var lykill. Meira
13. janúar 2018 | Íþróttir | 122 orð | 1 mynd

Esja lengi að komast yfir

Íslandsmeistarar UMFK Esju náðu ekki forystunni gegn stigalausu botnliði SR fyrr en að tæplega korter var eftir af leik liðanna í Hertz-deild karla í íshokkí í gærkvöld. Esja fór hins vegar með sigur af hólmi að lokum, 4:2. Meira
13. janúar 2018 | Íþróttir | 133 orð | 1 mynd

Fyrri hálfleikur einn besti á síðustu árum

„Mér fannst þeir bara frábærir. Liðið var gríðarlega vel undirbúið og maður heyrði það í viðtölum fyrir leikinn. Það verður að hrósa þjálfurunum og þeir nýttu greinilega vel leikina við Svía frá því fyrir jól. Meira
13. janúar 2018 | Íþróttir | 134 orð | 1 mynd

Gaman að sjá Ólaf og Rúnar svo kraftmikla

„Frammistaðan var mjög góð. Þeir byrjuðu leikinn frábærlega og voru rosalega kraftmiklir. Björgvin var frábær í markinu og fyrri hálfleikurinn einn sá besti í langan tíma. Meira
13. janúar 2018 | Íþróttir | 143 orð | 1 mynd

Grill 66 deild kvenna HK – Valur U 40:21 Staðan: HK 9630262:18115...

Grill 66 deild kvenna HK – Valur U 40:21 Staðan: HK 9630262:18115 KA/Þór 8710236:16715 ÍR 9603242:22212 FH 8422171:16610 Víkingur 9414225:2319 Afturelding 9315164:1897 Fylkir 8305166:1856 Fram U 9207198:2464 Valur U 9009178:2550 Grill 66 deild... Meira
13. janúar 2018 | Íþróttir | 161 orð | 1 mynd

Guðmundur Steinn í Stjörnuna

Guðmundur Steinn Hafsteinsson, sem var fyrirliði og markahæsti leikmaður Víkings í Ólafsvík á síðasta tímabili, er genginn til liðs við Stjörnuna og hefur samið við Garðabæjarfélagið til tveggja ára. Meira
13. janúar 2018 | Íþróttir | 138 orð | 1 mynd

Helena áfram hjá Englunum

Vegna sigurs Good Angels Kosice á Landes frá Frakklandi í Evrópubikarnum í körfuknattleik kvenna verður bið á að Helena Sverrisdóttir, landsliðskona í körfuknattleik, snúi heim í herbúðum Hauka. Meira
13. janúar 2018 | Íþróttir | 110 orð | 1 mynd

KÖRFUKNATTLEIKUR Maltbikar karla, úrslitaleikur: Laugardalshöll: KR...

KÖRFUKNATTLEIKUR Maltbikar karla, úrslitaleikur: Laugardalshöll: KR – Tindastóll L13.30 Maltbikar kvenna, úrslitaleikur: Laugardalsh.: Keflavík – Njarðvík L16.30 1. deild karla: Fagrilundur: Gnúpverjar – Fjölnir S14. Meira
13. janúar 2018 | Íþróttir | 150 orð | 1 mynd

Með nýjan í úrslitaleiknum

KR-ingar hafa sagt bandaríska körfuknattleiksmanninum Jalen Jenkins upp störfum og fengið í staðinn landa hans Brandon Penn í sínar raðir. Vefmiðillinn Karfan.is greindi frá þessu í gær. Meira
13. janúar 2018 | Íþróttir | 202 orð | 1 mynd

Patrekur með bakið upp við vegg

Lærisveinar Patreks Jóhannessonar í austurríska landsliðinu í handbolta eiga gífurlega erfitt verkefni fyrir höndum ætli þeir sér að komast í milliriðla á EM karla í Króatíu. Meira
13. janúar 2018 | Íþróttir | 207 orð | 1 mynd

Skuggi á frábærri byrjun Króata

Króatar undirstrikuðu það í gærkvöld að Ísland á gífurlega erfitt verkefni fyrir höndum annað kvöld þegar liðin mætast á Evrópumóti karla í handbolta. Meira
13. janúar 2018 | Íþróttir | 42 orð | 1 mynd

Spánn B-deild: Castello – Araberri 89:88 • Ægir Þór...

Spánn B-deild: Castello – Araberri 89:88 • Ægir Þór Steinarsson skoraði 14 stig fyrir Castello, tók 5 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Meira
13. janúar 2018 | Íþróttir | 89 orð | 1 mynd

Spánn Getafe – Málaga 1:0 B-deild: Rayo Vallecano – Real...

Spánn Getafe – Málaga 1:0 B-deild: Rayo Vallecano – Real Oviedo 2:2 • Diego Jóhannesson spilaði allan leikinn fyrir Real Oviedo. Meira
13. janúar 2018 | Íþróttir | 122 orð | 2 myndir

Svíþjóð – Ísland 24:26

Spaladium-höllin í Split, lokakeppni EM karla 2018, A-riðill, föstudag 12. janúar. Gangur leiksins : 0:4, 1:6, 2:8, 4:11, 5:14, 8:14, 8:15 , 10:15, 11:21, 12:22, 18:22, 20:23, 21:24, 21:26, 24:26 . Meira
13. janúar 2018 | Íþróttir | 186 orð | 3 myndir

*Uppselt er á síðari vináttulandsleik Indónesíu og Íslands í knattspyrnu...

*Uppselt er á síðari vináttulandsleik Indónesíu og Íslands í knattspyrnu karla sem fer fram í Jakarta, höfuðborg Indónesíu, á morgun klukkan 12 að íslenskum tíma. Meira
13. janúar 2018 | Íþróttir | 251 orð | 1 mynd

Það er mjög hressandi að geta komist nær hugarheimi leikmanna og...

Það er mjög hressandi að geta komist nær hugarheimi leikmanna og þjálfara með því að heyra og sjá þá ráða sínum ráðum í leikhléum í beinni sjónvarpsútsendingu. Meira
13. janúar 2018 | Íþróttir | 154 orð | 1 mynd

Þarf að passa upp á burðarásana í liðinu

„Þeir byrjuðu rosalega vel og það má kannski segja að þeir hafi fengið besta mótherjann til að byrja á. Meira
13. janúar 2018 | Íþróttir | 146 orð | 1 mynd

Þóranna sleit líka krossband

Þóranna Kika Hodge-Carr mun fylgjast með liðsfélögum sínum í Keflavík sem áhorfandi á bikarúrslitaleiknum í körfubolta í Laugardalshöll í dag, líkt og næstu mánuðina. Meira
13. janúar 2018 | Íþróttir | 380 orð | 3 myndir

Ævintýrið heldur áfram

Bikar kvenna Ívar Benediktsson iben@mbl.is „Ég held að ævintýri Njarðvíkurliðsins haldi áfram og að liðið vinni Keflavík í úrslitaleiknum. Kannski er það óskhyggja en ég tel þó að það sé raunhæft. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.