Vinnumálastofnun gaf út 1.758 atvinnuleyfi til útlendinga í fyrra. Á árinu 2017 voru 125 erlend fyrirtæki starfandi á íslenskum vinnumarkaði með samtals 1.825 starfsmenn samkvæmt skráningu. Alls störfuðu 36 starfsmannaleigur hér í fyrra með samtals 3.
Meira
Samþykkt var á ríkisstjórnarfundi í gær að veita 10 milljóna framlag vegna afmælisdagskrár á vegum sendiráðanna í Kaupmannahöfn og Berlín í tilefni 100 ára afmælis fullveldis Íslands. Styrkurinn er veittur af ráðstöfunarfé ríkisstjórnarinnar.
Meira
Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE) hafa raðað saman erfðamengi Hans Jónatans. Hann fæddist árið 1784 og var fyrsti svarti maðurinn sem settist að á Íslandi, svo vitað sé.
Meira
Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Alls voru 24.340 útlendingar á vinnumarkaði hér á landi í fyrra og hafa aldrei verið fleiri. Fjölgaði þeim umtalsvert frá árinu 2016 en þá voru þeir 20.605.
Meira
Íslenska karlalandsliðið í handknattleik er á heimleið frá Króatíu eftir að það náði ekki að komast í milliriðil Evrópukeppninnar í lokaumferð A-riðils í Split í gærkvöld.
Meira
Laxar fiskeldi ehf. hyggst auka framleiðslu á laxi í Reyðarfirði um tíu þúsund tonn. Fyrirtækið hefur nú starfs- og rekstrarleyfi fyrir sex þúsund tonna framleiðslu á ári hverju og við aukninguna verður heildarframleiðslan samtals 16.000 tonn á ári.
Meira
Axel Helgi Ívarsson axel@mbl.is Löggæslumönnum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar hefur ekki fjölgað samhliða fjölgun farþega um Keflavíkurflugvöll þó að þörf sé talin á því.
Meira
Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is „Þetta er bara fyrir neðan allar hellur. Það fyllast öll dekk hjá okkur og hefur áhrif á alla akstureiginleika bílanna,“ segir Rafn Harðarson, vörubílstjóri hjá flutningsfyrirtækinu Sigga danska ehf.
Meira
Leiðtogar Evrópusambandsins skjölluðu Breta í gær og lýstu því yfir að ennþá væri möguleiki til þess að hætta við útgönguferlið úr sambandinu, sem kennt er við Brexit.
Meira
„Skimanir geta verið ofboðslega gagnlegar í heilbrigðiskerfinu til að bæta lífsgæði okkar og til að bæta heilsufar þjóða, en þær geta líka haft ákveðnar aukaverkanir og jafnvel valdið skaða,“ segir Ástríður Stefánsdóttir læknir og...
Meira
Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Tugir björgunarsveitarmanna fóru á Mosfellsheiði í gær þegar tvær rútur festust þar, þveruðu veginn og lokuðu honum. Rúmlega 50 farþegar voru í rútunum auk fólks sem var á smábílum.
Meira
Stjórnvöld í Búrma og Bangladess hafa gert með sér samkomulag um að fjölda fólks af ættbálki Róhingja verði gert kleift að snúa aftur heim til sín á næstu tveimur árum. Samkomulagið nær til um 750.
Meira
Nefndafundir Alþingis hefjast af fullum þunga í dag. Klukkan 15 verður opinn fundur í allsherjar- og menntamálanefnd um varðveislu sönnunargagna í sakamálum. Gestir fundarins verða Sigríður Á.
Meira
Guðni Einarsson gudni@mbl.is Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE) hafa raðað saman erfðamengi Hans Jónatans. Hann fæddist árið 1784 og var fyrsti svarti maðurinn sem settist að á Íslandi, svo vitað sé.
Meira
Garðabær lendir í 1. sæti þegar spurt er um ánægju íbúa með þjónustu leikskóla, grunnskóla og hversu vel eða illa starfsfólk bæjarins hefur leyst úr erindum íbúa samkvæmt niðurstöðum úr árlegri könnun Gallup sem var framkvæmd í lok árs 2017.
Meira
Á næstu þremur árum þarf að taka ákvörðun um hvernig þróa á innanlandsflugkerfið. Setja þarf meiri fjármuni í uppbyggingu flugvalla á landsbyggðinni, að öðrum kosti þarf að loka völlum og leggja innanlandsflug niður að einhverju leyti.
Meira
Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is „Heimilisfriður“ er meðferðarúrræði fyrir gerendur heimilisofbeldis og heyrir undir velferðarráðuneytið. Það byrjaði sem „Karlar til ábyrgðar“ árið 1998 að norskri fyrirmynd.
Meira
Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl.is Raunverð á fermetra í fjölbýli á Akureyri hefur aldrei verið jafn hátt. Það var um 330 þúsund á þriðja fjórðungi 2017 sem er um 35 þúsund krónum hærra á föstu verðlagi en þensluárin 2006 og 2007.
Meira
Vegna veðurs varð nokkur röskun á innanlandsflugi í gær. Akureyrarflug lá niðri fram eftir degi og á Ísafjörð hefur ekki verið flogið síðan á laugardag.
Meira
Frans páfi heimsótti Síle í gær, en það var fyrsta heimsókn hans til landsins síðan hann tók við embætti. Baðst páfinn afsökunar á þeim kynferðislegu hneykslismálum sem hafa skekið kaþólsku kirkjuna í Síle á síðustu árum.
Meira
Sviðsljós Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Hugmyndir um lækkun kosningaaldurs niður í 16 ár, eins og nú er lagt til á Alþingi, hafa verið til umfjöllunar í norrænum grannríkjum okkar en ekki leitt til almennra breytinga.
Meira
Rannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson héldu frá Reykjavík í gær til mælinga á loðnustofninum. Skipin fóru bæði suður fyrir Reykjanes og munu byrja rannsóknir fyrir austanm en skaplegra veðurútlit er á þeim slóðum en úti fyrir...
Meira
Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Sveinbjörn Dýrmundsson hefur sannreynt að lengi lifir í gömlum glæðum í tónlistarbransanum í Bretlandi og vill kalla saman eldri tónlistarmenn hérlendis með sama hætti og gert er í Stockport og víðar.
Meira
Borgarfulltrúar ræddu mengun í neysluvatni á borgarstjórnarfundi í gær. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði að ákveðið hefði verið að senda út viðvörun þegar bráðabirgðaniðurstöður lágu fyrir og gáfu til kynna að vatnið væri mengað.
Meira
Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi hjá Veitum ohf., segir að sýni verði tekin reglulega úr þeim vatnsholum sem jarðvegsgerlar greindust í áður en opnað verður fyrir vatnsholurnar að nýju.
Meira
Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Í fyrra fóru 31.000 Íslendingar í rannsókn á stöðu D-vítamíns í líkamanum. Er það áttföld aukning frá árinu 2010 þegar 4.000 íslendingar létu athuga D-vítamínið hjá sér. Hver rannsókn kostar 2.000-3.
Meira
Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Læknum ber að vanda valið þegar þeir velja rannsóknir fyrir sjúkling sinn, segir Ari Jóhannesson læknir sem flytur erindið Rannsökum við of mikið? á málstofu um oflækningar á Læknadögum í dag.
Meira
Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Laxar fiskeldi ehf. hefur lagt fram frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum af aukinni framleiðslu á laxi í Reyðarfirði um tíu þúsund tonn.
Meira
Kósóvó-serbneski stjórnmálamaðurinn Oliver Ivanovic var skotinn í gærmorgun til bana úti á miðri götu í borginni Mitrovica í Kósóvó. Hann lést samstundis.
Meira
Töluvert aukaálag myndaðist á Landspítalanum í gær í kjölfar þess að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur lýsti því yfir að jarðvegsgerla væri að finna í neysluvatni í Reykjavík.
Meira
„Hugmyndin með þessu er að skapa hvatningu til hreyfingar og bæta líðan og lífsgæði eldri borgara,“ segir Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri fjölskylduþjónustu hjá Hafnarfjarðarbæ, um styrki sem bæjarfélagið veitir íbúum 67 ára og eldri til...
Meira
Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítala, segir að mjög mörg hálkuslys að undanförnu hafi orðið til þess að Landspítali hafi þurft að fresta ákveðnum fjölda aðgerða.
Meira
Fjölgun íbúa, gott efnahagsástand og eftirspurn eftir leiguíbúðum hafa þrýst á fasteignaverð á Akureyri. Fyrir vikið hefur raunverð á fermetra í fjölbýli á Akureyri aldrei verið jafn hátt. Það var um 330 þúsund á þriðja fjórðungi 2017 sem er um 35 þús.
Meira
Vilhjálmur Grímur Skúlason, lyfjafræðingur og prófessor emeritus, lést á Landspítala við Hringbraut fimmtudaginn 11. janúar sl. 90 ára að aldri. Vilhjálmur fæddist í Vestmannaeyjum þann 30.
Meira
Jafnaðarmannaflokkur Rúmeníu lagði til að Evrópuþingmaðurinn Viorica Dancila yrði gerður að næsta forsætisráðherra landsins, eftir að Mihai Tudose sagði af sér í fyrradag. Hafði hann misst stuðning meðal samflokksmanna sinna vegna innanflokkserja.
Meira
Útlit er fyrir að samgöngumál verði meðal helstu mála í komandi sveitarstjórnarkosningum í Reykjavík. Ekki er vanþörf á þegar til þess er horft hve ferðatími í og úr vinnu hefur aukist í borginni.
Meira
Í tilefni af komu bandaríska kvikmyndaleikarans og grínistans Bill Murray á Listahátíð í Reykjavík í júní mun Bíó Paradís og hátíðin sýna eina af hans þekktustu og vinsælustu gamanmyndum, Groundhog Day , föstudaginn 2.
Meira
Louise Wolthers, sýningarstjóri við Hasselblad Center í Gautaborg, flytur á morgun, fimmtudag, hádegisfyrirlestur í Þjóðminjasafninu um rannsóknarverkefni sitt „Áhorf!
Meira
Aðalheiður Guðmundsdóttir, prófessor í bókmenntum fyrri alda við Háskóla Íslands, heldur á morgun, fimmtudag, kl. 16.30 fyrirlestur í Lögbergi um norðurljós í íslenskum heimildum.
Meira
Ljósmyndahátíð Íslands, sem haldin er á tveggja ára fresti í samstarfi Félags íslenskra samtímaljósmyndara og safna á höfuðborgarsvæðinu, hefst á morgun með fyrirlestri Louise Wolthers frá Hasselblad-stofnuninni í Þjóðminjasafninu og stendur út helgina.
Meira
Djass nýtur mikilla vinsælda í Þýskalandi og hefur íslenskur djass nú hlotið þar mikla kynningu því um áramótin fylgdi djasstímaritinu Jazzthetik safndiskur með lögum eftir 13 íslenska djasstónlistarmenn. Áskrifendur tímaritsins eru um 7.
Meira
Kammerkór Suðurlands fór til London árið 2013 til þess að frumflytja verk eftir sir John Tavener. ,,Mikil spenna og tilhlökkun var hjá fjölskyldu hans og kórnum okkar.
Meira
Leikarinn og kvikmyndaframleiðandinn Steven Seagal neitar því að hafa áreitt ensku leikkonuna Rachel Grant kynferðislega við æfingar á tökustað fyrir kvikmyndina Out for a Kill árið 2002 í Sofiu í Búlgaríu.
Meira
Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Þetta gæti orðið í síðasta skipti sem við gefum út tónlist á diski. Fólk er mikið til hætt að kaupa þá á Íslandi.
Meira
Leikstjóri: Trish Sie. Handrit: Kay Cannon og Mike White. Aðalhlutverk: Anna Kendrick, Rebel Wilson, Anna Camp, Brittany Snow, Hailee Steinfeld, Ester Dean, Hana Mae Lee, Chrissie Fit, Kelley Jakle, Shelley Regner, Alexis Knapp, John Michael Higgins og Elizabeth Banks. Bandaríkin 2017, 93 mínútur.
Meira
Í kjölfar háværrar umræðu um að leikarinn Mark Wahlberg hafi fengið margfalt hærri greiðslu en mótleikkona hans, Michelle Williams, fyrir að taka þátt í endurtöku hluta atriða í kvikmyndina All the Money in the World , hefur hann ákveðið að gefa féð,...
Meira
Eftir Håkan Juholt: "Sameiginlegur grundvöllur hins langa og einstaklega farsæla samstarfs Norðurlandanna er jafnrétti, félagslegt öryggi, sjálfbærni og mannleg samskipti."
Meira
Eftir Áslaugu Maríu Friðriksdóttur: "Meirihlutinn ákvað að skella við skollaeyrum, gera lítið úr viðhorfum borgarbúa og svo sem ekki í fyrsta sinn."
Meira
Nei, þetta er ekki pistill um kynferðisofbeldi í íþróttum. Þetta er pistill um annars konar menningu í íþróttum sem einnig er kynjuð. Síðustu ár hefur líf mitt verið undirlagt af íþróttum vegna iðkunar barna minna.
Meira
Eftir Halldór Benjamín Þorbergsson: "Í núverandi uppsveiflu hefur nánast engin áhersla verið á aðhald eða forgangsröðun í ríkisrekstri heldur fyrst og fremst á ráðstöfun þeirra gífurlegu fjármuna sem hinu opinbera hafa áskotnast."
Meira
Eftir Hannes Hólmstein Gissurason: "Davíð Oddsson var frá upphafi þeirrar skoðunar, að engin ríkisábyrgð væri á Tryggingasjóði innstæðueigenda og fjárfesta, en æskilegt væri engu að síður að færa Icesave-reikningana í breska lögsögu."
Meira
Björg Hermannsdóttir fæddist 19. september 1923 á Hánefsstöðum í Seyðisfirði. Hún lést á hjartadeild Landspítalans 3. janúar 2018. Foreldrar hennar voru Hermann Vilhjálmsson frá Hánefsstöðum, f. 1894, d. 1967, og Guðný Vigfúsdóttir frá Fjarðarseli, f.
MeiraKaupa minningabók
Björg Jónsdóttir fæddist í Bergen í Noregi 17. ágúst 1922. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Mörk 10. janúar 2018. Foreldrar Bjargar voru hjónin Kristín Vigfúsdóttir húsmóðir, f. 27. febrúar 1891 í Vatnsdalshólum, Austur-Húnavatnssýslu, d. 24.
MeiraKaupa minningabók
Laufey Sigurðardóttir fæddist 13. janúar 1932 á Ingjaldsstöðum í Þingeyjarsveit. Hún lést á Landspítalanum 3. janúar 2018. Foreldrar Laufeyjar voru Sigurður Haraldsson bóndi, f. 29. maí 1899, d. 15.
MeiraKaupa minningabók
Páll Theodórsson fæddist í Reykjavík 4. júlí 1928. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 8. janúar 2018. Foreldrar hans voru Theodór Jakobsson, skipamiðlari í Reykjavík, og Kristín Pálsdóttir, kona hans. Páll á sex systkini: Sigríður, f. 1921, Soffía,...
MeiraKaupa minningabók
Líneik Þórunn Karvelsdóttir fæddist 1932 á Hellissandi. Hún lést á hjartadeild Landspítalans 4. janúar 2018. Foreldrar Þórunnar voru Anna Margrét Olgeirsdóttir, f. 1904 í Grímshúsi á Hellissandi, d. 1958, og Karvel Ögmundsson útgerðarmaður, f.
MeiraKaupa minningabók
Virðisaukaskattsskyld velta erlendra aðila sem selja rafræna þjónustu hér á landi óx hlutfallslega langmest í september og október 2017 samanborið við sama tímabil árið áður, eða um 117%.
Meira
Stefnt er að því að ljúka vinnu við skýrslu Seðlabanka Íslands um veitingu þrautavaraláns til Kaupþings haustið 2008 í þessum mánuði, ef hægt verður. Þetta segir Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri Seðlabankans, í svari við fyrirspurn mbl.is.
Meira
Baksvið Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Heimsmeistaramót í knattspyrnu er stærsta svið veraldar. „Ekkert nálgast það sem fær jafn mikla athygli,“ segir Jón Ásbergssn, forstjóri Íslandsstofu.
Meira
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamálaráðherra segir að framlag ríkisins til verkefnisins #TeamIceland verði allt að 200 milljónir króna gegn jafn háu framlagi frá atvinnulífinu.
Meira
Urður Njarðvík, dósent við sálfræðideild heldur erindið Er þetta ekki bara frekja? Samspil kvíða og hegðunarvanda barna, kl. 12 til 13 á morgun, fimmtudaginn 18. janúar, í hátíðarsal Háskóla Íslands.
Meira
Aðstandendur verkefnisins Hinsegin huldukonur kalla eftir heimildum, munnlegum eða rituðum, um konur á tímabilinu 1700 til 1960 sem til dæmis: * áttu í ástarsambandi við aðrar konur. * áttu í tilfinningaríku vinasambandi við aðrar konur.
Meira
Sagnfræðingarnir Íris Ellenberger og Hafdís Erla Hafsteinsdóttir ásamt Ástu Kristínu Benediktsdóttur, íslensku- og bókmenntafræðingi, standa fyrir heimildasöfnunar- og miðlunarverkefninu Hinsegin huldukonur, sem ætlað er að varpa ljósi á hinsegin...
Meira
Þórarinn Eldjárn les úr ljóðum Sigurðar Pálssonar sem og sínum eigin ljóðum kl. 12.15 í dag, miðvikudaginn 17. janúar, í Bókasafni Kópavogs. Yfirskrift upplestursins er Orð og draumar og er hún liður í viðburðaröðinni Menning á miðvikudögum.
Meira
Ein frásögn sem segir berum orðum frá samlífi tveggja kvenna er í æviminningum séra Friðriks Eggertz (1802-1894), Úr fylgsnum fyrri aldar, sem kom út árið 1950.
Meira
06:45 - 09:00 Ásgeir Páll og Jón Axel Ísland vaknar með Ásgeiri og Jóni alla virka morgna. Kristín Sif færir hlustendum tíðindi úr heimi stjarnanna og Sigríður Elva segir fréttir.
Meira
Mér barst á mánudag enn ein vísan um Bjarna Har. kaupmann og nú eftir Jónas Frímannsson: Ekki bregst oss Bjarni Har. bensín stýrir dælum á Sauðárkróki við saltan mar sómamanni hælum. Birni Ingólfssyni dettur margt í hug.
Meira
30 ára Ágúst ólst upp í Hjarðarhaga í Skagafirði, býr í Reykjavík, lauk stúdentsprófi frá HA og er bókari hjá Íslandshótelum. Bróðir: Pálmi Sigurjónsson, f. 1988, starfsmaður hjá Póstdreifingu. Foreldrar: Sigurjón Björn Pálmason, f.
Meira
30 ára Fríður er húsmóðir á Akranesi. Maki: Sigurður Þórsteinn Guðmundsson, f. 1986, starfsmaður hjá Norðuráli á Grundartanga. Börn: Matthías Leó, f. 2007; Kolbrún Þóra, f. 2009; Guðmundur Bernharð, f. 2011, og Sigurbjörg Fríður, f. 2016.
Meira
Á mánudaginn var lést Dolores O'Riordan, söngkona The Cranberries. Dánarorsök hefur ekki verið gefin upp en hún er sögð hafa látist skyndilega í London þar sem sveitin var við upptökur.
Meira
30 ára Jón Þór ólst upp á Hólmavík, býr þar og starfar hjá Orkubúi Vestfjarða á Hólmavík. Maki: Hjördís Inga Hjörleifsdóttir, f. 1989, starfsmaður við leikskólann á Hólmavík. Börn: Heiðrún Arna, f. 2014, og Hilmar Gauti, f. 2017. Foreldrar: Gunnar S.
Meira
Notalegt er að netleit gefur 6.500 dæmi um skarðan hlut en bara 1.990 um skertan hlut . Skarður merkir með skarði en líka skertur . Að bera skarðan hlut frá borði er að fá lítið í sinn hlut , bera lítið úr býtum, fara illa út úr e-u .
Meira
Til stendur að opna sýningu til heiðurs popparanum Justin Bieber hinn 18. febrúar nk. Hún er í Stratford Perth-safninu í heimabæ söngvarans Stratford, Ontario.
Meira
Pétur Þorvaldsson fæddist í Reykjavík 17.1. 1936. Foreldrar hans voru Þorvaldur Sigurðsson, bókbindari og útgefandi í Reykjavík, og k.h., Lára Pétursdóttur húsfreyja. Þorvaldur var sonur Sigurðar Pálssonar, bónda á Auðshaugi á Barðaströnd, og k.h.
Meira
Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagsviðs Reykjavíkurborgar, á fimmtíu ára afmæli í dag. Hún er arkitekt að mennt og varð skipulagsstjóri Reykjavíkur árið 2008 en tók við núverandi starfi þegar þrjú svið voru sameinuð árið 2012.
Meira
103 ára Guðríður Guðmundsdóttir 90 ára Svandís Jónsdóttir Svanhvít Hannesdóttir 85 ára Fanney Guðmundsdóttir Friðrik Björn Guðmundsson Guðrún Jónsdóttir Jón Vilberg Karlsson Matthea Arnþórsdóttir Viktoría Særún Gestsdóttir 80 ára Louis V.
Meira
Tindastóll vann glæsilegan og sérlega sannfærandi sigur á KR í úrslitum í bikarkeppni karla í körfubolta í Laugardalshöll um helgina. Þetta er fyrsti stóri titill liðsins frá Sauðárkróki og full ástæða til að óska því til hamingju.
Meira
Síðasta sunnudagskvöld, þegar alhliða greiningu á leik Íslands og Króatíu á Evrópumótinu í handknattleik var lokið, tók við sjónvarpsefni af allt öðru tagi í Ríkissjónvarpinu.
Meira
17. janúar 1914 Eimskipafélag Íslands hf. var stofnað í Iðnaðarmannahúsinu í Reykjavík. Fundarmenn voru á fimmta hundrað. Fánar voru dregnir að hún um allan bæinn, frí var gefið í skólum og verslanir og skrifstofur lokaðar.
Meira
Annað sinn í röð heltist íslenska landsliðið í handknattleik karla úr lestinni eftir riðlakeppni á Evrópumótinu. Kannski viðbúið þar sem landsliðið öðlaðist naumlega keppnisrétt á mótinu. Annað stórmótið í röð er sóknarleikurinn kaflaskiptur.
Meira
A-RIÐILL: Serbía – Ísland 29:26 Króatía – Svíþjóð 31:35 • Kristján Andrésson þjálfar lið Svíþjóðar. Lokastaðan: Svíþjóð 320189:824 Króatía 320192:794 Serbía 310276:882 Ísland 310274:822 *Ísland er úr leik.
Meira
* Ari Gunnarsson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Skallagríms í körfuknattleik en hann tekur við af Spánverjanum Ricardo González sem var rekinn á dögunum. Ari stýrir Skallagrími í fyrsta skipti í Vesturlandsslag gegn Snæfelli í Borgarnesi í...
Meira
„Mér fannst með ólíkindum hvernig allur botn datt úr þessu hjá liðinu. Það er hundfúlt að horfa upp á þetta,“ sagði hinn þrautreyndi þjálfari Árni Stefánsson eftir að Ísland féll úr leik á EM í Króatíu í gær með tapi fyrir Serbíu.
Meira
Fótbolti Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Tvær landsliðskonur í knattspyrnu njóta nú liðsinnis leikmannasamtaka á Íslandi og Ítalíu við að fá samningi sínum við ítalska félagið Verona rift.
Meira
Danir vonast til þess að „áfallið“ sem fylgdi tapinu gegn Tékkum í fyrradag þurrkist út í dag þegar lokaumferðin verður leikin í D-riðli Evrópumóts karla í handbolta.
Meira
England Bikarkeppnin, 3. umferð: Reading – Stevenage 3:0 • Jón Daði Böðvarsson lék allan leikinn með Reading og skoraði öll þrjú mörkin en Axel Andrésson sat á bekknum allan tímann. Reading mætir Sheffield Wednesday í 4. umferð.
Meira
Knattspyrnumaðurinn Hólmbert Aron Friðjónsson er farinn í atvinnumennsku erlendis á ný en hann samdi í gær við norska félagið Aalesund til þriggja ára.
Meira
Eftir úrslit gærdagsins í lokakeppni Evrópumóts karla í handknattleik í Króatíu er hætta á að Ísland lendi í neðri styrkleikaflokki þegar dregið verður fyrir umspilið vegna heimsmeistaramótsins 2019. Liðin frá 13.
Meira
Jón Daði Böðvarsson skoraði öll þrjú mörk Reading í gærkvöld þegar lið hans vann Stevenage, 3:0, í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu.
Meira
Kristrún Kristjánsdóttir, ein reyndasta knattspyrnukona landsins, mun lítið sem ekkert leika með liði Stjörnunnar í Pepsi-deild kvenna næsta sumar en hún er barnshafandi.
Meira
Á Nesinu Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Gróttukonur eru loksins komnar með sinn fyrsta sigur í Olísdeild kvenna í handbolta. Þær höfðu betur á heimavelli gegn Fjölni í 13. umferðinni í gærkvöldi, 24:22.
Meira
„Ég var búinn að vera hrifinn af liðinu og ég var bjartsýnn fyrir þennan Serbaleik,“ sagði Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, um tap Íslands gegn Serbíu á EM í Króatíu sem varð til þess að Ísland féll úr leik.
Meira
Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Patrekur Jóhannesson og lærisveinar hans í austurríska landsliðinu í handknattleik eru á heimleið frá EM karla í Króatíu eftir ósigur gegn Norðmönnum, 39:28, í lokaumferð B-riðilsins í Porec.
Meira
• Aftur fer Ísland heim eftir riðlakeppni EM þrátt fyrir góðan sigur í fyrsta leik • Þegar mótlæti gerði vart við sig gekk illa að vinna sig út úr því • Góð staða þegar keppnin var hálfnuð • Misstu niður fjögurra marka forskot í seinni hálfleik
Meira
Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Þrátt fyrir ósigurinn gegn Íslandi í fyrsta leik standa Svíar uppi sem sigurvegarar í A-riðli Evrópumóts karla í handknattleik eftir lokaumferðina í Split í Króatíu í gærkvöld.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.