Alls var 135 einstaklingum veitt alþjóðleg vernd á Íslandi í fyrra. Flestir þeirra eru frá Írak, 38 talsins. Á árinu voru umsóknir um alþjóðlega vernd á Íslandi 1095 en niðurstaða fékkst í 1292 mál.
Meira
Karlmaður sem starfaði fyrir Barnavernd Reykjavíkur á skammtímaheimili í Breiðholti og situr nú í gæsluvarðhaldi grunaður um gróf kynferðisbrot gegn ungum skjólstæðingi, hefur áður verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn barni.
Meira
„Ég hef ekki verið að selja mikið af þessum gleraugum, enda hef ég ekki mikinn tíma til að búa þau til. Á tímabili var ég í samstarfi við gleraugnaverslun og seldi slatta til ferðamanna en annars sel ég þau á netinu,“ sagði Sverrir.
Meira
Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl.is Borgarráð Reykjavíkur hefur samþykkt uppbyggingu á þríbýli á óbyggðri lóð í Eikjuvogi 27. Íbúar hverfisins söfnuðu undirskriftum gegn þessum áformum og hyggjast nú kæra samþykkt borgarráðs.
Meira
Reykjavíkurborg hefur hætt við byggingaráform við Þjórsárgötu í Skerjafirði. Umhverfis- og skipulagssvið tók þessa ákvörðun vegna athugasemda sem bárust þegar áformin voru kynnt.
Meira
Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Reykjavíkurborg áætlar að verja nærri tveimur milljörðum króna í endurnýjun og viðgerðir á malbiki gatna borgarinnar í ár. Er það mun meira en undanfarin ár.
Meira
Dreifingardögum bréfapósts Póstsins í þéttbýli fækkar frá og með morgundeginum og verður borið út annan hvern virkan dag og A-póstur, sem, borinn hefur verið út daglega, verður aflagður. Sama tíðni verður nú á bréfadreifingu um allt land.
Meira
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur birt drög að frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lagaákvæðum um fiskeldi. Frumvarpið grundvallast að mestu leyti á tillögum starfshóps um stefnumótun í fiskeldi sem fram kom sl. sumar.
Meira
Íslendingar fá tæplega fleiri miða á leiki á HM í Rússlandi en þau 8% sölumiða sem áður hafði verið greint frá. Miðað við það verða einungis 3200 Íslendingar á vellinum í Moskvu þegar Ísland mætir Argentínu í fyrsta leik 16. júní.
Meira
1.915 farþegar fóru um Reykjavíkurflugvöll í fyrra í einkavélum sem komu erlendis frá. Þeim hefur fækkað nokkuð milli ára og hafa ekki verið færri síðan árið 2010. Þetta kemur fram í tölum sem Isavia tók saman fyrir Morgunblaðið.
Meira
Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Við fögnum því að reyna eigi með skipulegum hætti að koma hlutunum í stand. Við vitum að það er hægt, það hefur sýnt sig með börnin.
Meira
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir Anna Sigríður Einarsdóttir Starfsmaður Barnaverndar Reykjavíkur, karlmaður á fimmtudagsaldri, sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um gróf kynferðisbrot gagnvart ungum dreng á árunum 2004 til 2010, hefur áður verið kærður fyrir...
Meira
Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Hjónavígslur hjá sýslumanni voru í fyrra tæpur þriðjungur giftinga og hefur fjölgað talsvert frá árinu 2007. Í fyrra skráðu sig alls 1.
Meira
„Við reynum að bjóða samkeppnishæf verð og teljum okkur gera það. Ýmsir vilja halda því fram að verð okkar séu ekki samkeppnishæf við það sem gengur og gerist.
Meira
Enn eitt skrefið í undirbúningi Hvalárvirkjunar var stigið á fundi hreppsnefndar Árneshrepps í gær er skipulagstillögur vegna virkjunarinnar voru samþykktar. Fimm nefndarmenn í fámennasta sveitarfélagi landsins bera þá ábyrgð að ákveða framhaldið.
Meira
Jónas Sen var einn fjögurra píanóleikara sem komu fram með bandaríska tónskáldinu Philip Glass og fluttu allar 20 etýður hans á tónleikum á tónlistarhátíð í Winnipeg um helgina. Jónas lék etýður númer 7, 8, 15 og 18 á tónleikunum sem voru...
Meira
Kristín Eiríksdóttir, Unnur Þóra Jökulsdóttir, Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler og Rakel Helmsdal hlutu Íslensku bókmenntaverðlaunin 2017 sem afhent voru í gærkvöldi á Bessastöðum af Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands.
Meira
Baksvið Sunna Ósk Logadóttir sunna@mbl.is „Það er tuttugu mínútna seinkun,“ tilkynnir starfsmaður flugfélagsins Ernis hópi fólks sem saman kominn er á Reykjavíkurflugvelli í éljamuggu í gærmorgun.
Meira
Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur ræðir í bókakaffi Borgarbókasafnsins í Gerðubergi í kvöld kl. 20 við Evu Maríu Jónsdóttur um nýjustu bók sína, Vertu ósýnilegur: Flóttasaga Ishmaels, en hún hlaut Fjöruverðlaunin á dögunum.
Meira
Eystri Landsréttur Danmerkur dæmdi Rikke Louise Andersen til þess að greiða 5.000 danskar krónur í sekt fyrir að hafa birt mynd af manni sem beraði sig fyrir framan dóttur hennar á Facebook.
Meira
Alls voru veitt 60 kvikmyndaleyfi á suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs árið 2017, en inni í þeirri tölu voru sex myndatökur eingöngu á myndavél (ekki video). Sótt var um notkun dróna vegna kvikmyndaverkefna í 38 tilvikum.
Meira
Baksvið Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Það sem af er ári hefur Umhverfisstofun veitt leyfi til kvikmyndatöku á þremur stöðum, þ.e. við Gullfoss, við Bláfjallaveg og í Undirhlíðarnámu í Reykjanesfólkvangi.
Meira
Baldur Arnarson baldura@mbl.is Samtök iðnaðarins (SI) vara við því að slæmt ástand vega landsins kunni að draga úr hagvexti á næstu árum. „Hagstofan spáir um 17% hagvexti til ársins 2023.
Meira
Uppfærsla Íslensku óperunnar á óperunni Brothers eftir Daníel Bjarnason, sem verður á Listahátíð í Reykjavík í júní, er meðal þeirra 27 viðburða víðsvegar í Evrópu á árinu sem verða kynntir sérstaklega af Opera Europe sem hápunktar Menningararfsárs...
Meira
Rakmat Akilov, 39 ára hælisleitandi frá Úsbekistan, var ákærður formlega í Stokkhólmi í gær fyrir hryðjuverk í apríl á síðasta ári þegar fimm manns biðu bana.
Meira
Ökumaður sem olli banaslysi á Öxnadalsheiði sumarið 2016 ók alltof hratt og var undir áhrifum slævandi lyfja. Bifreið hans var auk þess ekki í ökuhæfu ástandi. Þetta er niðurstaða Rannsóknarnefndar samgönguslysa.
Meira
Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Yfirvöld í Höfðaborg, næststærstu borg Suður-Afríku, búa sig undir að skrúfa fyrir rennandi vatn til flestra íbúanna í apríl vegna mestu þurrka í eina öld.
Meira
Reykjavík Maður sat við glugga á blómlegu húsi við Bergstaðastræti og gæddi sér á súpu í vetrarnepjunni. Fyrir utan kúrði barn í bleikklæddum vagni og teygaði að sér ferskt...
Meira
Arnar Þór Ingólfsson athi@mbl.is „Þetta endurspeglar þverrandi samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja, vegna styrkingar krónunnar og mikilla launahækkana á undanförnum árum.
Meira
Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur borist 21 umsögn um frumvarp til laga um breytingar á kosningum til sveitarstjórna, þar sem kosningaaldur verði lækkaður úr 18 árum í 16.
Meira
„Langtímavandi skólans er að Listaháskóli Íslands (LHÍ) er í bráðabirgðahúsnæði á fimm stöðum í borginni. Við skiljum að nemendur bresti þolinmæði, húsnæðið er ónýtt og það hefur legið fyrir í 20 ár.
Meira
Sunna Elvira Þorkelsdóttir, sem lamaðist eftir fall á Malaga á Spáni, á dögunum fær ekki vegabréf sitt frá lögreglu þar eftir að hafa verið úrskurðuð í farbann.
Meira
Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is „Ég byrjaði að smíða gleraugnaumgjarðir árið 2011 í kreppunni. Ég missti vinnuna og langaði að prófa að gera eitthvað annað eins og fínlegri smíði með en ég var búinn að vera í grófari smíðum í byggingavinnu.
Meira
Talsvert snjóaði á höfuðborgarsvæðinu í gær svo allt varð hvítt yfir að líta. Þessi unga snót í Kópavogi gekk röskum skrefum heim úr skólanum síðdegis í gær og lét ekkert á sig fá, enda vel búin og...
Meira
Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl.is Fjárfesting í þjóðvegum hefur verið sögulega lítil síðustu ár. Eftir því sem nauðsynlegu viðhaldi er slegið lengur á frest þeim mun dýrara verður að vinna það upp.
Meira
Tveir af fimm hreppsnefndarmönnum í Árneshreppi telja farsælast að meta kosti virkjunar annars vegar og verndunar hins vegar fyrir sveitarfélagið.
Meira
Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Treglega gengur að afgreiða umsóknir hjá Ríkisskattstjóra um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð en alls hafa borist um 4800 umsóknir og eru nær allar í bið.
Meira
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður, taldi „þrjá fjölmiðla“ langbesta á Íslandi. Þetta kom fram í athugasemd við orð Óla Björns Kárasonar alþingismanns. Helgu Völu þótti Óli Björn ekki tala af nægjanlegri aðdáun um „RÚV“:...
Meira
Viðtal Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Kristín Eiríksdóttir, Unnur Þóra Jökulsdóttir, Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler og Rakel Helmsdal hlutu í gær Íslensku bókmenntaverðlaunin 2017 er þau voru afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í 29.
Meira
Mikið skeggæði rann á íslenska karlmenn fyrir fáeinum árum og virðist ekkert lát ætla að verða á því. Mun leppalepjum (e. hipster) svokölluðum vera um að kenna eða jafnvel karlalandsliði Íslands í knattspyrnu.
Meira
Þjóðarlistasafn Bandaríkjanna, The National Gallery of Art í Washington-borg, hefur frestað um ótiltekinn tíma sýningu sem átti að opna í maí með verkum eftir Chuck Close, einn kunnasta listmálara samtímans.
Meira
Fjögurra manna lokadómnefnd valdi vinningsverkin úr hópi fimmtán bóka sem tilnefndar voru til verðlaunanna í desember á síðasta ári þegar fimm bækur voru tilnefndar í hverjum flokki.
Meira
Það gat skeð, að unga fólkið, sem nú situr á Alþingi, vildi endilega troða leyfi fyrir áfengisauglýsingum í fjölmiðlum inn í það fjölmiðlafrumvarp, sem nú á að fara að leggja fram á Alþingi.
Meira
Eftir Óla Björn Kárason: "Fyrirferð Ríkisútvarpsins á fjölmiðlamarkaði er mikil og útilokað að ræða stöðu einkarekinna fjölmiðla án þess að beina athyglinni að ríkismiðlinum."
Meira
Eftir Lárus H. Bjarnason: "Dæmi eru um að veitingarvaldshafi stytti sér leið í ráðningalögfræðinni og láti hafa sig í að beita einhvers konar persónulegri „mér finnst“ lögfræði"
Meira
Eftir Michael Mann: "Sem sendiherra ESB ætla ég að gera mitt besta til að koma í veg fyrir að Íslendingar verði blekktir eins og samlandar mínir."
Meira
Íslensk stjórnvöld vinna að því að Vatnajökulsþjóðgarður fari á heimsminjaskrá UNESCO og verður tilnefning þess efnis send inn 1. febrúar næstkomandi. Heimsminjasamningur UNESCO var samþykktur árið 1972 og þykir hafa heppnast vel.
Meira
Georg Jón Jónsson fæddist þann 8. júlí 1939 á Kjörseyri við Hrútafjörð. Hann lést 19. janúar 2018. Foreldrar hans voru Jón Kristjánsson, f. 29. maí 1908, d. 12. ágúst 1981, og Ingigerður Eyjólfsdóttir, f. 28. desember 1916, d. 15. nóvember 2000.
MeiraKaupa minningabók
Guðmundur Jóhann Clausen fæddist á Hellissandi 22. mars 1930. Hann lést á Landspítalanum 12. desember 2017. Foreldrar hans voru Axel Clausen, f. 30. apríl 1888, d. 5. febrúar 1985, kaupmaður í Reykjavík, og Anna María Einarsdóttir, f. 29.
MeiraKaupa minningabók
Heiða Guðjónsdóttir fæddist 2. október 1935 á Hvammstanga. Hún lést á Líknardeild Kópavogi 16. janúar 2018. Foreldrar hennar voru Guðjón H. Guðnason, f. 8.12. 1896, d. 3.7. 1980, og Laufey Klara Eggertsdóttir, f. 8.3. 1902, d. 21.4. 1992.
MeiraKaupa minningabók
Oddur Þór Þórisson fæddist í Reykjavík 28. maí 1996. Hann lést af slysförum 11. janúar 2018. Foreldrar hans eru Margrét Magnúsdóttir, f. 15.5. 1967, d. 24.2. 2008, og Þórir Ófeigsson, f. 18.8. 1966. Sonur þeirra er Sindri Dagur Þórisson, f. 23.6. 1999.
MeiraKaupa minningabók
Sigríður fæddist 17. september 1944 í Reykjavík. Hún lést 23. janúar 2018 á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum í Reykjavík. Foreldrar Sigríðar voru hjónin Friðbjörg Davíðsdóttir, húsmóðir og hjúkrunarkona, f. 31. október 1913 í Flatey á Breiðafirði, d.
MeiraKaupa minningabók
Afkoma Eimskips var undir væntingum í nóvember og desember og verður EBITDA félagsins lægri en afkomuspá frá í nóvember hafði gert ráð fyrir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eimskip til Kauphallar.
Meira
Tveir gamalgrónir umbúðaframleiðendur, Kassagerðin og Plastprent, sem báðir eru í eigu Odda, munu hætta framleiðslu á næstu mánuðum, með þeim afleiðingum að 86 missa vinnuna.
Meira
Nú á þeim tímum þar sem flestir eru öllum stundum með nefið ofan í símum eða tölvum, er ekki úr vegi að staldra við og velta fyrir sér hvað sé til góðs og hvað ekki. Í dag miðvikudag 31. janúar kl.
Meira
Nýtni getur komið sér vel, maður veit jú aldrei hvenær eitthvað gæti komið að góðum notum. Jón og Kristín sannreyndu það um síðustu jól í Disneylandi. Jón hendir helst engu og lumar því á ýmsu, m.a gömlum sendibréfum og löngu sofnuðum bankabókum.
Meira
Dans er sérlega fagurt listform og nú er lag fyrir þá sem kunna að meta það, því í kvöld, miðvikudag, kl. 18 verður þrefaldur ballettviðburður í Háskólabíói í tengslum við frönsku kvikmyndahátíðina.
Meira
6.45 til 9 Ísland vaknar Þau Ásgeir Páll, Jón Axel og Kristín Sif koma hlustendum inn í daginn. Sigríður Elva segir fréttir á hálftíma fresti. 9 til 12 Siggi Gunnars Skemmtileg tónlist og góðir gestir reka nefið inn.
Meira
Bjarni Heiðar Johansen fæddist á Búðum í Fáskrúðsfirði 31.1. 1943 og ólst upp þar og í Neskaupstað til níu ára aldurs. Þá flutti fjölskyldan til Hafnarfjarðar. Bjarni fór tíu ára í sveit til Magneu Bjarnadóttur, móðursystur sinnar, á Borg í Skötufirði.
Meira
30 ára Böðvar ólst upp á Akranesi, býr í Reykjavík, lauk matreiðslumeistaranámi frá MK og starfar hjá Landsvirkjun. Maki: Aníta Róbertsdóttir, f. 1990, nemi. Börn: Logi, f. 2010, Aþena Líf, f. 2013, og Benjamín Elí, f. 2016.
Meira
Gullfallegt lag er komið í spilun á K100 sem nefnist „Þegar storminn hefur lægt“. Lagið þekkja Eurovision- aðdáendur en það heitir á frummálinu „Calm after the storm“ og keppti fyrir hönd Hollands árið 2014.
Meira
30 ára Elísa ólst upp í Vestmannaeyjum, býr í Garðabæ, lauk BA-prófi í félagsráðgjöf frá HÍ og er í fæðingarorlofi. Maki: Guðmundur Ómar Linduson, f. 1989, stýrimaður. Dóttir: Hrafnhildur Lind Guðmundsdóttir, f. 2017. Foreldrar: Guðjón R.
Meira
Rósa Þorvaldsdóttir, eigandi og framkvæmdastjóri Snyrtimiðstöðvarinnar, á 60 ára afmæli í dag. Hún stofnaði fyrirtækið árið 1979, aðeins 21 árs gömul, og verður Snyrtimiðstöðin því 40 ára á næsta ári.
Meira
Jakob Tryggvason fæddist á Ytra-Hvarfi í Svarfaðardal 31.1. 1907, sonur Tryggva Jóhannssonar, bónda þar, og Guðrúnar Soffíu Stefánsdóttur húsfreyju.
Meira
30 ára Kristján ólst upp á Akureyri, býr þar og starfar hjá Tölvulistanum á Glerártorgi á Akureyri. Unnusta: Guðlaug Ragna Magnúsdóttir, f. 1989, heimavinnandi. Dóttir: Kristrún Lea, f. 2012. Stjúpsonur: Magnús Adrian, f. 2006.
Meira
Elton John virðist ætla að enda sinn tónlistarferil með glamúr og glæsileika. Tónlistarmaðurinn mætti á rauða dregilinn á Grammy-hátíðinni klæddur í litríkan Gucci pallíettujakka og með glitrandi gleraugu í stíl.
Meira
Í stað þess að segja að „framherjinn komi til með að verða frá keppni“ getur maður stytt sér leið með því að sleppa „komi til með að“ og setja muni í staðinn. Maður getur m.a.s.
Meira
85 ára Alfa Guðmundsdóttir Hildur Þórisdóttir Þóra Þorgeirsdóttir 80 ára Gunnhildur Gíslín Guðjónsdóttir Kristján Ágústsson Lára Ágústa H. Kolbeins María H.
Meira
Robert Altman var einn af virtustu leikstjórum síns tíma og er enn í miklum metum. Ein af hans þekktustu myndum er MASH með Donald Sutherland og Elliot Gould í aðalhlutverkum.
Meira
31. janúar 1951 Flugvélin Glitfaxi fórst út af Vatnsleysuvík og með henni tuttugu manns. Hún var á leið frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur. „Tuttugu og sex börn innan fermingaraldurs misstu föður sinn,“ sagði á forsíðu Morgunblaðsins. 31.
Meira
Ólafur Stefánsson er trúr Leirnum og setur svip á hann. Um daginn afsakaði hann að meira hefði farið út í loftið en ætlað var en sá póstur hafði raunar misfarist. Svo að Björn Ingólfsson spurði: „Hvað ertu að afsaka, Ólafur?
Meira
Í höllunum Guðmundur Tómas Sigfússon Kristófer Kristjánsson Sindri Sverrisson Hjörvar Ólafsson Eyjakonur unnu í gærkvöldi fjögurra marka sigur á Val 31:27 þegar liðin mættust í Vestmannaeyjum. Leikurinn var í 15.
Meira
Ásvellir/Dalhús Kristófer Kristjánsson Ívar Benediktsson Olísdeild karla í handknattleik sneri aftur á dagskrá í gærkvöldi eftir langt hlé vegna Evrópumótsins í Króatíu þegar Haukar unnu sannfærandi 33:26-sigur á Stjörnunni í 15.
Meira
Íslenski þjálfarinn Kristján Andrésson stóð uppi sem sigurvegari á Evrópumeistaramótinu í handknattleik karla sem lauk í Zagreb í Króatíu á sunnudagskvöld.
Meira
Landsliðsframherjinn Jón Daði Böðvarsson skoraði tvö mörk fyrir Reading í mikilvægum 3:1-útisigri á botnliði Burton Albion í ensku B-deildinni í knattspyrnu í gærkvöld. Reading er eftir sigurinn sex stigum frá fallsæti.
Meira
Í gær var ekkert sem benti til þess að Kristinn Pálsson yrði aftur kominn með leikheimild með Njarðvík þegar liðið sækir Val heim á Hlíðarenda í Dominos-deild karla í kvöld.
Meira
Arsenal er átta stigum frá Meistaradeildarsæti í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eftir að liðið tapaði óvænt fyrir fyrrverandi botnliði Swansea á útivelli, 3:1. Arsenal komst yfir í leiknum.
Meira
*Njarðvík missti naumlega af sínum fyrstu stigum í Dominos-deild kvenna í körfubolta í vetur þegar liðið tapaði 70:73 fyrir Snæfelli á heimavelli eftir framlengingu.
Meira
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.