Eftir aukningu um 77 þúsund tonn í síðustu viku verður heildaraflamark á loðnu við Ísland 285 þúsund tonn á vertíðinni. Af þeim kvóta koma alls 199.826 tonn í hlut Íslendinga. Samkvæmt samningum við nágrannaþjóðir mega Færeyingar veiða 14.
Meira
Aðalmeðferð Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Hreiðars Más Sigurðssonar gegn íslenska ríkinu fyrir ólögmætar hleranir og óréttláta málsmeðferð, sem fram átti að fara í morgun, hefur verið frestað til kl. 9.15, 5. apríl nk. vegna veikinda verjanda ríkisins.
Meira
Forsvarsmenn Kaupskila, sem eiga 57% hlut í Arion banka, reyna nú til þrautar að fá sem flesta lífeyrissjóði að eignarhaldi bankans í aðdraganda þess að hann verður skráður á markað.
Meira
„Ég hef ekki heyrt neitt frá Samgöngustofu, við höfum ekki fengið upplýsingar um þetta,“ svaraði Hrafn Þorgeirsson, framkvæmdastjóri Primera Air, spurður út í málið. „Ég held að við höfum ekki verið að draga neitt á langinn.
Meira
Dómstólasýslan verður til húsa á Suðurlandsbraut 14, 108 Reykjavík. Leigusamningur til fimm ára var undirritaður í dag. Starfsemin mun flytjast þangað 15. mars næstkomandi í rúmlega 200 fermetra húsnæði.
Meira
Töluvert dregur úr fjölgun brottfara erlendra ferðamanna um Keflavíkurflugvöll á milli ára í janúar nú miðað við síðustu ár, samkvæmt talningum Ferðamálastofu og Isavia í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Meira
Bankastræti Í rysjóttu veðri er lag að halda að sér höndum og íhuga stefnu sína. Neðst í Bankastræti kallast andstæður á – Stjórnarráð og Pönksafn – en nýbyggingar gnæfa neðan...
Meira
„Við erum nú að sjá hvaða möguleikar eru í stöðunni. Mér sýnist að þetta feli í sér kostnaðarauka hvaða leið sem er farin,“ segir Matthías Sveinbjörnsson, forseti Flugmálafélags Íslands.
Meira
Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Rannsóknaskipið Árni Friðriksson fer til frekari loðnumælinga um leið og veður leyfir. Haldið verður á loðnuslóð vestur af Vestfjörðum og landgrunnskanturinn kannaður austur að Kolbeinseyjarhrygg.
Meira
Starfsmenn kísilvers PCC Bakki Silicon ehf. á Bakka við Húsavík undirbúa starfrækslu versins alla daga. Safnað er birgðum hráefnis í geymslur á lóð fyrirtækisins. Síðast var skipað upp miklum farmi af finnskum trjám.
Meira
Kötturinn James, með bindi og flibba, geispar við glugga sendiráðs Ekvadors í Lundúnum þar sem Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, hefur dvalið til að komast hjá því að verða handtekinn og...
Meira
Ráðgert er að hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson haldi til loðnumælinga norðvestur af landinu um leið og veður leyfir. Markmiðið er að kanna hvort bæst hafi í loðnugöngur á þessum slóðum frá mælingum í lok janúar.
Meira
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra átti á mánudag fund með António Guterres, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, í höfuðstöðvum stofnunarinnar í New York.
Meira
Sviðsljós Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Flugfélagið Primera Air hefur ekki enn staðið við loforð sín um greiðslu skaðabóta til flugfarþega sem urðu fyrir miklum töfum í fyrra. Samgöngustofa hefur því ákveðið að beita sér í málinu m.a.
Meira
Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti samhljóða á fundi sínum í gær að vísa tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að hefja undirbúning að gerð neðanjarðarstokks á Miklubraut til borgarráðs.
Meira
Það getur verið notalegt að hlýja sér og hvíla lúin bein í heitum potti á köldum íslenskum vetrardögum. Þó er sniðugt að verja eyrun fyrir kuldanum, eins og þessi kona gerði sem skellti sér í heita pottinn við ylströndina í Nauthólsvík.
Meira
Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Forseti hæstaréttar Maldíveyja var handtekinn í gær ásamt öðrum dómara eftir að forseti landsins, Abdulla Yameen, lýsti yfir neyðarástandi og fyrirskipaði hernum að ráðast inn í dómhús réttarins.
Meira
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis ákvað í gær að gera hlé á rannsókn nefndarinnar á embættisfærslu Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra við skipun dómara við Landsrétt.
Meira
„Sólgleraugun eru alveg ómissandi og smíðin er vönduð,“ segir Svanur Kristinsson, lögregluþjónn á Selfossi. Morgunblaðið hitti hann á förnum vegi um helgina þar sem hann var með sín Ray Ban-sólgleraugu sem hann hefur gengið með síðan 1988.
Meira
Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Kvartanir flugfarþega til Samgöngustofu hafa aldrei verið eins margar og í fyrra. Þá barst 1.121 kvörtun, langflestar vegna seinkana á flugi, eða 808.
Meira
Mokstur Ekkert lát virðist vera á snjókomu á landinu og þurfa landsmenn því enn að hafa skóflurnar við höndina til þess að greiða leiðina að heimilum sínum.
Meira
Tillaga Bjartrar framtíðar um að sýnt verði frá leik Íslands og Argentínu í lokakeppni HM í knattspyrnu á risaskjá á Garðatorgi var lögð fram á bæjarráðsfundi Garðabæjar í morgun.
Meira
Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Borgarráð hefur samþykkt að heimila umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út framkvæmdir við frágang frjálsíþróttavallar og byggingu þjónustuhúss á svæði ÍR í Suður-Mjódd. Áætlaður kostnaður er 400 milljónir króna.
Meira
Eftir að tillögur um uppstillingu og síðan prófkjör náðu ekki fram að ganga í fulltrúaráði flokksins var ákveðið að viðhafa röðun. Þá kjósa aðal- og varafulltrúar í fulltrúaráðinu frambjóðendur í fimm efstu sætin. Framboðsfrestur rennur út 20.
Meira
Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra hefur ekki tekið ákvörðun um nafn á nýrri Vestmannaeyjaferju. Hyggst ráðherra hlera sjónarmið heimamanna, að því er Jóhannes Tómasson upplýsingafulltrúi tjáði Morgunblaðinu.
Meira
Baksvið Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Líkur eru á því að óánægðir sjálfstæðismenn í Vestmannaeyjum bjóði fram sérlista við bæjarstjórnarkosningarnar á vori komanda.
Meira
Óánægðir sjálfstæðismenn í Vestmannaeyjum ræða um að bjóða fram sérlista við komandi bæjarstjórnarkosningar. Ástæðan er óánægja með að ekki skuli hafa verið ákveðið að efna til prófkjörs við val á lista flokksins.
Meira
Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Fullt var út úr dyrum í sal Kex hostels í fyrrakvöld, þegar samprjón á sjalinu Quality Street eftir Hildi Ýri Ísberg, framhalds- og háskólakennara, hófst formlega.
Meira
Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is Smáforrit sem notuð eru í þeim tilgangi að blekkja fólk með fölskum símtölum eru að hrella fólk þessa dagana. Dæmi er um mann sem fékk símtal úr númeri bróður síns.
Meira
Baksvið Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Þessi mikla lækkun á milli ára er mjög ánægjuleg,“ segir Viðar Jensson, verkefnisstjóri tóbaksvarna hjá Embætti landlæknis.
Meira
Talsverðar verðsveiflur einkenndu fjármálamarkaði austan hafs og vestan í gær og skapaði það taugatitring á mörkuðunum. Þessir verðbréfasalar í Kauphöllinni í New York höfðu nóg fyrir stafni.
Meira
Tillögu Mörtu Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, þess efnis að hafinn verði undirbúningur að því að hefja útsendingar frá nefndum og ráðum borgarinnar var vísað frá með tíu atkvæðum gegn fjórum á borgarstjórnarfundi í dag.
Meira
Sala á sígarettum dróst umtalsvert saman hér á landi á síðasta ári. Samdrátturinn var nærri tíu prósent því árið 2016 seldist ríflega ein milljón kartona af sígarettum hér en árið 2017 seldust rétt ríflega 900 þúsund karton.
Meira
Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Frumvarp til laga um mannanöfn, þar sem m.a. er lagt til að mannanafnanefnd verði lögð niður, kemur til fyrstu umræðu á Alþingi í vikunni.
Meira
Fjármála- og efnahagsráðherra hyggst skipa starfshóp sem vinna á hvítbók um framtíðarsýn og stefnu fyrir fjármálakerfið á Íslandi, í samræmi við stjórnarsáttamála ríkisstjórnarinnar.
Meira
Þórshöfn í Færeyjum verður heiðursgestur á Menningarnótt í Reykjavík í ágúst næstkomandi. Boðið var staðfest á síðasta fundi borgarráðs. Af þessu tilefni hefur Dagur B.
Meira
Ekki verður sagt að þeir stjórnmálamenn sem skora hæst á mælistiku stjórnmálalegs rétttrúnaðar séu endilega í hópi hinna skemmtilegustu. En þeir komast sumir langt á blindum rétttrúnaði.
Meira
Leikstjóri: Joe Wright. Handrit: Anthony McCarten. Aðalhlutverk: Gary Oldman, Kristin Scott Thomas, Lily James, Stephen Dillane, Ronald Pickup og Ben Mendelsohn. Bretland 2017, 125 mínútur.
Meira
Eftir sjö ára langt þref um hvar skuli réttað í dómsmáli Facebook og fransks kennara, Frédéric Durand, hafa réttarhöld loksins hafin í dómssal í París.
Meira
Enski leikarinn John Mahoney er látinn, 77 ára að aldri. Mahoney tengja eflaust flestir Íslendingar við hlutverk Martin Crane í gamanþáttunum Frasier en hann lék í fjölda kvikmynda og sjónvarpsþátta á ferli sínum.
Meira
Sex verkefni hafa verið valin á Eyrarrósarlistann 2018 og eiga því möguleika á að hljóta Eyrarrósina í ár en hún er viðurkenning sem árlega er veitt framúrskarandi menningarverkefni utan höfuðborgarsvæðisins.
Meira
Nimrod Ron túbuleikari og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari flytja verk eftir Franz Strauss, Ralph Vaughan Williams og Batya Franklakh á fyrstu háskólatónleikum vormisseris í dag kl. 12.30 í Hátíðasal Háskóla Íslands.
Meira
Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari og Richard Simm píanóleikari halda tónleika í Salnum í dag kl. 12.15 og flytja Sónötu fyrir fiðlu og píanó nr. 2 í G-dúr Op. 13 eftir Edward Grieg og Liebesleid eftir Fritz Kreisler.
Meira
Margt þurfa Vinstri grænir að láta sér lynda leiðir þá Bláa höndin djúpt út í fen þar sem Katrín Jakobs sátt virðist synda með Sigríði dómsmálaráðherra Andersen. Indriði á...
Meira
Eftir Óla Björn Kárason: "Hálf öld er frá því að Eysteinn varaði við að Alþingi yrði aðeins „færiband fyrir löggjöf“ sem væri mótuð af embættis- og sérfræðingakerfinu."
Meira
Það er með miklum trega sem ég skrifa þennan pistil. Trega sem ekki verður umflúinn þar sem ég vil axla ábyrgð og taka á erfiðum verkefnum af þeirri festu sem mér ber skylda til, sem lýðræðislega kjörnum fulltrúa á Alþingi Íslendinga.
Meira
Baldur Viðar Guðjónsson fæddist í Reykjavík 3. október 1936. Hann lést 29. janúar 2018 á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Foreldrar hans voru Guðjón Símonarson, f. 20. janúar 1911, d. 1. október 2001, og Soffía Magdal Sigurðardóttir, f. 28.
MeiraKaupa minningabók
Hulda Ingimundardóttir fæddist í Strandasýslu 9. september 1932. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 30. janúar 2018. Foreldrar hennar voru hjónin Ingimundur Jón Guðmundsson, f. 1895, d. 1983, og Svanfríður Guðmundsdóttir, f. 1902, d. 1994.
MeiraKaupa minningabók
Jón Ágústsson fæddist í Reykjavík 19. apríl 1944. Hann lést á líknardeild Landspítalans 28. janúar 2018 eftir erfið veikindi. Foreldrar hans voru Guðný Aradóttir, f. 2. september 1920, d. 15. september 1995, og Ágúst Þór Guðjónsson, f. 7. maí 1923, d.
MeiraKaupa minningabók
Pálmi Ingólfsson fæddist í Reykjavík 19. júní 1948. Hann lést á Landspítala – háskólasjúkrahúsi 27. janúar 2018. Foreldrar hans voru Ingólfur Pálmason frá Gullbrekku í Eyjafirði, lektor við Kennaraháskólann, f. 16. janúar 1917, d. 4.
MeiraKaupa minningabók
Stefanía Ólöf Antoníusdóttir fæddist á Berunesi á Berufjarðarströnd 13. febrúar 1941. Hún lést á heimili sínu á Hjúkrunarheimilinu Hömrum í Mosfellsbæ 28. janúar 2018. Foreldrar hennar voru hjónin Antonía Sigríður Sigurðardóttir, f. á Berunesi 29.
MeiraKaupa minningabók
Þorlákur Ásgeirsson fæddist í Reykjavík 4. desember 1935. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Hömrum 30. janúar 2018. Foreldrar hans voru Ásgeir Þorláksson frá Bakka á Mýrum, Austur-Skaftafellssýslu, f. 1908, d.
MeiraKaupa minningabók
Baksvið Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Stjórn Arion banka hyggst leggja það fyrir hluthafafund í næstu viku að henni verði veitt heimild til þess að greiða út allt að 25 milljarða króna í formi arðgreiðslu til hluthafa.
Meira
Sú skilyrta arðgreiðsla sem stjórn Arion banka hefur ákveðið að leggja fyrir hluthafafund í næstu viku mun, gangi fyrirætlanir stjórnarinnar eftir, færa ríkissjóði milljarða króna í formi greiðslu inn á skuldabréf sem er í eigu þess.
Meira
Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, hefur verið ráðin til Bláa lónsins og hefur störf 1. júní næstkomandi. Í tilkynningu frá Bláa lóninu segir að Helga muni verða framkvæmdastjóri Blue Lagoon Journeys ehf.
Meira
Miklar sveiflur voru á hlutabréfamörkuðum víða um heim í gær. Hlutabréfavísitölur í Evrópu og Asíu lækkuðu nokkuð og við opnun markaða lækkuðu vísitölur í Bandaríkjunum. En lækkunin gekk svo til baka eftir því sem leið á daginn og gott betur.
Meira
1981 Linda Björk Hreiðarsdóttir var átján ára og hafði aldrei spilað á trommur þegar hún fór í prufu hjá Ragnhildi Gísladóttur sem vantaði trommuleikara í Grýlurnar.
Meira
Hvað er eðlilegur kvíði og hvenær er kvíði orðinn að vanda? Hvað er til ráða? Ólöf Edda Guðjónsdóttir sálfræðingur mun fjalla um einkenni kvíða hjá börnum og unglingum kl. 20-22 í kvöld, miðvikudaginn 7.
Meira
Ragnhildur Helgadóttir, prófessor í stjórnskipunarrétti, er þriðji fyrirlesari í fyrirlestraröð RIKK – Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum – og UNU-GEST – Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna – á vormisseri 2018.
Meira
Frægðarsól Grýlanna reis hæst þegar þær léku í kvikmynd Stuðmanna, Með allt á hreinu, árið 1982, undir nafninu Gærurnar. Árið eftir gáfu þær út breiðskífuna Mávastellið.
Meira
6.45 til 9 Ísland vaknar Þau Ásgeir Páll, Jón Axel og Kristín Sif koma hlustendum inn í daginn. Sigríður Elva segir fréttir á hálftíma fresti. 9 til 12 Siggi Gunnars Skemmtileg tónlist og góðir gestir reka nefið inn.
Meira
30 ára Atli ólst upp í Gerði í Suðursveit og í Borgarfirði, stundaði píanónám hjá Svönu Víkingsdóttur og er jöklabóndi í Gerði. Maki: Fie Nordal Jensen, f. 1989, jöklabóndi. Foreldrar: Björn Þorbergsson, f.
Meira
Stefán Sæbjörnsson var einn vígalegu víkinganna sem birtust í auglýsingu bílaframleiðandans Dodge RAM í leikhléi Ofurskálarinnar, úrslitaleik ameríska fótboltans.
Meira
Karl í koti setti „Ástarvísur – Dýraníð“ á Boðnarmjöð með þeirri athugasemd, að eiginlega væri þetta dýrafræði fyrir byrjendur. – Um höfundinn sagði hann: „Einhver Jón Ingvar Jónsson ku hafa orkt þetta.
Meira
30 ára Hlynur ólst upp í Súðavík, býr í Hafnarfirði og er vélamaður hjá Gámaþjónustunni. Maki: Hildur Emma Ómarsdóttir, f. 1993, snyrtifræðingur. Systkini: Aldís Ýr, f. 1983, og Ívar Örn, f. 1991. Foreldrar: Ólafur Elíasson, f.
Meira
Keflavík Sóldís Lilja Jónsdóttir fæddist 7. febrúar 2017 kl. 1.41 og á því eins árs afmæli í dag. Hún vó 3.116 g og var 49 cm löng. Foreldrar hennar eru Sunna Björg Reynisdóttir og Jón Oddur Sigurðsson...
Meira
Ásýnd þýðir m.a. útlit . Fólk getur verið virðulegt, ískyggilegt, drengilegt eða fagurt ásýndum. „Þessi kona var göfug ásýndum og sælleg,“ segir í þjóðsögu.
Meira
Katrín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Sölku-Fiskmiðlunar á Dalvík, á 50 ára afmæli í dag. Hún tók við framkvæmdastjórastöðunni árið 2004, en hefur unnið hjá fyrirtækinu frá 1994.
Meira
Reykjavík Baldur Rafn Karlsson fæddist 7. febrúar 2017 kl. 17.32 og á því eins árs afmæli í dag. Hann vó 3.854 g og var 53 cm langur. Foreldrar hans eru Anna Birna Rafnsdóttir og Karl Sigurðsson...
Meira
Á þessum degi árið 1999 komst hljómsveitin Blondie í toppsæti Breska vinsældalistans með lagið „Maria“. Það varð þar með sjötta lag sveitarinnar til að toppa listann en 20 ár voru þá liðin frá fyrsta toppsmellinum.
Meira
Víkverji hefur gaman af að fara í bíó og finnst snöggtum meira púður í að sjá mynd á hvíta tjaldinu, en á sjónvarpsskjá, þótt þeir séu orðnir fullkomnari með árunum og hljóðið heima í stofu hafi snarbatnað.
Meira
7. febrúar 1965 Louis Armstrong, konungur djassins, kom til landsins og hélt þrenna tónleika í Háskólabíói. Hann var ánægður með íslensku áheyrendurna og sagði í samtali við Morgunblaðið: „Ég finn að það er mikill djass í þessu fólki.“ 7.
Meira
Þorvaldur Steingrímsson fæddist á Akureyri 7.2. 1918. Foreldrar hans voru Steingrímur Matthíasson, læknir á Akureyri, og k.h., Kristín Thoroddsen húsfreyja, systir Emils Thoroddsen tónskálds.
Meira
40 ára Þórhildur ólst upp á Selfossi, býr þar, lauk prófi sem tannsmiður og starfar á Tannsmíðastofunni Central í Kópavogi. Maki: Torfi Ragnar Sigurðsson, f. 1980, lögmaður hjá Lögmönnum Suðurlandi. Börn: Emelía, f. 2003, og Ásdís Laufey, f. 2008.
Meira
Aníta Hinriksdóttir úr ÍR náði glæsilegum árangri í 1.500 metra hlaupi á PSD Bank Meeting-mótinu í Düsseldorf í Þýskalandi í gær. Hún hafnaði í 5. sæti í afar sterku hlaupi, á tímanum 4:09,54 mínútum og bætti í leiðinni eigið Íslandsmet í 1.
Meira
Stúlknalandslið Íslands í knattspyrnu, 17 ára og yngri, vann öruggan sigur á Skotum, 4:0, í vináttuleik í Kórnum í Kópavogi. Sömu úrslit urðu í fyrri viðureign liðanna sem fram fór á sama stað á sunnudaginn.
Meira
• ÍBV hefur fjórum sinnum landað Íslandsmeistaratitli í handbolta kvenna, árin 2000, 2003, 2004 og 2006. Liðið varð bikarmeistari árin 2001, 2002 og 2004, og deildarmeistari árin 2003 og 2004.
Meira
*Ellefu Íslendingar taka þátt í Norðurlandamótinu í frjálsíþróttum í Uppsala í Svíþjóð á sunnudaginn kemur. Ísland og Danmörku senda þar sameiginlegt lið til keppni.
Meira
Í Eyjum Guðmundur Tómas Sigfússon sport@mbl.is Eyjamenn styrktu stöðu sína í 2. sæti Olísdeildar karla í gærkvöldi þegar liðið vann níu marka sigur á Fjölni í Vestmannaeyjum.
Meira
Eyjakonur bættu við sig einum leikmanni nú í janúar þegar Shadya Goumaz kom til liðsins frá Sviss. Goumaz er rétthent en hefur aðallega leikið í hægri skyttustöðunni.
Meira
Guðmundur Þórður Guðmundsson er kominn með gríðarlega mikla reynslu af stórmótum í handknattleik, en hann stýrði íslenska landsliðinu fyrst í lokakeppni EM árið 2002.
Meira
KA/Þór tryggði sér sæti í undanúrslitum bikarkeppni kvenna í handbolta, Coca Cola-bikarsins, í annað skipti með öruggum 35:24-sigri á Fjölni í gærkvöld. KA/Þór leikur í næstefstu deild og Fjölnir þeirri efstu og koma úrslitin því einhverjum á óvart.
Meira
Njarðvíkingar þurfa að greiða ítalska körfuknattleikssambandinu 9.600 evrur, um 1,2 milljónir króna, í uppeldisbætur fyrir Kristin Pálsson, samkvæmt úrskurði FIBA, Alþjóðakörfuknattleikssambandsins.
Meira
SA vann gríðarlega sannfærandi 8:1-sigur á SR er liðin mættust í Hertz-deild karla í íshokkíi á Akureyri í gærkvöld. Jafnræði var þó með liðunum í 1. leikhluta og staðan eftir hann 2:1. SA tók öll völd á svellinu eftir hann og tryggði sér öruggan sigur.
Meira
Stefán Rafn Sigurmannsson var markahæsti maður vallarins þegar hann og samherjar í ungverska handboltaliðinu Pick Szeged unnu auðveldan 36:18-sigur á Gyöngyös á heimavelli í ungversku deildinni í gær.
Meira
Tomas Svensson, sem mun aðstoða Guðmund Þórð Guðmundsson við þjálfun landsliðsmarkvarða Íslands í handknattleik, á glæsilegan feril að baki. Íslenska landsliðið er þriðja liðið þar sem hann og Guðmundur vinna saman frá árinu 2011.
Meira
Markmaðurinn Vigdís Sigurðardóttir átti ríkan þátt í velgengni ÍBV í upphafi aldarinnar og lék lykilhlutverk þegar liðið varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn árið 2000. Alls varð hún Íslandsmeistari fjórum sinnum á ferlinum og bikarmeistari í þrígang.
Meira
Landsliðið Kristján Jónsson kris@mbl.is Guðmundur Þórður Guðmundsson tók í gær við karlalandsliðinu í handknattleik í þriðja sinn á þjálfaraferlinum, en tilkynnt var um ráðningu hans á blaðamannafundi.
Meira
Það gerist ekki oft að sami aðili taki við sama liðinu þrisvar. En nú er Guðmundur Þ. Guðmundsson orðinn þjálfari karlalandsliðs Íslands í handbolta í þriðja sinn.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.