Talsvert líf er í veðurkortunum um helgina. Á Suður- og Suðausturlandi verður afar hvasst í dag og fram á nóttina. Jafnvel er búist við ofsaveðri á þeim slóðum en norðvestanstrengur mun liggja yfir landið.
Meira
Hagnaður Icelandair Group á síðasta ári var 37,7 milljónir bandaríkjadala, jafngildi um 3,9 milljarða króna á núverandi gengi. Til samanburðar var hagnaður félagsins 89,1 milljón dala árið 2016.
Meira
Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Ef þetta eru ekki hrein mistök lít ég á afgreiðsluna sem svívirðu og argasta dónaskap við okkur. Það er nýbúið að úrskurða manninn vanhæfan til að fjalla um þetta mál á vettvangi Reykjavíkurborgar.
Meira
Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is Ákvörðunum undirstofnana sem teknar eru samkvæmt lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna verður almennt ekki skotið til ráðuneyta. Þetta o.fl.
Meira
Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Ámundi Ámundason, útgefandi, hefur keypt útgáfuréttinn að fjölda landshlutablaða sem voru í eigu Pressunnar ehf. Fyrirtæki Ámunda, Fótspor ehf.
Meira
Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, er stödd í Suður-Kóreu, þar sem hún m.a. var viðstödd setningarathöfn Vetrarólympíuleikanna í gær.
Meira
Guðni Einarsson gudni@mbl.is Stefán Bergsson, sögukennari í Verzlunarskóla Íslands, er skákmeistari Reykjavíkur 2018. Verðlaunaafhending fer fram á sunnudag í Taflfélagi Reykjavíkur. Í upphafi mótsins var Stefán 14. stigahæsti keppandinn.
Meira
Borgarráð hefur heimilað umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út framkvæmdir við boltagerði á grunnskólalóðum borgarinnar í sumar. Áætlaður kostnaður er 50 milljónir króna. Framkvæmdir hefjast í maí og þeim á að ljúka í ágúst.
Meira
Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Fimm voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu og sérsveitar Ríkislögreglustjóra á Akureyri í gær. Þeir eru grunaðir um alvarlega líkamsárás og frelsissviptingu á rúmlega þrítugum karlmanni á fimmtudag.
Meira
Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl.is Fundargerðir dómnefndar um embætti 15 dómara við Landsrétt verða ekki birtar að sinni. Gunnlaugur Claessen, formaður nefndarinnar, staðfesti þetta.
Meira
Í fyrra voru 56.272 flutningar innanlands tilkynntir til Þjóðskrár Íslands, sem er fækkun um 3,18% eða 1.847 tilkynningar frá árinu 2016. Flestar tilkynningar bárust Þjóðskrá um flutninga árið 2007 eða 60.391.
Meira
Heilbrigðisráðherra hefur skipað Birgi Jakobsson, fyrrverandi landlækni og núverandi aðstoðarmann sinn sem formann nefndar sem gera á tillögur um aðgerðir til að sporna við mis- og ofnotkun geð- og verkjalyfja.
Meira
Á morgun, 11. febrúar, er alþjóðlegi 112-dagurinn og heldur Neyðarlínan daginn hátíðlegan með skemmtilegri dagskrá um allt land. Að sögn Þórhalls Ólafssonar, framkvæmdastjóra Neyðarlínunnar, er gott samstarf milli þeirra og Landhelgisgæslunnar.
Meira
„Virknin er áfram umfram bakgrunnsvirkni, en það eru skjálftar undir 1,2. Því er enn gult viðvörunarstig fyrir flugið. Þessi aukna virkni sem verið hefur í rúmt ár er óvenjuleg og gæti bent til þess að Öræfajökull sé að vakna úr dvala.
Meira
Danska konungshöllin sagði í gær að heilsu Hinriks prins, eiginmanns Margrétar Danadrottningar, hefði hrakað. Hinrik greindist nýlega með góðkynja æxli í vinstra lunga.
Meira
Flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor lýkur í dag. Kosið er með rafrænum hætti á vefsíðu flokksins en utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer jafnframt fram á skrifstofu flokksins á Hallveigarstíg.
Meira
Grímur Atlason, framkvæmdastjóri tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves, hefur gert samkomulag um starfslok hjá hátíðinni. Frá þessu greindi hann á facebook-síðu sinni síðdegis í gær.
Meira
Guðni Einarsson gudni@mbl.is Eva Einarsdóttir, formaður stjórnar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins, kynnir drög að stefnumótun um málefni skíðasvæðanna á fundi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) á mánudag.
Meira
Árleg tónlistarguðsþjónusta séra Eðvarðs Ingólfssonar, sóknarprests á Akranesi, Ragnars Bjarnasonar söngvara og Þorgeirs Ástvaldssonar tónlistarmanns verður í Akraneskirkju á morgun, sunnudag, og hefst klukkan 17, ef veður leyfir.
Meira
Baksvið Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Félagið Lindarhvoll ehf., sem stofnað var til að annast umsýslu, fullnustu og sölu svokallaðra stöðugleikaeigna, lauk á dögunum í opnu söluferli Lyfju hf. með undirritun kaupsamnings við SID ehf.
Meira
Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Það er mikið að sjá hérna,“ sagði Geir Zoëga, skipstjóri á grænlenska uppsjávarskipinu Polar Amaroq, um hádegi í gær. „Loðnan er að ganga fyrir Stokksnesið og við keyrðum í níu mílur í lóði.
Meira
Íbúar við Brekkugerði og Stóragerði, 40 talsins, gera alvarlegar athugasemdir við færslu bílastæða við Hvassaleitisskóla. Í nóvember í fyrra auglýsti Reykjavíkurborg tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir skólann með athugasemdafresti til 9....
Meira
Baldur Arnarson baldura@mbl.is Gunnlaugur Claessen, formaður dómnefndar vegna umsókna um dómarastöður við Landsrétt, segir fundargerðir nefndarinnar ekki verða afhentar að sinni. Nefndin muni ræða málið síðar.
Meira
Eitt mál til viðbótar þeim átta kærum sem borist hafa vegna meintra kynferðisbrota fyrrverandi starfsmanns Barnaverndar Reykjavíkur er til skoðunar.
Meira
Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Stjórn Faxaflóahafna ákvað á fundi sínum í gær að fela Gísla Gíslasyni hafnarstjóra að láta vinna að hönnun nýrrar bryggju, þar sem núverandi verbúðarbryggja næst Sjóminjasafninu er metin ónýt.
Meira
Falleg en varhugaverð Grýlukerti eru viðsjárverð, eins og óvætturin sem þau eru kennd við, því þau eiga það til að vera mannýg, ráðast á fólk og stanga í höfuðið. Þessi kerti eru í...
Meira
Sviðsljós Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Enginn myndlistarmaður hefur í jafn ríkum mæli sótt í þjóðsögur okkar og náttúru og Ásgrímur Jónsson.
Meira
Undirritaðir hafa verið samningar um nýtt húsnæði Hafrannsóknastofnunar, sem mun rísa í Fornubúðum 5 í Hafnarfirði. Samkvæmt samningnum verður húsið afhent stofnuninni 15 mánuðum frá undirritun, að því er segir á heimasíðu stofnunarinnar.
Meira
Eigendur lóða og mannvirkja á Klapparstíg 19 og Veghúsastíg 1 undrast verulega að þeim hafi verið boðinn fundur með Hjálmari Sveinssyni, formanni umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur, í kjölfar þess að þeir óskuðu eftir fundi með Degi B.
Meira
Umsögn dómnefndar um embætti 15 dómara við Landsrétt er 117 síður. Þar er að finna lista yfir meðmælendur með þeim 33 umsækjendum sem mat var lagt á.
Meira
Tveggja tíma rakarastofuráðstefna var haldin á Alþingi í gær og voru þingmenn beðnir um að „taka fast á málum“ af Ásdísi Ólafsdóttur alþjóðastjórnmálafræðingi í samantekt hennar eftir ráðstefnuna.
Meira
„Íslensku keppendurnir eru mjög vel stemmdir og mjög spenntir að hefja keppni,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, sem var viðstödd setningarathöfn 23. Vetrarólympíuleikanna í Suður-Kóreu í gær.
Meira
Guðmundur Sv. Hermannsson gummi@mbl.is Þótt XXIII. Vetrarólympíuleikarnir, sem hófust formlega í gær, séu haldnir í Suður-Kóreu hefur nágrannaríkinu í norðri tekist að koma sér þar í alþjóðlegt sviðsljós.
Meira
Donald Trump staðfesti í gær fjárlög bandaríska ríkisins sem fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti loks í gærmorgun. Fjárlögin byggjast á samkomulagi demókrata og repúblikana á Bandaríkjaþingi og gera m.a. ráð fyrir stórauknum framlögum til...
Meira
Ásgrímur Jónsson (1876-1958) var einn af frumherjum myndlistar á Íslandi. Myndlistarnám sitt hóf hann í Kaupmannahöfn 1897 og hélt fyrstu sýningu sína hér heima þegar þrjú ár voru liðin af 20. öld.
Meira
Formaður Hafnasambands Íslands segir fulla ástæðu til að kanna kosti og galla notkunar annarra orkugjafa en skipadísils á ljósavélar skemmtiferðaskipa þegar þau staldra við í höfnum hér á landi.
Meira
Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, skipar oddvitasæti lista Miðflokksins fyrir borgarstjórnarkosningar í vor. Þetta var tilkynnt í opnunarteiti skrifstofu flokksins á Suðurlandsbraut í gærkvöldi.
Meira
Evrópuþingið í Strassborg lagði í vikunni til að reglur um sumar- og vetrartíma yrðu endurskoðaðar þannig að hætt yrði að breyta klukkunni á hálfs árs fresti.
Meira
Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Íbúum Akraness gæti fjölgað um 600 eða þar um bil þegar flutt verður inn í allar 218 íbúðirnar sem byggja á í tveimur fyrstu áföngum Skógahverfis.
Meira
Sáralítið hefur verið rætt um það hér á landi að ofurumræðan um samsæri Trumps og Rússa í aðdraganda kosninga stendur nú öll á haus. Íslenskir fréttamenn, sem lesa ekki annað en CNN, birtast óhjákvæmilega sem blindir eða ólæsir og munu seint frétta af því.
Meira
Undir lok sýningarinnar, sem tekur langan tíma að skoða og sökkva sér í, eru nokkur portrett samtímamanna af Michelangelo, gerð á tíma siðaskiptanna hér á landi. Þar horfir hann til gesta, dökkur yfirlitum, ábúðarmikill og stoltur...
Meira
Skáldsaga Jóns Kalmans Stefánssonar, Harmur englanna, miðbókin í þríleik sem hófst með Himnaríki og helvíti, hefur verið bönnuð í Sádi-Arabíu og fjarlægð úr bókaverslunum þar í landi. Þríleikurinn hefur allur verið þýddur á arabísku.
Meira
Heimildarmyndin Jane , sem fjallar um líf og störf Jane Goodall og rannsóknir hennar á simpönsum, verður sýnd þrisvar nú um helgina í Bíó Paradís, í dag kl. 16 og á morgun kl. 16 og 18.
Meira
Listamenn verða með leiðsögn um sýningar í Listasafni Reykjavíkur á morgun, sunnudag. Kl. 14 taka listamennirnir Sigurður Ámundason og Jóhanna Bogadóttir þátt í leiðsögn um sýninguna Myrkraverk í Vestursal.
Meira
Dúettinn Sycamore Tree heldur tónleika í salnum Gym & Tonic á Kex hosteli í kvöld kl. 21. Dúettinn skipa Ágústa Eva Erlendsdóttir og Gunnar Hilmarsson og munu þau flytja lög af plötu sinnu Shelter auk nýrra laga.
Meira
Þóra Einarsdóttir sópran og píanóleikarinn Peter Máté halda Tíbrár-tónleika í Salnum á morgun kl. 20. Á efnisskránni verða sönglög frá síðustu öld og mun Þóra syngja á fimm tungumálum: ensku, ungversku, þýsku, frönsku og...
Meira
Eftir Börk Gunnarsson: "Það skemmtilega við málið er að aldrei þessu vant náðist ekki í borgarstjórann og meðvirkir fjölmiðlamenn með meirihlutanum í borginni gáfust upp."
Meira
Eftir Halldór Benjamín Þorbergsson: "Á almennum vinnumarkaði væri því eðlilegt að byrja á aðgerðum til að fækka unnum yfirvinnustundum og með því stytta heildarviðverutíma starfsmanna á vinnustað."
Meira
Eftir Lindu Jónsdóttur: "Ekki þarf sérfræðiþekkingu til að sjá hversu mikið glapræði það er að tengja saman um 20 byggingar á ýmsum aldri, úreltar og myglaðar."
Meira
Í opinberri heimsókn forseta Íslands til Svíþjóðar á dögunum afhenti Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra bókagjöf frá íslenska ríkinu, stórfyrirtækjum og sænskum menningarsjóðum: 400 eintök af nýrri, fimm binda heildarþýðingu Íslendingasagna og...
Meira
Eftir Eirík G. Guðmundsson: "Athugasemd vegna greinar Elínar S. Kristinsdóttur, Hingað og ekki lengra , sem birtist í Morgunblaðinu 18. janúar 2018."
Meira
Femínistar eru ýmist hófsamir eða róttækir. Hófsama hópinn skipa jafnréttissinnar, sem vilja fjarlægja hindranir fyrir þroska einstaklinganna, svo að þeir geti leitað gæfunnar hver á sinn hátt, konur jafnt og karlar. Ég tel mig slíkan femínista.
Meira
Eftir Jón Steinar Gunnlaugsson: "Kannski er kominn tími til að þjóðin – og þar með taldir nokkrir hávaðasamir alþingismenn – átti sig á því hvað raunverulega gengur á. Hér á sér stað valdabarátta. Þessi barátta snýst um valdið til að skipa nýja dómara."
Meira
Í nýlegu svari forseta Alþingis við fyrirspurn minni um aksturskostnað þingmanna kom fram að sá þingmaður sem fær mestar endurgreiðslur vegna aksturs samkvæmt dagbók keyrði næstum 48.000 kílómetra á síðasta ári.
Meira
Eftir Örn Gunnlaugsson: "En ef grannt er skoðað þá er fjárhagslegur hvati til að komast á einhvers konar bætur verulegur þar sem lægstu laun eru jafnvel lægri en þær bætur sem greiddar eru."
Meira
Einar Jóhann Jónsson fæddist 15. ágúst 1931 í Vestmannaeyjum. Hann lést á Dvalarheimilinu Hraunbúðum í Vestmannaeyjum 28. janúar 2018. Foreldrar hans voru Jón Jónasson, f. 8. ágúst 1895, d. 23. apríl 1970, og Anna Einarsdóttir, f. 9. febrúar 1895, d. 7.
MeiraKaupa minningabók
Guðni Albert Guðnason, Eyri, Ísafirði, fæddist 3. apríl 1928 í Botni í Súgandafirði. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða 23. janúar 2018. Foreldrar hans voru Albertína Jóhannesdóttir, f. 19.9. 1893, d. 2.1. 1989, og Guðni Jón Þorleifsson, f....
MeiraKaupa minningabók
Karólína fæddist á Hofsstöðum í Helgafellssveit 27. janúar 1928. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Austurlands á Seyðisfirði 30. janúar 2018. Fyrstu árin átti hún heima á Reykhólum og í Berufirði en síðar flutti fjölskyldan að Hreiðurborg í Flóa.
MeiraKaupa minningabók
Ragna Sigurðardóttir fæddist í Haga á Höfn í Hornafirði 4. mars 1931. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Skjólgarði á Hornafirði 30. janúar 2018. Foreldrar hennar voru Agnes Bentína Moritzdóttir Steinsen frá Krossbæ, Nesjum, f. 21.7. 1896, d. 27.9.
MeiraKaupa minningabók
Þórunn Kristinsdóttir fæddist á Eskifirði 3. apríl 1960. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Siglufirði 31. janúar 2018. Foreldrar hennar voru hjónin Kristinn G. Karlsson, f. 8. desember 1928, d. 2. desember 2008, og Bára Hólm, f. 13. júní 1935, d. 16.
MeiraKaupa minningabók
Auður Björk Guðmundsdóttir og VÍS hafa komist að samkomulagi um starfslok hennar sem framkvæmdastjóri þjónustusviðs. Þetta kemur fram í tilkynningu sem félagið sendi til Kauphallar í gær.
Meira
Greiningardeild Arion banka og hagfræðideild Landsbankans spá því báðar að vísitala neysluverðs í febrúar muni hækka um 0,7% á milli mánaða. Gangi spár bankanna eftir lækkar ársverðbólga úr 2,4% í 2,3%.
Meira
Líkaminn á í stöðugum mælingum og viðræðum við byggt umhverfi. Það hefur áhrif á okkur öll sem einstaklinga og samfélag. Ég hef áhuga á að beita sem flestumum verkfærum byggingarlistar og virkja öll skilningavit til að styrkja upplifun okkar á umhverfi.
Meira
Náms- og starfsráðgjöf Háskóla Íslands er með dagskrá á Framtíðardögum 12.-16. febrúar, sem ætlað er að aðstoða stúdenta og aðra áhugasama. Sérfræðingar innan HÍ og fulltrúar úr atvinnulífinu taka þátt, segir í tilkynningu.
Meira
Nemendum í grunnskólum Hafnarfjarðar sem þar eru í hádegismat hefur fjölgað í vetur. Að jafnaði 75,5% nemenda í skólunum borða þar í hádeginu, þar af 73% í fastri áskrift. Alls eru framreiddar rúmlega 2.
Meira
Íslandsbanki og Félag kvenna í atvinnulífinu (FKA) hafa undirritað nýjan samstarfssamning en bankinn hefur verið aðalstyrktaraðili félagsins frá árinu 2010. Nýi samningurinn er til þriggja ára.
Meira
Nýskráningar einkahlutafélaga á fjórða fjórðungi síðasta árs voru 588 og fækkaði um 2% frá sama tíma í fyrra. Gjaldþrotum á sama tíma fjölgaði um 14% frá 2016 og voru 272 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta á tímabilinu. Árið 2017 voru 2.
Meira
Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Marel, verðmætasta fyrirtækið í íslensku kauphöllinni, greindi frá því í fjárfestakynningu samhliða birtingu ársuppgjörs síns fyrr í vikunni, að fyrirtækið horfði nú til skráningar hlutabréfa félagsins erlendis.
Meira
Í ályktun sem Fangavarðafélag Íslands sendi frá sér í vikunni er skorað á Alþingi að auka fjárveitingar til reksturs fangelsanna svo starfsemi þeirra megi byggja upp eftir niðurskurð um langt skeið.
Meira
Síminn hlaut í vikunni Forvarnarverðlaun VÍS sem veitt voru við athöfn á ráðstefnu sem VÍS hélt á Hilton Nordica hótelinu. Þetta er í níunda sinn sem VÍS verðlaunar fyrirtæki fyrir góða frammistöðu í baráttunni gegn vinnuslysum.
Meira
Kokkar norska keppnisliðsins á Vetrarólympíuleikunum í Suður-Kóreu pöntuðu fyrir mistök 15.000 egg handa liðinu. Norska dagblaðið Aftenposten greinir frá þessu.
Meira
Spilavinir heimsækja Bókasafn Reykjanesbæjar í dag, laugardaginn 10. febrúar, kl. 12. Spilavinir eru fyrirtæki sem sérhæfir sig í spilum af öllum gerðum.
Meira
Breski grime- og hiphop-tónlistarmaðurinn Stormzy verður meðal þeirra listamanna sem koma fram á Secret Solstice-hátíðinni í Laugardalnum í sumar.
Meira
Margeir Steinar Ingólfsson, stjórnarformaður Hugsmiðjunnar, sem ákvað fyrir tveimur árum að stytta vinnudaginn í sex klukkustundir, segir árangurinn sjáanlegan í aukinni framleiðni og betri líðan starfsmanna.
Meira
9 til 12 Opið um helgar Ásgeir Páll opnar um helgar og býður hlustendum K100 upp á skemmtun á laugardagsmorgni í samstarfi við Hagkaup. Góðir gestir, skemmtileg tónlist og hinn vinsæli leikur, svaraðu rangt til að vinna.
Meira
Gátan er sem endranær eftir Guðmund Arnfinnsson: Fullur af lofti' er sá með sann. Svaladrykk þér miðla kann. Gikk þann sumir óttast æ. Óvinsæll í Mosfellsbæ. Helgi R.
Meira
Dagbjört S. Höskuldsdóttir fæddist í Stykkishólmi 10.2. 1948. Hún lauk landsprófi í Stykkishólmi. Dagbjört var verslunarmaður og skrifstofumaður hjá Kaupfélagi Stykkishólms og kaupfélagsstjóri í afleysingum.
Meira
Gísli Hákonarson lögmaður fæddist 1583 á Hlíðarenda í Fljótshlíð, Rang. Hann var sonur Hákonar Árnasonar sýslumanns og k.h. Þorbjargar Vigfúsdóttur Þorsteinssonar. Gísli fór í Skálholtsskóla og mun hafa numið erlendis.
Meira
Getur þetta virkilega gerst? Þessa spurningu fékk Ljósvaki frá ungri dóttur, sem er nýlega komin með bílpróf, þegar horft var á síðasta þátt Glæpahneigðar á RÚV, eða Criminal Minds.
Meira
Að blása e-m e-u í brjóst þýðir að innræta e-m e-ð , koma e-u inn hjá e-m : „Takk fyrir að blása mér því í brjóst að ég ætti að læra peningarækt.“ Ef e-m hleypur kapp í kinn hefur hann fyllst ákafa , fyllst keppnishug .
Meira
Reykjavík Garðar Þór Stefánsson fæddist 15. febrúar 2017 kl. 13.30. Hann vó 2.950 g og var 49,5 cm langur. Foreldrar hans eru Freyja Viðarsdóttir og Stefán Þór Eysteinsson...
Meira
Stefán Bergsson er skákmeistari Reykjavíkur 2018 eftir sigur í lokaumferð mótsins sem fram fór sl. miðvikudagskvöld þegar hann tefldi við Dag Ragnarsson.
Meira
Söngvakeppni Sjónvarpsins hefst í kvöld þegar fyrri undankeppnin fer fram í Háskólabíói. Sex lög keppast um að komast í úrslit í Laugardalshöllinni 3. mars en þrjú þeirra komast áfram. Sama verður svo upp á teningnum að viku liðinni, 17.
Meira
Platan Tapestry kom út á þessum degi árið 1971. Var hún önnur í röðinni frá söngkonunni og lagasmiðnum Carole King. Platan varð ein sú mest selda allra tíma en um 25 milljón eintök hafa selst af henni á heimsvísu.
Meira
Ég ætla að verja deginum með fjölskyldunni og síðan ætlum við bjóða heim nokkrum vinum og ættingjum til að skála við okkur og fagna áfanganum,“ segir Pétur Þorsteinn Óskarsson, en hann á 50 ára afmæli í dag.
Meira
Vetrarfrí í grunnskólum í Reykjavík eru í næstu viku, á fimmtudag og föstudag. Það er mjög gott fyrir börnin að fá smá hlé frá daglegri rútínu til að eyða gæðastund með fjölskyldunni.
Meira
10. febrúar 1944 Þrjár þýskar flugvélar vörpuðu sprengjum að olíuskipinu El Grillo sem lá á Seyðisfirði og sökk það. Þetta var tíu þúsund tonna skip. Lengi hefur verið glímt við olíuleka úr flakinu. 10.
Meira
*Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir lék fyrsta hringinn á Atcewagl Canberra Classic-mótinu í Ástralíu í fyrrinótt á þremur höggum yfir pari. Mótið er liður í Evrópumótaröðinni. Hún var í 87.-101.
Meira
„Skrifaðu nú eitthvað skemmtilegt í Bakverðinum til tilbreytingar,“ sagði kunningi minn við mig og hélt áfram. „Þú tekur þig svo alvarlega í Bakverðinum. Þú skrifaðir áður pistla á leiðarasíðuna og reyndir að vera fyndinn.
Meira
„Hún er algjört flikki,“ segir Ívar Ásgrímsson, þjálfari kvennalandsliðs Íslands í körfubolta, um bandaríska leikmanninn Lynetta Kizer sem verður andstæðingur Íslands í Sarajevo í dag.
Meira
Frjálsar Kristján Jónsson kris@mbl.is „Eftir að háskólanáminu lýkur mun ég færa mig upp í maraþon og götuhlaup. Markmiðið er að ná ólympíulágmarki,“ segir Eyjamaðurinn Hlynur Andrésson í samtali við Morgunblaðið.
Meira
Febrúar er landsleikjamánuður í körfunni og eru stelpurnar að spila í dag úti. Það styttist í landsleikjahlé hjá körlunum líka og því er leikið stíft þessa dagana. Íslenskt landslið skiptir landann alltaf miklu, í nánast hvaða íþróttagrein sem er.
Meira
Íslandsmeistarar Fram unnu sinn fjórða sigur í röð í Olís-deild kvenna í handbolta í gærkvöld þegar Fjölniskonur fengu að finna fyrir því í Safamýrinni. Fram vann viðureign liðanna 40:21 eftir að hafa verið heilum fimmtán mörkum yfir í hálfleik, 25:10.
Meira
Bournemouth Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Ef keppni í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu hefði hafist 30. desember væri Manchester City ekki á toppnum. Ekki heldur Manchester United, Chelsea, Liverpool, Tottenham eða Arsenal.
Meira
Handknattleiksþjálfarinn Rúnar Sigtryggsson hefur ekki verið við þjálfun síðan honum var óvænt sagt upp hjá þýska handknattleiksliðinu Balingen-Weilstetten í síðari hlut október eftir nærri hálft annað ár í starfi. Balingen féll úr 1.
Meira
Vetrarólympíuleikarnir, þeir 23. í röðinni, hófust í gær með glæsilegri setningarathöfn í Pyeongchang í Suður-Kóreu. Keppni er þegar komin af stað í nokkrum greinum en snemma í dag, kl. 7.
Meira
12 til 18 Kristín Sif Góð tónlist og létt spjall alla sunnudaga á K100. 18 til 00 K100 tónlist K100 spilar bara það besta frá 90' til dagsins í...
Meira
Sjónvarp Þótt Jennifer Garner hafi fyrst skotið upp á stjörnuhimininn í sjónvarpi, í glæpaþáttunum Alias á árunum 2001-2006, hefur hún fyrst og fremst leikið í kvikmyndum síðustu árin.
Meira
• Svokölluð „tjákn“ eða emoji, broskallar og táknmyndir sem notuð eru í sms-um, facebookskilaboðum og víðast hvar um netið, geta valdið misskilningi milli kynslóða.
Meira
Leikhópurinn RaTaTam tekur ástina fyrir í nýrri sýningu sinni, Ahhh...., í Tjarnarbíói. Hópurinn fjallaði síðast um heimilisofbeldi en vinnur nú með kabarettformið út frá völdum textum rithöfundarins og ljóðskáldsins Elísabetar Jökulsdóttur. Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is
Meira
Til eru bíómyndir sem þykja svo vondar að þær hafa orðið að hálfgerðu költi. Svo vondar að það er upplifun að sjá hversu vondar þær eru; upplifun sem má bara ekki verða af. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is
Meira
Heilbrigðisyfirvöld á Bretlandi hafa ákveðið að bjóða karlmönnum undir 45 ára aldri, sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum, að fá HPV-bólusetningu.
Meira
Um síðustu helgi fór Kolbrún Sverrisdóttir ásamt unglingsdóttur sinni í gönguferð upp á Úlfarsfell. „Við fórum Vesturlandsmegin upp, sem kallað er létta leiðin. Við vorum með mjög góða brodda á skónum og veður gott.
Meira
Bolludagurinn er á mánudaginn og um að gera að fagna honum. Hér eru birtar uppskriftir að íslenskum vatnsdeigsbollum, sænskum semlum, kjötbollum og fiskibollum þannig að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
Meira
Í nýju hefti bókmenntatímaritsins Ós – The Journal birtast skáldverk á átta tungumálum eftir þrjátíu og einn höfund sem allir tengjast Íslandi. Árni Matthíasson arnim@mbl.is
Meira
Donna Pollard var sextán ára þegar hún giftist þrítugum manni í Kentucky. Faðir hennar var þá nýlátinn og móðir hennar sá enga meinbugi á ráðahagnum. „Hún vildi bara losna við mig,“ segir Pollard í The Guardian.
Meira
Kvikmyndir Jamie Dornan, sem fer með hlutverk Christians Greys í Fifty Shades-kvikmyndunum, segist láta sig litlu skipta hvað gagnrýnendur og áhorfendur segi um leik hans í myndunum.
Meira
Ég brosi innra með mér núna þegar ég veit að ekki þurfa fleiri börn að ganga í gegnum það sama og ég. Sherry Johnson þegar Flórídaríki samþykkti...
Meira
Ferðalangar til Bretaníuskaga ættu endilega að gæða sér á fersku sjávarfangi, til dæmis er víða boðið upp á ostrur. Einnig er algengt að á boðstólum séu blandaðir sjávarréttir af ýmsu tagi, kræklingur og...
Meira
Carnac myndi vera aðlaðandi bær þó að hann hefði ekki upp á annað að bjóða en lokkandi strendur og fallegan miðbæ en til viðbótar er að finna þar forna steina. Steinaraðirnar eru eldri en Stonehenge í Bretlandi.
Meira
Tónlist Liam Gallagher vandaði skipuleggjandum Brit Awards ekki kveðjurnar á Twitter þar sem hann svaraði ýmsum spurningum aðdáenda sinna í svokköluðu „Q&A“.
Meira
Guðmundur Kristinn Jónsson, Kiddi í Hjálmum, er gítarleikari og upptökustjóri hljómsveitarinnar. 22. og 23. febrúar halda Hjálmar, ásamt blásurum, tónleika í Bæjarbíói í Hafnarfirði.
Meira
Miðaldabærinn Dinan stendur við ána Rance. Hann einkennist af þröngum steinlögðum götum og bindingsverkshúsum. Stór hluti múra bæjarins hefur varðveist frá þessum tíma.
Meira
Herferð gegn hjónaböndum barna stendur nú yfir í Bandaríkjunum en hér um bil 250 þúsund börn, allt niður í tíu ára, gengu í heilagt hjónaband í landinu á fyrsta áratug þessarar aldar.
Meira
E inar Lövdahl Gunnlaugsson íslenskufræðingur er mikill áhugamaður um orðfæri og slangur en hann hefur skrifað BA-verkefni um blótsyrðið fokk og skyld orð í íslensku nútímamáli.
Meira
Helena lumar á nokkrum góðum ráðum við bollubaksturinn en eftirfarandi ráð eiga við um allar vatnsdeigsbolluuppskriftir. Ofninn þarf að vera orðinn heitur áður en bollurnar eru settar inn.
Meira
Svar: Konungsvarðan er við gamla veginn yfir Holtavörðuheiði, sem liggur lítið eitt vestar en sá sem nú er. Varðan er þar sem „hallar norður af“ við Grunnavatnshæðir og var hlaðin af vegagerðarmönnum árið 1936, í kjölfar þess að Kristján 10.
Meira
„Ég má ekki segja poppari , það þykir mjög hallærislegt og ég fæ ekki upp úr dóttur minni hvað ég má nota í staðinn,“ segir Rut Hermannsdóttir kvikmyndagerðarkona en dóttir hennar er 21 árs gömul.
Meira
Brian Mayne ferðast víða um heim og kennir fólki að nota kerfi sem virkjar jákvæðnina og undirmeðvitundina til að komast þangað sem hugurinn stefnir. Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is
Meira
Sumir fjarskiptastaða okkar eru bara þannig staðsettir að ómögulegt er að komast til þeirra stóran hluta ársins nema í þyrlu og þá er ómetanlegt að fá að fljóta með Gæslunni í æfingaflugi þeirra. Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri...
Meira
Borgin Saint-Malo er vinsæll ferðamannastaður með sínum þröngu götum innan við borgarmúrana. Þarna er gaman að labba um göturnar og líka heimsækja söfn eins og kastalann í borginni. Kirkja borgarinnar þykir líka falleg.
Meira
Á Stockholm Design Week sem nú stendur yfir hefur hönnunartímaritið og verslunin APLACE sett upp sýningu á íslenskum hönnunarvörum í tilefni 10 ára afmælis HönnunarMars. Sýningin stendur yfirtil 11. febrúar í verslun APLACE við Norrlandsgatan...
Meira
Indra Nooyi, forstjóri PepsiCo, sagði í viðtali að fyrirtækið væri að undirbúa vörulínu af kartöfluflögum sérstaklega fyrir konur. Hún sagði að það væri mikilvægt að snakkið passaði í handtösku og að draga úr hljóðum þegar það væri borðað.
Meira
Sportleg áhrif má sjá víða í sumartískunni að þessu sinni. Mátti meðal annars sjá klassísk snið og flíkur með slíkum smáatriðum í sumarlínum stærstu tískuhúsanna 2018.
Meira
Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátttökuseðil með nafni og heimilisfangi ásamt úrlausnum í umslagi merktu: Krossgáta Morgunblaðsins, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila krossgátu 11.
Meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gengur með gestum um Þjóðminjasafnið á morgun, sunnudag, kl. 14, og veitir leiðsögn undir yfirskriftinni Galdrar, glæpir og...
Meira
„Rauði þráðurinn í tillögunni er að styrkja þurfi flutningskerfið til að ná nánar tilgreindum markmiðum, meðal annars um orkuskipti, afhendingaröryggi um allt land og möguleikum til atvinnuuppbyggingar.“
Meira
En eins og svo oft í okkar samfélagi er hægt að bjarga sér fyrir horn. Því hef ég tekið upp á að skýra þetta með því að í raun sé ég „andlitsblindur“. Það fyrirbæri er sko til í alvörunni.
Meira
Ef marka má nýja rannsókn sem birt var í tímaritinu Nature þá gæti mataræði fólks haft veruleg áhrif á það hvort krabbamein vaxa og ná að dreifa sér um líkamann.
Meira
„Foreldrar mínir eiga mikið til að stytta orð með því að skeyta ó aftan við þau, vandró, krúttó, halló og svo framvegis, og systir mín er nýlega búin að setja reglur, allar endingar sem enda á „ó“ eru bannaðar á heimilinu ásamt nokkrum...
Meira
Könnun sem gerð var árið 2017 bendir til þess að lifnaðarhættir Tékka séu þeir óheilbrigðustu í heimi. Þegar tóbaksnotkun, áfengisdrykkja og tíðni offitu voru skoðuð reyndist meðaltalið verst í Tékklandi.
Meira
Sagnfræðingurinn Vilhelm Vilhelmsson rýndi í sáttabók Miðfjarðarumdæmis frá árunum 1799-1865 og tíndi saman úr þeirri bók frásagnir af deilumálum og málalyktum í umdæminu, en sáttanefndir áttu að útkljá minniháttar deilumál.
Meira
Ég var að klára bók sem heitir Viktoría eftir Knut Hamsun, hnaut um hana hér í hillu á bókasafninu. Mér leist ágætlega á hana, en hún er svolítið ruglingsleg á smákafla. Það þarf að lesa hana með réttu hugarfari, maður les ekki allar bækur eins.
Meira
Það er alltaf gaman að nostra svolítið við svefnherbergið og gefa því örlitla upplyftingu með heillandi smáhlutum og hlýlegum textíl. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is
Meira
Bretanía er svæði í Frakklandi sem er ríkt að sögu og menningu, frábært fyrir fjölskyldufrí og líka paradís útivistarfólks. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
Meira
Uppskriftin hennar Drafnar gefur um 18 bollur, eða semlur. 1 msk. kardimommukjarnar 3 dl mjólk 1 pakki þurrger 1½ dl sykur ½ tsk. salt 150 g mjúkt smjör, við stofuhita 1 egg 10-12 dl hveiti Kjarnarnir úr kardimommunum muldir fínt í morteli.
Meira
Þar lék kappinn á als oddi, kynnti sig óhikað sem „Halldór“ og kvöldið náði skáldlegu hámarki þegar hann söng með okkur Maístjörnuna. Hástöfum á götuhorni.
Meira
Kvikmyndahús í Reykjavík tóku sig saman í febrúar árið 2000 og auglýstu „breytta og betri tíma fyrir bíógesti,“ er þau hófu í fyrsta skipti að sýna myndir klukkan 16, 18, 20, 22 og 24. Áður fóru langflestir í bíó kl. 21.
Meira
Eftir að hafa starfað með leður í fylgihlutadeildum stærstu tískuhúsa heims á borð við Chanel og Yves Saint-Laurent sneri Bergþór Bjarnason við blaðinu og varð vegan. Hann hefur nú opnað vefverslun sem selur eingöngu veganfylgihluti. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is
Meira
Jarðarberjasulta, þeyttur rjómi og brætt súkkulaði ofan á bollurnar er í uppáhaldi hjá Helenu. Þessi uppskrift gefur um 25 stórar bollur eða um 40 smærri. 4 dl vatn 160 g smjör 250 g hveiti eða hvítt spelt 1/4 tsk.
Meira
Tískuhúsið Vetements hefur yfirtekið nokkra glugga verslunarinnar Harrods í London með áhrifaríkri innsetningu. Markmiðið er að vekja athygli fólks á offramleiðslu...
Meira
Helgi Valdimarsson, sem er í 10. bekk í Hagaskóla, og Sigrún Valgeirsdóttir, sem er á fyrsta ári í Tækniskólanum segja ýmsan mun á eigin orðanotkun og foreldra þeirra og enn eldri kynslóðar.
Meira
Kvikmyndir Michael B. Jordan var í stífri líkamsrækt í eitt og hálft ár með það að markmiði að vera í toppformi fyrir nýjustu kvikmynd úr smiðju Marvel, Black Panther. Jordan leikur þorparann Erik Kilmonger í myndinni.
Meira
Mamma sagði við mig um daginn; „Veistu að ég bjó til nýtt slangur um daginn, fossari yfir forseta. Ég sagði við pabba þinn, „Finnst þér ekki Fossarinn flottur?“ og hann skildi mig alveg.““
Meira
Þrátt fyrir slæma færð undanfarna daga má alveg fara að undirbúa fataskápinn örlítið fyrir vorið enda fara vorlínur tískuhúsanna fljótlega að streyma inn í verslanir.
Meira
Í neyð er nauðsynlegt að geta hringt í 112, hvar og hvenær sem er. Fjarskiptabúnaður og möstur eru víða um land, en þau tæki geta bilað eins og annað.
Meira
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.