Baldur Arnarson baldura@mbl.is Vinnumálastofnun áætlar að atvinnuleysi hafi verið 2,4% að jafnaði í mars. Það mældist til samanburðar 2,2% í sama mánuði í fyrra og meðaltalið í mars frá 1980 er 3,2%.
Meira
Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hefur óskað heimildar borgarráðs til að bjóða út framkvæmdir við endurbætur á gönguleiðum og þátttöku við smíði göngubryggju við Hústjörn við Norræna húsið.
Meira
Anna Sigríður Einarsdóttir annaei@mbl.is Á Íslandi búa ekki nema á milli 35 og 40 gyðingar, en hingað eru komnir þrír fulltrúar gyðinga frá Norðurlöndunum.
Meira
Baldur Arnarson baldura@mbl.is Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins, segir aukið framboð íbúðarhúsnæðis munu hafa marktæk áhrif á verðþróun. Verðið muni ekki mótast jafn mikið af skorti á nýjum íbúðum og verið hefur.
Meira
Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Sjúkratryggingum Íslands (SÍ) hefur borist 31 umsókn á þessu ári frá sjúklingum sem velja að fara í liðskiptaaðgerðir erlendis vegna langs biðtíma eftir aðgerð á Íslandi.
Meira
Velferðarráðuneytið hefur ritað Reykjavíkurborg bréf og óskað eftir viðræðum um hentugar lóðir fyrir ný hjúkrunarheimili. Segir ráðuneytið að mikil þörf sé fyrir fjölgun hjúkrunarrýma á höfuðborgarsvæðinu.
Meira
Þátttaka í peningaspilum jókst umtalsvert í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Þetta kemur fram í niðurstöðum tveggja rannsókna sem Daníel Þór Ólafsson, prófessor við sálfræðideild Háskóla Íslands, og samstarfsmenn hans, hafa gert á spilahegðun Íslendinga.
Meira
„Það sem við erum að finna eru eyrnapinnar og mikið af blautklútum,“ segir Sigurrós Friðriksdóttir, teymisstjóri í haf- og vatnsteymi Umhverfisstofnunar, en starfsmenn stofnunarinnar gengu fjöruna í Bakkavík á Seltjarnarnesi í gær og tíndu...
Meira
Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl.is Fjallað er um fluglestina í nýjasta hefti sænska lestartímaritsins Tidskriften Tág . Tímaritið hóf göngu sína 1958 og mun vera útbreiddasta lestartímarit á Norðurlöndum.
Meira
Boðið er til tónleika í íþróttahúsi Vallaskóla á Selfossi í kvöld, síðasta vetrardag, í tilefni af bæjarhátíðinni Vor í Árborg . Tónleikar hefjast kl. 20 og þar kemur fram fjöldi tónlistarmanna af svæðinu.
Meira
Forstjóri Landspítalans (LSH) hefur sagt frá því að biðlistaátakið, sem hófst 2016 og stendur út þetta ár, sé að skila árangri og fækkað hafi á biðlistum árið 2017, m.a. um 13% í bæklunarlækningum, úr 984 einstaklingum niður í 852.
Meira
Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Sindri Þór Stefánsson, sem strauk úr fangelsinu á Sogni í gær og flúði land til Svíþjóðar, fór að öllum líkindum í gegnum Keflavíkurflugvöll án þess að hafa verið spurður um skilríki.
Meira
Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Áður fyrr tengdist listsköpun Íslendinga, byggð á fyrirmyndum úr landslaginu, gjarnan sjálfstæðisbaráttunni, en nú er erindið annað.
Meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af nemanda við Fjölbrautaskólann við Ármúla í gærmorgun eftir að hann hótaði að skjóta upp skólann í færslu á facebook. Í færslunni sem Mbl.
Meira
Guðni Einarsson gudni@mbl.is Þátttaka Íslendinga í peningaspilum jókst umtalsvert eftir efnahagshrunið 2008. Tvær rannsóknir sem Daníel Þór Ólason, prófessor við sálfræðideild Háskóla Íslands, og samstarfsfólk hans gerðu, sýna þetta.
Meira
Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Ég tók áhættuna, ákvað að trúa á þessa hugmyndafræði og að bati væri raunverulegur – raunverulegur fyrir alla, líka fólk eins og mig.
Meira
Vor í lofti Aþena Mjöll Betúelsdóttir lék við hvurn sinn fingur þar sem hún spókaði sig með sólgleraugu úti í góða veðrinu í Dofraborgum í Grafarvogi. Senn kemur...
Meira
Nemendur í listdansskólum innan Félags íslenskra listdansara fóru á kostum í Hörpu í gær við opnun Barnamenningarhátíðar. Hátíðin stendur fram á sunnudag og frítt er á alla viðburði.
Meira
Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Sala á mjólkurafurðum á innanlandsmarkaði er svipuð fyrstu þrjá mánuði ársins og hún var á sama tímabili á síðasta ári.
Meira
Á heimasíðu Isavia í gær kom fram að mörgum flugferðum flugfélagsins WOW Air hefði verið aflýst. Meðal þeirra flugferða sem aflýst var á heimasíðunni voru þær sem félagið stóð fyrir til Brussel, Edinborgar, Tenerife og San Fransisco.
Meira
Von er á reglugerð frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu þar sem leyfi til grásleppuveiða eru lengd úr 32 dögum í 44, að því er segir á heimasíðu Fiskistofu.
Meira
Míla, sem rekur fjarskiptakerfi, og Gagnaveita Reykjavíkur, sem er dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur og rekur ljósleiðarakerfi, hafa gert með sér samkomulag um samstarf við uppbyggingu ljósleiðara til heimila á höfuðborgarsvæðinu.
Meira
Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Rússar sögðu í gær að sérfræðingar Alþjóðlegu efnavopnastofnunarinnar (OPCW) myndu fá að fara á staðinn þar sem meint efnavopnaárás var gerð í bænum Douma í Sýrlandi 7. apríl.
Meira
Niðurstöður rannsókna Daníels Þórs Ólasonar prófessors og samstarfsfólks hans á spilahegðun Íslendinga hafa verið birtar í tveimur vísindagreinum.
Meira
Borgarráð hefur falið umhverfis- og skipulagssviði og menningar- og ferðamálasviði að hefja viðræður við Regin hf. um samstarf og samvinnu við skipulagningu og uppbyggingu á nýju verslunar- og veitingasvæði á Hafnartorgi og við Austurbakka.
Meira
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sagði í ræðu á Evrópuþinginu í Strassborg í gær að svo virtist sem „borgarastríð“ geisaði innan Evrópusambandsins milli frjálslyndrar lýðræðisstefnu annars vegar og „valdboðsstefnu“ og...
Meira
Hinn árlegi Skeifudagur Hestamannafélagsins Grana á Hvanneyri og Landbúnaðarháskóla Íslands verður í reiðhöllinni á Mið-Fossum í Andakíl í Borgarfirði á morgun, sumardaginn fyrsta. Þar verður meðal annars Morgunblaðsskeifan afhent í 61. sinn.
Meira
Skýrslunni, sem nefnist Viðvörunin, er fyrst og fremst beint til stjórnvalda, innviðaþjónustu, fyrirtækja og netfyrirtækja sem veita þessum aðilum þjónustu. Hún tekur sérstaklega til netkerfa og beina og segir hakkarana m.a.
Meira
Stefán Jörgen Ágústsson gervahönnuður lést á heimili sínu hinn 8. apríl síðastliðinn, 41 árs að aldri. Stefán Jörgen var fæddur í Reykjavík 24. mars árið 1977. Foreldrar hans eru Ágúst Böðvarsson og Þorgerður Nielsen.
Meira
Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, er formaður velferðarnefndar Alþingis. Á fundinum sagði hún geðraskanir vera helstu orsök örorku á Íslandi. „Það er því ljóst að þörfin fyrir vönduð og fjölbreytt úrræði er mjög mikil.
Meira
Vísitala íbúðaverðs lækkaði um 0,1% í mars. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Þjóðskrá Íslands og Íbúðalánasjóður gerir að umtalsefni á heimasíðu sinni.
Meira
Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Stofnvísitala þorsks er 5% lægri núna heldur en hún var samkvæmt meðaltali árin 2012-2017 þegar vísitölur voru háar. Þetta er meðal þess sem fram kemur í niðurstöðum togararalls eða stofnmælingu botnfiska á Íslandsmiðum.
Meira
Það var gaman að horfa á nýjasta þáttinn af Úti sem er á dagskrá RÚV á sunnudagskvöldum. Ég hafði sérstaklega gaman af þeim hluta þáttarins þar sem farið var í ferðalag með Andra Snæ Magnasyni á fjallaskíðum.
Meira
Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Kór Neskirkju kemur fram á tónleikum í Kristskirkju í kvöld, miðvikudag, klukkan 20. Þar frumflytur kórinn nýtt verk í tólf þáttum eftir stjórnandann, Steingrím Þórhallsson.
Meira
Önd, önd, gæs Teiknimynd með íslenskri talsetningu um einhleypa gæs sem verður að hjálpa tveimur andarungum sem hafa villst. Leikstjóri er Christopher Jenkins. Super Troopers 2 Löggurnar Thorny, Foster, Mac, Rabbit og Farva fá nýtt og krefjandi...
Meira
Hljómsveit Rósu Guðrúnar Sveinsdóttur, söngkonu og saxófónleikara, kemur fram á tónleikum Jazzklúbbsins Múlans á Björtuloftum í Hörpu í kvöld kl. 21. Hljómsveitin mun flytja lög eftir bandaríska bassaleikarann og söngkonuna Esperönzu Spalding.
Meira
Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn fagnar á þessu ári 200 ára afmæli sínu og í tilefni af því verður í dag kl. 16 opnuð stór sýning í Þjóðarbókhlöðunni um sögu safnsins í 200 ár sem ber heitið Tímanna safn .
Meira
Fjölmiðlamaðurinn Gísli Marteinn Baldursson fjallar um Tinna-bækurnar í Bókasafni Reykjanesbæjar í kvöld kl. 20. Gísli Marteinn er höfundur útvarpsþátta um Tinna sem fluttir voru fyrr á árinu á Rás 1 og nefndust Ævintýri Tinna.
Meira
Sinfóníuhljómsveit Tónlistarskóla Hafnarfjarðar frumflytur í kvöld kl. 19.30 nýtt ævintýri eftir Þorbjörgu Roach Gunnarsdóttur sem byggt er á sögunni Tindátinn staðfasti eftir H.C. Andersen.
Meira
Eftir Óla Björn Kárason: "Skynsamleg byggðastefna krefst þess að við áttum okkur á einfaldri staðreynd: Fámenn þjóð hefur ekki efni á því að reka flókið og dýrt stjórnkerfi."
Meira
Eftir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur: "Hreinlegast er því fyrir Vinstri græn, ráðherra þeirra og þingmenn að viðurkenna þetta án málalenginga og hætta að tala fyrir einni stefnu í útlöndum en hafa aðra til heimabrúks."
Meira
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson: "Lífið er núna, gleymum því ekki. Það er gott fólk þarna úti sem hefur ekki þolinmæði þar til í lok kjörtímabils og hvað þá fram á það næsta."
Meira
Eftir Kolbrúnu Baldursdóttur: "Ein vinalaus stúlka sagði: Stundum finnst einmana krökkum eins og enginn hafi sömu áhugamál og þau og eiga því erfitt með að finna umræðuefni."
Meira
Heiðbjört Björnsdóttir fæddist 16. september 1930 á Syðra-Laugalandi í Eyjafirði. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Sundabúð á Vopnafirði 10. apríl 2018. Foreldrar hennar voru hjónin Emma Elíasdóttir húsmóðir, f. 1906, d.
MeiraKaupa minningabók
Lára Valsteinsdóttir fæddist 27. júní 1929 á Þórsnesi í Eyjafirði. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð 7. apríl 2018. Foreldrar hennar voru Ólöf Tryggvadóttir húsmóðir, f. 29. janúar 1896, d. 26.
MeiraKaupa minningabók
Marel Andrésson fæddist á Drangsnesi við Steingrímsfjörð 13. janúar 1937. Hann lést í Keflavík 10. apríl 2018. Foreldrar hans voru Andrés Guðbjörn Magnússon, f. 8.9. 1906, d. 12.12. 1979, og Guðmundína Arndís Guðmundsdóttir, f. 20.9. 1911, d. 28.9....
MeiraKaupa minningabók
Sigrún Ólöf Sveinsdóttir fæddist á Raufarhöfn 26. september 1930. Hún lést í Reykjavík 5. apríl 2018. Foreldrar hennar voru Guðný Þórðardóttir, f. 1899, d. 1993, og Sveinn Guðjónsson, f. 1885, d. 1973. Systkini hennar eru Sigurbjörg Sveinsdóttir, f.
MeiraKaupa minningabók
Hagnaður Brimborgar dróst saman um 458 milljónir króna á milli ára og nam 260 milljónum króna árið 2017. Velta félagsins jókst um 15% á milli ára og var 20,7 milljarðar.
Meira
Garðar landsmanna eru óðum að taka stakkaskiptum þessa dagana og garðeigendur margir hverjir alveg í essinu sínu við að gera garða sína sem fegursta. Einn mikilvægasti þátturinn í garðrækt og skógrækt er trjáklippingar.
Meira
Streymisveitur eru ekki aðeins tæknibylting í sjónvarpsáhorfi. Þær hafa blásið nýju listrænu lífi í gerð leikins efnis um allan heim, kvikmyndagerðarfólki og áhorfendum til óblandinnar ánægju og skotið hefðbundinni bíómyndaframleiðslu ref fyrir rass.
Meira
Námskeið í japanskri mosaboltagerð, eða Kokedama, eins og það heitir á frummálinu, verður haldið kl. 21 í kvöld, miðvikudaginn 18. apríl, í sal Garðyrkjufélags Íslands, Síðumúla 1.
Meira
Blundar listamaður í þér? Ef svarið er já, er kjörið tækifæri fyrir þig að taka þátt í myndasögusamkeppni Borgarbókasafnsins og Myndlistaskólans í Reykjavík sem haldin er í samstarfi við Nexus þetta árið.
Meira
Ljóðakvöld dauðans verður haldið á Loft hostel í Bankastræti kl. 20 í kvöld, miðvikudagskvöldið 18. apríl. Lesnir verða textar sem fjalla um dauða, sorgir, einsemd og tilvistarvanda.
Meira
6.45 til 9 Ísland vaknar Logi Bergmann, Rikka og Rúnar Freyr vakna með hlustendum K100 alla virka morgna. 9 til 12 Siggi Gunnars Skemmtileg tónlist og góðir gestir reka nefið inn.
Meira
Hallmundur Guðmundsson yrkir „Reynsluljóð“ á Boðnarmiði: Hann orðbragðið setti í sáldið þá sjatnaði bullið nú dáldið. Þess þurfti víst með því það hafði skeð að kjaftæði skáldaði skáldið.
Meira
Bjartmar Guðlaugsson kom í heimsókn í þáttinn Ísland vaknar á K100 í gærmorgun en hann kemur fram á tónlistarhátíðinni Heima sem hefst í dag, síðasta vetrardag.
Meira
30 ára Karen býr í Reykjavík, lauk prófi í viðskiptafræði frá HÍ og starfar hjá Arion banka. Maki: Hafsteinn Unnar Hallsson, f. 1988, verkstjóri hjá Sorpu. Börn: Heiða Sól og Nökkvi Reyr Hafsteinsbörn, f. 2016. Foreldrar: Heiðar Friðjónsson, f.
Meira
Magnús Kristjánsson fæddist á Akureyri 18.4. 1862, sonur Kristjáns Magnússonar, húsmanns þar, og k.h., Kristínar Bjarnadóttur. Eiginkona Magnúsar var Dómhildur Jóhannesdóttir húsfreyja og eignuðust þau Magnús og Dómhildur sex börn.
Meira
„Bæði er til orðið gagnsær og gegnsær sem eru jafngild“ segir Málfarsbankinn. Orðabækurnar leggja þau líka að jöfnu. Sumir hafa agnúast við því fyrrnefnda. En sem sagt: það sem er gegnsætt er ekki síður gagnsætt .
Meira
30 ára Salka ólst upp í Kópavogi, býr í Reykjavík, var í Suzukiskólanum, lauk BA-prófi í leiklist fyrir hljóðfæraleikara frá Rose Bruford í London og er rappari, tónlistarkona og dagskrárgerðarmaður. Maki: Arnar Freyr Frostason, f.
Meira
Víkverji heimsótti um helgina hraunsetrið á Hvolsvelli. Hann var ekki viss um við hverju hann ætti að búast en getur ekki annað sagt en að safnið hafi komið honum skemmtilega á óvart.
Meira
18. apríl 1872 Jarðskjálftar ollu stórtjóni á Húsavík. „Húsin léku til og frá, teygðust sundur og saman,“ segir í Annál nítjándu aldar, og „varla gátu staðið á bersvæði nema styrkustu menn“.
Meira
30 ára Þóra Kristín býr í Reykjavík, er að ljúka ML-prófi í lögfræði og hefur verið hárgreiðslukona, lögreglumaður og flugfreyja. Maki: Davíð Gunnarsson, f. 1982, prentsmiður. Foreldrar: Sigurður Rúnar Ragnarsson, f. 1951, sóknarpr.
Meira
Eftir virkilega fjöruga leiki í úrslitakeppnum í handboltanum og körfuboltanum síðustu tvö árin þá finnst manni eins og karlarnir hafi hálfpartinn svikið íþróttaáhugamenn í 8-liða úrslitunum í vetur.
Meira
Elín Sóley Hrafnkelsdóttir, körfuknattleikskona í Val, verður ekki með liðinu á næstu leiktíð þar sem hún er á leiðinni í Tulsa-háskólann. Þar mun hún leika með liði skólans í The Americans-deildinni, næstefstu deild háskólaboltans í Bandaríkjunum.
Meira
Frakkland Chalons-Reims – Le Portel 83:75 • Martin Hermannsson skoraði 27 stig fyrir Chalons-Reims, átti 6 stoðsendingar og tók 4 fráköst. Hann lék í 36 mínútur.
Meira
Norður-Írinn Rory McIlroy segist vera þess fullviss að sér muni takast að ná slemmunni svokölluðu á sínum ferli, þ.e.a.s að sigra á öllum fjórum risamótunum í golfi.
Meira
HK er einum sigri frá því að tryggja sér sæti í úrvalsdeild kvenna í handbolta eftir 22:20-sigur á Gróttu á heimavelli sínum í Digranesi í gærkvöld, í öðrum leik liðanna í umspili um sæti í deildinni á næsta tímabili.
Meira
Jakob Örn Sigurðarson átti stóran þátt í því að Borås féll ekki úr leik í baráttunni um sænska meistaratitilinn í körfubolta í gærkvöld. Borås vann þá 89:85-sigur á Norrköping á útivelli í undanúrslitum og er staðan í einvíginu nú 2:1 fyrir Norrköping.
Meira
Á Akureyri Einar Sigtryggsson sport@mbl.is Karlalið KA tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í blaki í gærkvöldi eftir þriggja leikja úrslitaeinvígi við HK úr Kópavogi.
Meira
*Kínverska kvennalandsliðið í knattspyrnu, undir stjórn Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar , leikur um bronsverðlaunin í Asíubikarnum í Jórdaníu eftir 1:3 tap gegn Japan í undanúrslitum mótsins.
Meira
Martin Hermannsson átti afar góðan leik fyrir Chalons-Reims sem hafði betur á móti Le Portel á heimavelli í frönsku A-deildinni í körfubolta í gærkvöld, 83:75. Martin skoraði 27 stig, tók fjögur fráköst og gaf sex stoðsendingar. Chalons-Reims er í 14.
Meira
Miami Heat jafnaði metin gegn Philadelphia 76ers í 1. umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfuknattleik í fyrrinótt. Meistararnir í Golden State Warriors eru 2:0 yfir gegn San Antonio Spurs eftir annan sigur á heimavelli.
Meira
Olísdeild kvenna Fyrsti úrslitaleikur: Valur – Fram 25:22 *Staðan er 1:0 fyrir Val. Grill 66 deild kvenna Umspil, annar úrslitaleikur: HK – Grótta 22:20 *Staðan er 2:0 fyrir HK. Danmörk Úrslitakeppnin, 1.
Meira
Fótbolti Sindri Sverrisson sindris@mbl.is „Það er engin ástæða til þess að strákur hafi meiri færni en stelpa í fótbolta. Það er ekkert sem segir það líkamlega eða vitsmunalega séð.
Meira
Á Akureyri Einar Sigtryggsson sport@mbl.is Ævarr Freyr Birgisson, fyrirliði KA í blaki, lyfti langþráðum Íslandsmeistarabikar eftir sigurinn á HK í KA-heimilinu í gærkvöld, 3:0, en hann varð síðast meistari með KA árið 2011, þá hálfgerður pjakkur.
Meira
Tottenham missti af tveimur stigum í baráttunni um annað og þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu þegar liðið gerði jafntefli, 1:1, við Brighton á útivelli í gærkvöld.
Meira
Ragnhildur Kristinsdóttir var valin nýliði ársins í sinni deild í bandaríska háskólagolfinu, NCAA, en hún leikur fyrir Eastern Kentucky-skólann. Þar hefur hún keppt í Ohio Valley-deildinni.
Meira
Á Hlíðarenda Ívar Benediktsson iben@mbl.is Þvert spár marga fyrir úrslitarimmu Vals og Fram um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik kvenna tóku leikmenn Vals forystu í einvíginu með sigri í fyrsta leik liðanna í Valshöllinni í gærkvöldi, 25:22.
Meira
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.