Greinar föstudaginn 11. maí 2018

Fréttir

11. maí 2018 | Innlendar fréttir | 351 orð

Allir munu tapa ef íslenskan glatast

Stefán Einar Stefánsson ses@mbl.is Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, flutti opnunarerindi á fundi sem Amerísk-íslenska viðskiptaráðið í Bandaríkjunum og aðalræðisskrifstofa Íslands í New York stóðu fyrir í gær og fjallar um framtíð íslenskunnar. Meira
11. maí 2018 | Erlendar fréttir | 231 orð | 1 mynd

Apple hættir við gagnaver á Írlandi

Bandaríska tæknifyrirtækið Apple tilkynnti í gær að það hefði lagt áform um að reisa nýtt gagnaver á Írlandi á hilluna. Meira
11. maí 2018 | Innlendar fréttir | 122 orð | 1 mynd

Ákærður fyrir barnaníð

Embætti héraðssaksóknara hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni sem grunaður er um að hafa brotið kynferðislega á dótturdóttur sinni á átta mánaða tímabili í fyrra. Var stúlkan þá níu ára gömul. Meira
11. maí 2018 | Innlendar fréttir | 145 orð | 1 mynd

Barnavörur endurnýttar í Skeifunni

„Það er umhverfisvænt og mikilvægt fyrir Móður jörð að nýta hluti í stað þess að henda og kaupa nýtt,“ segir Guðríður Gunnlaugsdóttir, einn fjögurra eigenda Barnaloppunnar, sem opnuð verður á laugardaginn í Skeifunni 11d. Meira
11. maí 2018 | Innlendar fréttir | 149 orð

„Frá tali til aðgerða“

Fæðingarlæknar á Norðurlöndunum hafa komið saman á ráðstefnum síðastliðin fjögur ár. Fyrsta ráðstefnan var haldin í Gautaborg, síðan í Kaupmannahöfn, þá Helsinki og nú á Íslandi. Meira
11. maí 2018 | Innlendar fréttir | 404 orð | 2 myndir

Bæjarstjórar ósáttir við framsetningu SA

Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Haraldur L. Meira
11. maí 2018 | Innlendar fréttir | 100 orð | 1 mynd

Bændur nýti heimafengið fóður meira

Brýnt er að íslenskir bændur nýti ræktunarland sitt betur og fóðri gripi sína sem mest á heimafengnu fóðri. Þetta segir Jóhann Nikulásson, bóndi í Austur-Landeyjum. Meira
11. maí 2018 | Innlendar fréttir | 30 orð | 1 mynd

Drekinn innra með mér á tónleikum

Sinfóníuhljómsveit Íslands flytur tónlistarævintýrið Drekinn innra með mér eftir Elínu Gunnlaugsdóttur á tónleikum í Eldborg Hörpu á morgun, laugardag, kl. 14. Hljómsveitarstjóri er Bernharður Wilkinson og sögumaður Þórunn Arna... Meira
11. maí 2018 | Innlendar fréttir | 35 orð | 1 mynd

Eggert

Borubrattur Þessi krakki var bara nokkuð ánægður með sig þar sem hann fór um á þríhjóli sínu í miðbænum á dögunum, enda vaknar ungviðið til leiks með vorinu og lætur veður ei á sig... Meira
11. maí 2018 | Erlendar fréttir | 103 orð | 1 mynd

Elsti þjóðarleiðtoginn sór embættiseið

Mohamad Mahathir sór í gær embættiseið sem forsætisráðherra Malasíu eftir að kosningabandalag stjórnarandstöðuflokka, sem hann fór fyrir, vann óvæntan kosningasigur um helgina. Mahathir varð þar með elsti þjóðarleiðtogi heims en hann er 92 ára að aldri. Meira
11. maí 2018 | Innlendar fréttir | 376 orð | 2 myndir

Endurtekning á Havaí

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Hluta af þeirri atburðarás sem nú á sér stað í gosinu í Kilauea-eldstöðinni á Havaí svipar til þess sem gerðist í eldgosinu í Holuhrauni, en það stóð frá ágúst 2014 fram í febrúar árið eftir. Meira
11. maí 2018 | Innlendar fréttir | 279 orð | 1 mynd

Falleg stemning í fjáröflunargöngu á Úlfarsfelli

Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Þetta gekk ótrúlega vel. Það mættu um 200 börn og 150 fullorðnir í göngu á Úlfarsfell í gærmorgun til stuðnings ENG-samtökunum (e. Meira
11. maí 2018 | Innlendar fréttir | 175 orð | 1 mynd

Fjöldi ökumanna veit ekki af hækkun

„Það er að mínu mati ekki komin marktæk reynsla á þetta. Sumir vita ekki einu sinni að sektir hafi verið hækkaðar jafnmikið og raun ber vitni,“ segir Runólfur Ólafsson, formaður FÍB, um hækkun sekta vegna umferðarlagabrota. Meira
11. maí 2018 | Innlendar fréttir | 431 orð | 1 mynd

Foreldrar reiðir vegna „falsfrétta“ af ástandinu

Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is „Ég og konan mín erum í miklum vandræðum því dóttir okkar fær hvergi leikskólapláss í Reykjavík,“ segir ungur faðir í samtali við Morgunblaðið, en hann kýs að koma fram nafnlaust. Meira
11. maí 2018 | Innlendar fréttir | 305 orð | 1 mynd

Fyrsta skrefið í átt að breyttu KR-svæði

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Borgarráð hefur samþykkt verklýsingu vegna breytinga á aðalskipulagi Reykjavíkur fyrir KR-svæðið í Vesturbæ Reykjavíkur. Meira
11. maí 2018 | Innlendar fréttir | 333 orð | 1 mynd

Góðærið komið á Skagann

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Starfið er bæði fjölbreytt og ögrandi en þetta er alltaf mjög skemmtilegt,“ segir Ingibjörg Elfa Sigurðardóttir, umsjónarmaður nytjamarkaðarins Búkollu á Akranesi. Meira
11. maí 2018 | Innlendar fréttir | 184 orð | 1 mynd

Gæti valdið straumhvörfum

„Þetta er nokkuð sem menn hafa látið sig dreyma um að verði að veruleika einn daginn,“ segir Bjarni Már Gylfason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto á Íslandi, í samtali við Morgunblaðið og vísar til verkefnis sem Alcoa, ríkisstjórn Kanada, Rio... Meira
11. maí 2018 | Innlendar fréttir | 106 orð

Hér er mikið líf og fjör

Búkolla er rekin af bæjaryfirvöldum á Akranesi en reksturinn er nokkurn veginn sjálfbær, að sögn Ingibjargar. „Bærinn leggur til húsnæðið en við borgum af því hita og rafmagn. Það er ekki mikill afgangur,“ segir hún. Meira
11. maí 2018 | Innlendar fréttir | 243 orð | 1 mynd

Hvalbátarnir gerðir sjóklárir

Undirbúningur hvalveiðivertíðar er nú hafinn og á miðvikudaginn var Hvalur 8 dreginn upp í dráttarbrautina í Slippnum í Reykjavík. Starfsmenn Stálsmiðjunnar Framtaks eru nú að yfirfara bátinn og innan tíðar verður Hvalur 9 svo tekinn upp í brautina. Meira
11. maí 2018 | Innlendar fréttir | 162 orð | 1 mynd

Íbúar fá að tjá sig um reitinn

Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, segir að það verði haft samband við íbúa í hverfinu áður en farið verði í framkvæmdir við byggingu íbúða á Sjómannaskólareitnum. Meira
11. maí 2018 | Innlendar fréttir | 42 orð | 1 mynd

Kórverk og fiðlukonsert í Neskirkju

Sinfóníuhljómsveit áhugamanna í samvinnu við Kór Neskirkju, Drengjakór Reykjavíkur og Listaháskóla Íslands heldur tónleika í Neskirkju á sunnudag kl. 17. Meira
11. maí 2018 | Innlendar fréttir | 160 orð

Lágþrýstingi og aðgerðalitlu veðri spáð

Hiti á landinu í gær fór hæst í 13,7 stig á Bakkafirði. Fátítt er að hlýjast verði á landinu einmitt þar, en hér veldur að austur með landinu hafa með SA-átt borist hlýir vindar úr suðri. Meira
11. maí 2018 | Erlendar fréttir | 182 orð | 1 mynd

Leiðtogafundur á öruggum stað

Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær að hann myndi hitta Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, á fundi 12. júní í Singapúr. Stjórnvöld í Singapúr staðfestu þetta í kjölfarið. Meira
11. maí 2018 | Innlendar fréttir | 383 orð | 1 mynd

Leigja út bifreiðar á nöglum þrátt fyrir bann

Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Fjölmargar íslenskar bílaleigur leigja út bifreiðar á nagladekkjum þrátt fyrir að frestur til þess að skipta yfir á naglalaus dekk sé liðinn. Meira
11. maí 2018 | Innlendar fréttir | 319 orð | 1 mynd

Neytendur vilja sjálfbærni

„Í búskapnum hér erum við að stærstum hluta sjálfum okkur næg um fóður. Slík sjálfbærni er góð og gild út frá umhverfissjónarmiðum en hún skapar líka stöðugleika og öryggi í búrekstri. Meira
11. maí 2018 | Innlendar fréttir | 169 orð | 1 mynd

Ný veröld lita og mynd sköpuð við Laugaveg

Graffarar fá nú frítt spil og geta skapað sína eigin veröld í litum og myndum á vegg sem komið hefur verið upp við nýbyggingarsvæði við Laugaveginn í Reykjavík. Meira
11. maí 2018 | Innlendar fréttir | 257 orð | 1 mynd

Ósáttur við stuttan frest til þess að fjarlægja bíla

Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Óttari Guðjónssyni, íbúa í Heiðargerði í Reykjavík, brá heldur í brún síðdegis í gær þegar við honum blasti skilti um lokun götunnar vegna framkvæmda sem hefjast í dag. Meira
11. maí 2018 | Erlendar fréttir | 299 orð | 1 mynd

Rússar vilja axla hlutverk sáttasemjara

Guðmundur Sv. Hermannsson gummi@mbl.is Rússar freista þess nú að draga úr spennunni milli Ísraelsmanna og Írana en samskipti Rússa við þessar svörnu óvinaþjóðir hafa jafnan verið vinsamleg. Meira
11. maí 2018 | Innlendar fréttir | 46 orð | 1 mynd

Syngjum saman á mæðradaginn

Þórunn Björnsdóttir kórstjóri stjórnar söngstund í Hannesarholti á mæðradaginn, 13. maí, kl. 14, ásamt Þóru Marteinsdóttur, dóttur sinni, sem einnig er kórstjóri og tónskáld. Aðgangur er ókeypis fyrir börn í fylgd með fullorðnum sem greiða 1.000 kr. Meira
11. maí 2018 | Innlendar fréttir | 270 orð | 1 mynd

Teflt til minningar um Hemma Gunn

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Icelandic Open – Íslandsmótið í skák fer fram dagana 1.-9. júní nk. Teflt verður Valsheimilinu á Hlíðarenda í Reykjavík. Meira
11. maí 2018 | Innlendar fréttir | 79 orð

Tónlistarkennarar skrifa undir samning

Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum (FT) skrifaði undir samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningi við Samband íslenskra sveitarfélaga, með fyrirvara um samþykki félagsmanna. Samningurinn gildir út mars 2019. Meira
11. maí 2018 | Innlendar fréttir | 515 orð | 2 myndir

Umhverfisvæn „barnaloppa“ opnuð

Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl. Meira
11. maí 2018 | Innlendar fréttir | 512 orð | 2 myndir

Ungt en mikilvægt samstarf fæðingarlækna

Fréttaskýring Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl. Meira
11. maí 2018 | Innlendar fréttir | 432 orð | 1 mynd

Útlit fyrir versta árið í minkaræktinni

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Þetta er allt þyngra fyrir fæti en menn áttu von á. Vonir voru bundnar við að þróunin myndi snúast við á þessu ári. Kaupendur tóku til dæmis skinnin hratt til sín eftir marsuppboðið. Meira
11. maí 2018 | Innlendar fréttir | 60 orð | 1 mynd

Verð minkaskinna lækkar enn frekar

Um 5% verðlækkun varð á minkaskinnum á maíuppboði uppboðshússins Kopenhagen Fur þar sem íslenskir loðdýrabændur selja afurðir búa sinna. Meira
11. maí 2018 | Innlendar fréttir | 96 orð | 1 mynd

Vilja endurbyggja Suðurbæjarlaug í Hafnarfirði

Meðal kosningaloforða Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði er að endurbyggja Suðurbæjarlaugina í bænum. Meira
11. maí 2018 | Innlendar fréttir | 277 orð | 1 mynd

Vill vantraust á Gylfa

Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl. Meira

Ritstjórnargreinar

11. maí 2018 | Leiðarar | 356 orð

Afleit fjárhagsstaða

Með hæstu skatta og verstu þjónustu er Reykjavík líka með næstlökustu fjárhagsstöðuna Meira
11. maí 2018 | Staksteinar | 219 orð | 1 mynd

Leynimakk Ríkisútvarpsins

Andrés Magnússon, fjölmiðlarýnir Viðskiptablaðsins, fjallar í nýjasta pistli sínum um dularfullt leynisamkomulag sem Ríkisútvarpið gerði við Guðmund Spartakus Ómarsson í framhaldi af umfjöllun Rúv. um hann. Meira
11. maí 2018 | Leiðarar | 177 orð

Sex áratuga stjórnarsetu lokið

Mahathir, 92 ára, hristir upp í Malasíu Meira

Menning

11. maí 2018 | Fjölmiðlar | 179 orð | 1 mynd

Hamflettum Júróvisjón

Evrópumeistaramótið í búningahönnun og tæknibrellum stendur nú sem hæst í Lissabon. Meira
11. maí 2018 | Myndlist | 921 orð | 1 mynd

Paradís getur verið hvar sem er

Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Hér sýni ég fyrst og fremst málverk. Ég vinn með ýmsa miðla og blanda þeim oft saman, og sýni oft sambland af klippimyndum, skúlptúrum og málverkum. Meira
11. maí 2018 | Menningarlíf | 637 orð | 1 mynd

Persónulegar tengingar

Einar Falur Ingólfsson efi@mbl. Meira
11. maí 2018 | Fólk í fréttum | 64 orð | 6 myndir

Stjörnurnar skinu skært á rauðum dreglum sem og víðar í Cannes í...

Stjörnurnar skinu skært á rauðum dreglum sem og víðar í Cannes í Frakklandi í fyrradag þegar alþjóðlega kvikmyndahátíðin hófst þar í bæ í 71. sinn. Meira
11. maí 2018 | Myndlist | 569 orð | 4 myndir

Táknheimur Arnars

Umsjón með útgáfu: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, Ásdís Ólafsdóttir og Knútur Bruun. Formáli og greinar: Æsa Sigurjónsdóttir, Ólafur Gíslason og Ásdís Ólafsdóttir. Ensk þýðing: Anna Yates. Dimma, 2017. Innbundin í stóru broti, 100 bls. Meira
11. maí 2018 | Myndlist | 140 orð | 1 mynd

Þrír Akureyringar á vatnslitahátíð

Þrír listamenn frá Akureyri voru fulltrúar Íslendinga á vatnslitahátíðinni í Fabriano á Ítalíu sem fram fór um síðustu helgi. Meira

Umræðan

11. maí 2018 | Pistlar | 411 orð | 1 mynd

Borgarlína til hvers

Að undanförnu hefur töluvert verið rætt um borgarlínu, fyrirhugaðar almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Mig langar að leggja fram mína fjóra punkta um málið. 1. Umhverfisvernd er ekki lengur val. Meira
11. maí 2018 | Aðsent efni | 625 orð | 1 mynd

Eyfirðingar auglýsa eftir kjarki

Eftir Sigmund Einar Ófeigsson: "Pólitískan vilja og kjark skortir. Á meðan versnar ástandið ár frá ári og dýrmætur tími fer til spillis því framkvæmdatíminn er langur." Meira
11. maí 2018 | Aðsent efni | 685 orð | 1 mynd

Hvar eru umhverfismálin í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga?

Eftir Hjörleif Guttormsson: "Koma þarf til óháð ráðgjöf fyrir sveitarstjórnir og aðra á sviði skipulags og náttúruverndar. Slíka ætti að staðsetja í náttúrustofum landshlutanna." Meira
11. maí 2018 | Aðsent efni | 427 orð | 1 mynd

Mikilvægi fjölbreytni í ferðaþjónustu

Eftir Pétur Ólafsson: "Gott orðspor er viðvarandi verkefni innan ferðaþjónustunnar sem alltaf þarf að hlúa að og þar þurfum við að eiga sem flesta og fjölbreyttasta meðmælendur." Meira
11. maí 2018 | Aðsent efni | 844 orð | 1 mynd

Óánægja, ánægja eða „fúll á móti“?

Eftir Vilhjálm Bjarnason: "Það á að vera markmið í stjórnmálum að skapa ánægju og von. Þannig á stjórnmálamaður að tala við þjóð sína með ávarpi en ekki andvarpi." Meira

Minningargreinar

11. maí 2018 | Minningargreinar | 1644 orð | 1 mynd

Axel Jóhannesson

Axel Jóhannesson húsgagnasmíðameistari var fæddur 27. febrúar 1916 að Móbergi í Langadal, Austur-Húnavatnssýslu. Hann lést á Dvalarheimilinu Hlíð Akureyri 23. apríl 2018. Foreldrar hans voru hjónin Jóhannes Halldórsson, bóndi á Móbergi, f. 1867, d. Meira  Kaupa minningabók
11. maí 2018 | Minningargreinar | 630 orð | 1 mynd

Ágúst Ingimundarson

Ágúst Ingimundarson prentari fæddist 11. júlí 1927 í Reykjavík. Hann lést 19. apríl 2018. Hann var ókvæntur og barnlaus. Móðir hans var Petrína Kristín Kristjánsdóttir, f. 15.3. 1896, og faðir Ingimundur Guðmundsson, fisksali, f. 26.3. 1903, d. 11.10. Meira  Kaupa minningabók
11. maí 2018 | Minningargreinar | 2853 orð | 1 mynd

Halldór Gunnar Pálsson

Halldór Gunnar Pálsson fæddist í Hnífsdal 5. nóvember 1921. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 18. apríl 2018. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Guðríður Guðleifsdóttir, f. 4. júlí 1895, d. 3. mars 1923, og Páll Pálsson, útvegsbóndi í Hnífsdal, f. 10. Meira  Kaupa minningabók
11. maí 2018 | Minningargreinar | 1312 orð | 1 mynd

Pálmi Guðmundsson

Pálmi Guðmundsson fæddist í Reykjavík 31. október 1960. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 30. apríl 2018. Foreldrar Pálma eru Guðmundur Ámundason, f. á Vatnsenda í Villingaholtshreppi 10. janúar 1932, og Ólafía Margrét Ólafsdóttir, f. í Reykjavík 23. Meira  Kaupa minningabók
11. maí 2018 | Minningargreinar | 5245 orð | 1 mynd

Sigríður Einarsdóttir

Sigríður Einarsdóttir fæddist í Reykjavík 7. júní 1943. Hún varð bráðkvödd á heimili sínu 29. apríl 2018. Foreldrar Sigríðar voru Kristín Pálsdóttir, f. 8.1. 1917, d. 2.5. 2006, og Einar Baldvin Pálsson verkfræðingur, f. 29.2. 1912, d. 28.10. 2011. Meira  Kaupa minningabók
11. maí 2018 | Minningargreinar | 1253 orð | 1 mynd

Þórhallur Gíslason

Þórhallur Gíslason skipstjóri fæddist 14. maí 1916 í Syðstakoti og ólst upp á Setbergi sunnan við Sandgerði í Miðneshreppi. Hann lést á Hlévangi í Keflavík 25. apríl 2018. Foreldrar Þórhalls voru hjónin Gísli Jónatan Einarsson, bóndi á Setbergi, f. 5. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

11. maí 2018 | Viðskiptafréttir | 200 orð | 1 mynd

Hægt verður að fljúga með Uber árið 2023

Bandaríska skutlmiðlunin Uber greinir frá því fyrr í vikunni að fyrirtækið hyggist bjóða upp á ferðir með nk. fljúgandi leigubílum ekki seinna en árið 2023. Meira
11. maí 2018 | Viðskiptafréttir | 171 orð | 2 myndir

Kínverjar kaupa íslenska vindtúrbínu

Kínverska tæknifyrirtækið Goldwind hefur keypt hugverkaréttinn að ferðatúrbínunni Trinity frá íslenska nýsköpunarfyrirtækinu RH16. Meira
11. maí 2018 | Viðskiptafréttir | 528 orð | 2 myndir

Olíuverð hærra vegna aðgerða gegn Íran

Fréttaskýring Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Heimsmarkaðsverð á Brent-hráolíu hækkaði í gærmorgun um nærri heilt prósent, og fór upp í 77,89 dali á fatið. Hækkun WTI-hráolíu var svipuð og endaði fatið í 71,78 dölum. Meira
11. maí 2018 | Viðskiptafréttir | 137 orð | 1 mynd

VÍS lækkar hjá sér eiginfjárhlutfallið

Stjórn VÍS samþykkti á miðvikudag að stefna að breytingu á fjármagnsskipan tryggingafyrirtækisins svo að hún verði svipuð því sem gerist hjá tryggingafélögum annars staðar á Norðurlöndunum. Meira

Daglegt líf

11. maí 2018 | Daglegt líf | 332 orð | 1 mynd

Heimur Gunnlaugs Snæs

Svona gagnlausar upplýsingar virðast viðhaldast í heilanum með óútskýranlegum hætti. Meira
11. maí 2018 | Daglegt líf | 269 orð | 1 mynd

Vonarstjarna Tinds keppir í U15

Hjólreiðafélagið Tindur og Krónan í samstarfi við Mjölni halda bikarmót Hjólreiðasambands Íslands í fjallahjólreiðum í Öskjuhlíð á morgun, laugardaginn 12. maí. Meira
11. maí 2018 | Daglegt líf | 974 orð | 3 myndir

Þjálfun í félagsfærni gott veganesti í skóla

Grunnurinn að félagslegri velgengni og góðum námsárangri skólagönguna á enda kann að vera lagður í leikskólanum. Meira

Fastir þættir

11. maí 2018 | Fastir þættir | 171 orð | 1 mynd

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. g3 d5 4. Bg2 Be7 5. Rf3 0-0 6. 0-0 dxc4 7. Dc2 a6...

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. g3 d5 4. Bg2 Be7 5. Rf3 0-0 6. 0-0 dxc4 7. Dc2 a6 8. a4 Bd7 9. Hd1 Rc6 10. Dxc4 Rb4 11. Rc3 Bc6 12. a5 h6 13. Bd2 b5 14. Db3 Bb7 15. e4 Dc8 16. Re2 Rc6 17. d5 Rd8 18. Rfd4 c5 19. dxc6 Rxc6 20. Hac1 Rxd4 21. Rxd4 Dd7 22. Rc6 Bxc6... Meira
11. maí 2018 | Í dag | 102 orð | 1 mynd

6.45 til 9 Ísland vaknar Logi Bergmann, Rikka og Rúnar Freyr vakna með...

6.45 til 9 Ísland vaknar Logi Bergmann, Rikka og Rúnar Freyr vakna með hlustendum K100 alla virka morgna. 9 til 12 Siggi Gunnars Skemmtileg tónlist og góðir gestir reka nefið inn. Meira
11. maí 2018 | Í dag | 635 orð | 3 myndir

Fjölskyldu- og veiðimaður

Jónas Þór Guðmundsson fæddist á Akureyri 11.5. 1968 og ólst þar upp. „Ég bjó fyrstu sex árin í Byggðavegi en síðan í Reynilundi þar sem foreldrar mínir byggðu sér hús og átti ég þar heima þar til ég fór suður í Háskólann. Meira
11. maí 2018 | Í dag | 47 orð | 1 mynd

Helena Auður Guðnadóttir

30 ára Helena ólst upp í Neskaupstað, býr í Reykjavík og er heimavinnandi sem stendur. Maki: Örvar Ingi Jóhannesson, f. 1982, píanókennari. Börn: Apríl, f. 2014, og Vikar Jökull, f. 2016. Foreldrar: Ástríður Ingibjörg Þorgeirsdóttir, f. Meira
11. maí 2018 | Í dag | 87 orð | 1 mynd

Hlaut stjörnu á frægðargangstéttinni

Tónlistarmaðurinn Ritchie Valens var heiðraður með stjörnu á frægðargangstéttinni þekktu í Hollywood á þessum degi árið 1990. Varð hann þar með fyrsti suðurameríski tónlistarmaðurinn til að hljóta þann heiður. Meira
11. maí 2018 | Árnað heilla | 361 orð | 1 mynd

Ingi Þór Einarsson

Ingi Þór Einarsson er fæddur 1968. Hann er aðjunkt við Háskólann í Reykjavík. Ingi Þór lauk stúdentsprófi frá MH 1989, BS-prófi í íþróttafræði 2005 og meistaraprófi 2008 frá Kennaraháskóla Íslands. Meira
11. maí 2018 | Í dag | 92 orð | 2 myndir

Íslensku „Kryddin“ stíga á svið

Þær kalla sig helstu aðdáendur bresku stúlknahljómsveitarinnar Spice Girls. Þær tala um „Girl Power“ og ein þeirra er með tattúið „grlpwr“ á handleggnum svo það þarf ekki að efast um að hér er alvörukvennakraftur á ferðinni. Meira
11. maí 2018 | Í dag | 48 orð | 1 mynd

Jón Theódór Jónsson

30 ára Jón Theódór ólst upp í Reykjavík, býr á Hvanneyri, yfirmaður hjá N1 og þjálfar í fótbolta. Maki: Guðlaug Jónsdóttir, f. 1992, leikskólakennari. Dætur: Sigrún Alda, f. 2012, og Elín Harpa, f. 2014. Foreldrar: Sigrún Guðlaug Ólafsdóttir, f. Meira
11. maí 2018 | Í dag | 289 orð

Kim og Moon og allur heimurinn

Síðasta sunnudag í apríl skrifaði Ólafur A. Stefánsson í leirinn: „Fundur Kim Jong-un úr norðrinu og Moon að sunnan kom heimsbyggðinni svo á óvart að menn stóðu gapandi og vissu ekki hverju óhætt væri að trúa. Meira
11. maí 2018 | Í dag | 50 orð | 1 mynd

Magnús Bjarni Pétursson

30 ára Magnús ólst upp í Grindavík, býr þar og er stöðvastóri hjá Hertz-bílaleigu í Leifsstöð. Systur: Ásdís Ester Kristinsdóttir, f. 1973, starfsmaður í Bláa lóninu, og Sigurlaug Pétursdóttir, f. 1981, húsfreyja í Grindavík. Meira
11. maí 2018 | Í dag | 47 orð

Málið

Opinberum leiðbeinendum ber ekki alveg saman um það hvort viðeigandi sé að leiða líku m að e-u (eins og maður leiðir getu m að e-u). Ísl. orðabók setur vanþóknunarmerki við það og vill leiða líku r . Meira
11. maí 2018 | Árnað heilla | 234 orð | 1 mynd

Nýtur lífsins á Benidorm í tilefni dagsins

Við hjónin erum á Benidorm í tilefni afmælisins. Við höfum verið hérna áður og líkar mjög vel. Meira
11. maí 2018 | Árnað heilla | 31 orð | 1 mynd

Reykjavík Guðmundur Helgi Arason fæddist 22. september 2017 kl. 18.13...

Reykjavík Guðmundur Helgi Arason fæddist 22. september 2017 kl. 18.13. Hann vó 2.765 g og var 48 cm langur. Foreldrar hans eru Guðrún Arna Jóhannsdóttir og Ari Freyr Hermannsson Ísfeld... Meira
11. maí 2018 | Í dag | 210 orð

Til hamingju með daginn

95 ára Gyða Þórarinsdóttir 90 ára Svava Sveinsdóttir Þórhalla Ragnarsdóttir 85 ára Ari Sigurðsson Arnar Herbertsson Bragi Stefánsson 80 ára Gunnar Malmquist 75 ára Ingveldur Sæmunda Albertsdóttir Jóhanna Guðrún Kristjánsdóttir Margrét Valgerðardóttir... Meira
11. maí 2018 | Fastir þættir | 303 orð

Víkverji

NBA-deildin er sú magnaðasta í heimi og væri hægt að syngja ýmsum leikmönnum lof og prís fyrir mögnuð tilþrif undanfarna daga og vikur. Einn maður hefur þó borið höfuð og herðar yfir aðra leikmenn. Meira
11. maí 2018 | Í dag | 22 orð

Vísa mér veg þinn, Drottinn, að ég gangi í sannleika þínum, gef mér...

Vísa mér veg þinn, Drottinn, að ég gangi í sannleika þínum, gef mér heilt hjarta, að ég tigni nafn þitt. (Sálm: 86. Meira
11. maí 2018 | Í dag | 114 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

11. maí 1911 Knattspyrnufélagið Valur var stofnað í Reykjavík. Stofnendur voru fjórtán strákar úr KFUM. 11. maí 1921 Vökulögin voru samþykkt á Alþingi. Samkvæmt þeim áttu hásetar á togurum að hafa „að minnsta kosti 6 klst. Meira

Íþróttir

11. maí 2018 | Íþróttir | 81 orð

0:1 María Eva Eyjólfsdóttir 19. fylgdi á eftir þegar skot Hörpu...

0:1 María Eva Eyjólfsdóttir 19. fylgdi á eftir þegar skot Hörpu Þorsteinsdóttur var varið. 0:2 Sjálfsmark 39. eftir hornspyrnu Katrínar Ásbjörnsdóttur frá hægri. 0:3 Katrín Ásbjörnsdóttir 44. Meira
11. maí 2018 | Íþróttir | 49 orð

0:1 Mia Gunter 38. fékk góða sendingu innfyrir frá Betsy Hassett og...

0:1 Mia Gunter 38. fékk góða sendingu innfyrir frá Betsy Hassett og skaut hnitmiðuðu skoti í vinstra hornið úr miðjum teignum. Gul spjöld: Dagný (Selfossi) 90. (truflaði markvörð), Gunter (KR) 90. (tafir). Rauð spjöld: Engin. Meira
11. maí 2018 | Íþróttir | 77 orð

1:0 Berglind Björg Þorvaldsdóttir 41. með skalla eftir hornspyrnu. 2:0...

1:0 Berglind Björg Þorvaldsdóttir 41. með skalla eftir hornspyrnu. 2:0 Selma Sól Magnúsdóttir 48. með óverjandi skoti þéttingsfast í bláhornið hægra megin. 3:0 Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir 55. með skoti af markteig eftir sendingu Selmu Sólar frá hægri. Meira
11. maí 2018 | Íþróttir | 190 orð | 1 mynd

„Þetta kom á óvart“

Ívar Benediktsson iben@mbl. Meira
11. maí 2018 | Íþróttir | 238 orð | 3 myndir

* Birgir Leifur Hafþórsson er um miðjan hóp keppenda eftir fyrsta...

* Birgir Leifur Hafþórsson er um miðjan hóp keppenda eftir fyrsta hringinn á Rocco Forto Open-golfmótinu sem hófst á ítölsku eyjunni Sikiley í gær. Meira
11. maí 2018 | Íþróttir | 142 orð | 1 mynd

Dominos-deild karla Undanúrslit, oddaleikur: Selfoss – FH 26:29...

Dominos-deild karla Undanúrslit, oddaleikur: Selfoss – FH 26:29 *FH sigraði 3:2 og mætir ÍBV í úrslitaeinvíginu. Þýskaland RN Löwen – Magdeburg 34:29 • Alexander Petersson skoraði þrjú mörk fyrir Löwen. Meira
11. maí 2018 | Íþróttir | 262 orð | 1 mynd

Ég er þekktur fyrir að vera slakur spámaður. Engu að síður leyfi ég mér...

Ég er þekktur fyrir að vera slakur spámaður. Engu að síður leyfi ég mér að spá skemmtilegu úrslitaeinvígi á milli ÍBV og FH um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik karla. Rimman hefst í Eyjum á morgun. Meira
11. maí 2018 | Íþróttir | 156 orð | 1 mynd

Fékk sextán leikja bann

Arda Turan, leikmaður Barcelona og lánsmaður hjá Istanbul Basaksehir í tyrknesku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, hefur verið úrskurðaður í sextán leikja bann fyrir framkomu við dómara í leik liðsins gegn Sivasspor á dögunum. Meira
11. maí 2018 | Íþróttir | 185 orð | 1 mynd

Fyrsti úrslitaleikur í Boston á sunnudag

Boston Celtics tryggði sér í fyrrinótt sæti í úrslitaeinvígi austurdeildarinnar í NBA-körfuboltanum í Bandaríkjunum með 114:112-heimasigri á Philadelphia 76ers í fimmta leik liðanna í undanúrslitum. Meira
11. maí 2018 | Íþróttir | 134 orð | 1 mynd

Hjörtur vann langþráðan titil

Hjörtur Hermannsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, tók þátt í að færa danska félaginu Bröndby langþráðan titil í gær. Meira
11. maí 2018 | Íþróttir | 163 orð | 1 mynd

Íhugaði að hætta í fótbolta

Kolbeinn Sigþórsson var í leikmannahópi franska knattspyrnuliðsins Nantes um síðustu helgi í fyrsta skipti síðan í ágúst árið 2016. Kolbeinn var þá ónotaður varamaður í 2:0-tapi á móti Montpellier. Meira
11. maí 2018 | Íþróttir | 586 orð | 2 myndir

Íslandsmeistaratitillinn væri mér eitt og allt

Á Selfossi Kristófer Kristjánsson kristoferk@mbl.is FH leikur til úrslita gegn ÍBV um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik karla en það varð víst eftir 29:26-sigur FH-inga á Selfossi í oddaleik liðanna í undanúrslitunum í fyrrakvöld. Meira
11. maí 2018 | Íþróttir | 133 orð | 1 mynd

Keflavík byrjaði á stórsigri

Keflavíkurkonur hófu keppni í 1. deild kvenna í knattspyrnu í gær með látum en þær sigruðu ÍR, 5:0, á Hertz-vellinum í Breiðholti í fyrstu umferð deildarinnar, sem í ár heitir Inkasso-deildin. Meira
11. maí 2018 | Íþróttir | 49 orð | 1 mynd

KNATTSPYRNA 1. deild karla, Inkasso-deildin: Leiknisvöllur: Leiknir...

KNATTSPYRNA 1. deild karla, Inkasso-deildin: Leiknisvöllur: Leiknir – Njarðvík 19.15 Eimskipsvöllur: Þróttur R. – Fram 19.15 2. deild karla: Norðfjarðarv.: Fjarðab. – Leiknir F 19.15 Vivaldi-völlur: Grótta – Þróttur V 19.15 3. Meira
11. maí 2018 | Íþróttir | 214 orð | 1 mynd

Meistararnir standa afar vel að vígi

Flensburg er eina liðið sem getur lagt stein í götu leikmanna Rhein-Neckar Löwen á leið þeirra að þriðja meistaratitlinum í röð í þýska handknattleiknum. Meira
11. maí 2018 | Íþróttir | 340 orð | 2 myndir

Ótrúlega mikið afrek

Handbolti Ívar Benediktsson iben@mbl.is „Ég er mjög stoltur af liðinu að hafa orðið meistari fjögur ár í röð. Meira
11. maí 2018 | Íþróttir | 263 orð | 1 mynd

Pepsi-deild kvenna Selfoss – KR 0:1 Breiðablik – Grindavík...

Pepsi-deild kvenna Selfoss – KR 0:1 Breiðablik – Grindavík 4:0 Valur – Stjarnan 1:3 Staðan: Breiðablik 220010:26 Þór/KA 22008:06 Valur 21019:33 ÍBV 11003:13 KR 11001:03 Stjarnan 21015:73 HK/Víkingur 21012:43 FH 20022:50 Grindavík... Meira
11. maí 2018 | Íþróttir | 184 orð | 2 myndir

Reynsla Katrínar vó þungt hjá KR

Á Selfossi Guðmundur Karl sport@mbl.is Það var fátt um fína drætti þegar Selfoss tók á móti KR í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu í gær. KR sigraði 1:0 en sigurmarkið kom úr einu af örfáum marktækifærum leiksins. Meira
11. maí 2018 | Íþróttir | 138 orð | 2 myndir

Selfoss – FH 26:29

Vallaskóli, undanúrslit karla í handknattleik, oddaleikur, miðvikudag 9. maí 2018. Gangur leiksins : 1:2, 2:5, 4:7, 7:11, 9:13, 12:15 , 14:17, 17:21, 18:23, 22:23, 23:24, 24:27, 26:28, 26:29 . Meira
11. maí 2018 | Íþróttir | 142 orð | 2 myndir

Selfoss – KR 0:1

Jáverkvöllur, Pepsi-deild kvenna, 2. umferð, fimmtudag 10. maí 2018. Skilyrði : Hægur vindur framan af og gervigrasið gott. Selfoss fékk smá vind í bakið í seinni hálfleik. Skot : Selfoss 4 (2) – KR 6 (3). Horn : Selfoss 6 – KR 5. Meira
11. maí 2018 | Íþróttir | 222 orð | 2 myndir

Steinar tryggði Skagasigurinn

Á Akureyri Siguróli Sigurðsson sport@mbl.is ÍA sigraði Þór, 1:0, í hörku fótboltaleik á Þórsvellinum á Akureyri í gær en liðin mættust þar í fyrsta leiknum í annarri umferð Inkasso-deildar karla. Meira
11. maí 2018 | Íþróttir | 269 orð | 1 mynd

Stjarnan sótti þrjú stig á Hlíðarenda

Hlíðarendi/Kópavogur Björn Már Ólafsson Edda Garðarsdóttir Stjarnan sigraði Val 3:1 á Hlíðarenda og Breiðablik er með fullt hús stiga eftir 4:0-sigur gegn Grindavík á Kópavogsvelli í tveimur síðari leikjum Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu sem fram... Meira
11. maí 2018 | Íþróttir | 98 orð | 1 mynd

United tryggði sér annað sæti

Manchester United mun hafna í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu á þessu keppnistímabili. Því er hægt að slá föstu eftir að liðið krækti í eitt stig með markalausu jafntefli við West Ham í kvöld á heimavelli síðarnefnda liðsins í Lundúnum. Meira
11. maí 2018 | Íþróttir | 17 orð | 1 mynd

Úrslitakeppni NBA Austurdeild, undanúrslit: Boston – Philadelphia...

Úrslitakeppni NBA Austurdeild, undanúrslit: Boston – Philadelphia 114:112 *Boston sigraði 4:1 og mætir Cleveland í úrslitum... Meira
11. maí 2018 | Íþróttir | 281 orð | 1 mynd

Þórarinn Ingi er klár í næsta leik Stjörnunnar

Jóhann Ingi Hafþórsson Víðir Sigurðsson „Ég er tilbúinn að mæta í næsta leik og byrja þar. Stjarnan er búin að vera góður klúbbur í nokkur ár og það er engin ástæða til að hætta núna. Stjarnan ætlar sér meira og maður veit það. Meira

Ýmis aukablöð

11. maí 2018 | Blaðaukar | 523 orð | 1 mynd

Afskorin blóm í uppáhaldi

Hildur Björnsdóttir er lögfræðingur og stjórnmálafræðingur að mennt, en einnig þriggja barna móðir í sambúð. Hún er í framboði til borgarstjórnar og skipar 2. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Meira
11. maí 2018 | Blaðaukar | 339 orð | 6 myndir

Einfalt og stílhreint

Ólöf Gunnlaugsdóttir eða Olla eins og hún er kölluð og Dröfn Sigurðardóttir stofnuðu TAKK HOME-vörumerkið árið 2016. Þær hafa einstaklega gaman af hönnun og völdu hvor um sig uppáhaldsstaðinn sinn í húsinu sínu. Dröfn valdi stofuna en Olla eldhúsið. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Meira
11. maí 2018 | Blaðaukar | 313 orð | 4 myndir

Fagurkerinn

Klara Thorarensen er einn af eigendum Heimahússins. Klara starfaði sem fyrirsæta um árabil áður en hún fór út í atvinnurekstur. Hún er gift Óttari Guðnasyni og saman eiga þau börnin Dag, Helen Málfríði og Kristján. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Meira
11. maí 2018 | Blaðaukar | 685 orð | 11 myndir

Fágætar gersemar

Heiða Björg Bjarnadóttir er eigandi Myconceptstore. Hún hefur stórfínt auga fyrir klassískum hlutum og hefur ferðast víða og sankað að sér fágætum gersemum. Svo sem kistu úr nunnuklaustri og Maríustyttum. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Meira
11. maí 2018 | Blaðaukar | 717 orð | 11 myndir

Heillandi heimili í Hafnarfirði

Sæbjörg Guðjónsdóttir innanhússhönnuður, eða Sæja eins og hún er kölluð, hannaði fallegt einbýlishús í Hafnarfirði árið 2016. Húsið er stílhreint án þess að vera flatt enda er mikill leikur í efnisvali og formum. Marta María | mm@mbl.is Meira
11. maí 2018 | Blaðaukar | 1167 orð | 8 myndir

Heima er staður fyrir ást

Eva Dögg Rúnarsdóttir er ein af þeim sem gustar af. Hún er markaðsstjóri Brauðs og Co. Fjölskyldan býr í Skerjafirði, en auk Evu búa í húsinu Gústi, Bassi og Nóra. Eva er fatahönnuður. Meira
11. maí 2018 | Blaðaukar | 524 orð | 8 myndir

Heitustu trendin fyrir eldhúsið 2018

Mörg heimili haldast frekar stílhrein og klassísk í gegnum árin. En þegar kemur að því að gera eitthvað nýtt og skemmtilegt lítum við oftar en ekki til þess sem er vinsælt hverju sinni. Hér verður farið yfir það nýjasta nýtt þegar kemur að eldhúsum. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Meira
11. maí 2018 | Blaðaukar | 701 orð | 6 myndir

Hvað er virkilega nýtt og hvað er gamalt?

Er ekki nýtt líka gamalt og gamalt nýtt? Er þetta ekki allt saman í gangi núna? Að fylgjast með því sem er núna að koma inn eða er áberandi, miðað við það sem var fyrir stuttu er smá hrærigrautur. Þetta rennur allt svolítið saman og á eiginlega að gera það! Halla Bára Gestsdóttir | innanhúshönnuður Meira
11. maí 2018 | Blaðaukar | 65 orð | 3 myndir

Kaffihornið toppar allt

Elísabet Gunnarsdóttir viðskiptafræðingur og einn af eigendum Trendnet.is elskar gott kaffi. Kaffihornið á heimilinu er hennar griðastaður. Marta María | mm@mbl.is Meira
11. maí 2018 | Blaðaukar | 744 orð | 5 myndir

Lifi litabyltingin!

Það er svo gaman að sjá hvað Íslendingar leggja mikinn metnað í heimili sín og það að gera fallegt í kringum sig. Þróunin í innanhússhönnun er líka áhugaverð og skemmtileg. Meira
11. maí 2018 | Blaðaukar | 1881 orð | 7 myndir

Ljúfa lífið á Lálandi

Lóa Dís Finnsdóttir og Torfi Agnarsson fluttu til Danmerkur síðasta haust og hafa nú komið sér vel fyrir á eyjunni Lolland eða Lálandi. Meira
11. maí 2018 | Blaðaukar | 120 orð | 5 myndir

Nýjustu trendin í fataskápum

Fataskápar eru mismikilvægir fyrir fólk. Sumir spá varla neitt í þá en aðrir eru uppteknir af öllu sem viðkemur fatnaði og hvernig umgjörð er sett í kringum hann. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Meira
11. maí 2018 | Blaðaukar | 176 orð | 1 mynd

Rígurinn milli hreppa var mikill

„Rígurinn milli Austur- og Vestur-Landeyja var jafnan mikill,“ segir Guðlaug Björk Guðjónsdóttir á Voðmúlastöðum í Austur-Landeyjum. Meira
11. maí 2018 | Blaðaukar | 829 orð | 12 myndir

Sækir innblástur til æskuheimilisins

Ásdís Kristjánsdóttir er forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins. Hún er framúrskarandi hagfræðingur en einnig mikill fagurkeri. Hún er heimakær og leggur sig fram um að gera umhverfið í kringum sig heima fallegt. Meira
11. maí 2018 | Blaðaukar | 370 orð | 4 myndir

Tískutrendin 2018

Sara Dögg er 27 ára Eyjamær, búsett í Bryggjuhverfinu. Hún er í sambúð og á einn son. Sara er bloggari á femme.is, starfar sem innanhúsarkitekt og er áhugasamur instagram-ari (@sdgudjons). Meira
11. maí 2018 | Blaðaukar | 1023 orð | 11 myndir

Undir áhrifum frá Downton Abbey

Heiðrún Hödd Jónsdóttir íslensku- og fjölmiðlafræðingur býr í fallegri íbúð í Kaupmannahöfn ásamt kærasta sínum, Braga Michelssyni. Þau keyptu íbúðina í desember og hafa síðan í febrúar málað og innréttað hana á sinn einstaka hátt. Meira
11. maí 2018 | Blaðaukar | 649 orð | 9 myndir

Þar sem bæirnir standa á hólum

Sviðsljós Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Í Landeyjunum sést vel að jörðin er kúpt. Þegar ekið er til fram sveitina í átt til sjávar eru Vestmannaeyjar að hálfu horfnar í haf, en rísa hærra og verða stærri eftir því sem nær ströndinni er komið. Meira
11. maí 2018 | Blaðaukar | 1065 orð | 8 myndir

Þar sem hlutirnir hafa tilgang

Karitas Möller er arkitekt hjá Tvíhorf arkitektum. Hún hefur nýverið eignast tvíbura. Karitas ákvað að verða arkitekt eftir að hafa heimsótt húsið hennar Högnu Sigurðardóttur arkitekts á Bakkaflöt. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.