Greinar fimmtudaginn 23. ágúst 2018

Fréttir

23. ágúst 2018 | Innlendar fréttir | 51 orð | 1 mynd

100 þúsund hreinorkubílar 2030

Hreinorkubílar þurfa að vera orðnir um 100 þúsund talsins árið 2030 að öllu óbreyttu ef Íslendingar ætla sér að standast skilmála Parísarsamkomulagsins frá 2015 að sögn Sigurðar Friðleifssonar, framkvæmdastjóra Orkuseturs. Meira
23. ágúst 2018 | Innlendar fréttir | 326 orð

168 dagþjálfunarpláss

Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Nú eru 179 einstaklingar með heilabilunarsjúkdóma á biðlista eftir dagþjálfun á höfuðborgarsvæðinu að sögn Margrétar Albertsdóttur, félagsráðgjafa á Minnismóttökunni á Landakoti. Meira
23. ágúst 2018 | Innlendar fréttir | 62 orð | 1 mynd

Allt sem er fallegt í lífinu sýnt í kvöld

Allt sem er fallegt í lífinu nefnist sýning sem Mooz sýnir í félagsheimilinu á Seltjarnarnesi í kvöld kl. 20 og í Gaflaraleikhúsinu 8. september kl. 15 og 20. Meira
23. ágúst 2018 | Innlendar fréttir | 575 orð | 1 mynd

Alzheimerkarlinn kom óboðinn í fjölskylduna

„Við rákum fyrirtæki og það var mikið álag á Erni. Einn daginn rataði hann ekki heim en þá var hann 59 ára gamall,“ segir Ragnheiður Kristín Karlsdóttir, eiginkona Arnar Árnasonar sem var greindur með alzheimer árið 2006. Meira
23. ágúst 2018 | Innlendar fréttir | 234 orð | 1 mynd

Arna Dís fær tækifæri

Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl. Meira
23. ágúst 2018 | Innlendar fréttir | 46 orð | 1 mynd

Arna Dís fær tækifæri á vinnumarkaði

Arna Dís Ólafsdóttir, sem sá fram á að komast hvorki í nám né á vinnumarkað, skoðar nú þau atvinnutilboð sem hún hefur fengið. Meira
23. ágúst 2018 | Innlendar fréttir | 71 orð | 1 mynd

Álfahús á Eskifirði

Emil Thorarensen Eskifirði Hjálmveig María Jónsdóttir, listamaður á Eskifirði, hefur gert sinn garð heldur betur frægan, með álfum, huldufólki og ýmsum búfénaði sem þar er. Meira
23. ágúst 2018 | Innlent - greinar | 2532 orð | 3 myndir

Ástríkt fjölskyldulíf í bland við MS

Í bjartri íbúð í litríkri nýbyggingu í Bryggjuhverfinu tekur lítil skotta á móti blaðakonu. Þetta reynist vera Aría Líf, sem er bæði dásamlegur söngfugl og kappsfullur skæruliði, svona eftir því hvernig fólk hittir á hana. Meira
23. ágúst 2018 | Innlendar fréttir | 203 orð | 1 mynd

Bátur strandaði í fjöru í Skagafirði

Þyrla Landhelgisgæslunnar og björgunarsveitir frá Siglufirði, Skagaströnd og Sauðárkróki voru kallaðar út um miðjan dag í gær vegna báts sem strandað hafði í fjöru við Reykjadisk í Skagafirði. Meira
23. ágúst 2018 | Innlent - greinar | 765 orð | 1 mynd

„Að vera en ekki gera“

„Hvernig líður þér? Ef álagið er farið að koma illa við þig er kominn tími til þess að vera hetjan sem þekkir sín mörk! Meira
23. ágúst 2018 | Innlendar fréttir | 154 orð | 1 mynd

„Gjörsamlega uppgefnir“

Guðrún Erlingdóttir ge@mbl. Meira
23. ágúst 2018 | Innlent - greinar | 399 orð | 1 mynd

„Þetta er mín stærsta gjöf í lífinu“

Karen Axelsdóttir var afrekskona í íþróttum áður en hún slasaðist alvarlega. Í endurhæfingunni þurfti hún að horfast í augu við erfiðar tilfinningar en segist í dag vera þakklát fyrir reynsluna og horfir björtum augum til framtíðar í nýju hjólastúdíói úti á Granda. Meira
23. ágúst 2018 | Innlendar fréttir | 264 orð | 1 mynd

Blómlegur ferill á fjölunum, í kvikmyndum og í þáttaröðum

Leiklistarferill Stefáns Karls hófst í grunnskóla Hafnarfjarðar þar sem hann lék í skólaleikritum. 12 ára gamall fór hann að leika með Leikfélagi Hafnarfjarðar í unglingadeild leikfélagsins. Með leikfélaginu lék hann m.a. Meira
23. ágúst 2018 | Innlendar fréttir | 326 orð | 1 mynd

Borgin standi við stóru orðin

Lísbet Sigurðardóttir lisbet@mbl.is Félag foreldra leikskólabarna í Reykjavík telur frekari þörf á betrumbótum í málefnum leikskóla borgarinnar. Þetta segir Helgi Þór Guðmundsson, stjórnarmaður félagsins og foreldri leikskólabarns. Meira
23. ágúst 2018 | Innlendar fréttir | 442 orð | 1 mynd

Brú við Helluvað byggð í haust

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Framkvæmdir eru að byrja við byggingu brúar á Helluvað á Norðlingafljóti í Kalmanstungulandi, á leiðinni úr Borgarfirði upp á Arnarvatnsheiði. Vaðið er hættulegt og aðeins fært jeppum á sumrin og oft alveg ófært á veturna. Meira
23. ágúst 2018 | Innlendar fréttir | 96 orð

Dagþjálfun heilabilaðra eykur lífsgæði allra

Skortur er á dagþjálfunarúrræðum fyrir heilabilaða á höfuðborgarsvæðinu og bíða nú 179 einstaklingar eftir úrræði. Biðin getur verið allt að 12 til 15 mánuðir að sögn Vilborgar Gunnarsdóttur, framkvæmdarstjóra Alzheimersamtakanna. Meira
23. ágúst 2018 | Erlendar fréttir | 85 orð

Dauðadómur vofir yfir mannréttindakonu

Sádiarabískir ríkissaksóknarar sækjast nú eftir dauðadómi gegn fimm aðgerðasinnum sem hafa talað fyrir mannréttindum í austurhluta landsins. Meira
23. ágúst 2018 | Innlendar fréttir | 29 orð | 1 mynd

Eggert

Brákarey Eyjan er sögð nefnd eftir Þorgerði brák, ambátt á Borg og fóstru Egils Skallagrímssonar. Í Egils sögu segir að faðir hans hafi banað Þorgerði á Brákarsundi með... Meira
23. ágúst 2018 | Innlendar fréttir | 519 orð | 2 myndir

Fá ekki nógu mörg lömb til útflutnings

Baksvið Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ekki gengur nógu vel að fá lömb til að slátra fyrir Bandaríkjamarkað. Áhugi var á því hjá Sláturhúsi KVH á Hvammstanga að auka útflutning til verslana Whole Foods Market og gagnkvæmur áhugi er hjá kaupendunum. Meira
23. ágúst 2018 | Innlendar fréttir | 578 orð | 2 myndir

Fjöldi kennslutíma á pari við OECD-ríkin

Axel Helgi Ívarsson axel@mbl.is Samkvæmt gögnum OECD fyrir árið 2017 er heildarfjöldi kennslutíma í grunnskólum landsins rúmlega 7.600 klukkustundir, sem er á pari við meðaltal OECD-ríkja. Meira
23. ágúst 2018 | Innlendar fréttir | 428 orð | 4 myndir

Franska hjartað slær á Laugaveginum

Við Laugaveginn stendur staður sem er þeim töfrum gæddur að engu er líkara en maður sé kominn á alvörubístró í Frakklandi. Enda heitir staðurinn Le Bistro og er rekinn af tveimur mönnum sem báðir eru franskir í aðra ættina. Samanlagt eru þeir því heill Frakki og franskara verður það vart! Meira
23. ágúst 2018 | Innlendar fréttir | 198 orð | 2 myndir

Frá Þýskalandi til Þórshafnar á sæþotu

Líney Sigurðardóttir Þórshöfn Rennileg Yamaha-sæþota lagðist að smábátabryggjunni á Þórshöfn í síðustu viku og var þar kominn Þjóðverjinn Markus Adam eftir rúmlega 15 tíma siglingu frá Færeyjum. Hann lét úr höfn frá Þýskalandi 23. Meira
23. ágúst 2018 | Innlendar fréttir | 795 orð | 1 mynd

Fríðuhús breytti öllu og við erum glaðari

Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Sjálfstraustið eflist ef einstaklingur hefur eitthvað fyrir stafni og það gefur lífinu tilgang. Meira
23. ágúst 2018 | Innlendar fréttir | 468 orð | 4 myndir

Fyrsta bryggja Reykvíkinga

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Steinbryggjan sögufræga við Gömlu höfnina í Reykjavík hefur verið í fréttum eftir að hún skaut „upp kollinum“ vegna endurbóta á Tryggvagötu. Meira
23. ágúst 2018 | Innlendar fréttir | 532 orð | 1 mynd

Gefur skyr, treyjur og sælgæti

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl. Meira
23. ágúst 2018 | Innlendar fréttir | 613 orð | 1 mynd

Gerir álagið viðráðanlegra

„Mér sýnist það hafa gengið óvenjuvel hjá okkur miðað við aðra einstaklinga með heilabilunarsjúkdóma sem bíða eftir dagþjálfunarúrræðum,“ segir Sigurður Helgi Jóhannsson, eiginmaður Önnu Karlsdóttur, sem er í dagþjálfun í Fríðuhúsi. Meira
23. ágúst 2018 | Innlendar fréttir | 99 orð | 1 mynd

Grindavíkurvegur verður breikkaður

Loftorka Reykjavík ehf., Garðabæ, átti lægsta tilboð í breikkun Grindavíkurvegar en tilboð voru opnuð hjá Vegagerðinni í fyrradag. Fimm tilboð bárust í verkið. Í verkinu felst að breikka tvo kafla Grindavíkurvegar, milli Seltjarnar og Bláa lónsins. Meira
23. ágúst 2018 | Innlendar fréttir | 38 orð | 1 mynd

Grúska Babúska leikur í Hannesarholti

Hljómsveitin Grúska Babúska heldur tónleika í Hannesarholti í kvöld kl. 20. Sveitin lýsir tónlist sinni sem gáskafullri og barnslegri, en á sama tíma sé hún dimm og þrungin alvöru. Nýjasta plata sveitarinnar er senn væntanleg hjá Möller... Meira
23. ágúst 2018 | Innlendar fréttir | 184 orð | 2 myndir

Gunter skipaður sendiherra

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur útnefnt Jeffrey Ross Gunter sem nýjan sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Eitt og hálft ár er síðan Robert Barber hætti störfum sem sendiherra hér á landi. Meira
23. ágúst 2018 | Innlendar fréttir | 250 orð | 1 mynd

Hafnfirðingar krefjast fjár á vegaáætlun til framkvæmda

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Bæjarstjórn Hafnarfjarðar krefst þess að í nýrri vegaáætlun, sem lögð verður fram á Alþingi í haust, verði tryggt fjármagn til að ráðast í brýnar framkvæmdir á Reykjanesbraut í gegnum Hafnarfjörð. Meira
23. ágúst 2018 | Innlendar fréttir | 198 orð | 3 myndir

Harmleikur í Biskupstungum

Sviðsljós Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Um þessar mundir eru 80 ár liðin frá þeim sorgaratburði er Guðrún Lárusdóttir alþingismaður, 58 ára, og tvær dætur hennar, Guðrún Valgerður, 22 ára, og Sigrún Kristín, 17 ára, drukknuðu í Tungufljóti. Meira
23. ágúst 2018 | Innlent - greinar | 228 orð | 1 mynd

Hugsaðu um húðina

Á þessum tíma ársins er óvitlaust að fara örlítið að huga að rútínunni og tileinka sér góða siði á ný eftir afslöppun sumarsins. Eitt af því sem gott er að gera á þessum árstíma er að setja húðina í forgang og næra hana vel. Meira
23. ágúst 2018 | Innlendar fréttir | 118 orð

Hækkanir koma fram í launavísitölu

Launavísitalan í júlí var 663,4 stig og hækkaði um 0,4% frá fyrri mánuði, en síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 6,3%, að því er fram kemur á vef Hagstofu Íslands. Meira
23. ágúst 2018 | Innlendar fréttir | 807 orð | 3 myndir

Íslendingar kynnast styrkleika sínum í Manitoba í Kanada

VIÐTAL Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl. Meira
23. ágúst 2018 | Innlendar fréttir | 124 orð

Íslenskt svín að ná lambinu

Sala á íslensku svínakjöti hefur aukist stöðugt síðustu mánuði og ár, langt umfram aðrar kjöttegundir. Þannig jókst sala á svínakjöti um 10% í júní og tæplega 15% í júlí, miðað við sömu mánuði í fyrra. Meira
23. ágúst 2018 | Innlendar fréttir | 285 orð | 1 mynd

Jónína Guðrún Britton

Jónína Guðrún Britton, fædd Jónasson, lést 18. ágúst í Winnipeg, 103 ára að aldri. Jónína var fædd 14. janúar 1915 á bænum Engimýri við Riverton í Manitoba, dóttir hjónanna Magnúsínu Helgu Jónsdóttur Borgfjord og Tómasar Jónassonar. Meira
23. ágúst 2018 | Innlendar fréttir | 155 orð

Leita að nýjum hugmyndum

Stjórn Sjávarútvegsráðstefnunnar ehf., sem næst heldur ráðstefnu í nóvember, kallar um þessar mundir eftir framúrstefnulegum nýsköpunarhugmyndum sem tengjast sjávarútvegi eða tengdum atvinnugreinum. Meira
23. ágúst 2018 | Innlendar fréttir | 305 orð | 1 mynd

Mikil ábyrgð fylgir hundum

Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is „Það fylgir því mikil ábyrgð að vera með hund en einnig að rækta hunda,“ segir Sif Traustadóttur, dýralæknir og dýraatferlisfræðingur, í samtali við Morgunblaðið. Meira
23. ágúst 2018 | Innlendar fréttir | 437 orð | 2 myndir

Mikil óvissa ríkir meðal flugnema Keilis

Lísbet Sigurðardóttir lisbet@mbl. Meira
23. ágúst 2018 | Innlendar fréttir | 38 orð

Myndatextar víxluðust Myndatextar með frétt á bls. 11 í Morgunblaðinu í...

Myndatextar víxluðust Myndatextar með frétt á bls. 11 í Morgunblaðinu í gær víxluðust á þann hátt að undir mynd af Erlu Sólbjörtu Jónsdóttur stóð nafn systur hennar, Perlu Sólbrár Jónsdóttur, og öfugt. Beðist er velvirðingar á þessum... Meira
23. ágúst 2018 | Erlendar fréttir | 156 orð | 1 mynd

Nýr gjaldmiðill kynntur í Venesúela

Ríkisstjórn Venesúela greip til örþrifaráða á þriðjudaginn til þess að bæta úr efnahagskreppunni sem hrjáir landið. Venesúelski bólívarinn var gengisfelldur um 96 prósent samkvæmt tilkynningu ríkisbankans. Meira
23. ágúst 2018 | Innlendar fréttir | 50 orð | 1 mynd

Púttstrokan æfð á Grafarkotsvelli

Það viðraði vel á höfuðborgarsvæðinu í gær og margt var um manninn á iðjagrænum golfvöllum. Þessar efnilegu stúlkur æfðu púttin á Grafarkotsvelli, sem er sex holu æfingavöllur sem nýtur nokkurra vinsælda. Meira
23. ágúst 2018 | Innlendar fréttir | 64 orð | 1 mynd

Ragna hlýtur Formex Nova-verðlaunin í ár

Ragna Ragnarsdóttir hlýtur Formex Nova-hönnunarverðlaunin í ár. Að mati dómnefndar er hönnun Rögnu samtímis persónuleg, afgerandi og full af húmor. Meira
23. ágúst 2018 | Innlendar fréttir | 98 orð | 1 mynd

Rannsaka gróðurfar og hornsíli í Tjörninni

Líffræðingar hjá Náttúrufræðistofu Kópavogs hafa í vikunni tekið sýni í Reykjavíkurtjörn. Að sögn Haraldar Ingvasonar líffræðings er annars vegar verið að kortleggja gróðurinn í Tjörninni en hins vegar að leggja gildrur fyrir hornsíli og smádýr. Meira
23. ágúst 2018 | Innlendar fréttir | 88 orð | 1 mynd

Rannsaka örplast í kræklingi

Umhverfisstofnun hefur samið við Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Suðurnesjum að rannsaka umfang örplastsmengunar í kræklingi á völdum stöðum við Ísland. Meira
23. ágúst 2018 | Innlendar fréttir | 837 orð | 5 myndir

Segir að illa sé komið fyrir Reykjavík

Agnes Bragadóttir agnes@mbl. Meira
23. ágúst 2018 | Erlendar fréttir | 596 orð | 1 mynd

Sekir menn í kringum Trump

Þorgrímur Kári Snævarr thorgrimur@mbl.is Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, var í fyrradag dæmdur sekur fyrir átta ákæruliði um fjársvik. Meira
23. ágúst 2018 | Innlendar fréttir | 384 orð | 9 myndir

Skjól ef kæmi til kjarnorkustríðs

Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl.is Það er ógleymanlegt að skoða kjarnorkubyrgið í Bad Neuenahr-Ahrweiler í vesturhluta Þýskalands. Byrgið er eins og tímavél. Þar vaknar kjarnorkuógnin á ný. Meira
23. ágúst 2018 | Innlendar fréttir | 147 orð | 1 mynd

Slorug og hvítþvegin

Vilhjálmur S. Meira
23. ágúst 2018 | Innlent - greinar | 504 orð | 6 myndir

Sofnaðir þú í partíi árið 2000?

Líður þér kannski eins og þú hafir sofnað í partíi árið 2000 þegar þú skoðar hausttískuna og sért að ranka við þér? Meira
23. ágúst 2018 | Innlendar fréttir | 466 orð | 1 mynd

Starfsmenn klökkna oft við frásagnir aðstandenda

Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl. Meira
23. ágúst 2018 | Innlendar fréttir | 500 orð | 3 myndir

Stefán Karl var sönn þjóðargersemi

Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is „Ég vona bara að ég geti deilt reynslu minni með jákvæðum hætti því lífið er núna,“ sagði Stefán Karl Stefánsson leikari í samtali við menningardeild Morgunblaðsins í október á síðasta ári. Meira
23. ágúst 2018 | Innlendar fréttir | 253 orð | 1 mynd

Sterk tenging yfir hafið

Margir hafa unnið ötullega að samskiptum fólks af íslenskum ættum í Vesturheimi við Ísland. Einn þeirra er Davíð Gíslason, skáld og fyrrverandi bóndi á Svaðastöðum í Geysisbyggð í Manitoba í Kanada. Meira
23. ágúst 2018 | Innlendar fréttir | 94 orð | 1 mynd

Stígar á Bústaðavegi verða lagaðir

Innkauparáð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að ganga að tilboði D. Ing-Verks ehf. um gerð göngu- og hjólastígar á Bústaðavegi, milli Kringlumýrarbrautar og Veðurstofuvegar. Alls bárust fimm tilboð í verkið og voru þau öll yfir kostnaðaráætlun. D. Meira
23. ágúst 2018 | Innlendar fréttir | 350 orð | 1 mynd

Stjórnvöld stígi varlega til jarðar í skattheimtu

Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl. Meira
23. ágúst 2018 | Innlent - greinar | 547 orð | 3 myndir

Stærsti mánuðurinn frá upphafi

Hafnarstarfsmenn á Seyðisfirði hafa haft í nógu að snúast þennan ágústmánuð, en allt stefnir í að met verði slegið í lönduðu magni bolfisks þegar mánuðinum lýkur. 200 mílur tóku hafnarstjórann tali. Meira
23. ágúst 2018 | Innlendar fréttir | 59 orð

Tillögur um sjúkraflug væntanlegar á næstu dögum

Niðurstaða starfshóps um mögu-lega aukna aðkomu Landhelgis-gæslu Íslands að sjúkraflugi er væntanleg á allra næstu dögum. Þetta staðfestir Elsa B. Friðfinns-dóttir, skrifstofustjóri hjá velferðarráðuneytinu. Meira
23. ágúst 2018 | Innlendar fréttir | 247 orð | 1 mynd

Til stendur að bjóða öllum starf

Til stendur að bjóða öllum sérfræðingum sem starfa á ýmsum stöðum við þjóðgarða og á öðrum friðlýstum svæðum starf þegar stjórn þjóðgarða og friðlýstra svæði verður sameinuð í nýrri stofnun. Meira
23. ágúst 2018 | Innlendar fréttir | 194 orð | 1 mynd

Tómas Sæmundsson og menntun og vísindi

Marion Lerner, dósent við íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands, flytur fyrirlestur á Kvoslæk í Fljótshlíð laugardaginn 25. ágúst kl. 15 um efnið menntun og vísindi í þágu þjóðar, Tómas Sæmundsson og ferðabók hans. Meira
23. ágúst 2018 | Innlendar fréttir | 285 orð | 2 myndir

Tvöföldun ganganna til frekari skoðunar

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is „Við þurfum núna að leggjast yfir málið. Ég mun biðja Vegagerðina að setjast yfir það hvaða leið er skynsamlegaust og hvenær er skynsamlegast að hrinda verkefninu af stað. Meira
23. ágúst 2018 | Innlendar fréttir | 488 orð | 1 mynd

Vigdís rangfærði niðurstöðu dómsmáls

Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn, vísar gagnrýni sérfræðinganna á bug. „Málið er einstakt að því leyti að Vigdís Hauksdóttir birti facebook-færslu 10. ágúst sl. Meira
23. ágúst 2018 | Innlendar fréttir | 111 orð

Vinni skítverk fyrir borgarstjórann

Oddvitar minnihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur eru hvassir í gagnrýni sinni á borgarritara, skrifstofustjóra Reykjavíkurborgar og borgarstjóra og taka undir þá gagnrýni sem kom fram í máli tveggja sérfræðinga í opinberri stjórnsýslu í Morgunblaðinu í... Meira
23. ágúst 2018 | Innlendar fréttir | 650 orð | 3 myndir

Þakklát fyrir að hafa loksins komið

Viðtal Guðrún Vala Elísdóttir vala@simenntun.is Kristin Maria Palmer er bandarísk kona af íslenskum ættum sem býr í Fairport, NY og starfar þar sem geðhjúkrunarfræðingur. Meira
23. ágúst 2018 | Innlendar fréttir | 572 orð | 4 myndir

Þátttaka ráðamanna lykilatriði

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Þeir sem hafa verið í Mountain í Norður-Dakóta í Bandaríkjunum fyrstu helgina í ágúst undanfarin 20 ár hafa gjarnan haft á tilfinningunni að þeir hafi verið þar sem hlutirnir gerast. Meira
23. ágúst 2018 | Erlendar fréttir | 94 orð | 1 mynd

Þjarmað að Turnbull

Að minnsta kosti tíu ráðherrar í ríkisstjórn Malcolms Turnbulls, forsætisráðherra Ástralíu, hafa tilkynnt afsögn sína í vikunni. Turnbull hefur þó að svo stöddu aðeins fallist á tvær þeirra. Meira
23. ágúst 2018 | Innlendar fréttir | 168 orð | 1 mynd

Ökuferðir borgarstjóra eru ekki skráðar sérstaklega

Ekki er haldið sérstaklega utan um ferðir borgarstjóra og þar af leiðandi ekki hægt að setja fram nákvæmar upplýsingar um kostnað vegna aksturs hans, þar sem það er hluti af starfsskyldum bílstjóra, umfangið er breytilegt dag frá degi og ekki er haldið... Meira

Ritstjórnargreinar

23. ágúst 2018 | Staksteinar | 198 orð | 1 mynd

Fullmönnuð 5%

Talsmenn meirihlutans í borgarstjórn hljóma býsna ánægðir með upphaf nýs starfsárs í leik- og grunnskólum borgarinnar. Meira
23. ágúst 2018 | Leiðarar | 693 orð

Góðar veislur gera skal

Um lok björgunaraðgerða í Grikklandi er sagt eins og forðum: Aðgerð læknisins lukkaðist en sjúklingurinn dó Meira

Menning

23. ágúst 2018 | Myndlist | 1213 orð | 2 myndir

„Gamall draumur er að rætast“

Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Dyr Listasafnsins á Akureyri verða á laugardaginn kemur opnaðar að nýju eftir stórfelldar endurbætur og stækkun á húsakynnum safnsins. Meira
23. ágúst 2018 | Tónlist | 707 orð | 3 myndir

Eldurinn brann heitast

Af tónleikum Pétur Magnússon petur@mbl.is Mikil eftirvænting ríkti hjá aðdáendum kanadísku rokksveitarinnar Arcade Fire þegar þeir tóku að streyma inn í Nýju Laugardalshöll á þriðjudagskvöld. Meira
23. ágúst 2018 | Myndlist | 168 orð | 1 mynd

Elsa sýnir í Galleríi Gróttu

Elsa Nielsen, myndlistarmaður og grafískur hönnuður, opnar í dag kl. 17 sýningu í Galleríi Gróttu sem er í Bókasafni Seltjarnarness á 2. hæð Eiðistorgs. Meira
23. ágúst 2018 | Kvikmyndir | 273 orð | 1 mynd

Fókus á Eystrasaltslöndin

Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík, RIFF, verður haldin 27. september til 7. október, en hátíðin á 15 ára afmæli í ár. Flestar myndir hátíðarinnar í ár verða sýndar í Bíó Paradís, en einnig á Loft hosteli og Stúdentakjallaranum. Meira
23. ágúst 2018 | Bókmenntir | 148 orð | 1 mynd

Gengið á slóðum fullveldis í kvöld

Á slóðum fullveldis er yfirskrift kvöldgöngu sem Gunnar Þór Bjarnason sagnfræðingur leiðir í kvöld. Gengið verður um miðbæ Reykjavíkur og rifjaðir upp atburðir hins viðburðaríka árs 1918. Meira
23. ágúst 2018 | Myndlist | 165 orð | 1 mynd

Gjörningur sem skúlptúr

Listamennirnir Ragnar Kjartansson og Theaster Gates ræða um listsköpun sína í tengslum við gjörninga í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, í kvöld kl. 18. Meira
23. ágúst 2018 | Tónlist | 159 orð | 1 mynd

Hildur semur tónlist við kvikmynd um Jókerinn

Sellóleikarinn og tónskáldið Hildur Guðnadóttir hefur tekið að sér tónsmíðar fyrir kvikmynd um Jókerinn, Joker , erkióvin Leðurblökumannsins, að því er hún greinir sjálf frá á facebooksíðu sínni. Meira
23. ágúst 2018 | Myndlist | 546 orð | 1 mynd

Komið að uppskeruhátíð

Sýning Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur, Hugleiðing um orku , er í tveimur sölum safnsins og á svölum að auki. Meira
23. ágúst 2018 | Tónlist | 135 orð | 1 mynd

Leggja mikið upp úr því sjónræna

Tónlistarmennirnir Lord Pusswhip, Good Moon Deer og Allenheimer koma fram á tónleikastaðnum Húrra í kvöld og verður hleypt inn frá kl. 20. Meira
23. ágúst 2018 | Bókmenntir | 1510 orð | 2 myndir

Saga Helgu Ingólfsdóttur

Í bókinni Helguleikur – saga Helgu Ingólfsdóttur og Sumartónleika í Skálholtskirkju, sem bókaforlagið Sæmundur gefur út, segir Kolbeinn Bjarnason frá semballeikaranum Helgu Ingólfsdóttur (1942-2009), Sumartónleikum í Skálholtskirkju og sögu... Meira
23. ágúst 2018 | Myndlist | 533 orð | 1 mynd

Skuggar sem anda

„Gróf hugmynd að sýningunni var að ná tengingu milli veggverka úr áli og málverka, og mér finnst þetta líta ágætlega út,“ segir Sigurður Árni Sigurðsson þar sem hann er langt kominn við uppsetningu einnar opnunarsýningar safnsins. Meira
23. ágúst 2018 | Fólk í fréttum | 645 orð | 6 myndir

Söngdrottningin eina, sanna og baráttuglaða

Kom einhver annar til grein en sú kona sem var einn glæsilegast fulltrúi tónlistar svartra, hins upprunalega og sanna bandaríska listforms? Meira
23. ágúst 2018 | Myndlist | 768 orð | 3 myndir

Viðkvæm en þó með bit

Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Myndlistarheimurinn í dag er afar umfangsmikill og ýmiskonar stefnur og straumar í gangi á hverjum tíma, eins og sýningarstjórinn Dan Byers bendir á. Meira

Umræðan

23. ágúst 2018 | Aðsent efni | 1094 orð | 1 mynd

Afrek Kofis Annans

Eftir Ramesh Thakur: "Frábærir framkvæmdastjórar þurfa að hafa skýra sýn á hvernig þeir beita valdi sínu, sér í lagi þegar það felur í sér vald yfir alþjóðlegum stofnunum. Kofi Annan hafði slíka sýn sem framkvæmdastjóri SÞ – og hæfileikana til að hrinda henni í framkvæmd." Meira
23. ágúst 2018 | Aðsent efni | 399 orð | 1 mynd

Er leigubílakerfið ekki ágætt eins og það er?

Eftir Árna Arnar Óskarsson: "Of margir eru í leigubílaakstri hér á landi, það er vandamálið." Meira
23. ágúst 2018 | Aðsent efni | 746 orð | 1 mynd

Mygla og einangrun

Eftir Pálma Stefánsson: "Losna þarf því við myglu í híbýlum og spara þannig þjóðfélaginu og einstaklingum háar fjárhæðir." Meira
23. ágúst 2018 | Aðsent efni | 422 orð | 1 mynd

Tvísköttun eldri borgara

Eftir Jóhann L. Helgason: "Erlendu tekjurnar, sem búið er að borga skatt af, eru lagðar saman við hinar íslensku fyrir skatt og þá auðvitað til að hækka heildarálagningarupphæðina." Meira
23. ágúst 2018 | Pistlar | 447 orð | 1 mynd

Valfrelsi er lausnin

Enn einu sinni berast fréttir af fjölda barna sem ekki fá pláss á leikskóla í haust hjá Reykjavíkurborg. Að þessu sinni eru það 128 börn sem ekki fengu leikskólapláss þrátt fyrir að hafa fengið loforð um pláss. Meira

Minningargreinar

23. ágúst 2018 | Minningargreinar | 81 orð | 1 mynd

Áslaug Ásmundsdóttir

Áslaug Ásmundsdóttir fæddist 25. júní 1921. Hún lést 2. ágúst 2018. Útför Áslaugar var gerð 16. ágúst 2018. Meira  Kaupa minningabók
23. ágúst 2018 | Minningargreinar | 1794 orð | 1 mynd

Einar Óskarsson

Einar Óskarsson fæddist í Vestmannaeyjum 7. janúar 1952. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 24. júlí 2018. Foreldrar hans voru Guðný Svava Gísladóttir, f. 11.1. 1911, d. 25.3. 2001, og Óskar Pétur Einarsson, f. 11.1. 1908, d. 13.5. Meira  Kaupa minningabók
23. ágúst 2018 | Minningargreinar | 1781 orð | 1 mynd

Guðný Baldvinsdóttir

Guðný Baldvinsdóttir fæddist á Háafelli í Hvítársíðu 18. apríl 1914. Hún andaðist á Dvalarheimilinu Brákarhlíð í Borgarnesi 11. ágúst 2018. Foreldrar Guðnýjar voru Baldvin Jónsson frá Búrfelli í Hálsasveit, f. 21.9. 1874, d. 1.7. Meira  Kaupa minningabók
23. ágúst 2018 | Minningargreinar | 495 orð | 1 mynd

Kristmundur Guðmundsson

Kristmundur Guðmundsson fæddist 23. ágúst 1933. Hann lést 30. júlí 2018. Útför hans var gerð 13. ágúst 2018. Meira  Kaupa minningabók
23. ágúst 2018 | Minningargreinar | 1252 orð | 1 mynd

Ólafía Guðrún Ágústsdóttir

Ólafía Guðrún Ágústsdóttir fæddist á Þingeyri 5. september 1929. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Eiri 13. ágúst 2018. Foreldrar hennar voru hjónin Ágúst Aðalsteinn Jónsson, sjómaður á Þingeyri, f. 5.8. 1897 í Lambadal í Mýrahreppi, d. 3.10. Meira  Kaupa minningabók
23. ágúst 2018 | Minningargreinar | 557 orð | 1 mynd

Rósa Jónheiður Guðmundsdóttir

Rósa Jónheiður Guðmundsdóttir fæddist á Litla-Hamri í Eyjafjarðarsveit 3. mars 1931. Hún andaðist á öldrunarheimilinu Hlíð á Akureyri 12. ágúst 2018. Foreldrar hennar voru hjónin Þóra Daníelsdóttir, f. 11. júlí 1892 á Sellandi í Fnjóskadal, S-Þing, d.... Meira  Kaupa minningabók
23. ágúst 2018 | Minningargreinar | 1450 orð | 1 mynd

Sigríður Magnúsdóttir

Sigríður Magnúsdóttir fæddist á Brekku í Langadal í Nauteyrarhreppi við Ísafjarðardjúp 7. maí 1931. Hún lést á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund 11. ágúst 2018. Foreldrar hennar voru Magnús Jensson, f. 1896, d. 1969, og Jensína Arnfinnsdóttir, f. Meira  Kaupa minningabók
23. ágúst 2018 | Minningargreinar | 1932 orð | 1 mynd

Stefán Stefánsson

Stefán Stefánsson fæddist í Reykjavík 18. mars 1957. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 8. ágúst 2018. Foreldrar Stefáns voru Stefán Steingrímsson, f. 8. desember 1912, d. 1. desember 1986, og Halldóra Guðmundsdóttir, f. 24. Meira  Kaupa minningabók
23. ágúst 2018 | Minningargreinar | 913 orð | 1 mynd

Þórey Kristín Aðalsteinsdóttir

Þórey Kristín Aðalsteinsdóttir fæddist 13. september 1939. Hún lést 12. ágúst 2018. Foreldrar hennar voru Aðalsteinn, f. 1896, og Hermína, f. 1897. Þórey giftist Pétri Ingólfssyni, f. 15. ágúst 1935. Brúðkaupsdagur þeirra var 15. júní 1958. Meira  Kaupa minningabók

Daglegt líf

23. ágúst 2018 | Daglegt líf | 748 orð | 2 myndir

Eru mannasiðir á undanhaldi í Bretaveldi?

Bretar hafa löngum verið þekktir fyrir að halda fast í gamla siði. Í könnun sem gerð var í sumar kveður við svolítið annan tón því í ljós kom að mörgum finnst algjör óþarfi að viðhalda kurteisisvenjum. Meira
23. ágúst 2018 | Daglegt líf | 213 orð | 9 myndir

Það þarf líka að nostra við gervigrasið

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Flórídanavöllurinn í Árbænum hefur breyst mikið í sumar. Búið er að leggja gervigras og setja upp flóðljós við endurgerðan völlinn. Meira

Fastir þættir

23. ágúst 2018 | Fastir þættir | 177 orð | 1 mynd

1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 g6 4. Bxc6 dxc6 5. d3 Bg7 6. 0-0 e6 7. Rc3...

1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 g6 4. Bxc6 dxc6 5. d3 Bg7 6. 0-0 e6 7. Rc3 Re7 8. Be3 b6 9. Dd2 0-0 10. Bh6 Dc7 11. Bxg7 Kxg7 12. Hfe1 e5 13. Dg5 f6 14. Dg3 Be6 15. Had1 Dd7 16. h4 Rg8 17. h5 Bg4 18. hxg6 hxg6 19. Hc1 Re7 20. Rd2 Hh8 21. f3 Dd4+ 22. Meira
23. ágúst 2018 | Í dag | 96 orð | 2 myndir

6.45 til 9 Ísland vaknar Logi Bergmann, Rikka og Rúnar Freyr vakna með...

6.45 til 9 Ísland vaknar Logi Bergmann, Rikka og Rúnar Freyr vakna með hlustendum K100 alla virka morgna. 9 til 12 Siggi Gunnars Skemmtileg tónlist og góðir gestir reka nefið inn. Meira
23. ágúst 2018 | Í dag | 197 orð | 1 mynd

Eftir einn ei hætti neinn

Síðustu morgna hefur Ljósvaki verið heldur framlágur í vinnunni. Ástæðan er nú svo sem hvorki krassandi né spennandi. Tjah, svolítið spennandi þó. Meira
23. ágúst 2018 | Fastir þættir | 169 orð

Fjórfalt HM. A-NS Norður &spade;G87 &heart;G6543 ⋄965 &klubs;43...

Fjórfalt HM. A-NS Norður &spade;G87 &heart;G6543 ⋄965 &klubs;43 Vestur Austur &spade;D9542 &spade;106 &heart;987 &heart;D102 ⋄G7 ⋄D10842 &klubs;D98 &klubs;KG10 Suður &spade;ÁK3 &heart;ÁK ⋄ÁK3 &klubs;Á7652 Suður spilar 3G. Meira
23. ágúst 2018 | Í dag | 88 orð | 2 myndir

Hárið í Bíó Paradís

Næsta föstudagskvöld verður K100 „singalong“ partísýning í Bíó Paradís. Meira
23. ágúst 2018 | Í dag | 502 orð | 3 myndir

Hún elskar Madness, chilli og majones

Guðrún Ingibjörg Svansdóttir fæddist á Selfossi, á 55 ára afmælisdegi föðurömmu sinnar, Ingibjargar Helgadóttur, þann 23.8. árið 1968, en ólst upp í Þorlákshöfn: „Ég byrjaði ung að gæta barna á sumrin, en það var þá kallað að ,,vera í vist“. Meira
23. ágúst 2018 | Í dag | 52 orð | 1 mynd

Jóhannes Hjartarson

30 ára Jóhannes ólst upp á Seltjarnarnesi, býr þar, stundaði nám við Tækniskólann og lauk prófum í grafískri miðlun. Systkini: Hildur, f. 1991; Grétar, f. 1993, og Katrín Viktoría, f. 1999. Foreldrar: Hjörtur Grétarsson, f. Meira
23. ágúst 2018 | Í dag | 42 orð | 1 mynd

Jökull Hauksson

30 ára Jökull ólst upp í Danmörku, Sviss og Reykjavík, býr þar, lauk MSc-prófi í fjármálahagfræði og starfar hjá Fjármálaeftirlitinu. Systir: Salka Hauksdóttir, f. 1986, lögfræðingur hjá Landsbankanum. Foreldrar: Haukur Ólafsson, f. Meira
23. ágúst 2018 | Í dag | 56 orð

Málið

Ef „verðið fellur um einhver 3 prósent“ hlýtur hver venjulegur lesandi að verða spenntur: hvaða 3 prósent? Meira
23. ágúst 2018 | Í dag | 24 orð

Og þetta er traustið sem við berum til hans: Ef við biðjum um eitthvað...

Og þetta er traustið sem við berum til hans: Ef við biðjum um eitthvað eftir hans vilja, þá heyrir hann okkur. (Fyrsta Jóhannesarbréf 5. Meira
23. ágúst 2018 | Í dag | 89 orð | 1 mynd

Strákarnir oft útundan

Bjarni Fritzson, þjálfari og eigandi Út fyrir kassann, kíkti í spjall í Ísland vaknar og sagði frá sjálfsstyrkingarnámskeiðum sem nefnast „Öflugir strákar“. Meira
23. ágúst 2018 | Árnað heilla | 190 orð | 1 mynd

Stundaði skíði og skútusiglingar

Þorbjörg Þóroddsdóttir, kennari og sérkennari, á 80 ára afmæli í dag. Hún kenndi í meira en 30 ár í Flataskóla í Garðabæ og var síðustu starfsárin aðstoðarskólastjóri þar. Hún er höfundur ásamt tveimur öðrum að bókinni Markviss málörvun. Meira
23. ágúst 2018 | Í dag | 201 orð

Til hamingju með daginn

100 ára Heiðbjört Halldórsdóttir 90 ára Sigríður Herdís Hallsdóttir Svavar Jónsson 85 ára Gunnar Smári Þorsteinsson Kristín Fanney Jónsdóttir 80 ára Guðrún Ormsdóttir Jóna Jónsdóttir Lea Egilsdóttir Magnús Lillie Friðriksson Stefán Guðfinnur Pálmason... Meira
23. ágúst 2018 | Í dag | 300 orð

Ull, þögn og mormón

Hagyrðingar á Leirnum og á Boðnarmiði hafa ort reiðinnar ósköp um „ullið“ í borgarstjórn svo að dygði í a.m.k. tvö Vísnahorn svo að hratt verður að fara yfir sögu. Í upphafi skyldi endirinn skoða stendur þar. Meira
23. ágúst 2018 | Fastir þættir | 315 orð

Víkverji

Partur af því að búa á Íslandi er að stundum verður veðrið manni ekki að skapi. Það getur þó reynt á þegar sumarfríið manns fer fyrir lítið vegna þess að sólin harðneitaði að koma út. Meira
23. ágúst 2018 | Í dag | 109 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

23. ágúst 1910 Fyrsta íslenska hljómplatan kom út. Pétur Á Jónsson óperusöngvari söng Dalvísur, ljóð Jónasar Hallgrímssonar við lag Árna Thorsteinssonar. Um þrjátíu plötur voru gefnar út árin 1910-1920, flestar með söng Péturs og Eggerts Stefánssonar. Meira
23. ágúst 2018 | Í dag | 49 orð | 1 mynd

Þórhallur Ragnarsson

30 ára Þórhallur ólst upp í Reykjavík, býr þar, lauk BSc-prófi í jarðfræði frá HÍ og starfar hjá Mekka Wines and Spirits. Maki: Rakel Gunnarsdóttir, f. 1989, bókari hjá Hilton Hotels. Sonur: Gunnar Þór, f. 2015. Foreldrar: Ragnar Hauksson, f. Meira
23. ágúst 2018 | Í dag | 243 orð | 1 mynd

Þórir Bergsson

Þórir Bergsson er skáldanafn Þorsteins Jónssonar sem fæddist í Hvammi í Norðurárdal 23.8. 1885. Hann var sonur Jóns Ólafs Magnússonar, prests á Mælifelli og á Ríp í Skagafirði, en síðast bónda í Bjarnarhöfn og í Ögri í Helgafellssveit, og k.h. Meira

Íþróttir

23. ágúst 2018 | Íþróttir | 646 orð | 2 myndir

„Ég var rosalega reið“

Handbolti Ívar Benediktsson iben@mbl. Meira
23. ágúst 2018 | Íþróttir | 251 orð | 1 mynd

Ég kalla það gott ef Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins í...

Ég kalla það gott ef Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu, er ekki kominn á stóran valíumskammt eftir öll áföllin sem dunið hafa á landsliðskonunum síðasta eina og hálfa árið eða svo. Meira
23. ágúst 2018 | Íþróttir | 184 orð

Frumraun á stórmóti

Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir keppti á fyrsta stórmóti sínu í gær þegar hún hljóp 400 metra hlaup á EM fatlaðra í frjálsum íþróttum í Berlín. Bergrún keppir í flokki T37 (hreyfihamlaðir) og varð hún í 4. Meira
23. ágúst 2018 | Íþróttir | 158 orð | 1 mynd

Gaman að vera byrjuð á nýjan leik

„Ég verð ekki með í fyrstu leikjunum en stefni á að vera með fljótlega. Ég er hægt ogð rólega að auka álagið,“ sagði Rut Arnfjörð Jónsdóttir, landsliðskona í handknattleik og leikmaður danska úrvalsdeildarliðsins Esbjerg, í gær. Meira
23. ágúst 2018 | Íþróttir | 72 orð | 1 mynd

Guðjón skoraði níu

Guðjón Valur Sigurðsson hóf keppnistímabilið í Þýskalandi með glæsibrag þegar hann var markahæstur leikmanna Rhein-Neckar Löwen með níu mörk þegar liðið fagnaði sigri í Meistarakeppninni. Meira
23. ágúst 2018 | Íþróttir | 161 orð | 1 mynd

Herslumuninn vantaði upp á

Íslenska kvennalandsliðið í blaki varð að bíta í það súra epli að tapa fyrir ísraelska landsliðinu í þremur hrinum í hnífjöfnum og skemmtilegum leik í Raanana í Ísrael síðdegis í gær. Viðureignin var liður í undankeppni Evrópumótsins. Meira
23. ágúst 2018 | Íþróttir | 144 orð | 1 mynd

Hörð mótspyrna dugði ekki í Bar

Íslenska landsliðið í blaki veitti landsliði Svartfellinga harða mótspyrnu í viðureign liðanna í undankeppni Evrópumótsins er liðin mættust í Bar í Svartfjallalandi í gær. Meira
23. ágúst 2018 | Íþróttir | 292 orð | 1 mynd

Inkasso-deild kvenna ÍR - Haukar 2:0 Shaneka Gordon 11., Hanna M. Barker...

Inkasso-deild kvenna ÍR - Haukar 2:0 Shaneka Gordon 11., Hanna M. Barker 56. Staðan: Fylkir 13120144:536 Keflavík 14111241:1334 ÍA 1491439:2328 Þróttur R. Meira
23. ágúst 2018 | Íþróttir | 106 orð | 1 mynd

KNATTSPYRNA 1. deild karla, Inkasso-deildin: Þórsvöllur: Þór &ndash...

KNATTSPYRNA 1. deild karla, Inkasso-deildin: Þórsvöllur: Þór – Magni 18 Njarðtaksvöllurinn: Njarðvík – ÍR 18 Ásvellir: Haukar – Fram 18.30 1. deild kvenna, Inkasso-deildin: Akraneshöllin: ÍA – Fylkir 18 Eimskipsv. : Þróttur R. Meira
23. ágúst 2018 | Íþróttir | 621 orð | 3 myndir

Leikirnir í Belfast gáfu liðinu aukið sjálfstraust

14. umferð Kristján Jónsson kris@mbl.is Margrét Árnadóttir kom mikið við sögu þegar Þór/KA rótburstaði FH 9:1 í 14. umferð Pepsi-deildarinnar í knattspyrnu. Meira
23. ágúst 2018 | Íþróttir | 299 orð | 1 mynd

Lokauppgjörið

Mikið verður í húfi á Grafarholtsvelli næstu þrjá daga þegar tímabilinu í Eimskipsmótaröðinni í golfi lýkur með Securitas-mótinu, þar sem keppt verður um GR-bikarinn en ekki síður stigameistaratitlana í karla- og kvennaflokki. Meira
23. ágúst 2018 | Íþróttir | 536 orð | 2 myndir

Lungu stöðva Marozsán

HM 2019 Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu er í þeirri frábæru stöðu að geta tryggt sér sæti á HM í fyrsta sinn laugardaginn 1. september. Meira
23. ágúst 2018 | Íþróttir | 222 orð | 4 myndir

* Marija Radojicic hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við...

* Marija Radojicic hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við knattspyrnudeild Fylkis. Radojicic, sem er serbneskur landsliðsmaður og fædd árið 1992, kom til Fylkis fyrir tímabilið og hefur skorað 12 mörk í 20 leikjum fyrir félagið. Meira
23. ágúst 2018 | Íþróttir | 73 orð | 1 mynd

Meistararnir úr leik

Björgvin Páll Gústavsson, Tandri Már Konráðsson og samherjar þeirra í danska meistaraliðinu Skjern féllu óvænt úr leik í 16 liða úrslitum dönsku bikarkeppninnar í gærkvöldi. Meira
23. ágúst 2018 | Íþróttir | 807 orð | 3 myndir

Tiger Woods nærri því að komast í liðið

Ryder Kristján Jónsson kris@mbl.is Keppni Evrópu og Bandaríkjanna um Ryder-bikarinn í golfi fer fram eftir rúman mánuð. Kylfingarnir hafa ekki langan tíma til viðbótar til að vinna sig inn í liðin, eða um tvær vikur. Meira
23. ágúst 2018 | Íþróttir | 71 orð | 1 mynd

Tvær í undanúrslit

Svava Rós Guðmundsdóttir skoraði mikilvægt mark fyrir Röa í gærkvöld þegar liðið sló Arna-Björnar út í 8 liða úrslitum norsku bikarkeppninnar í knattspyrnu. Meira
23. ágúst 2018 | Íþróttir | 151 orð | 1 mynd

Þýskaland Meistarakeppni karla: Flensburg – Rhein-Neckar Löwen...

Þýskaland Meistarakeppni karla: Flensburg – Rhein-Neckar Löwen 26:33 • Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 9 mörk fyrir Löwen og Alexander Petersson 5. Meira

Viðskiptablað

23. ágúst 2018 | Viðskiptablað | 158 orð | 1 mynd

Blanda heyrnartóla og hátísku

Græjan Í huga margra eru heyrnartól ekki bara til þess gerð að hlusta á tónlist. Réttu heyrnartólin geta nefnilega sagt heilmikið um eigandann, hjálpað honum að tolla í tískunni og jafnvel verið eins konar stöðutákn. Meira
23. ágúst 2018 | Viðskiptablað | 15 orð | 1 mynd

Einstakt kampavínsár

Útlit er fyrir einstakt kampavínsár í Frakklandi þar sem veðurfar hefur verið hagstætt fyrir... Meira
23. ágúst 2018 | Viðskiptablað | 710 orð | 1 mynd

Er slagorðið að slá í gegn?

Kjarni málsins er sá að vel ígrundað og sterkt slagorð getur hjálpað mjög til.... Meira
23. ágúst 2018 | Viðskiptablað | 458 orð | 1 mynd

Farfetch: langsótt verð fyrir hátískuverslun

„Tískan er hverful en góður smekkur varir að eilífu.“ Spakmæli Yves Saint Laurent var til marks um þann ímugust sem hann hafði á sölubrellum tískugeirans. Meira
23. ágúst 2018 | Viðskiptablað | 201 orð

Framtak sem virkar

Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Starfsendurhæfingarsjóðurinn VIRK hefur nú verið starfræktur í áratug. Á þeim tíma hafa 14.500 einstaklingar leitað þjónustu sjóðsins og í dag eru þeir 2.400 sem njóta stuðnings og þjónustu á þeim vettvangi. Meira
23. ágúst 2018 | Viðskiptablað | 41 orð | 2 myndir

Fullt út úr dyrum á kynningarfundi Evris

Það var fullt út úr dyrum á kynningarfundi Evris um evrópska styrki til fyrirtækja í nýsköpun sem haldinn var í Sjávarklasanum fyrr í vikunni. Meira
23. ágúst 2018 | Viðskiptablað | 287 orð

Fyrirtækjarekstur þarfnast sífelldrar endurskoðunar

Á síðasta ári var hagnaður Hamborgarafabrikkunnar minni en árin á undan en Jóhannes segir að það eigi sér eðlilegar ástæður. „Það geta ekki öll rekstrarár verið bestu rekstrarárin hvað afkomu varðar. Meira
23. ágúst 2018 | Viðskiptablað | 257 orð | 1 mynd

Fyrstir yfir hafið á Max9

Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Í apríl á næsta ári mun flugfélagið Primera Air taka í notkun Boeing Max9-ER (Extended Range) flugvél fyrst allra flugfélaga í heiminum. Meira
23. ágúst 2018 | Viðskiptablað | 339 orð | 1 mynd

Hagnaður Icemar 98 milljónir

Sjávarútvegur Fiskútflutningsfyrirtækið Icemar, sem er í eigu Gunnars Örlygssonar og eiginkonu hans Guðrúnar Hildar Jóhannsdóttur, hagnaðist á síðasta ári um 98 milljónir króna fyrir skatta, en árið á undan var hagnaður félagsins 104 milljónir króna... Meira
23. ágúst 2018 | Viðskiptablað | 836 orð | 2 myndir

Hamagangur Trumps bitnar á bandarískum fiski

Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Tollastríð Kína og Bandaríkjanna gæti skapað tækifæri fyrir íslenskar sjávarafurðir, a.m.k. til skemmri tíma litið. Útgerðir í Alaska eru í vanda því þær hafa reitt sig á ódýrar fiskvinnslustöðvar í Kína. Meira
23. ágúst 2018 | Viðskiptablað | 291 orð | 1 mynd

Harðari samkeppni í steypu

Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Öflug verktakafyrirtæki og fjárfestar hafa stofnað nýja steypustöð sem ætlað er að hrista upp í markaði þar sem BM Vallá og Steypustöðin hafa verið einráð síðustu árin. Meira
23. ágúst 2018 | Viðskiptablað | 156 orð

Hin hliðin

Nám: Útskrifaðist með BS.c. í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2005; MS.c. í fjármálum og stefnumótun frá Copenhagen Business School árið 2012. Meira
23. ágúst 2018 | Viðskiptablað | 541 orð | 1 mynd

Hreinorkubílar verði 100 þúsund árið 2030

Pétur Hreinsson peturhreins@mbl.is Hreinorkubílar þyrftu að vera orðnir um hundrað þúsund talsins árið 2030 að öllu óbreyttu svo Íslendingar uppfylli kröfur Parísarsamkomulagsins. Rafbílavæðing fólksbílaflotans þarf að ganga hraðar svo það megi takast að sögn sérfræðings. Meira
23. ágúst 2018 | Viðskiptablað | 131 orð | 2 myndir

Krefjandi veitingamarkaður

Hamborgarafabrikkan hefur átt hvern stórleikinn á fætur öðrum frá 2010. Aðstæður eru þó meira krefjandi nú en þá. Meira
23. ágúst 2018 | Viðskiptablað | 548 orð | 1 mynd

Lagaval í samningum

Um lagaval í samningum gilda lög nr. 43/2000 sem eiga sér fyrirmynd í erlendu samstarfi. Í Evrópu gilda því að nokkru sambærilegar reglur. Ísland hefur þó ekki „uppfært“ lögin til samræmis við það sem gildir annars staðar. Meira
23. ágúst 2018 | Viðskiptablað | 16 orð | 1 mynd

LEX: Himinhátt verð á netverslun

Netverslunin Farfetch stefnir á markað í Bandaríkjunum. Verðmiðinn sem settur er á herlegheitin hefur valdið... Meira
23. ágúst 2018 | Viðskiptablað | 211 orð | 1 mynd

Líkamsrækt í tæki á stærð við spegil

Heilsan Skiptar skoðanir eru um hversu æskilegt það er að hafa líkamsræktaraðstöðu heima fyrir. Meira
23. ágúst 2018 | Viðskiptablað | 537 orð | 1 mynd

Lofa iðnaðarmanni innan tíu daga

Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Sprotinn MittVerk hefur þróað þjónustu í appi og á netinu sem léttir leitina að iðnaðarmanni. Gæta þarf að því, eftir því sem umfangið eykst, að gott jafnvægi sé á fjölda verkefnabeiðna og fjölda fagmanna sem nota kerfið. Meira
23. ágúst 2018 | Viðskiptablað | 603 orð | 2 myndir

Maersk lætur reyna á siglingar um Norður-Íshaf

Eftir Richard Milne í Osló og Henry Foy í Tobolsk Flutningaleiðin norður fyrir Rússland virðist sífellt álitlegri kostur fyrir stærstu skipafélög heims. Enn reynist þó afar kostnaðarsamt að fara um ísilagt hafið. Tilraunasiglingar Maersk munu varpa frekara ljósi á tækifærin sem í leiðinni felast. Meira
23. ágúst 2018 | Viðskiptablað | 188 orð | 1 mynd

Með ágætis tök á kínverskunni í hvelli

Forritið Góð tungumálakunnátta getur komið fólki langt í atvinnulífinu. Svo er það líka skemmtileg áskorun að reyna að kynnast nýju máli og öðlast um leið betri sýn á menningu og samfélag annarra landa. Þetta veit t.d. Meira
23. ágúst 2018 | Viðskiptablað | 26 orð | 1 mynd

Mest lesið í vikunni

WOW ekki eigandi flugvélanna Margrét nýr forstjóri Nova Hækka í verði eftir fréttir frá WOW Hækkun skatta sett út í leiguverðið Gætu tekið 300 milljarða... Meira
23. ágúst 2018 | Viðskiptablað | 447 orð | 4 myndir

Minnsta aflaverðmæti síðan 2008

Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Gengi krónunnar og sjómannaverkfallið höfðu þau áhrif m.a. að útflutningsverðmæti sjávarafurða var í sögulegu lágmarki í fyrra. Meira
23. ágúst 2018 | Viðskiptablað | 243 orð | 1 mynd

Misgóðar hliðar gigg-væðingarinnar

Bókin Á undraskömmum tíma hafa orðið miklar breytingar á vinnumarkaðinum. Meira
23. ágúst 2018 | Viðskiptablað | 277 orð

Mjólkurkýr sem margir vildu ólmir slátrað hafa

Í lok síðustu viku var greint frá því að Landsvirkjun hefði á fyrstu sex mánuðum ársins hagnast um 5,8 milljarða króna. Sé mið tekið af fyrri hluta árs í fyrra nemur hagnaðaraukningin hvorki meira né minna en 37,3%. Meira
23. ágúst 2018 | Viðskiptablað | 43 orð | 6 myndir

Níu fyrirtæki kynntu viðskiptahugmyndir fyrir fjárfestum

Fjárfestadagur fyrir fyrirtækin níu sem tekið hafa þátt í viðskiptahraðlinum Startup Reykjavík í sumar var haldinn á dögunum í Arion banka en þetta er í sjöunda sinn sem Startup Reykjavík er haldið. Meira
23. ágúst 2018 | Viðskiptablað | 12 orð | 1 mynd

Sjá í gegnum samningabrellur

Bandarískir og kínverskir ráðamenn búast ekki við miklu af yfirstandandi verslunarviðræðum... Meira
23. ágúst 2018 | Viðskiptablað | 222 orð | 1 mynd

Skiptast á upplýsingum

Skattamál Regluleg upplýsingaskipti um eignir einstaklinga og lögaðila í fjármálafyrirtækjum hefjast í annað skipti í september næstkomandi. Byggjast skiptin á sameiginlegum OECD-staðli (e. Meira
23. ágúst 2018 | Viðskiptablað | 2255 orð | 1 mynd

Spennandi áskorun að halda Fabrikkunni á flugi

Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Þegar íslenskt samfélag var í sárum eftir bankahrunið settust tveir landsþekktir félagar niður og veltu fyrir sér hvort þeir gætu látið gamlan draum rætast. Meira
23. ágúst 2018 | Viðskiptablað | 341 orð | 1 mynd

Stjórnvöld þurfa að gefa svör

Sala á bílum hefur gengið vel undanfarin misseri og hljóðið gott í bílaumboðunum. En blikur eru á lofti, og óvissa um hvort gjöld á bíla breytist til verri vegar. María Jóna Magnúsdóttir á eftir að þurfa að taka á honum stóra sínum í nýja starfinu. Meira
23. ágúst 2018 | Viðskiptablað | 790 orð | 2 myndir

Stórveldin reyna að endurræsa viðræður

Eftir Tom Mitchell í Peking, Demetri Sevastopulo í Washington og Tim Bradshaw í Los Angeles. Væntingar til verslunarviðræðna bandarískra og kínverskra ráðamanna eru lágstemmdar í báðum löndum. Meira
23. ágúst 2018 | Viðskiptablað | 151 orð | 1 mynd

Tekjur Foodco drógust saman um 400 milljónir

Veitingamarkaður Hagnaður Foodco hf., sem rekur veitingastaðina Roadhouse, Saffran, American Style, Eldsmiðjuna, Aktu taktu og Pítuna, var tæpar 105 milljónir króna árið 2017. Meira
23. ágúst 2018 | Viðskiptablað | 142 orð | 1 mynd

VÍS tapaði 291 milljón á öðrum ársfjórðungi

Tryggingar Tryggingafélagið VÍS tapaði 291 milljón króna á öðrum fjórðungi ársins, samanborið við 917 milljóna króna hagnað yfir sama tímabil árið 2017. Samsett hlutfall var 109,1% samanborið við 84,2% á tímabilinu 2017. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.