Ég skrifaði pistil í síðustu viku um þá sem eru 60 ára og eldri. Viðbrögðin voru góð, ég hef heyrt í mörgum 60 ára og eldri sem hafa lýst yfir ánægju sinni með hugleiðingarnar.
Meira
Mér finnst þetta frábært, bara svolítið skemmtilegt. Gaman að þeir séu á undan mörgum öðrum líka. Ég er alltaf spenntur fyrir jólunum. Get alveg hugsað mér að kaupa eitthvað núna þó ég sé ekki að fara að skreyta...
Meira
Héraðssaksóknari hefur ákært rúmlega fertugan mann fyrir peningaþvætti og meiri háttar brot gegn skatta- og bókhaldslögum sem hann á að hafa framið.
Meira
Tilkynnt var um þrjár líkams-árásir á höfuðborgarsvæðinu í gærmorgun, tvær í miðborginni og eina í Garðabæ. Árásin átti sér stað fyrir klukkan átta að morgni, en ráðist var á karlmann. Gerandinn var farinn af vettvangi þegar lögreglu bar að garði.
Meira
Fjórir voru fluttir, mismikið slasaðir eftir bílveltu, með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi síðdegis í gær. Slysið varð á þjóðveginum í Eldhrauni og var bifreiðin á vesturleið frá Kirkjubæjarklaustri.
Meira
Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn er 200 ára um þessar mundir og er opinber afmælisdagur 28. ágúst. Af því tilefni eru ýmsir viðburðir í safninu í ár en á afmælisdaginn á morgun er almenningi boðið að koma í heimsókn og skoða húsakynnin. Kl.
Meira
Músaland Heiðmörk er gósenland fyrir hagamúsina því að þar er gnótt matar, svo sem ber, fræ og skordýr, og nóg af gjótum til að búa sér heimili eða fela sig þegar óvinur nálgast, t.d. refur eða...
Meira
Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Aðilar heildarsamtaka á vinnumarkaði hafa ólíkar hugmyndir um svigrúm til launahækkana á vinnumarkaði, en almenn ánægja er með samtalið við stjórnvöld í aðdraganda kjaraviðræðna.
Meira
Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Dalirnir eru dreifbýlt svæði og staðan í atvinnumálum hér er brothætt. Í sveitunum eru menn háðir hvor öðrum, enda samvinna meðal bænda um margt.
Meira
Ég elska jólin svo mér finnst þetta ótrúlega spennandi. Ég er ekki að kaupa mér neitt núna, bara að dást að þessu. Ég myndi ekki kaupa mér neitt svo snemma þó, finnst bara gaman að sjá þetta í...
Meira
Ekki stendur til hjá Gunnari að hætta að vinna á meðan hann hefur heilsu til og þykir honum synd að svo margt fólk sé skikkað til þess að hætta að vinna um sjötugt, en samkvæmt lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna skal veita...
Meira
„Aðstoð okkar hefur verið tvíþætt, við höfum sent út sendifulltrúa, 24 talsins, sem hafa unnið á tjaldsjúkrahúsi sem norskar og finnskar hjálparstofnanir hafa séð um,“ segir Brynhildur Bolladóttir, upplýsingafulltrúi Rauða krossins.
Meira
Fréttaskýring Nína Guðrún Geirsdóttir ninag@mbl.is Á laugardaginn, 25. ágúst, var liðið ár frá því að lítill hópur skæruliða úr hópi Rohingja-múslima réðist á og drap 12 hermenn í Mjanmar (Búrma).
Meira
Lísbet Sigurðardóttir lisbet@mbl.is Gunnar Gíslason, bráðum 92 ára gamall, mætir daglega til vinnu á smurstöðina Klöpp sem hann hefur rekið í yfir 50 ár.
Meira
Fjöldi Íslendinga fer til útlanda, einkum til landa í Austur-Evrópu, gagngert til að fara til tannlækna og getur munurinn á kostnaði við tannlæknaþjónustu þar og hér verið allverulegur.
Meira
Lágfargjaldaflugfélagið Ryanair hyggst rukka í kringum tólf hundruð krónur fyrir handfarangur sem ekki kemst undir sætið, frá og með 1. nóvember nk., að því er fram kemur á nettavisen.no.
Meira
Mér finnst þetta æðislegt. Finnst þetta bara fínt, ekkert of snemmt. Bara gaman að skoða og pæla, þó ég myndi ekki endilega byrja að kaupa jóladót...
Meira
Nína Guðrún Geirsdóttir ninag@mbl.is Nýr uppgröftur í landi Auðkúlu í Arnarfirði sýnir fram á að þar hafi búið auðugir bændur á landnámsöld. Þar hefur nú verið grafinn upp 23 metra skáli sem er sá stærsti sem fundist hefur í greftri á Vestfjörðum.
Meira
„Það er svo sem ekkert sérstakt nema að því leytinu til að frá því í lok júlí, eða frá síðustu viku júlí og fram í miðjan ágúst hafi verið hásumar.
Meira
• Eyjólfur Ingvi Bjarnason er fæddur 1984. Lærði búfræði og búvísindi á Hvanneyri, fór síðan í framhaldsnám til Noregs og er með masterspróf í erfða- og kynbótafræði búfjár frá háskólanum í Ási árið 2011.
Meira
Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is John McCain, þingmaður Repúblikanaflokks Bandaríkjanna, lést á laugardagsmorgun, 81 árs að aldri, greindi Reuters frá. McCain hafði barist við krabbamein í heila síðan í fyrra.
Meira
Finnski uppistandarinn Ismo Leikola ferðast nú um heiminn undir yfirskriftinni Words Apart og í kvöld klukkan 20 verður hann með uppistand á og um ensku í Tjarnarbíói.
Meira
Nína Guðrún Geirsdóttir ninag@mbl.is Senn líður að haustinu með tilheyrandi skammdegi og kertaljósum og því ekki úr vegi að fara að huga að jólunum. Á laugardaginn sl. hóf Costco að selja jólaskraut og annan jólatengdan varning.
Meira
Axel Helgi Ívarsson axel@mbl.is Kulnun í starfi er vaxandi vandamál í kennarastéttinni að sögn Ragnars Þórs Péturssonar, formanns Kennarasambands Íslands. Ástandið er verst hjá leikskólakennurunum og næstverst hjá grunnskólakennurum.
Meira
Sauðfjárbændur eru launalausir og verða það áfram nema eitthvað breytist. Þetta segir Eyjólfur Ingvi Bjarnason, bóndi og ráðunautur í Ásgarði í Hvammssveit og oddviti Dalabyggðar. Hann segir að nú fái bændur greiddar 350-400 kr.
Meira
Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er stefnt að því að rannsókn lögreglunnar á Suðurnesjum á meintum grófum kynferðisbrotum gegn tveimur börnum verði lokið á innan við viku til tíu dögum. Sætir maður sem grunaður er um verknaðinn gæsluvarðhaldi til 18.
Meira
Axel Helgi Ívarsson Jón Birgir Eiríksson „Við eigum eftir að fjalla um skýrsluna formlega innan okkar raða, en ég tel hana vera ágætis samantekt og lýsingu á stöðunni í efnahagslífinu.
Meira
Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Framsetning reglugerða í reglugerðasafni Stjórnarráðsins á vefnum reglugerd.is er óskýr, að mati Viðskiptaráðs Íslands.
Meira
Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst neyðarkall skömmu eftir hádegi í gær frá fiskibáti, sem staddur var 28 sjómílur vestur af Straumnesi, eftir að leki kom upp í vélarrúmi hans. Einn var um borð í bátnum og fylltist vélarrúmið hratt.
Meira
Sólin skein á Reykvíkinga um helgina og nýttu margir sér sólardagana í útiveru og ferðalög. Fjölmenni var statt í Húsdýra- og fjölskyldugarðinum og reyndist fallturninn vinsæll meðal bæði fullorðinna og barna, þeirra sem þora í það minnsta.
Meira
Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Stór borgarísjaki strandaði í gær við Hornbanka, um 40 mílur norðaustur af Horni. Strandaði hann á u.þ.b. 100 metra dýpi. Ísjakinn festist á „besta blettinum“, að sögn Guðmundar Gísla Geirdal á Gísla...
Meira
McCain, sem kominn var af flotaforingjum og hafði sjálfur gegnt hermennsku, var ötull andstæðingur pyndinga og yfirheyrsluaðferða á borð við vatnsyfirheyrslu (e. waterboarding) sem bandarísk yfirvöld notuðu í stríðinu gegn hryðjuverkum.
Meira
Axel Helgi Ívarsson axel@mbl.is Beinn kostnaður ríkissjóðs vegna framkvæmda stoðdeildar ríkislögreglustjóra í málum 597 einstaklinga á árinu 2017 nam rúmlega 62 milljónum króna.
Meira
Atvinnutækifæri fyrir einstaklinga með skerta starfsgetu hafa aukist á Vesturlandi að því er fram kemur í ársskýrslu Vinnumálastofnunar fyrir árið 2017.
Meira
Mörg þúsund Akureyringar og gestir þeirra skemmtu sér hið besta á Akureyrarvöku, árlegri bæjarhátíð, sem haldin var um helgina í mildu ágústveðri.
Meira
Kínversk-breski rithöfundurinn og kvikmyndagerðarkonan Xiaolu Guo heldur fyrirlestur annað kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 19.30 í Veröld – húsi Vigdísar. Uppvaxtarsaga hennar, Einu sinni var í austri, kom út á íslensku fyrir skömmu.
Meira
Frans páfi lauk í gær tveggja daga opinberri heimsókn á Írlandi, þeirri fyrstu í 39 ár. Hann bað guð um fyrirgefningu vegna misbeitingar valds og kynferðisbrota presta kaþólsku kirkjunnar þarlendis.
Meira
Sviðsljós Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Þroskahamlaðir eru fullfærir um að taka þátt í þjóðfélaginu og eiga ekki að þurfa að sitja heima aðgerðarlausir.
Meira
Fjölmiðlanefnd ríkisins færir sig upp á skaftið með nýjum ákvörðunum um efni í litlum fjölmiðli, Hringbraut. Ríkisstofnunin sektar nú þennan fjölmiðil vegna umfjöllunar um tvö mál.
Meira
Öll þekkjum við þá tilfinningu að fá lag sem við höfum heyrt í útvarpinu, eða eftir atvikum annars staðar, á heilann. Hún getur verið blendin, allt eftir laginu hverju sinni.
Meira
Hópur listamanna opnaði á föstudaginn, 24. ágúst, nýtt sýningarrými í Ármúla 7 með sýningunni Sugar Wounds sem jafnframt er fyrsta sýningin í samsýningaröð.
Meira
Viðtal Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Í síðustu viku bárust þær óvæntu fréttir frá norrænu innanhússhönnunarhátíðinni Formex að Ragna Ragnarsdóttir hefði hlotið hin virtu Formex Nova verðlaun.
Meira
Viðtal Nína Guðrún Geirsdóttir ninag@mbl.is Í haust ætlar Reykjavík Kabarett að standa fyrir vikulegum kabarettsýningum í Þjóðleikhúskjallaranum.
Meira
Margrét Erla Maack sló nýverið í gegn á Fringe-fjöllistahátíðinni í Edinborg þar sem hún var beðin að vera ein aðalstjarna sýningarinnar Best of Burlesque á hátíðinni.
Meira
Eftir Þuríði Hörpu Sigurðardóttur: "Getum við verið sammála, Bjarni, um að brýnna er að veita vatni á þurran gróður en að bera í bakkafullan lækinn?"
Meira
Eftir Diðrik Örn Gunnarsson: "Stafræn markaðssetning ryður sér til rúms í auknum mæli í íslenskum fyrirtækjum. Fyrrtæki þurfa að íhuga val sitt þegar kemur að stafrænni markaðssetningu."
Meira
Eftir Ninu L. Khrushchevu: "Þeir sem neita að sjá heiminn eins og hann er – hvort sem þeir horfa á hann frá Tyrklandi, Bandaríkjunum, Venesúela eða hvaða öðru ríki – glata að lokum stöðunni sem afneitun þeirra var ætlað að standa vörð um."
Meira
Blessuð sólin elskar allt og allt með kossi vekur. Þessir fallegu sólskinsdagar fylla mig af bjartsýni og trú á það góða. Það liggur nærri að ég trúi því að ríkisstjórnin sé velviljuð þeim sem höllustum fæti standa.
Meira
Edda Konráðsdóttir fæddist í Reykjavík 4. apríl 1939. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 11. ágúst 2018. Foreldrar Eddu eru Konráð Jón Kristinsson, f. 18. apríl 1907, d. 1. desember 1966, og Guðrún Margrét Sæmundsdóttir, f. 10. júní 1916, d. 6.
MeiraKaupa minningabók
Jónína Valgerður Hjartardóttir fæddist á Vaðli á Barðaströnd 3. desember 1923 en ólst upp í Neðri-Rauðsdal í sömu sveit. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð 16. ágúst 2018. Foreldrar hennar voru Gísli Hjörtur Lárusson, bóndi á Vaðli, f. 6.
MeiraKaupa minningabók
Valdís Garðarsdóttir fæddist 18. nóvember 1929 í Reykjavík. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði hinn 14. ágúst 2018. Foreldrar hennar voru Garðar S. Gíslason stórkaupmaður, f. 20.9. 1906, d. 9.12. 1962, og Matthildur Guðmundsdóttir húsmóðir, f. 18.1.
MeiraKaupa minningabók
Baksvið Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Sala húsgagna gengur ágætlega en gæti goldið fyrir það ef hægir á fasteignamarkaði. Verð hefur verið á niðurleið og kaupmáttur almennings á uppleið en launakostnaður er farinn að þrengja að rekstri verslana.
Meira
Netverslanir hafa haft þau áhrif að verð neytendavöru breytast mun hraðar en áður. Þetta veldur því að seðlabankar eiga erfiðara með að beita peningastefnu og öðrum úrræðum til að stuðla að betra jafnvægi framboðs og eftirspurnar.
Meira
Á Íslandi vaxa nær 700 tegundir kófsveppa og fæstar þeirra eru matur. Margar raunar eitraðar og eða bera hættuleg eiturefni, segir á vef Skógræktarinnar.
Meira
Sveppatíðin er snemma á haustin. Í skógum landsins má finna ýmsar tegundir matarsveppa, og þá er hægt að matbúa af list og borða með góðri lyst. Margt þarf þó að hafa í huga þegar sveppirnir eru tíndir.
Meira
6.45 til 9 Ísland vaknar Logi Bergmann, Rikka og Rúnar Freyr vakna með hlustendum K100 alla virka morgna. 9 til 12 Siggi Gunnars Skemmtileg tónlist og góðir gestir reka nefið inn.
Meira
Brynja Sól Orradóttir og Hrafnhildur Steinunn Vignisdóttir héldu tombólu til styrktar Rauða krossi Íslands við Krónuna Jafnaseli í Breiðholti og söfnuðu 4.300...
Meira
30 ára Guðjón er frá Rauðuskriðum í Fljótshlíð en býr í Mosfellsbæ. Hann er forritari hjá IMC Ísland ehf. Maki : Auður Elín Finnbogadóttir, f. 1988, lyfjafræðingur hjá Day Zero. Börn : Þuríður, f. 2014, og Matthildur, f. 2017.
Meira
40 ára Ingibjörg er Grindvíkingur og er skrifstofustjóri Fanndalslagna. Maki : Jón Fanndal Bjarnþórsson, f. 1976, framkvæmdastj. Fanndalslagna. Börn : Sigríður Emma, f. 2004, Kristjana Marín, f. 2008, og Svala María, f. 2010.
Meira
Við uppsetningu þessa pistil sl. laugardag var stöðumyndum víxlað þannig að textinn passaði ekki við þær. Er pistillinn því birtur aftur og beðist er velvirðingar á mistökunum. Vignir Vatnar er í 2.-5.
Meira
Eitt nýlegra mannanafna sem vilja riðlast í beygingu er karlmannsnafnið Vigur . Það verður til Vigurs í eignarfalli en heimildum ber ekki alveg saman um þágufallið: frá Vigur eða frá Vigri (eins og karlkynsnafnorðið vigur ).
Meira
40 ára Sverrir er Kópavogsbúi og er öryggis- og gæðastjóri Into the Glacier sem sér um ísgöngin í Langjökli. Maki : Fanný Björg Miiller Jóhannsdóttir, f. 1978, hjúkrunarfræðingur á vökudeild LSH. Börn : Daníel Árni, f. 2006, og Hekla Sóley, f. 2010.
Meira
95 ára Jón Egill Sveinsson 85 ára Guðlaug Guðmundsdóttir Halldóra Jónsdóttir 80 ára Davíð Guðnason Galyna Fedorets Gunnar Sigurðsson Sigurður Guðmundsson 75 ára Guðrún Ása Þorsteinsdóttir Hilmar Birgir Leifsson María Jóhanna Jónsdóttir Sigrún...
Meira
Haustið sem nú er handan við hornið er um margt besti tími ársins. Eftir rigningarsumar hefur veðráttan sannarlega breyst til hins betra og nú þegar þetta er skrifað á sunnudegi er blíðuveður í borginni.
Meira
27. ágúst 1729 Hraun rann í kringum kirkjuna í Reykjahlíð í Mývatnssveit og síðan út í Mývatn. Þá gaus í Leirhnjúksgígum en Mývatnseldar hófust árið 1724 og stóðu með hléum fram í september 1729. 27.
Meira
0:1 Aleksandar Trninic 10. beint úr aukaspyrnu, undir varnarvegg. 0:2 Hallgrímur Mar Steingrímsson 45. með skoti rétt utan teigs eftir sendingu Ásgeirs. 1:2 Geoffrey Castillion 83. af stuttu færi eftir sendingu Sindra. 2:2 Alex Freyr Hilmarsson 90.
Meira
0:1 Berglind Björg Þorvaldsdóttir 60. með skalla af stuttu færi eftir fyrirgjöf Karólínu. 0:2 Agla María Albertsdóttir 67. með laglegu skoti rétt utan vítateigshornsins. 0:3 Berglind Björg Þorvaldsdóttir 82.
Meira
1:0 Baldur Sigurðsson 25. með skoti eftir aukaspyrnu Hilmars. 2:0 Þorsteinn Már Ragnarsson 38. úr teig eftir glæsta aðstoð Hilmars. 2:1 Thomas Mikkelsen 39. með skoti úr markteig eftir sendingu Kolbeins. Gul spjöld: Kolbeinn (Brei.) 33.
Meira
1:0 Dagur Dan Þórhallsson 23. með hnitmiðuðu skoti í hornið eftir undirbúning Frans. 1:1 Steven Lennon 33. af stuttu færi eftir darraðardans í vítateig heimamanna. 1:2 Sjálfsmark 54.
Meira
1:0 Karólína Jack 35. úr teig eftir gullsendingu Margrétar Sifjar. 2:0 Karólína Jack 65. úr teig eftir sendingu frá Fatma Kara. 3:0 Kader Hancar 69. úr vítateigsboganum eftir mislukkaða hreinsun. 4:0 Margrét Sif Magnúsdóttir 76.
Meira
1:0 Kennie Chopart 10. fylgdi eftir skalla Skúla sem var varinn. 2:0 Pálmi Rafn Pálmason 31. úr víti eftir brot Sigurðar á Chopart. 3:0 Pálmi Rafn Pálmason 36. úr víti eftir brot á Chopart. 4:0 Finnur Orri Margeirsson 63.
Meira
1:0 Sandra María Jessen 4. Vinnur boltann á miðjum vallarhelmingi gestanna. keyrir inn í teig og skorar með fínu skoti. 2:0 Karen María Sigurgeirsdóttir 90. Skorar með skalla af stuttu færi eftir sendingu frá Maríu Gros.
Meira
1:0 Sigurður Egill Lárusson 45. með þrumufleyg upp í samskeytin eftir undirbúning Pedersen. 2:0 Dion Acoff 48. með skoti af stuttu færi eftir að hafa stungið sér milli varnarmanna. 2:1 Guðmundur Karl Guðmundsson 57.
Meira
Í Digranesi Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Íslenska kvennalandsliðið í blaki mátti þola 3:0-tap fyrir Ísrael í undankeppni EM í Digranesi í gær. Ísrael vann nokkuð sannfærandi sigur í hrinunum þremur og þá sérstaklega fyrri tveimur.
Meira
Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Axel Bóasson unnu með sannfærandi hætti stigakeppnina á Eimskipsmótaröðinni í golfi þetta tímabilið. Íslandsmeistararnir tveir fengu 500.000 krónur hvor í sinn hlut.
Meira
Arnór Smárason átti stóran þátt í langþráðum sigri Lilleström í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu um helgina. Liðið vann Emil Pálsson og félaga í botnliði Sandefjord, 3:1, og skoraði Arnór tvö markanna í þessum fyrsta sigri Lilleström síðan í maí.
Meira
Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir bætti um helgina bronsverðlaunum í 200 metra hlaupi við brons í 100 metra hlaupi og silfur í langstökki á Evrópumóti fatlaðra í frjálsum íþróttum í Berlín.
Meira
England Bournemouth – Everton 2:2 • Gylfi Þór Sigurðsson lék allan leikinn fyrir Everton og lagði upp mark. Huddersfield – Cardiff 0:0 • Aron Einar Gunnarsson var ekki með Cardiff vegna meiðsla.
Meira
Svo gæti farið að fimm leikmenn sem léku í byrjunarliði Íslands gegn Króatíu í lokaleiknum á HM karla í knattspyrnu í sumar misstu af öðrum eða báðum leikjunum við Sviss og Belgíu í Þjóðadeildinni 8. og 11. september, vegna meiðsla.
Meira
Sænski kringlukastarinn Daniel Ståhl, lærisveinn Vésteins Hafsteinssonar, tryggði sér sænska meistaratitilinn í kringlukasti fjórða árið í röð um helgina.
Meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hafnaði í 64-67. sæti og þénaði jafnvirði 560.000 króna á CP-mótinu í Kanada í gær, en það er hluti af LPGA-mótaröðinni. Ólafía lék samtals á +1 höggi en heimakonan Brooke Henderson vann öruggan sigur á -21 höggi.
Meira
Rússland Rubin Kazan – CSKA Moskva 1:1 • Hörður Björgvin Magnússon lék allan leikinn fyrir CSKA. Orenburg – Krasnodar 1:1 • Jón Guðni Fjóluson var á varamannabekk Krasnodar.
Meira
England Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Ítalski knattspyrnustjórinn Maurizio Sarri hefur gefið út að leikmenn sínir hjá Chelsea þurfi að fá 1-2 mánuði til að venjast þeim breytingum sem hann vill innleiða hjá enska úrvalsdeildarfélaginu.
Meira
Í Kaplakrika Í Fossvogi Guðmundur Hilmarsson Edda Garðarsdóttir Breiðablik og Þór/KA heyja áfram harða baráttu á toppi Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu en tvö stig skilja liðin að þegar þrjár umferðir eru eftir.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.