Kvikmyndin Adam eftir leikstjórann og handritshöfundinn Maríu Sólrúnu hreppti fyrstu verðlaun í flokki leikinna mynda á kvikmyndahátíðinni í Kitzbühel í Austurríki sem lauk um helgina.
Meira
Húseigendatrygging og sérstök óveðurstrygging bætir tjón líkt og það sem varð á bænum Norðurhjáleigu í Álftaveri við Kúðafljót á föstudag er skýstrókar fóru þar yfir.
Meira
Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Júlíusi Vífli Ingvarssyni, fyrrverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, en hann er ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa geymt fjárhæðir, að andvirði 131 til 146 milljónir króna, á erlendum...
Meira
Aðalmeðferð í máli Vals Lýðssonar hófst fyrir Héraðsdómi Suðurlands í gær. Valur er ákærður fyrir að hafa banað bróður sínum, Ragnari Lýðssyni, á bænum Gýgjarhóli II í Bláskógabyggð aðfaranótt 31. mars sl.
Meira
„Þetta átak hófst fyrir um þremur árum síðan, en við höfum nú sett aukinn kraft í þetta undanfarið,“ segir Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, en stofnunin á í samstarfi við Landspítala sem ætlað er að fjölga tilkynntum...
Meira
Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is Stór sumarbústaður og annað minna hús við hlið hans brunnu til kaldra kola í gær, en húsin eru talin hafa verið mannlaus.
Meira
Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Ferðin gekk vonum framar og allar áætlanir stóðust,“ segir Hermann Árnason, hrossabóndi á Hvolsvelli, um mikla reiðferð sem hann fór í sumar.
Meira
Baldur Arnarson baldura@mbl.is Lára Sverrisdóttir, lögfræðingur og fulltrúi íbúa í Furugerði, segir svar embættismanns Reykjavíkurborgar benda til að skipulag á þéttingarreit við Furugerði verði endurskoðað.
Meira
Lögregluþjónarnir stóðu vaktina og gættu þess að ekki yrðu frekari umferðaróhöpp eftir árekstur þriggja bíla á Miklubrautinni í gær. Engin alvarleg slys urðu þar á fólki. Talsvert rigndi á höfuðborgarsvæðinu í gær og voru götur því blautar og hálar.
Meira
Fjórir karlmenn á þrítugs- og fertugsaldri hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 7. september fyrir að ráðast á tvo dyraverði á skemmtistað í miðborg Reykjavíkur um helgina. Annar dyravörðurinn slasaðist alvarlega.
Meira
Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Icelandair Group lækkaði í gær afkomuspá sína fyrir árið um 40 milljónir Bandaríkjadala og áætlar félagið að EBITDA ársins 2018, þ.e.
Meira
Gerðardómur sem skipaður var í kjaradeilu ljósmæðra stefnir að því að skila niðurstöðu fyrir helgi. Þetta staðfestir Magnús Pétursson, formaður gerðardómsins.
Meira
Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Útlit er fyrir að deilur um framlengingu lóðarleigusamninga tveggja húsa sem standa við hlið nýrrar hótelbyggingar og íbúðarblokkar á miðsvæði Borgarness fari fyrir dómstóla.
Meira
Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Starfsmenn verktakafyrirtækjanna Suðurverks og Metrostav a.s. frá Tékklandi eru nú komnir um 3.400 metra inn í fjallið Arnarfjarðarmegin, sem er nærri 65% af heildarlengd ganganna. Næsti punkturinn inni í göngunum er...
Meira
Tjaldað við Þingvallavatn Ungir ferðalangar koma sér notalega fyrir á tjaldsvæðinu í Vatnskoti á bökkum Þingvallavatns, sem er stærsta stöðuvatn Íslands og var til forna kallað...
Meira
Kvartett munnhörpuleikarans snjalla Þorleifs Gauks Davíðssonar kemur fram á KEX Hosteli í kvöld og hefur leik kl. 21. Með honum spila Agnar Már Magnússon, Guðmundur Pétursson og Aleksi Heinola.
Meira
Maria Jolanta Polanska, túlkur og þýðandi, lést föstudaginn 24. ágúst, 59 ára að aldri. Maria Jolanta fæddist í Bialystok í Póllandi fjórða apríl 1959. Hún flutti til Íslands árið 1983 og hefur búið hér síðan.
Meira
Rússneskir fjölmiðlar fordæmdu í gær bandaríska öldungadeildarþingmanninn John McCain, sem lést á laugardaginn var. Úthrópuðu þeir McCain og sögðu hann hafa verið helsta talsmann „Rússafóbíu“ í Bandaríkjunum.
Meira
Andri Kristinsson læknir, sem staðfesti andlát Ragnars, sagði að hann hefði verið látinn í að minnsta kosti sex klukkustundir áður en Andri framkvæmdi skoðun sína kl. 11:13, 31. mars sl.
Meira
Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl.is Nýtt veitingahús, Skelfiskmarkaðurinn, verður formlega opnað á hádegi á morgun, miðvikudag. Það er eitt stærsta veitingahús landsins. Skelfiskmarkaðurinn er á þremur hæðum á Klapparstíg 28 og 30.
Meira
Sviðsljós Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Ný aðgerðaáætlun vegna fólks með fötlun var nýverið kynnt á fundi fötlunarnefndar Norrænu ráðherranefndarinnar í Sisimiut á Grænlandi.
Meira
Skelfiskmarkaðurinn, nýtt veitingahús á Klapparstíg í Reykjavík, verður opnað í hádeginu á morgun. Þar verður rúm fyrir allt að 310 gesti. Hrefna Sætran kokkur segir að þar verði m.a. boðið upp á ostrur sem eigendurnir rækta ásamt öðrum á Húsavík.
Meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti fagnaði í gær því sem hann sagði vera „virkilega góður samningur“, sem náðst hefði við stjórnvöld í Mexíkó um breytingar á Fríverslunarsamningi Norður-Ameríku (e. NAFTA).
Meira
Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Margir Reykvíkingar fylgjast spenntir með því hvert haust hvort skaflinn frægi í Gunnlaugsskarði í Esjunni nái að lifa af sumarið.
Meira
Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Rannsóknarnefnd samgönguslysa er ekki starfandi sem stendur. Skipunartími hennar rann út 31. maí síðastliðinn og ný nefnd hefur ekki verið skipuð.
Meira
Greint var frá því í kínverskum ríkisfjölmiðlum í gær að ráðamenn þar íhuguðu nú frumvarp þar sem þær takmarkanir sem ríkt hafa í áratugi um fjölda barna sem kínverskar fjölskyldur mega eignast verði numdar úr gildi.
Meira
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi í síðasta mánuði úr gildi ákvörðun bæjarstjórnar Hafnarfjarðar um breytt deiliskipulag Suðurhafnar vegna Fornubúða 5.
Meira
Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is Áhorfendamet íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta gæti fallið á laugardaginn kemur er Þýskaland kemur í heimsókn í undankeppni heimsmeistaramótsins (HM) í knattspyrnu kvenna, en liðin eigast við á Laugardalsvelli.
Meira
Árið 2009 sundreið Hermann öll vötn frá Höfn í Hornafirði að Selfossi ásamt fleirum. Í þeirri ferð fékk hann þá hugdettu að ríða landið „í stjörnu“ eins og hann orðar það.
Meira
Skoðaðir hafa verið 82 staðir á Norðurlandi vestra þar sem til greina kemur að koma upp smáum vatnsaflsvirkjunum. Frumúttektin nær til svæðisins frá Hrútafirði og í Skagafjörð.
Meira
Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, segir að bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins á Nesinu hafi lagt til að fundum bæjarstjórnar verði fækkað um helming og verði haldnir mánaðarlega en ekki tvisvar í mánuði, eins og nú er gert.
Meira
Mohsen Mohebi, fulltrúi Írans (fyrir miðju), sakaði Bandaríkjamenn um að hafa gert „efnahagslega árás“ á land sitt, þegar hann mælti fyrir kæru klerkastjórnarinnar í Teheran á hendur Bandaríkjunum fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag.
Meira
Senegalski tónlistarmaðurinn Youssou N'Dour, einn þekktasti og vinsælasti tónlistarmaður Afríku, kemur fram ásamt hljómsveit sinni á tónleikum í Eldborgarsal Hörpu í kvöld.
Meira
28. ágúst 2018
| Innlendar fréttir
| 1069 orð
| 2 myndir
Arnar Þór Ingólfsson athi@mbl.is Aðalmeðferð í máli Vals Lýðssonar hófst í gær fyrir Héraðsdómi Suðurlands, en hann er ákærður fyrir að hafa banað bróður sínum Ragnari Lýðssyni á heimili Vals að Gýgjarhóli II í Bláskógabyggð aðfaranótt 31. mars sl.
Meira
Bandaríska leikskáldið Neil Simon lést úr lungnabólgu á sjúkrahúsi í Manhattan á sunnudagsmorgun. Simon var 91 árs að aldri þegar hann lést en samkvæmt The New York Times var hann þekktur fyrir kómedíur sínar sem sýndar voru á Broadway í áratugi.
Meira
„Íslensk tunga, þó fögur sé, ástkær og ylhýr, á því óláni að ófagna, rétt eins og mörg önnur mál, að eiga sér ýmis orð sem í senn eru hörmulega ljót og leiðinleg.
Meira
Bandaríski leikarinn Ethan Hawke sagði í viðtali nýverið að ofurhetjumyndir væru ekki eins frábærar og margir vildu vera að láta. Breska dagblaðið The Guardian greinir frá þessu. Hawke tjáði sig sérstaklega um ofurhetjumyndina Logan .
Meira
Í umfjöllun um Reykjavík Kabarett í blaðinu í gær birtist röng dagsetning fyrir opnar áheyrnarprufur. Þær fara fram í Þjóðleikhúskjallaranum fimmtudaginn 30. ágúst kl. 21.
Meira
Spennumyndin The MEG var mest sótta kvikmynd bíóhúsanna um helgina, aðra helgina í röð, en litlu munaði þó á henni og Mamma Mia! Here We Go Again . 1.950 miðar seldust á fyrrnefndu myndina og 1.867 á þá síðarnefndu.
Meira
Eftir Sigurð Má Guðjónsson og Helga Steinar Karlsson: "Ef áfram verður haldið á þessari braut mun gríðarleg fagþekking glatast og ungt fólk mun enn síður sjá hag sinn í að leggja iðnnám fyrir sig."
Meira
Stundum er talað um að stjórnmálaflokkar séu í tilvistarkreppu, en það á ekki við um núverandi stjórnarflokka. Þvert á móti er meginmarkmið þeirra einmitt þetta: Að vera til .
Meira
Eftir Ólaf Þ. Jónsson: "Nú er að standa sig, Guðmundur Ingi. Láta ekki undan og geta sér góðan orðstír, eða lenda ella í hópi þeirra ráðherra sem enginn man lengur nöfnin á."
Meira
Eftir Jón Inga Cæsarsson: "Hagræðingin leiðir það af sér að póstmönnum fækkar og byrðarnar eru færðar á sífellt færri herðar. Bréfum fækkar, heimilum fjölgar, leiðir lengjast."
Meira
Guðmundur Konráðsson fæddist á Seltjarnanesi 24. ágúst 1944. Hann lést 12. nóvember árið 2015 á hjúkrunarheimilinu Ísafold. Foreldrar hans eru þau Guðrún Svava Guðmundsdóttir fædd í Reykjavík og Konráð Gíslason fæddur í Hafnarfirði.
MeiraKaupa minningabók
28. ágúst 2018
| Minningargrein á mbl.is
| 1626 orð
| 1 mynd
| ókeypis
Guðmundur Konráðsson fæddist á Seltjarnanesi 24. ágúst 1944. Hann lést 12. nóvember árið 2015 á hjúkrunarheimilinu Ísafold.Foreldrar hans eru þau Guðrún Svava Guðmundsdóttir fædd í Reykjavík og Konráð Gíslason fæddur í Hafnarfirði.
MeiraKaupa minningabók
Hrafnhildur Árnadóttir fæddist á Landspítalanum í Reykjavík 30. september 1958. Hún lést á líknardeild Landspítalans 15. ágúst 2018. Foreldrar hennar voru Jónína Björg Guðmundsdóttir, f. 1937, d. 2011, og Árni Jóhannsson, f. 1932, d.
MeiraKaupa minningabók
Lovísa Bergþórsdóttir fæddist 7. september 1921. Hún lést 14. ágúst 2018 á hjúkrunarheimilinu Sóltúni. Foreldrar hennar voru Bergþór Vigfússon húsasmíðameistari, f. 28.2. 1883 í Valdakoti, Sandvíkurhreppi, d. 17.5.
MeiraKaupa minningabók
Baksvið Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Lífland, sem m.a. framleiðir hveiti undir vörumerkinu Kornax, hefur tilkynnt bökurum um að verð á hveiti muni nú hækka um 10%. Fyrirtækið er ráðandi á þessum markaði með u.þ.b. 75% markaðshlutdeild.
Meira
Miðað við alþjóðlega GINI stuðulinn er tekjujöfnuður hér á landi sá mesti í Evrópu, að því er fram kemur á vef Viðskiptaráðs Íslands. Gini-stuðullinn sýnir hvernig heildartekjur samfélags dreifast meðal landsmanna og er á bilinu 0-100.
Meira
Hækkun á hlutafé N1 um tæplega 80 milljónir króna að nafnverði hefur gengið í gegn, upp í tæpar 330 milljónir króna, að því er fram kemur í tilkynningu félagsins til Kauphallar Íslands. Hækkunin er gerð í tilefni af kaupum N1 á Festi hf.
Meira
Erlendur Magnússon, stjórnarformaður leigufélagsins Heimavalla, hefur keypt 17 milljónir hluta í félaginu fyrir tæplega 20 milljónir króna, samkvæmt flöggun í Kauphöllinni í gær. Erlendur á samtals 25 milljón hluti eftir viðskiptin.
Meira
Hagnaður Orkuveitu Reykjavíkur (OR) á öðrum ársfjórðungi nam 3,8 milljörðum króna. Á sama tímabili í fyrra nam hagnaður samstæðunnar 1,3 milljörðum króna.
Meira
Dægurtónlist á Íslandi er umfjöllunarefnið í doktorsritgerð Arnars Eggerts Thoroddsen, félags- og poppfræðings, sem hann skilaði inn til Edinborgarháskóla á dögunum. Þar ræddi hann við 30 starfandi dægurtónlistarmenn á Íslandi.
Meira
6.45 til 9 Ísland vaknar Logi Bergmann, Rikka og Rúnar Freyr vakna með hlustendum K100 alla virka morgna. 9 til 12 Siggi Gunnars Skemmtileg tónlist og góðir gestir reka nefið inn.
Meira
Anna Margrjet Þuríður Claessen fæddist 28.8. 1846, dóttir Christian Ludvich Möller, gestgjafa og kaupmanns í Rvík, og Sigríðar Magnúsdóttur, f. Norðfjörð. Fyrri maður Önnu var Jósef Blöndal, f.
Meira
Cambridge, Massachusetts, BNA Bragi Skarphéðinn fæddist 16. júní 2017 kl. 11.31. Hann vó 4.250 g og var 51 cm langur. Foreldrar hans eru Elín Ósk Helgadóttir og Kári Hólmar Ragnarsson . Systir Braga er Oddný Una...
Meira
Myndin Lof mér að falla verður frumsýnd í september. Hún fjallar um tvær stelpur og líf þeirra í hörðum heimi eiturlyfja. Baldvin Z leikstjóri var gestur í morgunþættinum Ísland vaknar og sagði frá myndinni og gerð hennar.
Meira
30 ára Gunnur ólst upp í Reykjavík, lauk BA-prófi í leikstjórn frá Tónlistar- og leiklistarháskólanum í Hamborg, stefnir á tökur á stuttmynd, heldur námskeið í haust í Hinu húsinu og mun síðan leika Kasper Hauser í samnefndu leikriti í Berlín.
Meira
Á þessum degi árið 1968 fóru fram upptökur á laginu „Stand By Your Man“ í Epic hljóðverinu í Bretlandi. Upptökustjórinn Billy Sherrill átti hugmyndina að laginu og fékk hann söngkonuna Tammy Wynette til að syngja lagið.
Meira
30 ára Kristín ólst upp í Eyjum, býr í Reykjavík, lauk meistaraprófi í lögfræði frá HÍ og var að flytja heim frá útlöndum. Maki: Jóhannes Eiríksson, f. 1983, yfirlögfræðingur Creditinfo Group. Börn: Katrín Eva, f. 2013, og Jón Helgi, f. 2016.
Meira
Sé stjórnmálaflokkur sakaður um að hafa ekki „gert upp við sig“ þátt sinn í hruninu er trúlega átt við það að standa e-m reikningsskil gjörða sinna , horfast í augu við gerðir sínar og þar fram eftir götunum.
Meira
30 ára Ólafur ólst upp í Grundafirði, býr í Reykjavík og er lagermaður hjá Iðnvélum í Reykjavík. Maki: Elísa Hallfreðsdóttir Nielsen, f .1993, í móttöku hjá Heilsubót. Foreldrar: Skarphéðinn Ólafsson, f.
Meira
95 ára Ásdís Stefánsdóttir 90 ára Ásmundur Jónsson Klara Kristjánsdóttir Sigríður G. Guðjohnsen 85 ára Laufey A. Lúðvíksdóttir Sólveig G. Eysteinsdóttir Steinunn D. Sveinsdóttir 80 ára Aðalgeir Gísli Finnsson Dagbjört Kristín Torfadóttir Friðrik M.
Meira
Ég hitti karlinn á Laugaveginum við Laugaveg 66. Hann var snöggur upp á lagið og sagði: „Ég er að koma ofan af Holtinu, fékk grjónagraut og slátur eins og vant er á laugardögum.
Meira
Magnús Þór Sigmundsson tónlistarmaður á 70 ára afmæli í dag. Hann er einn af þekktustu lagahöfundum þjóðarinnar og meðal frægra laga eftir hann eru Ísland er land þitt, Álfar og Ást sem Ragnheiður Gröndal söng.
Meira
Þrátt fyrir að telja sig nokkuð frambærilegan þjóðfélagsþegn getur Víkverji vel fallist á að hann er ekki gallalaus. Sjálfsagt mætti eitt og annað betur fara en sumu verður vart breytt úr þessu.
Meira
28. ágúst 1818 Landsbókasafn Íslands er talið stofnað þennan dag. Það hét upphaflega Íslands Stiftis bókasafn og tók til starfa 1825. Safnið var á lofti Dómkirkjunnar, síðan í Alþingishúsinu og í Safnahúsinu frá 1909.
Meira
1:0 Daði Ólafsson 50. fylgdi eftir af stuttu færi eftir að Jajalo varði frá Emil. 1:1 Will Daniels 54. slapp í gegn eftir sendingu Gunnars og skoraði af öryggi. 2:1 Ragnar Bragi Sveinsson 58. negldi boltanum upp í samskeytin eftir horn.
Meira
* Arnór Þór Gunnarsson , landsliðsmaður í handbolta, er í liði 1. umferðar í þýsku 1. deildinni í handbolta. Arnór er á sínum stað í hægra horninu eftir að hafa skorað 13 mörk í 27:23-sigri Bergischer á Ludwigshafen.
Meira
Asíuleikarnir Undanúrslit: Barein – Japan 31:20 • Aron Kristjánsson þjálfar Barein. • Dagur Sigurðsson þjálfar Japan. *Barein leikur um gullið en Japan leikur um...
Meira
Þórhallur Víkingsson, þjálfari HK/Víkings, er mjög ánægður með það sem Fatma Kara hefur haft fram að færa í sumar. „Hún er rosalega góð í að halda boltanum og féll vel inn í okkar lið að því leyti.
Meira
Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur úr GKG, þræðir um þessar mundir mótin á Evrópumótaröðinni, þeirri næststerkustu í heimi. Birgir er skráður til leiks á Made in Danmark og hefst mótið á fimmtudaginn.
Meira
Formaður knattspyrnusambands Palestínu, Jibril Rajoub, hefur verið úrskurðaður í eins árs bann frá öllum knattspyrnuviðburðum af FIFA fyrir að hvetja til ofbeldis fyrir vináttuleik Ísraels og Argentínu.
Meira
HANDKNATTLEIKUR Reykjavíkurmót karla Laugardalshöll: Þróttur – Fram 19:30 Víkin: Víkingur – ÍR 19:30 Reykjavíkurmót kvenna: Origo-höllin: Valur – Víkingur...
Meira
15. umferð Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Foreldrar tyrknesku landsliðskonunnar Fatma Kara voru ekki sérlega hrifnir af því að hún færi að æfa fótbolta þegar hún var átta ára gömul.
Meira
Foreldrar tyrknesku landsliðskonunnar Fatma Kara voru ekki hrifnir af því að hún byrjaði að æfa fótbolta. Þau voru hins vegar fljót að skipta um skoðun þegar Kara var byrjuð að spila enda nýtur hún sín vel með boltann á tánum.
Meira
Knattspyrnusumarið er senn á enda. Átjánda umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu kláraðist í gær og eru því einungis fjórar umferðir eftir karlamegin og er spennan í hámarki.
Meira
Lærisveinar Arons Kristjánssonar í handknattleikslandsliði Barein eru komnir í úrslit á Asíuleikunum sem fram fara í Jakarta í Indónesíu eftir 31:20-sigur á Japan í undanúrslitum í gær, en Dagur Sigurðsson er þjálfari japanska liðsins.
Meira
Martin Hermannsson fór úr lið á fingri á æfingu hjá þýska liðinu Alba Berlín í síðustu viku. Martin tjáði Morgunblaðinu að meiðslin væru þó ekki alvarleg. Hann hefði farið í myndatöku og þar var ekki að sjá að nein eftirmál yrðu af atvikinu.
Meira
Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, er afskaplega ánægður með allan aðbúnað hjá þýska stórliðinu Alba Berlín, en rætt er við Martin í íþróttablaðinu í dag. Martin samdi við félagið í sumar og hóf þar æfingar fyrr í þessum mánuði.
Meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir þarf að eiga stórkostlegt mót í Portland í Oregon um helgina til að geta unnið sig inn á síðasta risamót ársins, Evian meistaramótið í Frakklandi.
Meira
Röng dagsetning Í Morgunblaðinu í gær var farið rangt með dagsetningu á hinum mikilvæga leik Breiðabliks og Þórs/KA í baráttunni um Íslandsmeistaratitil kvenna í knattspyrnu. Hann er á dagskrá á Kópavogsvellinum laugardaginn 8.
Meira
Í Árbæ Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Fylkir vann gríðarlega þýðingarmikinn 3:1-sigur á Grindavík í Pepsi-deild karla í fótbolta í Árbænum í gærkvöldi.
Meira
England Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Tölfræðin var ekki á bandi Tottenham þegar liðið heimsótti Manchester United í 3. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu á Old Trafford í gærkvöldi.
Meira
Tenniskonan öfluga Simona Halep skrifaði sig á spjöld sögunnar í gær þegar hún féll úr leik í fyrstu umferð Opna bandaríska meistaramótsins í tennis sem fram fer á Lewis Armstrong-vellinum í New York.
Meira
Gott gengi Norrköping heldur áfram í sænsku knattspyrnunni, en liðið er í 3. sæti efstu deildar og hefur einungis tapað þremur leikjum af nítján. Í gær vann liðið sætan 2:1 sigur á Gautaborg.
Meira
Tveir af bestu kylfingum allra tíma, Tiger Woods og Phil Mickelson, munu dagana 23. og 24. nóvember mætast í sjónvarpseinvígi á Shadow Creek-golfvellinum í Las Vegas.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.