Nokkrar umræður hafa verið um lokun Bónusverslunarinnar við Hallveigarstíg og hvað kemur í staðinn. Dagur B. Eggertsson segist hafa upplýsingar um að þar verði rekin önnur verslun, „í sambærilegum rekstri“.
Meira
Hjátrú Svartur köttur ætlaði að hlaupa inn á völlinn í stöðunni 1:0 fyrir ÍBV á móti Val í gær. Jón Höskuldsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, náði kettinum áður og svo fór að Valur vann...
Meira
Fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu um „óréttmæti málshöfðunar Alþingis gegn ráðherrum og afsökunarbeiðni“ er vongóður um að tillagan verði samþykkt á Alþingi en hún verður tekin til fyrri umræðu í dag.
Meira
„Við fylgjumst með eins og aðrir hver verða næstu skref því að Ísal er fyrirtæki sem hefur mikla þýðingu fyrir íslenskt efnahagslíf,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, innt eftir...
Meira
Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Eftir stöðugan uppgang á tónleikamarkaðnum hér á landi í mörg ár virðist nú vera farið að kreppa að og erfiðara er að selja upp á tónleika erlendra listamanna. Tvær ástæður virðast vera fyrir þróuninni.
Meira
Teitur Gissurarson teitur@mbl.is Fellibylurinn Mangkhut, sem varð um sextíu manns að bana á N-Filippseyjum skall með ofsa á meginlandi Kína í gær, eftir að hafa skilið eftir sig slóð eyðileggingar í Hong Kong og á Macau.
Meira
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, blandaði sér í umræðu um lendingargjöld íslenskra flugfélaga með stuttri færslu á Twitter síðdegis á laugardaginn.
Meira
Á meðan Mangkhut ríður yfir Kína eru Filippseyingar í óðaönn að reyna að bjarga því sem bjargað verður. Ljóst er að eyðileggingin er gríðarlega mikil og hafa 59 verið staðfestir látnir þarlendis vegna ofsaveðursins.
Meira
Haustið er byrjað að setja lit sinn á Þingvelli. Eftir einstaka frostnætur er laufið á trjánum orðið skrautlegra, gult og rautt. Trén draga efni úr laufþekjunni niður í rætur til að undirbúa vöxt næsta árs, áður en laufið fellur.
Meira
• Íris Róbertsdóttir fæddist í Vestmannaeyjum 1972 og ólst þar upp. Útskrifaðist frá HÍ með B.Ed.-próf í kennslufræði og réttindi grunnskólakennara árið 2004. • Frá útskrift hefur Íris m.a.
Meira
Íbúar í Urriðaholti og golfarar á Urriðavelli þurfa ekkert að óttast þó að sjáist til refa þar á svæðinu. Þetta segir Ragnheiður Rakel Hanson dýrafræðingur í samtali við Morgunblaðið.
Meira
Leikmenn Stjörnunnar úr Garðabæ fögnuðu Mjólkurbikarnum með viðeigandi hætti eftir að þeir unnu nágranna sína í Kópavogsliðinu Breiðabliki í vítaspyrnukeppni eftir markalausan framlengdan leik á Laugardalsvelli í fyrradag.
Meira
Baksvið Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Risarnir á dagvörumarkaði fara ólíkar leiðir þegar þeir selja verslanir til að fullnægja skilyrðum samkeppnisyfirvalda fyrir samruna við söluskála olíufélaganna.
Meira
Lögreglan á Suðurnesjum handtók um hádegisbil á laugardag karlmann sem hafði veist að lögreglubíl með öxi. Lögregla var í útkalli vegna heimilisófriðar þegar atvikið kom upp.
Meira
„Fundurinn var fjölsóttur og sýnir áhuga og jafnframt áhyggjur fólks af skipulagsmálum hjá Reykjavíkurborg,“ segir Ögumundur Jónasson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, en hann stóð á laugardag fyrir opnum fundi um peningaæði í...
Meira
Teitur Gissurarson teitur@mbl.is Veðurstofa Íslands hefur sent frá sér gula viðvörun vegna veðurs þar sem búist er við hvassviðri með rigningu eða snjókomu á miðvikudag og fimmtudag.
Meira
Flugtafir urðu á Keflavíkurflugvelli í gær vegna glussa sem lekið hafði úr flugvél á flugbraut vallarins. Nokkrar vélar þurftu að hringsóla í nágrenni við flugvöllinn á meðan flugbrautin var hreinsuð.
Meira
Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Forsvarsmenn vinnuveitenda og launþegahreyfingar hafa hist á óformlegum fundum að undanförnu og rætt kjarasamningana sem verða lausir í lok þessa árs.
Meira
Útgerðarfyrirtæki í Vestmannaeyjum greiddu á síðasta fiskveiðiári, sem lauk 1. september síðastliðinn, vel yfir einn milljarð króna í veiðigjöld sem var nærri tvöföldun frá árinu á undan.
Meira
Fyrirtækið 4th Planet logistics vinnur nú að því að þróa leiðir til að kortleggja og gera hella á tunglinu og Mars byggilega í Stefánshelli í Hallmundarhrauni, að því er fram kemur í umfjöllun á mbl.is.
Meira
Um 1.300 áhugamenn um vísindaskáldskap og fantasíur sóttu aðdáendahátíðina Midgard sem fór fram um helgina. Um er að ræða fyrstu stóru hátíðina af þessum toga, sem er í anda bandarísku hátíðarinnar Comic Con.
Meira
Styrmir Gunnarsson vakti í gær athygli á sjónarmiðum Loga Einarssonar, formanns Samfylkingar, þegar þingmenn fjölluðu um stefnuræðu forsætisráðherra.
Meira
Önnur þáttaröð af Ozark hefur nú verið snædd og kyngt og melt. Það tók ekki langan tíma, um það bil þrjú kvöld, að gæða sér á tíu þáttum af þessum spennandi Netflix-þáttum og aðdáendum fyrstu seríu, sem var jú góð, lofa ég að þessi er enn betri.
Meira
Einleikurinn Allt sem er frábært eftir Duncan Macmillan í leikstjórn Ólafs Egils Egilssonar var frumsýndur Borgarleikhússins sl. föstudag, en um var að ræða fyrstu frumsýningu leikársins. Verkinu er lýst sem gleðileik um depurð.
Meira
Fjölskyldusöngleikinn Ronja ræningjadóttir eftir sögu Astridar Lindgren var frumsýndur í Þjóðleikhúsinu um helgina í leikstjórn Selmu Björnsdóttur með Sölku Sól í titilhlutverkinu.
Meira
Viðtal Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Það er forvitnilegt að skoða með augum sagnfræðingsins hvernig hugmyndir kristinna manna um Jesúm frá Nasaret hafa þróast og mótast í gegnum aldirnar.
Meira
Eftir Guðlaug Þór Þórðarson: "Með samstilltu átaki hafa nú, ári síðar, yfir hundrað tillögur þegar komið til framkvæmda. Þess sjást skýr merki í störfum okkar heima og erlendis."
Meira
Ein bók, einn penni, eitt barn eða einn kennari geta breytt heiminum.“ Orð þessi eru höfð eftir Malölu Yousafzai, ungri pakistanskri konu sem barist hefur fyrir réttindum barna og þá ekki síst stúlkna til þess að fá að ganga í skóla.
Meira
Eftir Soffíu Auði Birgisdóttur: "Svar við grein eftir Hannes Hólmstein Gissurarson sem birtist í laugardagsblaði Morgunblaðsins, 15. september 2018."
Meira
Doris Jelle fæddist í Nimtofte í Danmörku 12. október 1928. Hún lést á Landspítala Fossvogi 9. september 2018. Foreldrar Dorisar voru Einar Jelle, f. 22.12. 1900, d. 1.7. 1969, og Olga (Poulsen) Jelle, f. 26.6. 1902, d. 13.12. 1972.
MeiraKaupa minningabók
Gunnar Berg Björnsson fæddist 26. nóvember 1938 í Reykjavík. Hann lést 5. september 2018. Foreldrar hans voru Bergþóra Steinsdóttir og Björn Kristjánsson. Bróðir Gunnars er Steinar Berg Björnsson.
MeiraKaupa minningabók
Hulda Inger Klein Kristjánsson fæddist í Reykjavík 29. ágúst 1923. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Seljahlíð hinn 4. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jóhannes Carl Klein, danskur kjötiðnaðarmaður, kaupmaður og bryti, f. 24. febrúar 1887, d.
MeiraKaupa minningabók
Þórdís Harðardóttir fæddist í Reykjavík 22. júní 1944. Hún lést á líknardeild Landspítalans 9. september 2018. Foreldrar hennar voru Hörður Bjarnason frá Stóru-Mástungu, Gnúpverjahreppi, f. 18. febrúar 1920, d. 22.
MeiraKaupa minningabók
Jamie Dimon, fráfarandi bankastjóri JPMorgan Chase, sagðist á sunnudag sjá eftir ummælum sem hann lét falla í síðustu viku þar sem hann kvaðst vera „klárari“ en Donald Trump Bandaríkjaforseti og fær um að vinna hann í kosningu.
Meira
Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Á morgun kl. 14 hyggst flugfélagið WOW air senda frá sér tilkynningu um niðurstöðu skuldabréfaútboðs. Unnið hefur verið að fjármögnunarferli félagsins síðustu vikur.
Meira
Reikna má með að Donald Trump Bandaríkjaforseti muni innan skamms tilkynna að hann hyggist hækka tolla á 200 milljarða dala virði af kínverskum innflutningsvarningi.
Meira
Við hjónin erum á sundnámskeiði. Byrjuðum í síðustu viku að læra skriðsund upp á nýtt. Höfum hvorugt náð því almennilega þrátt fyrir að hafa mætt vel í sundkennslu í barnaskóla.
Meira
Margir mættu í Reykjaréttir á Skeiðum í blíðuveðri á laugardaginn. Féð kom vænt af afrétti, en fjallferð smala úr Flóa og af Skeiðum er alls tíu dagar og þurfa engir á landinu jafn langt að sækja.
Meira
30 ára Andri er Reykvíkingur, býr í Hlíðunum og er læknir á bæklunarskurðdeildinni á Landspítalanum. Maki : Ólöf Sigríður Magnúsdóttir, f. 1986, læknir á röntgendeildinni. Foreldrar : Óttar Víðir Hallsteinsson, f.
Meira
• Eiríkur Briem fæddist í Reykjavík 11. apríl 1979. Eiríkur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1999, B.Sc.-prófi í líffræði frá Háskóla Íslands 2002 og MS-prófi í líf- og matvælatækni frá Háskólanum í Lundi 2005.
Meira
Næstkomandi föstudagskvöld verður partísýning í Bíó Paradís. Við förum til ársins 1994 og sjáum myndina Pulp Fiction sem af mörgum er talin vera ein besta mynd sem gerð hefur verið.
Meira
Ari Kristinn Jónsson fæddist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 17.9. 1968: „Það varð stuttur stans fyrir norðan því ég flutti nokkurra vikna til Þýskalands með foreldrum mínum þar sem faðir minn stundaði doktorsnám í stærðfræði.
Meira
30 ára Jana er frá Hveragerði en býr í Reykjavík. Hún er verslunarstjóri hjá Feldi verkstæði. Maki : Davíð Örn Jóhannsson, f. 1981, tölvunarfræðingur hjá Icelandair. Stjúpdóttir : Ástrós Thelma, f. 2006. Foreldrar : Óskar Snorrason, f. 1961, fv.
Meira
Sigurlín Hermannsdóttir sá hvernig „morgungeislarnir lágu næstum láréttir á Tjörninni“ þegar hún kom til vinnu á fimmtudagsmorgun, – og orti þessa fallegu braghendu: Glóey sífellt seinna drífur sig á fætur.
Meira
Kristín Berta Guðnadóttir, félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur, á 40 ára afmæli í dag. Hún er sérfræðingur hjá Barnahúsi og vinnur þar við áfallameðferð barna og unglinga.
Meira
Orðtakið að fara ekki varhluta af e-u þýðir að fá sinn skerf af e-u . Sumum þykir það bundið við e-ð neikvætt: „Hún hefur ekki farið varhluta af erfiðleikum í lífinu.“ En það er engin nauðsyn.
Meira
40 ára Reynir fæddist í Íþöku í New York-ríki en ólst upp í Rvík. Hann býr í Kópavogi og er verkfr. og deildarstj. hjá Össuri. Maki : Elva Rakel Jónsdóttir, f. 1979, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun. Börn : Freydís Edda, f. 2005, Heimir Snorri, f.
Meira
Söngkonan og lagahöfundurinn Anastacia fagnar fimmtugsafmæli í dag. Hún fæddist í Chicago og hefur stundum verið nefnd smáa söngkonan með stóru röddina en hún er aðeins 1,57 á hæð.
Meira
95 ára Björgvin Alexandersson Guðný Ásgeirsdóttir 90 ára Eiríkur Runólfsson Lára Vilhelmsdóttir Theódóra Steffensen 85 ára Ása Guðmundsdóttir Kristín Bjarnadóttir Margrét Magnúsdóttir Ragnhildur Einarsdóttir 80 ára Bára Helgadóttir Karl Reynir...
Meira
Vinirnir Karl , Jónas , Bragi og Sigríður Dúna smíðuðu nammivél úr pappakössum og seldu sælgæti til styrktar Rauða krossinum. Söfnunin fór fram við Langholtsskóla og söfnuðust alls 5.098 kr. Á myndinni eru Karl og...
Meira
Í síðustu viku var greint frá því að Matvælastofnun hefði gripið í taumana þegar einhver gerði sér að leik að reyna ólöglegan innflutning á páfagauk til landsins. Slíkt er reglum og lögum samkvæmt mikið hættuspil, enda skulu dýr þessi, sem skv.
Meira
17. september 1717 Gos hófst í norðanverðum Vatnajökli. „Varð svo mikið myrkur með dunum og jarðskjálftum í Þingeyjarsýslum að eigi sá á hönd sér,“ sagði í ritinu Landskjálftar á Íslandi.
Meira
0:1 Atli Arnarson 20. með viðstöðulausu skoti af markteig eftir sendingu Diego Coelho frá vinstri. 1:1 Patrick Pedersen 56. renndi boltanum undir Halldór markvörð eftir sendingu Andra Adolphssonar inn í vítateiginn. 2:1 Haukur Páll Sigurðsson 59.
Meira
0:1 Frans Elvarsson 34. með góðu skoti eftir að hann hirti boltann af Aroni Bjarka. 1:1 Pálmi Rafn Pálmason 35. fékk boltann í miðjum teignum og smellti honum upp í samskeytin. 2:1 Atli Sigurjónsson 74. með lúmsku innanfótarskoti frá vítateigslínu.
Meira
0:1 Valmir Berisha 4. með föstu skoti á nærstöng eftir að fyrra skot hans var varið. Gul spjöld: Björn (Grindavík) 62 (brot), Brynjar (Grindavík) 84. (brot), Joensen (Grindavík) 85 (mótmæli), Almarr (Fjölni) 89. (brot) Rauð spjöld: Engin.
Meira
1:0 Gunnlaugur Fannar Guðmundsson 74. Davíð Örn tók langt innkast og eftir klafs í teignum barst boltinn til Gunnlaugs sem skoraði með föstu skoti neðst í markhornið. 1:1 Jákub Ludvik Tomsen 79.
Meira
Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur komist að þeirri niðurstöðu að leikur Hugins og Völsungs í 2. deild karla í knattspyrnu, sem fram fór á Seyðisfjarðarvelli í ágúst, sé ógildur og verður leikurinn spilaður að nýju.
Meira
Í Laugardal Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Fyrsti bikarmeistaratitill Stjörnunnar í karlaflokki í knattspyrnu er kominn í hús eftir maraþonviðureign við Breiðablik í úrslitum Mjólkurbikarsins á laugardaginn var.
Meira
England Everton – West Ham 1:3 • Gylfi Þór Sigurðsson lék allan leikinn fyrir Everton og skoraði mark liðsins. Wolves – Burnley 1:0 • Jóhann Berg Guðmundsson lék allan leikinn fyrir Burnley.
Meira
ÍBV byrjaði leiktíðina í Olís-deild kvenna í handbolta á því að vinna nokkuð sannfærandi sigur á Stjörnunni, 27:25, í Vestmannaeyjum. Meistaraefnin í Val unnu sex marka sigur á KA/Þór á Akureyri, 25:19, eftir að hafa komist í 9:1.
Meira
Í Hafnarfirði Ívar Benediktsson iben@mbl.is FH-ingar fara vel af stað á Íslandsmótinu í handknattleik. Liðið hefur fengið þrjú stig í tveimur fyrstu leikjum sínum eftir öruggan sigur á lánlausum leikmönnum Fram, 29:27, í Kaplakrika í gærkvöldi.
Meira
EM 2021 Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Íslenska karlalandsliðið í körfubolta mátti þola afar svekkjandi 80:77-tap fyrir Portúgal ytra í fyrsta leik sínum í forkeppni Evrópumótsins 2021.
Meira
Gísli Þorgeir Kristjánsson lék sinn fyrsta leik fyrir stórveldið Kiel í þýsku 1. deildinni í handbolta í gær. Gísli skoraði jafnframt sitt fyrsta mark fyrir liðið í 34:20-sigri á Bietigheim.
Meira
HK og ÍA leika í efstu deild karla í knattspyrnu á næstu leiktíð en lið Selfyssinga er fallið niður í 2. deild. Þetta varð ljóst þegar næstsíðasta umferð Inkasso-deildarinnar var leikin um helgina.
Meira
Þrjár landsliðskonur í fótbolta voru á skotskónum með félagsliðum sínum á Norðurlöndum um helgina. Ingibjörg Sigurðardóttir skoraði fyrra mark Djurgården og þriðja deildarmark sitt á leiktíðinni í 2:0 sigri á Växjö í efstu deild Svíþjóðar í gær.
Meira
Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson náði stórum áfanga í gær þegar hann skoraði mark AZ Alkmaar í 1:1-jafntefli við Feyenoord í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.
Meira
Á VÖLLUNUM Víðir Sigurðsson Guðmundur Hilmarsson Jóhann Ólafsson Jóhann Ingi Hafþórsson Íslandsmeistarar Vals eru enn með örlögin í höndum sér í toppbaráttu Pepsi-deildar karla í knattspyrnu eftir 5:1-sigur á ÍBV í gær þar sem Patrick Pedersen skoraði...
Meira
Gylfi Þór Sigurðsson varð í gær fimmti leikmaðurinn á þessari leiktíð til þess að bera fyrirliðabandið hjá Everton, þegar liðið tapaði 3:1 fyrir West Ham í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.
Meira
Eliud Kipchoge frá Kenía setti glæsilegt heimsmet í maraþonhlaupi í Berlín í gær þegar hann kom í mark á 2:01:39 klukkustundum. Hann sló heimsmet landa síns, Dennis Kimetto, um tæpar 80 sekúndur.
Meira
Vítaspyrnukeppni: 0:1 Thomas Mikkelsen skorar fyrir Breiðablik. 1:1 Hilmar Árni Halldórsson skorar fyrir Stjörnuna. 2:1 Baldur Sigurðsson skorar fyrir Stjörnuna. Oliver Sigurjónsson skýtur yfir. Arnór G. Ragnarsson skýtur en Haraldur ver.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.