Vinstri hreyfingin – grænt framboð (VG) hefur skilað ársreikningi fyrir árið 2017 til Ríkisendurskoðunar, og nam tap af rekstri flokksins 13,7 milljónum króna.
Meira
Í þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar kemur fram að Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, er með langflest mál á sinni könnu, eða 46 talsins, sem hlýtur að teljast eðlilegt, miðað við eðli starfa fjármálaráðuneytisins.
Meira
Á milli Hitlers og Stalíns. Mestu hörmungartímar Norðurlanda á 20. öld nefnist fyrirlestur sem Valur Gunnarsson flytur í dag kl. 12.05 í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands.
Meira
Sjö lögreglumenn særðust í Kænugarði í gær í átökum við þjóðernissinna sem mótmæltu ákvörðun yfirvalda í Úkraínu um að framselja rússneskan ríkisborgara sem yfirvöld í Rússlandi telja að sé liðsmaður hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams.
Meira
Borgin Wilmington í Norður-Karólínu hefur einangrast vegna mikilla flóða sem fylgdu fellibylnum Flórens í ríkinu á föstudag og laugardag. Vindhraðinn hefur minnkað og óveðrið er nú skilgreint sem hitabeltislægð.
Meira
28,1% íbúa Japans, eða 35,6 milljónir, eru 65 ára eða eldri og er það hærra hlutfall en í nokkru öðru landi í heiminum. Hlutfall aldraðra er næsthæst á Ítalíu, 23,3%, og næst koma Portúgal, 21,9% og Þýskaland, 21,7%, að sögn fréttaveitunnar AFP.
Meira
Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Fyrsti snjórinn á þessu hausti kom nú um helgina. Við Frostastaðavatn á Landmannaafrétti var marautt yfir að líta um kl. 20 á laugardagskvöldið þegar myndin sem er til vinstri hér að ofan var tekin.
Meira
Þúfa myndlistarkonunnar Ólafar Nordal er vinsæll viðkomustaður hjá þeim sem ganga um Reykjavíkurhöfn. Þessar ungu stúlkur nutu þess að spígspora um steinþrep listaverksins og virða fyrir sér fallegt útsýnið.
Meira
Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Sigríður Andersen dómsmálaráðherra hefur lagt fram stjórnarfrumvarp á Alþingi um refsingar fyrir hópmorð, glæpi gegn mannúð, stríðsglæpi og glæpi gegn friði.
Meira
Innleiðing á þriðja orkupakka Evrópusambandsins í lög hér á landi fæli ekki í sér slík frávik frá þverpólitískri stefnumörkun og réttarþróun á Íslandi að það kalli sérstaklega á endurskoðun samningsins um Evrópska efnahagssvæðið.
Meira
Hálendi Íslands Ferðamenn sjást víða og ekki síst fjarri mannabyggðum. Ekki er samt á allra færi að fara um hálendi landsins en þeir sem eru til þess búnir njóta gjarnan...
Meira
Í síðustu könnunum um atvinnustarfsemi í Gömlu höfninni hafa forsvarsmenn fyrirtækja verið spurðir um umferðarmál og var það einnig gert núna. Sérstaklega var spurt um Örfirisey og 28 fannst umferðin þar vera í lagi af þeim 146 sem höfðu skoðun á...
Meira
Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Þeim sem starfa í Gömlu höfninni í Reykjavík hefur fjölgað mjög á síðustu árum og virðist vera mikill uppgangur á hafnarsvæðinu. Í svörum frá stærstum hluta fyrirtækja þar kemur fram að í sumar störfuðu 3.
Meira
Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is Pysjutíðin stendur sem hæst um þessar mundir í Vestmannaeyjum og hafa margir Eyjamenn gert sér glaðan dag og bjargað pysjum.
Meira
Breiðablik varð í gærkvöld Íslandsmeistari kvenna í knattspyrnu í sautjánda skipti með því að sigra Selfoss 3:1 í næstsíðustu umferð Pepsi-deildar kvenna á Kópavogsvelli.
Meira
Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Umhverfisstofnun hefur hafnað beiðni Ferðafélags Íslands um að reisa 42 fermetra skjólhús í Hrafntinnuskeri, sem er innan Friðlandsins að Fjallabaki.
Meira
Sigurður Ægisson Siglufirði Þessi ungi smyrill var að gæða sér á nýveiddum hrossagauk á dögunum og nærvera ljósmyndarans virtist ekki hafa nein truflandi áhrif. Smyrillinn er norðlægur fugl með útbreiðslu um alla jörð. Hann er t.d.
Meira
Alls störfuðu 3.216 manns í Gömlu höfninni í Reykjavík í sumar. Þetta er niðurstaða reglulegrar könnunar á vegum Faxaflóahafna og sýnir hún mikinn uppgang á hafnarsvæðinu. Starfsmönnum hafði fjölgað um 59% frá samskonar könnun árið 2013.
Meira
Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Formaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur (OR) hefur óskað eftir því við innri endurskoðun Reykjavíkurborgar að gerð verði úttekt á vinnustaðamenningu og tilteknum starfsmannamálum hjá samstæðunni.
Meira
Velferðarráðuneytinu verður skipt upp í heilbrigðisráðuneyti og félagsmálaráðuneyti, jafnréttismál munu færast á ábyrgð forsætisráðuneytisins og málefni mannvirkja færast úr umhverfisráðuneyti í félagsmálaráðuneyti.
Meira
Fjallmenn á Landmannaafrétti fengu kalsarigningu þegar þeir smöluðu í kringum Landmannalaugar um helgina. Í gær fluttu þeir sig niður í Landmannahelli í góðu veðri.
Meira
Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi til dómsmálaráðherra í því skyni að reyna að eyða lagalegri óvissu um það hvort umskurður á kynfærum drengja sé í raun leyfilegur.
Meira
Tólf manna vinnuhópur á vegum Ferðafélags Íslands fór í vinnu- og frágangsferð í Hrafntinnusker um helgina. Farið var með efni og aðföng á fimm jeppum og tveimur vörubílum með krana. Einnig voru grafa og haugsuga með í för.
Meira
Baksvið Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Yfirlit um þau þingmál sem ríkisstjórnin hyggst flytja á þingi því sem nú er nýhafið, var lagt fram á Alþingi, samhliða flutningi forsætisráðherra á stefnuræðu sinni, ásamt áætlun um hvenær málum verður útbýtt.
Meira
Heimssýn stendur vaktina og segir í pistli sínum frá eftirtektarverðum fundi með Poul M. Thomsen í Hörpu en hann var í fyrstu lotu afskipta AGS hér en fór síðan í seintækari verkefni: „Poul M.
Meira
New York City-ballettflokkurinn rak um helgina tvo af helstu karldönsurum flokksins eftir að þeir voru nefndir í ákæru konu sem sakar þriðja dansarann, sem hafði þegar sagt upp hjá flokknum, um að hafa dreift á netinu póstum með ósæmilegum myndum af...
Meira
Fimmtánda Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík, RIFF, hefst fimmtudaginn 27. september, með sýningu á Donbass eftir Sergei Loznitsa. Kvikmyndaveislan stendur yfir í ellefu daga og lýkur 7. október með sýningu á verðlaunamyndum hátíðarinnar.
Meira
Kynnt hefur verið hvaða fjórar byggingar keppa til úrslita um hin virtu alþjóðlegu RIBA-arkitektúrverðlaun sem veitt eru annað hvert ár en þau eru kennd við Royal Institute of British Architects.
Meira
Þriðja hefti Tímarits Máls og menningar á árinu er komið í dreifingu en á kápu er listaverk eftir Þuríði Sigurðardóttur, háspennumastur á upphlut.
Meira
Leikstjórn: John Turtletaub. Aðalleikarar: Jason Statham, Li Bingbing, Winston Chao, Cliff Curtis, Ólafur Darri Ólafsson, Jessica McNamee, Robert Taylor, Rainn Wilson. Bandaríkin og Kína, 2018. 113 mín.
Meira
Í Gallerí Fold við Rauðarárstíg hefur verið opnuð samsýning tveggja Færeyinga, þeirra Øssur Mohr og Birgit Kirke. Náttúra Færeyja spilar stórt hlutverk í verkum Øssur Mohr og í þeim má sjá merki um vind, rigningu og sól í verkum Mohrs.
Meira
Kvikmynd leikstjórans Baldvins Z, Lof mér að falla , var tekjuhæsta kvikmynd helgarinnar líkt og helgina áður og sáu hana að þessu sinni 7.116 manns. Næst henni kom hryllingsspennumyndin The Predator sem um 3.
Meira
Ég var á fjórða ári þegar RÚV hóf sjónvarpsútsendingar. Ég man ekki eftir því og veit heldur ekki hvenær sjónvarp kom inn á æskuheimili mitt. Ég man eftir Rannveigu og krumma og Dýrlingnum, sem ég mátti ekki horfa á.
Meira
Flosason/Olding kvartett kemur fram á djasskvöldi á Kex hosteli við Skúlagötu í kvöld kl. 21. Kvartettinn skipa þeir Sigurður Flosason á saxófón, Hans Olding frá Svíþjóð á gítar og Danirnir Jakob Roland Hansen á kontrabassa og Andreas Fryland á trommur.
Meira
Hvernig myndir þú bregðast við ef krakkarnir þínir bæðu um 5.000 kr. til að kaupa eitthvað í búðinni? Líklega myndirðu bregðast illa við ef ætlunin væri að kaupa bland í poka fyrir allan peninginn.
Meira
Mig langar að vekja athygli lesenda á óborganlegum sögum sem Jónína Leósdóttir skrifar um Eddu sem býr á Birkimelnum, en Edda lætur fátt framhjá sér fara og leysir glæpi og vanda samferðamanna sinna.
Meira
Eftir Albert Þór Jónsson: "En stjórn og stjórnendur IG hafa ekki verið nógu kvik í kvikum markaði og keppinautar hafa einfaldlega verið sneggri í harðri samkeppni."
Meira
Ásgeir Jóhannes Axelsson fæddist í Höfðabrekku á Grenivík 30. október 1942. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 8. september 2018. Foreldrar hans voru Axel Jóhannesson, f. 13. janúar 1896, d. 4. mars 1986, og Sigurbjörg Steingrímsdóttir, f.
MeiraKaupa minningabók
Guðrún Þórunn fæddist 9. október 1932 á Bollastöðum í Austur-Húnavatnssýslu. Hún lést á HSN á Blönduósi 4. september 2018. Foreldrar hennar voru Steingrímur Magnússon frá Njálsstöðum og Ríkey Magnúsdóttir, f. á Ásmundarnesi í Strandasýslu.
MeiraKaupa minningabók
Sveinn Gíslason vélsmiður fæddist í Reykjavík 7. mars 1929. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 10. september 2018. Foreldrar hans voru Gísli Sveinsson vélsmiður, f. 6. ágúst 1897, d. 10. desember 1964, og Kristín Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 27.
MeiraKaupa minningabók
Tómas Sæmundsson fæddist í Hveragerði 15. apríl 1936. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 12. september 2018. Foreldrar hans voru Sæmundur Þorláksson, f. 15.9. 1903, d. 14.12.
MeiraKaupa minningabók
Ben Baldanza situr enn í stjórn WOW air samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra sem Morgunblaðið óskaði eftir. Greint var frá því í fréttum um liðna helgi að hann væri hættur í stjórninni. Í samtali við vefsíðuna turisti.
Meira
Baksvið Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Fulltrúar sautján smárra og meðalstórra íslenskra fyrirtækja settust á skólabekk í Kauphöllinni, Nasdaq Iceland, nú á dögunum, þegar First North skólinn svokallaði var settur.
Meira
Þau eiga engra hagsmuna að gæta en tóku sig samt til og slógu Laugarneshólinn sem var kominn á kaf í kerfil og njóla. Hóllinn sá geymir dýrmætar æskuminningar systkinanna Þuríðar og Gunnþórs sem fæddust þar og ólust upp.
Meira
6.45 til 9 Ísland vaknar Logi Bergmann, Rikka og Rúnar Freyr vakna með hlustendum K100 alla virka morgna. 9 til 12 Siggi Gunnars Skemmtileg tónlist og góðir gestir reka nefið inn.
Meira
Björn Fr. Björnsson fæddist í Reykjavík 18.9. 1909, sonur hjónanna Guðrúnar Helgu Guðmundsdóttur húsfreyju og Björns Hieronymussonar, verkamanns og steinsmiðs. Fyrsta kona Björns var Margrét Þorsteinsdóttir húsfreyja sem lést 1961.
Meira
Á þessum degi árið 1970 var Jimi Hendrix fluttur á St. Mary Abbot's sjúkrahúsið í London en hann var látinn þegar þangað var komið. Hann var á sínu 28. aldursári en hann fæddist í Seattle 12. nóvember árið 1942.
Meira
30 ára Elísabet ólst upp í Mosfellsbæ, býr þar, lauk stúdentsprófi frá Keili og stundar nám í félagsráðgjöf við HÍ. Maki: Jóhann Breiðfjörð, f. 1986, að hefja nám. Börn: Aðalsteinn Breiðfjörð, f. 2007, og Magdalena Signý, f. 2018.
Meira
Í Vísnahorni á fimmtudaginn voru vísur eftir Auðólf Gunnarson lækni og slæddist þar inn vond villa og biðst ég velvirðingar á því. Rétt er vísan, „Kvöld á Hólsfjöllum“, svona: Á Hólsfjöllum var himneskt kveld við hjara norðurslóðar.
Meira
40 ára Helga ólst upp í Mosfellsbæ, býr í Reykjavík, lauk leikskólakennaraprófi og er leikskólakennari við Aðalþing við Elliðavatn. Maki: Arnór Heiðar Sigurðsson, f. 1981, forritari. Dætur : Gróa, f. 2013, og Salvör, f. 2016.
Meira
30 ára Ingólfur ólst upp á Seltjarnarnesi, býr í Kópavogi, lauk lyfjafræðiprófi frá HÍ og er lyfjafræðingur hjá Icepharma ehf. Maki: Birna Þórisdóttir, f. 1988, doktor í næringarfræði. Börn: Bjarki Þór, f. 2015, og Aníta Auður, f. 2017.
Meira
Áhrifavaldurinn Erna Kristín Stefánsdóttir var gestur í Ísland vaknar á K100 en nýlega opnaði hún síðu á Facebook sem ber heitið Jákvæð líkamsímynd. Hópurinn stækkar hratt og er opinn báðum kynjum.
Meira
Þótt ekki blési byrlega „sátu þeir ekki auðum höndum og létu kyrrt liggja“ heldur hófust handa við byggingu, var sagt um athafnamenn. „[S]átu þeir ekki auðum höndum“ á klárlega við: þeir sátu ekki aðgerðalausir .
Meira
Ég er stödd í Reykjavík að versla fyrir afmælið mitt,“ segir Sesselja Kristín Eggertsdóttir þegar blaðamaður hafði samband við hana í gær, en hún á 50 ára afmæli í dag.
Meira
90 ára Kristín Jóhannesdóttir Ólöf Valdimarsdóttir 85 ára Anna María Haraldsdóttir Hlíf Helgadóttir 80 ára Ólafur Hallgrímsson Þorvaldur Pálsson Þóra Jónsdóttir 75 ára Oddgeir Þ.
Meira
Víkverji rifjaði upp kynnin af Ally McBeal um helgina; sjónvarpsþáttum sem hann hafði allnokkurt dálæti á fyrir um tveimur áratugum. Sjónvarp Símans endursýnir þá um þessar mundir en þetta var fyrsti þátturinn sem Víkverji sér frá upphafi til enda.
Meira
18. september 1755 Mistur lagðist yfir Norðurland. Þetta var „nokkurs konar rauðleit reykþoka sem bar með sér dust“, sagði í ritinu Landskjálftar á Íslandi.
Meira
0:1 Grace Rapp 23. með glæsilegu skoti í vinstra hornið eftir sendingu frá Magdalenu. 1:1 Berglind Björg Þorvaldsdóttir 50. skoraði auðveldlega frá markteig eftir fyrirgjöf Hildar. 2:1 Alexandra Jóhannsdóttir 51.
Meira
1:0 Cloé Lacasse 14. með skoti undir markvörð HK/Víkings eftir flotta sendingu inn fyrir vörn gestanna. 2:0 Birgitta Sól Vilbergsdóttir 20. skoraði fyrsta mark sitt í efstu deild eftir klafs í teignum með skoti í vinstra markhornið. 3:0 Cloé Lacasse 22.
Meira
1:0 Dilja Ýr Zomers 26. með skalla af stuttu færi eftir fyrirgjöf Ernu. 1:1 Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir 28. reyndi fyrirgjöf frá vinstri sem fór yfir Anítu og í markið. 1:2 Guðmunda Brynja Óladóttir 34. með föstu skoti í nærhornið fyrir utan teig.
Meira
1:0 Katrín Ómarsdóttir 20. skallaði boltann í netið af stuttu færi eftir fyrirgjöf Hugrúnar Lilju. 2:0 Ingunn Haraldsdóttir 88. með skalla í markteig eftir hornspyrnu Katrínar. 2:1 Rio Hardy 90.
Meira
1:0 Stephany Mayor 17. klippti boltann á lofti í bláhornið eftir fyrirgjöf Huldu Óskar. 2:0 Sandra María Jessen 51. með skalla af markteig eftir fyrirgjöf Stephany Mayor. 2:1 Guðrún Karítas Sigurðardóttir 52.
Meira
Í Smáranum Kristján Jónsson kris@mbl.is Alexandra Jóhannsdóttir kórónaði gott tímabil sitt hjá Breiðabliki þegar hún skoraði tvívegis í 3:1 sigri á Selfossi í gær. Breiðablik tryggði sér þar með Íslandsmeistaratitilinn þegar ein umferð er eftir.
Meira
Á völlunum Kristján Jónsson Einar Sigtryggsson Jóhann Ingi Hafþórsson Bjarni Helgason Guðmundur Tómas Sigfússon Kvennalið Breiðabliks stendur uppi sem tvöfaldur sigurvegari í knattspyrnunni í sumar.
Meira
Fyrir nákvæmlega 50 árum, 18. september árið 1968, mættu 18.243 áhorfendur á fótboltaleik á Laugardalsvellinum og settu vallarmet sem stóð í 36 ár.
Meira
Að Varmá Ívar Benediktsson iben@mbl.is ÍR-ingar voru klaufskir að fá ekki annað stigið úr viðureign sinni við Aftureldingu að Varmá í gærkvöldi þegar liðin leiddu saman hesta sína í annarri umferð Olís-deildar karla í handknattleik.
Meira
Marvin Valdimarsson, einn reynslumesti leikmaður Stjörnunnar í körfuknattleik, hefur sagt skilið við liðið og mun fara að draga sig að mestu í hlé frá keppni. Marvin staðfesti þetta við karfan.
Meira
Fótbolti Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Eins og spennan og dramatíkin í 2. deild karla í knattspyrnu hafi ekki verið næg í sumar þá eykst hvort tveggja enn með dómi áfrýjunardómstóls KSÍ í fyrradag vegna leiks Hugins og Völsungs frá 17. ágúst.
Meira
Selfoss er með fullt hús stiga eftir tvær umferðir í Olís-deild karla í handknattleik eftir að hafa sótt tvö stig norður yfir heiðar og unnið þar sex marka sigur á nýliðum Akureyrar, 36:30, í gærkvöld.
Meira
Í svona þjálfun lærir maður að hafa betri stjórn á bílnum og bregðast rétt við ef eitthvað kemur upp á. Við keyrum með börnin okkar og fjölskyldu og öryggis vegna ætti fólk alltaf að þjálfa sig í því hvernig á að bregðast við óvæntum aðstæðum
Meira
Litli borgarbíllinn Þegar ég hóf nám við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri var ljóst að ég þurfti að fá mér lítinn sparneytinn bíl og eignaðist Yaris T-sport.
Meira
Ég fylltist ljúfsárri sorg þegar, eftir heilan dag af akstri á Combo-inum, það rann upp fyrir mér að líklega mun hann ekki henta mínum lífsstíl á næstunni.
Meira
Birtur hefur verið listi yfir bíla sem komust í forval um hver þeirra skal hljóta titilinn „bíll ársins 2019“. Þýskir, japanskir og kóreskir bílar eru þar fjölmargir.
Meira
Lúxusbíladeild PSA Peugeot-Citroën, DS, hefur aukið við bílalínu sína með DS 3 Crossback sem telst til flokks smájeppa. Mun hann á næsta ári, 2019, leysa af hólmi DS 3-hlaðbakinn en sá bíll þykir kominn til ára sinna.
Meira
Bestu ljósmyndarar septembermánaðar sköpuðu myndir sem sýna hreyfingu og kraft og nýta eiginleika umhverfisins til að draga fram það fegursta í fari hvers bíls
Meira
„Mín fyrstu viðbrögð eru að þótt tólf ár virðist stuttur tími fyrir orkuskipti í samgöngum þá er markmiðið kannski ekki óraunhæft ef við skoðum þær framfarir sem bílaframleiðendur hafa náð á undanförnum tólf árum,“ segir Benedikt Eyjólfsson,...
Meira
Suzuki og Lexus smíða áreiðanlegustu bílana ef marka má niðurstöður árlegrar könnunar breska bílaritsins What Car? á endingartrausti bíla. „Við leituðum til meira en 18.000 manns og báðum þá að svara spurningum um áreiðanleika bíla sinna.
Meira
„Við erum almennt ánægð með þessa stefnu en undanfarin fimm ár hefur BL verið virkur þátttakandi í rafbílavæðingunni,“ segir Brynjar Elefsen Óskarsson, vörumerkjastjóri BL.
Meira
Þjóðverjar hafa verið eftirbátar annarra í þróun og framleiðslu rafdrifinna bíla. Hlutur þeirra mun rétta sig af með nýjum örlitlum rafbíl að nafni e.Go sem hafin er framleiðsla á. E.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.