„Menn eru að skoða þetta meira en var,“ segir Ketill Sigurjónsson orkuráðgjafi. Hann á von á því að eftir tíu ár verði uppsett vindafl e.t.v. 200 MW, eða um það bil 50 vindmyllur, en kunni vissulega að vera minna eða meira.
Meira
Allmargir ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur um helgina í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum. Sá sem hraðast ók mældist á 167 km hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund.
Meira
Brimbrettakappi notfærði sér öldurnar við Gróttu á Seltjarnarnesi í fyrradag og brunaði á bretti sínu með glæsibrag. Brimbrettareið er vinsæl íþrótt og mikið stunduð í heitari löndum.
Meira
Ríkissaksóknari ætlar að áfrýja dómi Héraðsdóms Suðurlands yfir Val Lýðssyni til Landsréttar. Þetta staðfesti Helgi Magnús Gunnarsson. Valur var dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir að verða bróður sínum, Ragnari Lýðssyni, að bana.
Meira
Hross og borg Við Esjurætur skellti þetta gerðarlega hross sér í aðalhlutverk myndbyggingar. Fjær í haustskímunni má sjá Viðey, meginbyggð höfuðborgarinnar og...
Meira
Gengið var frá tilboðstryggingu í byggingarrétt á öllum lóðum í Úlfarsárdal nema fjórum þegar tilboð voru opnuð og lesin upp í heyranda hljóði í Ráðhúsi Reykjavíkur.
Meira
Icelandair flutti 427 þúsund farþega í september síðastliðnum og fjölgaði þeim um 1% miðað við sama mánuð árinu áður. WOW air flutti hins vegar 362 þúsund farþega til og frá landinu í sama mánuði en það voru um 27% fleiri farþegar en í september 2017.
Meira
Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Björgun ehf. mun hætta starfsemi í Sævarhöfða fyrir 1. júní 2019, hvað sem líður leit að annarri lóð fyrir fyrirtækið. Þetta segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í svarbréfi til íbúasamtaka Bryggjuhverfis.
Meira
Þrjú fyrirtæki skiluðu tilboðum í smíði fjölnota íþróttahúss í Suður-Mjódd í Breiðholti, en tilboð voru opnuð nýlega. Þetta var alútboð á vegum umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Munck Íslandi ehf. bauð krónur 1.010.530.758.
Meira
Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Hægrimaðurinn Jair Bolsonaro fékk mest fylgi í forsetakosningum í Brasilíu í fyrradag en náði ekki meirihluta atkvæða, þannig að kjósa þarf á milli hans og næstefsta forsetaefnisins eftir þrjár vikur.
Meira
Karl Harðarson, forstjóri ThorShip, lést síðastliðinn föstudag, 5. október, 59 ára að aldri. Karl fæddist 2. ágúst 1959, sonur hjónanna Harðar Sófussonar vélstjóra og Geirlaugar Karlsdóttur skrifstofukonu.
Meira
Jarðvegurinn undir Kópavogsvelli er nú kannaður. Til stendur að leggja gervigras á völlinn og setja upp flóðlýsingu, að sögn Ómars Stefánssonar forstöðumanns. Kanna þarf jarðvegsstöðuna og hvort skipta þarf um mikinn jarðveg í vellinum.
Meira
Viðtal Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Þetta er flókið mál og mér finnst kerfið hafa klikkað. Kerfið gerir ekki ráð fyrir því að það er fólk fyrir vestan sem hefur lífsviðurværi sitt af þessari starfsemi.
Meira
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur á morgun tveggja vikna fundaferð sína um landið til að ræða nýtt frumvarp til laga um veiðigjald og stöðu sjávarútvegsins almennt. Fundirnir eru öllum opnir.
Meira
Umræður hafa vaknað í Skeiða- og Gnúpverjahreppi vegna heræfingar sem fyrirhuguð er í Þjórsárdal síðar í mánuðinum og hefur skrifstofa sveitarfélagsins fengið fyrirspurnir vegna þess.
Meira
Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl.is Heildarlaun hjá Starfsmannafélagi Sinfóníuhljómsveitar Íslands hafa hækkað um 7,4% frá áramótum og voru að meðaltali 600 þúsund á fyrstu sex mánuðum ársins.
Meira
Baldur Arnarson baldura@mbl.is Heildarlaun hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands hækkuðu að meðaltali um 7,4% á fyrri hluta ársins. Það var mesta prósentuhækkunin meðal ríkisstarfsmanna á tímabilinu.
Meira
Bækurnar „Tilbrigði í setningagerð I-III“ hafa nú allar verið gefnar út í kjölfar rannsóknarverkefnis sem ætlað var að kortleggja útbreiðslu tilbrigða eða málfarslegra „sjúkdóma“.
Meira
Fulltrúar Comenius-háskóla í Slóvakíu hafa sýnt því áhuga að styðja við nám í slóvakísku á Íslandi. Tilefnið er mikil ásókn íslenskra námsmanna í skóla ytra.
Meira
Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Bókabankinn í Kolaportinu á sína föstu viðskiptavini og Rúnar Sigurður Birgisson fornbókasali segir að þeim fari stöðugt fjölgandi.
Meira
Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Formaður Landssambands kúabænda reiknar með því að umræður skapist um viðskipti með greiðslumark á haustfundum forystumanna með kúabændum.
Meira
Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hefur kallað eftir upplýsingum um hve algengt það sé að lögreglan fari fram á dómsúrskurð um einangrunarvist, á hvaða forsendum það sé gert og hve algengt sé að því sé hafnað af dómstólum.
Meira
Fleiri en hundrað einstaklingar hafa haft samband við lögreglu vegna svikapóstanna sem sendir voru út í nafni lögreglu á laugardagskvöld, að sögn Daða Gunnarssonar, lögreglufulltrúa í tölvurannsókna- og rafeindadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Meira
Guðni Einarsson Skúli Halldórsson Hjörtur J. Guðmundsson „Það var ekkert annað í boði en að bregðast við því upphlaupi sem hafði skapast í kjölfar úrskurðarins.
Meira
Baldur Arnarson baldura@mbl.is Runólfur Oddsson, ræðismaður Slóvakíu á Íslandi, verður gerður að heiðursborgara í bænum Martin í Slóvakíu hinn 26. október. „Ég hélt að bréfið hefði verið sent á rangan mann. Það tók mig smástund að átta mig á...
Meira
Ökumenn sem ekki geta geymt bíla sína innandyra þurftu að skafa bílrúðurnar í gærmorgun. Hætt er við því að það þurfi einhverjir einnig að gera í dag. Spáð er suðaustanátt með skúrum eða slydduéljum, en að þá rofi smám saman til um landið norðanvert.
Meira
„Við höfum fengið staðlað stjórnsýslusvar frá [velferðar]ráðuneytinu þar sem fram kemur að verið sé að vinna í reglugerðinni, en í ljósi þess hve lengi ráðuneytið hefur haft þetta mál til meðferðar finnst mér mjög einkennilegt að fá ekki nánari...
Meira
Sýningar í Perlunni Ranghermt var í Morgunblaðinu í gær að Látrabjarg væri hluti af nýrri sviðsmynd í Perlunni. Látrabjarg er hluti af sýningunni Wonders of Iceland sem var opnuð 4. maí.
Meira
Meirihlutaflokkarnir í borgarstjórn Reykjavíkur vísuðu frá tillögu um að taka upp þá meginreglu að nýta verkbókhald til að fylgjast með kostnaðarþróun verkefna á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara þegar málið var tekið í borgarráði sl. fimmtudag.
Meira
„Það er út af fyrir sig athyglisvert að þetta skuli vera með þessum hætti,“ segir Páll Magnússon, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, um það mat greiningardeildar Ríkislögreglustjóra að erlend ríki stundi njósnir hér á landi...
Meira
Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, IPCC, segir í nýrri skýrslu að þörf sé á skjótum og víðtækum breytingum í orkumálum, landnýtingu, iðnaði, samgöngum og skipulagi borga í heiminum til að afstýra loftslagsbreytingum sem geti haft...
Meira
Fréttaskýring Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is Þar sem vindaðstæður eru góðar er vindorkuframleiðsla orðin ódýrari en orkuframleiðsla með jarðvarma eða vatnsafli vegna hagkvæmari framleiðslu á vindmyllum.
Meira
Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is Undirbúningur vegna vindorkuframleiðslu er kominn á fulla ferð víða um land og er vindorkuframleiðsla þar sem vindaðstæður eru góðar orðin ódýrari en raforkuframleiðsla með jarðvarma eða vatnsafli.
Meira
Tónlistarmennirnir Daníel Friðrik Böðvarsson og Megas halda tónleika í Iðnó í kvöld sem eru hluti af Mengi Series, tónleikaröð menningarhússins Mengis í Iðnó.
Meira
Karl XVI. Gústaf Svíakonungur samþykkti síðasta föstudag tillögu Sænsku akademíunnar (SA) að tveimur nýjum meðlimum. Lögmaðurinn Eric M. Runesson tekur við stól nr. 1 af Lottu Lotass og rithöfundurinn Jila Mossaed við stól nr. 15 af Kerstin Ekman.
Meira
Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, lauk í fyrrakvöld og á laugardagskvöld var tilkynnt hvaða kvikmynd hefði hlotið aðalverðlaun hennar, Gullna lundann.
Meira
Kvintett færeyska bassaleikarans Arnold Ludvig kemur fram í kvöld kl. 20.30 á djasskvöldi Kex hostels. Auk Ludvig leika í kvintettinum Jóel Pálsson og Sigurður Flosason á saxófóna, Kjartan Valdemarsson á píanó og Einar Scheving á trommur.
Meira
Spænska óperusöngkonan Montserrat Caballé lést á spítala í Barcelona um helgina, 85 ára að aldri. Samkvæmt spænskum miðlum fékk söngkonan hjartaáfall árið 2012. Hún var lögð inn á spítalann í síðasta mánuði vegna vandræða með gallblöðruna.
Meira
Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Breska raftónlistarkonan Imogen Heap, sem er tvöfaldur Grammy-verðlaunahafi, heldur tónleika í Háskólabíói í kvöld. Heap er á heimstónleikaferð sem hófst í Stokkhólmi 3.
Meira
„Æ-i, erum við ekki búin að fá nóg af þessu hruni,“ stundi einn í fjölskyldunni í liðinni viku þegar Íslenska bankahrunið 2008 var efst á baugi á RÚV og Stöð 2.
Meira
Nýjasta gamanmyndin um mistæka njósnarann Johnny English var sú sem mestum tekjum skilaði kvikmyndahúsum landsins um helgina, um 10,6 milljónum króna og voru seldir miðar rúmlega 8.000 talsins.
Meira
Kvikmyndin Víti í Vestmannaeyjum hlaut verðlaun á alþjóðlegu barna- og ungmennakvikmyndahátíðinni í Schlingel í Þýskalandi sem haldin var 1.-7. október.
Meira
Eftir Guðna Ágústsson: "Ég þakka fyrir skýrslu Hannesar Hólmsteins. Bretarnir skulda okkur afsökunarbeiðni og í raun var það aumingjalegt að slíta ekki stjórnmálasambandi við þá."
Meira
Bára Angantýsdóttir fæddist í Keflavík 31. október 1944. Hún andaðist á Hrafnistu í Kópavogi 29. september 2018. Foreldrar hennar voru Angantýr Guðmundsson skipstjóri, f. 1. júlí 1916, d. 21. maí 1964, og Arína Þórlaug Íbsensdóttir ritari, f. 11.
MeiraKaupa minningabók
Bragi Þór Guðjónsson fæddist 5. ágúst 1927. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Sólvangi 27. september 2018. Foreldrar hans voru Þuríður Guðrún Vigfúsdóttir, f. á Hrauki, V.-Landeyjahr., Rang. 12. mars 1900, d. 30. ágúst 1946, og Guðjón Úlfarsson, f.
MeiraKaupa minningabók
Elínbjörg Kristjánsdóttir fæddist á Litla-Kálfalæk á Mýrum 28. júlí 1933. Hún lést 1. október 2018. Fyrstu ár ævi sinnar bjó hún á Litla-Kálfalæk en faðir hennar, Kristján Guðmundsson, sem kenndi sig við Hítarnes, var grenjaskytta og selveiðimaður.
MeiraKaupa minningabók
Eygló Gísladóttir fæddist á Patreksfirði 18. júlí 1940. Hún lést 21. september 2018. Foreldrar Eyglóar voru Gísli Þórðarson, f. 17. apríl 1910, d. 3. september 1948, og Ingveldur Svanhildur Pálsdóttir, f. 20. mars 1911, d. 1. janúar 1987.
MeiraKaupa minningabók
Helga Fríða Kolbrún Jóhannesdóttir fæddist í Reykjavík 28. febrúar 1940. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 28. september 2018. Foreldrar hennar voru Jóhannes Guðmundsson, f. 28.10. 1916, d. 11.3. 2010, og Ingibjörg Sigurlaug Júlíusdóttir, f. 11.9.
MeiraKaupa minningabók
Ragnheiður Margrét Guðmundsdóttir íslenskufræðingur fæddist í Reykjavík 17. október 1953. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 1. október 2018. Móðir hennar er Kristín Anna Claessen, fædd 1. október 1926.
MeiraKaupa minningabók
Þorsteinn J. Jóhannsson fæddist hinn 2. apríl árið 1945 í Hafnarfirði. Hann lést á heimili sínu, Maríubakka 28, hinn 1. október 2018 eftir stutt veikindi. Foreldrar hans voru þau Einhildur Jóhannesdóttur, f. 20.9. 1915, d. 18.2.
MeiraKaupa minningabók
Lífeyrissjóðurinn Gildi vill að fyrirtækjaráðgjöf Kviku banka verði fengin til að meta fyrirhuguð kaup HB Granda á öllu hlutafé Ögurvíkur, og skilmála þeirra.
Meira
Ottó Sigurðsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri innflutningssviðs Samskipa. Í tilkynningu frá félaginu segir að með ráðningunni snúi Ottó aftur til Samskipa, en hann var forstöðumaður innflutningsdeildar félagsins frá 2013 til loka árs 2016.
Meira
Kennarasamband Íslands, forsætisráðuneyti, mennta- og menningarmálaráðuneyti, Háskóli Íslands, Samband íslenskra sveitarfélaga og Heimili og skóli staðfesta vilja til að standa að vitundarvakningu um mikilvægi íslensks máls.
Meira
Friðarsúlan í Viðey verður tendruð í 12. sinn með friðsælli athöfn á fæðingardegi John Lennon þriðjudaginn 9. október, það er í kvöld klukkan 20.00. Friðarsúlan, sem tekin var í gagnið árið 2007, mun varpa ljósi upp í himininn til 8.
Meira
6.45 til 9 Ísland vaknar Logi Bergmann, Rikka og Rúnar Freyr vakna með hlustendum K100 alla virka morgna. 9 til 12 Siggi Gunnars Skemmtileg tónlist og góðir gestir reka nefið inn.
Meira
Akureyri Freyja Rán Blatch fæddist 9. október 2017 kl. 3.43 og á því eins árs afmæli í dag. Hún vó 3.910 g og var 52 cm löng í fæðingu. Foreldrar hennar eru Vigdís Arna Magnúsdóttir og Ashley...
Meira
Lilja Ólafía Bergsteinsdóttir á 70 ára afmæli í dag. Hún er fædd og uppalin á Patreksfirði en flutti til Reykjavíkur um tvítugt og hefur búið þar síðan.
Meira
Tónlistarmaðurinn Jónas Sig kíkti í stutt kaffispjall til Huldu og Ásgeirs Páls á K100. Tilefnið var nýr „grjótharður hittari“, eins og Ásgeir Páll orðaði það, sem kom út í gær og nefnist „Dansiði“.
Meira
Auður Ögn Árnadóttir fæddist á Selfossi 9.10. 1968 og ólst þar upp: „Faðir minn lést í vinnuslysi við Búrfellsvirkjun þegar ég var fimm mánaða, en ég eignaðist síðan stjúpföður sem einnig heitir Árni og gekk mér í föðurstað.
Meira
Í dag verður Friðarsúlan tendruð í 12. sinn í Viðey. Hún var afhjúpuð á þessum degi árið 2007 á afmælisdegi Johns Lennons sem hefði orðið 78 ára hefði hann lifað.
Meira
30 ára Kristján ólst upp í Stórholti í Saurbæ, býr í Búðardal, lauk BSc-prófi í byggingartæknifræði og er umsjónarmaður framkvæmda hjá Dalabyggð. Maki: Svanhvít Lilja Viðarsdóttir, f. 1991, starfsmaður hjá Póstinum. Börn: Viðar Örn, f.
Meira
Mitigating eða extenuating circumstances heitir það á ensku þegar um er að ræða eitthvert atriði eða aðstæður sem dregið gætu úr sekt sakbornings . Í stað þess að kalla það „mildandi kringumstæður“ er tilvalið að nota málsbætur .
Meira
30 ára Sigurjón ólst upp á Selfossi, býr þar, lauk stúdentsprófi í Danmörku, prófi í sjúkraflutningum og er sjúkraflutningamaður. Maki: Aldís Þóra Harðardóttir, f. 1988, kírópraktor. Dætur: Ingibjörg Anna, f. 2011, og Salka Rún, f. 2015.
Meira
Stefán Gunnlaugsson fæddist á Hallormsstað í Vallahreppi 9.10. 1802, sonur Gunnlaugs Þórðarsonar, prests á Hallormsstað, og Ólafar Högnadóttur húsfreyju. Bróðir Stefáns var Þórður Gunnlaugsson, prestur í Ási í Fellum.
Meira
30 ára Unnar ólst upp Kópavogi, býr í Hafnarfirði, lauk ML-prófi í lögfræði frá HR og er innkaupastjóri hjá VHE ehf. Maki: Guðrún Lilja Sigurðardóttir, f. 1989, lögmaður hjá LEX lögmannsstofu. Foreldrar: Jón Ólafur Halldórsson, f.
Meira
Enn ríkir gleði á heimili Víkverja eftir að Valsmenn lyftu Íslandsmeistarabikarnum í fótbolta. Það mun vera annað árið í röð sem það gerist og í 22. skiptið alls. Og verðskuldað var það, maður lifandi. Smiðurinn geðþekki hefur sett saman einstakt lið.
Meira
Í Saint-Brieuc Sindri Sverrisson sindris@mbl.is „Ég fer ekkert í grafgötur með það að þetta er ekki skemmtileg staða að vera í, og ég skil hana ekki einu sinni sjálfur,“ segir Kolbeinn Sigþórsson, landsliðsframherji í knattspyrnu.
Meira
Eitt allra vinsælasta efni í íþróttaumfjöllun Morgunblaðsins um langt árabil er án efa M-gjöfin. Einkunnagjöf blaðsins fyrir frammistöðu leikmanna í íslenska fótboltanum.
Meira
EM U19 kvenna Undanriðill í Armeníu: Ísland – Belgía 5:1 Hlín Eiríksdóttir 19., 55., Sjálfsmark 47., Alexandra Jóhannsdóttir 70., Sveindís Jane Jónsdóttir 90. – Kaily Dhondt 90.
Meira
Á Akureyri Einar Sigtryggsson sport@mbl.is KA og Grótta spiluðu hörkuleik í Olís-deildinni í handbolta karla í gær. KA var á heimavelli og þar hefur allt gengið að óskum á tímabilinu.
Meira
Breski langhlauparinn Mo Farah vann sitt fyrsta maraþonhlaup á sunnudag þegar hann bar sigur úr býtum í Chicago-maraþoninu. Hann gerði sér einnig lítið fyrir og setti nýtt Evrópumet í greininni.
Meira
Gylfi Þór Sigurðsson er í liði umferðarinnar hjá flestum fjölmiðlum eftir virkilega góða frammistöðu í sigri Everton gegn Leicester á laugardaginn þar sem Gylfi skoraði glæsilegt sigurmark.
Meira
* Íslenska U19 ára lið kvenna í knattspyrnu vann í gær sigur gegn Belgum 5:1 í síðasta leik sínum í undankeppni EM en riðillinn sem Íslandi spilaði í var leikinn í Jerevan í Armeníu.
Meira
Stephany Mayor, leikmaður Þórs/KA, lagði upp tvö mörk fyrir landslið Mexíkó þegar það sigraði Trínidad og Tóbagó, 4:1, í undankeppni HM kvenna í knattspyrnu í Cary í Norður-Karólínuríki Bandaríkjanna.
Meira
Alfreð Gíslason, þjálfari þýska stórliðsins Kiel í handknattleik, hefur nokkuð óvænt misst sterkan leikmann úr sínu liði. Um er að ræða þýska landsliðsmanninn Christian Dissinger, en hann var samningsbundinn Kiel til ársins 2020.
Meira
* Skotíþróttafélag Kópavogs átti tvo keppendur á heimsmeistaramóti ISSF í Changwon í Suður-Kóreu. Bára Einarsdóttir skaut með afburðum vel og náði að komast upp úr sínum riðli og tók þátt í úrslitum. Bára keppti í sinni aðalgrein, 50 m riffli,...
Meira
Franska knattspyrnutímaritið France Football birti í gær hverjir kæmu til greina í hinu árlega kjöri þess á besta knattspyrnumanni heims, sem fær Gullboltann að launum.
Meira
Fréttaskýring Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Þjálfarakapallinn í Pepsi-deild karla í fótbolta gekk endanlega upp á laugardaginn þegar gengið var frá ráðningum í þrjár síðustu stöðurnar sem voru á lausu.
Meira
José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, gæti verið í vandræðum en enska knattspyrnusambandið ætlar að taka fyrir atvik sem átti sér stað eftir 3:2-sigur liðsins gegn Newcastle um helgina.
Meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu kom í gær saman til æfinga í bænum Saint-Brieuc, í norðvesturhluta Frakklands, vegna komandi leikja við heimsmeistara Frakka og Svisslendinga.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.