Borgarstjóri hefur lagt fyrir borgarráð tillögu um viðauka við fjárhagsáætlun vegna borgarstjórnar upp á tæpar 70 milljónir kr. Ástæðan er kostnaður vegna fjölgunar borgarfulltrúa úr 15 í 23 og biðlauna vegna fráfarandi borgarfulltrúa.
Meira
Skráð atvinnuleysi í september síðastliðnum var 2,3% og var óbreytt frá ágústmánuði. Þetta kemur fram í yfirliti sem Vinnumálastofnun birti á vef sínum í gær.
Meira
Íslendingar taka á móti allt að 75 flóttamönnum á næsta ári. Að stærstum hluta eru það Sýrlendingar úr flóttamannabúðum í Líbanon en einnig hinsegin flóttamenn og fjölskyldur þeirra frá Kenýa.
Meira
Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Sérstakri bráðaþjónustu Landspítalans á Hringbraut við hjartasjúklinga verður lokað frá og með 1. desember og fólki sem fær hjartaáfall beint á slysa- og bráðamóttöku sjúkrahússins í Fossvogi.
Meira
Veiðiklær Ungir og fisknir menn veiða á stöng á bryggju í spegilsléttri Gömlu höfninni í Reykjavík. Höfnin var tekin í notkun fyrir rúmri öld og varð þá þungamiðja atvinnulífs í...
Meira
Gert er ráð fyrir því að kostnaður við endurbyggingu steinbæjarins Stórasels við Holtsgötu 41b í Reykjavík verði meiri en það verð sem fæst fyrir bæinn þegar hann verður seldur sem íbúðarhús.
Meira
Við nýjan tón kveður í myndlist Errós á sýningu sem opnuð verður í Hafnarhúsinu í dag. Þar verður engin litadýrð en þrjátíu ný og nýleg málverk og tilraunakenndar svart-hvítar stuttmyndir sem hann gerði á sjöunda áratugnum.
Meira
Evgenía, prinsessa af Jórvík, giftist í gær unnusta sínum, skoska vínsölumanninum Jack Brooksbank, við hátíðlega athöfn. Amma brúðarinnar, Elísabet II.
Meira
Sena ehf. hefur verið dæmt til þess að greiða kvikmyndaframleiðslufyrirtækinu Virgo 2 ehf. tæpar 3,7 milljónir króna vegna dreifingarsamnings kvikmyndarinnar Grimmdar, sem tekin var til sýninga árið 2016.
Meira
Nicos Anastasiades, forseti Kýpur, tilkynnti í gær að Sameinuðu þjóðirnar hygðust skipuleggja fund með honum og Mustafa Akinci, forseta Kýpur-Tyrkja, á næstunni, í þeirri von að hægt yrði að hefja á ný friðarviðræður milli þjóðarbrotanna tveggja sem...
Meira
Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hefur lagt fram lagafrumvarp um breytingu á ýmsum lögum vegna afnáms ákvæða um uppreist æru. Lögin eiga að taka gildi 1. janúar nk.
Meira
Baldur Arnarson baldura@mbl.is Lækkun á gengi krónunnar hefur áhrif á kostnaðaráætlanir við nýjan Landspítala til hækkunar. Meðal annars hefur verð innfluttra byggingarefna hækkað í krónum. Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri Nýs Landspítala ohf.
Meira
Í dag verður stytta af Ágústi Gíslasyni, Gústa guðsmanni, vígð á Ráðhústorgi Siglufjarðar. Ragnhildur Stefánsdóttir myndhöggvari gerði styttuna og var hún m.a. kostuð af félaginu Sigurvin, áhugmannafélagi um gerð styttunnar. Við athöfnina verður m.a.
Meira
Helgi Bjarnason Anna Lilja Þórisdóttir Orðræða sem hvetur til mismununar eða haturs á grundvelli kyns, kynhneigðar, fötlunar eða kynþáttar er ekki liðin innan háskólans.
Meira
Ekki hefur verið tekin ákvörðun um að hætta akstri næturstrætó um áramót en fjallað var um málið í Facebook-hópnum „Samtök um bíllausan lífsstíl“.
Meira
Landsréttur staðfesti í gær 45 daga skilorðsbundinn fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir karlmanni, en sá hrinti fyrrverandi eiginkonu sinni á heimili hennar. Við fallið hlaut konan áverka en maðurinn er einnig sagður hafa hótað konunni lífláti.
Meira
Upplýst hefur verið að höfundar Áramótaskaupsins í ár eru Ilmur Kristjánsdóttir, Jón Gnarr, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Katrín Halldóra Sigurðardóttir, Sveppi og Arnór Pálmi Arnarson sem einnig leikstýrir, annað árið í röð.
Meira
Þorsteinn Ásgrímsson Melén Helgi Bjarnason Framkvæmdastjóri H&M á Íslandi og í Noregi segir fatakeðjuna mjög ánægða með árangur fyrsta ársins á Íslandi. Hann vill þó ekki segja til um hvort verið sé að skoða opnun fleiri verslana hér á landi.
Meira
„Nýja gámakrananum í Sundahöfn var í gær gefið nafnið Jaki. Hlýtur það að teljast réttnefni því með krananum er hægt að lyfta 32,5 tonnum í einu,“ sagði í frétt í Morgunblaðinu 1984.
Meira
Fréttaskýring Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Meðal þess sem kom í ljós við fornleifauppgröftinn á bílastæði Landssímans 2016 til 2017 voru 32 grafir frá árunum 1505 til 1750, þar af 22 sem voru lítt raskaðar.
Meira
Guðni Einarsson gudni@mbl.is Á fjórða hundrað gestir sátu Kötluráðstefnu sem haldin var í íþróttahúsinu í Vík í Mýrdal í gær. Í dag er boðið upp á vettvangsferð þar sem skoðuð verða ummerki Kötlugossins sem hófst 12. október 1918.
Meira
Jafnt kristnar grafir sem heiðnar minjar frá upphafi byggðar á Íslandi fundust við fornleifauppgröftinn á bílastæði Landssímans 2016 til 2017. Annars staðar á Landssímareitnum, þar sem grafið var, fundust m.a.
Meira
Björgunarmenn leituðu ákaft í gær að fólki sem hugsanlega væri enn á lífi í rústum eftir að fellibylurinn Mikael reið yfir suðausturhorn Bandaríkjanna. Að minnsta kosti ellefu manns eru látnir eftir hamfarirnar og er óttast að sú tala gæti enn hækkað.
Meira
Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Eimskip hefur gert samning við fyrirtækið Liebherr um að smíða nýjan gámakrana sem settur verður upp á nýjum hafnarbakka í Sundahöfn á næsta ári.
Meira
Gengislækkun krónunnar er sögð munu örva sölu verslana í miðborg Reykjavíkur. Þá með því að verðlag sé nú hagstæðara fyrir ferðamenn. Velta erlendra korta fyrstu átta mánuði ársins var minni en í fyrra.
Meira
Roelof „Pik“ Botha, fyrrverandi utanríkisráðherra Suður-Afríka, lést í fyrrinótt, 86 ára að aldri, eftir skammvinn veikindi. Botha var utanríkisráðherra í 17 ár í aðskilnaðarstjórn hvíta minnihlutans.
Meira
Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Þetta er niðurstaðan. Nú þurfum við að skoða málið heildstætt, hvað þetta þýðir,“ segir Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins, við Morgunblaðið.
Meira
Fréttaskýring Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Þing Sjómannasambands Íslands í vikunni var haldið í skugga viðræðna fimm af stærstu sjómannafélögum landsins um sameiningu í eitt stórt stéttarfélag sjómanna.
Meira
Áralöng leit að urðunarstað fyrir svokallaðan óvirkan úrgang á Suðurlandi hefur engan árangur borið. Málið er á byrjunarreit eftir að meirihluti sveitarstjórnar Ölfuss hafnaði því að Nessandur, úr landi jarðarinnar Ness í Selvogi, yrði urðunarstaður.
Meira
Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Rúmt ár er síðan innkauparáð Reykjavíkurborgar óskaði eftir sundurliðun á reikningum varðandi einstök innkaup í tengslum við braggann í Nauthólsvík.
Meira
Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn er fyrir löngu orðinn einn vinsælasti staður barnafjölskyldna á landinu. Má þar oft um helgar sjá forvitin börn ásamt foreldrum sínum virða fyrir sér fjölbreytt dýralíf.
Meira
Meðal þess sem Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, gerði að umtalsefni í ræðu sinni við upphaf flokksráðsfundar flokksins í Smáranum í Kópavogi í gær var staða hans þegar styttist í 20 ára...
Meira
Vefsíða hefur verið opnuð þar sem veittur er aðgangur gegn gjaldi að upplýsingum um tekjur allra einstaklinga á árinu 2016 samkvæmt gögnum ríkisskattstjóra. Fram kemur á vefsíðunni, sem hýst er undir léninu Tekjur.
Meira
Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Ríkisstjórn Tyrklands hefur greint bandarískum embættismönnum frá því að hún hafi undir höndum upptökur sem sanni að blaðamaðurinn Jamal Khashoggi hafi verið myrtur í skrifstofu ræðismanns Sádí-Arabíu í Istanbúl.
Meira
Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Ég hef á tilfinningunni að það sé víða pottur brotinn í borginni,“ segir Björn Gíslason, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Meira
Úr bæjarlífinu Jón Sigurðsson Blönduósi Haustvindar hafa hrifið með sér fölnuð lauf af flestum trjám en birkið má eiga það að það er fastheldið á sín laufblöð og heldur eins lengi í sumarið og það frekast getur og setur sinn á svip á þessa litríku...
Meira
Baldur Arnarson baldura@mbl.is Aðalsteinn Ingi Pálsson, framkvæmdastjóri Icewear, segir ljóst að veiking krónunnar muni ýta undir sölu til erlendra ferðamanna. Fyrirtækið rekur sjö verslanir í miðborginni.
Meira
Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Forvitni barnsins hefur alltaf fylgt mér og það tel ég mikilsverðan eiginleika. Listin mun fylgja alveg fram í rauðan dauðann. Það er mér bókstaflega meðfætt að teikna og skapa myndir.
Meira
Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Ég tók við embætti 1. júní og þetta hefur gengið mjög vel. Það var tekið vel á móti okkur hér,“ segir Kristján Arason sem settur var í embætti sóknarprests í Patreksfjarðarprestakalli sl. sunnudag.
Meira
Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Hjúkrunarheimili og önnur fyrirtæki innan raða Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) telja sig verða að skerða þjónustu við skjólstæðinga sína á næsta ári vegna skertra fjárveitinga samkvæmt fjárlagafrumvarpi.
Meira
Trump forseti varð ekki betur skilinn en svo að hann teldi að seðlabankinn hefði tekið létt brjálæðiskast í umgengni sinni við stýrivexti. Bankinn hlýtur, þrátt fyrir þá dembu, að halda sig við þessa áætlun sem hann hefur þegar birt.
Meira
Leikstjórn: Hjálmtýr Heiðdal og Sigurður Skúlason. Handrit: Anna K. Kristjánsdóttir, Hjálmtýr Heiðdal og Sigurður Skúlason. Klipping: Anna Þóra Steinþórsdóttir. Tónlist: Hallur Ingólfsson. 72 mín. Ísland, 2018.
Meira
Í tilefni af aldarafmæli lýðveldisins Eistlands verður Sinfóníuhljómsveit Norðurlands með hátíðartónleika í Menningarhúsinu Hofi á morgun, sunnudag, kl. 16.
Meira
„Þetta er í fyrsta sinn sem ég leik á tónleikum hjá Kammermúsíkklúbbnum, en til samanburðar má nefna að Bryndís Halla hefur komið þar fram alls 37 sinnum og Anna Guðný sjö sinnum frá því Kammermúsíkklúbburinn var stofnaður árið 1957,“ segir...
Meira
Franski rithöfundurinn Maryse Condé hlýtur bókmenntaverðlaun Nýju akademíunnar í Svíþjóð þetta árið sem afhent eru sökum þess að Nóbelsverðlaunin í bókmenntum frestuðust.
Meira
Una Margrét Árnadóttir og Örn Alexander Ámundason opnuðu í gær sýninguna Kossar í galleríinu Harbinger. Kossar er önnur sýningin í röðinni 2 become 1 en sýningarstjórar hennar eru Halla Kristín Hannesdóttir og Steinunn Önnudóttir.
Meira
Iceland Noir, alþjóðlega glæpasagnahátíðin, og Storytel, raf- og hljóðbókaveitan, hafa gert með sér samstarfssamning til næstu þriggja hátíða. Þar með er Storytel orðið verndari og aðalstyrktaraðili Iceland Noir.
Meira
Ægisif heldur tónleika í Hallgrímskirkju í dag kl. 17 þar sem aðgangur er ókeypis. Á efnisskránni eru verk sem söngsveitin flutti á fyrstu tónleikum sínum haustið 2016 auk áður ófluttra verka.
Meira
Færeyingurinn Bárður Oskarsson hlaut í gær barna- og ungmennabókmenntaverðlaun Vestnorræna ráðsins 2018 fyrir bókina Træið . Niðurstaðan var tilkynnt á bókmenntahátíðinni Mýrinni sem nú stendur í Norræna húsinu.
Meira
Eftir að hafa unnið með tónverk annarra á hinni mögnuðu Epicycle snýr Gyða Valtýsdóttir sér að eigin sköpun. Útkoman er platan Evolution, sem út kom í gær.
Meira
Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Ný tónleikaröð, Jazz í Salnum, í umsjá Sunnu Gunnlaugsdóttur hefst á morgun, sunnudag, með einleikstónleikum Marc Copland, djasspíanista og tónskálds frá New York.
Meira
Dagana 30. september til 5. október 2018 sat ég þing Mont Pelerin samtakanna á Stóru Hundaeyju (Gran Canarias) undan strönd Blálands hins mikla, en eyjuna þekkja Íslendingar af tíðum suðurferðum.
Meira
Sagan kennir okkur að flestir stjórnmálamenn vilja vernda sérhagsmunahópa (atkvæði) og berjast gegn frelsi fyrir alla, til dæmis þegar lönd eru með verndartolla og innflutningshöft til þess að vernda innlenda framleiðslu gegn erlendri samkeppni.
Meira
Eftir Eybjörgu Hauksdóttur: "Ekki er að sjá annað en allir þessir rekstraraðilar sem lentu í niðurskurði á árinu 2018 eigi að gera það aftur árið 2019 og enn og aftur árin 2020 og 2021."
Meira
Eftir Þórð Guðbjörnsson: "Ríkisfyrirtækið Íslandspóstur hefur sent Nýju sendibílastöðinni erindi þar sem m.a. er óskað tilboða í heimkeyrslu á vörum viðskiptavina IKEA."
Meira
Eftir Sigrúnu Elsu Smáradóttur: "Mikilvægt er að opna á möguleika bænda til að vinna úr sínu hráefni, það kallar á breytingar á regluverki, ekki hvað síst á framkvæmd reglna um slátrun."
Meira
Eftir Rebekku Hilmarsdóttur og Bjarnveigu Guðbrandsdóttur: "Afkoma heimamanna er undir því komin að fiskeldi sé rekið samkvæmt ströngustu umhverfisstöðlum og gangi ekki of nærri lífríkinu í fjörðunum."
Meira
Eftir Guðna Ágústsson: "Sighvati mínum til upplýsingar þá kemst Ísland ekki á blað í þessari úttekt Eurostat og telst þar með framleiða bestu, öruggustu og hreinustu matvæli í Evrópu."
Meira
Ágúst Erlingsson fæddist í Vestmannaeyjum 4. október 1954. Hann lést á Hvidovre-spítala í Kaupmannahöfn 25. september 2018. Foreldrar hans eru Erling Adolf Ágústsson, f. 9.8. 1930, d. 8.1. 1999, og Ingibjörg Kristín Gísladóttir, f. 11.4. 1935.
MeiraKaupa minningabók
Kristín Óla Karlsdóttir fæddist á Hömrum í Grímsnesi 24. febrúar 1930. Hún lést 31. ágúst 2018. Kristín var næstelst fimm barna þeirra Guðrúnar Jónsdóttur og Karls Vilhjálms Ólafssonar. Maki Kristínar var Ólafur S.
MeiraKaupa minningabók
Líneik Guðlaugsdóttir fæddist á Hellissandi á Snæfellsnesi 14. nóvember 1938. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 10. september 2018. Líneik var dóttir hjónanna Guðlaugs Jakobs Alexanderssonar og Súsönnu Ketilsdóttur.
MeiraKaupa minningabók
María Guðnadóttir tölvu- og kerfisfræðingur fæddist á Ísafirði 21. febrúar 1959. Hún lést á Landspítalanum hinn 20. september 2018. Foreldrar hennar voru Edda Magnúsdóttir, f. 5.7. 1937, og Guðni Jónsson, f. 1.3. 1931, d. 8.10. 2001.
MeiraKaupa minningabók
Sigurður Karlsson fæddist í Reykjavík 30. maí 1930. Hann lést á Landspítalanum eftir skammvinn veikindi 30. september 2018. Foreldrar hans voru Jónína Þorkelsdóttir, f. 21.9. 1904, d. 14.7. 1987, og Karl Þorsteinsson, f. 26.4. 1900, d. 7.8.
MeiraKaupa minningabók
Ölver Hauksson fæddist í Vestmannaeyjum 11. september 1943. Hann lést eftir erfið veikindi 25. september 2018. Ölver var sonur Hauks Högnasonar bifreiðastjóra og Jóhönnu Jósefsdóttur húsmóður.
MeiraKaupa minningabók
Stjórn Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni (FEB) lýsir í ályktun stjórnar yfir sárum vonbrigðum með áform ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur að grunnupphæðir lífeyris almannatrygginga eigi aðeins að hækka um 3,4% á næsta ári, samanber...
Meira
Félagsráðgjafafélag Íslands vekur í tilkynningu athygli á skeytingarleysi stjórnvalda í garð einstaklinga og hópa sem búa við fátækt og eru jaðarsettir.
Meira
Søren Rasmussen, arkitekt hjá ONV Arkitekter í Kaupmannahöfn, sagði frá áhugaverðri þróun þar í landi í hönnun hagkvæmra íbúða á morgunverðarfundi leigufélagsins Heimavalla í gær.
Meira
Skorað er á ríkisstjórn Íslands, velferðarráðuneyti og Alþingi að bæta og jafna stöðu erlends vinnuafls á Íslandi, í ályktun aðalfundar Félags íslenskra heimilislækna en aðalfundur þess var haldinn um síðustu helgi.
Meira
Baksvið Þór Steinarsson thor@mbl.is Mikill áhugi Íslendinga á golfi og golfferðum til útlanda er ekki nýtilkominn en svo virðist sem hann sé engu að síður enn að aukast.
Meira
Fulltrúar Félags kvenna í atvinnulífinu hefur skrifað undir samstarfssamning við Pipar/TBWA um aðstoð við gerð á heildarútliti á markaðsefni hreyfiaflsverkefnisins Jafnvægisvogarinnar.
Meira
Hagfræðideild Landsbankans spáir því að vísitala neysluverðs hækki í október um 0,6% milli mánaða, en Hagstofa Íslands mun birta næstu vísitölumælingu sína þann 29. október. Í Hagsjá bankans segir að gangi spáin eftir hækki ársverðbólgan úr 2,7% í 2,9%.
Meira
Allir muna eftir fyrsta skiptinu. Ástin og kynhvötin spila stóra rullu á unglingsárunum og flestir muna eftir sömu óvissunni... Er ég nóg! nógu sæt(ur), með nógu stór brjóst (typpi) og nógu mörg like?
Meira
Fyrsta sjálfsfróun, fyrstu blæðingar, fyrsti sleikurinn, fyrsta ástin og fyrsta stefnumótið, eru undanfari fyrstu kynlífsreynslunnar. Um allt þetta fjallar leikritið Fyrsta skiptið.
Meira
9 til 12 Opið um helgar Hinn vinsæli útvarpsmaður Ásgeir Páll hefur opið allar helgar á K100. Vaknaðu með Ásgeiri á laugardagsmorgni. Svaraðu rangt til að vinna, skemmtileg viðtöl og góð tónlist.
Meira
Stefán Jakobsson, eða Stebbi Jak, er einn aðalflytjenda á Halloween Horror Show í Háskólabíói 26. og 27. október og 3. nóvember í Hofi. Hann hefur vakið athygli í auglýsingum sýningarinnar í blóðugu prestsgervi og er vægast sagt vígalegur að sjá.
Meira
Gátan er sem endranær eftir Guðmund Arnfinnsson: Bæjarnafn það alþekkt er. Upphækkun á landi. Efstur á blaði einnig hér. Ýmis föng berandi. Ég hitti karlinn á Laugaveginum og sagði honum að mér þætti gátan þung.
Meira
Kópavogur Símon Geir Albertsson fæddist 11. mars 2018 kl. 14.36. Hann vó 3.110 g og var 49 cm langur. Foreldrar hans eru Ásdís Geirsdóttir og Albert Gissurarson...
Meira
Laugardagur 95 ára Kristín Sveinsdóttir Magnús Kristinsson 90 ára Hilmar Þorkelsson 85 ára Árný Sigurlína Ragnarsdóttir Dagur Þorleifsson Helgi Kristmann Haraldsson Jóhanna Rannveig Sigurðardóttir Kristín Sveinbjörnsdóttir 80 ára Brandur Jónsson Elfar...
Meira
Kristín Sveinbjörnsdóttir fæddist í Reykjavík 13.10. 1933 og ólst upp í útvarpsstöðinni á Vatnsendahæð. Hún var í Kvennaskólanum í Reykjavík 1947-51 og við nám og störf í Skotlandi og Danmörku á árunum 1951-54.
Meira
Fyrir fjórum árum þegar lokaumferð ólympíuskákmótsins rann upp í Tromsö í Noregi höfðu þrír meðlimir íslensku skáksveitarinnar í opna flokknum ekki tapað skák. Fyrir lokaumferð ólympíumótsins í Batumi í Georgíu hafði íslenska sveitin tapað 15 skákum.
Meira
Steinn Steinarr fæddist á Laugalandi í Nauteyrarhreppi 13.10. 1908, þar sem foreldrar hans, Kristmundur Guðmundsson og Etelríður Pálsdóttir, voru í húsmennsku. Skírnarnafn Steins var Aðalsteinn Kristmundsson.
Meira
Úlfur Karlsson myndlistarmaður fagnar 30 ára afmæli sínu í dag. Hann hefur haldið fjölmargar sýningar á verkum sínum og hefur sýnt víða erlendis.
Meira
Víkverji reynir að fara varlega þegar sólin skín og gæta þess að brenna ekki. Lítil ástæða var reyndar til þess að hafa áhyggjur af sólbruna í sumar og meiri ástæða til að huga að regnvörn en sólvörn. Nýverið var Víkverji hins vegar á sólarströnd.
Meira
13. október 1924 Ljóðabókin Illgresi kom út. „Er höfundurinn ókunnur en nefnir sig Örn Arnarson,“ sagði Morgunblaðið. „Aðalgildi bókarinnar felst í ádeilum Arnar og skopi,“ sagði Jón Thoroddsen skáld í Alþýðublaðinu.
Meira
„Við höfum allt að vinna, engu að tapa gegn sterku og góðu liði,“ sagði Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, í gær þar sem hann var á hraðferð til Aix en Provence, nokkru norðan við Marseille í Frakklandi þar sem Íslands- og bikarmeistarar...
Meira
„Fyrirfram erum við minna liðið í leikjunum en það hræðir okkur ekki vitund,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari karlaliðs FH, í samtali við Morgunblaðið í gærmorgun þar sem Halldór var á leiðinni til Keflavíkur í flugferð til Lissabon...
Meira
Fótbolti Sindri Sverrisson sindris@mbl.is „Mér er ekki létt. Ég vissi það fyrirfram þegar ég tók við starfinu að þessir fyrstu fimm leikir yrðu gríðarlega erfiðir og raunsætt mat væri að við myndum tapa þeim.
Meira
Enn einu sinni þarf landsliðskona í handknattleik að hægja á vegna höfuðáverka. Markvörðurinn Guðrún Ósk Maríasdóttir leikur ekki með Stjörnunni um þessar mundir eftir að hafa fengið höfuðhögg tvo daga í röð.
Meira
Þrjár umsóknir hafa borist frá Evrópuþjóðum um að verða gestgjafar heimsmeistaramótsins í handknattleik karla árið 2025 og eru það einu umsóknirnar sem borist hafa Hassan Moustafa og félögum hjá Alþjóðahandknattleikssambandinu.
Meira
Belginn Edin Hazard, leikmaður Chelsea, var í gær útnefndur besti leikmaður septembermánaðar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Gylfi Þór Sigurðsson hjá Everton var á meðal þeirra sem tilnefndir voru.
Meira
Helena Sverrisdóttir átti ágætan leik fyrir Ceglédi sem varð að sætta sig við 71:68-tap á heimavelli fyrir PEAC-Pécs í efstu deild Ungverjalands í körfubolta í gær. Landsliðskonan skoraði 15 stig og var stigahæst í sínu liði.
Meira
Martha Hermannsdóttir fór mikinn fyrir KA/Þór þegar liðið vann sinn annan sigur í vetur í Olísdeild kvenna í handknattleik gegn Selfossi í Hleðsluhöllinni á Selfossi í gær í 4. umferð deildarinnar en Martha skoraði 8 mörk í 23:18-sigri KA/Þór.
Meira
Á Ásvöllum Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is ÍR vann sinn fyrsta sigur í Dominos-deild karla í körfuknattleik í gær gegn ævintýralega slökum Haukum á Ásvöllum í 2. umferð deildarkeppninnar en leiknum lauk með 18 stiga sigri Breiðhyltinga, 84:66.
Meira
Framherjinn stóri og stæðilegi, Romelu Lukaku, skoraði bæði mörk Belgíu þegar liðið tók á móti Sviss í 2. riðli Þjóðadeildar UEFA í knattspyrnu í gær í Brussel en leiknum lauk með 2:1-sigri Belga. Ísland er einnig í 2. riðli Þjóðadeildarinnar.
Meira
Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlín eru ósigraðir á toppi þýsku A-deildarinnar í körfuknattleik. Þeir unnu Crailsheim auðveldlega, 115:76, í gærkvöld og hafa unnið fyrstu tvo leiki sína.
Meira
Norska handboltakonan Nora Mørk þurfti að gangast undir aðgerð vegna hnémeiðsla í gær og verður hún frá keppni næstu sex mánuðina, eins og hún óttaðist sjálf. Noregur verður því án Mørk, sem er ein besta handboltakona heims, á EM í lok árs.
Meira
Óðinn Þór Ríkharðsson er kominn á toppinn í úrvalsdeild danska handboltans eftir 32:24-sigur GOG á Aarhus á heimavelli í gærkvöld. Óðinn skoraði tvö mörk í leiknum.
Meira
*Sjónvarpsstöðin Eurosport valdi Gylfa Þór Sigurðsson mann leiksins þegar heimsmeistarar Frakka og Íslendingar gerðu 2:2 jafntefli í vináttuleik í Guingamp í fyrrakvöld.
Meira
10 til 11 Þingvellir Páll Magnússon og Björt Ólafsdóttir stýra líflegum þjóðmálaþætti í beinni útsendingu á K100 alla sunnudagsmorgna. 11 til 16 Opið um helgar Ásgeir Páll hefur opið um helgar á K100.
Meira
Upp með dansgallann! Ef enginn er til eru óteljandi tækifæri í bænum til að bæta glimmeri og glans í líf sitt. Tískan vill áberandi endurkast efnis, glansandi þræði, jafnvel latex. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is
Meira
Listmeðferðarfræði er fag sem er í sífelldri þróun og vexti. Nýjar rannsóknir leiða æ betur í ljós kosti meðferðarinnar og hversu breiður hópur getur nýtt sér hana. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is
Meira
Bandarískar stórborgir hafa verið í mikilli endurnýjun á undanförnum árum. Í norðaustri hafa gömlu iðnborgirnar: Cleveland í Ohio og Pittsburgh í Pennsylvaníu, breyst mikið og laða nú að sér ungt og vel menntað fólk. Texti og ljósmyndir: Hallur Már hallurmar@mbl.is
Meira
Hvort sem þú býrð á fáum eða fleiri fermetrum þá kemur það nær alltaf vel út að ýta undir tilfinninguna um að rýmið sé stærra en það er, skipuleggja fermetrana þannig að þeir nýtist vel og passa að fara ekki þveröfuga leið; koma hlutunum þannig fyrir að...
Meira
Mannlífið á götum New York er litríkt í meira lagi enda borgin með fjölþjóðlegustu blettum jarðarinnar. Ljósmyndari eyddi degi í borginni og fangaði götustemninguna á ferð um Manhattan-hverfið á reiðhjóli og tveimur jafnfljótum.
Meira
Með pólitískri yfirlýsingu sinni bætist Taylor Swift í hóp fjölmargra stórstjarna sem í gegnum tíðina hafa beitt áhrifavaldi sínu í þágu tiltekinna stjórnmálamanna eða hugsjóna. Frank Sinatra, Sammy Davis Jr.
Meira
„Í Þjóðleikhúsinu hefur Örn leikið fjölmörg eftirminnileg hlutverk eins og Lilla í Dýrunum í Hálsaskógi, Jónatan, Jesper og Kasper í Kardemommubænum, Max í Hallæristenórnum, Leikarann í Gamansama harmleiknum og Geir Vídalín í Gleðispilinu.
Meira
Mælanlegir þættir hafa mikil áhrif á frammistöðu og framfarir. Það á við í ræktinni eins og öllu námi, krefjandi störfum eða keppnisíþróttum. Því fleiri mælikvarðar sem hægt er að miða við, þeim mun líklegra er að hægt sé að stilla æfingarnar á rétta slóð og markmiðin um leið.
Meira
Stöð 2 Grey's Anatomy með Meredith Grey í broddi fylkingar er farið aftur af stað. Þáttaröðin sem nú er hafin er sú fimmtánda af þessu sívinsæla læknadrama.
Meira
Hvernig kom til að þú ert að leika í íslenskri kvikmynd? Það voru prufur úti í Eistlandi sem ég fór í ásamt 10 eistneskum leikurum og fékk hlutverkið og ákvað að slá til því ég fékk tækifæri um leið til að sjá Ísland.
Meira
Unnur Sara Eldjárn syngur lög eftir tónskáldið Serge Gainsbourg á nýrri breiðskífu. Ellefu eru á frönsku en tvö í íslenskri þýðingu skáldanna Þórarins Eldjárns og Sigurðar heitins Pálssonar. Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is
Meira
Ekkert hefur spurst til blaðamannsins Jamals Khashoggis frá því hann gekk inn í ræðisskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl 2. október. Fer þrýstingur á stjórnvöld í Ríad vegna málsins vaxandi. Karl Blöndal kbl@mbl.is
Meira
Ég taldi í barmafullan lækinn að bera að tala meira um hitaeiningar á þessum vettvangi en margir hafa sett sig í samband við mig vegna þeirra útreikninga allra. Það vakti t.d.
Meira
Víða í Harlem má finna stórar veggmyndir sem vísa gjarnan í sögu hverfisins eða baráttu svartra fyrir mannréttindum. Á stóru torgi í miðju Harlem má sjá eina stóra og þar er ritað nafnið Apollo á miðjum vegg.
Meira
Grettla er eitt af frægustu fornritunum, sagan af hinum ógæfusama Gretti Ásmundarsyni sem þóttist hvarvetna sjá augu draugsins Gláms. Minnismerki og upplýsingaskilti um Gretti er á fæðingarstað hans, að Bjargi í Miðfirði í Húnaþingi vestra. „...
Meira
Jamal Khashoggi er 59 ára gamall blaðamaður frá Sádi-Arabíu. Hann hefur ítrekað gagnrýnt Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, sem nú þegar hefur tögl og hagldir í landinu, og uppskorið óvild fyrir.
Meira
Margt hefur verið sagt um hrunið og er þó enn margt ósagt. Allt á sinn tíma. En þetta er vitað og augljóst: afrek InDefence. Látum InDefence, gleymda afmælisbarnið, njóta sannmælis í söguminni þjóðarinnar.
Meira
Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátttökuseðil með nafni og heimilisfangi ásamt úrlausnum í umslagi merktu: Krossgáta Morgunblaðsins, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila lausn krossgátu 14.
Meira
Skáldsagan Heiður eftir Sólveigu Jónsdóttur segir frá klofinni fjölskyldu í tveimur löndum; Heiður McCarron elst upp á Íslandi hjá móður sinni en Dylan bróðir hennar á Norður-Írlandi með föður sínum. Árni Matthíasson arnim@mbl.is
Meira
Mætur maður í Reykjavík, sem kýs að kalla sig „Áhorfanda“, skrifar eftirfarandi bréf 6. september 1970: „Kæri Velvakandi! ÍSÍ er að hleypa af stokkunum hreyfingu, sem á að ná til allra landsmanna til verndunar heilsu og líkamsþreki.
Meira
Þegar verið að taka fé úr sameiginlegum sjóðum, hvort sem það eru sjóðir sveitarfélaga eða ríkis, þá verður að gera þá kröfu að hverri krónu sé velt. Alltaf. Í öllum verkefnum.
Meira
Ótrúleg ævintýri Brjálínu Hansen: Kóngsríkið mitt fallna heitir barnabók eftir þau Finn-Ole Heinrich og Rán Flygenring. Jón St. Kristjánsson þýddi.
Meira
Pääru Oja er þekktur leikari í heimalandi sínu, Eistlandi, en hann fer með eitt aðalhlutverkanna í kvikmyndinni Undir halastjörnu sem byggist á líkfundarmálinu svokölluðu.
Meira
Þessi uppskrift er frá mæðgunum Sollu og Hildi og er að finna inni á himneskt.is undir flokknum mægðurnar. Ravioli-deig 1 ½ bolli fínt spelt 1 ½ bolli gróft spelt ¾ tsk. sjávarsalt 1 bolli vatn 2 msk. jómfrúarólífuolía 1-2 msk.
Meira
Ragnhildur Þórðardóttir, Ragga nagli, gaf blaðinu þessa uppskrift sem er úr nýju hefti hennar sem ber nafnið Undirbúningur er árangur. Í því er að finna fjölbreyttar uppskriftir og hún gefur líka góð ráð um t.d.
Meira
RÚV Stundin okkar er komin aftur á dagskrá eftir sumarfrí. Þessi aldni barnaþáttur ber með sér fjör, slímgusur, spennandi spurningakeppnir og ýmislegt fræðandi og skemmtilegt fyrir krakka og ekki síður fullorðna.
Meira
Þessi uppskrift er úr Heilsubók Röggu nagla og dugar fyrir 3-4 sem meðlæti. 500 g sætar kartöflur 1 tsk. ólífuolía eða PAM-sprey 1 eggjahvíta ¼ tsk. chili ¼ tsk. hvítlauksduft salt og pipar Stilla ofn á 200°C.
Meira
Sætar kartöflur er hægt að nota á marga mismunandi vegu en þær gefa réttum bæði fallegan lit og gott bragð. Hér eru fjórar ólíkar uppskriftir sem allar innihalda þessa appelsínugulu hnúða, sem eru í raun ekki kartöflur heldur flokkast sem rótargrænmeti. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
Meira
Una Sighvatsdóttir , fulltrúi Íslensku friðargæslunnar hjá Nato, tísti: „Hnaut um instagram hjá ferðagrammara sem fór til Norður-Kóreu og fannst allt svo litríkt og vinalegt og ekkert stórmál að þurfa að hneigja sig fyrir styttum af Kim-feðgum og...
Meira
Næsta ofurhetjumyndin frá Hollywood er um hetju hafsins, Aquaman, leikinn af Jason Momoa. Leikarinn varð ástfanginn af eiginkonu sinni, Lisu Bonet, þegar hann sá hana í sjónvarpinu átta ára gamall. Nú eiga þau tvö börn, en ekkert sjónvarp.
Meira
Ég er núna að lesa Outline eftir Rachel Cusk sem ég er langt komin með og er ágæt. Þetta er um konu sem er að segja frá fólki sem hún hittir, nema að hún hittir aðeins of gáfað og vel hugsandi fólk finnst mér.
Meira
Örn Árnason vill alls ekki staðna í hugsun og hefur einstaklega gaman af fánýtum fróðleik, sem nýtist honum vel í nýju starfi sem leiðsögumaður og rútubílstjóri.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.