Árleg ráðstefna Atlantshafsbandalagsins, NATO, um afvopnun, eftirlit og takmörkun á útbreiðslu gereyðingavopna hefst í dag en að þessu sinni fer hún fram hér á landi, í Reykjavík.
Meira
„Misskiptingin er að aukast og fólk kallar eftir réttlæti í launakröfum,“ sagði Sonja Ýr Þorbergsdóttir, nýkjörinn formaður BSRB, í þættinum Þingvöllum á K100 í gærmorgun.
Meira
Árni Ísleifsson, hljóðfæraleikari og tónlistarkennari, er látinn 91 árs að aldri. Árni fæddist í Reykjavík 18. september 1927. Foreldrar hans voru Ísleifur Árnason, hæstaréttarlögmaður í Reykjavík, og Soffía Gísladóttir Johnsen húsmóðir.
Meira
Hægrisinnaði frambjóðandinn Jair Bolsonaro hafði betur gegn Fernando Haddad, frambjóðanda Verkamannaflokksins, í forsetakosningum Brasilíu í gær. Bolsonaro var spáð um 56% atkvæða samkvæmt útgönguspám.
Meira
Hægrimaðurinn Jair Bolsonaro, verður að öllum líkindum næsti forseti Brasilíu en forsetakosningar fóru fram í landinu í gær. Valið stóð á milli Bolsonaro og Fernando Haddad, frambjóðanda Verkamannaflokksins. Samkvæmt útgönguspám nær Bolsonaro kjöri.
Meira
Líf og fjör Tíkin Steina naut þess að fara út að ganga í Grafarholtinu með Emmu Karen, Unni Maríu og Elvari Bjarka, sem hoppaði upp á hárréttu augnabliki fyrir...
Meira
Banaslys varð á Reykjanesbraut á sjötta tímanum í gærmorgun í hörðum árekstri á milli jepplings og fólksbifreiðar. Varð slysið á móts við Vallahverfið í Hafnarfirði. Lögreglunni barst tilkynning um slysið klukkan 5.44. Bílarnir voru að mætast.
Meira
Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is Kostnaður við að klóna gæludýr hleypur á milljónum króna en fyrirtækið ViaGen Pets í Texas í Bandaríkjunum býður upp á hundaklónun fyrir 50 þúsund Bandaríkjadali, um sex milljónir íslenskra króna.
Meira
Í byrjun næsta árs er útlit fyrir að fjórir gervigrasvellir verði í notkun í Kópavogi. Vellirnir eru í Fagralundi, inni og úti í Kórnum og innanhúss í Fífunni.
Meira
Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Kristilegir demókratar (CDU), flokkur Angelu Merkel Þýskalandskanslara, misstu mikið fylgi í kosningum í Hessen í Þýskalandi í gær. Samkvæmt útgönguspám í Hessentapar CDU 10% fylgi og fer fylgi flokksins úr 38,3% í 28%.
Meira
• Breki Karlsson er fæddur árið 1971, með meistarapróf í hagfræði og alþjóðaviðskiptum frá Kaupmannahöfn og BS-próf í viðskiptafræði frá HR. Er stofnandi og framkvæmdastjóri Stofnunar um fjármálalæsi.
Meira
Staða og horfur í kjaramálum landsins var helsta umræðuefnið í hinum föstu þjóðmálaþáttum útvarps- og sjónvarpsstöðvanna í gærmorgun. Forystumenn úr röðum atvinnurekenda, launþega og ríkisstjórnar lögðu orð í belg.
Meira
Forsetahundurinn fyrrverandi, Sámur, verður að öllum líkindum fyrsti íslenski hundurinn til að verða klónaður en Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti, greindi frá því í Morgunkaffinu á Rás 2 að Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú, hefði...
Meira
Sjónarmið neytenda í efnahagsmálum þurfa að heyrast hærra. Þetta segir Breki Karlsson sem í gær var kjörinn formaður Neytendasamtakanna. Hann telur þörf á nýjum gjaldmiðli á Íslandi, krónan og gengi hennar minni á skopparakringlu.
Meira
„Síðast þegar ég vissi voru þeir ekki búnir að verða sér úti um leyfi eða kennitölu,“ sagði Gunnar Hilmarsson, aðalvarðstjóri lögreglunnar í Kópavogi, í gær um írska farandverkamenn sem hafa undanfarna daga gengið í hús og boðist til að...
Meira
Karlmaður fannst látinn í tjörn við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og Hafnarfjarðarkirkju á Strandgötu um hádegisbil í gær. Þetta staðfestir Sævar Guðmundsson, aðalvarðstjóri lögreglunnar í Hafnarfirði.
Meira
Nafn misritaðist Rangt var farið með nafn nýkjörins 2. varaforseta Alþýðusambandsins í frétt Morgunblaðsins á laugardaginn. Hann heitir Kristján Þórður Snæbjarnarson. Beðist er velvirðingar á...
Meira
Samkvæmt frumvarpi Þorsteins og fimm annarra þingmanna á að leggja niður ákvæði gildandi laga um takmörkun á fjölda nafna sem einstaklingur getur borið í þjóðskrá.
Meira
Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu í síðustu viku þess efnis að það sé ekki skerðing á tjáningarfrelsi einstaklings að dæma hann fyrir að kalla spámanninn Múhameð barnaníðing gæti haft áhrif á störf nefndar forsætisráðherra um umbætur á löggjöf á sviði...
Meira
Sérhæfðir læknar, hjúkrunarfræðingar og næringarfræðingar munu fræða gesti og gangandi í Kringlunni í dag um hvernig hægt sé að fyrirbyggja slag eða heilablóðfall. Framtakið er á vegum Heilaheilla, í tilefni af Alþjóðlega slagdeginum.
Meira
Rjúpnaveiðitíminn hófst formlega á föstudag en á laugardag fóru skyttur á stjá í fallegu veðri. Spáin var allmiklu verri á sunnudeginum en þá færðist veðrið austur yfir landið og var nokkur úrkoma á öllu Suðurlandinu.
Meira
Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Ellefu manns létust í skotárás í Pittsburgh í Bandaríkjunum á laugardaginn þegar maður hóf skothríð í bænahúsi gyðinga.
Meira
Sviðsljós Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Fjölmargar umsagnir hafa borist um frumvarp til nýrra laga um mannanöfn. Frumvarpið er nú endurflutt með lítilsháttar breytingum, en fyrsti flutningsmaður er Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar og fv.
Meira
Ný forysta Alþýðusambands Íslands (ASÍ) kemur saman til fundar í dag en Drífa Snædal, nýkjörinn forseti sambandsins, ætlar að hitta varaforsetana Vilhjálm Birgisson og Kristján Þórð Snæbjarnarson.
Meira
Karlmaður á sextugsaldri var í fyrradag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald, til 2. nóvember, á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á meintu peningaþvætti.
Meira
Í gær var íslensk-tékkneska tónlistarhátíðin Fullvalda í 100 ár haldin til að fagna 100 ára fullveldi beggja ríkjanna, Íslands og Tékklands, sem bæði hlutu fullveldi árið 1918.
Meira
Fyrsti viðburður danshátíðarinnar „Street-dance einvígið“ fór fram í Listdansskóla Plié í í Víkurhvarfi í gær með pomp og prakt. Þar var keppt í dönsum á borð við hiphop, top rock, break, popping og all styles.
Meira
„Það hefur enginn leyfi til að loka vegi án leyfis,“ segir Guðbrandur Sigurðsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Í gær boðaði hópur sem kallar sig „Stopp hingað og ekki lengra!
Meira
Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands gaf í gærkvöldi lítið fyrir að veturinn væri genginn í garð þrátt fyrir að fyrsti vetrardagur hefði verið síðastliðinn laugardag.
Meira
Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Dýrtíð og verðbólga eru öllum í óhag. Nú þegar gengi krónunnar gefur eftir með vísbendingum um breyttar aðstæður í efnahagsmálum er brýnt að Neytendasamtökin séu sterk og geti beitt sér af krafti.
Meira
Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Breiðholtið er fjölmenningarsamfélag með öllum þeim félagsauði sem því fylgir. Mér finnst hverfið hafa þróast vel sem og menning þess.
Meira
Rósa Þorsteinsdóttir þjóðfræðingur segir frá þeim ævintýrum sem hægt er að kalla „stjúpusögur“ á Borgarbókasafninu í Spönginni í dag kl. 17.15. Í ævintýrum vilja stjúpur oft valda stjúpbörnum sínum skaða á einhvern hátt.
Meira
Kjötsúpudagurinn var haldinn hátíðlegur á Skólavörðustíg á laugardaginn, fyrsta vetrardag, 16. árið í röð. Margir lögðu leið sína í bæinn og fengu sér heita kjötsúpu, en hátíðin var haldin á sjö „súpustöðvum“.
Meira
Eitt af því sem haldið er fram í tengslum við umræður um kjarasamninga er að ójöfnuður hafi farið vaxandi hér á landi. Þessi fullyrðing á svo að réttlæta kröfur um skattahækkun og áður óþekkta hækkun lægstu launa.
Meira
Ákveðið hefur verið að Sænska akademían (SA) muni ekki taka inn fleiri nýja meðlimi það sem eftir lifir árs. Þetta segir Anders Olsson, starfandi ritari SA, í samtali við sænsku fréttaveituna TT .
Meira
Áhugavert þetta öskuþema sem Ríkissjónvarpið bauð upp á í síðustu viku. Ég var búinn að segja ykkur frá samkynhneigða manninum sem vafði ösku móður sinnar inn í jónu og reykti hana.
Meira
Leikritið Samþykki eftir Ninu Raine í leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur var frumsýnt á Stóra sviði Þjóðleikhússins um helgina. Að vanda var fullt út úr dyrum og leikhúsgestir spenntir að fylgjast með verki sem fjallar um völundarhús...
Meira
Viðtal Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Er ekki merkilegt að það gerist enn á 21. öld að til verða nýjar sögur um álfa og huldufólk sem búa í steinum og hólum?
Meira
SNIP SNAP SNUBBUR, myndlistarsýning Guðmundar Thoroddsen, var opnuð í aðalsal Hafnarborgar í fyrradag. Guðmundur sýnir þar málverk, teikningar og skúlptúra.
Meira
Eftir Þorstein Val Baldvinsson: "Manneskja sem ekki getur skilið eða lesið annað fólk, líðan þess og getu til að takast á við verkefni á ekki að starfa við stjórnun."
Meira
Traust á stjórnmálum hefur verið í sögulegu lágmarki síðastliðinn áratug. Traust verður ekki endurunnið á einni nóttu heldur gerist það með þrotlausri vinnu þeirra sem starfa á vettvangi stjórnmála. Síðasta vika jók ekki traustið.
Meira
Eftir Ingibjörgu Gísladóttur: "Óvild og hatur er beinist gegn gyðingum eykst stöðugt í heiminum. RÚV hefur með hlutdrægum fréttaflutningi skapað slíkt andrúmsloft hérlendis"
Meira
Eftir Unni H. Jóhannsdóttur: "19.000 öryrkjar í hungurverkfalli myndu sprengja LSH gjörsamlega, hungur eins og fjölmargir öryrkjar finna fyrir í hverjum mánuði."
Meira
Birgitta Rós Björgvinsdóttir fæddist í Reykjavík 9. júlí 1983. Hún lést á Líknardeild Landspítalans 17. október 2018. Foreldrar hennar eru Björgvin Th. Kristjánsson, f. 24. september 1957, og Sigríður Ingólfsdóttir, f. 2. ágúst 1958.
MeiraKaupa minningabók
Eiríkur Briem fæddist í Reykjavík 30. janúar 1948. Hann lést 12. október 2018 á krabbameinsdeild Landspítalans. Foreldrar hans voru Eiríkur Briem, verkfræðingur og framkvæmdastjóri Landsvirkjunar, f. 3. nóvember 1915, d. 17.
MeiraKaupa minningabók
Frímann Árnason fæddist í Reykjavík þann 14. október 1952. Hann lést á Kanaríeyjum þann 16. október 2018. Foreldrar hans voru Árni Frímannsson símaverkstjóri, f. 26. maí 1925, d. 21. okt. 1992, og Ingibjörg Ragna Ólafsdóttir fyrrv.
MeiraKaupa minningabók
Gyða Arndal Svavarsdóttir fæddist 2. febrúar 1932 á Patreksfirði. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 18. október 2018. Foreldrar hennar voru Sigríður Á. K. Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 24.2. 1909, d. 19.20.
MeiraKaupa minningabók
Jóhanna Björg Pálsdóttir fæddist í Reykjavík 27. desember 1960. Hún lést á heimili sínu, Mánatúni 1, 30. september 2018. Móðir hennar var Rósa Jónída Benediktsdóttir frá Akureyri, uppalin á Kirkjubóli við Steingrímsfjörð, f. 16. júní 1936, d. 19.
MeiraKaupa minningabók
Jón Hafsteinn Jónsson stærðfræðikennari fæddist á Hafsteinsstöðum í Staðarhreppi í Skagafirði 22. mars 1928. Hann lést 17. október 2018. Foreldrar Jóns Hafsteins voru Olga Sigurbjörg Jónsdóttir, f. 2.5. 1903 , d. 4.5. 1997, og Jón Jónsson, f. 21.5.
MeiraKaupa minningabók
Kristjana Helga Guðmundsdóttir fæddist á Suðureyri við Súgandafjörð 5. febrúar 1937. Hún bjó lengst af í Kópavogi. Kristjana lést á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut 3. október 2018. Foreldrar Kristjönu voru Guðmundur Kristján Guðnason, f. 19.
MeiraKaupa minningabók
Norski olíusjóðurinn hefur gefið út skrifleg tilmæli sem skerpa á þeirri stefnu sjóðsins að þau fyrirtæki sem sjóðurinn fjárfestir í láti ekki sömu manneskjuna gegna hlutverki stjórnarformanns og forstjóra.
Meira
Viðmið eru sett. ÍSÍ útnefnir íþróttafélög sem eru til fyrirmyndar í starfsháttum og áherslum. KR er öflugt félag með mörgum deildum og í starfi þeirra var öllum steinum velt við. Fræðsla, forvarnir og jafnréttismál eru í deiglunni.
Meira
Næstkomandi fimmtudagskvöld, 1. nóvember kl. 19.30 verður opnuð í Hallsteinssal í Safnahúsi Borgarfjarðar sögusýning um Hvítárbrúna við Ferjukot.
Meira
Fákasel á Ingólfshvoli í Ölfusi hefur verið opnað á ný en þar er glæsilegur veitingastaður með nýjan fjölbreyttan matseðil. Daglega verður boðið upp á stuttar hestasýningar í reiðhöllinni.
Meira
Leikfélag Kópavogs frumsýnir tryllingsfarsann Tom, Dick og Harry eftir feðgana Ray og Michael Cooney í þýðingu Harðar Sigurðarsonar 30. október næstkomandi. Ray Cooney hefur verið ókrýndur konungur farsans um áraraðir og leikrit hans þekkja allir.
Meira
6 til 9 Ísland vaknar Ásgeir Páll, Jón Axel og Kristín Sif rífa landsmenn á fætur með gríni og glensi alla virka morgna. Sigríður Elva les traustar fréttir á hálftíma fresti. 9 til 12 Siggi Gunnars Skemmtileg tónlist og góðir gestir reka nefið inn.
Meira
40 ára Árni er úr Vesturbænum í Reykjavík en er að flytja í Garðabæ. Hann er flugstjóri hjá Icelandair. Maki : Klara Sól Ágústsdóttir, f. 1992, arkitekt, en er í fæðingarorlofi. Börn : Tara Lóa, f. 2006, Árni Jóhann, f. 2009, og Ólína Fanney, f. 2018.
Meira
Bruce Dickinson, söngvari Iron Maiden, var staddur í Melbourne í Ástralíu fyrr í mánuðinum en hann er á ferð og flugi að kynna sjálfsævisögu sína „What Does This Button Do?
Meira
40 ára Jóhann er frá Hreimsstöðum í Hjaltastaðaþinghá en býr í Fellabæ. Hann er afgreiðslumaður í Húsasmiðjunni. Maki : Sólrún Víkingsdóttir, f. 1978, kennari í Fellaskóla. Foreldrar : Svavar Gunnþórsson, f. 1926, fv.
Meira
Kristín Jónsdóttir lauk BA-prófi í almennri bókmenntafræði og íslensku frá Háskóla Íslands 1986, lauk viðbótarnámi í hagnýtri fjölmiðlun 1991, kennsluréttindanámi 1992 og lauk M.Ed.
Meira
„Þú varst sannkölluð hjálparhönd þegar á reyndi.“ Þetta skilst og er falleg einkunn – en betra hefði verið hjálparhella , því það þýðir sá sem veitir e-m (mjög mikla) hjálp en hjálparhönd þýðir hjálp .
Meira
Fyrir hálfum mánuði rúmum birti Geir Thorsteinsson „Stökur um ást“ á Boðnarmiði, – einlægar og fallegar: Þú sífellt huga seiðir minn sem ég fyrir töfrum finn. Ætíð brennur koss á kinn kossinn mjúki, ljúfi þinn.
Meira
Nýsjálenska söngkonan Lorde stimplaði sig laglega inn í tónlistarbransann á þessum árstíma fyrir fimm árum. Lagið hennar „Royals“ komst þá á toppinn í Bretlandi en það var jafnframt fyrsta lagið sem söngkonan gaf út.
Meira
Svanevej, Kaupmannahöfn Hrafnkell Hjálmarsson fæddist 13. október 2017 kl. 0.00. Hann vó 4.552 g og var 56 cm langur. Foreldrar hans eru Mist Hálfdánardóttir og Hjálmar Hjálmarsson...
Meira
85 ára Aðalsteinn Páll Guðjónsson 80 ára Fjóla Guðmundsdóttir Gunnar Jóhannesson Tryggvi Ásmundsson Víðir Guðmundsson 75 ára Karlý Fríða Zophoníasdóttir Kristín Kristjánsdóttir Ragnheiður Þ. M. Waage 70 ára Ingibjörg Kristjánsdóttir Jón G.
Meira
Borgarfulltrúi Viðreisnar í Reykjavík Pawel Bartosek kynnti í síðustu að hann ætlaði héðan í frá ekki að svara erindum fjölmiðlamanna strax þegar þau berast heldur gefa sér allt að tvo sólarhringa til að melta málin og svara þá.
Meira
40 ára Yngvi er úr Sandgerði en býr í Garði. Hann er deildarstjóri tollafgreiðslu hjá UPS á Íslandi. Maki : Sigrún Sigurðardóttir, f. 1980, deildarstjóri sérkennslu í Grunnskólanum í Garði. Dóttir : Emilía Sól, f. 2004. Foreldrar : Rafn Magnússon, f.
Meira
29. október 1922 Elliheimili tók til starfa í húsinu Grund við Kaplaskjólsveg í Reykjavík. Morgunblaðið sagði að þetta hefði verið fyrsta „gamalmennahæli“ hér á landi, en vistmenn gátu verið rúmlega tuttugu.
Meira
Íslandsmeistarar SA Víkinga unnu sannfærandi 6:1-útisigur á SR í Hertz-deild karla í íshokkíi á laugadag. SA vann einmitt leik liðanna í 1. umferðinni með sömu markatölu og er liðið á toppnum með sex stig.
Meira
Danmörk FC Köbenhavn – AGF 4:2 • Björn Daníel Sverrisson var allan leikinn á meðal varamanna AGF. Hobro – Vejle 1:0 • Felix Örn Friðriksson var ekki í leikmannahópi Vejle.
Meira
Eigandi enska knattspyrnufélagsins Leicester City, Vichai Srivaddhanaprabha, er látinn en þetta staðfesti enska félagið í tilkynningu sem það sendi frá sér í gærkvöldi.
Meira
Handbolti Ívar Benediktsson iben@mbl.is Íslenska landsliðið í handknattleik karla vann öruggan 11 marka sigur á Tyrkjum, 33:22, í annarri umferð 3. riðils undankeppni EM í handknattleik karla í Ankara í gær.
Meira
England Manch. United – Everton 2:1 • Gylfi Þór Sigurðsson lék allan leikinn með Everton og skoraði eina mark liðsins úr vítaspyrnu á 77. mínútu. Burnley – Chelsea 0:4 • Jóhann Berg Guðmundsson lék allan leikinn með Burnley.
Meira
Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék á 75 höggum eða á þremur höggum yfir pari á fjórða hring sínum á lokaúrtökumóti fyrir LPGA-mótaröðina í golfi á NO.6-vellinum í Norður-Karólínu-ríki í gær.
Meira
Haukur Heiðar Hauksson þarf væntanlega að finna sér nýtt félag eftir tímabilið. Bakvörðurinn hefur lítið spilað með AIK á leiktíðinni en hann hefur verið í herbúðum sænska félagsins síðan 2015.
Meira
Landsliðskonurnar í knattspyrnu Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Fanndís Friðriksdóttir léku báðar sinn fyrsta leik fyrir Adelaide United í efstu deild ástralska fótboltans í fyrrinótt.
Meira
Grikkir gerðu sér lítið fyrir og lögðu Makedóníumenn með tveggja marka mun, 28:26, í borginni Kozani í norðurhluta Grikklands í gær en liðin eru með Íslendingum og Tyrkjum í riðli undankeppni EM 2020.
Meira
Grill 66 deild kvenna Valur U – Grótta 30:25 Staðan: ÍR 6600186:12812 Fram U 7502189:14710 FH 6411161:1249 Fylkir 6411153:1199 Valur U 7403165:1608 Afturelding 5302124:986 HK U 6204130:1634 Grótta 6204122:1494 Víkingur 7205134:1834 Fjölnir...
Meira
Albert Guðmundsson og liðsfélagar hans í AZ Alkmaar þurftu að sætta sig við 3:2-tap fyrir Heerenveen á heimavelli sínum í efstu deild Hollands í fótbolta í gær. Albert skoraði annað mark AZ á 79.
Meira
England Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Gylfi Þór Sigurðsson skoraði eina mark Everton sem tapaði 2:1 fyrir Manchester United á Old Trafford í 10. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í gær en Gylfi spilaði allan leikinn í liði Everton.
Meira
HM í Doho Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Hin 16 ára gamla Sonja Margrét Ólafsdóttir skrifaði sig í sögubækurnar á HM í Doha í Katar um helgina þegar hún gerði æfingu á jafnvægisslá sem ekki hefur verið gerð áður í keppni í fimleikum á stórmóti.
Meira
Handbolti Ívar Benediktsson iben@mbl.is Landslið Íslands í handknattleik karla, skipað leikmönnum 21 árs og yngri, tapaði síðari vináttulandsleik sínum við franska jafnaldra sína í Schenker-höllinni á Ásvöllum á laugardaginn, 26:21.
Meira
Glódís Perla Viggósdóttir og liðsfélagar hennar hjá Rosengård misstu toppsætið úr greipum sér í efstu deild Svíþjóðar í fótbolta þegar lokaumferðin var leikin á laugardaginn.
Meira
Lærisveinar Heimis Guðjónssonar í færeyska fótboltaliðinu HB unnu 2:1-heimasigur á Víkingi frá Götu í lokaumferð efstu deildarinnar. Víkingar komust yfir í upphafi leiks en HB svaraði með tveimur mörkum.
Meira
Íslenska ruðningsliðið Einherjar vann stórsigur, 50:0, á þýska liðinu Köln Falcons í Kórnum á gærkvöldi. 50-0 sigur í ruðningi, amerískum fótbolta, er á við 5-0 sigur í fótbolta. Bergþór Pálsson, leikstjórnandi (e.
Meira
Framherjinn Luis Suárez gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu fyrir lið sitt Barcelona sem fékk Real Madrid í heimsókn í 10. umferð spænsku 1. deildarinnar í knattspyrnu í gær. Philippe Coutinho kom Barcelona yfir á 11.
Meira
„Það gekk allt upp hjá mér og ekki spillti fyrir að mennirnir við hliðina á mér, Aron Pálmarsson og Rúnar Kárason, opnuðu mjög mikið fyrir mig,“ sagði Elvar Örn Jónsson, landsliðsmaður í handknattleik, eftir sigurinn á Tyrkjum í gær, 33:22,...
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.