Greinar laugardaginn 3. nóvember 2018

Fréttir

3. nóvember 2018 | Innlendar fréttir | 104 orð

500 íbúðir á sjö reitum

Gert er ráð fyrir því að allt að 500 íbúðir sem sérstaklega eru hugsaðar fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur verði byggðar á sjö mismunandi reitum í Reykjavíkurborg á næstu árum, en borgin mun úthluta lóðum til framkvæmdaaðila á föstu verði, sem er 45. Meira
3. nóvember 2018 | Innlendar fréttir | 305 orð | 1 mynd

Allir þekkja Ísland

Eftir að hafa verið rúm fjögur ár í Nuuk á Grænlandi eru töluverð viðbrigði að koma til Ottawa, þar sem býr ein milljón manna. Meira
3. nóvember 2018 | Innlendar fréttir | 81 orð | 1 mynd

Ása ráðin til IETM

Ása Richardsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri alþjóðlegu sviðslistasamtakanna IETM frá 1. febrúar 2019. Samtökin eru ein þau elstu og stærstu sinnar tegundar í heiminum, stofnuð 1981 og með aðsetur í Brussel. Meira
3. nóvember 2018 | Innlendar fréttir | 233 orð | 1 mynd

Átta grenitré söguð niður

Starfsmönnum Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar brá í brún er þeir komu til vinnu á mánudagsmorgun. Þá var búið að saga niður átta 1-2 metra há grenitré meðfram 13. braut vallarins og lágu þau á hliðinni, en stubbarnir stóðu upp úr moldinni. Meira
3. nóvember 2018 | Innlendar fréttir | 72 orð | 1 mynd

Basalt arkitektar hrepptu hnossið

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra veitti Basalt arkitektum Hönnunarverðlaun Íslands 2018 við hátíðlega athöfn á Kjarvalsstöðum í gærkvöldi. Meira
3. nóvember 2018 | Innlendar fréttir | 150 orð | 1 mynd

Bjarg byggir 99 íbúðir við Hraunbæ

Borgarráð hefur samþykkt að úthluta Íbúðafélaginu Bjargi lóð og byggingarrétti á reit sem liggur við Hraunbæ-Bæjarháls. Byggingarrétturinn heimilar byggingu fjögurra fjölbýlishúsa með samtals 99 íbúðum. Byggingarnar, með bílageymslum, verða alls 11. Meira
3. nóvember 2018 | Innlendar fréttir | 26 orð | 1 mynd

Eggert

Föl í Flóa Þessar vinalegu og vel merktu kýr heilsuðu forvitnar upp á ljósmyndara Morgunblaðsins við Gaulverjabæjarveg í Flóahreppi. Snjóföl var á jörð sunnanlands í... Meira
3. nóvember 2018 | Innlendar fréttir | 529 orð | 2 myndir

Ekkert eftirlit með eyðibýlum landsins

Fréttaskýring Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Áhugi á eyðibýlum á Íslandi hefur stóraukist á undanförnum árum. Yfirgefin hús fjarri alfaraleið hafa eitthvert óútskýrt aðdráttarafl sem heillar marga og vekur forvitni um sögu og örlög óþekkts fólks. Meira
3. nóvember 2018 | Innlendar fréttir | 695 orð | 2 myndir

Ferðamenn sexfalt fleiri

Úr bæjarlífinu Óli Már Aronsson Hellu Nýlega var birt skýrsla sem Rangárþing ytra lét gera um komur og dvöl ferðamanna í sveitarfélaginu. Skýrslan tekur til áranna frá 2008 til 2017. Meira
3. nóvember 2018 | Innlendar fréttir | 324 orð

Félagsbústöðum leiðbeint

Stjórn Félagsbústaða hf. þarf nú þegar að setja félaginu innkaupastefnu og marka þannig skýrar línur varðandi innkaup. Þá þarf framkvæmdastjóri að setja félaginu innkaupareglur á grundvelli innkaupastefnunnar. Þetta kemur m.a. Meira
3. nóvember 2018 | Innlendar fréttir | 187 orð

Fosshótel verður lokað yfir veturinn

Fosshótel Austfirðir á Fáskrúðsfirði verður lokað næstu þrjá mánuðina, frá síðustu mánaðamótum til 1. febrúar, vegna lítillar aðsóknar yfir vetrarmánuðina. Síðan hótelið var opnað árið 2014 hefur því aldrei verið lokað yfir vetrarmánuðina fyrr en nú. Meira
3. nóvember 2018 | Innlendar fréttir | 357 orð | 1 mynd

Fullveldisári lýst með orðum Steina Hreða

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Saga fullveldisársins, 1918, í Borgarfirði er að hluta til sögð með orðum borgfirsks vinnumanns, Þorsteins Jakobssonar, sem kallaður var Steini Hreða. Meira
3. nóvember 2018 | Innlendar fréttir | 104 orð | 1 mynd

Fullveldisfernur í verslanir

Síðdegis í gær byrjuðu starfsmenn Mjólkursamsölunnar að dreifa mjólk í svonefndum fullveldisfernum. Á fernunum, sem eru með jólasvip, eru sex útgáfur texta og mynda um markverða atburði á fullveldisárinu 1918, svo sem Kötlugosið og frostaveturinn mikla. Meira
3. nóvember 2018 | Innlendar fréttir | 72 orð | 1 mynd

Hamagangur á hjólbarðaverkstæðunum

Annir eru nú á dekkjaverkstæðum enda mikilvægt að bílar séu komnir á góð dekk þegar fer að snjóa og götur verða hálar. Þessi mynd var tekin hjá Barðanum í Skútuvogi í Reykjavík þar sem vanir menn voru snöggir að afgreiða bílana. Meira
3. nóvember 2018 | Innlendar fréttir | 146 orð

Húsin eru minnisvarðar

„Þessi hús eru minnisvarðar um löngu liðið hversdagslíf,“ sagði listakonan Þóra Einarsdóttir í viðtali við Morgunblaðið fyrir þremur árum, þegar sagt var frá sýningu á teikningum hennar af eyðibýlum í Listasafni Reykjavíkur. Meira
3. nóvember 2018 | Innlendar fréttir | 105 orð | 1 mynd

Hættu við að loka hraðbankanum

Arion banki hefur hætt við að fjarlægja hraðbanka sinn á Hofsósi en hann er eini hraðbankinn á staðnum. Var það tilkynnt þegar byggðaráð Skagafjarðar og sveitarstjóri fóru á fund bankastjórans og fleiri yfirmanna. Fyllt var aftur á hraðbankann í gær. Meira
3. nóvember 2018 | Innlendar fréttir | 145 orð | 1 mynd

Kannar stöðu sína hjá borginni

Rannveig Ernudóttir, varaborgarfulltrúi Pírata, gagnrýnir vinnubrögð samflokksmanna sinna hart á facebooksíðu sinni í gær. Meira
3. nóvember 2018 | Innlendar fréttir | 64 orð

Kaupin samþykkt

Framhaldshluthafafundur HB Granda fór fram í gær en þar kynntu starfsmenn Kviku banka hf. samantekt minnisblaðs vegna fyrirhugaðra kaupa HB Granda á öllu hlutafé Ögurvíkur. Á hluthafafundi 16. október var óskað eftir nýju mati Kviku á kaupunum. Meira
3. nóvember 2018 | Erlendar fréttir | 972 orð | 1 mynd

Kjósendurnir skiptast í tvö horn

Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Skoðanakannanir í Bandaríkjunum benda til þess að mikill munur sé á fylgi repúblikana og demókrata meðal hvítra kjósenda eftir kyni og menntun. Meira
3. nóvember 2018 | Innlendar fréttir | 108 orð | 2 myndir

Krefjast fundar

Vel á annað hundrað manns undirrituðu áskorun í gær á heimasíðunni Ísland. Meira
3. nóvember 2018 | Erlendar fréttir | 181 orð | 1 mynd

Kristilegi þjóðarflokkurinn vill ganga í stjórnina

Knut Arild Hareide, leiðtogi Kristilega þjóðarflokksins í Noregi, beið ósigur á landsfundi flokksins í gær þegar tillaga hans um að hætta stuðningi við minnihlutastjórn Hægriflokksins, Framfaraflokksins og Frjálslynda flokksins var felld. Meira
3. nóvember 2018 | Innlendar fréttir | 51 orð | 1 mynd

Kærleikur og kótilettur

Árlegt kótilettukvöld Samhjálpar var haldið í Súlnasal Hótel Sögu sl. fimmtudagskvöld. Forsetahjónin, Eliza Reid og Guðni Th. Jóhannesson, voru heiðursgestir og fóru fyrst að hlaðborðinu ásamt Verði L. Traustasyni, framkvæmdastjóra Samhjálpar. Meira
3. nóvember 2018 | Innlendar fréttir | 406 orð | 1 mynd

Launahækkanir auka kostnað við húsbyggingar

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Verði farið að launakröfum verkalýðshreyfingarinnar og vinnuvikan stytt gæti það hækkað byggingarkostnað um jafnvel fimmtung. Þetta segir umsvifamikill verktaki sem óskaði nafnleyndar. Meira
3. nóvember 2018 | Innlendar fréttir | 47 orð

Laus úr haldi

Karlmaður á sextugsaldri, sem var handtekinn í síðustu viku og úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna rannsóknar á meintu peningaþvætti, hefur verið látinn laus úr haldi. Meira
3. nóvember 2018 | Innlendar fréttir | 517 orð | 1 mynd

Laxinn vex betur en þekkst hefur eystra

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Laxinn hjá Fiskeldi Austfjarða í Berufirði hefur vaxið vel í sumar og haust. Meira
3. nóvember 2018 | Innlendar fréttir | 162 orð

Loftlínur og jarðstrengir

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Umhverfismat vegna Suðurnesjalínu 2 er á lokametrunum, að sögn Írisar Baldursdóttur, framkvæmdastjóra kerfisstjórnunarsviðs Landsnets. Meira
3. nóvember 2018 | Innlendar fréttir | 62 orð

Loka hótelinu í vetur vegna aðsóknar

Fosshótel Austfirðir á Fáskrúðsfirði verður lokað næstu þrjá mánuði eða fram til 1. febrúar næstkomandi vegna lítillar aðsóknar. Meira
3. nóvember 2018 | Innlendar fréttir | 188 orð

Lækka bindingarhlutfallið í 20%

Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Seðlabanki Íslands tilkynnti í gær að reglum frá júní 2016 um bindingu reiðufjár vegna nýs innstreymis erlends gjaldeyris hefði verið breytt á þá vegu að bindingarhlutfall reglnanna færi úr 40% niður í 20%. Meira
3. nóvember 2018 | Innlendar fréttir | 238 orð | 1 mynd

Mikilvæg lundabyggð friðlýst

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Umhverfisstofnun, ásamt Reykjavíkurborg, hefur kynnt áform um friðlýsingu Akureyjar í Kollafirði. Akurey er lág og vel gróin eyja, um 6,6 hektarar að stærð, norðaustan við Seltjarnarnes. Meira
3. nóvember 2018 | Innlendar fréttir | 221 orð

Mjög jákvætt skref

„Lækkun bindiskyldunnar er klárlega mjög jákvætt og tímabært skref. Meira
3. nóvember 2018 | Innlendar fréttir | 61 orð

Mynd ranglega merkt Tölvuteikning á forsíðu Morgunblaðsins í gær af...

Mynd ranglega merkt Tölvuteikning á forsíðu Morgunblaðsins í gær af fyrirhugaðri borgarlínustöð var ranglega merkt. Var hún merkt söluvef ÞG verk en þaðan var hún sótt, líkt og getið var. Hið rétta er að arkitektastofan Arkís er höfundur myndarinnar. Meira
3. nóvember 2018 | Innlendar fréttir | 201 orð | 1 mynd

Ný söluhús frestast

Nú er ljóst að framkvæmdir við ný söluhús og umhverfi við Ægisgarð við Gömlu höfnina munu frestast um eitt ár. Til stóð að hefja framkvæmdir í desember næstkomandi og þeim átti að ljúka í maí 2019. Í septembermánuði voru framkvæmdirnar boðnar út. Meira
3. nóvember 2018 | Innlendar fréttir | 75 orð | 1 mynd

Ólafur Darri ráðherra

Ólafur Darri Ólafsson fer með aðalhlutverkið í Ráðherranum, nýrri þáttaröð sem verður tekin upp á næsta ári og Sagafilm framleiðir. Þar leikur Ólafur Darri óhefðbundinn stjórnmálamann. Meira
3. nóvember 2018 | Innlendar fréttir | 111 orð | 1 mynd

Repúblikanar halda líklegast meirihluta í öldungadeildinni

Á þriðjudaginn verður kosið um rúman þriðjung þingmanna í öldungadeild Bandaríkjaþings. Demókratar eiga undir högg að sækja í ár þar sem sitjandi þingmenn flokksins eru í 26 af þeim 35 þingsætum sem kosið er um. Meira
3. nóvember 2018 | Innlendar fréttir | 200 orð | 1 mynd

Smíði á nýju olíuskipi á lokastigi

Smíði á nýju skipi Olíudreifingar er á lokastigi í Tyrklandi. Ef áætlanir standast mun skipið koma til landsins fljótlega á nýju ári. Þetta er fyrsta nýsmíði á olíuskipi fyrir Íslendinga um áratuga skeið. Meira
3. nóvember 2018 | Innlendar fréttir | 233 orð | 1 mynd

Staðsetning ekki ákveðin

Enn liggur ekki fyrir hvar fyrirhuguð smáhýsi fyrir utangarðsfólk í Reykjavík verða staðsett, en það verður þó í fimm húsa þyrpingum vestan Elliðaáa. Meira
3. nóvember 2018 | Innlendar fréttir | 69 orð

Stöð 2 Sport missir enska boltann

„Við settum fram afar myndarlegt tilboð sem var veruleg hækkun frá því sem við greiðum fyrir enska boltann í dag. Meira
3. nóvember 2018 | Innlendar fréttir | 413 orð | 2 myndir

Suðurnesjalína 2 er í undirbúningi

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Umhverfismat vegna Suðurnesjalínu 2 er á lokametrunum, að sögn Írisar Baldursdóttur, framkvæmdastjóra kerfisstjórnunarsviðs Landsnets. Meira
3. nóvember 2018 | Innlendar fréttir | 70 orð | 1 mynd

Svandís vongóð um að samningar takist

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist vongóð um að það takist að gera nýjan samning við sérgreinalækna, en rammasamningur þeirra við Sjúkratryggingar Íslands rennur út um áramótin. Meira
3. nóvember 2018 | Innlendar fréttir | 974 orð | 2 myndir

Tangarhald á öldungadeildinni

Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Kosið verður um þriðjung þingsæta í öldungadeild Bandaríkjaþings á þriðjudaginn og virðast litlar líkur á að Repúblikanaflokkurinn tapi meirihluta í þingdeildinni. Meira
3. nóvember 2018 | Innlendar fréttir | 188 orð | 2 myndir

Terturnar rjúka út á tveimur tímum

„Þetta er ein af okkar stærstu fjáröflunum ár hvert. Allar Hringskonur leggja sitt af mörkum en basarnefndin ber hitann og þungann af undirbúningnum. Meira
3. nóvember 2018 | Innlendar fréttir | 486 orð | 1 mynd

Tilraunaland með tækninýjungar

Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl. Meira
3. nóvember 2018 | Innlendar fréttir | 321 orð | 1 mynd

Umhverfi sérgreinalækna endurmetið

Erla María Markúsdóttir erla@mbl.is Endurmeta þarf umhverfi þjónustu sérgreinalækna og velferðarráðuneytið þarf að vera markvissara í kaupum á heilbrigðisþjónustu. Þetta er mat Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Meira
3. nóvember 2018 | Innlendar fréttir | 493 orð | 1 mynd

Velkomnir á kandídatsárið

Baldur Arnarson baldura@mbl. Meira
3. nóvember 2018 | Innlendar fréttir | 93 orð | 1 mynd

Vonast eftir breytingum

Morgunblaðið leitaði upplýsinga hjá Sigurði Inga Jóhannssyni um hvort íslenska ríkið kannaði möguleika þess að segja sig úr Alþjóðapóstsambandinu líkt og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna hefur sagt bandarísk stjórnvöld stefna nú að. Meira

Ritstjórnargreinar

3. nóvember 2018 | Staksteinar | 205 orð | 1 mynd

Orkupakki gegn íslensku grænmeti

Bændablaðið fjallar ýtarlega um þriðja orkupakka ESB í nýjasta tölublaði sínu og ræðir þar meðal annars við formann Sambands garðyrkjubænda, Gunnar Þorgeirsson. Meira
3. nóvember 2018 | Leiðarar | 660 orð

Upplausn í arabaheimi

Hvergi ófriðlegra en í Mið-Austurlöndum Meira
3. nóvember 2018 | Reykjavíkurbréf | 1352 orð | 1 mynd

Þegar Öræfajökull ræskir sig þarf enginn að gefa honum orðið

Það er ekki tilefni né gagn að hræðsluáróðri um þetta fjall, frekar en Kötlu vestar. En þau verður að þekkja og þau verður að virða. Það er á hinn bóginn komið fullt tilefni til að setja fjallið í algjöra gjörgæslu strax. Miða verður viðbúnað við að gosið gæti orðið í næstu viku. Meira

Menning

3. nóvember 2018 | Tónlist | 627 orð | 3 myndir

Dásamlegar drullukökur

Listbandalagið post-dreifing gefur nú út aðra Drullumalls-safnplötu á Bandcamp-vefsíðunni en fyrri platan kom út í mars á þessu ári. Í þetta sinnið er að finna þrettán lög með jafnmörgum listamönnum. Meira
3. nóvember 2018 | Myndlist | 733 orð | 1 mynd

Ekki maður merkimiða

Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Jarðhæð , var það fyrsta sem Ingólfi Arnarssyni myndlistarmanni datt í hug þegar hann á sínum tíma var spurður um yfirskrift sýningar, sem hann opnar kl. 16 í dag í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi. Meira
3. nóvember 2018 | Fólk í fréttum | 100 orð | 1 mynd

Fjallað um alþýðulist á málþingi

Safnasafnið, Alþýðulistasafn Íslands, stendur fyrir málþingi í Þjóðminjasafninu í dag klukkan 13-16. Yfirskrift þess er Frá jaðri til miðju og verður á því fjallað um þróun íslenskrar alþýðulistar og stöðu hennar í dag. Meira
3. nóvember 2018 | Tónlist | 82 orð | 1 mynd

Fjallkonan fríð hjá leikhúslistakonum

Fjallkonan fríð – eða hefur hún hátt? nefnist sýning sem Leikhúslistakonur 50+ frumsýna í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld kl. 20 í leikstjórn Maríu Sigurðardóttur. Meira
3. nóvember 2018 | Myndlist | 175 orð | 1 mynd

Fjórir ungir listamenn á Hjalteyri

Brot úr línu/fragment of a line nefnist samsýning sem opnuð verður í dag kl. 14 í Verksmiðjunni á Hjalteyri. Sýningarstjórar eru Sigurður Guðjónsson og Gústav Geir Bollason. Meira
3. nóvember 2018 | Leiklist | 66 orð | 1 mynd

Gísli Örn leikur í Elly

Gísli Örn Garðarsson fyllir skarð Hjartar Jóhanns Jónssonar í Elly í Borgarleikhúsinu frá 29. nóvember og út árið meðan Hjörtur undirbýr titilhlutverkið í Ríkharði III. sem frumsýndur verður í árslok. Meira
3. nóvember 2018 | Tónlist | 78 orð | 1 mynd

Kórperlur á allra heilagra messu

Schola cantorum, kammerkór Hallgrímskirkju, heldur tónleika í Hallgrímskirkju á allra heilagra messu á morgun, sunnudag, kl. 17. Meira
3. nóvember 2018 | Myndlist | 105 orð | 1 mynd

Liminalities flutt í Marshall-húsinu

Nýlistasafnið og Listahátíðin Cycle bjóða til tónleika og myndlistarsýningar sem nefnist Liminalities, í Marshall-húsinu annað kvöld kl. 20, en aðgangur er ókeypis. Meira
3. nóvember 2018 | Tónlist | 271 orð | 1 mynd

Lokahelgi Óperudaga í Reykjavík

Boðið verður upp á fjölda viðburða á lokahelgi Óperudaga í Reykjavík. „Music is silly! ... but I like to sing ...“ er yfirskrift tónleika í Hannesarholti kl. Meira
3. nóvember 2018 | Bókmenntir | 75 orð | 1 mynd

Máltækni rædd

Að nota íslensku í tölvum og tækjum – samfélagslegar áskoranir og vísindi er yfirskrift málþings um máltækni sem fram fer í Háskólanum í Reykjavík í dag milli kl. 13.30 og 16. Meira
3. nóvember 2018 | Fjölmiðlar | 198 orð | 1 mynd

Óskiljanlegur og sést varla

Að undanförnu hef ég af og til sest niður með dóttursyni mínum og horft á Sögur úr Andabæ á RÚV. Meira
3. nóvember 2018 | Myndlist | 298 orð | 1 mynd

Talar við sjálfan sig

Myndlistarmaðurinn Steingrímur Gauti Ingólfsson opnaði sýningu í gær í galleríinu Tveimur hröfnum. Sýningin ber titilinn Ekki gera neitt og í texta sem Starkaður Sigurðarson ritar um sýninguna segir m.a: „Steingrímur Gauti heldur áfram að mála. Meira
3. nóvember 2018 | Leiklist | 1456 orð | 2 myndir

Veistu ef þú vin átt

Eftir Ninu Raine. Íslensk þýðing: Þórarinn Eldjárn. Leikstjórn: Kristín Jóhannesdóttir. Leikmynd: Stígur Steinþórsson. Búningar: Þórunn María Jónsdóttir. Lýsing: Halldór Örn Óskarsson. Tónlist: Úlfur Eldjárn. Hljóðmynd: Elvar Geir Sævarsson. Meira
3. nóvember 2018 | Tónlist | 64 orð | 1 mynd

Þegar orða er vant

Þegar orða er vant er yfirskrift tónleika Duo Zweisam í Hannesarholti í dag kl. 16. Meira

Umræðan

3. nóvember 2018 | Aðsent efni | 768 orð | 1 mynd

Auðlindastýring á vatni, fiski og landi

Eftir Svan Guðmundsson: "Við komum til með að missa stjórn á raforkumarkaði okkar með upptöku þriðja orkupakkans og getum ekki neitað lagningu raforkusæstrengs til landsins." Meira
3. nóvember 2018 | Pistlar | 844 orð | 1 mynd

Breiðfylking hinna óánægðu og reiðu

Samfélagið er að sundrast Meira
3. nóvember 2018 | Pistlar | 466 orð | 2 myndir

Eldglæringar og dynkir

Það var góð mæting á Kötluráðstefnu í Vík í Mýrdal 12. október. Ráðstefnan var haldin í tilefni þess að 100 ár eru liðin frá gosi í Kötlu. Fjögur hundruð manns lögðu leið sína til Víkur þennan föstudag. Meira
3. nóvember 2018 | Aðsent efni | 547 orð | 1 mynd

Enn um gamla kirkjugarðinn

Eftir Þór Magnússon: "Og enn er sótt að gamla kirkjugarðinum. Grafnar eru upp jarðneskar leifar fólks vegna hótelbyggingar." Meira
3. nóvember 2018 | Pistlar | 434 orð | 1 mynd

Hvað er að í samgöngumálum?

Í tillögu til samgönguáætlunar fyrir næstu 15 ár er að finna mörg góð verkefni og þau eiga það öll sameiginlegt að falla vel undir lýsinguna „því fyrr því betra“. Meira
3. nóvember 2018 | Pistlar | 328 orð

Í köldu stríði

Árið 2014 sendi Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins , frá sér bókina Í köldu stríði , þar sem hann sagði frá baráttu sinni og Morgunblaðsins í kalda stríðinu, sem hófst, þegar vestræn lýðræðisríki ákváðu að veita kommúnistaríkjunum... Meira
3. nóvember 2018 | Aðsent efni | 396 orð | 1 mynd

Líkamsræktarstöðvarnar – lífsorku- og yngingarstöðvar

Eftir Guðna Ágústsson: "Hér á hið fornkveðna við sem Gunnlaugur ormstunga mælti við Eirík jarl. „Eigi skal haltur ganga meðan báðir fætur eru jafnlangir.“" Meira
3. nóvember 2018 | Aðsent efni | 830 orð | 1 mynd

Vegið að látnum heiðursmanni

Eftir Jóhönnu M. Thorlacius: "Lýsingar Önnu Rögnu á bernskuheimilinu standast ekki. Hvorki tímalína, sviðsetning, aldur né heilsa. Fyrir nú utan karakter og sál." Meira

Minningargreinar

3. nóvember 2018 | Minningargreinar | 693 orð | 1 mynd

Birgir Imsland

Birgir Imsland fæddist í Óðinsvéum í Danmörku 6. janúar 1984. Hann lést 27. júlí 2018. Foreldrar Birgis eru Ómar Imsland, f. 1956, og Brynja Björg Bragadóttir, f. 1956, d. 2013. Stjúpmóðir hans er Hildur Björg Hrólfsdóttir. Meira  Kaupa minningabók
3. nóvember 2018 | Minningargreinar | 1229 orð | 1 mynd

Birgir Pálsson

Birgi Pálsson, vélstjóri frá Stóruvöllum í Bárðardal, fæddist 1. desember 1939. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 19. október 2018. Foreldrar hans voru Páll Sveinsson frá Stórutungu, f. 24.12. 1911, d. 15.6. Meira  Kaupa minningabók
3. nóvember 2018 | Minningargreinar | 1516 orð | 1 mynd

Fjóla Sveinbjarnardóttir

Fjóla Sveinbjarnardóttir fæddist á Seyðisfirði 11. júní 1935. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Austurlands á Seyðisfirði 29. október 2018. Foreldrar hennar voru Sveinbjörn Jón Hjálmarsson verkamaður, f. 28.12. 1905, d. 5.12. Meira  Kaupa minningabók
3. nóvember 2018 | Minningargreinar | 2616 orð | 1 mynd

Ólafur Axel Jónsson

Ólafur Axel Jónsson fæddist 15. september 1934 á Kjartansstöðum í Skagafirði. Hann lést á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki 26. október 2018. Foreldrar hans voru Jón Friðbjörnsson og Hrefna Jóhannsdóttir. Bróðir Ólafs er Friðbjörn Þ. Jónsson, f. 18. Meira  Kaupa minningabók
3. nóvember 2018 | Minningargreinar | 558 orð | 1 mynd

Pétur Guðmundsson

Pétur Guðmundsson fæddist á Siglufirði 7. júlí 1928. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar 25. október 2018. Pétur var sonur hjónanna Dýrleifar Bergsdóttur frá Ólafsfirði og Guðmundar Konráðssonar frá Sléttuhlíð í Skagafirði. Meira  Kaupa minningabók
3. nóvember 2018 | Minningargreinar | 3069 orð | 1 mynd

Sigurjón Kristinsson

Sigurjón Kristinsson fæddist í Reykjavík 20. júní 1944. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut 26. október 2018. Hann var sonur hjónanna Eyjólfs Kristins Eyjólfssonar, f. 28.7. 1883, d. 27.7. 1970, og Þóru Lilju Jónsdóttur, f. 8.4. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

3. nóvember 2018 | Viðskiptafréttir | 112 orð

Atvinnuleysi mælist 2,2%

Alls 206.700 manns á aldrinum 16 til 74 ára voru að jafnaði á vinnumarkaði á þriðja fjórðungi líðandi árs, skv. nýjum tölum frá Hagstofunni. Af þeim voru 202.200 starfandi og 4.500 án vinnu og í atvinnuleit. Meira
3. nóvember 2018 | Viðskiptafréttir | 193 orð | 1 mynd

Bætur og aldurstengd uppbót hækki

Ekki seinna en um næstu áramót þarf grunnörorkulífeyrir að hækka verulega. Samhliða því verður svo að afnema ákvæði um sérstaka framfærsluuppbót og setja aldurstengda uppbót ofan á grunnlífeyri. Meira
3. nóvember 2018 | Viðskiptafréttir | 326 orð | 3 myndir

Ekki þörf á gjaldskrárhækkun

Baksvið Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is „Það er full ástæða fyrir fjárlaganefnd Alþingis að fara yfir þetta mál og fá allar upplýsingar upp á borðið. Það þarf að upplýsa með skýrum hætti á hverju Íslandspóstur hefur verið að tapa og hverju ekki. Meira
3. nóvember 2018 | Viðskiptafréttir | 156 orð

Fleiri en eitt misnotkunarmál til skoðunar

Fjármálaeftirlitið er nú með fleiri en eitt mál til skoðunar sem tengjast mögulegri markaðsmisnotkun. Meira
3. nóvember 2018 | Viðskiptafréttir | 259 orð | 1 mynd

Gjöldum mótmælt

Bæjarráð Fjarðabyggðar mótmælir í ályktun sem samþykkt var í vikunni harðlega boðaðri aukagjaldtöku, í formi 10% hækkunar á heildartekjum útgerðar, sem lögð verði á uppsjávarstofna, umfram aðrar tegundir sjávarfangs, eins og gert er ráð fyrir í... Meira
3. nóvember 2018 | Viðskiptafréttir | 493 orð | 1 mynd

Icelandair Hotels selt 2019

Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Formlegt söluferli á dótturfélagi Icelandair, Icelandair Hotels, er hafið, samkvæmt tilkynningu Icelandair Group til Kauphallar. Meira
3. nóvember 2018 | Viðskiptafréttir | 84 orð

Icelandair hækkaði mest í Kauphöll

Icelandair hækkaði mest allra félaga í Kauphöllinni í gær, eða um 7,48%, í 434 milljóna króna viðskiptum, og var gengi félagsins 7,9 við lok markaða. Félagið tilkynnti í gær að formlegt ferli við sölu Icelandair Hotels væri hafið. Meira
3. nóvember 2018 | Viðskiptafréttir | 106 orð | 1 mynd

Jón hættur hjá FISK

Jón Eðvald Friðriksson, fram-kvæmdastjóri sjávarútvegsfyrirtækisins FISK Seafood á Sauðárkróki, hefur látið af störfum, samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu. Við stöðu framkvæmdastjóra í hans stað tekur Friðbjörn Ásbjörnsson aðstoðarframkvæmdastjóri. Meira
3. nóvember 2018 | Viðskiptafréttir | 309 orð | 2 myndir

Málstefna og átak gegn falsfréttum

Á Norðurlandaráðsþingi sem haldið var í vikunni kynnti Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra áherslur formennskuárs Íslendinga á sviði menningarmála. Meira
3. nóvember 2018 | Viðskiptafréttir | 159 orð | 1 mynd

Mikley opnuð í Mývatnssveit

Birkir Fanndal birkir@fanndal.is Nú í vikunni var þekkingarsetur í Reykjahlíð í Mývatnssveit formlega opnað sem hlaut nafnið Mikley . Starfsemin er undir sama þaki og skrifstofa Skútustaðahrepps og þar er góð vinnuaðstaða fyrir 10 manns. Meira
3. nóvember 2018 | Viðskiptafréttir | 420 orð | 3 myndir

Of stórt fyrir Kauphöllina

Baksvið Pétur Hreinsson peturhreins@mbl.is Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels, segir skráningu í alþjóðlega kauphöll vera eðlilegt skref fyrir Marel og styðja við áframhaldandi vöxt og framþróun félagsins. Meira

Daglegt líf

3. nóvember 2018 | Daglegt líf | 1120 orð | 2 myndir

Venjulegt fólk getur gert hræðilega hluti

„Það er full ástæða fyrir okkur nútímafólk að líta til baka og sjá afleiðingar nornaveiða, þær birtast með ýmsum hætti í nútímanum,“ segir Tapio Koivukari um hvaða erindi saga hans frá 17. öld um galdra eigi við nútímann. Meira
3. nóvember 2018 | Daglegt líf | 144 orð | 1 mynd

Þjóðsögur og kynjaskepnur dregnar fram í dagsljósið

Í fjölskylduleiðsögn sem verður á morgun, sunnudag, kl. 14 um sýninguna Sjónarhorn, ferðalag um íslenskan myndheim, í Safnahúsinu við Hverfisgötu í Reykjavík verða þjóðsögur og kynjaskepnur dregnar fram í dagsljósið. Meira

Fastir þættir

3. nóvember 2018 | Fastir þættir | 177 orð | 1 mynd

1. Rf3 c5 2. e4 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 g6 5. c4 Rf6 6. Rc3 d6 7. f3 Rxd4...

1. Rf3 c5 2. e4 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 g6 5. c4 Rf6 6. Rc3 d6 7. f3 Rxd4 8. Dxd4 Bg7 9. Be3 O-O 10. Dd2 a5 11. b3 Bd7 12. Be2 Bc6 13. Hc1 Rd7 14. O-O Rc5 15. Hc2 Be5 16. Kh1 e6 17. Bg5 f6 18. Be3 De7 19. Rd1 f5 20. exf5 Hxf5 21. Rf2 Dh4 22. Rh3 Haf8 23. Meira
3. nóvember 2018 | Í dag | 87 orð | 2 myndir

9 til 12 Opið um helgar Hinn vinsæli útvarpsmaður Ásgeir Páll hefur opið...

9 til 12 Opið um helgar Hinn vinsæli útvarpsmaður Ásgeir Páll hefur opið allar helgar á K100. Vaknaðu með Ásgeiri á laugardagsmorgni. Svaraðu rangt til að vinna, skemmtileg viðtöl og góð tónlist. Meira
3. nóvember 2018 | Í dag | 83 orð | 2 myndir

Á toppinn 25 árum síðar

25 árum eftir að lagið „Unchained Melody“ kom út með The Righteous Brothers fór sú útgáfa í toppsæti breska vinsældalistans. Nánar tiltekið á þessum degi árið 1990. Meira
3. nóvember 2018 | Í dag | 259 orð

Dugir meðan á tánum tollir

Gátan er sem endranær eftir Guðmund Arnfinnsson: Hún er stór, og hún er smá. Hún er skeifu framan á. Stafar henni fnykur frá. Fram sig teygir út í sjá. Harpa á Hjarðarfelli svarar: Ég hef stóra og stutta tá. Stendur heststá skeifu á. Meira
3. nóvember 2018 | Árnað heilla | 262 orð | 1 mynd

Guðrún J. Vigfúsdóttir

Guðrún Jóhanna Vigfúsdóttir fæddist á Grund í Þorvaldsdal, Árskógshr., Eyj., 3. nóvember 1921. Foreldrar hennar voru Vigfús Kristjánsson, útvegsbóndi á Grund og síðar Litla-Árskógi, f. 1889, d. 1961, og Elísabet Jóhannsdóttir, húsfreyja, f. 1891, d. Meira
3. nóvember 2018 | Í dag | 83 orð | 1 mynd

Herferðin #allirkrakkar

Nú stendur yfir herferðin #allirkrakkar með það að markmiði að safna fé til stofnunar fræðslumiðstöðvar innan Stígamóta. Meira
3. nóvember 2018 | Fastir þættir | 538 orð | 4 myndir

Hilmir Freyr sigraði í Uppsölum og rýkur upp Elo-listann

Hilmir Freyr Heimisson varð einn efstur á alþjóðlegu ungmennamóti í Svíþjóð, „Uppsala young champions“ sem lauk á miðvikudaginn. Hilmir tók strax forystu í mótinu og lét hana aldrei af hendi, hlaut 6½ vinning af níu mögulegum. Í 2. Meira
3. nóvember 2018 | Árnað heilla | 40 orð | 1 mynd

Keflavík Agnes Eir Björnsdóttir fæddist hinn 1. janúar 2018 á...

Keflavík Agnes Eir Björnsdóttir fæddist hinn 1. janúar 2018 á Sjúkrahúsinu í Keflavík kl. 15.16 og var nýársbarnið þar í bæ. Hún vó 4.080 grömm og var 49 cm á lengd. Foreldrar eru Sara Dögg Gylfadóttir og Björn Símonarson... Meira
3. nóvember 2018 | Árnað heilla | 790 orð | 3 myndir

Lestur, leiklist og fegurð íslenskra fjalla

Ragnheiður Tryggvadóttir fæddist í Reykjavík 3.11. 1958 og ólst upp í Skrauthólum á Kjalarnesi. Meira
3. nóvember 2018 | Í dag | 52 orð

Málið

Kona brá búi erlendis og „flutti aftur á landsteinana“. Þótt landið sé hrjóstrugt er það ekki alveg steinlagt. Landsteinar eru steinar í fjöruborði , á mörkum lands og sjávar. Að bregða sér út fyrir landsteinana er að bregða sér úr landi . Meira
3. nóvember 2018 | Í dag | 1948 orð

Messur

ORÐ DAGSINS: Jesús prédikar um sælu Meira
3. nóvember 2018 | Árnað heilla | 391 orð

Til hamingju með daginn

Laugardagur 90 ára Jónína Salný Stefánsdóttir Sigurrós Guðjónsdóttir 85 ára Júlíus Gígjar Halldórsson 80 ára Guðrún Gísladóttir Hólmfríður Gísladóttir Ingvar Þorvaldsson Margrét Þórðardóttir Sigfús Levi Jónsson Sigríður Gísladóttir Sigurbjörg... Meira
3. nóvember 2018 | Fastir þættir | 313 orð

Víkverji

Tæknin er ólíkindatól. Á sumum sviðum fleygir henni fram, en á öðrum virðist hún standa í stað. Flugsamgöngur hafa til dæmis breyst mikið, en tæknin sjálf er sú sama og það tekur jafn langan tíma að komast milli staða nú og fyrir hálfri öld. Meira
3. nóvember 2018 | Í dag | 98 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

3. nóvember 1660 Kötlugos hófst með „langvaranlegum jarðskjálfta“ og jökulhlaupi. Þessi „mikli skaðaeldur,“ eins og Fitjaannáll nefndi hann, sást víða um land fram á vetur. 3. Meira
3. nóvember 2018 | Í dag | 16 orð

Þú, Drottinn, ert góður og fús til að fyrirgefa, gæskuríkur öllum sem...

Þú, Drottinn, ert góður og fús til að fyrirgefa, gæskuríkur öllum sem ákalla þig. (Sálm: 86. Meira

Íþróttir

3. nóvember 2018 | Íþróttir | 138 orð | 1 mynd

Aron mætir Íslandi í Höllinni

Aron Kristjánsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari karla í handknattleik, verður einn af andstæðingum Íslands á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi og Danmörku í janúar. Meira
3. nóvember 2018 | Íþróttir | 322 orð | 1 mynd

„Bara verkefni sem þarf að klára“

Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Hólmar Örn Eyjólfsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, verður frá keppni fram á haustið 2019. Meira
3. nóvember 2018 | Íþróttir | 174 orð | 1 mynd

Biles sigursælust allra

Fimleikakonan Simone Biles skrifaði sig í sögubækurnar á heimsmeistaramótinu í Katar í gær þegar hún varð heimsmeistari í stökki en Biles hefur nú orðið heimsmeistari 13 sinnum á ferlinum, oftar en nokkur annar í íþróttagreininni. Meira
3. nóvember 2018 | Íþróttir | 100 orð | 1 mynd

Birkir ætti að ná leiknum í Belgíu

Landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason var fjarri góðu gamni með Aston Villa í gærkvöld vegna meiðsla þegar liðið tók á móti Bolton í ensku B-deildinni í knattspyrnu. Meira
3. nóvember 2018 | Íþróttir | 136 orð | 1 mynd

Danmörk Vendsyssel – SönderjyskE 2:3 • Jón Dagur Þorsteinsson...

Danmörk Vendsyssel – SönderjyskE 2:3 • Jón Dagur Þorsteinsson lék allan leikinn fyrir Vendsyssel og skoraði eitt mark. • Eggert Gunnþór Jónsson lék allan leikinn fyrir SönderjyskE. Meira
3. nóvember 2018 | Íþróttir | 149 orð | 1 mynd

Dominos-deild karla KR – Tindastóll 93:86 Staðan: Keflavík...

Dominos-deild karla KR – Tindastóll 93:86 Staðan: Keflavík 541434:3788 Tindastóll 541438:3688 KR 541462:4288 Njarðvík 541444:4348 Stjarnan 541433:3778 Skallagrímur 523438:4684 ÍR 523423:4354 Grindavík 523415:4524 Haukar 523407:4424 Breiðablik... Meira
3. nóvember 2018 | Íþróttir | 155 orð | 1 mynd

Glæsileg byrjun hjá Birgi

Birgir Leifur Hafþórsson fór vel af stað á 2. stigs úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina í golfi í gær Birgir lék fyrsta hring mótsins á 66 höggum eða sex höggum undir pari. Birgir leikur á El Encin-vellinum í Madríd. Meira
3. nóvember 2018 | Íþróttir | 118 orð | 1 mynd

Grill 66-deild karla Fjölnir – HK 31:27 Þróttur – ÍR U 36:27...

Grill 66-deild karla Fjölnir – HK 31:27 Þróttur – ÍR U 36:27 Haukar U – FH U 28:20 Staðan: Fjölnir 6600179:14512 Haukar U 6402148:1408 Valur U 5311157:1287 HK 6312170:1667 Þróttur 5311161:1487 Víkingur 4211107:1065 FH U 6204157:1854... Meira
3. nóvember 2018 | Íþróttir | 89 orð | 1 mynd

HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: Hertz-höllin: Grótta...

HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: Hertz-höllin: Grótta – Akureyri S16 Hleðsluhöllin: Selfoss – KA S16 TM-höllin: Stjarnan – Fram S19. Meira
3. nóvember 2018 | Íþróttir | 192 orð | 1 mynd

HSÍ fær rúmar 50 milljónir

Afrekssjóður ÍSÍ hefur undanfarið birt tilkynningar um samninga við hluta sérsambandanna sem undir hatti ÍSÍ eru, um styrki úr sjóðnum á árinu sem er að líða. Styrkirnir eru í öllum tilvikum hærri en á síðasta ári og stundum umtalsvert hærri. Meira
3. nóvember 2018 | Íþróttir | 243 orð | 1 mynd

Hægri bakvörður Manchester United á langa sendingu inn í vítateiginn...

Hægri bakvörður Manchester United á langa sendingu inn í vítateiginn. Miðvörður Liverpool stekkur upp og skallar boltann frá. Dómarinn blæs umsvifalaust í flautu sína og bendir á vítapunktinn! Gæti þetta gerst? Þá er ég ekki að tala um dómaramistök. Meira
3. nóvember 2018 | Íþróttir | 141 orð | 1 mynd

Isabella sleit krossband

Miðherjinn Isabella Ósk Sigurðardóttir, sem valin var í lið októbermánaðar hjá Morgunblaðinu í Dominos-deildinni í körfubolta, spilar væntanlega ekki fleiri leiki á þessari leiktíð. Meira
3. nóvember 2018 | Íþróttir | 1030 orð | 2 myndir

Ísland gæti horft til Færeyja

Fótbolti Sindri Sverrisson sindris@mbl.is „Ég held að það sé alveg ljóst að þetta tímabil var framar vonum. Síðustu tvö tímabil á undan hafði liðið endað í 5. Meira
3. nóvember 2018 | Íþróttir | 208 orð | 2 myndir

* Kevin de Bruyne , miðjumaður enska knattspyrnufélagsins Manchester...

* Kevin de Bruyne , miðjumaður enska knattspyrnufélagsins Manchester City, verður frá næstu vikurnar vegna meiðsla sem hann varð fyrir í 2:0-sigri liðsins gegn Fulham í enska deildabikarnum í vikunni. Meira
3. nóvember 2018 | Íþróttir | 122 orð | 2 myndir

KR – Tindastóll 93:86

DHL-höllin, Dominos-deild karla, föstudag 2. nóvember 2018. Gangur leiksins : 5:6, 11:8, 17:18, 22:20 , 29:22, 34:35, 42:40, 48:40 , 53:44, 59:48, 63:53, 71:61 , 75:68, 78:72, 89:78, 93:86 . Meira
3. nóvember 2018 | Íþróttir | 166 orð | 1 mynd

Markakóngur á Skagann

Skagamenn, sem leika á ný í úrvalsdeild karla í knattspyrnu á næsta ári eftir eins árs fjarveru, tilkynntu í gær að þeir hefðu samið til tveggja ára við markakóng 1. deildarinnar í ár, Viktor Jónsson. Meira
3. nóvember 2018 | Íþróttir | 119 orð | 1 mynd

Mark Jóns dugði ekki

Jón Dagur Þorsteinsson var á skotskónum fyrir Vendsyssel þegar liðið tók á móti Eggerti Gunnþóri Jónssyni og liðsfélögum hans í SönderjyskE í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Jón Dagur kom Vendsyssel á bragðið með marki á 14. Meira
3. nóvember 2018 | Íþróttir | 350 orð | 2 myndir

Meistarataktar KR-inga

Í Vesturbænum Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Íslandsmeistarar KR sýndu enn og aftur klærnar er liðið vann 93:86-heimasigur á bikarmeisturum Tindastóls í stórleik 5. umferðar Dominos-deildar karla í körfubolta í gærkvöldi. Meira
3. nóvember 2018 | Íþróttir | 122 orð | 1 mynd

Par hjá Ólafíu á 7. hring

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék sinn sjöunda og næstsíðasta hring á lokaúrtökumóti fyrir LPGA-mótaröðina í golfi á NP. 7-vellinum í Norður-Karólínuríki í gær á 72 höggum eða pari vallarins. Meira
3. nóvember 2018 | Íþróttir | 111 orð | 1 mynd

Ragnar með stórleik

Ragnar Jóhannsson fór mikinn fyrir Hüttenberg þegar liðið sótti Essen heim í þýsku B-deildinni í handknattleik í gær. Leiknum lauk með 24:24-jafntefli en Ragnar var markahæstur í liði Hüttenberg með sjö mörk. Meira
3. nóvember 2018 | Íþróttir | 652 orð | 3 myndir

Tapar Valur í þriðja sinn í röð eða lifnar yfir Stjörnunni?

Handbolti Ívar Benediktsson iben@mbl.is Leikmenn liðanna í Olísdeild karla taka upp þráðinn á morgun eftir nærri hálfs mánaðar hlé frá keppni vegna þátttöku íslenska landsliðsins í undankeppni Evrópumótsins 2020. Meira
3. nóvember 2018 | Íþróttir | 142 orð | 1 mynd

Úrvalsdeildarliðin áfram

Úrvalsdeildarlið KA/Þór slapp með skrekkinn í gær þegar liðið heimsótti fyrstudeildarlið Aftureldingar á Varmá í 1. umferð bikarkeppni kvenna í handknattleik. KA/Þór vann nauman sigur, 26:25, en staðan í hálfleik var 11:11. Meira

Sunnudagsblað

3. nóvember 2018 | Sunnudagsblað | 89 orð | 2 myndir

10 til 11 Þingvellir Páll Magnússon og Björt Ólafsdóttir stýra líflegum...

10 til 11 Þingvellir Páll Magnússon og Björt Ólafsdóttir stýra líflegum þjóðmálaþætti í beinni útsendingu á K100 alla sunnudagsmorgna. 11 til 16 Opið um helgar Ásgeir Páll hefur opið um helgar á K100. Meira
3. nóvember 2018 | Sunnudagsblað | 2167 orð | 2 myndir

„Aldrei verið svona fljótur að semja lag“

Um þessar mundir eru 30 ár síðan lagið „500 Miles“ með skosku hljómsveitinni The Proclaimers heyrðist fyrst, en segja má að Íslendingar hafi verið fyrstir til að uppgötva snilldina í þessum ódauðlega smelli. Ingibjörg Rósa ingibjorgrosa@gmail.com Meira
3. nóvember 2018 | Sunnudagsblað | 1237 orð | 1 mynd

Bilaður sími örlagavaldur

Á dögunum gerðist það í fyrsta sinn að kona lauk sveinsprófi í rafvirkjun með konu sem meistara. Bæði meistarinn og sveinninn segja rafvirkjun henta bæði konum og körlum. Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is Meira
3. nóvember 2018 | Sunnudagsblað | 66 orð | 1 mynd

Bræðraslagur

RÚV Bræður munu berjast er þýsk mynd í tveimur hlutum og verður sá fyrri á dagskrá í kvöld, sunnudagskvöld. Myndin segir sögu Dassler-bræðranna, sem stofnuðu Adidas og Puma. Á þriðja áratugnum hófu Adi og Rudi Dassler að framleiða íþróttaskó. Meira
3. nóvember 2018 | Sunnudagsblað | 220 orð | 1 mynd

Curtido

Curtido er súrkál ættað frá El Salvador. Blandan er vinsæl enda er curtido hreinlega gott með öllu. Dagný segir að ef ætlunin sé að frelsa einhvern sem sé illa við súrkál mæli hún með því að bjóða viðkomandi curtido að smakka. Meira
3. nóvember 2018 | Sunnudagsblað | 41 orð

Efnt verður til málþings í Tjarnarbíói í dag, laugardag, kl. 13 í...

Efnt verður til málþings í Tjarnarbíói í dag, laugardag, kl. 13 í tengslum við leikritið Rejúníon eftir Sóleyju Ómarsdóttur sem frumsýnt verður á sama stað 30. nóvember. Meira
3. nóvember 2018 | Sunnudagsblað | 100 orð | 8 myndir

Ferðalag inn í heim kvikmyndanna

Góðar kvikmyndir hrífa mann með sér og geta líka vakið áhuga á nýjum stöðum, hlutum og upplifunum. Meira
3. nóvember 2018 | Sunnudagspistlar | 500 orð | 1 mynd

Grikk er gott

Undir það síðasta eru krakkarnir orðnir eins og þreytulegur starfsmaður í Ríkinu á föstudegi fyrir verslunarmannahelgi, búnir á því og eiginlega komnir með ógeð á nammi. Láta sig þó hafa það enda ekki víst hvenær þeir komast í svona veislu næst. Meira
3. nóvember 2018 | Sunnudagsblað | 11 orð | 1 mynd

Hafdís Einarsdóttir Laugardalurinn; það er styst fyrir mig að fara...

Hafdís Einarsdóttir Laugardalurinn; það er styst fyrir mig að fara... Meira
3. nóvember 2018 | Sunnudagsblað | 65 orð | 1 mynd

Hagnaður tvöfaldast

Tveimur dögum áður en hópmálið var höfðað gegn Volkswagen greindi fyrirtækið frá því að hagnaður fyrirtækisins hefði tvöfaldast á þriðja fjórðungi ársins miðað við sama tíma í fyrra. Meira
3. nóvember 2018 | Sunnudagsblað | 124 orð | 1 mynd

Hefðbundið súrkál

Klassískt súrkál I 1,4 kg hvítkál 150 g laukur, saxaður fremur smátt 1 tsk. kúmen 25-30 g salt Klassískt súrkál II 1,3 kg hvítkál 100 g smátt saxaður laukur 1 tsk. Meira
3. nóvember 2018 | Sunnudagsblað | 727 orð | 1 mynd

Hópmálsókn gegn Volkswagen

Hópmál var höfðað gegn Volkswagen í Þýskalandi í vikunni vegna útblásturssvindlsins sem komst upp fyrir þremur árum. Nái málið fram að ganga er búist við að tugþúsundir viðskiptavina taki þátt í málsókninni. Karl Blöndal kbl@mbl.is Meira
3. nóvember 2018 | Sunnudagsblað | 39 orð | 1 mynd

Hvað heitir brúin?

Óvenjulegt en einkar fallegt mannvirki á Akureyri var tekið í notkun í sumar. Þetta er göngubrú sem liggur samsíða Drottningarbraut í Innbænum á Akureyri, niður af Samkomuhúsinu þar sem starfsemi Leikfélags Akureyrar fer fram. Meira
3. nóvember 2018 | Sunnudagsblað | 45 orð | 14 myndir

Hvítur upptaktur að ljósahátíð

Enginn bannar neinum neitt í dag og jólin eru víða komin í verslanir þótt jólakúlurnar séu kannski ekki komnar upp í stofunni. Skammdegið er líka mætt og þau sem vilja aðeins hleypa hvítum ljósunum af stokkunum eru engan veginn að svindla. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Meira
3. nóvember 2018 | Sunnudagsblað | 106 orð | 2 myndir

Inn með gleðina!

Kvikmyndir Draggdrottning deyr úr krabbameini, skápahommi tekur ástlaust hjónaband fram yfir manninn sem hann elskar, eldri lesbía snýr heim úr ævintýraferð í grásmóskulegan hversdaginn, hommi ákveður að vera áfram í skápnum starfsferils síns vegna og... Meira
3. nóvember 2018 | Sunnudagsblað | 10 orð | 1 mynd

Ísar Hólm Sundlaug Akureyrar. Rennibrautirnar eru svo skemmtilegar...

Ísar Hólm Sundlaug Akureyrar. Rennibrautirnar eru svo skemmtilegar, sérstaklega... Meira
3. nóvember 2018 | Sunnudagsblað | 341 orð | 1 mynd

Íslenskir ljósfeður lagsins fundnir?

Árið 1988 var ungur og upprennandi söngvari, Stefán Hilmarsson að nafni, umsjónarmaður Vinsældalista Rásar 2 ásamt tæknimanninum Georg Magnússyni. Meira
3. nóvember 2018 | Sunnudagsblað | 150 orð | 1 mynd

Jólarauðkál

Jólarauðkál er fallegt á borði og fer vel með hátíðarmatnum, eplabátarnir draga í sig litinn úr rauðkálinu og verða dökkrauðir og fallegir. Meira
3. nóvember 2018 | Sunnudagsblað | 50 orð | 1 mynd

Kingimagnað

STÖÐ 2 Mr. Mercedes eru spennuþættir úr smiðju Davids E. Kelley og Stephens King sem sýndir eru á sunnudagskvöldum en þeir byggjast á metsölubókum þess síðarnefnda. Meira
3. nóvember 2018 | Sunnudagsblað | 103 orð | 1 mynd

Komið að hápunktinum

Hressleikarnir, þar sem safnað er fyrir Fanneyju Eiríksdóttur og fjölskyldu hennar, fara fram um helgina, laugardaginn 3. nóvember. Meira
3. nóvember 2018 | Sunnudagsblað | 3106 orð | 4 myndir

Kraftaverk að hann hafi lifað

Lífshlaup Hasims Ægis Khan er með miklum ólíkindum. Þegar hann var sex ára var hann borinn út af fósturömmu sinni og endaði á götunni í annarri borg. Þar þurfti hann að læra nýtt tungumál. Meira
3. nóvember 2018 | Sunnudagsblað | 64 orð | 1 mynd

Krossgátuverðlaun

Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátttökuseðil með nafni og heimilisfangi ásamt úrlausnum í umslagi merktu: Krossgáta Morgunblaðsins, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila lausn krossgátu 4. Meira
3. nóvember 2018 | Sunnudagsblað | 354 orð | 2 myndir

Leyfið þá Bruce Willis líka

Ef hrekkjavaka er ókei og ekki bönnuð innan 16 vil ég geta sýnt stráknum mínum, án samviskubits, Harrison Ford í Air Force One og bjóða upp á jólamyndina Die Hard. Meira
3. nóvember 2018 | Sunnudagsblað | 544 orð | 2 myndir

Leynivopn í eldhúsinu

Það sem kom Dagnýju Hermannsdóttur hvað mest á óvart þegar hún byrjaði að borða súrkál var hvað hún varð sólgin í það. Dagný borðar súrkál með alls konar mat og segir það geta lyft hversdagsmáltíð á hærra plan. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Meira
3. nóvember 2018 | Sunnudagsblað | 184 orð | 1 mynd

Lundúnaferð í boði

„Fróðir menn segja: Ef þú hefir sjeð London þá hefir þú sjeð heiminn.“ Þetta var fullyrt í auglýsingu með hálfgerðu stríðsletri sem birtist á forsíðu Morgunblaðsins fyrir réttum 90 árum, 4. nóvember 1928. Meira
3. nóvember 2018 | Sunnudagsblað | 662 orð | 1 mynd

Með staðreyndir að vopni

[Rosling] sýndi fram á það með gögnum að bölsýni á þróun, stöðu og horfur mannkyns er ekki bara almenn og útbreidd heldur oft í algjörri andstöðu við staðreyndir. Það er eins og við sjáum ekki „hið hljóðláta kraftaverk framfara“. Meira
3. nóvember 2018 | Sunnudagsblað | 120 orð | 1 mynd

Meiri leðurtöffari en Freddie

Leður Rob Halford er meiri leðurtöffari en Freddie heitinn Mercury. Þetta fullyrðir K.K. Downing, fyrrverandi gítarleikari Judas Priest, í nýlegri bók, þar sem svonefndur rokkaðall lætur gamminn geisa um hið goðsögulega rokkband Queen. Meira
3. nóvember 2018 | Sunnudagsblað | 312 orð | 2 myndir

Ný saga hjá Helin

Leiknir framhaldsþættir í Ríkissjónvarpinu eru af ýmsum gerðum. Lítum aðeins á þá sem eru eða hafa verið að hefja göngu sína eða snúa aftur. Meira
3. nóvember 2018 | Sunnudagsblað | 359 orð | 1 mynd

Ofurkonan verður móðir

Hver er tilgangurinn með þessu málþingi? „Málþingið er hluti af Tannhjóli en Tjarnarbíó hefur verið að opna ferlið í leikhúsinu fyrir almenningi. Meira
3. nóvember 2018 | Sunnudagsblað | 998 orð | 2 myndir

Ósýnilega aflið í íþróttauppeldi

Þjálfarar barna geta haft mikil áhrif á mótun þeirra með því að hlúa vel að litlu hlutunum í þjálfuninni, eins og orðavali og líkamstjáningu, segir lektor í félagsfræði. Íþróttafélög hér á landi segir hann hafa meira uppeldislegt vægi en annars staðar. Ingibjörg Rósa ingibjorgrosa@gmail.com Meira
3. nóvember 2018 | Sunnudagsblað | 21 orð | 1 mynd

Poul Poulsen Laugardalurinn er í uppáhaldi. Þar eru fjölbreyttar...

Poul Poulsen Laugardalurinn er í uppáhaldi. Þar eru fjölbreyttar sundlaugar og pottar fyrir alla fjölskylduna. Rennibrautin er skemmtileg og aðstaðan... Meira
3. nóvember 2018 | Sunnudagsblað | 131 orð | 1 mynd

Pæklaður rauðlaukur

Dagný segir að pæklaður rauðlaukur sé góður með taco, hamborgurum eða alvöru grilluðum kjötpylsum. Líka sé hægt að setja hann út í salöt eða í flest það sem gott er að setja ferskan lauk í. Meira
3. nóvember 2018 | Sunnudagsblað | 521 orð | 2 myndir

Raunir kviðmága

Þegar hér er komið sögu reis gamli handritshöfundurinn úr rekkju, ruddi íhlaupamanninum úr vegi og sullaði yfir okkur meiri eymd og volæði en nokkurn hefði getað órað fyrir. Meira
3. nóvember 2018 | Sunnudagsblað | 83 orð | 1 mynd

RAX

Enda þótt þeir búi við fimbulkulda á norðurhjara veraldar láta íbúar í þorpinu Ittoqqortoormiit á Grænlandi það ekki stöðva sig í að hengja út þvottinn. Og það um hávetur. Meira
3. nóvember 2018 | Sunnudagsblað | 273 orð | 1 mynd

Saltaðar sítrónur

Saltaðar sítrónur eru gjarna kallaðar „marokkóskar sítrónur“ enda eru þær ómissandi í þarlendri matargerð. Það má nota allt innihaldið úr krukkunni. Meira
3. nóvember 2018 | Sunnudagsblað | 876 orð | 1 mynd

Speglar þéranir og hánanir

Eiríkur Örn Norðdahl, rithöfundur, þýðandi og ljóðskáld, hóf skriftir sem 17 ára þunglyndur unglingur. Sjötta og nýjasta skáldsaga Eiríks, Hans Blær, kom út nýlega. Í henni er fjallað um sjálfsmyndina og hlutverk sem einstaklingnum er ætlað að gegna. Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Meira
3. nóvember 2018 | Sunnudagsblað | 194 orð | 1 mynd

Spennandi leiðir

Fyrsta skref í hverju átaki felst í að losna við þann vökva sem maður hefur safnað utan á sig að óþörfu. Svo tekur „harðari“ vinna við sem felst í að brenna fitu og auka vöðvamassa. Meira
3. nóvember 2018 | Sunnudagsblað | 12 orð | 1 mynd

Svanhvít Leifsdóttir Vesturbæjarlaugin. Kaldi potturinn, gufan og heitu...

Svanhvít Leifsdóttir Vesturbæjarlaugin. Kaldi potturinn, gufan og heitu pottarnir eru í... Meira
3. nóvember 2018 | Sunnudagsblað | 31 orð | 25 myndir

Svart dress og einn skær með

Konur eins og Marilyn Monroe og Audrey Hepburn gerðu gerðu svartan klæðnað og skærmálaðar varir að klassík. Enda er æpandi „femme fatale“ varalitur við skammdegisklæðnaðinn fullkomið dúó. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Meira
3. nóvember 2018 | Sunnudagsblað | 145 orð | 4 myndir

Sverrir Norland

Mér var að berast í hendur jólagjöf sem lenti á vergangi – gríðarmikill doðrantur sem ég fékk að gjöf jólin 2016, en varð svo viðskila við á kaffihúsi eða bar í miðbæ Reykjavíkur. Meira
3. nóvember 2018 | Sunnudagsblað | 279 orð | 1 mynd

Sýnum karakter

Átaksverkefnið Sýnum karakter er upphaflega hugarfóstur dr. Viðars og Valdimars Gunnarssonar, þjálfara hjá HSK, en fljótlega kom dr. Hafrún Kristjánsdóttir, lektor og sviðsstjóri íþróttasviðs HR, inn í verkefnið á móti Viðari. Meira
3. nóvember 2018 | Sunnudagsblað | 147 orð | 3 myndir

Tónlistarmaðurinn og matgæðingurinn Pétur Jónsson tísti á...

Tónlistarmaðurinn og matgæðingurinn Pétur Jónsson tísti á @senordonpedro. Meira
3. nóvember 2018 | Sunnudagsblað | 597 orð | 1 mynd

Verður þetta mjúk eða hörð lending?

Og nú kom að því, eftir átta frábærar vikur, þar sem árangurinn hefur ekki látið á sér standa – ég er hættur að léttast. Eða hvað? Er ástæða fyrir fólk í átaki að örvænta þegar árangurinn lætur á sér standa? Meira
3. nóvember 2018 | Sunnudagsblað | 358 orð | 1 mynd

Vill fleiri konur í fagið

Kristín Birna Fossdal rafvirkjameistari hefur unnið við fagið frá árinu 1996. „Ég byrjaði 15 ára gömul að vinna við viðgerðir,“ segir Kristín en það var í raun hending sem réð því að hún valdi sér þessa braut. „Í 10. Meira
3. nóvember 2018 | Sunnudagsblað | 108 orð | 1 mynd

Vill rokka í aldarfjórðung í viðbót

Málmur Lars Ulrich, trommuleikari Metallica, segir bandið eiga mikið inni og vonast til að það eigi eftir að starfa í 20-25 ár í viðbót. Þetta kom fram í viðtali við hann á bandarísku útvarpsstöðinni 93.3 WMMR Rocks! á dögunum. Meira
3. nóvember 2018 | Sunnudagsblað | 84 orð | 1 mynd

Yfirspenna

Sjónvarp Símans gerir sér lítið fyrir og hendir í tvo gamla spennutrylla í kvöld, laugardagskvöld. Fyrst er það Die Hard With a Vengeance frá 1995 með Bruce Willis, Jeremy Irons og Samuel L. Jackson í aðalhlutverkum. Meira
3. nóvember 2018 | Sunnudagsblað | 532 orð | 1 mynd

Það verður að vera gaman að lesa

Lífið í Brókarenda, sem birtist í nýrri barnabók Arndísar Þórarinsdóttur, snýst um nærbuxur, eða réttara sagt nærbuxnaverksmiðju. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Meira
3. nóvember 2018 | Sunnudagsblað | 103 orð | 1 mynd

Þar sem enginn spyr um húðlit

Kvikmyndir Leikkonan Viola Davis er mjög stolt af nýjustu mynd sinni, Widows, sem fjallar um nokkrar ekkjur sem leggja á ráðin um rán eftir að eiginmenn þeirra týna lífi við sams konar iðju. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.