Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Það er fáheyrt að hafa verið til rannsóknar í þrjú ár án þess að hafa haft hugmynd um það,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum.
Meira
Seðlabankinn mun meta verklag vegna málsmeðferðar innan bankans í tilvikum sem þessum í kjölfar dóms Hæstaréttar sem staðfesti að bankanum var ekki heimilt að taka upp mál Samherja, eftir að sérstakur saksóknari hafði fyrst endursent málið til bankans...
Meira
Morgunsólin var falleg úti við Örfirisey í gærmorgun, þegar litið var til austurs yfir borgina og allt upp á Hellisheiði, þar sem gufubólstrar frá virkjunarsvæðinu stigu upp til himins. Sólin er lágt á lofti þessi dægrin og veldur t.d.
Meira
Guðni Einarsson gudni@mbl.is Jólahlaðborð byrja á veitingahúsunum VOX og Satt um næstu helgi og helgina þar á eftir koma jólamatseðlar á veitingahúsunum Geira Smart og Slippbarnum.
Meira
Upptaka tyrkneskra yfirvalda af samtölum innan ræðismannsskrifstofu Sádi-Arabíu í Ankara er sögð renna stoðum undir þá kenningu að krónprinsinn Mohammed bin Salman hafi fyrirskipað morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi á staðnum.
Meira
Vegna fréttar í Morgunblaðinu í gær um sæstreng til Bretlands skal tekið fram að IceLink er verkefni á vegum Landsnets og Landsvirkjunar, sem þau sóttu um og fengu samþykkt inn á PCI-lista Evrópusambandsins.
Meira
Tunna af hráolíu á heimsmarkaði, eða Brent Norðursjávarolíu, lækkaði um 6% í gær. Hefur verðið ekki verið lægra í átta mánuði, samkvæmt frétt Financial Times , og dagslækkunin í gær er sú mesta síðan í júlí í sumar.
Meira
„Ég man vel eftir þeim [Þorsteini Guðjónssyni og Kristni Rúnarssyni],“ segir Leifur Örn Svavarsson, leiðsögumaður hjá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum.
Meira
Um fimm þúsund manns frá ýmsum ríkjum Mið-Ameríku, sem undanfarnar vikur hafa verið á leið til Bandaríkjanna þar sem fólkið hyggst sækja um hæli, þokast nær takmarkinu. Fólkið flýr fátækt, óöryggi og kúgun í heimalöndunum.
Meira
Atvinnulausum fjölgaði um 769 í október, miðað við sama mánuð á síðasta ári. Á sama tíma fjölgar atvinnuleyfum sem Vinnumálastofnun veitir erlendum ríkisborgurum. Leyfin eru orðin 1.769 það sem af er ári, fleiri en allt árið 2017.
Meira
Lagardère Travel Retail er stærsti veitingastaður landsins á lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki. Franski ferðarisinn rekur sex veitingastaði á Keflavíkurflugvelli en rekur auk þess verslanir og þjónustu í 240 flugstöðvum víða um heim.
Meira
Lögreglunni á Suðurnesjum bárust tvær tilkynningar um grunsamlega menn sem óku um á hvítum sendiferðabíl og eltu uppi börn í síðustu viku. Þetta staðfestir Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri.
Meira
Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur lagt til breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins til að hægt sé að koma upp flugbraut á bænum Guðnastöðum í Landeyjum. Tillaga þessi er í umsagnarferli fram að jólum.
Meira
Helgi Bjarnason Þorgerður Anna Gunnarsdóttir Hægt verður á ýmsum framkvæmdum á næsta ári, samkvæmt breytingartillögum sem meirihluti fjárlaganefndar leggur til fyrir aðra umræðu um fjárlagafrumvarp næsta árs. Það á m.a.
Meira
Huginn VE 55 kom til heimahafnar í Vestmannaeyjum í gær, eftir talsverðar breytingar í skipasmíðastöð í Póllandi. Heimferðin gekk vel. Huginn er frystiskip og fjölveiðiskip. Skipið var smíðað árið 2001 í Chile en var nú lengt um 7,2 metra.
Meira
Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Íslenskir aðalverktakar eiga lægsta tilboð í fyrsta áfanga breikkunar og lagningu nýs Suðurlandsvegar á milli Hveragerðis og Selfoss. Tilboð fyrirtækisins hljóðar upp á 1.361 milljón kr. sem er 111 milljónum kr.
Meira
Sveitarstjórn Reykhólahrepps ákvað á fundi sínum í gær að láta vinna valkostaskýrslu um þær tillögur sem fram hafa komið um lagningu Vestfjarðavegar um Gufudalssveit. Oddviti sveitarfélagsins segir að verkið eigi ekki að taka nema um það bil þrjár...
Meira
Málverk eftir belgíska súrrealistann Rene Magritte (d. 1967) var selt fyrir 26,8 milljónir dala, um 3,3 milljarða íslenskra króna, á uppboði hjá Sothebys í New York á mánudaginn. Það er mun hærra verð en uppboðsfyrirtækið hafði átt von á.
Meira
Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Það er erfitt að horfa upp á þessa aukningu,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, en dauðsföllum hjá yngri sjúklingum hefur fjölgað mikið síðustu misseri.
Meira
Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Fíknisjúkdómar og neysla eru ekki lengur bundin við einstaklinga eða þjóðfélagshópa. Neyslan er almennari og hjá breiðari hópi ungs fólks. Þær aðgerðir sem við þurfum að fara í verða að taka mið af því.
Meira
Heildarkostnaður við uppbyggingu íþróttamannvirkja á svæði ÍR í Suður-Mjódd er að óbreyttu áætlaður um 2.333 milljónir króna á verðlagi í október 2018. Er það 14% hærra en upphaflegur samningur Reykjavíkurborgar við ÍR frá 2017 gerir ráð fyrir.
Meira
Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Það er óhætt að segja að stemningin hafi verið góð í Árbæjarskóla í gær en kvöldið áður stóð skólinn uppi sem sigurvegari í Skrekk, hæfileikakeppni grunnskólanemenda í Reykjavík.
Meira
Hundruð manna í atvinnuleit eru á starfsþjálfunarsamningum hjá fyrirtækjum. Enginn vafi leikur á mikilvægi þessa þrátt fyrir efasemdir í umræðunni að mati Vinnumálastofnunar.
Meira
Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Borgarráð hefur heimilað umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkur að halda áfram undirbúningi og framkvæmdum við uppbyggingu íþróttamannvirkja ÍR í Suður-Mjódd.
Meira
Í dag eru 55 ár síðan fiskimenn, sem voru við veiðar um 18 km suðvestur af Heimaey, urðu varir við að eldsumbrot voru hafin á sjávarbotni á þeim slóðum. Þetta var að morgni dags 14. nóvember 1963 og á öðrum degi fór að grilla í litla eyju í gosmekkinum.
Meira
Forsætisnefnd er með ummæli Björn Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, til meðhöndlunar, þar sem hann þjófkenndi Ásmund Friðriksson, þingmann Sjálfstæðisflokksins.
Meira
Ríkisborgurum frá löndum Evrópusambandsins sem starfa í Bretlandi fækkaði á þriðja ársfjórðungi þessa árs um 132 þúsund miðað við sama tímabil í fyrra. Þeir eru nú 2,25 milljónir.
Meira
Eftir að hafa verið í rannsókn hjá Seðlabankanum kærði bankinn framkvæmdastjóra Vinnslustöðvarinnar og stjórn fyrirtækisins til embættis Ríkislögreglustjóra árið 2011. Fyrirtækið vissi hins vegar ekki af kærunni í þrjú ár.
Meira
Það vantar nokkuð upp á að hrópað sé húrra fyrir 17 nýjum aðstoðarmönnum þingflokka. Jón Magnússon, fv. alþingismaður, segir: Mér sagt að aðstoðarmenn ráðherra séu 25.
Meira
Hin nýja hljómplata Víkings Heiðars Ólafssonar með píanóverkum eftir Johann Sebastian Bach, sem Deutsche Grammophon gefur út, er ein af klassískum plötum mánaðarins hjá hinu virta tímariti Gramophone.
Meira
Björk Guðmundsdóttir kemur ásamt samstarfsfólki sínu fram á röð tónleika í nýrri, stórri og framúrstefnulegri menningarmiðstöð, The Shed, við 30 stræti í Chelsea-hverfinu í New York í vor en þá verður miðstöðin jafnframt opnuð.
Meira
Mál Jean-Claude Arnault var tekið fyrir á millidómstigi í Svíþjóð í vikubyrjun, en bæði Björn Hurtig, verjandi hans, og Christina Voigt ríkissaksóknari höfðu áfrýjað tveggja ára fangelsisdómi fyrir nauðgun sem Arnault hlaut 1. október.
Meira
Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Íslenski sviðslistahópurinn Marmarabörn sýnir Moving Mountains in Three Essays eða Að flytja fjöll í þremur atrennum á Stóra sviði Þjóðleikhússins í kvöld kl. 19.30.
Meira
Breski sjónvarpskokkurinn Gordon Ramsay er einstakur fýr, jafnvel smásteiktur. Hann er hæfileikaríkur kokkur en vinsældir hans snúast þó miklu meira um framkomu en matinn sem hann eldar.
Meira
Óperan Marnie eftir bandaríska tónskáldið og Íslandsvininn Nico Muhly verður sýnd í beinni útsendingu frá Metropolitan-óperunni í Sambíóinu í Kringlunni í dag kl. 18.
Meira
Flestir tónlistarblaðamenn eru nefnilega karlar, miðaldra karlar ef marka má þann hóp sem kemur á Airwaves, sumir ár eftir ár, áratug eftir áratug, og allmargir þeirra sjálfbirgingslegir miðaldra karlar.
Meira
Sigrún Alba Sigurðardóttir verður gestur Listfræðafélags Íslands í dag þegar hún flytur hádegisfyrirlestur félagsins í Safnahúsinu við Hverfisgötu kl. 12. Sigún er sýningarstjóri sýningarinnar Lífsblómið.
Meira
Kvintett saxófónleikaranna Ólafs Jónssonar og Petters Wettre leikur á tónleikum Múlans á Björtuloftum í kvöld kl. 21. Wettre er sérstakur gestur á þessum tónleikum en hann er þekktur í heimalandi sínu Noregi sem og á alþjóðavísu.
Meira
9. september 2018: Almennar þingkosningar. Átta flokkar kjörnir á þing. 24. september: Þing kemur saman, forseti þingsins – talmaðurinn – valinn. 25. september: Þingið formlega sett af Svíakonungi.
Meira
Andreas Norlén fæddist í Bromma í Stokkhólmi 1973 og var kjörinn á þing fyrir Moderaterna 2006 og hefur verið þingmaður síðan. Hann er lögfræðingur að mennt og varði doktorsritgerð í viðskiptalögfræði við háskólann í Linköping 2004.
Meira
Eftir Jón Steinar Gunnlaugsson: "Vonandi er þetta ekki bara „leikur í stöðunni“ til að drepa málinu á dreif meðan mesti úlfaþyturinn gengur yfir."
Meira
Eftir Óla Björn Kárason: "Við þurfum að endurskoða rekstur ríkisins – straumlínulaga hann án þess að draga úr þjónustunni og tryggja betri nýtingu sameiginlegra fjármuna."
Meira
Á kjörskrá voru 7.495.936 kjósendur. 6.535.271 kaus sem er 87,18% kjörsókn, 1,38% meiri en 2014. Tölur í sviga sýna mun miðað við kosningarnar 2014. Moderaterna 19,84% og 70 þingmenn (- 3,49%). Miðflokkurinn 8,61% og 31 þingmann (+ 2,49%).
Meira
Heilsugæslan ætti að vera fyrsti viðkomustaður allra í heilbrigðiskerfinu. Til þess að heilsugæslan geti staðið undir því hlutverki þarf að efla hana og styrkja, en sú styrking er eitt meginmarkmiða ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur í...
Meira
Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson, alltaf kallaður Heiðar, fæddist á Siglufirði 15. apríl 1935. Hann lést á heilsugæslu Suðurnesja 24. október 2018. Foreldrar hans voru Guðbjörg Valdadóttir, f. 1914, d. 2007, og Þorsteinn Z. Aðalbjörnsson, f. 1912, d. 1981.
MeiraKaupa minningabók
Elsa Birgitt Guðsteinsdóttir fæddist í Reykjavík 16. desember 1932. Hún lést í faðmi fjölskyldunnar 26. október 2018. Foreldrar hennar voru Guðsteinn Einarsson og Hertha Einarsson. Hún var elst þriggja systkina.
MeiraKaupa minningabók
Kristine Jenny Tveiten fæddist á Akureyri 20. september 1943. Hún lést á heimili sínu 30. júní 2018. Kristine var dóttir hjónanna Dagbjartar Emilsdóttur frá Öxnadal í Eyjafirði, f. 1. mars 1919, d. 12.
MeiraKaupa minningabók
Ólafur Finnbogason fæddist 14. október 1937 í Neðsta-Hvammi í Dýrafirði. Hann lést á LSH Fossvogi 8. nóvember 2018. Foreldrar hans voru Finnbogi Júlíus Lárusson, f. 14. febrúar 1902, d. 25. desember 1974, og Ágústa Þorbjörg Guðjónsdóttir, f. 12.
MeiraKaupa minningabók
Yfirstandandi ár, 2018, er nú þegar orðið besta rekstrarár í sögu Skeljungs, að því er fram kemur í máli Hendrik Egholm, forstjóra félagsins í afkomutilkynningu til Kauphallar, en félagið birti afkomu sína fyrir þriðja ársfjórðung eftir lokun markaða í...
Meira
Baksvið Pétur Hreinsson peturhreins@mbl.is Franski ferðarisinn Lagardère Travel Retail er stærsti veitingastaður landsins á lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki í ár en velta fyrirtækisins fyrir rekstrarárið 2017 nam 3,8 milljörðum króna.
Meira
Eftir 0,8% hækkun í Kauphöllinni í fyrradag héldu bréf Icelandair Group áfram að hækka í gær. Hækkun á verði á bréfum félagsins nam 4,35% í 400 milljóna króna viðskiptum og stendur gengi félagsins í 12.
Meira
Kvensköp. María guðsmóðir, rós eða engill. Listaverkið Móðirin í Grafarvogskirkju eftir Kristínu Gunnlaugsdóttur var kynnt í vikunni. Það hefur margar víddir og vekur eftirtekt.
Meira
Systkinin Sigrún Eldjárn og Þórarinn Eldjárn lesa fyrir börn á öllum aldri í stofunni á Gljúfrasteini – Húsi skáldsins í Mosfellsdal næstkomandi laugardag, 17. nóvember, kl. 15. Tilefnið er Dagur íslenskrar tungu sem haldinn er hátíðlegur 16.
Meira
6 til 9 Ísland vaknar Ásgeir Páll, Jón Axel og Kristín Sif rífa landsmenn á fætur með gríni og glensi alla virka morgna. Sigríður Elva les traustar fréttir á hálftíma fresti. 9 til 12 Siggi Gunnars Skemmtileg tónlist og góðir gestir reka nefið inn.
Meira
Auður Bjarnadóttir fæddist í Reykjavík 14.11. 1958 og ólst upp í Vesturbænum: „En líklega mætti segja að Þjóðleikhúsið hafi verið annað heimili mitt.
Meira
Björn fæddist í Sauðanesi 14.11. 1823, sonur Halldórs Björnssonar, prests þar, og f.k.h., Sigríðar Vigfúsdóttur húsfreyju. Kona Björns var Sigríður Einarsdóttir, bónda í Saltvík á Tjörnesi, Jónassonar.
Meira
Á þessum degi árið 1987 fór fyrsta sólóplata George Michael í toppsæti Breska breiðskífulistans. Platan vann til ýmissa verðlauna og hefur selst í yfir 20 milljónum eintaka út um allan heim.
Meira
Helgi R. Einarsson er kominn heim eftir ævintýralega ferð og heilsar með þessum orðum: „Það er sama hvert maður fer, alltaf er gott að komast í heiðardalinn aftur.
Meira
30 ára Harpa ólst upp á Rauðafelli undir Eyjafjöllum, býr í Hafnarfirði, lauk BA-prófi í félagsfr. og er deildarstjóri tómstundamiðstöðva Setbergsskóla. Maki: Þór Reynir Jóhannsson, f. 1986, starfar hjá PWC. Dóttir: Ása Margrét Þórsdóttir, f. 2015.
Meira
Þann 19. nóvember nk. verða Hvatningarverðlaun jafnréttismála afhent og er markmiðið með þeim að vekja jákvæða athygli á fyrirtækjum sem hafa stuðlað að jafnrétti á markvissan hátt og jafnframt að hvetja önnur fyrirtæki til að gera slíkt hið sama.
Meira
Sigurlína Valgerður Ingvarsdóttir, sem fagnar 40 ára afmæli sínu í dag, hefur lengi verið viðloðandi tölvuleikjabransann og er í fremstu röð í heiminum í því fagi.
Meira
30 ára Jóhann ólst upp í Hafnarfirði og í Danmörku, býr í Hafnarfirði, lauk MSc-prófi í fjármálum frá CBS í Kaupmannahöfn, leikur handbolta með meistarafl. FH og starfar við verkfræði- og náttúruvísindasvið HÍ. Maki: Diljá Barkardóttir, f. 1993,...
Meira
40 ára Laufey ólst upp í Reykjavík og hefur átt þar heima alla tíð, lauk BSc-prófi í viðskiptafræði frá HR og starfar við Seðlabankann. Dóttir: Katla Dimmey, f. 2001. Foreldrar: Guðbjörg Ingólfsdóttir, f.
Meira
Að verkast merkir m.a. að breytast eða skipast . Ef svo vill verkast merkir ef því er að skipta ; ef aðstæður eru þannig : „Búið er að ákveða mótsstaðinn, en við getum fært mótið ef svo vill verkast.
Meira
Víkverji lítur ekki á innkaup sem tómstundagaman. En þau eru nauðsynlegur þáttur í hinu daglega lífi og óumflýjanleg. Þess vegna fer Víkverji yfirleitt í sömu búðina.
Meira
14. nóvember 1953 Blóðbankinn í Reykjavík var formlega opnaður. „Menn geta gefið Blóðbankanum blóð annan hvern mánuð sér að skaðlausu,“ sagði Morgunblaðið. „Er það sársaukalaust með öllu.“ 14.
Meira
Þær Anna Björg Steinþórsdóttir , Ásta Ninna Reynisdóttir , Inga Karen Björgvinsdóttir , Karlotta Klara Helgadóttir , Sól Björnsdóttir og Þórhildur Eva Helgadóttir héldu tombólu fyrir utan Krambúðina á Byggðavegi á Akureyri og söfnuðu 8.487 kr.
Meira
Belgar, sem verða andstæðingar Íslendinga í Þjóðadeild UEFA í knattspyrnu í Brüssel annað kvöld, hafa aðeins tapað einum af síðustu 29 leikjum sínum en Belgar komust á dögunum upp fyrir heimsmeistara Frakka í toppsæti styrkleikalista...
Meira
Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG er úr leik á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í golfi. Birgir komst ekki í gegnum niðurskurð keppenda eftir fjórða hring í gær þrátt fyrir að vera á fjórum höggum undir pari samtals.
Meira
8. umferð Ívar Benediktsson iben@mbl.is Rétt ríflega þriðjungur leikja Olís-deildar karla er að baki. Fimm lið hafa skorið sig úr og eru í efri hlutanum og sjö fyrir neðan. Í 8. umferð skerptust línur nokkuð, ekki síst með sigri FH-inga á Eyjamönnum.
Meira
Hollenska kvennalandsliðið í knattspyrnu tryggði sér síðasta lausa Evrópusætið á HM 2019 í Frakklandi næsta sumar eftir 1:1-jafntefli gegn Sviss í Schaffhausen í gærkvöld.
Meira
Fyrir um það bil ári velti maður því fyrir sér hversu vel gekk hjá íslenskum afrekskylfingum. Ólafía Þórunn hafði átt magnað ár sem nýliði á LPGA og komst fyrst Íslendinga á risamót.
Meira
Á Akureyri Einar Sigtryggsson sport@mbl.is KA/Þór varð nýjasta fórnarlamb sjóðheitra Haukakvenna í Olís-deild kvenna í handbolta. Liðin mættust í KA-heimilinu í gær og unnu Haukar eftir spennuþrunginn lokakafla.
Meira
Helena Sverrisdóttir, landsliðskona í körfuknattleik, er á leið heim úr atvinnumennsku frá Ungverjalandi. Hún staðfesti þetta í samtali við mbl.is í gær. Helena segir forráðamenn Cegled ekki hafa staðið við skuldbindingar sínar.
Meira
Skautafélag Reykjavíkur SR) vann Björninn, 7:6, í æsispennandi og framlengdum leik í Hertz-deild karla í íshokkíi í Egilshöll í gærkvöld. Patrik Podsednicek skoraði sigurmarkið á annarri mínútu í framlengingu. Miklar sveiflur voru í leiknum.
Meira
* Stefán Rafn Sigurmannsson , landsliðsmaður í handknattleik, átti stórleik þegar Pick Szeged vann níu marka sigur á Gyöngyösi í ungversku úrvalsdeildinni í gær en leiknum lauk með 38:29-sigri Pick Szeged.
Meira
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.