Innleiðing fimmtu kynslóðar farneta, 5G tenginga fyrir fjarskipti í farsímakerfinu, er í burðarliðnum hér á landi en talið er að sú þráðlausa tækninýjung muni hafa byltingarkennd áhrif í samfélaginu.
Meira
Bjarni Ólafsson AK kom til Neskaupstaðar í gær með 1.600 tonn en veiðiferðin hjá honum tók eina tíu daga. Runólfur Runólfsson skipstjóri segir að til að byrja með hafi lítið fengist en síðan hafi ræst úr.
Meira
Viðtal Guðrún Vala Elísdóttir vala@simenntun.is Guðný Jóna Guðmarsdóttir man fyrst eftir rallýbílum þegar hún var krakki að alast upp í Gnúpverjahreppi. Þá var keppt upp við Heklu en sérleiðin var í gegnum sveitina.
Meira
Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Friðrik Jónsson og fjölskylda hafa tileinkað sér jólasiði frá ýmsum löndum. Hann gantast með það að fyrir vikið hefjist jólahaldið í raun í lok nóvember, með þakkargjörðarhátíðinni, og ljúki ekki fyrr en á þrettándanum.
Meira
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta, og eiginkona hans, Kristbjörg Jónasdóttir einkaþjálfari, komu sérstaklega til landsins til að kynna bókina, Aron - Sagan mín, sem kom út í síðustu viku.
Meira
Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, telur íslenska ríkið ekki uppfylla skyldu sína hvað varðar 16. grein EES-samningsins, vegna sölu ríkisins á áfengi í Fríhöfn Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar.
Meira
Það vakti athygli Djúpavogsbúa þegar brunnskipið norska, Lady Anne Marie frá Álasundi, sigldi inn til hafnar þar um helgina til að kanna aðstæður vegna verkefnisins sem það hefur verið fengið til, að flytja sláturfisk úr kvíum Laxa fiskeldis í...
Meira
„Ég tel að fjarskiptafélögin séu með nægjanlegar tíðniheimildir þannig að þau geta farið af stað með þær prófanir sem þau vilja ráðast í og það mun ekki standa á okkur að útvega tilraunaleyfi og annað sem þarf til að fara út í prófanir.
Meira
Kínverskur vísindamaður segist ætla að bíða með frekari tilraunir með erfðabreytingu á börnum eftir hávær mótmæli vísindamanna og almennings eftir að hann sagðist hafa breytt erfðaefni tveggja stúlkna.
Meira
Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Á fullveldisdaginn, 1. desember, er hálf önnur öld liðin frá fæðingu Haraldar Níelssonar guðfræðiprófessors. Hann var einn áhrifamesti kennimaður kirkjunnar á fyrri hluta síðustu aldar.
Meira
Flosi Eiríksson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands og tekur við af Drífu Snædal, nýkjörnum forseta ASÍ. 17 sóttu um stöðuna. Flosi er húsasmiður og viðskiptafræðingur að mennt og var um árabil bæjarfulltrúi í Kópavogi.
Meira
Unnið er hörðum höndum þessa dagana við frágang í og við Vaðlaheiðargöng, milli Eyjafjarðar og Fnjóskadals. Meðal þeirra sem voru að störfum í gær voru starfsmenn verktakafyrirtækisins Finns á Akureyri.
Meira
Viðtal Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Tímamót urðu hjá Löxum fiskeldi í Fjarðabyggð í upphafi vikunnar þegar fyrstu fullvöxnu löxunum var slátrað úr kvíum fyrirtækisins í Reyðarfirði. Afurðirnar eru nú á leið á markað í Evrópu.
Meira
Silkitoppurnar á myndinni glöddu augu ljósmyndarans á Seyðisfirði í kalsaveðri nýlega. Silkitoppan er óreglulegur gestur sem kemur stundum í stórum hópum á haustin og veturna, sennilega vegna fæðuskorts á vetrarstöðvum.
Meira
• Víðtæk mótmæli gegn auknum sköttum á bifreiðaeldsneyti komu Emmanuel Macron Frakklandsforseta í opna skjöldu • Breytingar á skattheimtunni sem hann varpaði fram í fyrradag mættu litlum skilningi og þóttu ónógar til að auka kaupmátt launa sem hann var kosinn til að bæta
Meira
Atvinnustefnan sem bæjarstjórn Akureyrar samþykkti vorið 2014 er úrelt og mikilvægt að marka nýja. Þetta kom fram í umræðum á síðasta fundi bæjarstjórnar Akureyrar. Berglind Ósk Guðmundsdóttir, fulltrúi D-lista, tók málið upp.
Meira
Baksvið Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Margvíslegan fróðleik um íbúa og lífskjör á Norðurlöndum er að finna í nýútkominni árbók norrænna hagtalna Nordisk Statistik 2018 . Útgefandi er Norræna ráðherranefndin.
Meira
Gunnar Steinn Gunnarsson er reynslubolti í fiskeldi. Hann hefur verið búsettur í Noregi stóran hluta starfsævi sinnar en býr nú á Eskifirði og er framleiðslustjóri Laxa fiskeldis.
Meira
Fréttaskýring Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Orku náttúrunnar vinnur að því að stækka varmastöð Hellisheiðarvirkjunar. Þessum áfanga á að ljúka fyrir árslok 2019. Heildarkostnaður við stækkunina er áætlaður um milljarður króna.
Meira
Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Mikið er um að vera í fiskverkuninni hjá Búlandstindi á Djúpavogi þessa dagana. Slátrað er laxi frá tveimur fyrirtækjum með hámarksafköstum um leið og starfsfólkið er að fínstilla ný tæki laxasláturhússins.
Meira
Hinn árlegi jólabasar Kattavinafélags Íslands verður haldinn laugardaginn 1. desember kl. 11-16 í Kattholti, Stangarhyl 2 í Reykjavík. Á boðstólum verða ýmsir munir sem tengjast jólunum, s.s.
Meira
Í gær urðu þau tímamót í sögu Hæstaréttar Íslands að þar voru í síðasta sinn flutt mál sem lúta hinni eldri dómstólaskipan, þ.e. eins og hún var fyrir tilkomu Landsréttar sem nýs millidómstigs.
Meira
Tungnaá teiknar tvö andlit sem virðast kyssast heitum kossi á kaldranalegum Austurbjöllum nokkuð austan við Landmannalaugar. Stóra vatnið vinstra megin á myndinni heitir Austurbjallavötn og framan við það er fjallið Hnaus.
Meira
Jólabaðið Aðventan er á næsta leiti og allt þarf að vera hreint og fínt. Alþingishúsið er þar ekki undanskilið, en það fékk snemmbúna yfirhalningu í tilefni afmælis fullveldisins á...
Meira
Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands, og Arkadí Dvorkovítsj, forseti Alþjóðaskáksambandsins, FIDE, áttu fund í Lundúnum í gær þar sem þeir ræddu um þá hugmynd að halda heimsmeistaraeinvígið í skák árið 2022 á Íslandi, en þá verða 50 ár liðin...
Meira
Ljósin á Hamborgartrénu verða tendruð kl. 17 laugardaginn 1. desember nk. en tréð stendur á Miðbakka Reykjavíkurhafnar, fyrir framan Hafnarhúsið. Allir eru velkomnir til athafnarinnar og í móttöku að henni lokinni.
Meira
Eftir að Spölur gaf út lokaútkall vegna inneignar veglykla og afsláttarmiða hefur óhemjumiklu verið skilað inn. Gera má ráð fyrir drjúgri viðbót síðustu daga nóvembermánaðar, að því er fram kemur í frétt á heimasíðu Spalar.
Meira
Gerð hefur verið krafa fyrir Héraðsdómi Suðurlands um farbann yfir litháískum karlmanni á fimmtugsaldri eftir að lögreglumenn handtóku hann á sveitabæ í uppsveitum Árnessýslu á þriðjudag. Þar vann hann að ræktun kannabisplantna í töluverðu magni.
Meira
Tvö pör voru handtekin í Breiðholti í fyrrakvöld, með skömmu millibili. Annað parið var grunað um vörslu, sölu og dreifingu fíkniefna. Það var vistað fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu og sleppt að lokinni skýrslutöku.
Meira
Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Á þriðja tug starfsmanna frá Skaganum 3X, Frost og Rafeyri eru nú við störf á Shikotan, sem er ein Kúrileyja austast í Rússlandi.
Meira
Norðmaðurinn Magnús Carlsen var krýndur heimsmeistari í skák í London í gær. Hann hafði betur í bráðabana gegn Bandaríkjamanninum Fabiano Caruana.
Meira
Út er komin bókin Grillmarkaðurinn, sem inniheldur úrval bestu og þekktustu uppskrifta veitingastaðarins vinsæla. Í bókinni er jafnframt að finna uppskriftir sem eru ekki lengur á matseðli og hefur verið sárt saknað. Nokkuð ljóst er að þessi bók er mikill hvalreki fyrir aðdáendur Grillmarkaðarins.
Meira
Fyrr í þessum mánuði bárust fréttir af matareitrun af völdum nóróveiru hjá hópum einstaklinga í tengslum við neyslu sjávarafurða á Skelfiskmarkaðnum í Reykjavík.
Meira
Fóður með aukefni frá Kína sem ekki hefur hlotið samþykki Evrópusambandsins var notað í fiskeldi hér á landi og í dýrafóður í löndum Evrópu. Þegar Matvælastofnun fékk tilkynningu frá ESB var búið að nota fóðrið.
Meira
Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Nú um mánaðamótin eru tveir mánuðir liðnir síðan Vegagerðin tók við rekstri Hvalfjarðarganga og gjaldtöku var hætt.
Meira
Veitingastaðurin Pure Deli hefur opnað í Gerðarsafni í Kópavogi, en staðurinn er jafnframt í Urðarhvarfi þar sem hann hefur notið mikilla vinsælda meðal hverfisbúa.
Meira
Vegan-útgáfa Betty Crocker-súkkulaðiköku og nefyljarinn er á meðal þeirra verkefna sem þátturinn Ísland vaknar hefur fengið rannsóknarstofu sína til að þróa. Rannsóknarstofan tekur við ábendingum í netfanginu islandvaknar@k100.is
Meira
Fasteignaþróunarfélagið Festir áformar að hefja uppbyggingu á Héðinsreit á næsta ári. Róbert Aron Róbertsson, framkvæmdastjóri Festis, segir verkefnið á lokametrunum í skipulagsferlinu.
Meira
Ríkisútvarpið (RÚV) braut gegn 2. og 5. mgr. 7. gr. laga um Ríkisútvarpið með kostun á dagskrárliðnum Saga HM, sem sýndur var á RÚV sumarið 2018, og með ófullnægjandi birtingu gjaldskrár fyrir auglýsingar og kostanir í tengslum við HM 2018.
Meira
Höfuðborgarbúar hafa tekið eftir því að Esjan er að mestu snjólaus, nú þegar jólamánuðurinn er að ganga í garð. Það er ekki algengt að svona lítill snjór sé á Esjunni á þessum árstíma, segir Trausti Jónsson veðurfræðingur.
Meira
Myndlistarkonan Sossa Björnsdóttir, sem nýverið fékk menningarverðlaun Reykjanesbæjar, verður með sitt árlega jólaboð á vinnustofunni laugardaginn 1. desember frá kl. 16 til 20.
Meira
Stefán Einar Stefánsson ses@mbl.is Rekstrarstaða WOW Air hefur þrengst verulega frá því að samningur um kaup Icelandair Group á öllu hlutafé félagsins var undirritaður 5. nóvember síðastliðinn.
Meira
Baldur Arnarson baldura@mbl.is Það er mikil upplifun að sjá náttúru Íslands og norðurljósin hvelfast yfir mann í stjörnuverinu í Perlunni. Tæknin er svo háþróuð að hægt er að uppfæra myndirnar af reikistjörnunum nánast í rauntíma.
Meira
Stjórn Strætó hefur samþykkt að breyta akstri leiðar 14 frá því sem verið hefur. Verður leiðin stytt talsvert en vegna umferðar hafa vagnarnir átti í erfiðleikum með að halda tímaáætlanir.
Meira
Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl.is Sumarið 2003 teiknuðu GP arkitektar tillögu að þremur íbúðarturnum við Ánanaust í Reykjavík, nánar tiltekið á svonefndum Héðinsreit.
Meira
Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir gríðarlegt álag vera á stofnuninni í kjölfar setningar nýju persónuverndarlaganna.
Meira
Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Unnið er að lengingu tveggja báta Skinneyjar-Þinganess í Nauta-skipasmíðastöðinni í Gdynia í Póllandi. Þá er verið að smíða tvö 29 metra skip fyrir fyrirtækið í Víetnam og eru þau væntanleg í lok næsta árs.
Meira
Björgunarsveitir alls staðar á landinu voru í viðbragðsstöðu í gærkvöldi vegna óveðurs sem gengur yfir landið. Ekki er búist við að veðrið gangi niður fyrr en aðfaranótt föstudags. Var nokkrum hlutum hringvegarins lokað þegar undir kvöld í gær.
Meira
Þau eru ekki orðin fimmtug en þó búin að upplifa það að vera háð tækjum til að geta lifað. Þau eiga það einnig sameiginlegt að vera háð líffæragjöf annarrar manneskju.
Meira
Páll Vilhjálmsson skrifar: Trump bauð Bretum fríverslunarsamning fyrir fjórum mánuðum, segja fjölmiðlar, en May forsætisráðherra hafnaði, sagði Breta ekki tilbúna að snúa baki við Evrópusambandinu.
Meira
Viðtal Árni Matthíasson arnim@mbl.is Jón Gunnarsson var á sinni tíð áhrifa- og umsvifamikill í íslensku viðskiptalífi, stýrði Síldarverksmiðju ríkisins og byggði síðan upp fisksölufyrirtæki vestan hafs sem varð stærsta fyrirtæki Íslendinga í útlöndum.
Meira
Höfundar og flytjendur: Eiríkur G. Stephensen og Hjörleifur Hjartarson. Leikstjórn: Ágústa Skúladóttir. Tónlist: Hundur í óskilum sem Eiríkur G. Stephensen og Hjörleifur Hjartarson skipa. Leikmynd, búningar og leikmunir: Íris Eggertsdóttir.
Meira
Tónleikaröðin Á ljúfum nótum heldur áfram göngu sinni í Fríkirkjunni í Reykjavík í dag. Tónleikarnir hefjast kl. 12 og á þeim kemur fram djasssveitin Mantra og flytur þekkta djassstandarda og frumsamin lög í bland við framandi möntrur.
Meira
Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Sjúklega súr saga: Íslandssaga frá öndvegissúlum til Internetsins nefnist nýútkomin bók eftir Sif Sigmarsdóttur, blaðamann og rithöfund, og Halldór Baldursson teiknara.
Meira
Viðtal Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Rejúníon nefnist nýtt íslenskt leikrit eftir Sóleyju Ómarsdóttur í leikstjórn Árna Kristjánssonar sem leikhópurinn Lakehouse frumsýnir í Tjarnarbíói annað kvöld, föstudag, kl. 20.30.
Meira
Líffræðikennarinn fyrrverandi Stephen Hillenburg, sem varð frægur fyrir að skapa Svamp Sveinsson, eina vinsælustu teiknimyndafígúru síðustu ára, og skrautlegt persónugallerí í kringum hann á hafsbotni, er látinn 57 ára að aldri.
Meira
Jón Gnarr mun segja sannar og lygilegar sögur af sjálfum sér í nýrri sýningu, Kvöldvöku, sem hefur göngu sína í Borgarleikhúsinu í janúar á næsta ári.
Meira
Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum stendur fyrir málþingi og sýningu á dansk-íslenskri hönnun í samvinnu við verslunina Epal og sendiráð Dana á Íslandi í dag og er viðburðurinn hluti af dagskrá aldarafmælis fullveldis Íslands og...
Meira
Sjónvarpsefnisveitan Netflix hefur samið við dánarbú barnabókahöfundarins Roalds Dahl um að framleiða og sýna teiknimyndaraðir sem byggjast á mörgum hans vinsælustu sögum.
Meira
Árni Matthíasson arnim@mbl.is Við vissum það ekki þá, en þetta var bara eitt af ótal mörgum atvikum þetta árið. Ekkert þeirra var eins, en öll svipuð í eðli sínu. Nokkrum vikum síðar sá ég hreindýr úti á fótboltavelli þegar ég var að labba heim.
Meira
Það er fátt betra en að leggjast undir teppi og horfa á gott sjónavarpsefni í kulda og myrkri vetrarins. Nýverið byrjaði ný íslensk gamanþáttaröð í Sjónvarpi Símans. Þættirnir eru sex og heita Venjulegt fólk.
Meira
Schneider sagðist hafa grátið við tökurnar af reiði og niðurlægingu og liðið að vissu leyti eins og henni hefði verið nauðgað í raun og veru af leikaranum og leikstjóranum.
Meira
Myndverk eftir nokkra af kunnustu listamönnum íslenskrar myndlistarsögu verða boðin upp hjá uppboðshúsinu Bruun Rasmussen í Kaupmannahöfn á mánudaginn kemur.
Meira
Eftir Pálma Stefánsson: "Enn einn ógnvaldur tækninnar er hin mikla plastnotkun og skeytingarleysi um áhrif þess á lífríkið sem ekki er séð fyrir endann á."
Meira
Eftir Steinunni Jóhannesdóttur: "Tilgangurinn með þessari aðgerð var að sýna fram á mikilvægi starfa kvenna, að þegar konur legðu niður vinnu og tækju sér frí allar í einu lamaðist allt gangverkið í samfélaginu."
Meira
Eftir Jón Gunnarsson: "Sjálfbær nýting náttúruauðlinda er okkur Íslendingum hlutfallslega mikilvægari en öðrum þjóðum og þess vegna því eðlilegt að umræður verði krefjandi."
Meira
Eftir Hauk Arnþórsson: "Var séreignarstefnan við uppbyggingu Breiðholtsins, sem fjölgaði íbúðareigendum mikið, mesta einstaka kjarabótin sem þeir sem nú eru aldraðir búa að?"
Meira
Eftir Gísla Pál Pálsson: "Þetta ágæta fólk hefur lifað lengi, lært margt og býr yfir margs konar dýrmætri reynslu sem við sem yngri erum mættum taka okkur til fyrirmyndar."
Meira
Birkir Skarphéðinsson fæddist á Akureyri 5. september 1938. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 19. nóvember 2018. Foreldrar hans voru Skarphéðinn Ásgeirsson, f. 3. mars 1907, d. 22. september 1988, og Laufey Valrós Tryggvadóttir, f. 5. apríl 1911, d.
MeiraKaupa minningabók
Guðbrandur Eiríksson fæddist í Reykjavík 12. apríl 1926. Hann lést 23. nóvember 2018 á dvalarheimili aldraðra, Víðihlíð í Grindavík. Móðir hans var Margrét Eiríksdóttir frá Byggðarenda í Grindavík, f. 31. janúar 1903, d. 27. október 1986.
MeiraKaupa minningabók
Marsibil Sigurðardóttir fæddist 4. september 1951 á Akranesi. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands 20. nóvember 2018. Foreldrar hennar voru hjónin Sigurður Guðmundsson verkamaður á Akranesi, f. 13.3. 1920, d. 27.5.
MeiraKaupa minningabók
Bráðamóttaka Landspítala fyrir hjartasjúklinga er flutt á nýjan stað. Ný vinnubrögð og fullkomin tækni. Sjúklingar greindir á vettvangi. Hjartsláttartruflanir, mæði og brjóstverkir. Aðgerðir og göngudeild verða áfram á Hringbrautinni.
Meira
6 til 9 Ísland vaknar Ásgeir Páll, Jón Axel og Kristín Sif rífa landsmenn á fætur með gríni og glensi alla virka morgna. Sigríður Elva les traustar fréttir á hálftíma fresti. 9 til 12 Siggi Gunnars Skemmtileg tónlist og góðir gestir reka nefið inn.
Meira
Jón skáld Jónatansson segir frá því að á sokkabandsárum sínum hafi sér verið bannað að busla í sjónum – „gætu mörg sjóskrímsli komið og étið mig, svo sem vatnanykur og selir, er sumir væru mannætur, að sögn.
Meira
Tónlistarmaðurinn George Harrison lést á þessum degi árið 2001. Hann var 58 ára að aldri en banameinið var krabbamein í lungum. Eiginkona og sonur Bítilsins fyrrverandi voru hjá honum þegar hann lést. Harrison fæddist þann 25.
Meira
Ásgeir Gunnar Jónsson fæddist í Reykjavík 29.11. 1948: „Ég fæddist á 25 ára afmælisdegi móður minnar sem verður 95 ára í dag. Við höldum því sameiginlega upp á daginn.
Meira
30 ára Gunnar Már býr í Garðabæ, lauk prófi frá Kvikmyndaskóla Íslands, er í byggingarvinnu og vinnur við tónlistarmyndbönd. Maki: Sólrún Sandra Guðmundsdóttir, f. 1985, sjúkraliði. Foreldrar: Halldór Gunnarsson, f.
Meira
Hafnarfjörður Hilmir Magnús fæddist 9. apríl 2018 í Reykjavík. Hann vó 3.790 g og var 51 cm langur. Foreldrar hans eru Hildur Magnúsdóttir og Heiðar Ólafsson...
Meira
Birkir Þór Stefánsson, bóndi í Tröllatungu á Ströndum, er fimmtugur í dag. Bærinn liggur við veginn sem lá yfir Tröllatunguheiði frá Ströndum og í Geiradal.
Meira
40 ára Ingi Björn lauk MA-prófi í bókmenntafr. og er verkefnastjóri við Háskólasetur Vestfjarða. Maki: Arna Lára Jónsdóttir, f. 1976, verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands og bæjarfulltrúi á Ísafirði. Sonur: Dagur, f. 2013. Stjúpdætur: Helena, f.
Meira
Ma gnús Carlsen varði heimsmeistaratitilinn í þriðja sinn í gær er hann vann allar þrjár atskákirnar sem hann tefldi við Fabiano Caruana, en eftir jafnteflin tólf í kappskákunum lá fyrir að einvígi þeirra yrði útkljáð í skákum með minni umhugsunartíma.
Meira
Í setningunni „Mig svíður undan þessum ásökunum“ er svolítið reik á orðasamböndum. Mig svíður í höndina, þ.e. finn til sviða, ef ég rek hana í eld. Mér svíður e-ð ef mér sárnar það – t.d. að hafa verið sýnt óréttlæti.
Meira
Sighvatur Árnason fæddist í Ysta-Skála undir Vestur-Eyjafjöllum 29.11. 1823. Foreldrar hans voru Árni Sveinsson bóndi þar og k.h., Jórunn Sighvatsdóttir húsfreyja.
Meira
30 ára Smári ólst upp í Hafnarfirði, býr þar og er vörustjóri hjá Stoðtækjum ehf. Maki: Sandra Birna Ragnarsdóttir, f. 1992, verslunarkona í fæðingarorlofi. Börn: Fanndís Embla, f. 2014, og Viktor Fannar, f. 2018. Foreldrar: Guðni Gíslason, f.
Meira
Það ætlaði allt um koll að keyra á vinnustaðnum í gær þegar bráðabanaskákirnar í heimsmeistaraeinvígi þeirra Magnúsar Carlsen og Fabiano Caruana voru tefldar.
Meira
29. nóvember 1211 Páll Jónsson biskup í Skálholti lést, um 56 ára. Hann var sonur Jóns Loftssonar og varð biskup árið 1195. Steinkista Páls fannst árið 1954. 29.
Meira
Ef allt gengur að óskum mun Alfreð Finnbogason geta spilað á ný með Augsburg í þýsku 1. deildinni í knattspyrnu þegar liðið heimsækir Stuttgart á laugardaginn.
Meira
Körfubolti Kristján Jónsson kris@mbl.is Hinn 38 ára gamli leikstjórnandi, Jeb Ivey, hefur komið ferskur inn í lið Njarðvíkur og Dominos-deildina og lék afar vel í nóvembermánuði.
Meira
„Þetta er fyrst og fremst leiðinlegt fyrir Lovísu sem var komin í svo flott form, en auðvitað verður líka missir að henni fyrir liðið,“ sagði Axel Stefánsson, landsliðsþjálfari í handknattleik kvenna, við Morgunblaðið í gærmorgun eftir að...
Meira
Í Skopje Ívar Benediktsson iben@mbl.is Óvíða í fjölskyldum verður handboltagenanna eins mikið vart og í fjölskyldu landsliðskonunnar Sigríðar Hauksdóttur. Hún er þriðja kynslóð landsliðskvenna í fjölskyldunni. Þar með er þó ekki öll sagan sögð.
Meira
Atlético Madrid, Porto og Schalke tryggðu sér í gærkvöld sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Atlético sigraði Mónakó 2:0 á heimavelli og er því komið með 12 stig fyrir lokaumferðina í A-riðlinum.
Meira
Garðar Gunnlaugsson, knattspyrnumaðurinn reyndi frá Akranesi, er kominn til liðs við Íslandsmeistara Vals sem skýrðu frá því í gærkvöld að hann hefði samið við þá út næsta tímabil.
Meira
Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Jeb Ivey, bandaríski bakvörðurinn í liði Njarðvíkur, var besti leikmaður Dominos-deildar karla í körfuknattleik í nóvember að mati Morgunblaðsins.
Meira
KR náði í gærkvöld tveggja stiga forystu í Dominos-deild kvenna í körfuknattleik með því að sigra Val, 82:79, í æsispennandi leik í Vesturbænum. KR er tveimur stigum á undan Keflavík og Snæfelli sem eiga leik til góða.
Meira
Kunningi bakvarðar dagsins, sem við skulum bara kalla Hreggvið, á sér þann draum heitastan að við tökum upp sérstakt ættfræðihorn hérna í íþróttablaðinu.
Meira
Meistaradeild Evrópu A-RIÐILL: Atlético Madrid – Mónakó 2:0 Dortmund – Club Brugge (0:0) B-RIÐILL: PSV Eindhoven – Barcelona (0:0) Tottenham – Inter Mílanó (0:0) C-RIÐILL: París SG – Liverpool (2:1) Napoli – Rauða...
Meira
Ómar Ingi Magnússon, landsliðsmaður í handknattleik, var í aðalhlutverki hjá Aalborg í gærkvöld þegar liðið sigraði Kolding á útivelli, 34:30, í dönsku úrvalsdeildinni.
Meira
Selfyssingar komust á ný að hlið Hauka á toppi Olísdeildar karla í handknattleik þegar þeir sigruðu Gróttu á Seltjarnarnesi, 24:23. Selfoss er með 16 stig eins og Haukar að tíu umferðum loknum. Grótta er hins vegar áfram næstneðst með 6 stig.
Meira
EM 2021 Kristján Jónsson kris@mbl.is Karlalandsliðið í körfuknattleik tekur í kvöld á móti Belgíu í Laugardalshöllinni í mikilvægum leik í forkeppni fyrir Evrópukeppnina sem fram fer 2021.
Meira
Nokkuð algeng fullyrðing í þessari umræðu hefur verið sú að til þess að hægt sé að hækka laun þurfi framleiðni fyrst að vaxa, eða með öðrum orðum að aukin framleiðni sé forsenda hærri launa.
Meira
Pétur Hreinsson peturhreins@mbl.is Alvogen endurnýjar ekki samning við knattspyrnudeild KR. Heimavöllur liðsins verður þó áfram kenndur við fyrirtækið.
Meira
Forritið Snjallir stjórnendur vita að alls kyns fríðindi og aukagreiðslur hjálpa til að auka ánægju og tryggð starfsmanna. Bæði getur verið hagkvæmara að niðurgreiða t.d.
Meira
Smásala Hratt hefur dregið úr innflutningi ferskra jarðarberja í haust. Þannig dróst innflutningurinn saman um 30% í september miðað við sama tímabil í fyrra. Þetta sýna tölur frá Hagstofu Íslands.
Meira
Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Dómsmál vegna einkaleyfa eru fátíð enda geta þau verið mjög kostnaðarsöm. Ef til vill væri skynsamlegt að bjóða íslenskum fyrirtækjum sem þurfa að verja hugverkaréttindi sín einhvers konar stuðning. Í Danmörku geta fyrirtæki keypt tryggingar vegna einkaleyfamála.
Meira
Bókin Það er kannski ekki úr vegi, í ljósi þeirrar spennu sem hefur magnast upp í kringum næstu kjarasamninga, að rýna í nokkrar af þeim fjölmörgu bókum sem hafa komið út á árinu og fjalla um bæði raunverulega og ímyndaða bresti kapítalismans.
Meira
Ef skilyrðin eru uppfyllt er það ekki samruninn sem slíkur sem veldur samkeppnisröskun heldur rekstrarvandi Wow Air. Við þær aðstæður ber að heimila hann.
Meira
Bolmagn lítilla og meðalstórra fyrirtækja til þess að greiða hærri laun var til umræðu á fundi sem Litla Ísland stóð fyrir á Grand Hótel Reykjavík í vikunni.
Meira
Smásala Hagnaður Festar á þriðja ársfjórðungi ársins 2018 nam 891 milljón og lækkar um 10% miðað við afkomu þriðja ársfjórðungs í fyrra. Tekjur fyrirtækisins námu 17,5 milljörðum króna og hækka um 65% frá sama tímabili í fyrra.
Meira
Pétur Hreinsson peturhreins@mbl.is Innlendir jafnt sem erlendir kostnaðarþættir kröfðust sársaukafullra aðgerða í formi uppsagna hjá Norðuráli í gær.
Meira
Eftir Richard Milne í Tallinn Eistneska fjármálaeftirlitið stóð frammi fyrir erfiðum ákvörðunum þegar í ljós kom að ekki var allt með felldu hjá útibúi Danske Bank.
Meira
Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Sala á íslensku lambakjöti fer vel af stað í prufusölu hjá EDEKA, stærstu stórmarkaðakeðju Þýskalands. Kjötið er selt undir vörumerkinu Vikingyr.
Meira
Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Á auglýsingastofunni Brandenburg er lögð mikil áhersla á íslenskt mál. Ragnar Gunnarsson framkvæmdastjóri segir auglýsingastofur gegna lykilhlutverki í varðveislu tungumálsins.
Meira
Jack Ma er auðugasti maður Kína. Þegar hann bauð hlutabréfin í fyrirtæki sínu, Alibaba, til sölu í New York árið 2014 varð það stærsta hlutafjárútboð sem heimsbyggðin hefur augum litið.
Meira
Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Niðurstöður áreiðanleikakönnunar sem unnin hefur verið á rekstri WOW air bendir til að endurgjald til Skúla Mogensen fyrir félagið verði minna en lagt var upp með.
Meira
Eftir Tim Bradshaw Apple hefur ekki átt sjö dagana sæla að undanförnu, og ekki hjálpuðu ummæli Donalds Trumps um að hækka mögulega tolla á iPhone-snjallsímana. Á meðan er Microsoft á góðri siglingu.
Meira
Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Á þorláksmessu árið 1997 voru samþykkt umfangsmikil lög um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Þau hafa tekið breytingum síðan þá en í meginatriðum standa þau óhögguð.
Meira
Óhætt er að segja að nú séu spennandi tímar í atvinnulífinu á Íslandi og enginn skortur á áhugaverðum viðfangsefnum fyrir Ingólf Bender að rýna í og greina hjá Samtökum iðnaðarins. Hver var síðasta ráðstefnan sem þú sóttir?
Meira
Sjávarútvegur Hagnaður HB Granda á þriðja fjórðungi 2018 nam 8,2 milljónum evra, eða tæpum 1,2 milljörðum íslenskra króna. Það er lækkun miðað við sama tíma á síðasta ári þegar hagnaður nam 11,6 milljónum evra, eða rúmlega 1,6 milljörðum króna.
Meira
Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Rekstur flugfélagsins WOW air hefur um nokkurt skeið verið á heljarþröm og forsvarsmenn þess hafa róið lífróður í þeirri viðleitni að tryggja laust fé til rekstrarins frá degi til dags.
Meira
Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Allt síðan Sigríður Margrét Oddsdóttir forstjóri Já.is fékk það verkefni að stofna fyrirtækið árið 2005, sem dótturfélag Símans, hefur vöxturinn verið um 10% á ári, og veltir félagið nú um 1,5 milljörðum króna á ári.
Meira
Íslandsstofa Nýtt skipurit hefur verið tekið í gagnið hjá Íslandsstofu og var þremur starfsmönnum markaðsskrifstofunnar sagt upp, þar af tveimur forstöðumönnum.
Meira
Icelandic Lamb Andrés Vilhjálmsson hefur verið ráðinn útflutningsstjóri Icelandic Lamb ehf., markaðsstofu íslenska lambsins, og mun hann hefja störf í janúar næstkomandi. Í starfinu felst meðal annars yfirumsjón með markaðssókn á erlenda markaði.
Meira
Það fór verulega um markaðinn þegar glöggir fjármálamenn ráku augun í að viðskipti með Icelandair Group höfðu verið stöðvuð á mánudagsmorgun. Í fyrstu töldu flestir að í uppsiglingu væri svipuð atburðarás og þann 5.
Meira
Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Toyota á Íslandi hefur um langt skeið fylgt metnaðarfullri umhverfisstefnu sem skilar sér í töluverðum sparnaði s.s. í kaupum á orku og heitu vatni.
Meira
Skúli Halldórsson sh@mbl.is Héraðsdómslögmaður og fyrrverandi stjórnarmaður í Vinnslustöðinni vildi láta kanna viðskipti félagsins við fyrirtæki sem skráð er í Bretlandi. Umrætt fyrirtæki sé, eða hafi verið, í eigu About Fish Ltd.
Meira
Væntingavísitala Gallup lækkar um 16,2 stig frá fyrri mánuði og mælist nú 75,8 stig, að því er fram kemur í frétt Greiningar Íslandsbanka. Þetta þýðir að verulega hefur slegið á væntingar íslenskra neytenda til efnahags- og atvinnulífsins milli mánaða.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.