Greinar laugardaginn 8. desember 2018

Fréttir

8. desember 2018 | Innlendar fréttir | 82 orð | 1 mynd

117% rúmanýting á Landspítala í vikunni

Í vikunni náði rúmanýtingin á bráðalegudeildum Landspítala 117%. Undanfarin misseri hefur nýtingin verið í ríflega 100%, en gert er ráð fyrir því á hefðbundnum bráðasjúkrahúsum að nýtingin sé 85%. Meira
8. desember 2018 | Innlendar fréttir | 49 orð | 1 mynd

Ancestry einn af djassdiskum mánaðarins

Diskurinn Ancestry með tríói píanistans Sunnu Gunnlaugs ásamt finnska trompetleikaranum Verneri Pohjola hefur verið valinn einn af 12 djassdiskum mánaðarins á vegum Europe Jazz Network. Tólf djassgagnrýnendur frá jafnmörgum löndum sjá um valið. Meira
8. desember 2018 | Innlendar fréttir | 102 orð | 1 mynd

Arfleifð Nínu sýnileg öllum

Listasafn Nínu Tryggvadóttur gæti verið opnað í Hafnarhúsinu eftir tvö til þrjú ár. Una Dóra Copley, dóttir Nínu, gefur Reykjavíkurborg listaverkasafn móður sinnar, alls um þrjú þúsund verk. Meira
8. desember 2018 | Innlendar fréttir | 541 orð | 1 mynd

Báturinn verði tekinn upp og varinn

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Fornleifafræðingur sem stjórnað hefur aðgerðum í Vatnsviki í Þingvallavatni telur afar mikilvægt að taka 16. aldar bátinn sem þar fannst upp og forverja hann. Telur Bjarni F. Einarsson að staðurinn sé fljótur að kvisast út. Meira
8. desember 2018 | Erlendar fréttir | 678 orð | 1 mynd

„Eins og sprengja í viðræðurnar“

Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Óttast er að handtaka Meng Wanzhou, fjármálastjóra kínverska tæknirisans Huawei, magni spennuna í samskiptum Bandaríkjanna og Kína og torveldi tilraunir landanna til að binda enda á tollastríð þeirra. Meira
8. desember 2018 | Erlendar fréttir | 101 orð | 1 mynd

„Litla Merkel“ kjörin leiðtogi

Annegret Kramp-Karrenbauer, framkvæmdastjóri Kristilegra demókrata, var kjörin leiðtogi flokksins í stað Angelu Merkel kanslara á landsfundi í Hamborg í gær. Meira
8. desember 2018 | Innlendar fréttir | 85 orð | 1 mynd

Brynhildur fékk verðlaun Ásu G. Wright

Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands, hlaut í gær heiðursverðlaun úr sjóði Ásu Guðmundsdóttur Wright. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn í Þjóðminjasafninu. Meira
8. desember 2018 | Innlendar fréttir | 59 orð

Bygging þess hófst 1761

Við stofnun heimastjórnar hinn 1. febrúar árið 1904 var ákveðið að Stjórnarráðshúsið, sem áður hafði m.a. verið aðsetur landshöfðingjans, yrði aðalaðsetur landstjórnarinnar, síðar ríkisstjórnar Íslands. Meira
8. desember 2018 | Innlendar fréttir | 319 orð | 2 myndir

Byggja þarf upp Reykjavíkurflugvöll

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Ráðast þarf í umfangsmiklar framkvæmdir við Reykjavíkurflugvöll svo hann uppfylli alþjóðlegar kröfur. Þetta kemur fram í minnisblaði Isavia til Alþingis vegna fimm ára samgönguáætlunar, 2019-2023. Meira
8. desember 2018 | Innlendar fréttir | 88 orð | 1 mynd

Dagur UNICEF í Lindex í Smáralind

UNICEF-dagurinn verður haldinn í verslun Lindex í Smáralind í dag frá kl 13-16. Meira
8. desember 2018 | Innlendar fréttir | 143 orð

Dómnefnd víki ekki frá lýsingu

Í leiðbeiningum um hönnunarsamkeppnir sem gefnar voru út árið 2011 í samstarfi íslenska ríkisins, Arkitektafélags Íslands og Félags sjálfstætt starfandi arkitekta er m.a. fjallað um gerð samkeppnislýsinga og hvaða kröfur hvíli á dómnefndum í því... Meira
8. desember 2018 | Innlendar fréttir | 33 orð | 1 mynd

Eggert

Vetrarsól Á þessum árstíma er blessuð sólin lágt á lofti en hún lætur sig ekki muna um að mála sín meistaraverk fyrir okkur mannfólkið. Hér má sjá hana baða Keili hlýrri birtu... Meira
8. desember 2018 | Innlendar fréttir | 328 orð | 1 mynd

Ekki samráð við Öryrkjabandalagið

„Þegar við skoðum vinningstillöguna þá finnst okkur hún ekki taka nægilegt tillit til fatlaðs fólks, jafnvel þótt það hafi verið ein af kröfunum í lýsingunni. Meira
8. desember 2018 | Innlendar fréttir | 246 orð | 1 mynd

Elsta bátsflak sem þekkt er hér á landi

Bátur sem fannst á botni Þingvallavatns í haust hefur verið aldursgreindur og er talið að hann sé frá 16. öld eða tæplega 500 ára gamall. Meira
8. desember 2018 | Innlendar fréttir | 378 orð | 1 mynd

Fer í leyfi frá þingstörfum

0Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur óskað eftir launalausu leyfi næstu tvo mánuði. Meira
8. desember 2018 | Innlendar fréttir | 349 orð

Fjárlög óvenjusnemma í ár

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ekki er einsdæmi að fjárlög hafi verið samþykkt eftir þriðju umræðu 7. desember, eins og í ár. Það gerðist sama dag á árinu 2012 og á sama tíma eða jafnvel 1-3 dögum fyrr á árunum 2002 til 2007. Meira
8. desember 2018 | Innlendar fréttir | 167 orð | 1 mynd

Friðun á borði ráðherra

Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Tillaga Minjastofnunar um friðlýsingu Víkurgarðs, hins forna kirkjugarðs í miðbæ Reykjavíkur, barst Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, á þriðjudaginn. Meira
8. desember 2018 | Innlendar fréttir | 190 orð | 1 mynd

Fær „fjölda fyrirspurna“ vegna Klausturmálsins

Kristján H. Johannessen khj@mbl. Meira
8. desember 2018 | Innlendar fréttir | 50 orð | 1 mynd

Guðjón hefur ekki skrifað undir neitt

„Ég get þó sagt þér að engin ákvörðun hefur verið tekin af fjölskyldunni og ég hef ekki skrifað undir neina samninga,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðsfyrirliði í handknattleik, við fyrirspurn Morgunblaðsins um hvort hann væri á leið... Meira
8. desember 2018 | Innlendar fréttir | 143 orð | 1 mynd

Harmar dómsniðurstöðu

„Hæstiréttur virðist að mínu mati taka tímabundinn einkahag einstakra útgerða fram yfir þjóðarhag,“ segir Jón Bjarnason, fyrrum sjávarútvegsráðherra, um dóma Hæstaréttar sem féllu í fyrradag þar sem skaðabótaskylda íslenska ríkisins vegna... Meira
8. desember 2018 | Innlendar fréttir | 332 orð | 2 myndir

Hrútaskráin mest lesin

Úr bæjarlífinu Jónas Erlendsson Vík í Mýrdal Mýrdalshreppur hefur vaxið ótrúlega hratt á undanförnum árum og er það að mestum hluta að þakka ferðamönnum, þeir þarfnast allskonar þjónustu, sem kallar á mikið vinnuafl, bæði vegna byggingar á hótelum og... Meira
8. desember 2018 | Innlendar fréttir | 265 orð

Hörð gagnrýni á dómnefnd

Stefán E. Stefánsson ses@mbl. Meira
8. desember 2018 | Innlendar fréttir | 52 orð | 1 mynd

Jólastemning í Heiðmörkinni

Ljúfri jólastemningu er heitið í skógræktinni í Heiðmörk um helgina. Jólamarkaðurinn í Elliðavatnsbænum er opinn í dag og á morgun, frá kl. 12-17. Tónlistarfólk og rithöfundar mæta á svæðið og í Rjóðrinu verður kveiktur varðeldur. Meira
8. desember 2018 | Innlendar fréttir | 252 orð | 1 mynd

Jónas víkur sem formaður Sjómannafélags Íslands

Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands, hefur ákveðið að víkja úr því embætti. Hann segir það enga bið þola að ná á nýjan leik víðtækri samstöðu innan félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Jónas sendi fjölmiðlum í gær. Meira
8. desember 2018 | Innlendar fréttir | 116 orð

Kölluð fyrir siðanefnd?

Mikil vinna á sér nú stað innan Alþingis við að safna nauðsynlegum gögnum í Klausturmálinu svonefnda sem falið hefur verið siðanefnd Alþingis. Verður mál þingmannanna sex kannað sem mögulegt siðabrotamál. Meira
8. desember 2018 | Innlendar fréttir | 589 orð | 2 myndir

Lausna leitað til fortíðar og framtíðar

Fréttaskýring Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Flókin úrlausnarefni bíða ríkisvaldsins eftir að Hæstiréttur dæmdi ríkið skaðabótaskylt vegna úthlutunar á makrílkvóta. Meira
8. desember 2018 | Innlendar fréttir | 265 orð | 1 mynd

Litla hafpulsan höfuðlaus

Litla hafpulsan svokallaða, yfir tveggja metra há stytta í Reykjavíkurtjörn sem hefur vakið töluverða athygli fyrir athyglisverða lögun sína þar sem hún þykir minna á kynfæri karlmanns, hefur orðið fyrir skemmdum og má segja að hún hafi misst höfuðið. Meira
8. desember 2018 | Innlendar fréttir | 285 orð | 1 mynd

Mögulega þarf ljós í sjónum við Reykjavíkurflugvöll

Fram kemur í minnisblaði Isavia að vegna uppsetningar aðflugsljósa að flugbrautum á Reykjavíkurflugvelli þurfi mögulega að reisa undirstöður fyrir ljósin út í sjó og yfir nýjan veg sem fyrirhugaður er sunnan flugbrautar 01. Meira
8. desember 2018 | Innlendar fréttir | 169 orð | 1 mynd

Nýr leikskóli rís á Seltjarnarnesi

Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar, í samstarfi við Arkitektafélag Íslands, efnir til opinnar tveggja þrepa samkeppni um nýjan leikskóla á Seltjarnarnesi. Áætluð stærð leikskólans er um 2.400 fermetrar. Meira
8. desember 2018 | Innlendar fréttir | 93 orð

Opnun jólaskógar í Hamrahlíð

Jólaskógurinn í Hamrahlíð í Mosfellsbæ, við Vesturlandsveginn, verður opnaður á morgun, sunnudag, kl. 13. Fjölmargt verður á dagskránni. Meira
8. desember 2018 | Innlendar fréttir | 454 orð | 2 myndir

Óhófleg notkun flugelda skaðleg heilsu

Sviðsljós Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl. Meira
8. desember 2018 | Innlendar fréttir | 344 orð | 1 mynd

Persónuvernd með Klausturmál í skoðun

Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Það er verið að skoða þetta mál í heild sinni hjá Persónuvernd í ljósi þessara nýjustu upplýsinga,“ segir Vigdís Eva Líndal, skrifstofustjóri upplýsingaöryggis hjá Persónuvernd, í samtali við Morgunblaðið. Meira
8. desember 2018 | Innlendar fréttir | 74 orð | 1 mynd

Rán Flygenring stýrir teiknismiðju í dag

Menningarhúsin í Kópavogi bjóða til fjölskyldustundar í dag milli kl. 13 og 15 í Náttúrufræðistofu Kópavogs. Meira
8. desember 2018 | Innlendar fréttir | 120 orð

Rótar upp allri úthlutun

Fjallað er um dóm Hæstaréttar á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda og þar segir meðal annars: Hætt er við að dómur Hæstaréttar eigi eftir að hafa mikil áhrif. Sérstaklega þegar horft er til skaðabótakrafna sem gætu numið milljörðum. Meira
8. desember 2018 | Innlendar fréttir | 171 orð | 1 mynd

Samræður um viðskipti við Rússland

Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra Íslands í Moskvu, tilkynnti um stofnun sameiginlegs viðskiptavettvangs á milli íslenskra og rússneskra fyrirtækja í móttöku sem haldin var í vikunni í tilefni 100 ára afmælis fullveldis Íslands. Meira
8. desember 2018 | Innlendar fréttir | 1279 orð | 3 myndir

Segja keppnisskilmálum breytt of seint

Fréttaskýring Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Vart hefur orðið talsverðrar óánægju með framkvæmdasamkeppni sem ríkisstjórn Íslands stóð að varðandi nýja viðbyggingu við Stjórnarráðshúsið við Lækjargötu. Meira
8. desember 2018 | Innlendar fréttir | 444 orð | 1 mynd

Sögðu virðingu Alþingis vera misboðið

Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Aðeins einu sinni í sögu Alþingis hefur það gerst að þorri þingmanna hefur tekið sig saman um að sniðganga ákveðna þingmenn vegna þess að þeim blöskraði framkoma þeirra og viðhorf. Meira
8. desember 2018 | Innlendar fréttir | 83 orð

Tekur sér frí vegna áreitni í garð konu

Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur tilkynnt að hann hafi óskað eftir að taka sér launalaust leyfi frá þingstörfum í tvo mánuði í kjölfar þess að trúnaðarnefnd flokksins veitti honum áminningu vegna framkomu hans í garð konu í... Meira
8. desember 2018 | Innlendar fréttir | 411 orð | 1 mynd

Tónleikar Bjössa sax í anda Dave Koz

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Björn Kristinsson saxófónleikari, Bjössi sax, blæs til tónleika með Jólaböngsunum í Gamla bíói nk. föstudagskvöld. Meira
8. desember 2018 | Innlendar fréttir | 205 orð | 1 mynd

Verðlaun fyrir hellislýsingu

Verkfræðistofan EFLA hlaut í fyrrakvöld alþjóðlegu Darc Awards lýsingarverðlaunin í flokki landslagslýsingar fyrir lýsingarhönnun í Raufarhólshelli. Meira
8. desember 2018 | Innlendar fréttir | 699 orð | 5 myndir

Viðbygging gæti kostað milljarð

Baksvið Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Samkvæmt frumathugun sem Framkvæmdasýsla ríkisins gerði í fyrra má ætla að kostnaður við byggingu 1.200 fermetra húss við Stjórnarráðshúsið geti legið á bilinu 820,1 til 996 milljónir króna. Meira
8. desember 2018 | Innlendar fréttir | 111 orð | 1 mynd

Þarf ekki að vera svona

„Það er ekkert náttúrulögmál að þetta þurfi að vera svona,“ segir Gunnar Guðmundsson lungnalæknir um flugeldamengunina um hver áramót. Honum finnst miður að í byrjun hvers árs sé talað um málið og kvartað en síðan ekkert aðhafst. Meira

Ritstjórnargreinar

8. desember 2018 | Staksteinar | 216 orð | 2 myndir

Búsetuskattur Borgarlínunnar

Ívar Pálsson viðskiptafræðingur skrifar á blog.is: „Áherslur borgarstjórnarmeirihlutans í umferðarmálum Reykjavíkur skila sér í þremur dögum á ári í umferðartöfum. Meira
8. desember 2018 | Reykjavíkurbréf | 1899 orð | 1 mynd

Svör við röngum spurningum hafa aldrei komið að gagni

Enginn íslenskur þingmaður sem vitað er um les lengur yfir lagafrumvörp sem hingað berast frá ESB. Enda hvers vegna skyldu þeir gera það? Öllum hlýtur að ofbjóða undirlægjuháttur íslenskra ráðherra í málinu um orkupakkann. Meira
8. desember 2018 | Leiðarar | 761 orð

Tafir á tafir ofan

Umferðartafir í borginni kostuðu rúma 15 milljarða króna í fyrra Meira

Menning

8. desember 2018 | Bókmenntir | 125 orð | 1 mynd

Aðventa lesin í Gunnarshúsum og víðar

Aðventa , hin rómaða saga Gunnars Gunnarssonar frá 1936 um eftirleitir Fjalla-Bensa og förunauta hans á Mývatnsöræfum, verður að venju lesin í Gunnarshúsum í Reykjavík og á Skriðuklaustri á morgun, annan sunnudag í aðventu. Meira
8. desember 2018 | Tónlist | 56 orð | 1 mynd

Aðventuhátíð í Háteigskirkju

Aðventuhátíð Bergmáls verður haldin í Háteigskirkju á morgun, sunnudag, kl. 15. Boðið verður upp á tónlistarflutning og hugvekju sem sr. Sveinn Andrésson, sóknarprestur á Sólheimum, sér um. Meira
8. desember 2018 | Fólk í fréttum | 94 orð | 1 mynd

„Reykjavík Zine and Print Fair“ í Iðnó

Jólamarkaður prent- og fjölfeldismarkaðarins Reykjavík Zine and Print Fair 2018 verður haldinn í Iðnó á morgun, sunnudag, kl. 11.30 til 17.30. Meira
8. desember 2018 | Myndlist | 106 orð | 1 mynd

Desiring Solid Things í Kling & Bang

Sýning á verkum eftir Elísabetu Brynhildardóttur og Selmu Hreggviðsdóttur, Desiring Solid Things , verður opnuð í Kling & Bang í Marshallhúsinu í dag, laugardag, klukkan 17. Meira
8. desember 2018 | Tónlist | 94 orð | 1 mynd

Fjórhent píanóverk Snorra leikin

Snorri Sigfús Birgisson leikur eigin píanótónlist á tónleikum í Hannesarholti á morgun, sunnudag, kl. 16. Um er að ræða aðra tónleika tónskáldsins af þrennum í vetur þar sem hann flytur drjúgan hluta þeirra tónverka sem hann hefur samið fyrir píanó. Meira
8. desember 2018 | Kvikmyndir | 166 orð | 1 mynd

Frumsýning og umræður í HR

Kvikmyndagerðarmaðurinn Alex Gabbay frumsýnir nýjustu heimildarmynd sína, Love Hate and Everything in Between, í Háskólanum í Reykjavík í dag kl. Meira
8. desember 2018 | Tónlist | 274 orð | 1 mynd

Fullveldistíminn í tónum

,Nú get ég“ nefnist leikin tónlistardagskrá fyrir alla fjölskylduna í leikstjórn Ingridar Jónsdóttur sem frumsýnd verður í Kaldalóni Hörpu á morgun, sunnudag, kl. 13. Meira
8. desember 2018 | Kvikmyndir | 83 orð | 1 mynd

Fær blendnar viðtökur gagnrýnenda

Kvikmyndin Mortal Engines sem Hera Hilmarsdóttir fer með eitt af aðalhlutverkunum í, var frumsýnd í vikunni og hafa viðtökur gagnrýnenda verið bæði jákvæðar og neikvæðar. Meira
8. desember 2018 | Myndlist | 142 orð | 1 mynd

Hafið verður opnað í Ketilhúsi í dag

La Mer / The Sea / Hafið nefnist sýning sem franski myndlistarmaðurinn Ange Leccia opnar Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi, í dag kl. 15. Meira
8. desember 2018 | Tónlist | 611 orð | 3 myndir

Heimur á heljarþröm

Seint er raftónlistarsveit sem var sett á laggirnar árið 2014 af Joseph Cosmo Muscat. Nýjasta verk sveitarinnar, The World is Not Enough, kom út stafrænt í sumar og var að koma út á vínylformi í þessari viku. Meira
8. desember 2018 | Kvikmyndir | 188 orð | 1 mynd

Jónsi tilnefndur til Golden Globe verðlauna

Tónlistarmaðurinn Jón Þór Birgisson, eða Jónsi eins og hann er kallaður, er tilnefndur til bandarísku Golden Globe verðlaunanna fyrir lagið „Revelation“ sem hann samdi með Troye Sivan fyrir kvikmyndina Boy Erased. Meira
8. desember 2018 | Tónlist | 96 orð | 1 mynd

Kliður með kórtónleika á morgun

Kliður blæs til tónleika í Aðventkirkjunni við Ingólfsstræti á morgun, sunnudag, kl. 17. Meira
8. desember 2018 | Fjölmiðlar | 212 orð | 1 mynd

Konunglegt uppnám jólanna

Einhvern veginn var ég búin að ákveða – og mér skilst á kollegum mínum og fjölskyldu að fleiri hafi verið á þeim sömu buxunum – að Crown væri jólagjöfin mín í ár. Meira
8. desember 2018 | Tónlist | 138 orð | 1 mynd

Lamar hlýtur flestar tilnefningar

Kendrick Lamar hlýtur flestar tilnefningar til Grammy-tónlistarverðlaunanna bandarísku, sem veitt verða 10. febrúar á næsta ári, fyrir tónlist sína við ofurhetjumyndina Black Panther . Meira
8. desember 2018 | Myndlist | 72 orð | 1 mynd

Lista- og handverksmessa Gilfélagsins

Lista- og handverksmessa Gilfélagsins á Akureyri er haldin í Deiglunni í dag og er opið kl. 13 til 17. Meira
8. desember 2018 | Bókmenntir | 1582 orð | 3 myndir

Maður fyrir borð

Eyjapeyinn Gísli Steingrímsson hefur lent í ýmsum ævintýrum á langri ævi, lifað af hvert sjóslysið á fætur öðru, sloppið lifandi úr filippseysku fangelsi, þolað að týnast í brennheitri eyðimörk og bjargast fyrir tilviljun úr loftlausum skipstanki. Meira
8. desember 2018 | Kvikmyndir | 676 orð | 2 myndir

Nornir í dansflokknum

Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl. Meira
8. desember 2018 | Fólk í fréttum | 87 orð | 1 mynd

Signý fjallar um leikmyndir Arnar Inga

Í tengslum við yfirlitssýninguna Lífið er LEIK-fimi í Listasafninu á Akureyri með verkum Arnar Inga myndlistarmanns (1945-2017) heldur Signý Pálsdóttir, fyrrum leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, fyrirlestur í safninu í dag, laugardag, klukkan 16. Meira
8. desember 2018 | Tónlist | 398 orð | 1 mynd

Suðuramerísk jólastemning

Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is ÆÆÆ Æðisgengileg ævintýrajól. ÓÓÓ Ómótstæðileg lamadýrajól. Meira
8. desember 2018 | Myndlist | 475 orð | 1 mynd

Varpað beint úr mýrinni

Útvarp Mýri kallar Sigtryggur Bjarni Baldvinsson myndlistarmaður sýninguna á nýjum myndverkum sem hann opnar í Hverfisgalleríi neðst við Hverfisgötu í dag, laugardag, klukkan 16. Meira
8. desember 2018 | Myndlist | 212 orð | 1 mynd

Verkin þekja alla veggi

Á annað hundrað myndlistarmanna á verk á viðamikilli sýningu sem verður opnuð í Ásmundarsal við Freyjugötu í dag, laugardag, klukkan 15. Yfirskrift sýningarinnar er Jólasýningin Le Grand Salon de Noël . Meira
8. desember 2018 | Bókmenntir | 124 orð | 1 mynd

Vesæl þjóð í vondu landi í dag

Sögufélag og Sagnfræðistofnun HÍ standa fyrir málþinginu „Vesæl þjóð í vondu landi – Goðsagnir og raunveruleiki Íslandssögunnar“ í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands í dag kl. 14. Meira
8. desember 2018 | Leiklist | 165 orð | 1 mynd

Ævintýrið um Augastein í síðustu skipti

Felix Bergsson snýr aftur með hið vinsæla Ævintýri um Augastein á aðventunni og hefjast sýningar í Tjarnarbíói á morgun, sunnudag. Meira

Umræðan

8. desember 2018 | Aðsent efni | 529 orð | 1 mynd

Elskaðu þig eins og þú ert

Eftir Sigrúnu Önnu Gísladóttur: "Stelpa, sem vill fá samþykki annarra á útliti sínu á samfélagsmiðlum í dag, verður auðveldlega veruleikafirrt." Meira
8. desember 2018 | Aðsent efni | 755 orð | 1 mynd

Er allt leyfilegt á Íslandi?

Eftir Friðrik Inga Óskarsson: "Sem skattborgari vil ég að það sé farið vel með þá peninga sem ég greiði í ríkiskassann." Meira
8. desember 2018 | Aðsent efni | 226 orð | 1 mynd

Hví fækkar?

Eftir Gunnar Björnsson: "Breyttu menn um lögheimili hérlendis, var af hálfu hins opinbera rjálað við aðild þeirra að trúfélagi, og þá tíðast að þeim forspurðum." Meira
8. desember 2018 | Aðsent efni | 243 orð | 1 mynd

Klaustursiðferði þingmanna

Eftir Axel Kristjánsson: "Því er sá kostur einn í boði fyrir þennan hóp og aðra þingmenn, sem ekki hafa siðferðisþrek til að standa í lappirnar og tjá skoðanir sínar, að segja tafarlaust af sér." Meira
8. desember 2018 | Aðsent efni | 433 orð | 1 mynd

Misjafnt hafast alþingismenn að

Eftir Guðmund Karl Þorleifsson: "Íslenska þjóðfylkingin hvetur alla landsmenn til að fylgjast vel með framvindu mála, láta ekki dægurþras og einstaka smáviðburði rugla sig í ríminu." Meira
8. desember 2018 | Pistlar | 468 orð | 2 myndir

Pólskur heimamaður

Pólskur heimamaður“ sagði maðurinn, þegar spurt var hver sinnti ákveðnu verkefni í þorpinu. Þetta var nýtt hugtak fyrir mér. Sá sem um var rætt er frá Póllandi en orðinn hluti af samfélagi þorpsins. Meira
8. desember 2018 | Aðsent efni | 903 orð | 1 mynd

Sýningarnar í Perlunni – Lykill að innsýn í íslenska náttúru

Eftir Hjörleif Guttormsson: "Ég hygg að sjaldan hafi tekist að leysa úr jafn flóknu og fjölþættu verkefni á svo stuttum tíma..." Meira
8. desember 2018 | Pistlar | 463 orð | 1 mynd

Úr dagbók lögreglunnar?

Lögreglan handtók síðdegis á miðvikudag mann sem var að stela úr verslun í hverfi 105. Þjófurinn var óviðræðuhæfur vegna ölvunar og gisti fangaklefa þar til hægt var að ræða við hann. Meira
8. desember 2018 | Pistlar | 370 orð

Vegurinn og þokan

Tékkneski rithöfundurinn Milan Kundera notar snjalla líkingu til að lýsa vegferð okkar. Á veginum sjáum við sæmilega það, sem er framundan og nálægt okkur, viðmælendur okkar og ef til vill eitt til tvö hundruð metrum lengra. Meira
8. desember 2018 | Pistlar | 835 orð | 1 mynd

Verður sögulegt frumkvæði Ólafs Thors frá 1963 endurtekið?

Seinni hluti ævisögu Ragnars Arnalds á beint erindi við líðandi stund. Meira

Minningargreinar

8. desember 2018 | Minningargreinar | 2264 orð | 1 mynd

Alda Sigrún Alexandersdóttir

Alda Sigrún Alexandersdóttir fæddist 6. mars 1936 í Kjós, Árneshreppi á Ströndum. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri 26. nóvember 2018. Foreldrar hennar voru Alexander Árnason, f. 6. ágúst 1894, d. 11. feb. Meira  Kaupa minningabók
8. desember 2018 | Minningargreinar | 422 orð | 1 mynd

Bára Helgadóttir

Bára Helgadóttir fæddist 17. september 1938. Hún lést 7. nóvember 2018. Bára var jarðsungin 15. nóvember 2018. Meira  Kaupa minningabók
8. desember 2018 | Minningargreinar | 440 orð | 1 mynd

Grétar Ingvarsson

Grétar Ingvarsson fæddist 15. október 1937. Hann lést 30. nóvember 2018. Útför Grétars fór fram 7. desember 2018. Meira  Kaupa minningabók
8. desember 2018 | Minningargreinar | 354 orð | 1 mynd

Hlíf Guðjónsdóttir

Hlíf Guðjónsdóttir fæddist 3. apríl 1923. Hún lést 21. nóvember 2018. Útför Hlífar fór fram 4. desember 2018. Meira  Kaupa minningabók
8. desember 2018 | Minningargreinar | 1425 orð | 1 mynd

Lára Jóna Ólafsdóttir

Lára Jóna Ólafsdóttir fæddist í Ólafsvík 20. september 1931. Hún lést 27. nóvember 2018 á Landspítalanum í Reykjavík. Foreldrar hennar voru þau Ólafur Björn Bjarnason, f. 5. ágúst 1906 í Kötluholti, Fróðárhreppi á Snæfellsnesi, d. 5. Meira  Kaupa minningabók
8. desember 2018 | Minningargreinar | 654 orð | 1 mynd

Ragna Guðrún Atladóttir

Ragna Guðrún Atladóttir fæddist í Reykjavík 29. janúar 1953. Hún lést á heimili sínu 15. nóvember 2018. Foreldrar Rögnu Guðrúnar eru Ragnhildur Bergþórsdóttir, fædd á Mosfelli 27. mars 1928, dóttir hjónanna Rögnu Sigríðar Ingibjargar Björnsdóttur, f.... Meira  Kaupa minningabók
8. desember 2018 | Minningargreinar | 401 orð | 1 mynd

Sæmundur Þór Guðmundsson

Sæmundur Þór Guðmundsson fæddist 30. júní 1946. Hann lést 20. nóvember 2018. Útför hans fór fram 3. desember 2018. Meira  Kaupa minningabók
8. desember 2018 | Minningargreinar | 3223 orð | 1 mynd

Þórunn Ágústa Þórsdóttir

Þórunn Ágústa fæddist í Reykjavík 27. febrúar 1979. Hún lést á krabbameinsdeild Åse í Sandnes, Noregi, 20. nóvember 2018. Foreldrar hennar eru Þór Ólafur Helgason yfirvélstjóri, f. 14. sept. 1959, og Álfhildur Jónsdóttir, f. 23. apr. 1962. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

8. desember 2018 | Viðskiptafréttir | 272 orð | 1 mynd

Aflandseignir losaðar að fullu

Í gær samþykkti ríkisstjórn Íslands að leggja fram á Alþingi frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um breytingar á lögum um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og lögum um gjaldeyrismál. Meira
8. desember 2018 | Viðskiptafréttir | 200 orð | 1 mynd

Ein milljón á hvern

N1 hefur ákveðið að styrkja Bjarka Má Sigvaldason og fjölskyldu, Frú Ragnheiði – skaðaminnkun og Umhyggju – félag langveikra barna um eina milljón króna hvert og voru það starfsmenn N1 sem völdu styrkþegana. Meira
8. desember 2018 | Viðskiptafréttir | 143 orð | 2 myndir

Flotgallar frá VÍS

Í vikunni afhenti VÍS Slysavarnaskóla sjómanna 10 flotgalla að gjöf. Gallarnir eru notaðir í kennslu við skólann, meðal annars á grunn- og endurmenntunarnámskeiðum sjómanna. Meira
8. desember 2018 | Viðskiptafréttir | 252 orð | 1 mynd

Háskóli í Hafnarfjörð

Nýtt Tæknifræðisetur Háskóla Íslands var opnað fyrir skemmstu, en það er í Menntasetrinu við Lækinn í Hafnarfirði sem áður var Lækjarskóli. Meira
8. desember 2018 | Viðskiptafréttir | 296 orð | 1 mynd

Húsnæðisáætlun sett í Hafnarfirði

Hafnarfjarðarbær gerir ráð fyrir að verja 500 milljónum króna á ári til fjárfestinga í félagslega húsnæðiskerfinu á árunum 2019 til 2022. Meira
8. desember 2018 | Viðskiptafréttir | 583 orð | 2 myndir

Margar breytingar í mathöllinni

Baksvið Pétur Hreinsson peturhreins@mbl.is Nokkrar breytingar eru í farvatninu hjá Granda mathöll. Meira
8. desember 2018 | Viðskiptafréttir | 88 orð | 1 mynd

Samherji vill stjórnarkjör í Högum

Samherji, sem fer með 9,22% hlut í smásölufyrirtækinu Högum, hefur óskað eftir því við stjórn félagsins að hún boði til hluthafafundar þar sem stjórnarkjör verði sett á dagskrá, eins og það er orðað í tilkynningu sem send var til Kauphallar. Meira

Daglegt líf

8. desember 2018 | Daglegt líf | 126 orð | 1 mynd

150 nemendur koma fram

Tónajól, hátíðartónleikar nemenda í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar verða haldnir í Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði í dag, laugardag. Tónleikarnir eru tvennir, kl. 14 og kl. 16 og fram koma alls 150 nemendur. Meira
8. desember 2018 | Daglegt líf | 375 orð | 1 mynd

Dýrmætar stundir með börnunum

„Aðventan er í mínum huga yndislegur tími. Snjór, að vera vel klæddur úti í kulda og myrkri, koma svo endurnærður inn í hlýjuna og kertaljósin,“ segir Heiðdís Sigurðardóttir sálfræðingur í Reykjavík. Meira
8. desember 2018 | Daglegt líf | 136 orð | 2 myndir

Hangikjöt við Grænuhlíðina

Litlu jól skipverja á Grindavíkurtogaranum Hrafni Sveinbjarnarsyni GK 225 voru í hádeginu í gær. Meira
8. desember 2018 | Daglegt líf | 141 orð | 1 mynd

Ljósum prýddir jólatrukkar

Ljósum prýdd Jólalest Coca-Cola fer sinn árlega hring um höfuðborgarsvæðið í 23. skiptið í dag laugardag. Lagt verður af stað kl. 16 frá höfuðstöðvum Coca-Cola að Stuðlahálsi í Reykjavík og þaðan farið víða um höfuðborgarsvæðið. Meira
8. desember 2018 | Daglegt líf | 280 orð | 1 mynd

Ríkjandi náungakærleikur og með fiðrildi í maga

Aðventan er vissulega annatími en nóg er af ævintýrum sem gera dagana skemmtilega. Söngur, sögur og notaleg stemning. Undir okkur sjálfum er komið að skapa rétta andrúmsloftið, svo jólin verði okkur öllum gleðileg og góð. Meira
8. desember 2018 | Daglegt líf | 249 orð | 1 mynd

Til hjarta og sálar

„Jólasöngvarnir með öllum sínum fallega boðskap og birtu eru ómissandi á aðventunni og fylla hjarta mitt af gleði. Meira

Fastir þættir

8. desember 2018 | Í dag | 72 orð | 2 myndir

10 til 14 100% helgi á K100 Stefán Valmundar rifjar upp það besta úr...

10 til 14 100% helgi á K100 Stefán Valmundar rifjar upp það besta úr dagskrá K100 frá liðinni viku, spilar góða tónlist og spjallar við hlustendur. 14 til 18 Aðventuævintýri Ásgeirs Páls Ásgeir Páll fylgir hlustendum K100 alla laugardag fram að jólum. Meira
8. desember 2018 | Í dag | 162 orð | 1 mynd

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. e3 b6 5. Bd3 Bb7 6. Rge2 Bxg2 7. Hg1...

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. e3 b6 5. Bd3 Bb7 6. Rge2 Bxg2 7. Hg1 Be4 8. a3 Bxd3 9. Dxd3 Bf8 10. e4 d6 11. f4 Rbd7 12. Be3 e5 13. O-O-O c6 14. fxe5 dxe5 15. d5 Dc8 16. Kb1 g6 17. Hg2 Bg7 18. Rg3 Bf8 19. Hf1 Bc5 20. Bxc5 Rxc5 21. Dd2 Rg8 22. Meira
8. desember 2018 | Í dag | 172 orð

Annað vers. S-Allir Norður &spade;95 &heart;Á7632 ⋄974 &klubs;Á53...

Annað vers. S-Allir Norður &spade;95 &heart;Á7632 ⋄974 &klubs;Á53 Vestur Austur &spade;7 &spade;8632 &heart;DG104 &heart;K98 ⋄10862 ⋄DG53 &klubs;G1072 &klubs;98 Suður &spade;ÁKDG104 &heart;5 ⋄ÁK &klubs;KD64 Suður spilar 7&spade;. Meira
8. desember 2018 | Árnað heilla | 31 orð | 1 mynd

Hvammstangi Stefanía Ósk Birkisdóttir fæddist í Reykjavík 6. mars 2018...

Hvammstangi Stefanía Ósk Birkisdóttir fæddist í Reykjavík 6. mars 2018. Hún vó 3.454 g og var 51 cm að lengd. Foreldrar hennar eru Elísabet Eir Steinbjörnsdóttir og Birkir Þór Þorbjörnsson... Meira
8. desember 2018 | Fastir þættir | 524 orð | 3 myndir

Hvar er skákborðið sem Fischer og Spasskí notuðu 16 sinnum?

Fyrir nokkrum árum fór af stað umræða um muni sem tengjast einvígi Fischers og Spasskí í Laugardalshöll sumarið 1972. Taflmenn sem notaðir voru í 3. Meira
8. desember 2018 | Í dag | 77 orð | 1 mynd

Jóladagatal K100

Jóladagatal K100 er það stærsta hingað til og dregið verður daglega frá 1.- 4. desember. Vinningarnir eru hver öðrum glæsilegri og er heildarverðmætið um tvær milljónir króna. Meira
8. desember 2018 | Í dag | 84 orð | 2 myndir

Jólapakki Eldum rétt

Systkinin Valur og Hrafnhildur Hermannsbörn, tveir af stofnendum Eldum rétt, kíktu í spjall á K100. Nýlega fréttu þau að Fjölskylduhjálp annaði ekki eftirspurn varðandi jólamatinn og því ákváðu þau að leggja sitt af mörkum. Meira
8. desember 2018 | Í dag | 53 orð

Málið

Það er allt í lagi að segja einstæð foreldri . Foreldri er hvorugkyns og bæði til í eintölu og fleirtölu, þótt karlkynsorðið foreldrar sé ráðandi í fleirtölu. Af því að foreldrar er aðeins til í fleirtölu er talað um eina , tvenna , þrenna o.s.frv. Meira
8. desember 2018 | Í dag | 1782 orð | 1 mynd

Messur

ORÐ DAGSINS: Teikn á sólu og tungli Meira
8. desember 2018 | Í dag | 20 orð

Og þetta er vitnisburðurinn: Guð hefur gefið okkur eilíft líf og þetta...

Og þetta er vitnisburðurinn: Guð hefur gefið okkur eilíft líf og þetta líf er í syni hans. (Fyrsta Jóhannesarbréf 5. Meira
8. desember 2018 | Í dag | 240 orð | 1 mynd

Ólafur Þ. Þórðarson

Ólafur Þ. Þórðarson fæddist á Stað í Súgandafirði 8.12. 1940. Foreldrar hans voru Jófríður Pétursdóttir og Þórður Ágúst Ólafsson, bændur þar. Ólafur var náskyldur Kjartani Ólafssyni, fv. alþingismanni og ritstjóra Þjóðviljans. Meira
8. desember 2018 | Í dag | 242 orð

Skotin geiga oftar en ekki

Gátan er sem endranær eftir Guðmund Arnfinnsson: Þetta veðuráhlaup er. Oft það dauða ber með sér. Krakkaormur í það fer. Ástarkennd í brjósti þér. „Lausnin varð til með morgunkaffinu,“ hjá Helga R. Meira
8. desember 2018 | Í dag | 418 orð

Til hamingju með daginn

Laugardagur 101 árs Ingveldur Haraldsdóttir 95 ára Sigrún Aðalbjarnardóttir 85 ára Hlín Gunnarsdóttir Ragnar Gunnarsson 80 ára Halldóra Gunnarsdóttir Jóhanna D. Jóhannesdóttir Kristján Vilmundarson Pálína G. Þorvarðardóttir Svandís U. Meira
8. desember 2018 | Árnað heilla | 210 orð | 1 mynd

Tvíburar og gollur

Tvíburarnir Áslaug og Ólafía Hreiðarsdætur eiga 50 ára afmæli í dag. Þær ætla að halda upp á samanlagt 100 ára afmæli í skála Golfklúbbsins Keilis í Hafnarfirði í kvöld. Meira
8. desember 2018 | Í dag | 550 orð | 3 myndir

Úr embættisferli í málsvörn fyrir réttarríkið

Ragnar Halldór Hall fæddist í Reykjavík 8.12. 1948 og ólst þar upp í Vesturbænum, á Melunum. Hann æfði og keppti í knattspyrnu með KR í yngri flokkum félagsins og hefur verið KR-ingur alla tíð. Meira
8. desember 2018 | Fastir þættir | 305 orð

Víkverji

Víkverji heillaðist á sínum tíma af bókunum um galdradrenginn Harry Potter. Þegar bækurnar komu út átti hann börn á þeim aldri að upplagt var að lesa bækurnar fyrir þau þannig að hann hafði afbragðsafsökun fyrir því að leggjast í þessar bókmenntir. Meira
8. desember 2018 | Í dag | 112 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

8. desember 1961 Músin sem læðist, fyrsta skáldsaga Guðbergs Bergssonar, kom út. Guðmundur G. Hagalín sagði í Alþýðublaðinu að Guðbergur væri mikið sagnaskáld. Í Morgunblaðinu var bókin talin athyglisvert byrjendaverk. 8. Meira

Íþróttir

8. desember 2018 | Íþróttir | 59 orð | 1 mynd

1. deild karla Fjölnir – Vestri 98:93 Sindri – Hamar 98:104...

1. deild karla Fjölnir – Vestri 98:93 Sindri – Hamar 98:104 Staðan: Þór Ak. Meira
8. desember 2018 | Íþróttir | 188 orð | 1 mynd

Björn leikur á Íslandi á næsta ári

Knattspyrnumaðurinn Björn Daníel Sverrisson hefur ákveðið að snúa heima úr atvinnumennskunni og ætlar að spila í Pepsi-deildinni á næstu leiktíð. Meira
8. desember 2018 | Íþróttir | 159 orð

Dregið í HM-riðlana í dag

Síðdegis í dag verður dregið í riðla fyrir lokakeppni heimsmeistaramóts kvenna í knattspyrnu sem fer fram í Frakklandi dagana 7. júní til 7. júlí næsta sumar. Meira
8. desember 2018 | Íþróttir | 139 orð | 1 mynd

EM kvenna í Frakklandi Milliriðill 2: Ungverjaland – Noregur 25:38...

EM kvenna í Frakklandi Milliriðill 2: Ungverjaland – Noregur 25:38 • Þórir Hergeirsson þjálfar lið Noregs. Meira
8. desember 2018 | Íþróttir | 117 orð | 1 mynd

Fínir sigrar Fjölnis

Gærkvöldið var gott fyrir karlaliðin hjá Fjölni í vetraríþróttunum handknattleik og körfuknattleik en bæði leika þau í b-deildum Íslandsmótsins og virðast líkleg til að berjast um sæti í efstu deildunum. Meira
8. desember 2018 | Íþróttir | 144 orð | 1 mynd

Gísli fer til Svíþjóðar

Gísli Eyjólfsson mun freista gæfunnar hjá sænska B-deildarliðinu Mjällby á næsta tímabili en félagið greindi frá því í gærkvöldi að Gísli væri búinn að skrifa undir samning við félagið. Meira
8. desember 2018 | Íþróttir | 99 orð | 1 mynd

HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Olís-deildin: Hertz-höllin: Grótta...

HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Olís-deildin: Hertz-höllin: Grótta – ÍBV L16 Höllin Ak.: Akureyri – KA L18 Varmá: Afturelding – Stjarnan S17 Origo-höllin: Valur – Fram S19.30 1. Meira
8. desember 2018 | Íþróttir | 281 orð | 2 myndir

Hef ekki skrifað undir neitt

Handbolti Ívar Benediktsson iben@mbl. Meira
8. desember 2018 | Íþróttir | 119 orð | 1 mynd

Heimir sagður skoða aðstæður í Katar

Áhugaverðar fréttir voru fluttar á vefmiðlinum Kooora.com í gær um að Heimir Hallgrímsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu, kæmi til greina sem næsti þjálfari Al Arabi sem leikur í efstu deild í Katar. Meira
8. desember 2018 | Íþróttir | 128 orð | 1 mynd

Holland Fortuna Sittard – AZ Alkmaar 0:3 • Albert Guðmundsson...

Holland Fortuna Sittard – AZ Alkmaar 0:3 • Albert Guðmundsson sat á varamannabekk AZ. PSV Eindhoven – Excelsior 6:0 • Elías Már Ómarsson lék fyrstu 35 mínúturnar en Mikael Anderson var ekki í leikmannahópi Excelsior. Meira
8. desember 2018 | Íþróttir | 858 orð | 2 myndir

Hverjir fara á HM í Þýskalandi?

HM 2019 Ívar Benediktsson iben@mbl.is Heimsmeistaramótið í handknattleik karla fer fram í Danmörku og í Þýskalandi í næsta mánuði. Flautað verður til leiks í fyrstu leikjunum fimmtudaginn 10. janúar í Berlín og Kaupmannahöfn. Meira
8. desember 2018 | Íþróttir | 169 orð | 1 mynd

Ísak og Oliver til Norrköping

Skagamenn greindu frá því á heimasíðu sinni í gær að ÍA hefði gengið frá sölu á tveimur ungum knattspyrnumönnum, Ísak Bergmann Jóhannessyni og Oliver Stefánssyni, til sænska félagsins Norrköping. Meira
8. desember 2018 | Íþróttir | 235 orð | 1 mynd

Mér fróðara fólk sagði mér í Kænugarði í vor að verið væri að taka ansi...

Mér fróðara fólk sagði mér í Kænugarði í vor að verið væri að taka ansi mikla áhættu með því að „slíta“ úrslitaleik Meistaradeildar kvenna frá úrslitaleik Meistaradeildar karla í fótbolta. Meira
8. desember 2018 | Íþróttir | 407 orð | 2 myndir

Munum reyna að stilla upp sterku liði

Fótbolti Kristján Jónsson kris@mbl.is Stjarnan hefur verið á meðal efstu liða á Íslandsmóti kvenna í knattspyrnu um árabil eða frá því uppgangur liðsins hófst á ný fyrir um áratug. Meira
8. desember 2018 | Íþróttir | 174 orð | 3 myndir

*Nýliðar Aftureldingar í 1. deild karla í knattspyrnu fengu í gær til...

*Nýliðar Aftureldingar í 1. deild karla í knattspyrnu fengu í gær til liðs við sig Ásgeir Örn Arnþórsson frá Fylki. Meira
8. desember 2018 | Íþróttir | 169 orð | 1 mynd

Pernille Harder fremst allra 2018

Pernille Harder frá Danmörku, samherji Söru Bjarkar Gunnarsdóttur hjá þýska meistaraliðinu Wolfsburg, er besta knattspyrnukona heims 2018, samkvæmt kosningu enska fjölmiðilsins The Guardian sem birti í gær lokaniðurstöðu sína í valinu á þeim 100 bestu. Meira
8. desember 2018 | Íþróttir | 107 orð | 1 mynd

Róbert Ísak sigursæll á NM í Finnlandi

Róbert Ísak Jónsson er búinn að landa tveimur sigrum á Norðurlandamótinu í sundi fatlaðra sem fram fer í Oulu í Finnlandi þessa dagana. Róbert Ísak, sem keppir fyrir Fjörð í flokki S14, er einn sex íslenskra keppenda á mótinu. Meira
8. desember 2018 | Íþróttir | 130 orð | 1 mynd

Stórt tap gegn Hollandi

Ísland tapaði fyrir sterku liði Hollands 5:0 í fyrsta leik sínum í forkeppni EM landsliða í badminton en keppt er í Portúgal. Fyrirfram er búist við að Holland sé sterkasta liðið í riðli Íslands og bendir ýmislegt til að það sé rétt miðað við úrslitin. Meira
8. desember 2018 | Íþróttir | 105 orð | 1 mynd

Viggó drjúgur í markaskorun í Austurríki

Seltirningurinn Viggó Kristjánsson var markahæstur og skoraði sigurmarkið þegar West Wien vann 27:26-útisigur á HSG Graz í austurrísku úrvalsdeildinni í handbolta í gærkvöld. Meira
8. desember 2018 | Íþróttir | 134 orð | 1 mynd

Þarf mann fyrir Aron

Neil Warnock, knattspyrnustjóri Cardiff, segir að félagið sé í leit að miðjumanni til öryggis ef ske kynni að eitthvað kæmi fyrir Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliða. Meira
8. desember 2018 | Íþróttir | 182 orð | 1 mynd

Þórir á enn von um verðlaun

Þórir Hergeirsson og lærimeyjar hans í norska landsliðinu eiga enn von um að verja Evrópumeistaratitil sinn í handbolta eftir risasigur á Ungverjalandi í Frakklandi í gærkvöld, 38:25. Meira

Sunnudagsblað

8. desember 2018 | Sunnudagsblað | 56 orð | 2 myndir

10 til 11 Þingvellir Páll Magnússon og Björt Ólafsdóttir stýra líflegum...

10 til 11 Þingvellir Páll Magnússon og Björt Ólafsdóttir stýra líflegum þjóðmálaþætti í beinni útsendingu á K100 alla sunnudagsmorgna. Meira
8. desember 2018 | Sunnudagsblað | 247 orð | 1 mynd

Áfram gakk

Á einum stað segir að markmið án áætlunar sé aðeins draumsýn. Með því er undirstrikað að maður verður að ganga skipulega til verks til að verða eitthvað úr verki sem muni um. Það hef ég sannreynt síðustu þrjá mánuði. Meira
8. desember 2018 | Sunnudagsblað | 62 orð | 1 mynd

Beitir sér fyrir umbótum

Sjeik Mohammed bin Rashid Al Maktoum er varaforseti og forsætisráðherra Sameinuðu arabísku furstadæmanna (SAF) og leiðtogi furstadæmisins Dúbaí. Meira
8. desember 2018 | Sunnudagsblað | 3394 orð | 3 myndir

Borðaði málningu móður sinnar

Una Dóra Copley er einkabarn foreldra sinna, listamannanna Nínu Tryggvadóttur og Alfred L. Copley. Alla tíð hefur hún varðveitt mikið listaverkasafn móður sinnar sem mun bráðlega fá nýtt heimili í Hafnarhúsinu. Meira
8. desember 2018 | Sunnudagsblað | 8 orð | 1 mynd

Christel Johansen Að vera með fjölskyldu og vinum...

Christel Johansen Að vera með fjölskyldu og... Meira
8. desember 2018 | Sunnudagsblað | 63 orð

Dísella, Ingibjörg og Þórunn Lárusdætur syngja fyrir tónleikagesti í...

Dísella, Ingibjörg og Þórunn Lárusdætur syngja fyrir tónleikagesti í Salnum í Kópavogi 15. desember kl. 15. Meira
8. desember 2018 | Sunnudagsblað | 309 orð | 1 mynd

Fíflumst meira en við æfum

Hvað er að frétta? Allt ljómandi gott bara. Það er svo dásamlegt að vera heima um jólin, er að reyna að virkja strákana mína í smákökubakstri og lestri bóka. Svo auðvitað hitta restina af fjölskyldunni, það er svo kósí í skammdeginu. Meira
8. desember 2018 | Sunnudagsblað | 162 orð | 3 myndir

Fríða Ísberg

Ég er nýbúin með tvær bækur sem ég get ekki mælt nógu mikið með: Ástin, Texas eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur. Meira
8. desember 2018 | Sunnudagsblað | 622 orð | 2 myndir

Góði fóturinn – styrkjum sterku hliðarnar

Fræðimennirnir Sala og Gobet fundu út í sinni rannsókn að góðir skákmenn og framúrskarandi klassískir tónlistarmenn eru að meðaltali „klárari“ en almenningur. Meira
8. desember 2018 | Sunnudagsblað | 15 orð | 1 mynd

Hafsteinn Sörensen Að upplifa ljósadýrð og fá helst snjó 22. desember...

Hafsteinn Sörensen Að upplifa ljósadýrð og fá helst snjó 22. desember. Og að velja... Meira
8. desember 2018 | Sunnudagsblað | 112 orð | 2 myndir

Hagnýtt handverk

Jólamarkaður Ásgarðs verður haldinn í dag, laugardaginn 8. desember. Meira
8. desember 2018 | Sunnudagsblað | 89 orð | 1 mynd

Hari

Þegar dagurinn styttist og styttist og sólin er farin að setjast stuttu fyrir kl. fjögur á daginn fagna margir birtu af snjó, sem hefur þó verið sjaldséður gestur í Reykjavík það sem af er vetri. Meira
8. desember 2018 | Sunnudagsblað | 702 orð | 1 mynd

Hálfnað er verkið og létt undir fæti

Í september var stefnan sett á tiltekið markmið og ætlunin að ná því á hálfu ári. Nú er leiðin að markinu hálfnuð, hið minnsta í dögum talið. Og tímamótin gefa tækifæri til endurmats og þá er hægt að rétta kúrsinn. Meira
8. desember 2018 | Sunnudagsblað | 2679 orð | 4 myndir

Heilsubótarganga um heilabúið

Bruce Dickinson, söngvari Iron Maiden, verður með spjallsýningu í Hörpu sunnudagskvöldið 16. desember, þar sem hann hermir af eigin lífi í anda Billy Connolly og Quentin Crisp. Meira
8. desember 2018 | Sunnudagsblað | 91 orð | 1 mynd

Heimatilbúinn ís

1 peli rjómi 6 egg 6 msk. sykur 100 g rjómasúkkulaði 1 poki súkkulaðihúðað lakkrískurl Þeytið ískaldan rjómann og setjið til hliðar. Þeytið egg og sykur vel saman í skál. Meira
8. desember 2018 | Sunnudagsblað | 11 orð | 1 mynd

Henrik Máni Hilmarsson Að fá skinkuhorn og smákökur sem mamma bakar...

Henrik Máni Hilmarsson Að fá skinkuhorn og smákökur sem mamma... Meira
8. desember 2018 | Sunnudagsblað | 647 orð | 11 myndir

Hið litríka Harlem

Á árum áður forðuðust ferðamenn Harlem, enda var lítið þar að sjá nema fátækt, rusl og eiturlyfjaneytendur. Nú er öldin önnur og Harlem iðar af mannlífi, frábærum veitingastöðum, verslunum, djass-klúbbum og gospeltónlist. Ljósmyndir og texti Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Meira
8. desember 2018 | Sunnudagsblað | 12 orð | 1 mynd

Hrund Einarsdóttir Að hitta sama vinahópinn á Jómfrúnni. Tuttugu ár í...

Hrund Einarsdóttir Að hitta sama vinahópinn á Jómfrúnni. Tuttugu ár í... Meira
8. desember 2018 | Sunnudagsblað | 1163 orð | 2 myndir

Hugrekkið ráði för

Höfundur bókarinnar Orri óstöðvandi, Bjarni Fritzson, vildi gefa út bók sem væri skemmtileg fyrir krakka en myndi í leiðinni kenna þeim leiðir til að efla sjálf sig. Meira
8. desember 2018 | Sunnudagsblað | 58 orð | 1 mynd

Hver er Borgarfjarðaráin?

Áin sem hér sést er kvísl úr útfalli Langavatns sem rennur svo þvert um Stafholtstungur í Borgarfirði fram í Norðurá. Meira
8. desember 2018 | Sunnudagsblað | 450 orð | 1 mynd

Höfðingleg gjöf öllum til góða

Reykjavíkurborg hefur skrifað undir viljayfirlýsingu um að festa kaup á öllu Hafnarhúsinu þannig að allt húsið verði tileinkað myndlist, en Faxaflóahafnir eiga hluta hússins. Meira
8. desember 2018 | Sunnudagsblað | 258 orð | 1 mynd

Kjúklingur með rauðu pestó og fetaosti

600 til 800 g kjúklingur, beinlaus (hún notar hér úrbeinuð læri án skinns en hér má nota hvaða hluta sem er) kjúklingakrydd 1 krukka (190 g) rautt pestó 1 krukka fetaostur (eða afgangur af krukkunni sem notuð var í snitturnar) Kryddið kjúklinginn með... Meira
8. desember 2018 | Sunnudagsblað | 156 orð | 21 mynd

Konungleg klæði

Það er eitthvað sérstaklega glæsilegt við flauelsefni. Eitt sinn var efnið aðeins á færi hinna ríku en nú höfum við öll möguleika á því að líða eins og konungbornum í flauelssófanum okkar eða kjólnum. Meira
8. desember 2018 | Sunnudagsblað | 66 orð | 1 mynd

Krossgátuverðlaun

Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátttökuseðil með nafni og heimilisfangi ásamt úrlausnum í umslagi merktu: Krossgáta Morgunblaðsins, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila lausn krossgátu 9. Meira
8. desember 2018 | Sunnudagsblað | 165 orð | 1 mynd

Landhelgi og ættfræði

Morgunblaðið birti spjall við Gunnar Thoroddsen um fyrirlestraför hans til Kaupmannahafnar fyrir sextíu árum. Meira
8. desember 2018 | Sunnudagsblað | 5 orð | 3 myndir

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra...

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og... Meira
8. desember 2018 | Sunnudagsblað | 974 orð | 1 mynd

Ljúf jólastemning

Tónlistarhópurinn Umbra fagnar nýjum jóladiski með útgáfutónleikum á vetrarsólstöðum hinn 20. desember í Háteigskirkju. Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Meira
8. desember 2018 | Sunnudagsblað | 192 orð | 4 myndir

Mál málanna á samfélagsmiðlum að undanförnu hefur verið samtal...

Mál málanna á samfélagsmiðlum að undanförnu hefur verið samtal Klaustursþingmanna. Meira
8. desember 2018 | Sunnudagsblað | 412 orð | 2 myndir

Ofbeldismenn með dagskrárvald

Gerðar eru tilraunir til að kasta ábyrgðinni annað og afsaka gjörninginn í stað þess að biðjast afsökunar á honum. Meira
8. desember 2018 | Sunnudagsblað | 558 orð | 2 myndir

Ótæmandi brunnur

Kristín Ragna Gunnarsdóttir segir það gríðarlega mikilvægt að skrifa bækur fyrir börn og búa til bókmenntir sem geta haft áhrif á þau í gegnum lífið. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Meira
8. desember 2018 | Sunnudagsblað | 743 orð | 1 mynd

Prinsessan sem hvarf

Sjeika Latifa er í góðu yfirlæti meðal ástvina heima í Dúbaí, að sögn föður hennar, en hvorki hefur heyrst né sést til prinsessunnar frá því hún reyndi að flýja land snemma á þessu ári. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Meira
8. desember 2018 | Sunnudagspistlar | 619 orð | 1 mynd

Reglugerð ESB nr. 28.755 um afmæliskveðjur

Uppáhaldið mitt er náttúrlega með myndum. Þær eru reyndar aðeins gallaðar því að sá sem sendir kveðjuna velur myndina og hann er ekki alltaf að spá í að afmælisbarnið líti vel út. Meira
8. desember 2018 | Sunnudagsblað | 531 orð | 7 myndir

Samverustundin skiptir öllu

Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir er upptekin á aðventunni líkt og svo margir en hana langaði til að eyða notalegri stund með fjölskyldunni við kvöldverðarborðið og bauð til veislu. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Meira
8. desember 2018 | Sunnudagsblað | 114 orð | 1 mynd

Sheeran tekjuhæstur

Tónlist Tónleikaferðalag Eds Sheerans toppar listann yfir tekjuhæstu tónleikaferðalög ársins. Tekjur af Divide Tour eru 429 milljónir dala á árinu 2018, tæplega 54 milljarðar íslenskra króna. Meira
8. desember 2018 | Sunnudagsblað | 253 orð | 11 myndir

Sjaldgæfari munir boðnir upp

Úrval af sjaldgæfum og verðmætum hlutum sem berast í nytjagáma Sorpu hefur undanfarin ár verið selt á svokölluðu jólauppboði Góða hirðisins en ágóðinn rennur óskiptur til góðgerðarmála. Í ár fer uppboðið fram í ellefta sinn. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Meira
8. desember 2018 | Sunnudagsblað | 86 orð | 1 mynd

Snittubrauð með tómatblöndu

½ snittubrauð smjör/olía til steikingar 1 askja litlir tómatar ½ rauðlaukur 10-12 fetateningar 1 avókadó salt pipar Skerið tómatana smátt, rauðlaukinn líka, feta og avókadó. Meira
8. desember 2018 | Sunnudagsblað | 524 orð | 2 myndir

Stasi, Wikileaks og heykvíslarnar

Minn spádómur er þessi: Ef við leggjum ekki heykvíslarnar fljótlega frá okkur þá er réttarríkið farið og í þess stað boðið upp á brauð og leika. Það eru ekki góð skipti. Meira
8. desember 2018 | Sunnudagsblað | 249 orð | 1 mynd

Stolnir dansar í Fortnite?

Rapparinn 2 Milly hefur höfðað mál gegn Epic Games, sem gefur út tölvuleikinn Fortnite, á þeim forsendum að fyrirtækið hafi stolið dansspori frá honum. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Meira
8. desember 2018 | Sunnudagsblað | 92 orð | 1 mynd

Söngvari Buzzcocks látinn

Tónlist Pete Shelley söngvari og gítarleikari bresku pönksveitarinnar Buzzcocks er látinn. Shelley, sem var 63 ára gamall, lést á fimmtudag í Eistlandi, þar sem hann bjó. Talið er að banamein hans hafi verið hjartaáfall. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.