Gert er ráð fyrir að veitt verði tvö ný leyfi til veiða á sæbjúgum til að skapa svigrúm fyrir nýja aðila. Fjórum skilgreindum veiðisvæðum verður bætt við þau sem fyrir eru, í drögum að nýjum reglugerðum.
Meira
„Ég labba ofan úr Helgafelli eldsnemma á morgnana og tek strætó númer 44 í Áslandinu í Hafnarfirði,“ sagði Hurðaskellir. Hann hefur verið fastur gestur í strætó á aðventunni allt frá 2009 og kætt farþegana með nærveru sinni.
Meira
Hæstiréttur hafnað á fimmtudaginn beiðni ríkissaksóknara um að dómstóllinn taki Aurum Holding-málið svo nefnda fyrir. Málið hefur í fjórgang verið tekið fyrir af dómstólum frá því það hófst fyrst fyrir sex árum.
Meira
Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Vegagerðin heldur úti víðtæku eftirlitskerfi og þar gegna hefilstjórar á 22 vegheflum mikilvægu hlutverki. Einn þeirra er Gunnlaugur Einarsson, flokkstjóri og vélamaður á Vopnafirði.
Meira
Michael Cohen, fyrrverandi lögfræðingur Donalds Trump Bandaríkjaforseta, sagði í sjónvarpsviðtali við fréttastofu ABC-sjónvarpsstöðvarinnar í gær að Trump hefði vitað að það væri rangt að bjóða tveimur konum, sem sögðust hafa verið í tygjum við hann,...
Meira
Konu af Norðurlandi dreymdi vinningstölurnar í Víkingalottói og voru hún og eiginmaður hennar lukkuleg þegar þau komu með vinningsmiðann frá 28. nóvember á skrifstofu Íslenskrar getspár. Unnu þau rúmar þrjár milljónir í þriðja vinning.
Meira
Kór Akraneskirkju fagnar útgáfu disksins Þýtur í stráum með tónleikum í Vinaminni á Akranesi í dag kl. 16 undir stjórn Sveins Arnars Sæmundssonar. Diskurinn geymir úrval kórlaga sem kórinn hefur flutt í gegnum tíðina.
Meira
Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur skipað í embætti ráðuneytisstjóra í nýju félagsmálaráðuneyti sem taka mun til starfa um áramótin, embætti skrifstofustjóra á skrifstofu fjárlaga í ráðuneytinu og í embætti forstjóra...
Meira
Jólamarkaðurinn í Heiðmörk verður opinn í Elliðavatnsbæ núna um helgina. Þar er boðið upp á bæði handverk og matvæli og má ganga að því vísu að þar sé alltaf eitthvað nýtt í boði af ýmiss konar handgerðum varningi og innlendri matarhefð.
Meira
Baksvið Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Búnaðarstofa Matvælastofnunar hefur lagt til við landbúnaðarráðherra að heildargreiðslumark til framleiðslu mjólkur á næsta ári verði það sama og í ár, 145 milljónir lítra.
Meira
Baksvið Pétur Hreinsson peturhreins@mbl.is Fjárfestingafélagið Indigo Partners mun fjárfesta í flugfélaginu WOW air fyrir allt að 75 milljónir bandaríkjadala, sem nemur um 9,3 milljörðum króna.
Meira
Baldur Arnarson baldura@mbl.is Kristófer Oliversson, formaður FHG – fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu, áætlar að erlendum ferðamönnum geti fækkað allt að 10% vegna niðurskurðar WOW air.
Meira
Bráðum koma blessuð jólin er yfirskrift jóladagskrár sem boðið verður upp á í Árbæjarsafni í Reykjavík sunnudaginn 16. desember. Verður þetta í annað og síðara skipti sem jóladagskráin er í boði í ár.
Meira
Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Mér finnst svo yndislegt að gleðja aðra og mér hlýnar um hjartarætur að sjá bros á vör og blik í augum barna og eldra fólks sem sumt hvert verður aftur börn þegar þau koma í álfa- og jólagarðinn minn.
Meira
Jólaljósin spegluðust í regnvotum götum höfuðborgarinnar þegar myndin var tekin. Veður stofan spáir því að í dag verði skúrir víða um landið en samfelld rigning um landið suðvestanvert fram undir hádegi. Þurrt verður að mestu fyrir...
Meira
Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Þegar pantanir um jólamat berast með tölvupósti erlendis frá og frá ættingjum á Íslandi þá veit ég að jólin eru að koma,“ segir Trausti Reynisson, framkvæmdastjóri Nóatúns.
Meira
Jólapakkaskákmót Hugins og Breiðabliks verður haldið sunnudaginn 16. desember í Álfhólsskóla í Kópavogi. Mótið hefst kl. 13 og er ókeypis. Mótið er fyrir börn og unglinga og verður keppt í a.m.k. 6 aldursflokkum.
Meira
Hífðir í hús Stólar hafnir á loft við Austurvöll í Reykjavík. „Mættum við ekki af þeim þjónustu þiggja þyrftum við ýmist að standa eða liggja,“ orti skáldið Þórarinn Eldjárn um þessi...
Meira
Kúabændur setja sér það markmið að framleiðslan verði kolefnajöfnuð á næstu tíu árum. Umhverfismálin eru tekin inn í nýja stefnumótum Landssambands kúabænda til næstu tíu ára.
Meira
Guðrún Ögmundsdóttir, formaður trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar, líkaði við Facebook-færslu Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, þar sem hann greindi frá því að hann hefði ákveðið að taka sér launalaust leyfi eftir að hafa verið...
Meira
Flestir myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn ef gengið yrði til kosninga í dag. Samfylkingin er sá flokkur sem næstflestir myndu kjósa og Vinstrihreyfingin – grænt framboð kemur þar á eftir.
Meira
Vegfarendur í Strassborg lögðu leið sína að jólamarkaði borgarinnar í gær og lögðu þar blóm og kerti og sýndu annan virðingarvott gagnvart fórnarlömbum hryðjuverkamannsins Cherif Chekatt.
Meira
Þegar Valdimar Sverrisson ljósmyndari missti sjónina eftir að góðkynja æxli var fjarlægt úr höfði hans árið 2015 ákvað hann að mæta nýjum áskorunum í lífinu með jákvæðni og húmor að vopni í stað þess að leggjast í depurð.
Meira
Fulltrúar Minja og sögu sem er vinafélag Þjóðminjasafns Íslands munu í dag afhenda safninu að gjöf blýantsmynd af Árni Thorsteinssyni (1828-1907) landfógeta.
Meira
Sveinn Þórarinsson, sérfræðingur hjá Landsbankanum, áætlar að erlendum ferðamönnum „gæti fækkað“ um á þriðja hundrað þúsund vegna niðurskurðar WOW air.
Meira
Tveir fremstu djasspíanistar Ítalíu af yngri kynslóðinni eiga samtal á tvo flygla í Salnum á morgun kl. 20. Alessandro Lanzoni og Giovanni Guidi koma nær beint frá Jazzhátíð Lundúna til Íslands.
Meira
Kjaramálin voru helsta umræðuefni reglulegs formannafundar Starfsgreinasambandsins (SGS) í gær, að sögn Björns Snæbjörnssonar, formanns. „Í þessari viku höfum við verið að taka stöðuna um hvernig viðræður við Samtök atvinnulífsins (SA) hafa...
Meira
Fyrirhuguð viðbygging á Snorrabraut 60 er dæmi um nýbyggingu í miðborginni þar sem atvinnustarfsemi er áformuð á jarðhæð. Tillaga að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar er nú í auglýsingu.
Meira
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur staðfest tillögur um verkefnastyrki sem veittir eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar 2018-2024.
Meira
Úr bæjarlífinu Reynir Sveinsson Sandgerði Nú er endanlega búið að finna nafn á hinu nýja sveitarfélagi sem varð til við sameiningu Sandgerðis og Garðs.
Meira
Tónlistarhópurinn Umbra, sem hefur sérhæft sig í flutningi fornrar og nýrrar tónlistar, mun halda árlega jólatónleika sína á vetrarsólstöðum hinn 20.
Meira
Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Niðurstaðan er ásættanleg,“ segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, um lög um veiðigjald sem Alþingi samþykkti nýverið.
Meira
Baldur Arnarson Pétur Hreinsson WOW air mun áfram starfa á grundvelli íslensks flugrekstrarleyfis, að sögn Svanhvítar Friðriksdóttur upplýsingafulltrúa félagsins.
Meira
Eigandi ferðaþjónustufyrirtækis segir fulltrúa WOW air hafa boðið nokkrum starfsmönnum sínum umtalsvert betri laun. Þeir hafi þegið boðið og söðlað um til WOW air. „Þetta skapaði spennu á vinnustaðnum.
Meira
Þorsteinn Hjaltested, bóndi og fjárfestir á Vatnsenda við Elliðavatn, lést á heimili sínu aðfaranótt 12. desember síðastliðinn. Hann varð 58 gamall. Þorsteinn fæddist í Reykjavík 22.
Meira
Jens Garðar Helgason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, ræddi á dögunum við 200 mílur um sjávarútvegsmál og sagði: „Þeir sem starfa í sjávarútvegi eru vanir því að eiga við náttúruöflin og samkeppni á erlendum mörkuðum, en það er í raun...
Meira
Geðveikt með köflum er frásögn Sigursteins Mássonar af veikindum og tvísýnni baráttu um andlega heill og velferð, og hvernig honum tókst með hjálp góðra manna og kvenna að ná tökum á geðsjúkdómi sínum.
Meira
Gallerí Fold við Rauðarárstíg býður til jólagleði í dag, laugardag, milli klukkan 14 og 16. Gestum er boðið að skoða jólasýningu sem sett hefur verið upp með verkum þeirra 40 listamanna sem Fold vinnur með.
Meira
Vox Populi heldur jólatónleika í Grafarvogskirkju í dag kl. 16 undir yfirskriftinni JólaVox. „JólaVox er nú haldið í fjórða sinn og hefur notið mikilla vinsælda. Voxið fagnar um þessar mundir sínu 10.
Meira
Klais-orgel Hallgrímskirkju var vígt 13. desember 1992 og hefur sú hefð skapast að halda jólatónleika með orgelinu kringum vígsluafmælisdag orgelsins. Í ár er boðið upp á jólaorgeltónleika á morgun, sunnudag, kl.
Meira
Í tilefni af því að 50 ár eru liðin frá útkomu Kristnihalds undir Jökli eftir Halldór Laxness og 20 ár frá láti skáldsins munu sex karlar og ein kona lesa valda texta úr Kristnihaldinu í Seltjarnarneskirkju í dag milli kl. 14 og 16.
Meira
Í bókinni Myndum á háalofti rekur Sigríður Svana Pétursdóttir sögu Guðmundar Viborg listamanns og fyrsta vélstjóra á Íslandi, konu hans og barna.
Meira
Sýningunni Lífsblómið lýkur í Listasafni Íslands um helgina. Á morgun, sunnudag, kl. 14 mun Guðrún Nordal, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, leiða gesti um sýninguna þar sem sérstök áhersla verður lögð á handritin á...
Meira
Edda Mac og Hrafnhildur Gissurardóttir leiða síðustu fjölskyldustund ársins í Menningarhúsunum í Kópavogi í formi listsmiðju í Gerðarsafni í dag, laugardag, milli kl. 13 og 15.
Meira
Skrímslin í skápnum nefnist sýning á verkum fjöllistakonunnar Skaða Þórðardóttur sem opnuð verður í Galleríi 78 í Suðurgötu 3 í dag kl. 16. „Til sýnis verða málverk og teikningar unnin með blandaðri tækni.
Meira
Veronika S. Magnúsdóttir veronika@mbl.is Sagan um tröllstelpuna Rípu hafði lengi blundað í huga Sigríðar Ólafsdóttur, sem hefur starfað sem héraðsdómari drjúgan hluta ævinnar, en er nú komin á eftirlaun.
Meira
Hér verður gerð grein fyrir þremur íslenskum listamönnum sem gera út í hinum svofellda „ambient“-geira. Listamennirnir eru LyteLyfe, Hyldýpi og Feather River Canyon og gáfu allir út plötu á þessu ári.
Meira
Einhver besti þáttastjórnandi íslensku ljósvakamiðlanna að mínu mati er Óli Palli á Rás 2. Ekki síst þegar hann fær þekkt tónlistarfólk í viðtöl, íslenskt eða erlent, og rekur úr því garnirnar.
Meira
Undangenginn dómur Hæstaréttar 6. desember síðastliðinn í máli útgerðarmanna vegna hlutdeildar í makríl gegn íslenska ríkinu er um margt áhugaverður þó að ekki hafi hann komið öllum á óvart.
Meira
Var þessi afsökunarbeiðni þá dauð og ómerk? Varst þú ekki að biðjast afsökunar fyrir hönd þingsins? Maður fer ekki að lögsækja þann sem maður biður fyrirgefningar. Var þjóðin ekki beðin afsökunar? Eða er Bára Halldórsdóttir ekki hluti af þjóðinni!?
Meira
Eftir Unu Maríu Óskarsdóttur: "Ég tel að umræða um uppeldi barna og unglinga ætti að vera meiri því að uppeldishlutverkið er mikilvægasta hlutverk okkar í lífinu."
Meira
Eftir Sigþór Guðmundsson: "„Mamma leyfðu mér að lifa.“ Lítið kristið samfélag hafði þetta sem kjörorð í baráttu gegn því að börn væru deydd í móðurlífi."
Meira
Eftir Jón Torfason: "Þegar grefur einhvers staðar í manni er besta lækningin að ýfa upp sárið og hleypa greftrinum út, getur stundum orðið sárt en er nauðsynlegt."
Meira
Ærið oft heyrist orðalag á borð við tillagan dagaði uppi , í fleirtölu tillögurnar döguðu uppi . Eldri málvenja er að nota þolfall frekar en nefnifall og hafa sögnina í eintölu: tillöguna dagaði uppi , tillögurnar dagaði uppi .
Meira
Eftir Gísla Pál Pálsson: "Ráðherranum þakka ég fyrir að hafa tekið þessa góðu ákvörðun og er sannfærður um að hún eigi eftir að reynast öllum hlutaðeigandi heillarík."
Meira
Borgarstjórinn okkar talar mikið, þrengir götur og hvetur okkur til að hjóla og/eða taka strætó. Það skiptir meira máli hvað stjórnendur gera en hvað þeir segja. Þetta þarf hann að skilja.
Meira
Af sérstöku tilefni var rifjað upp á dögunum að eftir árás Rauða hersins á Finnland í árslok 1939 var þingmönnum Sósíalistaflokksins útskúfað því að þeir neituðu ólíkt öðrum þingmönnum að fordæma árásina og mæltu henni jafnvel bót.
Meira
Björn Helgason fæddist í Reykjavík 13. maí 1935. Hann lést 4. desember 2018. Foreldrar hans voru Boghildur Lára Thorarensen, f. 29.9. 1913, d. 28.9. 1984, og Helgi Friðrik Helgason, f. 23.7. 1912, d. 2.6. 1945. Bræður samfeðra: Sigurður Már, f.
MeiraKaupa minningabók
Ingibjörg Aðalheiður Sigtryggsdóttir fæddist 24. maí 1936 á Kamphóli, Þorkelshólshreppi, V-Húnavatnssýslu. Hún lést 6. desember 2018 á vistheimilinu Lundi á Hellu. Hún var dóttir Sigtryggs Jóhannessonar, f. 7.
MeiraKaupa minningabók
Svava Sófusdóttir fæddist í Zeuthenshúsi á Eskifirði 3. mars 1934. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Austurlands á Seyðisfirði 4. desember 2018. Foreldrar hennar voru hjónin Oddur Sófus Eyjólfsson, f. 20.1. 1892, d. 21.9.
MeiraKaupa minningabók
Á síðasta ári voru yfir 30 þúsund virk fyrirtæki á Íslandi með rúmlega 134 þúsund starfsmenn og rekstrartekjur þeirra voru rúmir 4.000 milljarðar kr. Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofunnar.
Meira
Opnað hefur verið fyrir tilnefningar til upplýsingatækniverðlauna SKÝ. Að þessu sinni verða einnig fjórir nýir verðlaunaflokkar auk heiðursverðlauna fyrir framúrskarandi framlag til upplýsingatækni á Íslandi.
Meira
Það virtist stefna í nokkuð mikla hækkun á bréfum Icelandair Group í Kauphöllinni í gær en félagið hækkaði um tæp 11% í fyrstu viðskiptum dagsins.
Meira
Í vikunni afhenti Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, fyrir hönd skólans fulltrúum Rauða krossins á Íslandi tíu tölvur sem nýtast munu í margvísleg verkefni félagsins til stuðnings flóttafólki.
Meira
Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir tillögu um varnarlínu vegna fjárfestingarstarfsemi banka sem er að finna í hvítbók um fjármálakerfið, dæmi um tillögu sem hægt er að setja í undirbúning nú þegar.
Meira
10 til 14 100% helgi á K100 Stefán Valmundar rifjar upp það besta úr dagskrá K100 frá liðinni viku, spilar góða tónlist og spjallar við hlustendur. 14 til 18 Aðventuævintýri Ásgeirs Páls Ásgeir Páll fylgir hlustendum K100 alla laugardag fram að jólum.
Meira
Jóladagatal K100 er það stærsta hingað til og dregið verður daglega frá 1.-24. desember. Vinningarnir eru hver öðrum glæsilegri og er heildarverðmætið um tvær milljónir króna.
Meira
Ólympíumót skákmanna 16 ára og yngri, sem lauk í borginni Konya í Tyrklandi í byrjun desember, er kröfuharðasta verkefni sem liðsmenn íslensku sveitarinnar hafa tekið að sér á þessu ári og kemur þar margt til.
Meira
Þetta er búin að vera löng meðganga,“ segir Anna J. Eðvaldsdóttir ljósmóðir um fyrstu bókina sína sem kom út á dögunum. Anna á 60 ára afmæli í dag og fagnar afmælinu með manninum sínum úti á Tenerife.
Meira
Gátan er sem endranær eftir Guðmund Arnfinnsson: Þetta er háttur þinn og minn. Þar að auki báturinn. Flutning sumir fá með því. Fastir sama margir í. Harpa á Hjarðarfelli á þessa lausn: Um margt gerir fólk sér far. Far sitt kapteinn lakkar.
Meira
Þótt þau á höfuðbólinu tali um að „seek medical help“ þurfum við hér á hjáleigunni ekki að verða svo hástemmd að „leita læknisfræðilegrar aðstoðar“. Það nægir að leita læknis eða læknishjálpar .
Meira
Niels Ryberg Hannesson Finsen Nóbelsverðlaunahafi fæddist í Þórshöfn í Færeyjum 15.12. 1860. Foreldrar hans voru Hannes Christian Steingrímur Ólafsson Finsen, cand.
Meira
Reykjavík Einar Örn Stefánsson fæddist 30. apríl 2018 kl. 23.13. Hann vó 3.200 g og var 48 cm langur. Foreldrar hans eru Súsanna Helgadóttir og Stefán Arnar Einarsson...
Meira
Víkverji var á leið til vinnu morgun einn í vikunni og varð þá fyrir þeirri skemmtilegu reynslu að þurfa aðeins að stoppa einu sinni á rauðu ljósi á leiðinni.
Meira
15. desember 1953 Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri var tekið í notkun. „Ein fullkomnasta bygging sinnar tegundar hér á landi,“ sagði Morgunblaðið. Þar voru í upphafi rúm fyrir 120 sjúklinga. Fyrsti yfirlæknir var Guðmundur Karl Pétursson. 15.
Meira
Ármann Harri Þorvaldsson fæddist á fæðingardeild Landspítalans í Reykjavík 15.12. 1968. Hann átti fyrst heima í Safamýrinni en fjölskyldan flutti í Vesturberg í Breiðholti er Ármann var fjögurra ára og þar ólst hann upp.
Meira
Í dag kemur í ljós á móti hverjum íslenska kvennalandsliðið í handknattleik, undir stjórn Axels Stefánssonar, dregst í umspilsleikjum fyrir heimsmeistaramótið sem fram fer í Japan á næsta ári.
Meira
Ekki kom það mér á óvart að KSÍ skyldi ekki fá úthlutun úr Afrekssjóði ÍSÍ. Þegar sjóðurinn stækkaði, vegna ákvörðunar þarsíðustu ríkisstjórnar, var sett á laggirnar nefnd undir forystu Stefáns Konráðssonar.
Meira
EM kvenna í Frakklandi Undanúrslit: Rússland – Rúmenía 28:22 Holland – Frakkland 21:27 *Rússland og Frakkland leika til úrslita á morgun en Rúmenía og Holland leika um þriðja sætið. Leikur um 5.
Meira
Svíþjóð Víðir Sigurðsson Sindri Sverrisson Eftir að Anna Rakel Pétursdóttir bættist í hóp íslenskra knattspyrnukvenna í sænsku úrvalsdeildinni fyrir tímabilið 2019 gæti farið svo að metfjöldi íslenskra leikmanna yrði í deildinni á næsta keppnistímabili.
Meira
Fótbolti Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Knattspyrnumaðurinn Kristján Flóki Finnbogason mun að óbreyttu leika með Start í næstefstu deild Noregs á næsta ári eftir að hafa leikið með Brommapojkarna í sænsku úrvalsdeildinni seinni hluta síðustu...
Meira
EM kvenna Ívar Benediktsson iben@mbl.is Heimsmeistarar Frakka leika við ólympíumeistara Rússa í úrslitum Evrópumóts kvenna í handknattleik í París á morgun.
Meira
* Gylfi Þór Sigurðsson og Sara Björk Gunnarsdóttir hafa verið útnefnd knattspyrnufólk ársins 2018 af KSÍ. Bæði eru valin fjórða árið í röð, Gylfi í áttunda sinn á síðustu níu árum og Sara í fimmta sinn á síðustu sex árum.
Meira
Holland Willem II – Den Haag 0:3 • Kristófer Ingi Kristinsson kom inn á sem varamaður hjá Willem II á 77 . mín. Pólland Jagiellonia – Zaglebie Lubin 0:4 • Böðvar Böðvarsson var allan leikinn á meðal varamanna Jagiellonia.
Meira
Á Hlíðarenda Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Keflavík vann sterkan 86:77-sigur á Val í 10. umferð Dominos-deildar karla í körfubolta í gærkvöldi.
Meira
Rúnar Már Sigurjónsson, knattspyrnumaður hjá svissneska liðinu Grasshoppers, mun að öllum líkindum róa á önnur mið næsta sumar. Núgildandi samningur miðjumannsins gildir til loka leiktíðarinnar.
Meira
Á Hlíðarenda Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Valskonur sendu öðrum liðum í Dominos-deild kvenna í körfubolta skýr skilaboð er liðið vann 101:94-sigur á Keflavík í 10. umferð á heimavelli í gærkvöldi.
Meira
Það getur tekið á að vera í flugvél hvort sem er í löngu flugi eða stuttu. Kurteisi á við í flugvélum eins og alls staðar þar sem fólk kemur saman.
Meira
Valdimar lærði ljósmyndun í Bournemouth and Poole College of Art and Design í Bretlandi á árunum 1994 til 1998 og kunni vel við sig. „Ég lærði margt úti, ekki síst af einum kennaranna, Jeff Drury.
Meira
Sagnfræðingarnir Bára Baldursdóttir og Þorgerður H. Þorvaldsdóttir leituðu víða fanga og tóku m.a. um hundrað viðtöl fyrir bókina Krullað og klippt – Aldarsaga háriðna á Íslandi, sem fjallar um störf rakara og hárgreiðslukvenna.
Meira
Þessi réttur er frábær sem forréttur eða meðlæti, passar t.d. mjög vel með jólaskinku eða síld. Fyrir 5 til 10 10 egg 2 bollar majónes 1 msk chilisósa (t.d.
Meira
Jú, og þegar ég hugsa um það, er það kannski ekki eðlileg hegðun að rífa síma af fólki af því það raðar öppunum ekki nógu skynsamlega. Stilla síma þess á call waiting, af því að þannig gerir allt eðilegt fólk.
Meira
Ferðamönnum hefur fjölgað á síðustu árum í Króatíu en það er fleira en djúpblár sjórinn í Adríahafinu sem heillar. Jólamarkaðurinn í Zagreb hefur vakið athygli síðustu ár.
Meira
Tónlist Búið er að tilkynna hvaða tónlistarfólk verður innlimað í frægðarhöll rokksins árið 2019; Radiohead, Janet Jackson, Stevie Nicks, Def Leppard, The Cure, Roxy Music og The Zombies.
Meira
Borgin er sérstaklega falleg og gömlu húsin eru góður bakgrunnur fyrir jólamarkaðshúsin. Ekki spillir fyrir að þarna eru margir að selja súkkulaði svo það er auðvelt að kaupa belgískt hágæðasúkkulaði fyrir sig eða í gjafir.
Meira
Anna Hildur Hildibrandsdóttir og Margrét Seema Takyer vöktu mikla athygli fyrir þætti sína Trúnó en sería tvö fer í loftið á Sjónvarpi Símans Premium 21. desember. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is
Meira
Jólakjólar hanga á öllum slám um allan bæ sem og skart og skór til að punta sig með. Eina vandamálið er að velja á milli. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is
Meira
Hver Bandaríkjamaður eyðir um hundrað þúsund krónum í jólagjafir og eru margir enn í skuld vegna gjafakaupa fyrir jólin í fyrra. Sumar gjafir fara beint í ruslið. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
Meira
Nú er nokkuð um liðið síðan ég fjallaði um nýjustu aðferðina sem ég notast við til þess að fjölga æfingatímum yfir vikuna, en það er vatnsróðrarvél frá Water Rower.
Meira
Sjaldgæft er að knattspyrnumenn ræði opinberlega um andleg veikindi sín eða að þau spyrjist út, alltént meðan þeir eru enn að spila. Þó eru um það dæmi; lítum á nokkur utan úr heimi.
Meira
Ég trúi að þessi umræða sé til marks um jákvæðar breytingar í gildismati og viðmiðum. Um leið verðum við að rifja upp gömlu gildin um að elska náungann og sýna honum kærleika og samkennd.
Meira
Einn af stórviðburðum ársins sem er að líða var þegar mikil skriða féll á sunnanverðu Snæfellsnesi, við bæinn Hítardal, snemma í júlí. Aur og grjót féll fram í stjarnfræðilegu magni og færði farveg Hítarár. Úr hvaða fjalli kom...
Meira
Ertu alltaf kölluð Ebba? Já, ég er eiginlega alltaf kölluð Ebba, sjaldan Þuríður, nema þegar ég er skömmuð. Fólk er alltaf mjög hissa á því að ég heiti Þuríður Elín og býst við einhverri rosalega góðri ástæðu.
Meira
Jólaandinn ræður sannarlega ríkjum á jólamarkaðinum í Tallinn sem haldinn er árlega á ráðhústorgi borgarinnar. Að venju er hægt að fá góðgæti úr héraði og handgerðar gjafir.
Meira
Valdimar er mikill áhugamaður um kvikmyndir og enda þótt hann hafi ekki lagt leiklist fyrir sig náði hann að láta drauminn rætast og koma fram í kvikmynd – ekki bara einni heldur tveimur.
Meira
Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátttökuseðil með nafni og heimilisfangi ásamt úrlausnum í umslagi merktu: Krossgáta Morgunblaðsins, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila lausn krossgátu 16.
Meira
Joshua Becker, stofnandi vefsíðunnar becomingminimalist.com, er einn þeirra sem hafa vakið athygli á þessari miklu neyslu um jólin. Hann bendir á í pistli á foxnews.
Meira
Tónlist Breski hluti Amazon í tónlist hefur kunngjört hvaða tónlistarmönnum heimsbyggðin ætti að fylgjast með á árinu 2019. Þeirra á meðal eru Grace Carter, Ashnikko, Black Futures, Serine Karthage og Jimothy Lacoste sem talin eru rísandi stjörnur.
Meira
Valdimar Sverrisson ljósmyndari greindist með góðkynja heilaæxli árið 2015 og tapaði sjóninni eftir að hann gekkst undir aðgerð, þar sem æxlið var fjarlægt.
Meira
Fyrir 8 (dugar í eitt venjulegt brauðform) 1 bolli hveiti 1 bolli maísmjöl 2 msk sykur 2 tsk lyftiduft 1 tsk þurrkaðar aleppo-piparflögur (ef það fæst ekki má blanda sætri papriku við cayenne-pipar í hlutföllunum fjórir á móti einum) ½ tsk salt 1 egg,...
Meira
Jólamarkaðurinn í Kraká fer fram á Rynek Glowny, stóra almenningstorginu í miðbænum. Þar snjóar oftar en ekki fyrir jólin sem gerir stemninguna líkt og á póstkorti en ekki er hægt að treysta á snjókomu í mörgum af þekktari mörkuðunum í Vestur-Evrópu.
Meira
Tónlist Djasssöngkonan Nancy Wilson er látin, 81 árs að aldri, eftir löng veikindi. Hún fékk Grammy-verðlaun þrisvar sinnum á löngum ferli en fyrsta lagið sem hún sendi frá sér var „Guess Who I Saw Today“ árið 1961.
Meira
Á fjölfarinni breiðgötu í Harlem má finna Red Rooster, afar vinsælan veitingastað í eigu hins heimsþekkta sænska kokks Marcusar Samuelssonar. Þar er bragðmikill suðurríkjamatur borinn fram í lifandi og litríku umhverfi. Ljósmyndir og texti Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
Meira
Meðlæti fyrir 4-6 800-900 g rósakál, allt skorið í tvennt 2 hvítlauksrif, rifin ½ bolli hvítlauksmajónes, eða eftir smekk 2 msk súrsað grænmeti (t.d.
Meira
Það er ekki aðeins unga fólkið sem hefur gaman af því að fá eitthvað í búið. Einn böggull sem inniheldur eitthvað snoturt í híbýlin er kærkomin gjöf og kosturinn að hann er sjaldnast í vitlausri stærð. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is
Meira
Litlir kærleikar voru áratugum saman með þessu blaði, sem þú ert með í höndunum, lesandi góður, og Þjóðviljanum enda lífssýn og pólitísk afstaða forsvarsmanna blaðanna tveggja ólík. Í langri grein í Morgunblaðinu fyrir réttum sjötíu árum, 16.
Meira
Eftir fjörugan lestur um Strandir og Dali les ég verk ferðafélaganna. Fyrst Lifandilífslæk , það var fyrsta flokks að heyra Bergsvein Birgisson lesa úr þeirri bók á söguslóð og honum var hlýlega tekið á Ströndum. Hin er Ungfrú Ísland Auðar Övu.
Meira
Umræða um andleg veikindi knattspyrnumanna og íþróttamanna almennt var lengi feimnismál en er komin á skrið hér í fásinninu eftir að nokkrir einstaklingar stigu fram og greindu opinberlega frá reynslu sinni. En hverju hefur sú umræða skilað?
Meira
Skyr hefur haldið lífinu í landanum, ásamt þeim gula og blessuðum lömbunum um aldir og eilífð. Á dögunum ákvað ég að nýta skyrið til að stemma mig af en það vakti líka áhuga á hlutverki skyrs í þjóðarsögunni.
Meira
Christkindlmarkt er einn af þessum gömlu jólamörkuðum sem mikil hefð er fyrir en fyrstu rituðu heimildir um markaðinn eru frá 15. öld. Markaðurinn er við rætur Hohensalzburg-virkisins og er í kringum hina mikilfenglegu dómkirkju borgarinnar.
Meira
Hótel Kattholt er uppbókað yfir hátíðarnar. Margir hinna loðnu gesta eru fastagestir og sumir hafa jafnvel gist á hótelinu í öllum fríum eigenda sinna síðustu tíu ár. Starfsfólk Kattholts biður fólk að taka ekki skyndiákvörðun um að fá sér kött í desember. Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is
Meira
Allar helstu stjörnurnar í tískuheiminum, hönnuðir, fyrirsætur og áhrifavaldar, mættu þegar bresku tískuverðlaunin voru afhent fyrr í vikunni. Áberandi var hversu margir voru í litríkum fatnaði enda tískuhátíð rétti staðurinn til að sýna sín bestu stílbrögð. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
Meira
Fyrir fjóra ½ bolli rasp ¼ bolli rjómi 2 msk ólífuolía 1 meðalstór rauðlaukur, skorinn smátt ½ kg nautahakk ½ kg svínahakk 2 msk hunang 1 stórt egg salt og nýmalaður pipar 3 msk ósaltað smjör Sósan 1 bolli kjúklingasoð ½ bolli rjómi ¼ bolli týtuber úr...
Meira
London hefur alltaf upp á margt að bjóða en fyrir jólin breytist Hyde Park í risastóran jólamarkað og tívolí undir nafninu Winter Wonderland, eða Undraveröld vetrarins. Þar er m.a.
Meira
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.