Við árslok 2018 voru fimmtíu Íslendingar á lífi sem voru hundrað ára og eldri og hefur sá fjöldi aldrei verið meiri. 100 ára Íslendingum gæti fjölgað enn á allra næstu dögum því nú eru 32 Íslendingar 99 ára og þrír þeirra gætu orðið 100 ára í janúar.
Meira
Aðsóknarmet var sett í þjóðgarðinum á Þingvöllum á síðasta ári en þá voru gestir um 1,3 milljónir talsins, samkvæmt tölum úr talningarvél í Almannagjá. Það samsvarar um 3.600 gestum á hverjum degi ársins að meðaltali.
Meira
Yfir 900 bílar fóru í gær um Vaðlaheiðargöng en gjaldtaka hófst í gærmorgun. Til viðbótar fóru vel á annað hundrað ökutæki um Víkurskarð. Þótt skráning áskrifta og sala afsláttarleiða hafi hafist á vefnum veggjald.
Meira
Morgunblaðsmennirnir Árni Johnsen, blaðamaður, og Ragnar Axelsson, ljósmyndari, auk kvikmyndatökumannsins Jóns Björgvinssonar, slógust í för með Haraldi Sigurðssyni og samstarfsmönnum hans til Krakatáar árið 1990.
Meira
Áslaug Arna er formaður utanríkisnefndar Rangt var farið með nafn Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, formanns utanríkisnefndar Alþingis, í grein Gústafs Adolfs Skúlasonar, „Samið um útópíu sósíalismans“, í Morgunblaðinu í gær, 2. janúar.
Meira
Átök og mótmæli blossuðu upp á götum borga í Kerala-ríki á Indlandi í gær eftir að skýrt var frá því að konur hefðu í fyrsta skipti farið inn í hindúahofið Sabarimala.
Meira
Guðni Einarsson gudni@mbl.is Hafnarbylgjan (tsunami) sem skall á ströndum Jövu og Súmötru í Indónesíu að kvöldi 22. desember dró yfir 400 manns til dauða og enn fleiri slösuðust. Á þriðja tug manna er saknað.
Meira
Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Ungmenni á aldrinum 13-19 ára sem vinna mikið með skóla eru líklegri til að finna stundum eða oft fyrir tilteknum tegundum stoðkerfisverkja, þ.e.
Meira
Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Betur fór en á horfðist í Eddufelli 8 í Breiðholti að kvöldi nýársdags þegar eldur kviknaði í klæðningu fjölbýlishúss.
Meira
Bjarki Baldvinsson knattspyrnumaður og Dagbjört Ingvarsdóttir knattspyrnukona voru kjörin íþróttamaður og -kona Völsungs á Húsavík fyrir árið 2018 á samkomu sem félagið stóð fyrir á dögunum.
Meira
Sara Rós Jakobsdóttir, dansari úr Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar, er íþróttakona Hafnarfjarðar 2018 og Axel Bóasson, kylfingur frá Golfklúbbnum Keili, íþróttakarl Hafnarfjarðar.
Meira
Ekkert banaslys varð á íslenskum fiski- og flutningaskipum tvö síðustu ár og mun það vera í fyrsta skipti sem ekkert banaslys verður meðal lögskráðra sjómanna tvö ár í röð.
Meira
Birgir Jakobsson, formaður verkefnahóps heilbrigðisstefnunnar og aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra, segir það ekki vera á dagskrá að taka fleiri þætti inn í stefnuna, eins og margir umsagnaraðilar biðja um.
Meira
Fréttaskýring Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Allt að fimm ára bið getur orðið á því að ráðist verði í gerð síðasta hluta Arnarnesvegar. Um er að ræða 1,5 kílómetra kafla frá Rjúpnadal í Kópavogi að Breiðholtsbraut.
Meira
Eftir jól og áramót er hið hversdagslega amstur dagsins tekið við á ný. Á meðfylgjandi myndum sést sýnishorn af því frá nokkrum hlutum heimsins og ein afmælisfréttamynd en Barbie-dúkkan á stórafmæli á nýbyrjuðu ári, verður sextug.
Meira
3. janúar 2019
| Innlendar fréttir
| 1325 orð
| 2 myndir
Baksvið Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Veðmál hvers konar hafa verið ein tímafrekasta tómstundaiðja Albana. En spilafíknin hefur leikið marga albanska fjölskylduna grátt.
Meira
Gjaldskrá Strætó hækkar að meðaltali um 3,9% í dag. Hækkunin byggist á samþykkt stjórnar frá 7. desember um að fyrirtækið myndi hækka gjöld í takt við almenna verðlagsþróun, að því er segir í tilkynningu Strætó.
Meira
Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Áhafnir björgunarþyrlna og eftirlits- og björgunarflugvélar Landhelgisgæslunnar sinntu 278 útköllum á síðasta ári. Er það metár.
Meira
Árni Már Erlingsson myndlistarmaður opnar sína sjöundu einkasýningu, Fleiri öldur, færri aldir, í Einarsstofu, Safnahúsi Vestmannaeyja, kl. 17 í dag.
Meira
Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Plokk er að mestu voríþrótt en tíðin hefur að undanförnu verið mjög góð og því er mikill gangur í mönnum og margir að tína rusl,“ segir Einar Bárðarson, stofnandi Facebook-hópsins Plokk á Íslandi.
Meira
Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Í fyrra bárust lögreglunni 285 leitarbeiðnir vegna týndra barna. Árið á undan voru beiðnirnar 249 og árið þar á undan 190 svo aukningin er umtalsverð.
Meira
Klæðlitlar gínur Fólk skundar nú áfram í Kringlunni og á fleiri stöðum þar sem hinar svokölluðu janúarútsölur eru farnar af stað, í von um að ná sér í flík eða annað á góðu...
Meira
Þorgrímur Kári Snævarr thorgrimur@mbl.is Á árinu sem nú er gengið í garð hafa þegar orðið nokkrar hræringar í alþjóðasamfélagi og -stjórnmálum, aðallega vegna kosninga sem haldnar voru í árslok 2018.
Meira
3. janúar 2019
| Innlendar fréttir
| 1080 orð
| 4 myndir
Baksvið Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Fréttirnar voru óljósar í fyrstu en urðu smám saman skýrari: tvær ungar stúlkur á ferðalagi í Marokkó höfðu verið myrtar á hrottafenginn hátt.
Meira
Teitur Gissurarson teitur@mbl.is Aðeins einu sinni hafa fleiri einstaklingar fengið úrskurðaða 75% örorku en árið 2018, en það var fyrir tveimur árum, 2016.
Meira
Í samtali við Morgunblaðið segist Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna 78, ekki vera ýkja hrifinn af reglum um „kynlífsbindindi“ líkt og þeim sem teknar hafa verið upp á Norðurlöndum.
Meira
Misjafnt er eftir sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu hvort jólatré séu hirt eða hvort íbúar þurfi að koma þeim sjálfir á endurvinnslustöðvar. Á Seltjarnarnesi sækja bæjarstarfsmenn jólatré íbúa á mánudag og þriðjudag eftir þrettándann.
Meira
Heimsmeistaramótinu í pílu lauk að kvöldi nýársdags og hefur keppnin vakið athygli margra sem annars hafa ekki fylgst með íþróttinni. Sýnt var beint frá keppninni sem stóð í 16 daga og lýsandi var Páll Sævar Guðjónsson.
Meira
Baldur Arnarson baldura@mbl.is Byggingarfélagið Mannvirki áformar að hefja uppbyggingu sjö íbúða á Njálsgötu 60 og 60A með vorinu. Með uppbyggingunni hverfa tvö af eldri húsum götunnar.
Meira
Ávöxtunarkrafa Íslandspósts á rekstrarárinu 2014 var 7,9%. Hvað varðar fjárbindingu félagsins í einstaka starfsþáttum árið 2014 eru þær upplýsingar trúnaðarmál. Þetta kemur fram í svari Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) við fyrirspurn Morgunblaðsins.
Meira
Á nýliðnu ári seldust rétt tæplega 22 milljónir lítra af áfengi í Vínbúðunum. Það er 0,54% aukning frá árinu 2017 og mesta magn sem selst hefur til þessa.
Meira
Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Repúblikaninn Mitt Romney gagnrýnir framgöngu Donalds Trumps í embætti Bandaríkjaforseta í aðsendri grein sem birt var í dagblaðinu The Washington Post .
Meira
Beinn kostnaður Ríkisútvarpsins vegna Áramótaskaupsins 2018 var um það bil 34 milljónir króna. Það er svipað og undanfarin ár, samkvæmt upplýsingum frá dagskrárstjóra RÚV, Skarphéðni Guðmundssyni.
Meira
Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is „Ég hef alltaf verið hrifinn af Íslandi þannig að það er gríðarlega spennandi tími framundan,“ segir Jacob S. Isbosethsen, nýskipaður sendimaður Grænlands á Íslandi.
Meira
Lögreglan hefur tekið skýrslu af ökumanni jeppans sem fór í gegnum vegrið á brúnni á Núpsvötnum á milli og jóla og nýárs með þeim afleiðingum að tvær konur og ungt barn létust.
Meira
Opnun Vaðlaheiðarganganna er aðdáendum Ljótu hálfvitanna efalítið sérstakt fagnaðarefni, enda stytta þau leiðina að Græna hattinum á Akureyri umtalsvert. Þar mæta þeir óðir og uppvægir í að spila af sér jólamörinn kl. 22 annað kvöld, 4.
Meira
Á nýliðnu ári sóttu um 1,3 milljónir gesta Bláa lónið heim en það er svipaður fjöldi og þangað lagði leið sína árið 2017. Grímur Sæmundsen, forstjóri fyrirtækisins, segir það í raun ekki áhyggjuefni þótt gestum hafi ekki fjölgað milli ára.
Meira
Árið 2018 var gott heimilisár. Fólk kepptist við að fegra híbýli sín eins og enginn væri morgundagurinn. Auðvitað er smekkurinn misjafn en hér eru nokkur atriði sem gerðu allt vitlaust 2018.
Meira
Bætt heilsa með aukinni líkamsrækt og bættu mataræði kom við sögu margra áramótaheita, miðað við reynslu undangenginna ára. Það staðfestist í aðsókn að líkamsræktarstöðvum og sundlaugum í gær.
Meira
Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Ungmenni á aldrinum 13-19 ára sem vinna mikið með skóla eru líklegri til að finna stundum eða oft fyrir stoðkerfisvandamálum en þau sem ekki vinna með skóla.
Meira
Endurnýjun þyrlukosts Landhelgisgæslunnar hefst í þessari viku. Annarri leiguþyrlunni, TF-GNA, verður flogið til Noregs og í lok mánaðarins kemur nýrri leiguþyrla til landsins.
Meira
Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Úrkomudagar í Reykjavík voru óvenjumargir á nýliðnu ári, 261, og hafa aldrei verið fleiri síðan mælingar hófust árið 1921, eða í 97 ár. Þetta kemur fram í bráðabirgðayfirliti Trausta Jónssonar veðurfræðings.
Meira
Þegar verkefni Guðmundar hófst fyrir fjórum árum var ákveðið að draga verulega úr því að lýsa eftir týndum börnum opinberlega, en mikið var um það áður fyrr.
Meira
Um áramótin eins og svo oft áður mátti sjá að forystumenn Evrópusambandsflokkanna íslensku hafa ekkert lært og engu gleymt þegar kemur að helsta hugðarefni sínu, að koma Íslandi inn í ESB.
Meira
Áramótaskaupið 2018, þessi árlegi sjónvarpsþáttur sem sýnir svo vel hvað fólk hefur ólíkt skopskyn, var að mínu mati vel heppnað á heildina litið, þó vissulega megi taka undir þá gagnrýni að spaugið hefði mátt höfða oftar til barna.
Meira
Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Þótt vissulega kveði ekki við algjörlega við annan tón er Hending , nýjasti geisladiskur Agnars Más Magnússonar, tónskálds og píanóleikara, um margt ólíkur þeim fimm sem hann hefur áður sent frá sér.
Meira
Nú um áramótin féll fjöldi bókmenntaverka úr höfundarrétti í Norður-Ameríku og geta þá forlög jafnt sem einstaklingar gefið verkin út án leyfis og áhugasamir unnið með þau hvernig sem er, til að mynda gert eftir þeim kvikmyndir, skopstælingar, eða...
Meira
Ofurhetjumyndin um Aquaman, Sjávarmanninn, var vel sótt um liðna helgi, 28.-30. desember. Sáu hana um 5.000 manns og greiddu fyrir samtals um 6,9 milljónir króna.
Meira
Eftir William Shakespeare. Íslensk þýðing: Kristján Þórður Hrafnsson. Aðlögun: Brynhildur Guðjónsdóttir og Hrafnhildur Hagalín. Leikstjórn: Brynhildur Guðjónsdóttir. Leikmynd: Ilmur Stefánsdóttir. Búningar: Filippía I. Elísdóttir.
Meira
Við uppsetningu á vali myndlistargagnrýnenda Morgunblaðsins á bestu sýningum nýliðins árs sem birtist um liðna helgi var farið rangt með það hvar sýning bandarísku myndlistarkonunnar Elizabeth Peyton, Universe of the World-Breath , var sett upp en það...
Meira
Viðtal Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is „Það er „Reif“, þetta er gamli framburðurinn á þessu nafni,“ segir enski leikarinn Ralph Fiennes þegar hann er spurður hvernig fornafn hans sé borið fram.
Meira
Lestrarátak Ævars vísindamanns, sem hefur notið sívaxandi athygli og vinsælda, hóf göngu sína í fimmta og síðasta skiptið á nýársdag og stendur til 1. mars næstkomandi. Í tilkynningu segir að eins og áður geti allir nemendur í 1.-10.
Meira
Eftir António Guterres: "Það er kominn tími til að nýta síðasta besta tækifæri okkar. Það er kominn tími til að stöðva stjórnlausa hringiðu loftslagsbreytinga."
Meira
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson: "Hjálpaðu mér að koma fram við samferðamenn mína af virðingu og tillitssemi. Baktala ekki og segja ekkert um einhvern sem ég get ekki sagt við hann."
Meira
Eftir Guðmund Karl Jónsson: "Alla vetrarmánuðina tekur illviðrið ráðin af stuðningsmönnum Kjalvegar, sem sleppur hvergi við 6-12 metra snjódýpt."
Meira
Erla Sigrún Viggosdóttir fæddist í Reykjavík 30. maí 1970. Hún lést eftir snarpa baráttu við krabbamein á Landspítalanum við Hringbraut 20. desember 2018. Foreldrar hennar eru Viggo Mortensen, f. 23. mars 1943, og Bergþóra Þórðardóttir, f. 12. mars...
MeiraKaupa minningabók
Erling Þór Þorsteinsson fæddist í Vestmannaeyjum 2. nóvember 1940. Hann lést 4. nóvember 2018 á heimili sínu, Breiðuvík 31, Reykjavík. Foreldrar hans voru Þorsteinn Gíslason, f. á Akranesi 8. apríl 1914, d. 25. apríl 1975, og Marta Sonja Magnúsdóttir,...
MeiraKaupa minningabók
Hrefna Svava Guðmundsdóttir fæddist í Hafnarfirði 27. maí 1925. Hún lést 17. desember 2018. Foreldrar hennar voru Elísabet Einarsdóttir, f. 3.11. 1898, d. 14.2. 1989, og Guðmundur Ágúst Jónsson, f. 3.1. 1896, d. 27.2. 1982. Systkini Hrefnu voru Einar,...
MeiraKaupa minningabók
Jóhann Waage fæddist í Tungu í Auðkúluhreppi við Arnarfjörð 16. júlí 1922. Hann lést 21. desember 2018. Foreldrar hans voru Ólafur M. Waage og Jensína Jónsdóttir. Systkini hans voru: 1. Markús Waage, f. 1921, d. 1995. 2. Jensína Waage, f. 1924, d. 2004.
MeiraKaupa minningabók
Sunneva Jónsdóttir fæddist í Reykjavík 2. febrúar 1930 og ólst upp í Skerjafirði og Laugarnesi. Hún lézt að heimili sínu, Melalind 12, 15. desember 2018. Foreldrar hennar voru hjónin Jón Sigurfinnur Ólafsson, f. 11.
MeiraKaupa minningabók
6 til 9 Ísland vaknar Ásgeir Páll, Jón Axel og Kristín Sif rífa landsmenn á fætur með gríni og glensi alla virka morgna. Sigríður Elva les traustar fréttir á hálftíma fresti. 9 til 12 Siggi Gunnars Skemmtileg tónlist og góðir gestir reka nefið inn.
Meira
Bandaríski tónlistarmaðurinn Phil Everly lést á þessum degi árið 2014, 74 ára að aldri. Hann andaðist á heimili sínu í Burbank í Kaliforníu og var banamein hans lungnasjúkdómur.
Meira
40 ára Björgvin er fæddur í Reykjavík, búsettur á Reyðarfirði. Hann er leiðtogi í steypuskála Alcoa Fjarðaáls. Maki: Erna Ragnarsdóttir, f. 1984, lagerstarfsmaður hjá Brammer Ísland. Sonur: Sölvi Steinn Björgvinsson, f. 2015.
Meira
Á Fornhaganum var á dögunum tekið í gegn eldhús og verður ekki annað sagt en framkvæmdirnar hafi tekist upp á tíu. Gamla innréttingin var rifin út og sagað gat á vegg til að opna inn í stofu. Eldhúsið hefur algjörlega umbreyst enda eru húseigendur afar ánægðir með útkomuna.
Meira
40 ára Embla er fædd í Reykjavík og býr á Seltjarnarnesi. Hún er ljósmóðir og starfar á fæðingarvakt Landspítalans. Maki: Daníel Freyr Atlason, f. 1977, hugmyndasmiður. Börn: Saga, f. 2010, Dagur, f. 2012 og Blær, f. 2017.
Meira
Á þessum degi árið 1987 varð söngkonan Aretha Franklin fyrsta konan til að vígjast inn í Frægðarhöll rokksins, Rock And Roll Hall Of Fame. Söngkonan kvaddi þennan heim á nýliðnu ári og var oft nefnd drottning sálartónlistarinnar.
Meira
Guðmundur Guðmundsson Bárðarson fæddist 3. janúar 1880 á Borg í Skötufirði. Foreldrar hans voru Guðmundur Bárðarson óðalsbóndi á Borg og Guðbjörg Sigurðardóttir vinnukona.
Meira
Heimsmeistaramótin í atskák og hraðskák fóru fram í Péturborg í Rússlandi dagana 26. til 30. desember síðastliðinn. Margir af bestu skákmönnum heims voru á meðal keppenda, þar á meðal Magnus Carlsen, norski heimsmeistarinn í kappskák.
Meira
30 ára Ragnheiður hefur lengst af búið á Selfossi. Hún stundar sálfræðinám við Háskólann í Reykjavík. Maki: Ingvar Örn Eiríksson, f. 1988, rafvirki. Synir: Eiríkur Ingi, f. 2014 og Kristján Daníel, f. 2016. Foreldrar : Páll Skaftason, f.
Meira
Reykjanesbær Elva Björk Þórisdóttir er fædd á Landspítalanum við Hringbraut í Reykjavík þann 15. mars 2018. Fæðingarstundin var kl. 09.00 um morguninn. Þegar hún fæddist vó hún 4.376 grömm og var að lengd 52 cm.
Meira
100 ára Kristrún Sigurfinnsdóttir 90 ára Guðný Jónasdóttir Kristín Brynja Árnadóttir Sigríður Vilhjálmsdóttir Sigurður Jensson Þórunn Gottliebsdóttir 85 ára Anna Baldvinsdóttir Hilmar Eyjólfsson Sigurveig Sigurjónsdóttir Svava Sveinbjörnsdóttir 80 ára...
Meira
Ég hef verið að skoða skáldskapinn síðustu viku liðins árs og er þar margt vel ort og skemmtilegt. Ég byrja á Leirnum á Ólafi Stefánssyni: Stefnir enn að áramótum enginn nær að spyrna fótum. Lífið rennur liðugt hjá.
Meira
Þá eru komin enn ein áramótin. Víkverji er dauðfeginn að sjá á bak 2018, sem var mjög erfitt fyrir hann persónulega. Svo leiðinlegt var árið að Víkverja verður helst hugsað til fleygra orða Elísabetar II.
Meira
3. janúar 1597 Heklugos hófst „með stórum eldgangi og jarðskjálftum svo þar sáust í einu loga átján eldar í fjallinu,“ eins og sagði í Skarðsárannál. Í tólf daga heyrðust „dunur með miklum brestum, álíkt sem fallbyssnahljóð“. 3.
Meira
Albanía Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Þótt seint verði sagt að miklir skyldleikar séu með Íslendingum og Albönum eiga þjóðirnar eitt og annað sameiginlegt þegar kemur að knattspyrnu.
Meira
Arnar Freyr Arnarsson, línumaður íslenska landsliðsins í handknattleik, fór ekki með landsliðinu til Noregs í gær þar sem það tekur þátt í fjögurra þjóða móti fyrir HM sem hefst eftir níu daga. Hann nefbrotnaði á milli jóla og nýárs.
Meira
Karlalandsliðið í blaki er á leið til hins lítt þekkta ríkis Moldóvu. Íslendingar mæta heimamönnum í undankeppni EM næsta sunnudag í höfuðborginni Chisinau. Íslenski hópurinn hélt utan í gærmorgun og kemur við í Belgíu.
Meira
Handbolti Kristján Jónsson kris@mbl.is Aron Pálmarsson verður væntanlega í lykilhlutverki hjá íslenska landsliðinu á heimsmeistaramótinu sem fram undan er í Þýskalandi og Danmörku síðar í þessum mánuði.
Meira
Birna Berg Haraldsdóttir, landsliðskona í handknattleik, sneri aftur á völlinn í gær eftir langa fjarveru. Birna var leikfær og tók þátt í leik með liði sínu Árósum gegn Viborg á útivelli í efstu deildinni í Danmörku.
Meira
* Christian Eriksen er orðinn markahæsti Daninn í sögu efstu deildar á Englandi eftir að hann skoraði eitt af mörkum Tottenham gegn Cardiff City í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á nýársdag.
Meira
Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans í japanska landsliðinu í handknattleik karla búa sig undir þátttöku á heimsmeistaramótinu þessa daga eins og leikmenn fleiri landsliða.
Meira
Danmörk Herning-Ikast – Esbjerg 23:26 • Rut Jónsdóttir skoraði ekki fyrir Esbjerg en var á leikskýrslu. Viborg – Aarhus United 25:25 • Birna Berg Haraldsdóttir skoraði 1 mark fyrir Aarhus...
Meira
*Danska knattspyrnukonan Katrine Veje gekk í gær til liðs við enska félagið Arsenal en hún hefur undanfarið ár leikið með Montpellier í Frakklandi.
Meira
Eftir átta daga hefur íslenska karlalandsliðið í handknattleik keppni á enn einu stórmótinu en 11. þessa mánaðar hefur liðið keppni á heimsmeistaramótinu þegar það mætir Króötum í fyrsta leik sínum í riðlakeppninni í München.
Meira
Körfubolti Kristján Jónsson kris@mbl.is Toppliðið í Dominos-deild karla, Tindastóll, hefur fengið liðsauka á miðju keppnistímabili en þar er á ferðinni kunnuglegt andlit í Skagafirðinum.
Meira
Hinn tvítugi Christian Pulisic varð í gær langdýrasti knattspyrnumaður Bandaríkjanna þegar enska félagið Chelsea keypti hann af Dortmund í Þýskalandi fyrir 58 milljónir punda, eða 64 milljónir evra.
Meira
„Ég lá í Óskari nánast til loka nýliðins árs og fór nánast niður á hnéð og bað hann að koma með okkur á HM en hann gaf sig ekki og þar við situr,“ sagði Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Japans í handknattleik karla, spurður hvort Óskar...
Meira
Karlalandslið Íslands í handknattleik er komið til Noregs þar sem það mætir Norðmönnum í Ósló í dag, í fyrstu umferð alþjóðlega mótsins Gjensidige Cup. Viðureign liðanna hefst klukkan 17.
Meira
Portúgalski knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo segir að árið 2018 hafi verið hans besta á ferlinum, þrátt fyrir að aðrir hafi skákað honum í kjöri á bestu leikmönnum liðins árs.
Meira
Grindvíkingar hafa fengið til sín nýjan markvörð fyrir átökin í knattspyrnunni á komandi keppnistímabili. Þeir hafa gert tveggja ára samning við serbneska markvörðinn Vladan Djogatovic.
Meira
Júlían J.K. Jóhannsson kraftlyftingamaður á von á að fá send bronsverðlaunin frá heimsmeistaramótinu 2018 en í ljós hefur komið að einn mótherja hans þar, Volodymyr Svistunov frá Úkraínu, féll á lyfjaprófi.
Meira
Starfsfólk hvers fyrirtækis er sem sagt lykillinn að árangursríkum viðbrögðum við breytingum, en eins og áður sagði þá er það fólki eðlislægt að óttast breytingar.
Meira
Eftir Henry Sanderson Fjárfestirinn Erik Prince segir að eftirspurn eftir hráefnum sem þarf í rafmagnsbílaframleiðslu muni aukast gríðarlega á komandi árum.
Meira
Fjármálamarkaður Fjármálaeftirlitið, FME, auglýsti í gær á vef sínum í fyrsta skipti eftir utanaðkomandi sérfræðingum til að sinna afmörkuðum og sértækum verkefnum innan stofnunarinnar.
Meira
Aukahluturinn Leitun er að stærra nafni í heimi iðn- og vöruhönnunar en Dieter Rams. Þessi 86 ára gamli Þjóðverji setti mark sitt rækilega á fagið og mótaði hönnuarmál sem margir reyna að apa eftir enn þann dag í dag. Má t.d.
Meira
Nám: Stúdent frá Fjölbrautaskólanum á Akranesi 1990; rekstrarfræðingur 1998 og viðskiptafræðingur 2006, hvort tveggja frá Bifröst og MBA frá Háskólanum í Reykjavík 2011.
Meira
Skúli Halldórsson sh@mbl.is Níu laxar, sem veiddust í fyrra í íslenskum ám, komu frá tveimur kvíastæðum, annars vegar úr Laugardal í Tálknafirði og hins vegar frá Hringsdal í Arnarfirði, samkvæmt rannsókn Hafrannsóknastofnunar.
Meira
Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Uppbygging verðbréfamarkaðarins hélt áfram á árinu 2018, og alþjóðlegar tengingar jukust. Velta í hlutabréfum var fimmtungi minni en í fyrra.
Meira
Bókin Það er við hæfi í upphafi nýs árs að skoða hvaða leiðir mætti fara til að bæta heiminn. Ef marka má nýja bók Rob Reich eru gjafir til góðgerðamála ekki lausnin, eða alltént ekki risagjafir bandarískra auðmanna.
Meira
Þótt flestar vísitölur bendi til að frelsi í heiminum hafi aukist hina síðari áratugi hefur hið upplýsta samfélag Vesturlanda einnig haft lag á því að gera hlutina leiðinlegri en áður.
Meira
Smáratívolíi lokað og Sleggjan seld Móðurfélag Toys 'R' Us gjaldþrota Óverðtryggð lán stóraukast Íslenskt kjöt í allar wellington-steikur Mikill meirihluti lántaka leitar nú...
Meira
Samskip Þórunn Inga Ingjaldsdóttir hefur verið ráðin markaðsstjóri Samskipa á Íslandi. Þórunn hefur yfir 18 ára reynslu í markaðs- og kynningarmálum, samkvæmt tilkynningu frá Samskipum.
Meira
Pétur Hreinsson peturhreins@mbl.is Seðlabanki Íslands opnar nýjan gagnavef þar sem nálgast má efnahagsannál og hagtölur síðustu 100 ára á aðgengilegan hátt.
Meira
Fyrstu grænu skuldabréfin voru tekin til skráningar í Kauphöll Íslands við hátíðlega athöfn á dögunum, en borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, hringdi Kauphallarbjöllunni við þetta tækifæri.
Meira
Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Grímur Sæmundsen segir að tilefni sé til að ætla að ferðaþjónustunni muni vegna vel á nýju ári. Hins vegar þurfi að halda rétt á spilunum til þess að svo megi verða.
Meira
Framundan eru tímamót hjá Öskju því um miðjan mánuðinn opnar fyrirtækið nýtt sölu- og þjónustuhús fyrir Kia á Krókhálsi. Hljóðið er gott í Jóni Trausta forstjóra, þó það væri eflaust enn betra ef minna flökt væri á gengi krónunnar.
Meira
Pétur Hreinsson peturhreins@mbl.is Í hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið hér á landi var fjallað um vandamál íslensks hlutabréfamarkaðar. Þar fer Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði, yfir sjö leiðir til að efla virkni fjármálamarkaða.
Meira
Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Lífeyrissjóðir hafa lækkað veðhlutföll sjóðfélagalána vegna aukinnar aðsóknar í lánin og í viðleitni til að draga úr áhættu.
Meira
Orkusalan Heiða Halldórsdóttir hefur verið ráðin í starf markaðsstjóra Orkusölunnar, en hún hefur undanfarin tvö ár verið markaðsstjóri hjá Jarðböðunum við Mývatn, að því er segir í tilkynningu.
Meira
Byggingamarkaður Um 12.500 kaupsamningum var þinglýst árið 2018 á landinu öllu og námu heildarviðskipti með fasteignir um 550 milljörðum króna. Þetta kemur fram í frétt á vef Þjóðskrár Íslands.
Meira
Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Líkur eru á að bæði neytendur og stjórnvöld muni leggja aukna áherslu á að reynt verði að lágmarka þjáningu fisks við veiðar og slátrun. Fyrirmyndarvinnubrögð gætu skapað samkeppnisforskot og jafnvel skilað sér í hærra verði.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.