Greinar mánudaginn 14. janúar 2019

Fréttir

14. janúar 2019 | Innlendar fréttir | 185 orð | 1 mynd

Aukin aðsókn á Ljóðasetrið

Veronika S. Magnúsdóttir veronika@mbl.is Stóraukin aðsókn er á Ljóðasetur Íslands á Siglufirði, eftir að breska ferðaskrifstofan Super Break hóf að bjóða upp á beint flug frá Bretlandi til Akureyrar á veturna. Meira
14. janúar 2019 | Innlendar fréttir | 130 orð | 1 mynd

„Við erum að tala saman“

Samninganefndir iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins hittast aftur í dag til viðræðna. Síðasti fundur var á laugardaginn var. Meira
14. janúar 2019 | Innlendar fréttir | 664 orð | 1 mynd

Bjargföst sannfæring

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Engin fjárfesting í byggðarmálum er betri en að bæta innviði í samgöngum. Það er mín bjargfasta sannfæring enda höfum við oft séð straumhvörf og þróun mála snúast við þegar jarðgöng eða betri vegir eru komnir. Meira
14. janúar 2019 | Innlendar fréttir | 80 orð | 1 mynd

Dropsteinum skilað

Árna B. Stefánssyni, augnlækni og hellakönnuði, voru nýlega afhent þrjú dropsteinabrot sem tekin voru úr Surtshelli/Stefánshelli líklega fyrir um 100 árum. Dropsteinunum var skilað í kjölfar viðtals við Árna í Morgunblaðinu 10. nóvember sl. Meira
14. janúar 2019 | Innlendar fréttir | 262 orð | 1 mynd

Eiríkur Ingólfsson viðskiptafræðingur

Eiríkur Ingólfsson viðskiptafræðingur lést á heimili sínu í Fredrikstad í Noregi 9. janúar, 58 ára gamall. Eiríkur fæddist í Reykjavík 3. júlí 1960 og var sonur séra Ingólfs Guðmundssonar, síðar lektors og námstjóra, og Áslaugar Eiríksdóttur bókavarðar. Meira
14. janúar 2019 | Innlendar fréttir | 103 orð | 1 mynd

Eldur í bíl og hjólhýsi úti á Granda

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á fimmta tímanum á laugardag vegna elds sem kom upp í hjólhýsi á Granda í Vesturbæ Reykjavíkur. Mikinn svartan reyk lagði frá hjólhýsinu að sögn sjónarvotta. Meira
14. janúar 2019 | Innlendar fréttir | 551 orð | 2 myndir

Eykur samkeppni meðal námsmanna

Sviðsljós Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri, segir það mjög jákvætt að horft sé til þess að fólk geti komið inn í háskólana á mismunandi forsendum en það muni hins vegar auka samkeppni um námsstöður. Meira
14. janúar 2019 | Erlendar fréttir | 61 orð | 1 mynd

Fjöldamótmæli gegn Nicolás Maduro í Argentínu

Venesúelamenn búsettir í Argentínu komu saman í Búenos Aíres á laugardaginn til að mótmæla stjórn Nicolás Maduros, forseta Venesúela. Hér sjást mótmælendur með grímur af andliti forsetans. Meira
14. janúar 2019 | Innlendar fréttir | 113 orð | 1 mynd

Frekari skoðun nauðsynleg

Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, tók í síðustu viku vel í fyrirhugað frumvarp um breytingar á inntökuskilyrðum háskólanna. Meira
14. janúar 2019 | Innlendar fréttir | 210 orð

Fundið að starfsemi skjalasafna

Þorgrímur Kári Snævarr thorgrimur@mbl.is Ýmsar athugasemdir við starfsemi héraðsskjalasafna hér á landi eru gerðar í skýrslu Þjóðskjalasafns Íslands sem kom út í desember. Meira
14. janúar 2019 | Innlendar fréttir | 436 orð | 2 myndir

Furða sig á að heilsustyrkur sé skorinn niður

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Nokkurrar óánægju virðist gæta meðal félagsmanna BHM eftir að tilkynnt var um skerðingu á úthlutunum úr sjúkrasjóði félagsins í síðasta mánuði. Meira
14. janúar 2019 | Erlendar fréttir | 233 orð | 1 mynd

Gamall skæruliði loks handtekinn

Þorgrímur Kári Snævarr thorgrimur@mbl.is Bólivísk yfirvöld handtóku í fyrradag Cesare Battisti, fyrrum meðlim í ítölskum kommúnískum skæruliðasamtökum, sem sakfelldur var fyrir fjögur morð á Ítalíu á áttunda áratug síðustu aldar. Meira
14. janúar 2019 | Innlendar fréttir | 98 orð | 1 mynd

Hættir sem sveitarstjóri á Súðavík

Pétur G. Markan sagði starfi sínu lausu sem sveitarstjóri Súðavíkurhrepps á fundi bæjarstjórnar fyrir helgi. Pétur hóf störf fyrir Súðavíkurhrepp árið 2014. Þetta kemur fram í fundargerð sveitarfélagsins. Meira
14. janúar 2019 | Innlendar fréttir | 57 orð | 1 mynd

Í kringum tjörnina á fjórum jafnfljótum

Árleg nýársganga Cavalier-deildar Hundaræktarfélags Íslands fór fram í miðborg Reykjavíkur í gær og kom góður fjöldi eigenda fjörugra ferfætlinga saman við ráðhús Reykjavíkur áður en gengið var í kringum Reykjavíkurtjörn. Meira
14. janúar 2019 | Innlendar fréttir | 47 orð | 1 mynd

Ísland þarf þrjá sigra eftir tap gegn Spánverjum

Íslenska karlalandsliðið í handknattleik tapaði fyrir Evrópumeisturum Spánverja, 32:25, í öðrum leik sínum á heimsmeistaramótinu í München í gær. Meira
14. janúar 2019 | Innlendar fréttir | 315 orð | 1 mynd

JóiPé og Króli vinsælastir í fyrra

JóiPé og Króli eru vinsælustu tónlistarmenn ársins 2018 samkvæmt Tónlistanum og Lagalistanum sem unnir eru hjá Félagi hljómplötuframleiðenda. Á Tónlistanum koma fram vinsælustu plötur ársins en á Lagalistanum þau vinsælustu. Meira
14. janúar 2019 | Erlendar fréttir | 98 orð | 1 mynd

Kallað eftir endurtalningu

Þróunarsamband Suður-Afríkuþjóða (SADC) kallaði í gær eftir endurtalningu á atkvæðum eftir forsetakosningarnar sem fóru fram í Austur-Kongó um áramótin. Meira
14. janúar 2019 | Innlendar fréttir | 285 orð | 2 myndir

Kanna hvort safnið aðhafist í málinu

Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl. Meira
14. janúar 2019 | Innlendar fréttir | 190 orð | 1 mynd

Leggja til úrbætur vegna Braggans

Sjálfstæðismenn leggja fram tvær tillögur í borgarstjórn á morgun í tengslum við Braggamálið svonefnda. Meira
14. janúar 2019 | Innlendar fréttir | 449 orð | 3 myndir

Lýstu áhyggjum hjá ríkisendurskoðanda

Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl. Meira
14. janúar 2019 | Innlendar fréttir | 243 orð | 1 mynd

Mikil fjölgun á skipakomum

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Hafnasamlag Norðurlands auglýsti í síðasta mánuði eftir tilboðum í lengingu Tangabryggju á Akureyri. Tvö tilboð bárust í verkið og var það lægra frá Árna Helgasyni á Ólafsfirði, 168,4 milljónir króna. Meira
14. janúar 2019 | Innlendar fréttir | 247 orð | 2 myndir

Ræða mál Einars í dag

Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Stjórn launasjóðs listamanna mun í dag funda vegna úthlutunar úr sjóðnum sem tilkynnt var um nú fyrir helgi. Meira
14. janúar 2019 | Innlendar fréttir | 463 orð

Sífellt fleiri leita lækninga ytra

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Vel á annað þúsund Íslendingar leituðu sér læknismeðferðar erlendis árið 2018 og fengu kostnaðinn niðurgreiddan af Sjúkratryggingum Íslands. Meira
14. janúar 2019 | Innlendar fréttir | 135 orð | 1 mynd

Skiptir máli að söluferlið sé opið

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði í viðtali í kvöldfréttum RÚV í gærkvöldi að ríkið yrði að draga úr eignarhaldi sínu á bönkunum. Það fæli í sér að selja Íslandsbanka og halda eftir 35-40% hlut í Landsbankanum. Meira
14. janúar 2019 | Innlendar fréttir | 318 orð | 2 myndir

Slæm staða í efri byggðum

Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Staðan í efri byggðum Kópavogs er óviðunandi hvað varðar viðbragðstíma,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. Meira
14. janúar 2019 | Innlendar fréttir | 174 orð | 1 mynd

Sprenging í læknismeðferðum erlendis

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Mikil aukning hefur orðið í sókn Íslendinga í læknismeðferðir ytra milli ára, til að mynda vegna tannlækninga. Alls sóttu 1.268 Íslendingar sér læknismeðferð erlendis í fyrra, samanborið við 781 árið 2017. Meira
14. janúar 2019 | Erlendar fréttir | 386 orð

Stofnar grísku stjórninni í hættu

Þorgrímur Kári Snævarr thorgrimur@mbl.is Lengi hefur verið deilt um það hvort Lýðveldið Makedónía eigi nokkurt tilkall til nafnsins Makedóníu. Nú hefur þessi deila teflt framtíð ríkisstjórnar Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, í tvísýnu. Meira
14. janúar 2019 | Innlendar fréttir | 46 orð

Stytta þarf viðbragðstímann

Viðbragðstími í efri byggðum Kópavogs er óviðunandi að sögn Jóns Viðars Matthíassonar, slökkviliðsstjóra Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Meira
14. janúar 2019 | Innlendar fréttir | 405 orð | 2 myndir

Stærsti rafíþróttaviðburður landsins

Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Rafíþróttasamtök Íslands í samstarfi við Íþróttabandalag Reykjavíkur ætla að halda stærsta rafíþróttaviðburð Íslands á Reykjavíkurleikunum í ár. Meira
14. janúar 2019 | Innlendar fréttir | 207 orð | 8 myndir

Vaðlaheiðargöng formlega opnuð

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Viðamikil opnunarhátíð Vaðlaheiðarganga var haldin á laugardaginn var, 12. janúar. Umferð hófst um göngin 21. desember sl. og var þeim lokað á laugardag vegna hátíðarhaldanna. Meira
14. janúar 2019 | Innlendar fréttir | 67 orð | 1 mynd

Vetrarstilla við Rauðavatn

Snjóföl á jörðu og hækkandi sól varpaði birtu á Rauðavatnið í gær. Það var ekki amalegt að spretta úr spori á viljugum fáki þótt það væri kalt. Íslenska lopapeysan kom sér vel til að halda hita á knapanum. Meira
14. janúar 2019 | Innlendar fréttir | 286 orð | 1 mynd

Vilja eignarrétt sinn staðfestan

Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Eignardómsstefna var höfðuð fyrir Héraðsdómi Suðurlands 21. desember 2018 til öflunar dóms um eignarrétt íslenska ríkisins yfir jörðinni Felli í Mýrdalshreppi. Þetta kom fram í Lögbirtingarblaðinu 11. janúar sl. Meira
14. janúar 2019 | Innlendar fréttir | 204 orð

VR stendur við hækkanir

Veronika S. Magnúsdóttir veronika@mbl.is VR mun standa við hækkun á mánaðarlaunum starfsmanna félagsins, hvort sem kröfurnar verða uppfylltar þegar kjarasamningar nást eða ekki. Þetta staðfestir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Meira
14. janúar 2019 | Innlendar fréttir | 372 orð | 2 myndir

Þremur dropsteinabrotum skilað

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Árna B. Stefánssyni, augnlækni og hellakönnuði, voru nýlega afhent þrjú dropsteinabrot sem tekin voru úr Surtshelli/Stefánshelli líklega í kringum 1920, fyrir um 100 árum. Meira
14. janúar 2019 | Innlendar fréttir | 69 orð

Þrjár kynslóðir

„Dropasteinarnir komu líklega frá Kristínu Þorkelsdóttur ömmusystur minni á Kolsstöðum í Hvítársíðu,“ sagði Þórdís Kristjánsdóttir. „Þórdís amma mín í Skógsnesi í Flóahreppi fékk steinana. Meira

Ritstjórnargreinar

14. janúar 2019 | Staksteinar | 192 orð | 1 mynd

Er þörf á að hækka skatta á bifreiðar?

Ríkið áætlar að skattleggja bifreiðaeigendur um nær 50 milljarða króna á þessu ári. Meira en þriðjungur þeirrar fjárhæðar, um 18 milljarðar króna, á að fara til annarra mála en vegagerðar. Meira
14. janúar 2019 | Leiðarar | 642 orð

Mikið í húfi

Næstu dagar geta ráðið miklu um kjör almennings hér á landi á næstu árum Meira

Menning

14. janúar 2019 | Hugvísindi | 67 orð | 1 mynd

Deilur í Þjóðminjasafni

Hádegisfyrirlestrar Sagnfræðingafélags Íslands hefjast á ný á morgun kl. 12.05 í samvinnu við Þjóðminjasafn Íslands þar sem þeir eru haldnir. Meira
14. janúar 2019 | Fólk í fréttum | 123 orð | 1 mynd

Éttu eða vertu étinn opnuð í Gallery Porti

Hjálmar Vestergaard Guðmundsson opnaði í fyrradag málverkasýninguna Éttu eða vertu étinn í Gallery Porti á Laugavegi 23b. Meira
14. janúar 2019 | Tónlist | 879 orð | 2 myndir

Finnur listrænt svigrúm í óræðu rými

Viðtal Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Eftir langa dvöl erlendis er Arnbjörg María Daníelsen komin aftur til Íslands – allavega í bili – til að starfa sem dagskrárstjóri og listrænn stjórnandi í Norræna húsinu. Meira
14. janúar 2019 | Fjölmiðlar | 197 orð | 1 mynd

Hrellir í helli eltir eltihrelli

Rétt um miðnætti fékk ég ábendingu frá vinkonu minni um að horfa á þáttinn You , sem sýndur er á Netflix. Sex klukkustundum síðar fór ég að sofa, þá búinn að „binge-a“ megnið af þáttunum. Ég kláraði þá svo við fyrsta tækifæri morguninn... Meira
14. janúar 2019 | Tónlist | 395 orð

Kveið því að snúa til baka

Kannski er ferill Arnbjargar til marks um ákveðna breytingu sem er að verða á högum og starfsaðstæðum íslenskra listamanna. Meira
14. janúar 2019 | Fólk í fréttum | 33 orð | 4 myndir

Sýning á verkum sex útskriftarnema Ljósmyndaskólans var opnuð á...

Sýning á verkum sex útskriftarnema Ljósmyndaskólans var opnuð á Hólmaslóð 6 á Granda föstudaginn 11. janúar. Sýnendur eru Ásgeir Pétursson, Helga Laufey Ásgeirsdóttir, Hjördís Jónsdóttir, Kamil Grygo, Sonja Margrét Ólafsdóttir og Þórsteinn... Meira
14. janúar 2019 | Fólk í fréttum | 79 orð | 5 myndir

Sýningin Ó, hve hljótt var opnuð í Gerðarsafni í fyrradag. Á henni má...

Sýningin Ó, hve hljótt var opnuð í Gerðarsafni í fyrradag. Á henni má sjá verk eftir þekkta erlenda listamenn, þá Doug Aitken, Charles de Meaux, Dominique Gonzalez-Foerster, Pierre Huyghe, Ange Leccia, Romain Kronenberg og Lornu Simpson. Meira

Umræðan

14. janúar 2019 | Aðsent efni | 781 orð | 1 mynd

Bölmóður eða manndómur?

Eftir Ársæl Þórðarson: "Verkamannastörf eru undirstaðan undir öll önnur störf, þar lærir fólk að stilla saman hug og hönd, beita vélum, verkfærum og sýna verktækni." Meira
14. janúar 2019 | Aðsent efni | 565 orð | 1 mynd

Hver kann svo sem að biðja?

Eftir Sigurbjörn Þorkelsson: "Ég get þó upplýst að ég bið reglulega. Og það iðulega með fátæklegum orðum, skertri athygli en engu að síður í hjartans einlægni og fyllsta trausti." Meira
14. janúar 2019 | Pistlar | 369 orð | 1 mynd

Jákvæð þróun í lyfjaávísunum

Á síðasta ári dró verulega úr ávísunum lækna á lyf sem valdið geta ávana og fíkn en tölur landlæknisembættisins sýna að ávísunum á ópíóíðalyf, sem eru sterk verkja- og róandi lyf, og methýlfenidat, sem er örvandi lyf, fækkaði umtalsvert. Meira
14. janúar 2019 | Aðsent efni | 853 orð | 1 mynd

Krónan og hælbítar hennar

Eftir Þorbjörn Guðjónsson: "Verði ekki gripið til ráðstafana til að minnka bilið milli þeirra verr settu og hinna sem hærri hafa launin munu óánægjan og flokkadrættir magnast." Meira
14. janúar 2019 | Aðsent efni | 431 orð | 1 mynd

Laun hafa hækkað miklu meira en lífeyrir TR

Eftir Björgvin Guðmundsson: "Aldraðir og öryrkjar hafa verið skildir eftir í kjara- og launaþróun. Lög hafa verið brotin á þeim. Þeir geta ekki sætt sig við slíka meðferð." Meira
14. janúar 2019 | Aðsent efni | 729 orð | 1 mynd

Maður var nefndur

Eftir Ólaf Þ. Jónsson: "Nú líkir Jón Baldvin ESB við brennandi hús sem enginn maður fer inn í." Meira
14. janúar 2019 | Aðsent efni | 842 orð | 1 mynd

Ný hugsun, lífsskrá og líknarrými í öldrunarþjónustu

Eftir Pálma V. Jónsson: "Gagnstætt hugmyndunum um hinn helga stein og áhyggjulaust ævikvöld er ellin undir það síðasta ekkert lamb að leika við." Meira
14. janúar 2019 | Aðsent efni | 751 orð | 1 mynd

Orkuvinnsla og auðlindagjald

Eftir Skúla Jóhannsson: "Greinarmunur er gerður á takmarkaðri auðlind þar sem nýting hefur áhrif á endingu og endurnýjanlegri auðlind þar sem nýting hefur ekki áhrif." Meira
14. janúar 2019 | Aðsent efni | 1188 orð | 1 mynd

Uppdráttarsýki

Eftir Tómas Inga Olrich: "Þessi nýja hugmynd um stjórnarskrárbreytingu er annarleg og ekki beinlínis til merkis um að grundvöllur lýðræðisins sé að styrkjast." Meira

Minningargreinar

14. janúar 2019 | Minningargreinar | 976 orð | 1 mynd

Alda Þorgrímsdóttir

Alda Þorgrímsdóttir fæddist í Hjarðarholti við Hofsós 11. ágúst 1936. Hún lést á sjúkrahúsinu á Akureyri 4. janúar 2019. Hún er næstyngsta barn hjónanna Þorgríms Þorleifssonar, f. 1901, og Kristjönu Guðrúnar Tómasdóttur, f. 1908. Meira  Kaupa minningabók
14. janúar 2019 | Minningargrein á mbl.is | 1538 orð | ókeypis

Birna Jóhanna Jónsdóttir

Birna Jóhanna Jónsdóttir fæddist í Reykjavík 5. apríl 1931. Hún lést á Landspítalanum 1. janúar 2019. Foreldrar hennar voru Kristín Júnía Einarsdóttir og Jón Björgvin Jónsson. Meira  Kaupa minningabók
14. janúar 2019 | Minningargreinar | 2519 orð | 1 mynd

Birna Jóhanna Jónsdóttir

Birna Jóhanna Jónsdóttir fæddist í Reykjavík 5. apríl 1931. Hún lést á Landspítalanum 1. janúar 2019. Foreldrar hennar voru Kristín Júnía Einarsdóttir og Jón Björgvin Jónsson. Meira  Kaupa minningabók
14. janúar 2019 | Minningargreinar | 632 orð | 1 mynd

Eiður A. Breiðfjörð

Eiður A. Breiðfjörð fæddist í Reykjavík 17. ágúst 1933. Hann lést 1. janúar 2019. Foreldrar hans voru Agnar G. Breiðfjörð, f. 14. október 1910, d. 19. júní 1983, og Ólafía Bogadóttir Breiðfjörð, f. 9. nóvember 1914, d. 9. október 1998. Meira  Kaupa minningabók
14. janúar 2019 | Minningargreinar | 1091 orð | 1 mynd

Guðrún Sigurðardóttir

Guðrún Sigurðardóttir fæddist á Vilmundarstöðum í Reykholtsdal, Borgarfjarðarsýslu, 18. desember 1952. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 7. janúar 2019. Foreldrar hennar voru Hólmfríður Eysteinsdóttir, bóndi og verkakona, f. 18. Meira  Kaupa minningabók
14. janúar 2019 | Minningargreinar | 1610 orð | 1 mynd

Jón Trausti Sölvason

Jón Trausti fæddist í Reykjavík 9. apríl 1985. Hann lést á heimili sínu 22. desember 2018. Jón Trausti var elsta barn hjónanna Sölva Jónssonar vélvirkja, f. 18. janúar 1954, d. 28. október 1992, og Erlu Bragadóttur lífeindafræðings, f. 31. maí 1961. Meira  Kaupa minningabók
14. janúar 2019 | Minningargreinar | 578 orð | 1 mynd

Magnhildur Magnúsdóttir

Magnhildur Magnúsdóttir fæddist 10. desember 1940. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eir 23. desember 2018. Magnhildur ólst upp í Fagurhlíð í Landbroti og foreldrar hennar voru Magnús Dagbjartsson, f. 5.1. 1906, d. 10.1. Meira  Kaupa minningabók
14. janúar 2019 | Minningargreinar | 3836 orð | 1 mynd

Sigurbjörg Björgvinsdóttir

Sigurbjörg fæddist 1. nóvember 1941 á Stóru-Reykjum og ólst upp á Fyrir-Barði í Fljótum. Hún lést 13. desember 2018. Foreldrar hennar voru Sigurlína Jónína Jónsdóttir, f. 31. janúar 1922, d. 1. febrúar 1994, og Björgvin Abel Márusson, f. 5. Meira  Kaupa minningabók
14. janúar 2019 | Minningargreinar | 372 orð | 1 mynd

Steinunn Sigríður Jónasdóttir

Steinunn Sigríður Jónasdóttir fæddist í Norðurgötu 27, Akureyri, 19. september 1939. Hún lést á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 16. desember 2018. Foreldrar hennar voru Fanný Clausen, f. 27. febrúar 1915, d. 9. ágúst 1983, og Jónas Stefánsson, f. 9. Meira  Kaupa minningabók
14. janúar 2019 | Minningargreinar | 7119 orð | 1 mynd

Tryggvi Ólafsson

Tryggvi Ólafsson fæddist í Neskaupstað 1. júní 1940. Hann lést á Droplaugarstöðum 3. janúar 2019. Foreldrar hans voru Ólafur Magnússon skrifstofumaður, f. 5. jan. 1907, d. 31. okt. 1982, frá Fossárdal í Berufirði, og Sigríður Bjarnadóttir húsfreyja, f. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

14. janúar 2019 | Viðskiptafréttir | 207 orð | 1 mynd

Framleiðni vinnuafls á evrusvæði stendur í stað

Samkvæmt mælingum Eurostat sem birtar voru á föstudag stóð framleiðni vinnuafls evrulandanna í stað á þriðja fjórðungi síðasta árs. Er þetta í fyrsta skiptið í heilan áratug sem framleiðni á svæðinu eykst ekki á milli ársfjórðunga. Meira
14. janúar 2019 | Viðskiptafréttir | 200 orð | 1 mynd

Kafa dýpra ofan í mál Ghosns

Japanski bílaframleiðandinn Nissan hefur útvíkkað innanhússrannsókn á meintum brotum Carlosar Ghosn, fyrrverandi stjórnarformanns fyrirtækisins. Meira
14. janúar 2019 | Viðskiptafréttir | 506 orð | 3 myndir

Upplýstir neytendur munu sækja í græna framleiðslu

Viðtal Ásgeir Ingvarsson ai@mbl. Meira

Daglegt líf

14. janúar 2019 | Daglegt líf | 1181 orð | 5 myndir

Dramatísk saga sem ei má gleymast

Ungt fólk sem kom á Kristneshælið fyrir 1950 gaf lítið fyrir siðareglur, enda vissi það ekki hvort það næði því að verða þrítugt. „Þarna urðu til hjónabönd, ástir tókust milli starfsmanna og líka sjúklinga,“ segir María Pálsdóttir sem ætlar að opna berklasetur. Meira

Fastir þættir

14. janúar 2019 | Í dag | 159 orð | 1 mynd

1. Rf3 d5 2. b3 Rf6 3. Bb2 Bg4 4. e3 e6 5. d3 Be7 6. h3 Bxf3 7. Dxf3 O-O...

1. Rf3 d5 2. b3 Rf6 3. Bb2 Bg4 4. e3 e6 5. d3 Be7 6. h3 Bxf3 7. Dxf3 O-O 8. g3 a5 9. a4 Bb4+ 10. c3 Bd6 11. Bg2 Rbd7 12. O-O De7 13. De2 c6 14. Rd2 Hfe8 15. e4 dxe4 16. dxe4 Re5 17. f4 Bc5+ 18. Kh2 Red7 19. e5 Rd5 20. Hf3 Df8 21. Re4 Be7 22. c4 Rb4 23. Meira
14. janúar 2019 | Í dag | 123 orð | 1 mynd

6 til 9 Ísland vaknar Ásgeir Páll, Jón Axel og Kristín Sif rífa...

6 til 9 Ísland vaknar Ásgeir Páll, Jón Axel og Kristín Sif rífa landsmenn á fætur með gríni og glensi alla virka morgna. Sigríður Elva les traustar fréttir á hálftíma fresti. Meira
14. janúar 2019 | Árnað heilla | 58 orð | 1 mynd

Birkir Blær Ingólfsson

30 ára Birkir er Reykvíkingur og rithöfundur og er að skrifa handrit fyrir Sagafilm. Hann er einnig saxófónleikari. og er með BA gráðu í lögfræði frá HÍ. Maki : Vala Kristín Eiríksdóttir, f. 1991, leikkona hjá Borgarleikhúsinu. Meira
14. janúar 2019 | Árnað heilla | 53 orð | 1 mynd

Emelía Ósk Sveinsdóttir

40 ára Emelía býr á Egilsstöðum, er fædd þar og uppalin. Hún er heimavinnandi. Maki : Helgi Þórður Jóhannsson, f. 1973, vinnur hjá Alcoa. Börn : Belinda Amy, f. 2001, Birgitta Ísól, f. 2002, og Kristófer Máni, f. 2008. Foreldrar : Sveinn Vilhjálmsson,... Meira
14. janúar 2019 | Í dag | 166 orð

Fagurfræði. S-NS Norður &spade;KG85 &heart;6543 ⋄DG7 &klubs;K8...

Fagurfræði. S-NS Norður &spade;KG85 &heart;6543 ⋄DG7 &klubs;K8 Vestur Austur &spade;7 &spade;942 &heart;DG92 &heart;7 ⋄9532 ⋄ÁK108 &klubs;G1096 &klubs;D7543 Suður &spade;ÁD1063 &heart;ÁK108 ⋄64 &klubs;Á2 Suður spilar 4&spade;. Meira
14. janúar 2019 | Árnað heilla | 222 orð | 1 mynd

Í æfingabúðir með gjörningalistahópi

Guðrún Heiður Ísaksdóttir, myndlistarkona, sviðslistarkona, skáld og plötusnúður, á 30 ára á afmæli í dag. „Þessa dagana er ég að vinna mikið með hljómsveitinni minni the Post Performance Blues Band sem er líka gjörningalistahópur. Meira
14. janúar 2019 | Í dag | 269 orð

Jóhanns Dreyri og gamli Jarpur

Jónína Guðmundsdóttir sendi mér gott bréf, segist hafa lært eftirfarandi hestavísu örsmár krakki norður í Húnaþingi og skildi ekkert í þriðju línunni: Jóhanns Dreyri dável rann dreifði leir og sandi. Runnur geira góðhest þann Gils á eyrum þandi. Meira
14. janúar 2019 | Árnað heilla | 56 orð | 1 mynd

Karlotta Ósk Jónsdóttir

40 ára Karlotta er Kópavogsbúi og rannsóknarlögreglumaður á Suðurnesjum. Maki: Gunnar Ingi Bjarnason, f. 1987, byggingafr. og rekur eigið fyrirtæki. Börn : Birta Rós, f. 1997, Kristófer Emil, f. 1999, Aþena Lily, f. 2005, Emma Lovísa, f. Meira
14. janúar 2019 | Í dag | 18 orð

Lofaður sé Guð er hvorki vísaði bæn minni á bug né tók frá mér miskunn...

Lofaður sé Guð er hvorki vísaði bæn minni á bug né tók frá mér miskunn sína. (Sálm: 66. Meira
14. janúar 2019 | Í dag | 45 orð

Málið

Ekta galdrakarlar, eins og sá er stígvélaði kötturinn lék á, leggja sig ekki niður við spilagaldra. Það gera töframenn, sem fást við sjónhverfingar. Meira
14. janúar 2019 | Árnað heilla | 267 orð | 1 mynd

Ólafur Björnsson

Ólafur Björnsson fæddist 14. janúar 1884 í Reykjavík og ólst þar upp. Foreldrar hans voru hjónin Björn Jónsson, alþingismaður og ráðherra, f. 1846, d. 1912, og Elísabet Guðný Sveinsdóttir, f. 1839, d. 1922, húsfreyja. Meira
14. janúar 2019 | Árnað heilla | 30 orð | 1 mynd

Reykjavík Agnes Elva Ingadóttir fæddist 25. júlí 2018 kl. 17.08. Hún vó...

Reykjavík Agnes Elva Ingadóttir fæddist 25. júlí 2018 kl. 17.08. Hún vó 3.090 g og var 48 cm löng. Foreldrar hennar eru Sandra Dögg Jónsdóttir og Ingi Þór Jónsson... Meira
14. janúar 2019 | Í dag | 82 orð | 1 mynd

Svöluborgarinn

Hamborgarafrumsýningar Hamborgarafabrikkunnar vekja gjarnan athygli enda eru nýjustu hamborgararnir nefndir í höfuðið á íslenskum goðsögnum. Meira
14. janúar 2019 | Í dag | 98 orð | 2 myndir

Sýndu snilldartakta

Sá fáheyrði atburður átti sér stað á föstudagsmorgun að tveir af þáttastjórnendum Ísland vaknar reyndu að læra að syngja. Meira
14. janúar 2019 | Árnað heilla | 198 orð

Til hamingju með daginn

85 ára Ingibjörg Guðmundsdóttir 80 ára Gígja Friðgeirsdóttir Jón Helgason Steinn Erlingsson Vilborg Sigurðardóttir 75 ára Erla Einarsdóttir Gunnfríður Ingólfsdóttir Ingunn Þóra Erlendsdóttir Ólöf Marín Einarsdóttir Páll Guðmundsson Ragnheiður... Meira
14. janúar 2019 | Árnað heilla | 652 orð | 3 myndir

Valsari úr Vesturbænum

Helgi Magnússon fæddist í Reykjavík 14. janúar 1949. Fjölskyldan bjó þá á Grenimel en flutti á Einimel um miðjan sjöunda áratuginn. Helgi bjó í Reykjavík fyrstu árin eftir að hann flutti að heiman en hefur búið á Seltjarnarnesi síðustu 40 árin. Meira
14. janúar 2019 | Fastir þættir | 324 orð

Víkverji

Sáluhjálparar halda nú um stundir því sjónarmiði fram að fólk sem lendir í lífsháska og er á tæpu vaði eigi ekki að greina opinberlega frá reynslu sinni. Meira
14. janúar 2019 | Í dag | 94 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

14. janúar 1964 Fyrsta Reykjavíkurskákmótið hófst. Þátttakendur voru fjórtán, þar af fimm erlendir. Einn þeirra var Tal, fyrrverandi heimsmeistari, en hann sigraði með 12,5 vinninga af 13 mögulegum. Meira

Íþróttir

14. janúar 2019 | Íþróttir | 239 orð | 1 mynd

1. deild karla Vestri – Höttur 60:87 Staðan: Þór Ak...

1. deild karla Vestri – Höttur 60:87 Staðan: Þór Ak. 121111214:97422 Fjölnir 12931140:99018 Höttur 11831003:91216 Vestri 12751021:95214 Hamar 12751175:111014 Selfoss 1257989:98310 Sindri 13112984:12672 Snæfell 12012742:10800 1. Meira
14. janúar 2019 | Íþróttir | 585 orð | 2 myndir

Alltof mörg mistök

Í München Ívar Benediktsson iben@mbl.is „Spánverjar eru með hörkugott lið sem refsar fyrir hver mistök sem gerð eru. Meira
14. janúar 2019 | Íþróttir | 184 orð | 1 mynd

A-RIÐILL: Rússland – Kórea 34:27 Þýskaland – Brasilía 34:21...

A-RIÐILL: Rússland – Kórea 34:27 Þýskaland – Brasilía 34:21 Frakkland – Serbía 32:21 Staðan: Þýskaland 220064:404 Frakkland 220056:434 Rússland 211064:573 Serbía 201151:621 Brasilía 200243:580 Kórea 200246:640 Leikir í dag: 14. Meira
14. janúar 2019 | Íþróttir | 68 orð | 1 mynd

Aron mótherji Íslands í dag

Aron Kristjánsson og lærisveinar hans í liði Bareins eru þriðju mótherjar Íslands á HM í München í dag en viðureign liðanna hefst klukkan 14.30 að íslenskum tíma. Meira
14. janúar 2019 | Íþróttir | 735 orð | 2 myndir

Á brattann að sækja á flestum vígstöðvum

Í München Ívar Benediktsson iben@mbl.is Íslenska landsliðið er komið í þá stöðu á HM í handknattleik karla að það verður að vinna þrjá síðustu leiki sína í riðlakeppninni til þess að komast í milliriðla og ná þar með fyrsta markmiði sínu. Meira
14. janúar 2019 | Íþróttir | 108 orð | 1 mynd

Átta marka sigur SA

SA vann þægilegan 8:0-sigur á Reykjavík í 5. umferð Hertz-deildar kvenna í íshokkíi á Akureyri í fyrrakvöld. SA er búið að vinna alla fimm leiki liðanna á tímabilinu, en þetta eru einu liðin í deildinni á leiktíðinni. Meira
14. janúar 2019 | Íþróttir | 274 orð

„Allir komnir inn í mótið“

Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Morgunblaðið tók púlsinn á Ásgeiri Erni Hallgrímssyni, fyrrverandi landsliðsmanni í handknattleik og núverandi leikmanni Hauka í Olísdeild karla, að loknum öðrum leik Íslands á HM, gegn Spáni. Meira
14. janúar 2019 | Íþróttir | 210 orð | 1 mynd

EHF-bikar kvenna Storhamar – Esbjerg 28:28 • Rut Jónsdóttir...

EHF-bikar kvenna Storhamar – Esbjerg 28:28 • Rut Jónsdóttir skoraði ekki fyrir Esbjerg sem er með þrjú stig eftir tvo leiki í riðlakeppninni. Meira
14. janúar 2019 | Íþróttir | 380 orð | 1 mynd

England Everton – Bournemouth 2:0 • Gylfi Þór Sigurðsson lék...

England Everton – Bournemouth 2:0 • Gylfi Þór Sigurðsson lék í rúmar 90 mínútur með Everton og var þá skipt af velli. Burnley – Fulham 2:1 • Jóhann Berg Guðmundsson lék ekki með Burnley vegna meiðsla. Meira
14. janúar 2019 | Íþróttir | 798 orð | 3 myndir

Erfitt að fá ekki mat hjá mömmu á hverjum degi

11. umferð Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Sandra Erlingsdóttir átti frábæran leik fyrir Val gegn sínum gömlu liðsfélögum í ÍBV þegar liðin mættust í toppslag 11. umferðar Olísdeildar kvenna í handknattleik á Hlíðarenda í síðustu viku. Meira
14. janúar 2019 | Íþróttir | 50 orð | 1 mynd

Halldór þjálfar hjá Barein

Handknattleiksþjálfarinn Halldór Jóhann Sigfússon hefur tekið að sér að þjálfa U21 árs landslið Bareins í karlaflokki en liðið tekur þátt í heimsmeistaramótinu í þessum aldursflokki sem fram fer á Spáni í sumar. Halldór Jóhann er þjálfari karlaliðs FH. Meira
14. janúar 2019 | Íþróttir | 294 orð | 4 myndir

*Hin 17 ára gamla Iveta Ivanova úr Fylki vann á laugardag enn einu sinni...

*Hin 17 ára gamla Iveta Ivanova úr Fylki vann á laugardag enn einu sinni til verðlauna á alþjóðlegu móti. Hún sigraði þá í 53 kg flokki í unglingaflokki á móti í Nürburgring í Þýskalandi. Meira
14. janúar 2019 | Íþróttir | 122 orð | 1 mynd

HM hefst í Laugardal

Ísland mætir Ástralíu klukkan 17 í dag í fyrsta leiknum í 3. deild heimsmeistaramótsins í íshokkí pilta U20 ára en mótið fer fram í Skautahöllinni í Reykjavík og lýkur næsta sunnudag. Meira
14. janúar 2019 | Íþróttir | 423 orð | 1 mynd

Hreinar línur í riðli Íslands

Króatía og Makedónía unnu sína leiki eins og við mátti búast gegn Japan og Barein í B-riðli heimsmeistaramóts karla í handknattleik í München í gær og eru því með fjögur stig, eins og Spánverjar, eftir fyrstu tvær umferðirnar í riðlinum. Meira
14. janúar 2019 | Íþróttir | 58 orð | 1 mynd

KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, Dominos-deildin: Stykkishólmur...

KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, Dominos-deildin: Stykkishólmur: Snæfell – Keflavík 19.15 HANDKNATTLEIKUR 1. deild kvenna, Grill 66-deildin: Austurberg: ÍR – Víkingur 19.30 Hertz-höllin: Grótta – Fram U 19. Meira
14. janúar 2019 | Íþróttir | 108 orð | 1 mynd

Messi kominn með 400

Lionel Messi skráði nafn sitt enn og aftur í sögubækurnar er hann skoraði annað mark Barcelona í sannfærandi 3:0-sigri á Eibar á heimavelli í 1. deild spænska fótboltans í gærkvöld. Meira
14. janúar 2019 | Íþróttir | 120 orð | 1 mynd

Ragnheiður í framboð?

Ragnheiður Ríkharðsdóttir, fyrrverandi alþingismaður og bæjarstjóri í Mosfellsbæ, íhugar að bjóða sig fram í formannskjöri KSÍ 9. febrúar og skýrði frá því á Facebook í gær. Meira
14. janúar 2019 | Íþróttir | 90 orð | 1 mynd

Reykjavíkurmót karla A-riðill: ÍR – Fjölnir 0:2 B-riðill: KR...

Reykjavíkurmót karla A-riðill: ÍR – Fjölnir 0:2 B-riðill: KR – Fram 4:0 Fylkir – Þróttur R. 4:3 Reykjavíkurmót kvenna Fylkir – Valur 0:8 KR – HK/Víkingur 3:1 Þróttur R. Meira
14. janúar 2019 | Íþróttir | 277 orð | 1 mynd

Sagað af hælbeini til að hann kæmist í skóna

Kristján Jónsson kris@mbl.is Sigurður Egill Lárusson, leikmaður Íslandsmeistara Vals í knattspyrnu, er á batavegi eftir að hafa gengist undir aðgerð í nóvember. Sigurður segist búast við því að geta hafið æfingar á ný með Valsliðinu eftir mánuð eða svo. Meira
14. janúar 2019 | Íþróttir | 219 orð | 1 mynd

Síle galopnaði baráttuna í C-riðlinum

Danir og Norðmenn munu sigla áreynslulítið áfram úr C-riðli heimsmeistaramótsins í handknattleik eins og við var að búast en slagurinn um þriðja sætið í riðlinum tók óvænta stefnu á laugardaginn þegar önnur umferðin var leikin í Herning á Jótlandi. Meira
14. janúar 2019 | Íþróttir | 474 orð | 2 myndir

Solskjær styrkti stöðuna

England Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Ole Gunnar Solskjær styrkti sig tvímælalaust í sessi sem knattspyrnustjóri Manchester United í gær. Þá tókst hann á við sitt stærsta verkefni til þessa, eftir að hann tók við liðinu til bráðabirgða 19. Meira
14. janúar 2019 | Íþróttir | 144 orð | 2 myndir

Spánn – Ísland 32:25

Olympiahalle, München, lokakeppni HM, B-riðill, sunnudag 13. janúar. Gangur leiksins : 2:0, 3:4, 5:5, 8:6, 9:8, 13:9, 16:13, 19:14 , 19:16, 25:19, 27:20, 27:24, 30:24, 32:25 . Meira
14. janúar 2019 | Íþróttir | 296 orð | 1 mynd

Svíar á siglingu

Svíar, undir stjórn Kristjáns Andréssonar, virðast ætla að sigla vandræðalítið í gegnum D-riðil heimsmeistaramóts karla í handknattleik á „heimavelli“ sínum á Amager-eyju í Kaupmannahöfn. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.