Alls hafa borist 1.146 umsagnir um greinargerð um tímareikning á Íslandi á vef Samráðsgáttar. Til skoðunar er hvort færa eigi staðartíma nær sólartíma miðað við hnattræna legu landsins.
Meira
Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur frestað réttaráhrifum ákvörðunar Fiskistofu um sviptingu veiðileyfis Kleifabergs RE 70, togara Útgerðarfélags Reykjavíkur (ÚR).
Meira
„Hjúkrun er starf möguleika og tækifæra,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. „Það er gefandi að vera með fólki á þess erfiðustu sem gleðilegustu stundum. Hjúkrunarfræðingar eru hryggjarstykkið í heilbrigðiskerfinu.“
Meira
„Mér finnst alltaf gott að koma í fjós og vera í fjósi og innan um kýrnar. Þær eru yndislegar og gaman að vera með þeim. Þetta er með því skemmtilegra sem ég geri,“ segir Fjóla Kjartansdóttir, bóndi í Birtingaholti 4 í Hrunamannahreppi.
Meira
Fjör Vísindasmiðja Háskóla Íslands kom í heimsókn á Bókasafn Garðabæjar um helgina, en markmið hennar er að efla áhuga ungmenna á vísindum og fræðum með gagnvirkum og lifandi...
Meira
Póstnúmeranefnd hefur ekki fengið neitt formlegt erindi varðandi breytingu á póstnúmeri á Vatnsmýrinni í 102. Borgarráð Reykjavíkur samþykkti á föstudaginn tillögu borgarstjóra um að þess verði farið á leit við póstnúmeranefnd Íslandspósts að Vatnsmýri fái póstnúmerið 102, en lagt var til að sá hluti póstnúmers 101 sem er sunnan Hringbrautar breytist í póstnúmerið 102 en mörk við 107 og 105 haldist óbreytt.
Meira
Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Skútustaðahreppur hefur ákveðið, með stuðningi Vegagerðarinnar, að leggja göngu- og hjólastíg meðfram þjóðveginum frá Reykjahlíð að afleggjaranum að Dimmuborgun.
Meira
Nokkru færri félagsmenn í Grafíu stéttarfélagi í prent- og miðlunargreinum eru ósáttir með launakjör sín í könnun sem gerð var seint á seinasta ári en í sambærilegum könnunum á umliðnum árum.
Meira
Töluvert hefur snjóað á höfuðborgarsvæðinu undanfarna daga og grípa íbúar tækifærið og draga fram snjósleða og snjóþotur og njóta góðrar samverustundar í snjónum.
Meira
Baksvið Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Afburðagóð hey sem bændurnir á Hóli í Svarfaðardal öfluðu sumrin 2017 og 2018 skjóta þeim á topp listans yfir afurðamestu kúabúin á nýliðnu ári.
Meira
• Guðbjörg Pálsdóttir er fædd 1966. Ólst upp í Reykjavík og er stúdent frá Verslunarskóla Íslands. Útskrifaðist úr hjúkrunarfræði frá HÍ árið 1990 og með meistaragráðu í bráðahjúkrun frá Maryland-háskólanum í Baltimore í Bandaríkjunum 1997.
Meira
Mánaðarlaun félagsmanna í VM, Félagi vélstjóra og málmtæknimanna, sem starfa í landi, eru einna hæst í orkuverum og stóriðju ef litið er á niðurstöður eftir mismunandi starfsgreinum í nýbirtri launakönnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir félagið, sem...
Meira
Íslensku perlurnar er yfirskrift tónleika sem Jóhanna Guðrún heldur í Bæjarbíói á fimmtudag kl. 20.30. Á efnisskránni eru uppáhalds íslensku sönglögin að mati söngkonunnar. Þeirra á meðal eru Tvær stjörnur, Vetrarsól, Álfar og Slá í gegn.
Meira
Veronika S. Magnúsdóttir veronika@mbl.is Átta Íslendingar tóku þátt í hundrað kílómetra fjallahlaupinu Hong Kong 100 Ultra, sem lauk um helgina, en aðeins fimm þeirra luku keppni.
Meira
Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Niðurstöður átakshóps um húsnæðismál verða kynntar í kjölfar fundar samráðshóps stjórnvalda og heildarsamtaka á vinnumarkaði á morgun, en hópurinn lauk störfum um helgina. Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Meira
Vinnu við að endurnýja búnað „súluvarpsins“ úr Eldey er lokið. Útsendingar lágu niðri frá því um miðjan desember vegna skemmda á sólarrafhlöðum en þær komast í samt lag einhvern næstu daga. Stefnt er að því að lengja beinar útsendingar úr Eldey.
Meira
Til stendur að loka OZ-appinu um næstu mánaðamót. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ítarlegu viðtali við æðstu stjórnendur hugbúnaðarfyrirtækisins OZ sem birt hefur verið á fréttavef mbl.is.
Meira
Í greinargerð frumvarpsins er opnað á þann möguleika að hámark á milligjöld vegna debetkortafærslna verði einnig lækkað. Í ljósi örrar þróunar smágreiðslumiðlunar, m.a.
Meira
Netöryggissveit mun ekki geta sinnt hlutverki sínu samkvæmt frumvarpi til laga um öryggi net- og upplýsingakerfa mikilvægra innviða þar sem það tryggir ekki aðgengi sveitarinnar að nauðsynlegum upplýsingum með ótvíræðum hætti.
Meira
Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Frumvarp til laga um öryggi net- og upplýsingakerfi mikilvægra innviða tryggir ekki aðgengi netöryggissveitar að nauðsynlegum upplýsingum með ótvíræðum hætti þannig sveitin geti uppfyllt hlutverk sitt samkvæmt...
Meira
Samtök atvinnulífsins (SA) og iðnaðarmannafélögin ræddu um styttingu vinnuvikunnar í síðustu viku og samkvæmt frétt á vef Samiðnar er ekki ósennilegt að hægt verði að landa því máli í kjaraviðræðunum.
Meira
Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að hlutverk stjórnvalda muni ráða úrslitum um framhaldið í yfirstandandi kjaraviðræðum.
Meira
Magnús Heimir Jónasson Þorsteinn Ásgrímsson Þrír einstaklingar fengu minniháttar áverka í tveimur slysum sem áttu sér stað í gærkvöldi þegar tvær rútur með alls um 40 manns innanborðs fóru út af Vesturlandsvegi á Kjalarnesi.
Meira
Ísland tapaði fyrir Þýskalandi og Frakklandi á HM karla í handknattleik í Köln um helgina. Liðið mætir Brasilíu á morgun og þá kemur í ljós um hvaða sæti íslenska liðið spilar í keppninni.
Meira
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur ákveðið að fresta réttaráhrifum ákvörðunar Fiskistofu um að svipta togarann Kleifaberg RE 70 veiðileyfi sínu í tólf vikur vegna brottkasts, á meðan kæra Útgerðarfélags Reykjavíkur (ÚR) er til skoðunar.
Meira
Fréttaskýring Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Lægri þjónustugjöld verða vegna kreditkortanotkunar og lægra vöruverð til neytenda verði frumvarp fjármálaráðherra um svonefnd milligjöld fyrir kortatengdar greiðslur lögfest á Alþingi.
Meira
Kennsla hefst seinna í grunnskólanum NÚ í Hafnarfirði heldur en hjá skólum hins opinbera og hefur fyrirkomulagið reynst vel, en í janúar og desember hefst kennslan klukkan 10 og er til kl. 15.
Meira
Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Alþingi kemur saman á ný í dag eftir jólahlé og hefst þingfundur með munnlegri skýrslu forsætisráðherra og almennum umræðum um stöðuna í stjórnmálunum í byrjun árs og verkefnin framundan.
Meira
Jón Birgir Eiríksson Magnús Heimir Jónasson Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir samningsaðila þurfa að komast lengra í viðræðum sínum áður en stjórnvöld grípi til aðgerða til að greiða fyrir samningum.
Meira
Innan OECD eru öll þróuð ríki, þau ríki sem við berum okkur saman við. Hvergi innan OECD fer hærri hluti heildarframleiðslunnar í laun til almennings en á Íslandi, eða 63%.
Meira
Það tók nokkur ár fyrir fólkið á bak við Bíó Paradís að ná tökum á rekstrinum og segir Hrönn Sveinsdóttir að lykillinn að góðri aðsókn hafi verið fólginn í að byggja upp stemningu í kringum sýningarnar: „Þær sýningar sem fólk var að biðja um á Facebook voru ekki alltaf vel sóttar. Ef t.d. fimmtíu manns höfðu verið að grenja yfir því á netinu að við þyrftum að sýna Predator, þá mættu kannski ekki nema sjö – þegar búið var að eyða bæði miklum tíma og peningum í að bóka myndina og auglýsa,“ segir hún.
Meira
Undirrituð hefur lengi haft mikinn áhuga á mat. Að borða hann er þó helsta áhugamálið en skemmtilegt er þó líka að elda hann, mynda hann, skrifa um hann og lesa.
Meira
Bíó Paradís er menningarstofnun með ótal hlutverk, og nú síðast að kvikmyndahúsið er farið að skipa veigamikinn sess í menningarlífi aðfluttra Pólverja.
Meira
Sýningin Þetta vilja börnin sjá! var opnuð í Gerðubergi í gær en á henni má sjá myndlýsingar úr íslenskum barnabókum sem komu út í fyrra. Slíkar sýningar hafa verið haldnar 16 sinnum áður og að þessu sinni taka 19 myndhöfundar þátt og sýna verk...
Meira
Tvær sýningar voru opnaðar í Ásmundarsafni í fyrradag, annars vegar ný yfirlitssýning á verkum Ásmundar Sveinssonar, Undir sama himni, og hins vegar Skúlptúr og nánd, sýning á verkum Sigurðar Guðmundssonar.
Meira
Eftir Ómar G. Jónsson: "Ísbrestir sem heyrðust þarna gjarnan á vetrum á kyrrum vetrarkvöldum svo buldi í fjallasal Þingvalla- og Grafningsfjalla heyrast ekki lengur."
Meira
Rannsóknastofa í tómstundafræðum birti á dögunum niðurstöður rannsóknarinnar Heilsa og lífskjör skólanema sem unnin er að tilstuðlan Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (e. WHO). Niðurstöðurnar byggjast á svörum rúmlega 7.
Meira
Eftir Sigmund Davíð Gunnlaugsson: "Þrátt fyrir áhuga þingforseta á málinu virðist hann ekki hafa neinn áhuga á að rannsaka brotið, hvað þá að verja þá sem urðu fyrir því. Markmiðin liggja í augum uppi og tilgangurinn helgar meðalið. Lög og réttur eiga að víkja í tilraunum forseta til að svala hefndarþorsta sínum."
Meira
Árdís Jóna Freymóðsdóttir fæddist 25. júlí 1922. Hún lést 27. september 2018. Bálför Árdísar hefur farið fram í Kaliforníu og jarðarför á Íslandi fór fram í kyrrþey.
MeiraKaupa minningabók
Elena Gurevich fæddist í Moskvu 5. janúar 1957. Hún lést fyrir einu ári, 18. janúar 2018. Foreldrar hennar voru Aaron Ja. Gurevich, f. 12.5. 1924 í Moskvu, d. 5.8. 2006 í Moskvu, doktor í sagnfræði (PhD Hab.
MeiraKaupa minningabók
Kristín Ingveldur Ingólfsdóttir, Kiddý, fæddist 7. febrúar 1938. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 17. desember 2018. Foreldrar hennar voru Sigurjóna Anna Sófusdóttir, f. 26. janúar 1916, d. 16. febrúar 1984, og Ingólfur Eyjólfsson, f. 3.
MeiraKaupa minningabók
Kristín Jóna Guðlaugsdóttir fæddist í Reykjavík 17. febrúar 1937. Hún lést á Landakoti hinn 7. desember 2018. Foreldrar hennar voru þau Guðlaugur Júlíus Þorsteinsson, stýrimaður og síðar fisksali, f. 27. júlí 1909 í Reykjavík, d. 9.
MeiraKaupa minningabók
Þórdís Jóhannesdóttir fæddist á Ferjubakka í Borgarhreppi 5. ágúst 1938. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað 11. janúar 2019. Foreldrar hennar voru Eva Jónsdóttir frá Bíldudal í Arnarfirði og Jóhannes Einarsson, f.
MeiraKaupa minningabók
Ný skýrsla Framkvæmdasýslu ríkisins (FSR) bendir til að kostnaðarstjórnun hins opinbera hafi farið batnandi undanfarin ár, og það heyri til undantekninga að mikil frávik verði frá kostnaðaráætlunum.
Meira
Bjartsýni á að takist að finna farsæla lausn á viðskiptadeilum Bandaríkjanna og Kína er talin ein helsta skýringin á að bandarísku hlutabréfavísitölurnar hækkuðu töluvert í síðustu viku.
Meira
Fyrir helgina var Sólveig Pálsdóttir rithöfundur útnefnd bæjarlistamaður Seltjarnarness 2019. Þetta var í 23. sinn sem bæjarlistamaður Seltjarnarness var valinn, sem nú er í fyrsta sinn rithöfundur. Nafnbót þessari fylgir einnar millj. kr....
Meira
Á líðandi stundu. Litríkur gangur tilverunnar birtist í myndum fréttaveitunnar AFP. Veröldin öll er undir og margt brasar mannfólkið! Fögnum fjölbreytileika.
Meira
6 til 9 Ísland vaknar Ásgeir Páll, Jón Axel og Kristín Sif rífa landsmenn á fætur með gríni og glensi alla virka morgna. Sigríður Elva les traustar fréttir á hálftíma fresti. 9 til 12 Siggi Gunnars Skemmtileg tónlist og góðir gestir reka nefið inn.
Meira
Sigurlín Hermannsdóttir segir svo frá á Leir á fimmtudaginn: „Ég fór í bráðskemmtilegt 75 ára afmæli Ragnars Inga og varð mér úti um nýju limrubókina hans. Frábær bók og nú hugsa ég bara í limrum.
Meira
40 ára Björgvin er Reykvíkingur og tölvunarfræðingur. Maki : Ása Björk Valdimarsdóttir, f. 1988, tölvunarfræðingur hjá Cyren. Börn : Fenrir Breki, f. 2017. Foreldrar : Jóhann Helgi Helgason, f. 1959, leigubílstjóri, bús.
Meira
Björn Hannes Ragnar Oddsson Björnsson fæddist í Kaupmannahöfn 21. janúar 1895. Foreldrar hans voru hjónin Oddur Björnsson, f. 1865, d. 1945, prentmeistari og prentsmiðjustjóri á Akureyri, og Ingibjörg Benjamínsdóttir, f. 1861, d. 1945, húsfreyja.
Meira
Söng- og leikkonan Peggy Lee lést á heimili sínu í Bel Air á þessum degi árið 2002. Dánarorsökin var sykursýki og hjartaáfáll. Lee varð 81 árs gömul en hún fæddist 26. maí árið 1920.
Meira
Þriðja sería amerísku stjörnuleitarinnar, American Idol, var sýnd í sjónvarpi á þessum tíma árið 2004. Fyrir slysni lak í fjölmiðla listi yfir lög sem ekki voru leyfileg í áheyrnarprufunum það árið.
Meira
Varla verður þetta tungunni að bana, en „fjölgun“ er ögn áberandi í nafnorðavæðingunni. Dæmi: „Mikil fjölgun er meðal þeirra“ sem annars fjölgar mikið . „Fjölgun þeirra sem eru of feitir er mest í Tyrklandi.“ Þ.e.a.s.
Meira
Ólafsfjörður Natalía Fönn Jónsdóttir fæddist 16. maí 2018 kl. 17.21. Hún vó 2.896 g og var 47 cm löng. Foreldrar hennar eru Alda Hrönn Magnúsdóttir og Jón Bjarni Sigurjónsson...
Meira
30 ára Sigrún Vala fæddist í Vestmannaeyjum en býr á Selfossi. Hún er snyrtifr. á Snyrtistofunni Evu. Maki : Sindri Karl Kristinsson, f. 1989, bifvélavirki á Bílaþjónustu Péturs. Börn : Vilmundur Kristinn, f. 2011, og Patrekur Óliver, f. 2013.
Meira
Við uppsetningu þessa pistil sl. laugardag var stöðumyndum víxlað þannig að textinn passaði ekki við þær. Er pistillinn því birtur aftur og beðist er velvirðingar á mistökunum.
Meira
95 ára Erna Kristjánsdóttir 90 ára Svanhildur L. Aðalsteinsdóttir 85 ára Alda Sófusdóttir Árni Reynir Óskarsson Ástdís Lilja Óskarsdóttir Margrét Guðmundsdóttir Ragnar Birkir Jónsson 80 ára Guðmundur Sigurjónsson Gunnar J.
Meira
Árni Reynir Óskarsson og Ástdís Lilja Óskarsdóttir fæddust 21. janúar 1934 á Sjúkrahúsinu á Akureyri en ólust upp á Kóngsstöðum í Skíðadal. Haustið 1949 fluttu tvíburarnir og foreldrar frá Kóngsstöðum til Dalvíkur.
Meira
Margt forvitnilegt var að finna í Morgunblaði helgarinnar. Áhugaverð var frásögn af breytingum sem spáð er að verði á lífsháttum Vesturlandabúa. Hafragrautur í morgunmat, hrísgrjón í hádeginu og baunir í kvöldmat. Kjöt aðeins til spari.
Meira
21. janúar 1918 Mesta frost hér á landi, 38 stig á Celcius, mældist á Grímsstöðum og Möðrudal á Fjöllum. Þessi vetur var nefndur frostaveturinn mikli. 21.
Meira
40 ára Þórir er Keflvíkingur og er lögreglumaður hjá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum. Maki : Berglind Ósk Guðmundsdóttir, f. 1976, talmeinafræðingur hjá Reykjanesbæ. Börn : Andrea Ósk, f. 2003, og Ari Sævar, f. 2008. Foreldrar : Þorsteinn Marteinsson,...
Meira
Fremstu hlaupakonur landsins, Aníta Hinriksdóttir og Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, fara vel af stað í ár. Þær settu báðar mótsmet á Stórmóti ÍR í Laugardalshöll í gær. Guðbjörg í 200 metra hlaupi og Aníta í 800 metra hlaupi.
Meira
England Southampton – Everton 2:1 • Gylfi Þór Sigurðsson lék allan leikinn með Everton og skoraði mark liðsins. Watford – Burnley 0:0 • Jóhann Berg Guðmundsson lék ekki með Burnley vegna meiðsla.
Meira
Lærisveinar Arons Kristjánssonar í Barein höfnuðu í 20. sæti á heimsmeistaramóti karla í handbolta eftir 27:29-tap fyrir Austurríki í leiknum um 19. sætið í gær.
Meira
„Að sjálfsögðu var gaman að koma inn á leikvöllinn í fyrri hálfleik. Það hefur lengi verið draumur minn að leika á heimsmeistaramóti í handbolta með landsliðinu og ekki var það verra að draumurinn rættist í leik á móti heimsmeisturunum.
Meira
Ívar Benediktsson Köln Íslenska landsliðið í handknattleik karla tapaði fyrir þýska landsliðinu með fimm marka mun, 24:19, í fyrsta leik sínum í milliriðlakeppni HM í handknattleik í Lanxess-Arena á laugardagskvöldið.
Meira
Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Japans, þurfti að sætta sig við tap í öllum sjö leikjum liðsins á HM karla í handbolta. Japan hafnar því í 24. og neðsta sæti mótsins eftir 29:32-tap fyrir Angóla í gær.
Meira
Svíar, undir stjórn Kristjáns Andréssonar, eru í mikilli baráttu um að komast í undanúrslit á HM karla í handknattleik og að spila þar af leiðandi um verðlaun. Svíþjóð hefur jafn mörg stig og Danmörk á toppi milliriðils II.
Meira
England Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Liverpool er enn með fjögurra stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta eftir 4:3-sigur á Crystal Palace á Anfield á laugardaginn var í 23. umferðinni.
Meira
Íslands- og bikarmeistarar kvenna í handknattleik í Fram voru í miklu stuði í Vestmannaeyjum í gær og unnu átta marka sigur á öflugu liði ÍBV, 31:23, í Olís-deildinni. Leikurinn var liður í 13.
Meira
Reykjavíkurmót karla A-riðill: Valur – Leiknir R 1:1 Víkingur R. – Fjölnir 0:1 *Fjölnir 12, Leiknir R. 4, Valur 4, Víkingur R. 3, ÍR 0. Reykjavíkurmót kvenna Þróttur R.
Meira
Ísland hafnaði í 5. sæti í 3. deild heimsmeistaramóts karla 20 ára og yngri í íshokkí en mótinu lauk í Skautahöllinni í Laugardal í gær. Ísland hafði betur gegn Taívan, 5:3, í leiknum um 5. sætið í gær.
Meira
Kristján Jónsson kris@mbl.is „Á heildina litið þá sjáum við að margt er hægt að laga hjá okkar liði, bæði í vörn og sókn. En einnig er margt gott í leik liðsins.
Meira
Spánn Real Madrid – Sevilla 2:0 Huesca – Atlético Madrid 0:3 Barcelona – Leganés 3:1 Staða efstu liða: Barcelona 20144256:2146 Atlético Madrid 20118130:1341 Real Madrid 20113630:2436 Sevilla 2096531:2233 Alavés 2095622:2332 Getafe...
Meira
* Sverrir Ingi Ingason , landsliðsmaður í knattspyrnu, gæti verið á förum frá Rússlandi. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er gríska félagið PAOK í viðræðum við Rostov um kaup á miðverðinum.
Meira
Tvöfaldir bikarmeistarar Keflavíkur eru úr leik í Geysisbikar kvenna í körfubolta eftir 71:89-tap á heimavelli fyrir Val í átta liða úrslitum í gær. Valskonur eru því komnar í undanúrslit.
Meira
Patrekur Jóhannesson stýrði Austurríki til 29:27-sigurs á Barein í leiknum um 19. sæti á heimsmeistaramóti karla í handbolta í gær. Með því lauk þátttöku Austurríkis á HM og verður niðurstaðan að teljast vonbrigði.
Meira
Í Laugardal Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Aníta Hinriksdóttir og Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, fremstu hlaupakonur Íslands í dag, settu báðar mótsmet á Stórmóti ÍR í Laugardalshöll í gær.
Meira
Franskar öryggissveitir hnepptu um 300 manns í varðhald sem efnt höfðu til spellvirkja eða veitt lögreglu mótstöðu á tíundu laugardagsmótmælum gulvestunga í röð.
Meira
Tveir menn biðu bana og 20 slösuðust, þar af fjórir lífshættulega, í miklum eldsvoða í skíðabænum Courchevel í frönsku Ölpunum í gærmorgun. Um 60 manns var bjargað út úr brennandi þriggja hæða gistihúsi.
Meira
Flugmenn þotu Cargolux sendu út neyðarkall og sneru aftur til flugvallarins í Kuala Lumpur í Malasíu eftir að eldur kviknaði og reyk lagði inn í stjórnklefann. Atvikið átti sér stað síðastliðinn miðvikudag, 16. janúar.
Meira
Karlmaður hefur verið kærður fyrir að fljúga dróna nærri Heathrow-flugvellinum við London á aðfangadag. Maðurinn, George Rusu, flaug drónanum á opnu svæði skammt frá flugbrautum.
Meira
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.