Greinar þriðjudaginn 22. janúar 2019

Fréttir

22. janúar 2019 | Innlendar fréttir | 93 orð | 1 mynd

2,4 milljarðar umbúða í endurvinnslu

Endurvinnslan hefur tekið við 2,4 milljörðum eininga af einnota drykkjarvöruumbúðum á þeim tæplega 30 árum sem fyrirtækið hefur verið starfandi. Alls hafa verið greiddir 38,4 milljarðar kr. Meira
22. janúar 2019 | Innlendar fréttir | 109 orð

258 milljónir í öðru landi

Árið 2017 voru á heimsvísu 258 milljón manns sem bjuggu utan síns heimalands. Á starfssvæði WHO í Evrópu búa 920 milljónir manna og um 10% þeirra eru einstaklingar sem flutt höfðu þangað frá heimalandinu. Meira
22. janúar 2019 | Innlendar fréttir | 190 orð | 1 mynd

470 km skilja þau að

Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Hjalti Skaptason fór með eiginkonu sinni til 35 ára, Jónínu Þorsteinsdóttur Arndal, með áætlunarflugi til Húsavíkur í gærmorgun þar sem hún mun dvelja í hvíldarinnlögn á hjúkrunarheimili á Húsavík. Meira
22. janúar 2019 | Innlendar fréttir | 244 orð | 1 mynd

8,6% slysa af völdum eldri ökumanna

Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Samkvæmt tölum frá Samgöngustofu voru 8,6% af öllum slysum árið 2018 af völdum ökumanna 70 ára og eldri. Desember er undanskilinn í þeim tölum. Meira
22. janúar 2019 | Erlendar fréttir | 214 orð | 1 mynd

Boða nýjar refsiaðgerðir

Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Evrópusambandið tilkynnti í gær að það hygðist beita fjóra menn sem tengjast GRU, leyniþjónustu rússneska hersins, refsiaðgerðum vegna meintrar þátttöku þeirra í efnavopnaárásinni í Salisbury í mars á síðasta ári. Meira
22. janúar 2019 | Erlendar fréttir | 81 orð | 1 mynd

Býður sig fram í forvali demókrata

Kamala Harris, öldungadeildarþingmaður Demókrataflokksins í Kaliforníu, tilkynnti í gær að hún myndi bjóða sig fram í forvali flokksins fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. Meira
22. janúar 2019 | Innlendar fréttir | 30 orð | 1 mynd

Eggert

Skokk Nú viðrar heldur betur til útivistar í borginni, ekki einasta hefur fólk fagnað snjónum og dregið fram gönguskíði sín heldur er fátt meira hressandi en skokka úti í... Meira
22. janúar 2019 | Innlendar fréttir | 55 orð | 2 myndir

Fengu ekki ræðutíma

Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, óháðir þingmenn sem vikið var úr þingflokki Flokks fólksins í kjölfar Klausturmálsins, gagnrýndu forseta Alþingis við upphaf þingfundar í gær. Meira
22. janúar 2019 | Innlendar fréttir | 55 orð | 1 mynd

Ferðamenn leika sér í snjónum

Veturinn hefur minnt á sig síðustu daga og nú finnst varla auður blettur á landinu þegar styttist í að þorrinn gangi í garð. Ferðamenn sem sækja landið heim búast að sjálfsögðu við Íslandi snævi þöktu og þeim verður sannarlega að ósk sinni þessa dagana. Meira
22. janúar 2019 | Innlendar fréttir | 174 orð | 1 mynd

Fimmtungur landsmanna með húðflúr

Um fimmtungur landsmanna er með húðflúr, ef marka má niðurstöður Þjóðarpúls Gallup, og margir þeirra gætu hugsað sér að fá fleiri. Þá gæti ríflega fimmtungur þeirra sem eru ekki nú þegar flúraðir hugsað sér að fá sér húðflúr. Meira
22. janúar 2019 | Innlendar fréttir | 561 orð | 2 myndir

Fjölþjóðlegt samfélag í Vík

Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Með þarfir sem flestra íbúa í Mýrdalshreppi í huga er þorrablótið á Leikskálum í Vík um næstu helgi auglýst á íslensku, ensku og pólsku á heimasíðu hreppsins. Meira
22. janúar 2019 | Innlendar fréttir | 147 orð | 1 mynd

Fólk geri skíðin klár

Fari allt að óskum verður hægt að opna skíðasvæðið í Bláfjöllum á morgun eða hinn. Þetta sagði Einar Bjarnason, rekstrarstjóri í Bláfjöllum, í samtali við mbl.is í gær. Meira
22. janúar 2019 | Innlendar fréttir | 769 orð | 1 mynd

Frá Hafnarfirði til Húsavíkur

„Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá líður mér mjög illa og Jónína veit ekkert hvað er í gangi,“ segir Hjalti Skaptason sem fylgdi eiginkonu sinni, Jónínu Þorsteinsdóttur Arndal, til Húsavíkur með áætlunarflugi í gærmorgun en Jónína var greind með heilabilunarsjúkdóm fyrir tveimur árum. Jónína fékk hvíldarinnlögn í sex vikur á hjúkrunarheimili á Húsavík en hún hefur búið með eiginmanni sínum í Hafnarfirði. Meira
22. janúar 2019 | Innlendar fréttir | 126 orð | 1 mynd

Hekla og Aron voru vinsælustu nöfnin

Hekla var það nafn sem flestum stúlkubörnum var gefið í fyrra og flestum drengjum var gefið nafnið Aron. Þetta kemur fram í yfirliti á vefsíðu Þjóðskrár yfir vinsælustu nafngjafir síðasta árs. Meira
22. janúar 2019 | Innlendar fréttir | 134 orð | 1 mynd

Hrafnista styrkir fjölbreytt verkefni

Nýverið var einni milljón króna úthlutað til þriggja verkefna úr Rannsóknarsjóði Hrafnistu, en markmið hans er að stuðla að þróun og nýjungum í málefnum aldraðra. Meira
22. janúar 2019 | Innlendar fréttir | 405 orð | 1 mynd

Hrói höttur í Firðinum

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Bogfimi er kennd víða um land og nýjasta félagið á þeim vettvangi er Bogfimifélagið Hrói höttur í Hafnarfirði. Félagið var stofnað 3. september 2018 og fyrsta námskeiðið hófst í íþróttahúsi Hraunvallaskóla 3. Meira
22. janúar 2019 | Innlendar fréttir | 270 orð | 1 mynd

Húsnæðismálin í forgangi

Þing kom aftur saman eftir jólafrí í gær og hóf Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra almennar stjórnmálaumræður á Alþingi. Meira
22. janúar 2019 | Erlendar fréttir | 53 orð | 1 mynd

Ísraelar ráðast á skotmörk í Sýrlandi

Eldglæringar voru yfir Damaskus, höfuðborg Sýrlands, í gær þegar loftvarnafallbyssur reyndu að granda eldflaugum frá Ísrael, sem skotið var að nokkrum skotmörkum í nágrenni höfuðborgarinnar í gærmorgun. Meira
22. janúar 2019 | Innlendar fréttir | 99 orð | 1 mynd

Krónan tekur við umbúðunum

Krónan hefur sett upp sérstakt afpökkunarborð fyrir viðskiptavini í tveimur verslunum sínum, í Lindum og á Granda. Í fréttatilkynningu frá Krónunni segir að um sé að ræða visst milliskref hjá versluninni. Meira
22. janúar 2019 | Innlendar fréttir | 199 orð | 1 mynd

Kynslóðamunur að minnka

Það er vel þekkt að eldra fólk er mikilvægur viðskiptahópur fjölmargra fyrirtækja. Á efri árum á fólk gjarnan húsnæði skuldlaust, börnin eru farin að heiman og launin hafa náð hámarki með aukinni reynslu og ábyrgð. Meira
22. janúar 2019 | Erlendar fréttir | 225 orð | 1 mynd

Leitar enn eftir viðræðum

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær að hún myndi leita eftir frekari viðræðum við forkólfa Evrópusambandsins í þeirri von um að hægt yrði að finna leið til þess að ná samkomulagi um útgöngu Breta úr sambandinu fyrir 29. mars... Meira
22. janúar 2019 | Innlendar fréttir | 105 orð | 1 mynd

Mál Ágústs fari til siðanefndar

Erindi hefur borist til forsætisnefndar Alþingis þess efnis að vísa skuli máli Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, til siðanefndar Alþingis. Meira
22. janúar 2019 | Innlendar fréttir | 251 orð | 1 mynd

Metfjöldi skemmtiferðaskipa

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Árið 2019 verður tvímælalaust það stærsta hvað varðar skipakomur farþegaskipa og farþegafjölda hingað til lands. Þetta segir Erna Kristjánsdóttir, markaðsstjóri Faxaflóahafna. Meira
22. janúar 2019 | Erlendar fréttir | 118 orð

Ógilda ákvarðanir þingsins

Hæstiréttur Venesúela lýsti því yfir í gær að núverandi yfirstjórn þjóðþings landsins væri „ólögmæt“ og ógilti allar ákvarðanir þess. Meira
22. janúar 2019 | Innlendar fréttir | 160 orð

Sala á mjólkurafurðum minni en áður

Sala á mjólkurafurðum minnkaði á nýliðnu ári. Er það í fyrsta skipti í um áratug sem salan minnkar en á þessu tímabili hefur hún aukist stórlega, sérstaklega sala á fituríkum afurðum. Meira
22. janúar 2019 | Innlendar fréttir | 397 orð | 1 mynd

Sala mjólkurafurða farin að minnka

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Sala á mjólkurafurðum minnkaði á nýliðnu ári. Er það í fyrsta skipti í um áratug sem salan minnkar en á þessu tímabili hefur hún aukist stórlega, sérstaklega sala á fituríkum afurðum. Meira
22. janúar 2019 | Innlendar fréttir | 279 orð | 1 mynd

Sólardagurinn er á næstu grösum

Liðinn var í gær réttur mánuður frá vetrarsólstöðum, þ.e. þegar sólin var lægst á lofti hinn 21. desember síðastliðinn. Birtan eykst smám saman, dag frá degi, og nú það mikið að fólk er farið að sjá verulegan mun. Meira
22. janúar 2019 | Innlendar fréttir | 907 orð | 3 myndir

Styttri starfsævi ekki á allra færi

Hlutfall Íslendinga sem eru 67 ára eða eldri hefur nær tvöfaldast á síðustu 60 árum. Það var 6,4% árið 1958 en 12,1% árið 2018. Meira
22. janúar 2019 | Innlendar fréttir | 300 orð

Teigsskógarleið líklegri

Helgi Bjarnason Magnús Heimir Jónasson Ráðherra samgöngumála, Sigurður Ingi Jóhannsson, og fulltrúar Vegagerðarinnar funduðu í gær með fulltrúum sveitarstjórna Reykhólahrepps, Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps um vegamálin. Meira
22. janúar 2019 | Innlendar fréttir | 69 orð | 1 mynd

Telur bráðvanta öldrunargeðdeild

„Þegar kemur að sjúkrahúsþjónustu við eldra fólk þá bráðvantar öldrunargeðdeild. Eldra fólk með geðrænan vanda er í mjög viðkvæmri stöðu,“ segir Pálmi V. Jónsson, yfirlæknir öldrunarlækninga á Landspítalanum, í aðsendri grein í blaðinu í... Meira
22. janúar 2019 | Innlendar fréttir | 70 orð

Tveir flutningabílar og rúta utan vegar

Tveir flutningabílar hafa farið út af á Holtavörðuheiði síðustu tvo daga. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Blönduósi fór flutningabíll út af veginum skömmu eftir hádegi í gær og annar í fyrradag. Í hvorugu tilfellinu urðu slys á fólki. Meira
22. janúar 2019 | Erlendar fréttir | 98 orð | 1 mynd

Var ekki heimilt að loka fyrir netið

Hæstiréttur Zimbabwe úrskurðaði í gær að ráðherra hefði ekki haft heimild til þess að lögum að loka netinu og því bæri ríkinu að opna aftur fyrir netaðgang landsmanna þegar í stað. Meira
22. janúar 2019 | Innlendar fréttir | 126 orð | 1 mynd

Verða sýndar á Safnanótt

Seðlabanki Íslands mun efna til sýningar á listaverkum sínum á Safnanótt, 8. febrúar næstkomandi, þeirra á meðal brjóstamyndum Gunnlaugs Blöndal sem teknar voru niður á skrifstofu eins starfsmanns, að beiðni undirmanna hans. Meira
22. janúar 2019 | Innlendar fréttir | 90 orð

Viðræðum frestað til morguns

Kjarasamningaviðræðum samninganefndar verkalýðsfélaganna og ríkissáttasemjara, sem áttu að fara fram í dag, hefur verið frestað til morguns vegna veikinda sáttasemjara. Meira
22. janúar 2019 | Innlendar fréttir | 238 orð

Vilja íbúakosningu um Elliðaárdal

Hollvinasamtök Elliðaárdals ætla að knýja fram íbúakosningu vegna breytinga á deiliskipulagi fyrir þróunarsvæðið Stekkjarbakki Þ73. Meira
22. janúar 2019 | Innlendar fréttir | 129 orð

Vælir ekki yfir örlögum sínum

Hjalti Skaptason segir að hann væli ekki yfir örlögum sínum vegna aðstæðna eiginkonu sinnar, Jónínu Þorsteinsdóttur Arndal. Hann sé hins vegar að verða gamall og hafi áhyggjur af því hvað við taki ef eitthvað komi fyrir hann. Meira
22. janúar 2019 | Innlendar fréttir | 474 orð | 2 myndir

WHO segir heilsuna almennt vera góða

Flótta- og farandfólk getur borið með sér heilsuvá til þess lands sem förinni er heitið og það kann að verða útsett fyrir nýjum áhættuþáttum á leiðinni eða á áfangastað. Meira
22. janúar 2019 | Innlendar fréttir | 349 orð | 2 myndir

Yfir 38 milljarðar í skilagjald á 30 árum

Á þeim tæplega 30 árum sem liðin eru frá því að Endurvinnslan tók til starfa hefur fyrirtækið tekið við um 2,4 milljörðum eininga af einnota drykkjarvöruumbúðum. Meira

Ritstjórnargreinar

22. janúar 2019 | Staksteinar | 191 orð | 1 mynd

Harmsaga evrunnar

Sigurður Már Jónsson blaðamaður fjallar í pistli á mbl.is um vaxandi efasemdir um evruna. Ræðir hann sérstaklega um bókina Eurotragedy eftir hagfræðinginn Ashoka Mody. Meira
22. janúar 2019 | Leiðarar | 559 orð

Óheilindi og undirróður gefast illa

Áfallið af brottför Breta er meira en látið er. Bætist Ítalía við sem ekki er ólíklegt er lítið eftir Meira

Menning

22. janúar 2019 | Fjölmiðlar | 175 orð | 1 mynd

Aukin dreifing Netflix á Rétti 3

Netflix hefur keypt dreifingarréttinn á þáttaröðinni Réttur 3 , sem heitir á ensku Case , í Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu, Spáni og Suður-Ameríku. Meira
22. janúar 2019 | Bókmenntir | 987 orð | 1 mynd

„Þetta er mér mikill heiður“

Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Þetta er mér mikill heiður og um leið hvatning. Meira
22. janúar 2019 | Menningarlíf | 1263 orð | 2 myndir

Brjóstamyndir Gunnlaugs inni í geymslu

Það blikka ákveðin viðvörunarljós þegar við finnum að fólki er misboðið við það sem við köllum klassískt myndmál. Þá finnst okkur við vera farin að færast í átt að einhverju sem gæti kallast ritskoðun,“ sagði Harpa Þórsdóttir, forstöðumaður Listasafns Íslands. Meira
22. janúar 2019 | Fjölmiðlar | 205 orð | 1 mynd

Fliss er ekki alltaf til fagnaðar

„Ég þoli ekki fliss í útvarpi!“ sagði kollegi minn þegar við vorum að spjalla um þann ósið sumra útvarpsmanna að vera með sífellt sprell og fíflagang, hvort sem tilefni væri til eður ei. Meira
22. janúar 2019 | Kvikmyndir | 93 orð | 2 myndir

Gler sú tekjuhæsta

Kvikmyndin Glass var sú sem mestum miðasölutekjum skilaði í kvikmyndahúsum landsins yfir helgina og sáu hana 2.770 manns. Í henni segir af vistmönnum geðsjúkrahús sem halda að þeir búi yfir ofurkröftum líkt og ofurhetjur. Meira
22. janúar 2019 | Bókmenntir | 65 orð

Gormánuður

allir hrafnar eru gat líka þessi sem krunkar uppi á ljósastaur eins og brot í himingrárri tönn sjóndeildarhringurinn nakin tré skorpin vör pírðu augun einblíndu á fjaðursortann það glittir í úf allir hrafnar eru gat og innvolsið uppdráttur að morgundegi... Meira
22. janúar 2019 | Kvikmyndir | 143 orð | 1 mynd

Green Book hlaut verðlaun bandarískra framleiðenda

Bandaríska kvikmyndin Green Book hlaut á laugardaginn var verðlaun samtaka kvikmyndaframleiðenda (PGA) í Bandaríkjunum og þykir hún fyrir vikið líkleg til að ná góðum árangri á Óskarsverðlaununum í næsta mánuði og jafnvel hreppa verðlaun sem besta... Meira
22. janúar 2019 | Tónlist | 49 orð | 1 mynd

Kvartett Moreaux leikur á djasskvöldi Kex

Nýr kvartett franska kontrabassaleikarans Nicolas Moreaux kemur fram á djasskvöldi Kex hostels í kvöld kl. 20.30. Auk Moreaux skipa sveitina Óskar Guðjónsson á saxófón, Hilmar Jensson á gítar og Scott McLemore á trommur. Meira
22. janúar 2019 | Myndlist | 87 orð | 1 mynd

Sólarlampi, skammdegi og rútínuleysi

Sýningin Sólarlampi eftir Árna Jónsson og Geirþrúði Einarsdóttur var opnuð í galleríinu Harbinger, Freyjugötu 1, á laugardaginn var. Meira
22. janúar 2019 | Bókmenntir | 62 orð

Súðavík

Myrkur Kílómetrum saman Smýgur á milli minnstu glufa og sest á fingurgóma mína Þögnin Svo ógurlega hávær Borar sig inn í heilann á mér og vekur hjá mér ónotatilfinningu Undarlega hughreystandi og glottir út í annað Kuldinn Eins og löðrungur beint í... Meira
22. janúar 2019 | Tónlist | 477 orð | 3 myndir

Sögur sagðar með hljóðum

Samvinnuverkefni íslenska dúósins Reptilicus og þýsku einmenningssveitarinnar Senking. Í Reptilicus eru Jóhann Eiríksson og Guðmundur Ingi Markússon, og Rúnar Magnússon er aukameðlimur á plötunni. Í Senking er Jens Massel. Meira

Umræðan

22. janúar 2019 | Aðsent efni | 794 orð | 1 mynd

Forgjöf eða hollenskur sjúkdómur?

Eftir Hilmar Gunnlaugsson: "Það er í raun merkilegt að umræða um þriðja orkupakkann sé látin snúast um afstöðu til sæstrengs. Því það er rangt." Meira
22. janúar 2019 | Aðsent efni | 772 orð | 1 mynd

Kastljós undir fölsku flaggi

Eftir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson: "Ódaun lagði af vinnubrögðunum og leggur enn. Víst er að gæðakerfi RÚV, sé það yfirleitt til, stenst engan veginn gæðakerfi sjávarútvegsins." Meira
22. janúar 2019 | Velvakandi | 176 orð | 1 mynd

Klukkan tifar

Ekki gat hjá því farið að þjóðin legði sér til skammdegismál í þetta sinn, enda desember og hálfur janúar með dimmasta móti. Þá er upplagt að rífast um klukkuna, og nú vildu menn seinka henni en ekki flýta eins og þegar Vilhjálmur Egilsson var á þingi. Meira
22. janúar 2019 | Aðsent efni | 896 orð | 1 mynd

Nýsköpun í öldrunarþjónustu frá sveitarfélögum og heilsugæslu til sjúkrahúss

Eftir Pálma V. Jónsson: "Með hugviti og nýsköpun sem byggist á ítarlegri þarfagreiningu eldra fólks má bæta þjónustu þess og auka lífsgæði og skilvirkni þjónustunnar. Til þessa þarf að horfa í heilbrigðisáætlun til ársins 2030." Meira
22. janúar 2019 | Aðsent efni | 584 orð | 1 mynd

Slökkva elda sem þegar loga

Eftir Karl Gauta Hjaltason: "Ef lögregla er fáliðuð og verkefnin mörg gefst enginn tími til að sinna frumkvæðisvinnu og slík lögregla var áður fyrr uppnefnd útkallslögregla." Meira
22. janúar 2019 | Aðsent efni | 868 orð | 1 mynd

Stórefla þarf skipulagsvinnu í þágu umhverfis- og náttúruverndar

Eftir Hjörleif Guttormsson: "Augljós þörf er á að í grunnskólum og framhaldsskólum verði fræðsla um skipulag og samspil þess og umhverfisþátta aukin og bætt, svo og starfsmenntun." Meira
22. janúar 2019 | Aðsent efni | 461 orð | 1 mynd

Veðurfar er stór áhættuþáttur í akstri

Eftir Guðvarð Jónsson: "Vilji menn í alvöru gera tilraun til að fækka slysum þarf að ráðast að hinum raunverulega vanda; ökumönnunum." Meira
22. janúar 2019 | Pistlar | 391 orð | 1 mynd

Það er komin sátt í stjórnarskrármálinu

Í gær lagði þingflokkur Pírata fram frumvarp um nýja stjórnarskrá. Ein helsta ástæðan fyrir því er óljós staða stjórnarskrármálsins í höndum núverandi ríkisstjórnar. Krafan um nýja stjórnarskrá var ein af helstu kröfum búsáhaldabyltingarinnar árið 2009. Meira
22. janúar 2019 | Aðsent efni | 295 orð | 1 mynd

Þeir sem sköpuðu góðærið gjalda fyrir þegar arðinum er útdeilt

Eftir Sigurjón Hafsteinsson: "Staðreyndin er nefnilega sú að bættur hagur verkalýðsins er lykill að framförum á sama hátt og ofurlaun elítunnar auka fátækt og misskiptingu." Meira

Minningargreinar

22. janúar 2019 | Minningargreinar | 604 orð | 1 mynd

Aðalheiður Halldóra Arnþórsdóttir

Aðalheiður Halldóra Arnþórsdóttir (Heiða) fæddist 29. janúar 1963. Hún andaðist á sjúkrahúsinu á Akureyri 13. janúar 2019. Foreldrar: Ásdís Sigurpálsdóttir og Arnþór Pálsson. Fósturfaðir Árni Þorsteinsson. Systkini hennar í móðurætt eru Ómar Þ. Meira  Kaupa minningabók
22. janúar 2019 | Minningargreinar | 423 orð | 1 mynd

Magnús Bjarnason

Magnús Bjarnason fæddist í Hafnarfirði 17. júlí 1928. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 9. janúar. Foreldrar hans voru Bjarni Erlendsson, húsasmíðameistari í Hafnarfirði, f. 3. desember 1898, d. 9. desember 1984, og Júlía Magnúsdóttir húsmóðir, f.... Meira  Kaupa minningabók
22. janúar 2019 | Minningargreinar | 1818 orð | 1 mynd

Njáll Trausti Þórðarson

Njáll Trausti Þórðarson fæddist 12. október 1934 á Þórðarstöðum á Húsavík. Hann lést á heimili sínu, Hrafnistu Nesvöllum í Reykjanesbæ, 7. janúar 2019. Foreldrar hans voru Dalrós Hulda Jónasdóttir, fædd 28. september 1910 í Móbergi á Húsavík, d. Meira  Kaupa minningabók
22. janúar 2019 | Minningargreinar | 3585 orð | 1 mynd

Þorsteinn Sigurðsson

Þorsteinn Sigurðsson fæddist í Reykjavík 26. mars 1931. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Eir 12. janúar 2019. Þorsteinn var sonur hjónanna Lilju Marteinsdóttur húsfreyju, f. 12. maí 1894, og Sigurðar Þorsteinssonar kaupmanns, f. 5. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

22. janúar 2019 | Viðskiptafréttir | 211 orð | 1 mynd

41% enn starfandi eftir 5 ár

Árið 2012 hófu 3.080 fyrirtæki starfsemi hér á landi. Fimm árum síðar var 1.271 þeirra enn virkt. Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofu Íslands yfir lýðfræði fyrirtækja. Tölurnar eru teknar saman á grundvelli samræmdrar aðferðafræði Eurostat og OECD. Meira
22. janúar 2019 | Viðskiptafréttir | 476 orð | 2 myndir

„Hefðbundna bókin hlýtur að vera á niðurleið“

Mikil aukning er á sölu rafbóka hjá netversluninni Heimkaup.is en fyrirtækið hóf sókn á þann markað fyrir rúmum þremur árum. Það sem af er ári er söluaukning um 160% á rafbókum á milli ára og búast má við því að hátt í sjö þúsund rafbækur verði seldar hjá fyrirtækinu í ár en það einblínir á sölu rafbóka fyrir háskólanema. Þetta segir Guðmundur Magnason, framkvæmdastjóri Heimkaup.is, við Morgunblaðið. Meira
22. janúar 2019 | Viðskiptafréttir | 111 orð | 1 mynd

Frönks stjórnvöld sekta Google um 6,9 milljarða

Persónuverndaryfirvöld í Frakklandi (CNIL) hafa lagt 50 milljóna evra sekt, jafnvirði 6,9 milljarða króna, á Google á grundvelli nýrra laga Evrópusambandsins sem ætlað er að tryggja persónuvernd og rétta meðferð persónuupplýsinga . Meira

Daglegt líf

22. janúar 2019 | Daglegt líf | 221 orð | 3 myndir

Blindir fá sýn innan gæsalappa

Rúnar Unnþórsson, frumkvöðull og prófessor í iðnaðarverkfræði við Háskóla Íslands, flytur ásamt Árna Kristjánssyni, prófessor í sálfræði, fyrirlestur í röðinni Nýsköpun – hagnýtum hugvitið í Hátíðasal Háskóla Íslands á morgun, 23. janúar, kl. 12. Meira
22. janúar 2019 | Daglegt líf | 619 orð | 3 myndir

Spaugstofan var afar mikilvæg

Þjóðarspé! 30 ár voru í gær liðin frá því Spaugstofan hóf göngu sína. Þættirnir voru á dagskrá RÚV og seinna á Stöð 2. Nutu vinsælda í 15 ár. Meira

Fastir þættir

22. janúar 2019 | Fastir þættir | 170 orð | 1 mynd

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Rc3 Rf6 4. Bb5 Bb4 5. O-O O-O 6. d3 Bxc3 7. bxc3...

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Rc3 Rf6 4. Bb5 Bb4 5. O-O O-O 6. d3 Bxc3 7. bxc3 d6 8. Bg5 De7 9. He1 a6 10. Ba4 Rd8 11. Bb3 Re6 12. Bh4 Rf4 13. Rd2 b5 14. Rf1 Rg6 15. Bg3 c5 16. Re3 Dc7 17. h4 Be6 18. h5 Rf4 19. Bxf4 exf4 20. Rd5 Bxd5 21. Bxd5 Hae8 22. Meira
22. janúar 2019 | Í dag | 119 orð | 1 mynd

6 til 9 Ísland vaknar Ásgeir Páll, Jón Axel og Kristín Sif rífa...

6 til 9 Ísland vaknar Ásgeir Páll, Jón Axel og Kristín Sif rífa landsmenn á fætur með gríni og glensi alla virka morgna. Sigríður Elva les traustar fréttir á hálftíma fresti. 9 til 12 Siggi Gunnars Skemmtileg tónlist og góðir gestir reka nefið inn. Meira
22. janúar 2019 | Árnað heilla | 51 orð | 1 mynd

Björk Sigursteinsdóttir

40 ára Björk er frá Skjólbrekku á Mýrum en býr í Garðabæ. Hún er tækniteiknari hjá Loftorku í Borgarnesi. Maki : Sigurður Jónas Sigurðarson, f. 1975, rekur bifreiðaverkstæðið Lyngás. Sonur : Sigursteinn Jónas, f. 2015. Meira
22. janúar 2019 | Í dag | 19 orð

Drottinn, Guð vor, hversu dýrlegt er nafn þitt um alla jörðina. Þú...

Drottinn, Guð vor, hversu dýrlegt er nafn þitt um alla jörðina. Þú breiðir ljóma þinn yfir himininn. (Sálm: 8. Meira
22. janúar 2019 | Árnað heilla | 232 orð | 1 mynd

Finnbogi Rútur Þorvaldsson

Finnbogi Rútur Þorvaldsson fæddist 22. janúar 1891 í Haga á Barðaströnd. Foreldrar hans voru hjónin Þorvaldur Jakobsson, f. 1860, d. 1954, prestur í Sauðlauksdal, síðar kennari í Hafnarfirði, og Magdalena Jónasdóttir, f. 1859, d. 1942, húsfreyja. Meira
22. janúar 2019 | Árnað heilla | 53 orð | 1 mynd

Gunnar Sævarsson

40 ára Gunnar er Húsvíkingur, rafvirki að mennt og er sjómaður á frystitogaranum Vigra RE hjá HB Granda. Dóttir : Kristel Eva, f. 2005. Systir : Sædís, f. 1977. Foreldrar : Sævar Guðbrandsson, f. Meira
22. janúar 2019 | Árnað heilla | 229 orð | 1 mynd

Hjónin í dekurferð og vinnuferð

Sigríður Margrét Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur á Akureyri, á 50 ára afmæli í dag. Hún var á leið út í flugvél þegar blaðamaður hafði samband við hana í gær. „Við erum að skipta um húsnæði og ætlum því að halda upp á afmælið erlendis. Meira
22. janúar 2019 | Árnað heilla | 57 orð | 1 mynd

Kamilla Kristín Auðunsdóttir

30 ára Kamilla er frá Akureyri en býr í Hafnarfirði. Hún er förðunarfr. og vinnur í MAC í Kringlunni. Maki : Sindri Þór Sigurðsson, f. 1993, sölu- og þjónustufulltrúi í Nova. Dóttir : Amelía Ýr, f. 2017. Foreldrar : Auðun Benediktsson, f. Meira
22. janúar 2019 | Í dag | 342 orð

Limrublómið springur út

Eins og ég skrifaði í Vísnahorn í gær kom ný ljóðabók út fyrir helgina, Bragarblóm eftir Ragnar Inga Aðalsteinsson. Hann þarf ekki að kynna fyrir ljóðavinum. Meira
22. janúar 2019 | Árnað heilla | 570 orð | 3 myndir

Læknir með alþjóðlega reynslu og tengsl

Gísli Heimir Sigurðsson fæddist 22. janúar 1949 á Akureyri. Þar ólst hann upp og gekk í barnaskólann á Brekkunni, sem hét þá Barnaskóli Íslands. Síðan lá leiðin í Gagnfræðaskóla Akureyrar og þaðan í Menntaskólann á Akureyri. Meira
22. janúar 2019 | Í dag | 54 orð

Málið

„Enginn fór bónlaus frá henni“ var sagt um greiðvikna konu. Ekki verið að sjá eftir bóninu þar. En grínlaust: bón er þarna bæn , beiðni og að fara bónleiður til búðar er að fara erindisleysu . Meira
22. janúar 2019 | Árnað heilla | 29 orð | 1 mynd

Ólafsfjörður Rúrik Óli Hilmarsson fæddist 15. maí 2018 kl. 22.20. Hann...

Ólafsfjörður Rúrik Óli Hilmarsson fæddist 15. maí 2018 kl. 22.20. Hann vó 3.890 g og var 51 cm langur. Foreldrar hans eru Adda María Ólafsdóttir og Hilmar Símonarson... Meira
22. janúar 2019 | Í dag | 76 orð | 2 myndir

Risa styrktartónleikar

Á þessum degi árið 2005 fóru fram einir stærstu styrktartónleikar síðan Live-Aid voru haldnir. Voru þeir til styrktar fórnarlamba tsunami-flóðanna í Asíu sem urðu 180 þúsund manns að bana. Meira
22. janúar 2019 | Árnað heilla | 179 orð

Til hamingju með daginn

95 ára Jóhann Guðmundsson 90 ára Ármann Þórðarson Einar Þ. Meira
22. janúar 2019 | Fastir þættir | 166 orð

Uppgufun. S-Allir Norður &spade;ÁG92 &heart;Á2 ⋄G94 &klubs;Á982...

Uppgufun. S-Allir Norður &spade;ÁG92 &heart;Á2 ⋄G94 &klubs;Á982 Vestur Austur &spade;K85 &spade;D10764 &heart;K54 &heart;6 ⋄1087 ⋄6532 &klubs;K1064 &klubs;G53 Suður &spade;3 &heart;DG109873 ⋄ÁKD &klubs;D7 Suður spilar 6&heart;. Meira
22. janúar 2019 | Í dag | 74 orð | 1 mynd

Verkefnið #vinnufriður

Í þáttinn Ísland vaknar komu tvær kjarnakonur í viðtal sem sett hafa af stað verkefnið #vinnufriður. Það voru þær Anna Berglind Jónsdóttir og Kolfinna Tómasdóttir. Markmið verkefnisins er að skapa umræður um óvelkomna áreitni á vinnustöðum. Meira
22. janúar 2019 | Fastir þættir | 277 orð

Víkverji

Hið fornfræga knattspyrnufélag Liverpool gerir nú harða atlögu að Englandsmeistaratitlinum sem það hefur ekki unnið frá árinu 1990. Meira
22. janúar 2019 | Í dag | 117 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

22. janúar 1969 Bjarndýr var fellt í Grímsey. Sjö ára drengur sem sá það fyrst sagði í samtali við Morgunblaðið að hann hefði verið „ægilega hræddur“. Dýrið var stoppað upp og sett á safn á Húsavík. 22. Meira

Íþróttir

22. janúar 2019 | Íþróttir | 297 orð | 2 myndir

„Draumurinn er að fara út“

Handbolti Kristján Jónsson kris@mbl.is Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður Fram og U20 ára landsliðsins, fór til Danmerkur á dögunum á kannaði aðstæður hjá danska liðinu GOG sem nú situr í efsta sæti dönsku deildarinnar. Meira
22. janúar 2019 | Íþróttir | 412 orð | 1 mynd

Elín afgreiddi HM-farana

Fótbolti Víðir Sigurðsson Guðmundur Hilmarsson Jón Þór Hauksson fer vel af stað sem þjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu en Ísland lagði HM-lið Skotlands að velli, 2:1, í vináttulandsleik á La Manga-svæðinu á Spáni í gær. Meira
22. janúar 2019 | Íþróttir | 418 orð | 1 mynd

Fimm lið eftir í HM-slagnum

Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Þjóðunum sem geta hreppt heimsmeistaratitil karla í handknattleik fækkaði niður í fimm í gærkvöld þegar Króatar og Spánverjar heltust úr lestinni í milliriðli Íslands í Köln. Meira
22. janúar 2019 | Íþróttir | 31 orð | 1 mynd

Geysisbikar karla 8-liða úrslit: ÍR – Skallagrímur 86:79 Njarðvík...

Geysisbikar karla 8-liða úrslit: ÍR – Skallagrímur 86:79 Njarðvík – Vestri 87:66 KR – Grindavík 95:65 NBA-deildin Indiana – Charlotte 120:95 Minnesota – Phoenix 116:114 San Antonio – LA Clippers... Meira
22. janúar 2019 | Íþróttir | 38 orð | 1 mynd

HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, Olísdeildin: Origo-höllin: Valur...

HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, Olísdeildin: Origo-höllin: Valur – Stjarnan 19.30 KA-heimilið: KA/Þór – HK 19.30 Schenker-höllin: Haukar – Selfoss 19. Meira
22. janúar 2019 | Íþróttir | 401 orð | 4 myndir

*Hinn 41 árs gamli Tom Brady er á leiðinni í sinn níunda Ofurskálarleik...

*Hinn 41 árs gamli Tom Brady er á leiðinni í sinn níunda Ofurskálarleik í bandaríska ruðningnum eftir sigur New England Patriots á Kansas City Chiefs, 37:31, í framlengdum úrslitaleik Ameríkudeildar NFL í fyrrinótt. Meira
22. janúar 2019 | Íþróttir | 137 orð | 1 mynd

Ítalía Genoa – AC Milan 0:2 Juventus – Chievo 3:0 Staða...

Ítalía Genoa – AC Milan 0:2 Juventus – Chievo 3:0 Staða efstu liða: Juventus 20182041:1156 Napoli 20152339:1847 Inter Mílanó 20124431:1440 AC Milan 2097428:2034 Roma 2096537:2633 Lazio 2095629:2332 B-deild: Spezia – Venezia 1:1 •... Meira
22. janúar 2019 | Íþróttir | 785 orð | 2 myndir

Í Þýskalandi þarf ekki að kaupa fólk á völlinn

HM 2019 Ívar Benediktsson iben@mbl.is Síðustu dagar HM í handknattleik karla eru að renna upp. Allt tekur enda um síðir. Jafnvel heimsmeistaramót í Mekka handboltans þar sem 9. Meira
22. janúar 2019 | Íþróttir | 136 orð | 2 myndir

KR – Grindavík 95:65

DHL-höllin, Geysisbikar karla, 8-liða úrslit, mánudag 21. janúar 2019. Gangur leiksins: 6:2, 14:6, 19:8, 24:12 , 31:14, 38:18, 45:23, 51:28 , 53:35, 61:37, 67:40, 71:48 , 77:51, 83:54, 89:56, 91:58, 95:65 . Meira
22. janúar 2019 | Íþróttir | 116 orð | 1 mynd

Martha og Steinunn í sjötta sinn

Martha Hermannsdóttir úr KA/Þór og Steinunn Björnsdóttir úr Fram eru báðar í sjötta skipti í liði umferðarinnar í Olísdeild kvenna í handknattleik hjá Morgunblaðinu í vetur. Meira
22. janúar 2019 | Íþróttir | 152 orð | 1 mynd

Matthías til Óslóar í hálft þriðja ár

Matthías Vilhjálmsson hefur sitt áttunda tímabil í norsku knattspyrnunni með nýju félagi en hann samdi í gær við Vålerenga frá Ósló til hálfs þriðja árs. Meira
22. janúar 2019 | Íþróttir | 76 orð | 1 mynd

MILLIRIÐILL I Spánn – Brasilía 36:24 Króatía – Þýskaland...

MILLIRIÐILL I Spánn – Brasilía 36:24 Króatía – Þýskaland 21:22 Staðan: Þýskaland 4310105:867 Frakkland 4310113:997 Króatía 4202101:974 Spánn 4202117:1054 Brasilía 410396:1202 Ísland 400493:1180 Lokaumferð á morgun: 14. Meira
22. janúar 2019 | Íþróttir | 270 orð | 1 mynd

Sjöundi og síðasta leikur íslenska landsliðsins á HM í handknattleik...

Sjöundi og síðasta leikur íslenska landsliðsins á HM í handknattleik verður á morgun þegar liðið mætir sambadrengjunum frá Brasilíu sem hafa komið einna mesta á óvart á mótinu. Þeir hafa unnið sannfærandi sigra á Króötum, Rússum og Serbum. Meira
22. janúar 2019 | Íþróttir | 132 orð | 2 myndir

Skotland – Ísland 1:2

La Manga, Spáni, vináttulandsleikur kvenna, mánudag 21. janúar 2019. Skotland : Jenna Fife, Chloe Arthur (Fiona Brown 80.), Joelle Murray (Abbi Grant 67.), Frankie Brown, Nicola Docherty, Joanne Love (Leanne Crichton 80. Meira
22. janúar 2019 | Íþróttir | 297 orð | 1 mynd

Stórsigur KR-inga

KR-ingar voru ekki í neinum vandræðum með að tryggja sér sæti í undanúrslitum bikarkeppni karla í körfuknattleik, Geysisbikarsins, í gærkvöld. Þeir tóku á móti Grindvíkingum og unnu stórsigur, 95:65. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.