Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is „Það var ættarsagan,“ segir Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir, sagnfræðingur og skjalavörður á Þjóðskjalasafninu, um ástæður þess að hún kynnti sér betur sakamál frá árinu 1903, þar sem tíu ára drengur lést, að sögn þáverandi yfirvalda úr hor og af illri meðferð, en langafi hennar, Oddur Stígsson, var á sínum tíma dæmdur í 12 mánaða betrunarvinnu fyrir að hafa misþyrmt drengnum.
Meira