Greinar mánudaginn 25. febrúar 2019

Fréttir

25. febrúar 2019 | Innlendar fréttir | 174 orð | 1 mynd

80 brautskráningar fóru fram á Bifröst

Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Alls voru 80 nemendur brautskráðir frá Háskólanum á Bifröst við hátíðlega athöfn á laugardag. Nemendahópurinn samanstóð af nemendum úr þremur deildum; viðskiptadeild, félags- og lagadeild og Háskólagátt. Meira
25. febrúar 2019 | Innlendar fréttir | 33 orð | 1 mynd

Árni Sæberg

Bókahaf Á Íslandi er meira gefið út af bókum en víðast hvar miðað við höfðatölu. Á bókamarkaðnum í Laugardalshöll er úrvalið því umtalsvert og best að gefa sér tíma til að litast... Meira
25. febrúar 2019 | Innlendar fréttir | 67 orð | 1 mynd

Blómasala í miklum blóma í gær

Nokkur erill var í blómabúðum landsins í gær þegar fyrsti dagur góu rann upp, en dagurinn er betur þekktur sem konudagurinn. Fengu eflaust margar konur veglegan blómvönd og aðrar gjafir frá maka sínum eða afkvæmum í tilefni dagsins. Meira
25. febrúar 2019 | Erlendar fréttir | 505 orð | 1 mynd

Dagar Maduros taldir?

Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Að minnsta kosti fjórir létust og 300 særðust þegar til átaka kom á landamærum Venesúela, þar sem vörubílar með vestrænni neyðaraðstoð reyndu að fara yfir með aðstoð stuðningsmanna stjórnarandstöðunnar. Meira
25. febrúar 2019 | Innlendar fréttir | 656 orð | 2 myndir

Ekkert lát á fjölda ótryggðra ökutækja

Sviðsljós Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Óvátryggðum ökutækjum í umferðinni virðist lítið hafa fækkað á umliðnum árum samkvæmt nýjum tölum Samgöngustofu en refsivert er að hafa ökutæki óvátryggð. Tilkynningar um ótryggð ökutæki sem berast Samgöngustofu hafa verið í kringum sjö þúsund á hverju ári og er það nánast sami fjöldi og árið 2012 þegar greint var frá því í fréttaskýringu hér í blaðinu að ótryggð ökutæki væru þá talin vera hátt á sjöunda þúsund talsins, þar af um 1.500 dráttarvélar. Meira
25. febrúar 2019 | Innlendar fréttir | 154 orð

Enn fækkar nemendum sem taka námslán

„Það bendir allt til þess að þróunin haldist svipuð áfram. Meira
25. febrúar 2019 | Innlendar fréttir | 512 orð | 2 myndir

Enn spyrst ekkert til Jóns Þrastar

Aron Þórður Albertsson Andri Steinn Hilmarsson Nokkur fjöldi ábendinga hefur borist írsku lögreglunni frá einstaklingum sem telja sig hafa séð Jón Þröst Jónsson, sem hvarf í Dublin að morgni laugardagsins 9. febrúar. Meira
25. febrúar 2019 | Innlendar fréttir | 512 orð | 2 myndir

Er í fullu starfi við að deila dansgleðinni

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Það er rosa gaman að sjá hvað dansmenningin er rík á Íslandi núna. Bara nú í ár hafa íslensk danspör unnið sigra á nokkrum mótum úti í heimi og það er margt spennandi fram undan,“ segir Anna Claessen dansfrömuður. Meira
25. febrúar 2019 | Erlendar fréttir | 142 orð

Felldur eftir áhlaup sérsveitarmanna

Sérsveitir úr her Bangladess felldu í gær mann sem gerði tilraun til þess að ræna flugvél á leiðinni til Dúbaí. Vélinni var í staðinn lent í Chittagong, þar sem farþegum og áhöfn vélarinnar var hleypt út. Meira
25. febrúar 2019 | Innlendar fréttir | 226 orð

Forsendur viðræðna óbreyttar

„Þetta er í raun hluti af kjarasamningi sem gerður var árið 2015 og verið er að klára að uppfylla núna,“ segir Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar sveitarfélaga, um niðurstöðu starfsmats sem samið var um í síðustu kjarasamningum... Meira
25. febrúar 2019 | Innlendar fréttir | 458 orð | 2 myndir

Færri nemendur á námslánum

Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Umsækjendum um námslán fækkaði fimmta árið í röð og námsmönnum á námslánum fækkaði um 19% milli ára, þar af 21% á Íslandi en 11% erlendis. Meira
25. febrúar 2019 | Erlendar fréttir | 96 orð | 1 mynd

Heitir baráttu gegn misnotkun barna

Frans páfi hét því í gær að hann myndi taka á öllum ásökunum um að kaþólskir prestar hefðu misnotað börn. Líkti hann barnaníði við mannfórnir og hét því að Vatíkanið myndi beita sér af alefli gegn þeim prestum sem stunduðu það. Meira
25. febrúar 2019 | Innlendar fréttir | 103 orð | 1 mynd

Hlýindi og rok næstu daga

Samkvæmt spá veðurstofunnar verður um átta stiga hiti á höfuðborgarsvæðinu um hádegið í dag, en skýjað verður og rigning um það leyti. Meira
25. febrúar 2019 | Innlendar fréttir | 322 orð | 1 mynd

Hvatti kandídata til góðra verka

Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Brautskráning 444 kandídata úr grunn- og framhaldsnámi Háskóla Íslands fór fram í Háskólabíói í fyrradag. Við athöfnina flutti Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, ávarp þar sem hann beindi sjónum m.a. Meira
25. febrúar 2019 | Innlendar fréttir | 70 orð | 1 mynd

Kátir hvuttar á alþjóðlegri sýningu

Alþjóðleg norðurljósasýning Hundaræktunarfélags Íslands var haldin um helgina í Reiðhöllinni. Meira
25. febrúar 2019 | Innlendar fréttir | 1815 orð | 7 myndir

Kosningar næstu þrjá sólarhringa

Snorri Másson snorrim@mbl.is Atkvæðagreiðsla hefst klukkan 10 í dag meðal tæplega 8.000 félagsmanna Eflingar um það hvort u.þ.b. 1. Meira
25. febrúar 2019 | Innlendar fréttir | 358 orð | 1 mynd

Landslið knapa valið á nýjan hátt

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Landsliðshópur í hestaíþróttum verður framvegis starfandi allt árið. Fyrsti hópurinn með nýju fyrirkomulagi var kynntur í gær, við athöfn við Bláa lónið. Meira
25. febrúar 2019 | Innlendar fréttir | 84 orð

Leigubílstjóri stunginn með sprautunál

Leigubílstjóri varð fyrir líkamsárás farþega laust fyrir miðnætti á laugardagskvöldið. Bílstjórinn var staddur í Hafnarfirði þegar farþeginn réðst á hann, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar. Meira
25. febrúar 2019 | Erlendar fréttir | 264 orð | 1 mynd

May biður um meiri tíma

Theresa May forsætisráðherra bað í gær um meiri tíma til þess að tryggja lagalega bindandi breytingar á samkomulagi Breta við Evrópusambandið um útgöngu þeirra úr sambandinu, svonefnt brexit. Meira
25. febrúar 2019 | Innlendar fréttir | 721 orð | 1 mynd

Myndlist er kanarífugl

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Málverk í dag eru á kaupendamarkaði. Verð hefur aðeins gefið eftir á síðustu tveimur árum eða svo, en allt selst að lokum, helsta áskorunin núna er að fá góð og áhugaverð verk í sölu eftir listamenn sem hafa skapað sér nafn. Annars er fólk í dag mun vandlátara á verk en var. Þau sem núna eru að kaupa verk fyrir kannski hálfa milljón virðist horfa meira en áður í gæði verka og slíkt er þroskamerki á markaði,“ segir Jóhann Ágúst Hansen uppboðshaldari hjá Gallerí Fold. Meira
25. febrúar 2019 | Innlendar fréttir | 79 orð | 1 mynd

Nýjar ábendingar í leitinni að Jóni

Nokkrar ábendingar hafa borist írsku lögreglunni frá einstaklingum sem telja sig hafa séð Jón Þröst Jónsson, Íslendinginn sem hvarf í Dublin að morgni laugardagsins 9. febrúar. Meira
25. febrúar 2019 | Innlendar fréttir | 262 orð

Raða niður verkfallsaðgerðum

Gunnlaugur Snær Ólafsson Snorri Másson Gengið er til kosninga um verkfallsaðgerðir Eflingar í dag. Átta þúsund manns eru á kjörskrá. Það eru félagsmenn sem starfa undir samningi Samtaka atvinnulífsins og Eflingar um starfsemi hótela og veitingahúsa. Meira
25. febrúar 2019 | Innlendar fréttir | 135 orð | 1 mynd

Skip Eimskips fá nöfnin Brúar- og Dettifoss

Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Ný skip Eimskipafélags Íslands, sem verið hafa í smíðum í Kína, munu hljóta nöfnin Brúarfoss og Dettifoss. Nýju skipin eru 2.150 gámaeiningar að stærð, 180 metra löng og rétt um 31 metra breið. Meira
25. febrúar 2019 | Innlendar fréttir | 176 orð | 1 mynd

Slökkt á bæði Boga og Birtu

Slökkt var á báðum ofnum í kísilveri PCC á Bakka í gær, þar sem reykhreinsivirki þeirra voru farin að stíflast. Meira
25. febrúar 2019 | Innlendar fréttir | 249 orð | 1 mynd

Stefnir á Kverkfjöll og Kambódíuferð

Markmiðið er að ferðast mikið og víða á þessu tímamótaári í lífi mínu,“ segir Þórmundur Bergsson framkvæmdastjóri sem er sextugur í dag. „Þessa stundina er ég staddur í Glasgow þar sem tveir synir okkar hjóna eru við framhaldsnám. Meira
25. febrúar 2019 | Innlendar fréttir | 66 orð

Stærri landsliðshópur knapa

Fyrsti landsliðshópurinn í hestaíþróttum sem valinn er eftir nýju fyrirkomulagi var kynntur í gær við hátíðlega athöfn við Bláa lónið. Héðan í frá verður landsliðshópurinn stærri auk þess sem hann verður virkur allt árið. Meira
25. febrúar 2019 | Innlendar fréttir | 686 orð | 2 myndir

Útreikningar þrætuepli

Gunnlaugur Snær Ólafsson Snorri Másson Nokkra athygli hefur vakið að ágreiningur virðist vera milli Eflingar og Samtaka atvinnulífsins um hverjar launakröfur Eflingar eru í yfirstandandi kjaraviðræðum. Meira
25. febrúar 2019 | Innlendar fréttir | 152 orð | 1 mynd

Vandlátari í listaverkakaupum

Listaverkakaupendur í dag eru mun vandlátari en þeir voru fyrir 10-15 árum. Meira
25. febrúar 2019 | Innlendar fréttir | 524 orð | 2 myndir

Vilja uppfæra þrekprófin

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Þarna koma fram margar fínar ábendingar sem við erum með í skoðun hjá okkur,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Meira
25. febrúar 2019 | Innlendar fréttir | 135 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

25. febrúar 1964 Teikning eftir Sigmund Jóhannsson birtist í fyrsta sinn í Morgunblaðinu, en hún var af landgöngu í Surtsey. Stuttu síðar fóru teikningar hans að birtast daglega og gerðu það í rúm 44 ár. 25. Meira

Ritstjórnargreinar

25. febrúar 2019 | Leiðarar | 679 orð

Kál kjósenda ósopið

Framkvæmd ákvörðunar breskra kjósenda er með eindæmum óhöndugleg Meira
25. febrúar 2019 | Staksteinar | 205 orð | 1 mynd

Óeðlileg áhrif ábyrgðarlausra

Í þættinum Þingvöllum á K100 í gær var komið inn á völd og ábyrgð stjórnmálamanna og afar mikilvægum álitamálum velt upp í því sambandi. Meira

Menning

25. febrúar 2019 | Kvikmyndir | 72 orð | 7 myndir

Edduhátíðin 2019 var haldin með pomp og prakt í Austurbæ um helgina, en...

Edduhátíðin 2019 var haldin með pomp og prakt í Austurbæ um helgina, en allar upplýsingar um verðlaunahafana mátti sjá í blaðinu á laugardag. Meira
25. febrúar 2019 | Fjölmiðlar | 196 orð | 1 mynd

Ekki svo fögur saga Pitcairn-eyju

Fátt veit ég betra útvarpsefni en að láta Veru Illugadóttur segja mér frá atburðum og fólki í þáttunum Í ljósi sögunnar, sem eru á dagskrá rásar eitt á RUV. Meira
25. febrúar 2019 | Kvikmyndir | 821 orð | 7 myndir

Gullmolar frá landi góðra kvikmynda

Viðtal Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Tengingin blasir kannski ekki við, en þegar að er gáð eiga Ísland og Taívan ýmislegt sameiginlegt. Bæði eru eylönd í túnfæti stórvelda, og bæði hafa átt í misánægjulegum samskiptum við nágrannalönd sín: Ísland sem nýlenda Danmerkur og Taívan sem nýlenda Hollendinga og Spánverja, sem angi af Quing-keisaraveldinu, síðar hluti af heimsveldi Japana, og loks aftur innan áhrifasvæðis Kína – þótt það velti á því hver er spurður hvort Taívan megi kallast sjálfstæð þjóð eður ei. Meira
25. febrúar 2019 | Tónlist | 67 orð | 1 mynd

Hljóta viðurkenningar

NOMEX, samstarfsvettvangur norrænna útflutningsskrifstofa tónlistar, birtir árlega lista með 20 manneskjum undir þrítugu sem þykja hafa skarað fram úr í tónlistargeiranum á Norðurlöndum og hljóta þær viðurkenningu fyrir. Meira
25. febrúar 2019 | Tónlist | 63 orð | 4 myndir

Svavar Knútur söngvaskáld stjórnaði samsöng í syrpunni Syngjum saman í...

Svavar Knútur söngvaskáld stjórnaði samsöng í syrpunni Syngjum saman í gær í Hannesarholti. Boðið er upp á söngstund í húsinu fyrir fólk á öllum aldri á tveggja vikna fresti eða þar um bil yfir veturinn og eru textar laga sýndir á tjaldi. Meira

Umræðan

25. febrúar 2019 | Aðsent efni | 780 orð | 1 mynd

Að svara „röngum“ spurningum

Eftir Elías Elíasson: "Með þriðja orkupakkanum er mörkuð stefna í átt til miðstýringar í raforkumálum af hálfu ESB." Meira
25. febrúar 2019 | Aðsent efni | 744 orð | 1 mynd

Á að styrkja búgrein sem aðrar þjóðir vilja banna með 300 milljónum?

Eftir Ole Anton Bieltvedt: "Hvolpunum er troðið í kassa og útblástur dráttavélar tengdur við, dráttarvél gangsett og keyrð þar til allir hvolparnir eru kafnaðir af gaseitrun." Meira
25. febrúar 2019 | Aðsent efni | 956 orð | 1 mynd

Ný sóknarfæri fyrir kjósendur Flokks fólksins

Eftir Halldór Gunnarsson: "Kjósendur flokksins eiga flokkinn með málefnunum en ekki formaður flokksins sem prókúruhafi. Ólafur og Karl Gauti hafa fylgt málefnunum. Fylgjum þeim." Meira
25. febrúar 2019 | Pistlar | 456 orð | 1 mynd

Réttlátara samfélag fyrir alla

Það vita allir sem vita vilja að Flokkur fólksins var stofnaður til að berjast gegn þjóðarskömminni fátækt. Aldrei ruglum við saman meðaltölum við raunveruleika þeirra sem berjast í bökkum og ná ekki endum saman frá mánuði til mánaðar. Meira
25. febrúar 2019 | Aðsent efni | 741 orð | 1 mynd

Sala á eignarhlutum ríkissjóðs í ríkisbönkum er verðmætasköpun

Eftir Albert Þór Jónsson: "Tilgangur með sölu á eignarhlutum ríkissjóðs í tveimur fjármálastofnunum er að koma við aukinni samkeppni sem lækkar verð á veittri þjónustu auk þess að auka skilvirkni og arðsemi til lengri tíma." Meira

Minningargreinar

25. febrúar 2019 | Minningargreinar | 1101 orð | 1 mynd

Erla Jóhannsdóttir

Erla fæddist 22. mars 1928. Hún lést 12. febrúar 2019. Útför Erlu fór fram 22. febrúar 2019. Meira  Kaupa minningabók
25. febrúar 2019 | Minningargreinar | 477 orð | 1 mynd

Steinunn Helga Sigurðardóttir

Steinunn Sigurðardóttir (Steina) var fædd 1. júlí 1921 á Dalvík. Hún lést á Dalbæ, Dalvík, 11. febrúar 2019. Foreldrar hennar hétu Dagbjört Björnsdóttir frá Hóli í Svarfaðardal og Sigurður Sigtryggsson frá Klaufabrekkum. Meira  Kaupa minningabók
25. febrúar 2019 | Minningargreinar | 545 orð | 1 mynd

Svanhildur Friðriksdóttir

Svanhildur Friðriksdóttir fæddist á Siglufirði 11. janúar 1933. Hún lést á Dvalarheimilinu Lögmannshlíð á Akureyri 12. febrúar 2019. Foreldrar hennar voru Guðrún Jónsdóttir, f. 17. mars 1898, d. 6. janúar 1937, og Friðrik Sveinsson, f. 31 júlí 1901, d. Meira  Kaupa minningabók
25. febrúar 2019 | Minningargreinar | 328 orð | 1 mynd

Tinna Mjöll Snæland Halldórsdóttir

Tinna Mjöll Snæland Halldórsdóttir fæddist 14. desember 1992. Hún lést 5. febrúar 2019. Jarðarförin fór fram 15. febrúar 2019. Meira  Kaupa minningabók
25. febrúar 2019 | Minningargreinar | 1597 orð | 1 mynd

Valgerður Gunnarsdóttir

Valgerður Gunnarsdóttir fæddist á Fæðingarheimilinu í Reykjavík 11. október 1951. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 12. febrúar 2019. Foreldrar hennar voru Gunnar Guðjón Ásgeirsson stórkaupmaður, f. 7. júní 1917, d. 16. Meira  Kaupa minningabók
25. febrúar 2019 | Minningargreinar | 918 orð | 1 mynd

Vilhelmína Norðfjörð Baldvinsdóttir

Vilhelmína Norðfjörð Baldvinsdóttir fæddist í Hrísey 20. september 1930. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 8. febrúar 2019. Foreldrar hennar voru Guðrún Jónatansdóttir, sem lengst af bjó á Siglufirði, f. 7. júlí 1909, d. 15. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

25. febrúar 2019 | Viðskiptafréttir | 115 orð | 1 mynd

Fjarskiptarisinn kínverski Huawei kynnir 5G-síma

Kínverski fjarskiptarisinn Huawei kynnti í gær síma með samanbrjótanlegum skjá, aðeins fjórum dögum eftir að Samsung sýndi síma með sömu eiginleikum. Meira
25. febrúar 2019 | Viðskiptafréttir | 784 orð | 1 mynd

Fuglsdróni senn prófaður á Reykjavíkurflugvelli

Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is „Okkar aðkoma að þessu máli er sú að sprotafyrirtækið Flygildi kom að máli við okkur og óskaði eftir samstarfi við þróun hins nýstárlega fuglsdróna, sem hugsaður er m.a. sem vopn í baráttu við fugla á flugvöllum. Það er mikilvægt viðfangsefni hjá okkur og reyndar úti um allan heim, að fæla fugla frá flugvöllum.“ Meira

Daglegt líf

25. febrúar 2019 | Daglegt líf | 519 orð | 2 myndir

Gróður Íslands í lopanum

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Nýja mynstrið er fallegt og vekur nokkra eftirtekt og er tiltölulega einfalt í prjóni. Lopapeysur í þessum stíl fara fólki yfirleitt vel, eins og ullarflíkur yfirleitt gera,“ segir Margrét Jónsdóttir á Syðri-Velli í Flóa. Hún er ein þeirra prjónakvenna sem koma að starfsemi Ullarvinnslunnar í Gömlu Þingborg í Flóa, skammt fyrir austan Selfoss. Þar er aðstaða til að prjóna, kemba, þæfa, lita og svo framvegis en í aðalhlutverki er þó verslun með prjónavarningi ýmiss konar og annarri ullarvöru sem Margrét rekur. Meira
25. febrúar 2019 | Daglegt líf | 78 orð | 1 mynd

Ingibjörg ráðin nýr skólastjóri

Ingibjörg Guðmundsdóttir, núverandi kennslustjóri Háskólans í Reykjavík, hefur verið ráðin skólastjóri Lýðháskólans á Flateyri frá 15. júní. Meira
25. febrúar 2019 | Daglegt líf | 119 orð | 1 mynd

Sögurnar koma frá Slóveníu

Alþjóðlegur bænadagur kvenna hefur verið haldinn hátíðlegur á Íslandi í samfellt 60 ár, frá árinu 1959. Dagurinn er ávallt fyrsta föstudag í mars sem nú ber upp á 1. mars. Í Reykjavík verður samvera í kirkju Óháða safnaðarins, Háteigsvegi 56, kl. 18.00. Meira

Fastir þættir

25. febrúar 2019 | Fastir þættir | 156 orð | 1 mynd

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. d4 exd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rxc6 bxc6 6. e5 De7 7. De2...

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. d4 exd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rxc6 bxc6 6. e5 De7 7. De2 Rd5 8. c4 Rb6 9. Rc3 De6 10. De4 Bb4 11. Bd2 Ba6 12. b3 Bxc3 13. Bxc3 d5 14. cxd5 cxd5 15. Db4 Bxf1 16. Hxf1 Rd7 17. O-O-O c5 18. Db7 Rb6 19. f4 0-0 20. f5 Dh6+ 21. Bd2 Dxh2 22. Meira
25. febrúar 2019 | Í dag | 119 orð | 2 myndir

6 til 9 Ísland vaknar Ásgeir Páll, Jón Axel og Kristín Sif rífa...

6 til 9 Ísland vaknar Ásgeir Páll, Jón Axel og Kristín Sif rífa landsmenn á fætur með gríni og glensi alla virka morgna. Sigríður Elva les traustar fréttir á hálftíma fresti. 9 til 12 Siggi Gunnars Skemmtileg tónlist og góðir gestir reka nefið inn. Meira
25. febrúar 2019 | Árnað heilla | 52 orð | 1 mynd

Brynjar Gunnarsson

30 ára Brynjar er úr Vesturbæ Reykjavíkur en býr í Kópavogi. Hann er íþróttafræðingur, frjálsíþróttaþjálfari og kennari í Borgarholtsskóla. Maki : Stefanía Rafnsdóttir, f. 1990, nemi. Sonur : Máni, f. 2015. Foreldrar : Gunnar Bogi, f. Meira
25. febrúar 2019 | Árnað heilla | 443 orð | 4 myndir

Búin að loka búðinni og keyrir um Evrópu í húsbíl

Halla Kolfinna Þorfinnsdóttir fæddist 25. febrúar 1949 í Neskaupstað og ólst þar upp. Hún var í Barnaskólanum í Neskaupstað og tók landspróf frá Gagnfræðaskólanum þar. Hún var tvö ár í Kennaraskólanum í Reykjavík og eitt ár í Íþróttakennaraskólanum á Laugarvatni og lauk þaðan íþróttakennaraprófi með íslensku sem sérfag 1968. Meira
25. febrúar 2019 | Í dag | 20 orð

En ég mæni í von til Drottins, bíð eftir Guði hjálpræðis míns. Guð minn...

En ég mæni í von til Drottins, bíð eftir Guði hjálpræðis míns. Guð minn mun heyra til mín. (Míka 7. Meira
25. febrúar 2019 | Árnað heilla | 57 orð | 1 mynd

Garðar Guðmundsson

40 ára Garðar er Ólafsfirðingur en býr í Reykjavík. Hann er stýrimaður á Kleifabergi og rafvirki hjá Stefáni Ólafssyni. Maki : Þorgerður Kristín Guðmundsdóttir, f. 1977, iðjuþjálfi á Hrafnistu. Börn : Salka Björk, f. 2000, Guðmundur Orri, f. Meira
25. febrúar 2019 | Í dag | 279 orð

Loðna og Víkurkirkjugarður

Magni Kristjánsson, sem var skipstjóri á Berki, Neskaupstað, kenndi mér þessar stökur sem Tryggvi Vilmundarson netagerðarmeistari orti 1978 eða 1979. Hjálmar var Vilhjálmsson fiskifræðingur: Líklega er búið loðnu æðið, lagstur er hafís yfir svæðið. Meira
25. febrúar 2019 | Árnað heilla | 238 orð | 1 mynd

Magnús Kjartansson

Magnús Kjartansson fæddist á Stokkseyri 25.2. 1919. Foreldrar hans voru hjónin Kjartan Ólafsson, f. 1894, d. 1971, verkamaður þar og síðar lögregluþjónn í Hafnarfirði, og Sigrún Guðmundsdóttir, f. 1894, d. 1980, húsfreyja. Meira
25. febrúar 2019 | Árnað heilla | 51 orð | 1 mynd

Magnús Örn Helgason

30 ára Magnús ólst upp á Seltjarnarnesi en býr í Vesturbæ Reykjavíkur. Hann er íþróttafræðingur að mennt og er knattspyrnuþjálfari hjá Gróttu. Systkini : Sunna María, f. 1991, og Arnar Þór, f. 1996. Foreldrar : Helgi Magnússon, f. Meira
25. febrúar 2019 | Í dag | 48 orð

Málið

Ósköp er skiljanlegt að sumir láti skógarbirni leggjast í „hýði“ yfir veturinn. Það er einfaldlega hlýlegra en híði . „Hýði“ hljóðar eins og svefnpoki fyrir birni. Reyndar fæðast þeir pelsklæddir. Meira
25. febrúar 2019 | Árnað heilla | 30 orð | 1 mynd

Sauðárkrókur Karen Vordís fæddist 16. júní 2018 kl. 20.45 á Akureyri...

Sauðárkrókur Karen Vordís fæddist 16. júní 2018 kl. 20.45 á Akureyri. Hún vó 3.642 g og var 51 cm að lengd. Foreldrar eru Ómar Helgi Svavarsson og Ragndís Hilmarsdóttir... Meira
25. febrúar 2019 | Árnað heilla | 167 orð

Til hamingju með daginn

90 ára Haraldur Sæmundsson Sólveig Pálmadóttir 85 ára Árni Halldórsson Davíð Þór Zophoníasson 80 ára Guðrún Stefánsdóttir 75 ára Gunnar Gunnarsson Kári Árnason Ólafur Þorvarðarson Steinunn Sigvaldadóttir 70 ára Bjarni Jóhann Bogason Guðmundur Óskar... Meira
25. febrúar 2019 | Fastir þættir | 300 orð

Víkverji

Margra grasa kennir á árlegum markaði Félags íslenskra bókaútgefenda sem nú er haldinn í stúkubyggingunni á Laugardalsvelli. Meira

Íþróttir

25. febrúar 2019 | Íþróttir | 82 orð | 1 mynd

50 þrennur og 650 mörk

Argentínski fótboltasnillingurinn Lionel Messi skoraði 50. þrennu sína á ferlinum þegar hann skoraði þrjú af mörkum Barcelona í 4:2 útisigri gegn Sevilla í spænsku 1. deildinni. Meira
25. febrúar 2019 | Íþróttir | 1320 orð | 7 myndir

Dramatískur sigur meistaranna

Handbolti Guðmundur Tómas Sigfússon Einar Sigtrygsson Kristófer Kristjánsson ÍBV sigraði Aftureldingu með minnsta mun, 27:26, þegar liðin áttust við í 16. umferð Olísdeildar karla í handbolta í gærkvöldi. Meira
25. febrúar 2019 | Íþróttir | 372 orð | 1 mynd

England Burnley – Tottenham 2:1 • Jóhann Berg Guðmundsson kom...

England Burnley – Tottenham 2:1 • Jóhann Berg Guðmundsson kom inná á 80. mínútu í liði Burnley og lagði upp sigurmarkið. Meira
25. febrúar 2019 | Íþróttir | 139 orð

Erfitt hjá Birki með liði Aston Villa

Landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason er í erfiðri stöðu hjá enska B-deildarliðinu Aston Villa undir stjórn Dean Smith. Meira
25. febrúar 2019 | Íþróttir | 461 orð | 2 myndir

Er stolt af sjálfri mér

Frjálsar Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is „Ég var að máta fötin fyrir EM. Ég þarf að fá landsliðsgallann. Nú tekur við undirbúningur, en ég þarf líka að hvíla mig. Ég veit ekki alveg hvernig ég mun púsla þessari viku. Það er nóg að gera,“ sagði Hafdís Sigurðardóttir, ein fremsta frjálsíþróttakona Íslands, í samtali við Morgunblaðið. Meira
25. febrúar 2019 | Íþróttir | 185 orð | 1 mynd

Forkeppni EM karla C-RIÐILL: Belgía – Ísland 90:62 Lokastaðan...

Forkeppni EM karla C-RIÐILL: Belgía – Ísland 90:62 Lokastaðan: Belgía 440305:2538 Ísland 413296:3162 Portúgal 413272:3042 *Belgía er komin í undankeppni EM en Ísland og Portúgal fara á þriðja stig forkeppninnar í ágúst og verða þar saman í riðli,... Meira
25. febrúar 2019 | Íþróttir | 74 orð | 1 mynd

Góður sigur hjá Aroni

Aron Pálmarsson og félagar hans í Barcelona gulltryggðu sér efsta sætið í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í handknattleik í gærkvöldi með átta marka sigri gegn ríkjandi Evrópumeisturum, Montpellier, 36:28 á útivelli í næstsíðustu umferð riðlakeppninnar. Meira
25. febrúar 2019 | Íþróttir | 18 orð | 1 mynd

HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: Origo-höllin: Valur...

HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: Origo-höllin: Valur – Selfoss 19. Meira
25. febrúar 2019 | Íþróttir | 85 orð | 1 mynd

Haraldur og Aron byrja vel

Fimm Íslendingar hófu í gær keppni á Winter Series Lumine Hills golfmótinu sem er hluti af Nordic Golf mótaröðinni. Mótið fer fram á Spáni og er keppt á tveimur völlum. Meira
25. febrúar 2019 | Íþróttir | 146 orð | 1 mynd

Iveta hreppti gull og silfur í Danmörku

Iveta Ivanova, fremsta karatekona landsins, fékk bæði gull- og silfurverðlaun á sterku móti í Kaupmannahöfn, Ishöj Cup, en þar keppa jafnan margir af þeim bestu í norðurhluta Evrópu. Meira
25. febrúar 2019 | Íþróttir | 114 orð | 1 mynd

ÍBV síðasta liðið í undanúrslitin

ÍBV varð á laugardaginn síðasta liðið til að tryggja sæti sitt í undanúrslitum CocaCola-bikars kvenna í handbolta með 28:21-sigri á KA/Þór á heimavelli. Eyjakonur voru sterkari allan tímann. Meira
25. febrúar 2019 | Íþróttir | 94 orð | 1 mynd

Jóhann lagði upp sigurmark

Jóhann Berg Guðmundsson átti stóran þátt í að tryggja Burnley 2:1 sigur gegn Tottenham þegar liðin áttust við í ensku úrvalsdeildinni á Turf Moor. Jóhann kom inn á á 80. mínútu og lagði upp sigurmarkið þremur mínútum síðar. Meira
25. febrúar 2019 | Íþróttir | 353 orð | 2 myndir

Liverpool á toppinn

England Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Liverpool náði í gær eins stigs forskoti í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu með því að gera markalaust jafntefli gegn erkifjendum sínum í Manchester United á Old Trafford. Meira
25. febrúar 2019 | Íþróttir | 371 orð | 2 myndir

Lykilmenn framtíðarinnar

Körfubolti Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Íslenska karlalandsliðið í körfubolta mátti þola stórt 62:90-útitap fyrir Belgíu í síðasta leik sínum í C-riðli í forkeppni Evrópumótsins í gær. Meira
25. febrúar 2019 | Íþróttir | 414 orð | 1 mynd

Olísdeild karla Akureyri – Fram 26:28 Haukar – Grótta 25:21...

Olísdeild karla Akureyri – Fram 26:28 Haukar – Grótta 25:21 KA – Stjarnan 28:28 ÍBV – Afturelding 27:26 FH – ÍR 31:26 Staðan: Haukar 161132459:42325 Valur 151122418:34724 FH 161042450:41524 Selfoss 151023429:40922... Meira
25. febrúar 2019 | Íþróttir | 106 orð | 1 mynd

Puel látinn taka pokann

4:1-tap Leicester á heimavelli gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á laugardagskvöldið dró heldur betur dilk á eftir sér því í gær rak Leicester Frakkann Claude Puel úr starfi. Meira
25. febrúar 2019 | Íþróttir | 416 orð | 1 mynd

Rússland Bikarkeppnin, 8-liða úrslit, seinni leikur: Rostov &ndash...

Rússland Bikarkeppnin, 8-liða úrslit, seinni leikur: Rostov – Krasnodar 1:0 • Ragnar Sigurðsson lék allan tímann með Rostov en þeir Björn Bergmann Sigurðarson og Viðar Örn Kjartansson sátu á varamannabekknum allan tímann. Meira
25. febrúar 2019 | Íþróttir | 123 orð | 1 mynd

Sá fyrsti í höfn af fjórum?

Manchester City vann enska deildarbikarmeistaratitilinn í knattspyrnu annað árið í röð og í sjötta skipti í sögu félagsins þegar liðið hafði betur gegn Chelsea í úrslitaleik á Wembley í gær. Meira
25. febrúar 2019 | Íþróttir | 216 orð | 1 mynd

Semur Emil við Udinese?

Það skýrist í þessari viku hvort landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson gengur í raðir einhvers félags á Ítalíu. Meira
25. febrúar 2019 | Íþróttir | 706 orð | 3 myndir

Úrslitin réðust í blálokin

Frjálsar Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum innanhúss fór fram í Kaplakrika um helgina. Meira
25. febrúar 2019 | Íþróttir | 242 orð | 3 myndir

Valskonur áfram á sigurbrautinni

Nýkrýndir bikarmeistarar Vals héldu sigurgöngu sinni áfram í Dominos-deild kvenna í körfuknattleik í gær. Valur sótti Snæfell heim í Stykkishólm og innbyrti þar öruggan sigur 80:65. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.