Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Nýja mynstrið er fallegt og vekur nokkra eftirtekt og er tiltölulega einfalt í prjóni. Lopapeysur í þessum stíl fara fólki yfirleitt vel, eins og ullarflíkur yfirleitt gera,“ segir Margrét Jónsdóttir á Syðri-Velli í Flóa. Hún er ein þeirra prjónakvenna sem koma að starfsemi Ullarvinnslunnar í Gömlu Þingborg í Flóa, skammt fyrir austan Selfoss. Þar er aðstaða til að prjóna, kemba, þæfa, lita og svo framvegis en í aðalhlutverki er þó verslun með prjónavarningi ýmiss konar og annarri ullarvöru sem Margrét rekur.
Meira