Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Stjórn VR kom saman í gær og ræddi næstu skref í kjarasamningum auk atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls. Aðgerðaáætlun félagsins var þar lögð fyrir stjórnina og samþykkt einróma, en hún var útfærð um helgina.
Meira
Vætutíð Rignt hefur linnulítið á réttláta sem rangláta í höfuðborginni undanfarna daga. Þessir íbyggnu ferðamenn voru við votviðrinu búnir á göngu sinni upp hinn litríka...
Meira
Stefán Gunnar Sveinsson Gunnlaugur Snær Ólafsson Samtök atvinnulífsins tilkynntu í gær að þau hygðust höfða mál gegn Eflingu fyrir félagsdómi ef félagið stöðvaði ekki atkvæðagreiðslu sína, um fyrirhugað verkfall 8. mars, sem hófst í gær.
Meira
Fjöldi fiðrilda var undir meðallagi á síðasta ári en tegundafjöldinn nálægt meðaltali í fiðrildavöktun Náttúrustofu Norðausturlands. Stofan er með tvær fiðrildagildur í Ási í Kelduhverfi og á Skútustöðum í Mývatnssveit.
Meira
Þrír keppendur úr Hnefaleikafélagi Kópavogs tóku þátt á sterku hnefaleikamóti á Norður-Írlandi um helgina og náðu þar góðum árangri. Emin Kadri Eminsson keppti við Írann Charlie Ward úr Mullinger Elite og sigraði Emin örugglega.
Meira
Lítið bættist við í loðnuleit fyrir norðan land og vestan í leiðangri sem lauk um helgina. Niðurstaðan veldur vonbrigðum, en framhald vöktunar verður rætt í samráðshópi Hafrannsóknastofnunar og útgerða uppsjávarskipa í dag.
Meira
VR og Almenna leigufélagið tilkynntu í gær að leigufélagið hefði samþykkt að hætta við fyrirhugaða hækkun á leigu, sem átti að koma til framkvæmda á næstu þremur mánuðum en Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hafði gagnrýnt þau áform harðlega.
Meira
Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Samflot iðnaðarmanna samþykkti í gær að vísa kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins til Ríkissáttasemjara.
Meira
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur vísað frá kæru veiðifélags Árnesinga, Náttúruverndarsamtaka Íslands og náttúruverndarfélagsins Laxinn lifi, vegna útgáfu Matvælastofnunar á rekstrarleyfi fyrir allt að 500 tonna seiðaeldi á ári í...
Meira
Hægt væri að koma upp miðstöðvum á þéttbýlisstöðum á landsbyggðinni þar sem mismunandi ríkisstofnanir væru saman. Þannig væri hægt að fjölga störfum á landsbyggðinni og draga úr kostnaði við margar afgreiðslur.
Meira
Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í fyrrakvöld að sér lægi ekki á því að ná samkomulagi við leiðtoga einræðisstjórnarinnar í Norður-Kóreu um kjarnorkuafvopnun og kvaðst vera ánægður með þróunina í samskiptum ríkjanna svo fremi sem Norður-Kóreumenn hæfu ekki kjarnorku- og eldflaugatilraunir að nýju. Trump ræðir við Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, í Hanoi í Víetnam á morgun og fimmtudag.
Meira
Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur falið fjármálastjóra sveitarfélagsins að fara yfir fjárhagsleg áhrif loðnubrests á tekjur aðalsjóðs og hafnarsjóðs bæjarins og leggja fyrir bæjarráð. Þetta var niðurstaða fundar ráðsins sem kom saman í gær.
Meira
Umhverfisstofnun áformar að loka svæðinu við Fjaðrárgljúfur frá og með morgundeginum, en stefnt er að því að meta aðstæður á svæðinu aftur innan tveggja vikna. Svæðinu var einnig lokað tímabundið í um tvær vikur í janúar vegna vætutíðar og ágangs.
Meira
Baldur Arnarson baldura@mbl.is Rúmlega 540 íbúðir eru í byggingu í Mosfellsbæ, þar af 186 í nýjum miðbæ. Þetta kemur fram í samantekt byggingarfulltrúans í Mosfellsbæ fyrir Morgunblaðið.
Meira
Sérfræðingahópi um endurskoðun tekjuskatts og bótakerfa var ekki falið að skoða áhrif og útfærslu hátekjuskattþreps við endurskoðun skattkerfisins.
Meira
Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Ljóðaljóðin eru uppáhaldsbókin mín í Biblíunni,“ sagði Daníel Ágúst Gautason, sem útskrifaðist með MA-gráðu í guðfræði frá Háskóla Íslands á laugardaginn var. Hann les nú til embættisprófs prests við HÍ. Með námi starfar hann sem æskulýðsfulltrúi í Grensáskirkju og Bústaðakirkju.
Meira
Baksvið Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Samhljómur var um það á málþingi sem Landmælingar Íslands héldu að mörg tækifæri væru ónýtt við það að halda opinberum störfum á landsbyggðinni.
Meira
Tvífarar Kims Jong-uns og Donalds Trumps kveðjast á hóteli í Hanoi áður en lögreglumenn tóku þá til yfirheyrslu í gær eftir að þeir höfðu sett leiðtogafund á svið í borginni.
Meira
Björgunarsveitir, lögregla og Landhelgisgæslan tóku þátt í umfangsmikilli leit við Ölfusárbrú í gærkvöldi, en talið var að bifreið hefði farið í ána fyrir ofan Selfosskirkju. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Selfossi, staðfesti við mbl.
Meira
Sex stúdentar létu ljós sitt skína í Stúdentakjallaranum í gærkvöldi á fyrra undankvöldi uppistandskeppninnar Fyndnasti háskólaneminn 2019. Þau Árni Þór Þorgeirsson hátæknifræðinemi og Áslaug Ýr Hjartardóttir viðskiptafræðinemi fóru áfram í...
Meira
Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Ég vil taka undir með þeim sem hér í þessum sal hafa lýst yfir áhyggjum vegna vaxandi andstöðu í garð farandfólks og minnihlutahópa, einnig á meginlandi Evrópu.
Meira
Í dag eru þrjátíu ár síðan Ísland sigraði Pólland í úrslitaleik B-heimsmeistarakeppninnar í handknattleik karla í Frakklandi. Þetta var fyrsti stóri sigur landsliðsins í alþjóðlegri keppni en mörg sterkustu lið heims voru með í keppninni.
Meira
Viðtal Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Ég hef haldið þeirri meginreglu að vera helst ekki nema 10 ár á hverjum stað. Nú eru komin 12 ár hjá Keili. Þess vegna var það löngu ákveðið að ég myndi hætta á þessu ári og það var tilkynnt með góðum fyrirvara,“ segir Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis - miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs á Ásbrú í Reykjanesbæ. Auglýst hefur verið eftir nýjum framkvæmdastjóra. Hjálmar segist verða viðloðandi reksturinn fram eftir árinu.
Meira
Búið er að taka skýrslu af bæði ökumönnum og farþegum í umferðarslysi sem varð þegar tveir bílar rákust saman á Suðurlandsvegi, austan við Hjörleifshöfða, um miðjan mánuðinn.
Meira
Björn Bjarnason skrifar á heimasíðu sína um áráttu meirihlutans til að hlaupast undan ábyrgð: „Að Stefán Eiríksson borgarritari sjái sig knúinn til að skrifa á FB að ónafngreindir borgarfulltrúar gangi of langt í orðum og framgöngu gegn...
Meira
Á Netflix er aldeilis hægt að „lotuhorfa“ þessa dagana. Þátturinn Dirty John heldur manni alveg límdum við skjáinn. Búið ykkur undir langa nótt og gott er að hafa popp og vatn við höndina.
Meira
Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Saxófónleikarinn Tumi Árnason og trommuleikarinn Magnús Trygvason Eliassen hafa sameinað krafta sína og sköpunargleði á hljómplötunni Allt er ómælið sem kom út á vínyl föstudaginn 22.
Meira
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir flytur í dag klukkan 12.05 hádegisfyrirlestur í Þjóðminjassafninu og kallar hann Galdra- og brennudómar. Réttarfar Íslendinga á 17. öld .
Meira
Green Book , kvikmynd um ferðalag hörundsdökks tónlistarmanns og hvíts aðstoðarmanns hans um Suðurríki Bandaríkjanna snemma á sjöunda áratug liðinnar aldar, hreppti eftirsóttustu Óskarsverðlaunin á Óskarshátíðinni á Los Angeles á sunnudagskvöld þegar...
Meira
Enn haggast Legó-myndin 2, The Lego Movie 2; The Second Part ekki úr fyrsta sæti bíólistans. Um 3.200 manns sáu myndina um helgina en 4.800 sáu hana helgina á undan.
Meira
Magnús Helgason myndlistarmaður heldur fyrirlestur í Listasafninu á Akureyri - Ketilhúsi í dag, þriðjudag, klukkan 17. Fyrirlesturinn kallar Magnús Til einskis, sem betur fer .
Meira
Myndbandið við lag tónlistarmannsins Svavars Knúts, The Hurting, var um helgina valið besta rokkmyndbandið á bandarísku Apex-kvikmyndahátíðinni sem helguð er stuttmyndum og tónlistarmyndböndum.
Meira
Ensk-bandaríski rokkgítarleikarinn Peter Frampton hefur tilkynnt að hann þjáist af vöðvarýrnunarsjúkdómi og hyggst hann halda í sína hinstu tónleikaferð og kveðja aðdáendur sína.
Meira
Mozart: Dívertímentó í F, K138. Webern: Langsamer Satz (1905). Stravinskíj: 3 stykki fyrir strengjakvartett (1914). Beethoven: Kvartett nr. 13 í B Op. 130.
Meira
Hlutverk Hönnunarsafns Íslands er að safna og varðveita þann þátt íslenskrar menningarsögu sem lýtur að hönnun, einkum frá aldamótunum 1900 til samtímans.
Meira
Morgunblaðið greinir frá því, að Flugleiðir óttist, að umrædd breyting klukkunnar hér á landi verði til vandræða fyrir félagið, þar sem það eigi ekki kost á öðrum lendingartímum á stórum flugstöðvum vegna þrengsla, og var London nefnd.
Meira
Eftir Aldísi Hafsteinsdóttur: "Það er eðlileg krafa, að þegar Alþingi samþykkir löggjöf sem felur í sér aukin útgjöld fyrir sveitarfélögin, komi ríkið að fjármögnun þeirra verkefna."
Meira
Einu sinni var sagt frá ungum pilti sem sótti menntaskólaböll, en ekki til að skemmta sér eða hitta stúlkur eins og flestir skólabræður hans. Nei, markmiðið hjá honum var að fá tækifæri til þess að berja einhvern.
Meira
Eftir Guðna Ágústsson: "Heilsa okkar Íslendinga, viðkvæmir en hreinustu búfjárstofnar sem fyrirfinnast í veröldinni, einstakt grunnvatn og gróður sem vex úr hreinni mold og af hreinu vatni, það eru þjóðargersemar."
Meira
Eftir Björn Leví Gunnarsson: "Flest mál komast aldrei svo langt að vera afgreidd úr nefnd, þó þau séu tilbúin til afgreiðslu, og um það sérstaklega snýst gagnrýni mín."
Meira
Eftir Jón Hjaltalín Magnússon: "Í dag, 26. febrúar 2019, eru þrjátíu ár frá því að handboltastrákarnir okkar unnu gullverðlaun á heimsmeistaramótinu í París 1989."
Meira
Eiríkur Ingólfsson fæddist í Reykjavík 3. júlí 1960. Hann lést á heimili sínu í Fredrikstad í Noregi 9. janúar 2019. Eiríkur var sonur séra Ingólfs Guðmundssonar, síðar lektors og námsstjóra, og Áslaugar Eiríksdóttur bókavarðar.
MeiraKaupa minningabók
Margrét Einarsdóttir fæddist í Reykjavík 6. ágúst 1925. Hún lést á líknardeildinni í Kópavogi 14. febrúar 2019. Foreldrar hennar voru hjónin Einar Einarsson, f. 18.5. 1880, d. 23.6. 1938, blikksmíðameistari, og Sigríður Jónsdóttir, f. 11.5. 1896, d. 28.
MeiraKaupa minningabók
Ólafur Hákon Guðmundsson húsasmíðameistari fæddist á Gljúfurholti í Ölfusi 20. janúar 1945. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 15. febrúar 2019. Foreldrar hans voru hjónin Katrín Ólafsdóttir, f. 14. febrúar 1913, d. 25.
MeiraKaupa minningabók
Sigurbjörg Einarsdóttir fæddist í Káraneskoti í Kjós 17. febrúar 1960. Hún lést 15. febrúar 2019 á heimili sínu. Sigurbjörg var dóttir hjónanna Einars Karlssonar, f. 5. júlí 1927, og Sigurlaugar Haraldsdóttur, f. 22. september 1925, d. 18. febrúar 2001.
MeiraKaupa minningabók
Baksvið Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Seðlabanki Íslands fer þess á leit við ríkissjóð að þær sektir og sáttagreiðslur sem lagðar voru á einstaklinga og lögaðila á árunum 2009 til 2011 vegna meintra brota gegn lögum og reglum um gjaldeyrishöft, verði endurgreiddar. Nú sé orðið ljóst að skort hafi á heimildir í lögum til að knýja á um slíkar sátta- og sektargreiðslur.
Meira
Þann 25. janúar var fyrirtækið Tesla Motors Iceland ehf. stofnað og er fyrirtækið með lögheimili í Efstaleiti 5. Þar er Lögmannsstofan Logos með aðsetur en hún annaðist stofnun félagsins.
Meira
Andri Hrafn Sigurðsson hefur hafið störf hjá sálfræðistofunni Lífi og sál. Sinnir þar meðferðar- og ráðgjafarvinnu fullorðinna og vinnur mikið með streitu, kvíða og þunglyndi.
Meira
Keppnin Kokkur ársins 2019 fer fram í Hörpu laugardaginn 23. mars næstkomandi og er það einn af hápunktum Íslenska matardagtalsins. Þar mætast bestu matreiðslumenn landsins, það er eftir forkeppni sem verður 6. mars.
Meira
6 til 9 Ísland vaknar Ásgeir Páll, Jón Axel og Kristín Sif rífa landsmenn á fætur með gríni og glensi alla virka morgna. Sigríður Elva les traustar fréttir á hálftíma fresti. 9 til 12 Siggi Gunnars Skemmtileg tónlist og góðir gestir reka nefið inn.
Meira
Ólafur Stefánsson yrkir á Leir fyrir helgi og kallar „Skamma stund“: Það var fyrir stuttu í víðáttu góðæri miðju að virtist þjóðin mín flest kunna orka og mega.
Meira
Eydís Huld Magnúsdóttir lauk B.Sc-námi í vörustjórnun frá Tækniháskóla Íslands árið 2004 og meistaraprófi í verkfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2014.
Meira
Núna er ég að klippa mynd um íslenska matargerð og matarsögu en býst ekki við að hún verði klár fyrr en í haust því ég á eftir að taka upp efni um kæsingu á hákarli og sauðamjaltir,“ segir Ásdís Thoroddsen kvikmyndagerðarmaður, sem á 60 ára afmæli...
Meira
30 ára Gísli er Borgnesingur, hann lærði húsasmíði en er vélamaður hjá Borgarverki. Maki : Katrín Rós Ragnarsdóttir, f. 1992, vinnur á dvalarheimilinu Brákarhlíð. Sonur : Andri Snær, f. 2014. Foreldrar : Sólon Árni Gíslason, f.
Meira
40 ára Ragnheiður er Selfyssingur og viðskiptafræðingur og vinnur á skrifstofu Jötuns véla. Maki : Ögmundur Kristjánsson, f. 1971, vinnur við gangagerð í Noregi. Börn : Alexander Örn, f. 2009, og Kristján Elí, f. 2011. Foreldrar : Jón G. Bergsson, f.
Meira
Reykjavík Anna Vigdís Guðjónsdóttir fæddist í Reykjavík 12. júní 2018. Hún vó 3.100 g og var 49 cm. Foreldrar hennar eru Guðjón Pétursson og Hulda Katrín Stefánsdóttir...
Meira
40 ára Steinunn er fædd í Ósló en ólst upp í Reykjavík og býr þar. Hún er íþróttafræðingur hjá Sóltúni Heima. Maki : Jóhann Aron Traustason, f. 1972, þjónustufulltrúi hjá Jaguar, Land Rover. Börn : Valgerður, f. 2010, og Leifur Atli, f. 2012.
Meira
85 ára Guðný Hálfdánardóttir Guðrún Ragnheiður Lárusdóttir Sigurður J. Kristjánsson 80 ára Aðalheiður Sigurðardóttir Elísabet Vilhjálmsdóttir Gunnlaugur Sigurðsson Jónína H. Arndal Lindís Kr Hatlemark Magnús Kristján Halldórss.
Meira
Samúel Vilberg Jónsson fæddist 26. febrúar 1944 á Munaðarnesi í Árneshreppi og ólst þar upp til 16 ára aldurs. „Það var gott að alast upp á Ströndum. Þá var hvorki vegur né rafmagn í hreppnum – en okkur fannst okkur ekki skorta neitt.“
Meira
Ö fgar og æði samtímans taka á sig ýmsar myndir og stundum verða árekstrar. Þannig heyrði Víkverji af virðulegu kaffiboði fyrir skemmstu þar sem kona ein hafði boðið gömlum skólasystrum heim.
Meira
26. febrúar 1989 Landsliðið í handknattleik sigraði í B-heimsmeistarakeppninni í París. „Fyrsti sigur íslenska landsliðsins á stórmóti,“ sagði Morgunblaðið. Á mótinu skoraði Kristján Arason þúsundasta mark sitt í landsleik. 26.
Meira
Bikarmeistarar Fram í handknattleik kvenna drógust gegn Stjörnunni í undanúrslitum Coca Cola-bikarsins í gær en leikið verður til undanúrslita í Laugardalshöll fimmtudaginn í næstu viku. Stjarnan og Fram mætast í 17.
Meira
Aron Pálmarsson, landsliðsmaður í handbolta, gæti fengið enn meiri samkeppni um stöðu leikstjórnanda hjá Barcelona næsta vetur því félagið er á höttunum eftir Króatanum magnaða Luka Cindric. Cindric er leikmaður Vive Kielce í Póllandi.
Meira
Handboltasagan Ívar Benediktsson iben@mbl.is „Fyrst og fremst er þetta bara mjög skemmtileg minning,“ sagði Kristján Arason, einn leikmanna íslenska landsliðsins í handknattleik sem vann B-heimsmeistarakeppnina í Frakklandi.
Meira
Ragnar Jóhannsson, sem verið hefur algjör lykilmaður í liði Hüttenberg í vetur, mun ekki leika með liðinu í næstu leikjum eftir að hann tognaði í ökkla í 27:24-sigri á Emsdetten í þýsku 2. deildinni í handbolta um helgina.
Meira
Jón Axel Guðmundsson, landsliðsmaður í körfubolta, stendur sig afar vel með Davidson háskólanum í Bandaríkjunum. Hann varð á dögunum fyrsti leikmaðurinn í 46 ár til að ná þrefaldri tvennu fyrir skólann.
Meira
Danmörk Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Kjartan Henry Finnbogason er orðinn markahæsti Íslendingurinn frá upphafi í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í karlaflokki.
Meira
* Mauricio Pochettino , knattspyrnustjóri Tottenham, hefur verið kærður af enska knattspyrnusambandinu vegna framkomu sinnar í garð dómarans Mike Dean eftir 2:1-tapið gegn Burnley í ensku úrvalsdeildinni um helgina.
Meira
Á Hlíðarenda Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Selfoss er kominn upp í annað sæti Olísdeildar karla í handbolta eftir sætan 26:25-sigur á Val á útivelli í gærkvöldi.
Meira
NBA-deildin Toronto – Orlando 98:113 Denver – LA Clippers 123:96 New York – San Antonio 130:118 Staðan í Austurdeild: Milwaukee 45/14, Toronto 44/17, Indiana 40/20, Philadelphia 38/22, Boston 37/23, Brooklyn 31/30, Detroit 28/30,...
Meira
Meisam Rafiei og Kristmundur Gíslason hafa undanfarna daga verið við æfingar í Los Angeles til að undirbúa sig fyrir US Open í taekwondo sem fram fer um næstu helgi.
Meira
Það styttist óðum í fyrstu leiki íslenska karlandsliðsins í knattspyrnu í undankeppni EM en innan við mánuður er þar til Íslendingar spila sinn fyrsta leik í undankeppninni. Ísland spilar tvo útileiki í mars. Fyrst gegn Andorra föstudaginn 22.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.