Baksvið Árni Matthíasson arnim@mbl.is Þegar fyrstu Android-farsímarnir komu á markað haustið 2008 skiptu nokkrir framleiðendur snjallsímamarkaðnum á milli sín vestan hafs; RIM (Blackberry) stærst, þá Windows Phone (Microsoft), iOS (Apple), Palm og Symbian (Nokia). Um mitt ár 2009, ekki löngu eftir að fyrsti Android-sími kóreska tæknirisans Samsung kom á markað, Samsung Galaxy, var markaðshlutdeild Android 2,9%. Tveimur árum síðar var Android farið að nálgast helmingshlutdeild, iOS sat í öðru sæti og hafði bætt verulega við sig, en markaðshlutdeild annarra framleiðenda hafði minnkað verulega.
Meira