Greinar fimmtudaginn 28. febrúar 2019

Fréttir

28. febrúar 2019 | Innlendar fréttir | 113 orð

30 milljónir króna í viðbót til Jemens

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra tilkynnti 30 milljóna króna viðbótarframlag til mannúðaraðstoðar í Jemen á alþjóðaráðstefnu í Genf í vikunni. Meira
28. febrúar 2019 | Innlendar fréttir | 121 orð

„Staðan er sú sama og síðustu daga“

Fjölskylda og vinir Jóns Þrastar Jónssonar, sem hvarf sporlaust í Dublin 9. febrúar, binda miklar vonir við að ábendingar sem lögreglan er að vinna eftir verði til þess að írskar björgunarsveitir verði kallaðar út til að leita Jóns. Meira
28. febrúar 2019 | Innlendar fréttir | 1686 orð | 4 myndir

„Það þarf ekki að óttast fólk í flogi“

Viðtal Guðrún Erlingsdóttir ge@mbls.is „Ekki gera ekki neitt. Ef þú þorir ekki að sinna náunganum sem liggur á götunni, hringdu þá í 112 og þar er þér leiðbeint eða send viðeigandi hjálp. Það þarf ekki að óttast fólk í flogi eða þegar það er vankað eftir flog og á erfitt með að tala eða gera sig skiljanlegt. Það tekur yfirleitt nokkrar mínútur að jafna sig,“ segir Jónína Margrét Bergmann, sem barist hefur við illvíga flogaveiki í 14 ár og fékk sitt fyrsta flogakast þremur sólarhringum eftir að hún eignaðist eldri dóttur sína með eiginmanninum Jóni Inga Einarssyni. Meira
28. febrúar 2019 | Innlendar fréttir | 454 orð | 5 myndir

„Þetta er verulega huggulegt skip“

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Nýr Herjólfur mun ekki hefja áætlunarsiglingar milli lands og Eyja hinn 30. mars, eins og að var stefnt, að sögn Hjartar Emilssonar, skipatæknifræðings og framkvæmdastjóra Navis ehf. Hann er verkefnastjóri Vegagerðarinnar vegna lokafrágangs og afhendingar nýja skipsins. Vonast er til þess að búið verði að afhenda skipið 30. mars og eftir afhendinguna tekur við heimsigling og þjálfun áhafnarinnar. Meira
28. febrúar 2019 | Innlendar fréttir | 116 orð

Berklasmit greindist í Klettaskóla

Allir starfsmenn og nemendur í Klettaskóla þurfa nú að gangast undir próf til þess að fá úr því skorið hvort þeir hafi smitast af berklum. Starfsmaður í skólanum greindist með berkla eftir að hafa leitað til læknis vegna veikinda. Meira
28. febrúar 2019 | Innlendar fréttir | 50 orð

Boðið í Þjóðleikhúsið Í Morgunblaðinu í gær á bls. 31 í umfjöllun um...

Boðið í Þjóðleikhúsið Í Morgunblaðinu í gær á bls. 31 í umfjöllun um Ronju ræningjadóttur á Grænlandi kom fram að Þjóðleikhúsið hefði boðið grænlenskum börnum í samvinnu við Kalak á leiksýningu í Borgarleikhúsinu og kynnisferð um húsið. Meira
28. febrúar 2019 | Innlendar fréttir | 160 orð | 1 mynd

Buðu langlægst í jarðvinnu á Hellissandi

Tilboð frá fyrirtækinu Stafnafelli ehf. var langlægst í jarðvinnu vegna þjóðgarðsmiðstöðvar Snæfellsjökuls á Hellissandi. Þrjú tilboð bárust í verkið, öll frá fyrirtækjum í Snæfellsbæ. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á kr. 27.254. Meira
28. febrúar 2019 | Innlendar fréttir | 443 orð | 1 mynd

Byrjar á því að klæða sig í brosið á hverjum morgni

Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Áður en flogin byrjuðu var ég sporttýpan sem vildi ekki taka verkjalyf. Sjúkdómshrædd en dreymdi samt um að læra hjúkrun,“ segir Jónína Margrét Bergmann sem berst við illvíga flogaveiki með sex mismunandi tegundum af flogum. Flogin hafa mismunandi afleiðingar og standa yfir frá nokkrum mínútum til 36 klukkustunda. Þegar flogunum lýkur getur Jónína ekki tjáð sig. Hún heyrir og skynjar það sem fram fer, en það tekur 10 til 15 mínútur að ná hæfninni til að tjá sig á ný. Eftir sum flogin er Jónína með harðsperrur í nokkra daga. Meira
28. febrúar 2019 | Innlendar fréttir | 137 orð | 1 mynd

Dagný kynnir súrkálsgerð

Dagný Hermannsdóttir sem getið hefur sér gott orð fyrir súrkálsgerð mætir í Lífsstílskaffi í Kringlusafni – Menningarhúsi Borgarbókasafnsins í Reykjavík í dag, fimmtudaginn 28. febrúar kl. 16.30. Meira
28. febrúar 2019 | Innlendar fréttir | 145 orð | 1 mynd

Eftirlit með ánni næstu daga

Formlegri leit að Páli Mar Guðjónssyni, sem talið er að hafi ekið bifreið sinni í Ölfusá síðastliðið mánudagskvöld, var formlega hætt á áttunda tímanum í gærkvöldi Þetta kom fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi sem birt var á facebook-síðu... Meira
28. febrúar 2019 | Innlendar fréttir | 976 orð | 3 myndir

Ekki amast við Tobba á Torfunefsbryggju

Úr bæjarlífinu Margrét Þóra Þórsdóttir Akureyri Þau ánægjulegu tíðindi spyrjast nú út að gestum sem sækja Amtsbókasafnið á Akureyri heim fjölgaði á liðnu ári miðað við árið á undan. Er það í fyrsta sinn frá árinu 2014 sem gestum fjölgar á milli ára. Meira
28. febrúar 2019 | Innlendar fréttir | 313 orð | 2 myndir

Erlendar ferðaskrifstofur hafa áhyggjur

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Erlendir gestir eru ekki farnir að afbóka gistingu eða afþreyingu vegna yfirvofandi verkfalls hótelþerna, hjá þeim fyrirtækjum sem Morgunblaðið hafði samband við. Meira
28. febrúar 2019 | Innlendar fréttir | 250 orð | 1 mynd

Fagna frumvarpi um kennara

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Kennarar sem valið hafa að kenna á öðru, aðliggjandi skólastigi hafa verið ráðnir sem leiðbeinendur og starf þeirra auglýst árlega. Meira
28. febrúar 2019 | Innlendar fréttir | 107 orð

Fimm mánuðir vegna heimilisofbeldis

Karlmaður hefur verið dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir ofbeldi gegn sambýliskonu sinni, en hann réðst gegn henni í tvígang árið 2017 á heimili þeirra. Meira
28. febrúar 2019 | Innlendar fréttir | 381 orð | 3 myndir

Fjordvik í heilu lagi inn í fljótandi flotkví

Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Talsverðar tilfæringar þurfti til að koma 100 metra skipi inn í skrokk 140 metra fljótandi flotkvíar við Hvaleyrarbakkann í Hafnarfjarðarhöfn í gærmorgun. Meira
28. febrúar 2019 | Innlendar fréttir | 143 orð | 1 mynd

Funda í næstu viku

Stjórnar- og trúnaðarmannaráðsfundur verður haldinn í Sjómannafélagi Íslands í næstu viku vegna úrskurðar félagsdóms um að brottrekstur Heiðveigar Maríu Einarsdóttur úr félaginu hafi falið í sér brot á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur. Meira
28. febrúar 2019 | Innlendar fréttir | 243 orð | 1 mynd

Fyrsta íslenska 100% súkkulaðið

Þau tíðindi berast úr herbúðum súkkulaðimeistaranna Omnom að búið sé að framleiða fyrsta 100% súkkulaðistykkið hér á landi. Meira
28. febrúar 2019 | Innlendar fréttir | 400 orð

Gagnrýnir rýmri aðgang umboðsmanns að gögnum RSK

,,Ríkisskattstjóri telur að ávallt fari illa að fela utanaðkomandi aðila frjálst mat um það hvaða upplýsingar úr gagnasafni embættisins viðkomandi telji nauðsynlegar til framkvæmdar á verkefnum sem viðkomandi hafa verið falin,“ segir í umsögn... Meira
28. febrúar 2019 | Innlendar fréttir | 513 orð | 7 myndir

Gullörninn birtist í öllu sínu veldi

Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Við fylltumst lotningu þegar örninn birtist með volduga vængina og settist á trjágrein fyrir framan okkur skömmu eftir dögun. Gullörninn er sérlega var um sig og vitur fugl. Meira
28. febrúar 2019 | Innlendar fréttir | 248 orð | 1 mynd

Hátíð í uppsiglingu

Ég hlakka til að eiga góðan afmælisdag með konu og börnum hér heima í sveitinni. Stefnan var tekin á að fara á Pizzasmiðjuna, splunkunýjan pítsustað inni á Akureyri, og svo er foreldra minna og æskuvinanna að vænta hingað norður um helgina. Meira
28. febrúar 2019 | Innlendar fréttir | 65 orð | 1 mynd

Herjólfur hefur reynst vel í reynslusiglingunum

Unnið er að lokafrágangi nýja Herjólfs. Hann verður að mestu rafknúinn, sem er nýjung í íslenska flotanum. Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri skoðaði skipið í Gdynia í Póllandi í gær og leist mjög vel á það. Meira
28. febrúar 2019 | Innlent - greinar | 341 orð | 3 myndir

Hrósar þýðendum Lego Movie 2

„Þegar fyrsta Lego myndin kom hélt ég að þetta yrði bara 90 mínútna auglýsing fyrir leikföng, en það reyndist ekki svo vera,“ segir Ragnar Eyþórsson, eða Raggi bíórýnir, sem kemur aðra hverja viku í síðdegisþáttinn á K100. Hann tók einnig fyrir Netflix-seríuna Umbrella Academy. Meira
28. febrúar 2019 | Innlendar fréttir | 533 orð | 4 myndir

Hundruð sjálfboðaliða sinntu útköllum

Sviðsljós Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Ég hef stundum líkt þessu við hulduher, en í raun er ég alltaf jafn hissa og um leið þakklát fyrir það óeigingjarna starf sem sjálfboðaliðar okkar eru tilbúnir til að inna af hendi,“ segir Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins, í samtali við Morgunblaðið og vísar til þess mikla fjölda sjálfboðaliða sem tóku þátt í starfi Rauða krossins í fyrra. Meira
28. febrúar 2019 | Erlendar fréttir | 329 orð | 1 mynd

Hvött til að afstýra því að stríð blossi upp

Spennan milli kjarnorkuveldanna Indlands og Pakistans magnaðist í gær þegar Pakistanar sögðust hafa grandað tveimur indverskum herflugvélum yfir Kasmír og Indverjar sögðust hafa skotið niður pakistanska herþotu. Meira
28. febrúar 2019 | Innlendar fréttir | 50 orð | 1 mynd

Icesave var á máli Versala-samninga

Carl Baudenbacher, fyrrverandi forseti EFTA-dómstólsins, segir upphaflegu Icesave-samningana hafa verið skrifaða á máli Versala-samninganna. Svo einhliða hafi samningarnir verið. Þrýst hafi verið á Ísland. Meira
28. febrúar 2019 | Innlendar fréttir | 2110 orð | 3 myndir

Innganga Bretlands í EES myndi gefa EFTA meiri vigt

Viðtal Baldur Arnarson baldura@mbl.is Carl Baudenbacher kvaddi EFTA-dómstólinn í fyrra eftir 15 ár sem forseti réttarins. Nú veitir hann meðal annars þingmönnum breska Íhaldsflokksins ráðgjöf vegna Brexit. Hann segist í samtali við Morgunblaðið reikna með strangari reglum um innflytjendur í Evrópu á næstu árum. Þá vitni sagan um að Icesave-dómur EFTA-dómstólsins í janúar 2013 hafi verið réttur. Meira
28. febrúar 2019 | Innlendar fréttir | 64 orð

Innviðagjald ólögleg viðbótarskattlagning

Viðar Smári Petersen lögmaður á Lex segir í aðsendri grein í ViðskiptaMogganum að velta megi fyrir sér hvort innviðagjald, sem Reykjavíkurborg innheimtir í samningum við lóðarhafa sem hafa í hyggju þróun og uppbyggingu á lóðum sínum, sé... Meira
28. febrúar 2019 | Innlendar fréttir | 136 orð | 1 mynd

Íþróttahús í Vetrarmýri

Hafnar eru fyrstu jarðvegsframkvæmdir vegna byggingar fjölnota íþróttahúss í svonefndri Vetrarmýri við Vífilsstaði í Garðabæ. Þess er vænst að byrja megi að reisa húsið í haust og það verði fullbúið um mitt ár 2021. Meira
28. febrúar 2019 | Innlendar fréttir | 669 orð | 3 myndir

Jákvæð heilsa og mikil lífsgæði

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin gaf árið 1948 út skilgreiningu á heilsu þar sem segir að heilsa sé fullkomin líkamleg, andleg og félagsleg vellíðan en ekki einungis að vera laus við sjúkdóma og örorku. Meira
28. febrúar 2019 | Innlendar fréttir | 818 orð | 3 myndir

Kóresk kynslóðaskipti

Baksvið Árni Matthíasson arnim@mbl.is Þegar fyrstu Android-farsímarnir komu á markað haustið 2008 skiptu nokkrir framleiðendur snjallsímamarkaðnum á milli sín vestan hafs; RIM (Blackberry) stærst, þá Windows Phone (Microsoft), iOS (Apple), Palm og Symbian (Nokia). Um mitt ár 2009, ekki löngu eftir að fyrsti Android-sími kóreska tæknirisans Samsung kom á markað, Samsung Galaxy, var markaðshlutdeild Android 2,9%. Tveimur árum síðar var Android farið að nálgast helmingshlutdeild, iOS sat í öðru sæti og hafði bætt verulega við sig, en markaðshlutdeild annarra framleiðenda hafði minnkað verulega. Meira
28. febrúar 2019 | Innlendar fréttir | 16 orð | 1 mynd

Kristinn Magnússon

Útivist Líkamsrækt má stunda nánast hvar sem er. Margir velja gönguferðir og sumir ganga á... Meira
28. febrúar 2019 | Innlendar fréttir | 132 orð | 1 mynd

Kvarta til eftirlitsnefndar Árósasamningsins

Landvernd, Eldvötn, Fjöregg, Fuglavernd, Náttúruverndarsamtök Austurlands, Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands og Ungir umhverfissinnar hafa kvartað til eftirlitsnefndar Árósasamningsins vegna breytinga á lögum um fiskeldi sem brjóta gegn ákvæðum... Meira
28. febrúar 2019 | Innlendar fréttir | 351 orð | 1 mynd

Lífi og heilbrigði starfsmanna talin hætta búin

Vinnueftirlitið hefur bannað alla vinnu á vegum U2-bygg ehf. á byggingarvinnustað að Hraungötu 2-6 í Garðabæ þar sem eftirlitsheimsókn leiddi í ljós að lífi og heilbrigði starfsmanna var talin hætta búin vegna aðbúnaðar á vinnustaðnum. Meira
28. febrúar 2019 | Innlendar fréttir | 151 orð | 1 mynd

Með 900 ml af amfetamínvökva

Lögreglan á Suðurnesjum vinnur nú að rannsókn á máli sem upp kom fyrr í mánuðinum þegar karlmaður á fimmtugsaldri var stöðvaður í Leifsstöð með 900 millilítra af amfetamínvöka í farangrinum. Meira
28. febrúar 2019 | Innlendar fréttir | 486 orð | 2 myndir

Mikil vinnutörn sett í gang

Þorgerður Anna Gunnarsdóttir Ómar Friðriksson Ákveðið var á sáttafundum undir stjórn ríkissáttasemjara í gær með samninganefndum Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins og Landssambands íslenskra verslunarmanna og SA að setja í gang mikla... Meira
28. febrúar 2019 | Erlendar fréttir | 107 orð | 1 mynd

Minnsti drengur í heiminum

Drengur sem vó 268 grömm við fæðingu fyrir fimm mánuðum hefur verið útskrifaður af vökudeild sjúkrahúss í Tókýó. Hann vegur nú 3,2 kg og nærist eðlilega. Meira
28. febrúar 2019 | Innlendar fréttir | 77 orð

Mottumars að fara af stað

Forseta Íslands verður afhent í dag fyrsta mottumars-sokkaparið á Bessastöðum. Meira
28. febrúar 2019 | Innlendar fréttir | 77 orð | 1 mynd

Mótmæli og meðlæti í Dósagerðinni

Fulltrúar ýmissa grasrótarhópa og áhugafólk um mótmæli deildu reynslu sinni af mótmælum í kaffi- og vöfflusamsæti sem Sósíalistaflokkur Íslands bauð til í Dósaverksmiðjunni í Borgartúni í gærkvöldi undir yfirskriftinni „Vér mótmælum öll“. Meira
28. febrúar 2019 | Innlendar fréttir | 457 orð | 4 myndir

Mynd Heru halar inn yfir 10 milljarða króna

Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl.is Tekjur af miðasölu á kvikmyndina Mortal Engines, með Heru Hilmarsdóttur í aðalhlutverki, eru að nálgast 85 milljónir bandaríkjadala. Meira
28. febrúar 2019 | Innlendar fréttir | 76 orð | 1 mynd

Mynd Heru skilar 10 milljarða tekjum

Kvikmyndin Mortal Engines með Heru Hilmarsdóttur í aðalhlutverki hefur halað inn sem svarar 10 milljörðum króna í miðasölutekjur um heim allan síðan hún var frumsýnd í London í nóvember sl. Tekjurnar voru langt undir væntingum í Bandaríkjunum. Meira
28. febrúar 2019 | Innlendar fréttir | 421 orð | 2 myndir

Raforkan gæti lækkað í Súðavík

Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Vinna við undirbúning kalkþörungaverksmiðju í Súðavík gengur vel. Að sögn Péturs G. Meira
28. febrúar 2019 | Innlendar fréttir | 56 orð | 1 mynd

Ræddu upplýsingatækni

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, funduðu í gær með Jüri Ratas, forsætisráðherra Eistlands og Rene Tammist, upplýsingatækniráðherra landsins, um aukið samstarf þjóðanna á sviði upplýsingatækni... Meira
28. febrúar 2019 | Erlendar fréttir | 861 orð | 1 mynd

Sakar Trump um lögbrot í embætti

Bogi Þór Arason bogi@mbl. Meira
28. febrúar 2019 | Innlendar fréttir | 224 orð | 1 mynd

Sameiginleg dreifing blaðanna er nú hafin

„Með þessum kaupum erum við að bæta enn frekar þjónustu okkar við áskrifendur og um leið tryggja að þeir fái Morgunblaðið fyrr inn um lúguna,“ segir María Lilja Moritz Viðarsdóttir, þjónustustjóri Árvakurs, og vísar í máli sínu til kaupa... Meira
28. febrúar 2019 | Innlendar fréttir | 866 orð | 4 myndir

Sérstaða í stéttarfélagsaðild

Baksvið Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Stéttarfélagsaðild er mest á Íslandi af Evrópulöndum og þótt víðar væri leitað. Þetta kemur fram í rannsókn sem Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, vinnur nú að. Meira
28. febrúar 2019 | Innlendar fréttir | 308 orð | 6 myndir

Sjaldséð meistaraverk

Mikil eftirvænting ríkti fyrir listaverkauppboð hjá uppboðsfyrirtækinu Christie's í Lundúnum í gærkvöldi. Meira
28. febrúar 2019 | Innlendar fréttir | 238 orð | 1 mynd

Sneru svekktir frá Fjaðrárgljúfri

Vísa þurfti ferðamönnum frá Fjaðrárgljúfri í gærmorgun. Umhverfisstofnun tók þá ákvörðun að loka svæðinu frá og með gærdeginum og næstu tvær vikur vegna þess hve svæðið er illa farið. Meira
28. febrúar 2019 | Innlendar fréttir | 1169 orð | 5 myndir

Súkkulaðibollur með saltri karamellu og pekanhnetum

Lífið er hreinlega of stutt til að flippa ekki smá og hvað er betra en bollur sem búið er að snúa í hringi og toppa með öllu því besta sem hægt er að setja inn í og ofan á eina bollu? Það er María Gomez á Paz.is sem á þessa uppskrift. Meira
28. febrúar 2019 | Innlendar fréttir | 285 orð | 1 mynd

Taka broti bílstjóra með fyrirvara

Litið er alvarlegum augum á það ef rétt reynist að vagnstjóri strætisvagns hafi verið að horfa á myndbönd í spjaldtölvu meðan á akstri stóð. Mbl. Meira
28. febrúar 2019 | Erlendar fréttir | 129 orð | 1 mynd

Telur að fundurinn beri mikinn árangur

Donald Trump Bandaríkjaforseti hóf í gær tveggja daga viðræður við Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, í Hanoi í Víetnam og kvaðst vera viss um að þær bæru „mikinn árangur“. Meira
28. febrúar 2019 | Innlendar fréttir | 145 orð

Tóneyra og taktur nú í rannsókn

Á heimasíðunni Tóneyra.is er athyglinni beint að tón- og taktblindu en það eru raskanir sem einkennast af lagleysi og erfiðleikum við að skynja takt í tónlist. Meira
28. febrúar 2019 | Innlendar fréttir | 148 orð | 6 myndir

Trén í borgarlandinu felld og kurluð

Nú fer sá árstími í hönd sem snyrta má trjágróður og fella, eftir því sem við á. Það styttist því í vorið, með hækkandi sól í byrjun góu. Meira
28. febrúar 2019 | Innlendar fréttir | 905 orð | 3 myndir

Umdeildur illgresiseyðir fyrir rétt

Baksvið Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Hinn umdeildi illgresiseyðir Roundup varð tilefni réttarhalda sem hófust í vikubyrjun í Bandaríkjunum, hálfu ári eftir að umsjónarmaður skólalóðar vann fyrstu lögsóknina gegn eitrinu þar sem dæmt var að Roundup væri krabbameinsvaldur. Meira
28. febrúar 2019 | Innlendar fréttir | 709 orð | 3 myndir

Útsmoginn og fljótur að læra

Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Hrafnar á höfuðborgarsvæði hafa síðustu áratugi breytt hegðan sinni og lífsmynstri töluvert frá því sem áður var og hafa aðlagað sig borgarlífinu. Í borginni hafa byggingar og önnur mannvirki tekið yfir marga hefðbundna varpstaði þeirra. Á móti hafa skapast syllur til hreiðurgerðar þar sem sprengt hefur verið til grjótnáms og vegagerðar. Hrafnar eru fyrir löngu farnir að verpa í byggingum og allra síðustu ár í trjám. Hrafnsvarp hefur heldur aukist í borgarlandinu, en hröfnum hefur á sama tíma fækkað víða á landsbyggðinni. Meira
28. febrúar 2019 | Innlendar fréttir | 181 orð | 1 mynd

Veita styrk vegna verslunar í Norðurfirði

Styðja á verslun á sex stöðum í strjálbýli þar sem hún hefur átt erfitt uppdráttar og eru gefin fyrirheit um styrki að upphæð 25,7 milljónir kr. í nýjum samningi sem Byggðastofnun hefur undirritað. Meira
28. febrúar 2019 | Innlendar fréttir | 522 orð | 1 mynd

Viðburður sem beðið er eftir

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Tónninn var gefinn og talið í fyrir matarhátíðina Food & Fun þegar matreiðslumeistarar sem taka þátt hittust í kennslueldhúsi Menntaskólans í Kópavogi í gær. Hátíðin stendur til 3. Meira
28. febrúar 2019 | Innlendar fréttir | 259 orð

Viðræður settar á fullt

Helgi Bjarnason Ómar Friðriksson Þorgerður Anna Gunnarsdóttir Á meðan viðræður fjögurra verkalýðsfélaga á suðvesturhorni landsins við Samtök atvinnulífsins (SA) liggja niðri vegna atkvæðagreiðslu um verkfall á hótelum og deilna um gildi hennar er reynt... Meira
28. febrúar 2019 | Innlent - greinar | 1071 orð | 4 myndir

Vilja sannanir fyrir virkni húðvörunnar

Jenna Huld Eysteinsdóttir, húðlæknir á Húðlæknastöðinni, segist vera að svara eftirspurn sjúklinga sinna og auka þjónustu í fegrunaraðgerðum með þessum nýju snyrtivörum. Meira
28. febrúar 2019 | Innlendar fréttir | 289 orð | 1 mynd

Vinni gegn fjölbreytni

Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis sakaði þingmenn Miðflokksins um að vinna gegn því að hér yrði fjölbreytni í fjárfestahópi ríkisskuldabréfa sem hann segir að myndi auka stöðugleika, bæta aðgang ríkissjóðs að fjármagni til lengri tíma og... Meira
28. febrúar 2019 | Innlendar fréttir | 961 orð | 1 mynd

Vinnustöðvanir koma í hrinum

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Gerð er grein fyrir verkfallsboðunum, verkfallsaðgerðum og fleiru í ársskýrslum ríkissáttasemjara sem komið hafa út á hverju ári frá árinu 2008 og er nýjasta skýrslan um árið 2017. Meira
28. febrúar 2019 | Innlendar fréttir | 872 orð | 5 myndir

Þjóðin var leyst úr álögum

Sviðsljós Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Menn sögðu það á sínum tíma, þegar banninu var aflétt, að næst leiðtogafundinum væri þetta sá atburður hér sem hefði fengið mesta alþjóðlega athygli. Þetta var dálítið skemmtilegur tími,“ segir Stefán Pálsson, sagnfræðingur og kennari í Bjórskólanum. Á morgun verða liðin þrjátíu ár síðan banni við sölu á bjór var aflétt hér á landi. Landsmenn höfðu ekki getað nálgast bjór nema eftir krókaleiðum um áratugaskeið og tóku því fagnandi þegar 1. mars árið 1989 rann upp. Meira
28. febrúar 2019 | Innlendar fréttir | 70 orð | 1 mynd

Þjóðræknisfélagið með aðalfund í dag

Aðalfundur Þjóðræknisfélags Íslendinga verður haldinn í dag, fimmtudag, kl. 17 í utanríkisráðuneytinu á Rauðarárstíg 25 í Reykjavík. Eftir venjuleg aðalfundarstörf og kaffihlé flytur dr. Meira

Ritstjórnargreinar

28. febrúar 2019 | Leiðarar | 287 orð

Deilt um kosningar í Nígeríu

Buhari er sagður hafa unnið, en stjórnarandstaðan hyggst kæra Meira
28. febrúar 2019 | Staksteinar | 188 orð | 2 myndir

Versnandi viðmót

Ístak hefur sagt upp 31 fastráðnum starfsmanni og ákveðið að endurnýja ekki þjónustusamning 25 starfsmanna frá starfsmannaleigu sem það hefur átt samstarf við. Meira
28. febrúar 2019 | Leiðarar | 339 orð

Völdum fylgi ábyrgð

Aðild að stéttarfélögum er afar óvenjulega mikil hér á landi Meira

Menning

28. febrúar 2019 | Leiklist | 1051 orð | 1 mynd

Allir eiga einstaka sögu

Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Leit að ókunnugri konu leiddi Friðgeir Einarsson, leikskáld, leikara og rithöfund, meðal annars til Mallorca, Brussel og nálægs smábæjar í Belgíu. Frá því hann kom til Belgíu og þar til konan fannst leið um mánuður. Þótt leitin væri ekki sleitulaus var hugur hans meira og minna hjá henni og því sat hann löngum stundum og velti fyrir sér leiðum til að hafa uppi á konu sem hann vissi ekki einu sinni hvað hét eða væri yfirhöfuð lífs eða liðin. Meira
28. febrúar 2019 | Tónlist | 184 orð | 1 mynd

Brantelid leikur Elgar

Danski sellóleikarinn Andreas Brantelid leikur sellókonsert Edwards Elgar undir stjórn finnska stjórnandans Evu Ollikainen á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Eldborg Hörpu í kvöld kl. 19.30. Meira
28. febrúar 2019 | Leiklist | 194 orð | 1 mynd

Bæjarsirkus-sýning fyrir alla fjölskylduna

Sirkus Íslands frumsýnir Bæjarsirkusinn í Hlöðunni í Gufunesbæ í Reykjavík í kvöld kl. 19 og sýnir í framhaldinu víðs vegar um landið. Meira
28. febrúar 2019 | Bókmenntir | 536 orð | 1 mynd

Danius hætt hjá Akademíunni

Sara Danius hefur ákveðið að segja alfarið skilið við Sænsku akademíuna (SA). Þetta kemur fram í tilkynningu sem birt var á vef SA fyrr í vikunni. Meira
28. febrúar 2019 | Tónlist | 533 orð | 3 myndir

Ferskur pönkvorblær

Fáanleg á stormydaniels.bandcamp.com. Átta lög. Tekið upp í R6013 í maí 2018, útgáfudagur er 18. desember 2018. Meira
28. febrúar 2019 | Leiklist | 1033 orð | 2 myndir

Gleði, galsi og gallsteinar

Handrit: Karl Ágúst Úlfsson og Kristín Helga Gunnarsdóttir. Leikstjórn: Ágústa Skúladóttir. Söngtextar: Karl Ágúst Úlfsson. Tónlist: Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson. Leikmynd og búningar: Þórunn María Jónsdóttir. Lýsing: Lárus Heiðar Sveinsson. Meira
28. febrúar 2019 | Bókmenntir | 297 orð | 3 myndir

Hamingja í skugga glæpa

Eftir Ann Cleeves. Snjólaug Bragadóttir þýddi. Ugla útgáfa 2019. Kilja. 351 bls. Meira
28. febrúar 2019 | Kvikmyndir | 115 orð | 1 mynd

Hætti út af ráðningu Lasseter

Enska leikkonan Emma Thompson hefur greint frá því að hún sé hætt við að tala inn á teiknimyndina Luck sökum þess að fyrirtækið sem framleiðir hana, Skydance Animation, réð til sín John Lasseter sem áður var listrænn stjórnandi teiknimyndafyrirtækisins... Meira
28. febrúar 2019 | Fólk í fréttum | 119 orð | 1 mynd

Iñárritu formaður dómnefndar

Mexíkóski kvikmyndaleikstjórinn Alejandro G. Iñárritu verður formaður aðaldómnefndar kvikmyndahátíðarinnar í Cannes sem haldin verður 14.-25. maí. Verður hann fyrsti mexíkóski leikstjórinn til að gegna þeirri stöðu. Meira
28. febrúar 2019 | Kvikmyndir | 68 orð | 1 mynd

Konur í brennidepli

Kvikmyndaleikstjórarnir Ísold Uggadóttir, Guðný Halldórsdóttir, Ása Helga Hjörleifsdóttir, Elsa María Jakobsdóttir og Valdís Óskarsdóttir sækja kvikmyndahátíðina Nordatlantiske Filmdage í Kaupmannahöfn sem hefst 1. mars. Meira
28. febrúar 2019 | Myndlist | 761 orð | 5 myndir

Kærkomin kynni

Verk eftir Eyborgu Guðmundsdóttur. Sýningarstjórar: Heba Helgadóttir og Ingibjörg Sigurjónsdóttir. Sýningin stendur til 28. apríl 2019. Opið daglega frá kl. 10 til kl. 17. Meira
28. febrúar 2019 | Leiklist | 83 orð | 1 mynd

Lokasýning á Griðastað

Einleikurinn Griðastaður verður sýndur í allra síðasta sinn í Tjarnarbíói í kvöld kl. 20.30. Meira
28. febrúar 2019 | Bókmenntir | 177 orð | 1 mynd

Semja lög við ljóð úr Svörtum fjöðrum

100 ár eru liðin á þessu ári frá því að ljóðabókin Svartar fjaðrir eftir Davíð Stefánsson kom út og hefur síðan verið ein ástsælasta ljóðabók þjóðarinnar. Hefur engin ljóðabók verið gefin jafnoft út og hún eða 13 sinnum. Meira
28. febrúar 2019 | Kvikmyndir | 139 orð | 1 mynd

Shatterhand heitir næsta Bond-mynd

Tökur hefjast loksins í apríl á næstu Bond-mynd eftir ítrekaðar tafir og nú liggur fyrir hvað hún mun heita: Shatterhand . Frá þessu er greint í dagblaðinu Guardian og BBC meðal annars. Kvikmyndin verður sú 25. Meira
28. febrúar 2019 | Bókmenntir | 109 orð | 1 mynd

Útgáfa barna- og ungmennabóka styrkt

Miðstöð íslenskra bókmennta auglýsir eftir umsóknum um styrki úr nýjum barna- og ungmennabókasjóði sem hefur það markmið að auðga og efla útgáfu vandaðra bóka sem skrifaðar eru á íslensku, fyrir yngri lesendur, eins og segir í tilkynningu. Meira
28. febrúar 2019 | Fjölmiðlar | 178 orð | 1 mynd

Vika góðra verðlaunaræðna

Á aðeins sjö dögum er ég búin að hlýða á þrjár frábærar verðlaunaræður. Meira
28. febrúar 2019 | Myndlist | 463 orð | 1 mynd

Visnaðar plönturnar eru efniviður verkanna

„Ég hef verið að safna visnuðum plöntum í nærumhverfinu og nota til dæmis í verkin strá, njóla og kerfil, ýmsar plöntur sem margir vilja ekki hafa of mikið af í kringum sig. Meira

Umræðan

28. febrúar 2019 | Aðsent efni | 433 orð | 1 mynd

Að búa til vandræði og bjóða svo neyðarhjálp – USA og Venesúela

Eftir Heiðar Ragnarsson: "Allt frá því Hugo Chavez komst til valda í Venesúela í kosningum hafa Bandaríkin stefnt að því að koma honum og síðar eftirmanni hans frá völdum." Meira
28. febrúar 2019 | Aðsent efni | 388 orð | 2 myndir

Árangursríkt samstarf við sveitarfélög um eldvarnir

Eftir Garðar H. Guðjónsson og Björn Karlsson: "Samkvæmt sameiginlegu árangursmati hafa verkefnin öll leitt til bættra eldvarna á vinnustöðum og heimilum starfsfólks." Meira
28. febrúar 2019 | Aðsent efni | 209 orð | 1 mynd

Árás Sjálfstæðisflokksins á íslensku húsmóðurina

Eftir Örvar Guðna Arnarson: "En nú bregður svo við að Sjálfstæðisflokkurinn áformar að skipta sér af verkaskiptingu innan heimila landsmanna með því að afnema samsköttun hjóna." Meira
28. febrúar 2019 | Pistlar | 434 orð | 1 mynd

Ekkert skiptir máli ef við leysum ekki loftslagsvandann

Píratar leggja áherslu á loftslagsmál af því að ef það er ekki brugðist við á þeim vettvangi þá skiptir mjög litlu máli hvað annað við gerum. Meira
28. febrúar 2019 | Aðsent efni | 628 orð | 1 mynd

Ég á mér draum...

Eftir Rósu Víkingsdóttur: "Ég sendi ákall til ríkisins og sveitarfélagana að vinna saman að því að útbúa framtíðarstefnu og verklagsreglur um það hvernig þjónusta fyrir langveik börn og fjölskyldur þeirra eigi að vera." Meira
28. febrúar 2019 | Aðsent efni | 638 orð | 1 mynd

Færeyingar bora og bora

Eftir Þorvald Jóhannsson: "Stjórnvöld ríku þjóðarskútunnar þrjóskast við, hiksta og hika og kjarkleysið er algert." Meira
28. febrúar 2019 | Aðsent efni | 265 orð | 1 mynd

Heimspeki til umhugsunar

Eftir Einar Ingva Magnússon: "Spekingar og kennarar sáu viskuna í draumlausum svefni. Þeir þekktu engan betri tilgang lífsins." Meira
28. febrúar 2019 | Aðsent efni | 234 orð | 1 mynd

Íslensk myndlist fái verðskuldaða athygli

Eftir Margréti Sigurðardóttur: "Tilgangur verðlaunanna er skýr en það er að vekja athygli á því sem vel er gert á sviði myndlistar á Íslandi." Meira
28. febrúar 2019 | Aðsent efni | 1176 orð | 1 mynd

Skætingur eða málefnaleg umræða?

Eftir Ólaf Stephensen: "Innlegg FA í umræðuna um heilbrigðismál og innflutning ferskvöru hefur verið málefnalegt og byggt á áreiðanlegum gögnum. Morgunblaðið hefur lítið lagt á sig til að gera þeim sjónarmiðum skil á síðum sínum." Meira
28. febrúar 2019 | Aðsent efni | 745 orð | 1 mynd

Örlagahyggja stjórnmálanna

Eftir Viðar Guðjohnsen: "Nokkrar ástæður eru fyrir vantraustinu, m.a. örlagahyggja, undirlægjuháttur og kjarkleysi þeirra sem stýra för." Meira

Minningargreinar

28. febrúar 2019 | Minningargreinar | 547 orð | 1 mynd

Ásgeir Örn Gestsson

Ásgeir Örn Gestsson fæddist í Reykjavík 19. maí 1961. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 8. febrúar 2019. Ásgeir var fimmti í röð átta barna Þorbjargar Kristjánsdóttur, f. 20.12. 1929, og Gests Bjarka Pálssonar, f. 14.5. 1934, d. 17.4. Meira  Kaupa minningabók
28. febrúar 2019 | Minningargreinar | 216 orð | 1 mynd

Finnur Bergsveinsson

Finnur Bergsveinsson fæddist 28. maí 1920. Hann lést 11. febrúar 2019. Útför Finns fór fram 18. febrúar 2019. Meira  Kaupa minningabók
28. febrúar 2019 | Minningargreinar | 3103 orð | 1 mynd

Gréta Finnbogadóttir

Gréta Finnbogadóttir fæddist í Vestmannaeyjum 31. mars 1929. Gréta lést á Hjúkrunarheimilinu Mörk 18. febrúar 2019. Foreldrar hennar voru Sesselja Einarsdóttir, f. 11. mars 1891, d. 14. okt. 1964, og Finnbogi Finnbogason skipstjóri, f. 20. maí 1891, d. Meira  Kaupa minningabók
28. febrúar 2019 | Minningargreinar | 1234 orð | 1 mynd

Heiðar Bergmann Marteinsson

Heiðar Bergmann Marteinsson fæddist í Stykkishólmi 10. janúar 1929. Hann lést á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut 24. febrúar 2019. Foreldrar hans voru Marteinn J. Lárusson, f. 18.12. 1892, d. 3.6. 1970, og Jóna Anna Björnsdóttir, f. 6.4. 1905,... Meira  Kaupa minningabók
28. febrúar 2019 | Minningargreinar | 1982 orð | 1 mynd

Ingi Sigurður Helgason

Ingi Sigurður Helgason fæddist í Skaftfelli á Fáskrúðsfirði 3. október 1941 og ólst þar upp. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 14. febrúar 2019. Foreldrar hans voru hjónin Stefanía Sigurbergsdóttir, f. 18.6. 1915, d. 7.4. Meira  Kaupa minningabók
28. febrúar 2019 | Minningargreinar | 1226 orð | 1 mynd

Kristrún Björt Helgadóttir

Kristrún Björt Helgadóttir (Kiddý) fæddist á Patreksfirði 14. október 1939. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 22. febrúar 2019. Foreldrar Kristrúnar voru Sigrún Össurardóttir, f. 6. maí 1898, d. 30. apríl 1977, og Ásbjörn Helgi Árnason, f. Meira  Kaupa minningabók
28. febrúar 2019 | Minningargreinar | 460 orð | 1 mynd

Sigríður Sigurjónsdóttir

Sigríður fæddist 16. október 1929. Hún lést 11. febrúar 2019. Útför hennar fór fram 20. febrúar 2019. Meira  Kaupa minningabók

Fastir þættir

28. febrúar 2019 | Fastir þættir | 182 orð | 1 mynd

1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Bb4 4. e5 b6 5. Dg4 Bf8 6. Rf3 Ba6 7. Bxa6 Rxa6...

1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Bb4 4. e5 b6 5. Dg4 Bf8 6. Rf3 Ba6 7. Bxa6 Rxa6 8. 0-0 Dd7 9. a3 Re7 10. Re2 Rb8 11. Rg3 Rbc6 12. Bd2 h6 13. Rh5 Rf5 14. Bb4 0-0-0 15. c3 Kb7 16. Df4 De8 17. g4 Rfe7 18. Re1 a5 19. Bxe7 Dxe7 20. Rd3 g6 21. Rf6 a4 22. Hae1 Bg7... Meira
28. febrúar 2019 | Í dag | 119 orð | 2 myndir

6 til 9 Ísland vaknar Ásgeir Páll, Jón Axel og Kristín Sif rífa...

6 til 9 Ísland vaknar Ásgeir Páll, Jón Axel og Kristín Sif rífa landsmenn á fætur með gríni og glensi alla virka morgna. Sigríður Elva les traustar fréttir á hálftíma fresti. 9 til 12 Siggi Gunnars Skemmtileg tónlist og góðir gestir reka nefið inn. Meira
28. febrúar 2019 | Árnað heilla | 219 orð

90 ára Sigurbjörg Kristjánsdóttir Sigurður Ingvi Ólafsson 85 ára Gísli...

90 ára Sigurbjörg Kristjánsdóttir Sigurður Ingvi Ólafsson 85 ára Gísli Vilhjálmur Ákason Guðrún Thorarensen Jóna Guðrún Kortsdóttir 80 ára Bára Einarsdóttir Guðný Jónsdóttir Helga Soffía Aðalsteinsd. 75 ára Bergljót Aðalsteinsdóttir Danielle Y. Meira
28. febrúar 2019 | Árnað heilla | 278 orð | 1 mynd

Ása Jónsdóttir

Ása Jónsdóttir fæddist 28. febrúar 2019 á Ásum í Húnavatnsþingi. Foreldrar hennar voru hjónin Jón Gíslason, f. 1881, d. 1936, bóndi á Ásum og Syðri-Löngumýri í Blöndudal, frá Austurhlíð í Blöndudal, og Anna Jónsdóttir, f. 1881, d. Meira
28. febrúar 2019 | Árnað heilla | 51 orð | 1 mynd

Hallveig Ólafsdóttir

30 ára Hallveig er Reykvíkingur, er hagfræðingur hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi og er í meistaranámi í fiskveiðistjórnun í Tromsö, en er í fæðingarorlofi. Sonur : Kolbeinn, f. 2018. Foreldrar : Ólafur Óskarsson, f. Meira
28. febrúar 2019 | Árnað heilla | 682 orð | 4 myndir

Hefur átt fjölbreytta og góða ævi til þessa

Tryggvi Pálsson fæddist 28. febrúar 1949 í Reykjavík. „Ég hef átt fjölbreytta og góða ævi til þessa. Var í sveit hjá úrvalsfólki í Hraunkoti í Lóni og bjó sem unglingur þrjú ár í Kaupmannahöfn og gekk þar í skóla. Meira
28. febrúar 2019 | Fastir þættir | 175 orð

Heilræði Forresters. N-Allir Norður &spade;Á9 &heart;ÁK76 ⋄KG...

Heilræði Forresters. N-Allir Norður &spade;Á9 &heart;ÁK76 ⋄KG &klubs;Á7532 Vestur Austur &spade;G10763 &spade;8 &heart;104 &heart;DG952 ⋄8753 ⋄964 &klubs;D10 &klubs;G964 Suður &spade;KD542 &heart;83 ⋄ÁD102 &klubs;K8 Suður spilar 6G. Meira
28. febrúar 2019 | Árnað heilla | 55 orð | 1 mynd

Kristín Erla Jóhannsdóttir

40 ára Kristín Erla er frá Seltjarnarnesi en býr í Garðabæ. Hún er forstöðumaður eignastýringar Landsbankans. Maki : Björn Þorfinnsson, f. 1979, fréttastjóri á DV. Börn : Brynja Mist, f. 2010, og Róbert Óliver, f. 2012. Meira
28. febrúar 2019 | Í dag | 59 orð

Málið

„Hátíð fer að höndum ein“ byrjar þjóðvísan um jólin: þau nálgast . E-ð ber / fer / kemur að höndum / hendi merkir e-ð er framundan . Eins það ef e-ð fer í hönd . Meira
28. febrúar 2019 | Í dag | 333 orð

Mýrarhý eða bleikjuengi

Konráð Erlendsson sendi mér tölvupóst þar sem hann segir að í Vísnahorni 19. febrúar sl. sé rangt farið með vísu eftir afa hans og nafna, Konráð Erlendsson fyrrverandi kennara á Laugum, sem fæddist 1885. Meira
28. febrúar 2019 | Í dag | 82 orð | 2 myndir

Plata fyrir jól?

Aðdáendur Adele bíða spenntir eftir fréttum af nýrri plötu frá söngkonunni. Ekkert er fast í hendi en slúðurmiðlarnir ytra halda því fram að hún sé að vinna að nýju efni og von sé á breiðskífu fyrir næstu jól. Meira
28. febrúar 2019 | Árnað heilla | 31 orð | 1 mynd

Reykjavík Kolbeinn Hallveigarson fæddist 3. nóvember 2018. Hann vó 3.926...

Reykjavík Kolbeinn Hallveigarson fæddist 3. nóvember 2018. Hann vó 3.926 g og var 51 cm að lengd. Móðir hans er Hallveig Ólafsdóttir sem á 30 ára afmæli dag, sjá næstu... Meira
28. febrúar 2019 | Í dag | 83 orð | 1 mynd

Tvíeyki á toppinn

Á þessum degi árið 1970 komst tvíeykið Simon og Garfunkel á topp bandaríska smáskífulistans með lagið „Bridge Over Troubled Water“. Þar sat lagið í sex vikur. Í marsmánuði sama ár fór það einnig í fyrsta sæti breska vinsældalistans. Meira
28. febrúar 2019 | Árnað heilla | 47 orð | 1 mynd

Unnur Magnúsdóttir

30 ára Unnur er Garðbæingur, er förðunarfræðingur, crossfit-þjálfari og flugfreyja hjá Wow air. Maki : Gary House, f. 1992, atvinnumaður í blaki hjá Eltmann í Þýskalandi. Foreldrar : Magnús Rósinkrans Magnússon, f. 1963, framkvæmdastjóri Garra ehf. Meira
28. febrúar 2019 | Í dag | 12 orð

Vingjarnleg orð eru hunang, sæt fyrir góminn, lækning fyrir beinin...

Vingjarnleg orð eru hunang, sæt fyrir góminn, lækning fyrir beinin. (Orðskviðirnir 16. Meira
28. febrúar 2019 | Fastir þættir | 289 orð

Víkverji

Til hamingju! Þú hefur unnið í EuroJackpot upphæð að verðmæti 1.000...“ Svo hófst tölvupóstur sem Víkverja barst á dögunum, stuttu eftir að hann ákvað í hálfgerðu bríaríi að henda peningum í samevrópskt lottóspil. Meira
28. febrúar 2019 | Í dag | 111 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

28. febrúar 1866 Þorraþrællinn 1866, hið þekkta kvæði Kristjáns Jónssonar Fjallaskálds, birtist í Þjóðólfi. Kvæðið, sem hefst á orðunum „Nú er frost á Fróni“, mun hafa verið ort ellefu dögum áður. 28. Meira

Íþróttir

28. febrúar 2019 | Íþróttir | 180 orð | 1 mynd

Algarve-bikarinn A-riðill: Kanada – Ísland 0:0 *Kanada og Skotland...

Algarve-bikarinn A-riðill: Kanada – Ísland 0:0 *Kanada og Skotland mætast á morgun, Ísland og Skotland á mánudag. B-riðill: Spánn – Holland 2:0 Jennifer Hermoso 20., 62. *Pólland er einnig í riðlinum. Meira
28. febrúar 2019 | Íþróttir | 87 orð

Árni fyrstur Íslendinga í Úkraínu

Knattspyrnumaðurinn Árni Vilhjálmsson gengur í dag í raðir úkraínska úrvalsdeildarfélagsins Chornomorets. Hann kemur að láni frá Nieciecza í Póllandi þar sem hann hefur verið síðan í september. Árni staðfesti þetta við Morgunblaðið í gærkvöld. Meira
28. febrúar 2019 | Íþróttir | 100 orð | 1 mynd

Danmörk SönderjyskE – GOG 33:30 • Arnar Birkir Hálfdánsson...

Danmörk SönderjyskE – GOG 33:30 • Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði 6 mörk fyrir SönderjyskE. • Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði 4 mörk fyrir GOG. Meira
28. febrúar 2019 | Íþróttir | 81 orð | 1 mynd

Dominos-deild kvenna KR – Haukar 72:75 Skallagrímur – Valur...

Dominos-deild kvenna KR – Haukar 72:75 Skallagrímur – Valur 59:89 Snæfell – Breiðablik 93:56 Stjarnan – Keflavík 80:58 Staðan: Valur 221661800:152632 Keflavík 221661738:166432 KR 221571653:156330 Snæfell 221391689:158126 Stjarnan... Meira
28. febrúar 2019 | Íþróttir | 590 orð | 3 myndir

Eyjaliðið er að rísa upp á afturlappirnar

17. umferð Ívar Benediktsson iben@mbl.is ÍBV virðist vera að ná sér á strik á nýjan leik eftir hafa verið í lægð það sem af er þessu ári í Olís-deild kvenna í handknattleik. Meira
28. febrúar 2019 | Íþróttir | 33 orð | 1 mynd

HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: Vestmannaeyjar: ÍBV...

HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: Vestmannaeyjar: ÍBV – Akureyri 18.30 Austurberg: ÍR – KA 19.30 Hertz-höllin: Grótta – Fram 19. Meira
28. febrúar 2019 | Íþróttir | 146 orð | 1 mynd

Handtekinn með nál í æðinni

Mikið lyfjahneyksli skekur nú heimsmeistaramótið í norrænum skíðagreinum í Seefeld í Austurríki. Þýska og austurríska lögreglan hafa handtekið níu manns, þar af fimm keppendur á HM, vegna málsins. Meira
28. febrúar 2019 | Íþróttir | 690 orð | 4 myndir

Héldu út í 90 mínútur gegn öflugum mótherjum

Algarve-bikar Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Ekki er hægt að segja annað en að Jón Þór Hauksson fari ágætlega af stað sem þjálfari kvennalandsliðs Íslands í fótbolta. Meira
28. febrúar 2019 | Íþróttir | 145 orð | 1 mynd

Hundrað leikir hjá Hallberu

Hallbera Guðný Gísladóttir lék sinn 100. landsleik í knattspyrnu í gær þegar Ísland gerði markalaust jafntefli við Kanada í fyrsta leik sínum í Algarve-bikarnum í Portúgal. Meira
28. febrúar 2019 | Íþróttir | 156 orð | 1 mynd

Langþráð gullverðlaun Sundby

Albert Jónsson, Dagur Benediktsson og Snorri Einarsson voru á meðal keppenda í 15 kílómetra skíðagöngu með hefðbundinni aðferð á heimsmeistaramótinu í Seefeld í Austurríki í gær. Snorri stóð sig best Íslendinganna en hann hafnaði í 43. Meira
28. febrúar 2019 | Íþróttir | 266 orð | 1 mynd

Mikið hefur verið rætt og ritað um þátttöku Sebastians Alexanderssonar...

Mikið hefur verið rætt og ritað um þátttöku Sebastians Alexanderssonar handboltamarkvarðar í leik með ÍR gegn FH um síðustu helgi, þar sem hann hljóp í skarðið og spilaði nokkrar mínútur í markinu, 49 ára gamall. Meira
28. febrúar 2019 | Íþróttir | 731 orð | 2 myndir

Óvissa fylgir nýju fyrirkomulagi

Frjálsar Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Besta frjálsíþróttafólk Íslands þarf frá og með næsta ári að hugsa upp á nýtt hvernig það hagar sinni mótadagskrá með það í huga að komast inn á stórmót eins og heimsmeistaramót og Ólympíuleika. Meira
28. febrúar 2019 | Íþróttir | 350 orð | 5 myndir

* Ragnar Jóhannsson handknattleiksmaður hjá þýska B-deildarliðinu...

* Ragnar Jóhannsson handknattleiksmaður hjá þýska B-deildarliðinu Hüttenberg tognaði á kálfa í kappleik um síðustu helgi en ekki á ökkla eins og áður hefur verið greint frá. Meira
28. febrúar 2019 | Íþróttir | 922 orð | 6 myndir

Sigursælasta konan í sögu Ólympíuleikanna

Sögustund Kristján Jónsson kris@mbl.is Bandaríski sundkappinn Michael Phelps var mjög til umfjöllunar í heimspressunni 31. júlí 2012 þegar hann nældi í sín nítjándu verðlaun á Ólympíuleikum. Meira
28. febrúar 2019 | Íþróttir | 168 orð | 1 mynd

Stjarnan gaf Val færi á toppsætinu

Stjarnan sendi Keflavík niður úr toppsæti Dominos-deildar kvenna í körfubolta í gærkvöld með frábærum sigri á Keflavík, 80:58. Meira

Viðskiptablað

28. febrúar 2019 | Viðskiptablað | 268 orð | 1 mynd

36 þúsund nota Sportabler

Pétur Hreinsson peturhreins@mbl.is Íslenska fyrirtækið Sportabler hefur þróað hugbúnað sem auka á skilvirkni og bæta á samskipti í starfsemi íþróttafélaga. Meira
28. febrúar 2019 | Viðskiptablað | 172 orð | 1 mynd

4,4 milljarða hagnaður HB Granda í fyrra

HB Grandi hagnaðist um 32,2 milljónir evra, jafnvirði 4,4 milljarða króna á árinu 2018 og jókst hagnaðurinn um 30% frá árinu 2017 er hann nam 24,8 milljónum evra. Meira
28. febrúar 2019 | Viðskiptablað | 22 orð | 1 mynd

Áfallið markaði upphaf sóknar

VW er að setja sig í stellingar til að ná ráðandi stöðu á rafbílamarkaði. Skutl og sjálfakandi bílar eru líka í... Meira
28. febrúar 2019 | Viðskiptablað | 153 orð | 2 myndir

„Ófyrirgefanlegt“ og eðlilegt að kjósa að nýju

Heiðveig María Einarsdóttir krefst þess að kosið verði að nýju um stjórn og formann Sjómannafélags Íslands eftir að félagsdómur komst að þeirri niðurstöðu að brottrekstur hennar úr félaginu hefði falið í sér brot á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur. Meira
28. febrúar 2019 | Viðskiptablað | 577 orð | 2 myndir

„Sá raunveruleiki sem við búum við“

Skúli Halldórsson sh@mbl.is Ef fram fer sem horfir og engin loðna verður veidd á komandi vikum má búast við töluverðum áhrifum í þeim sveitarfélögum sem reiða sig á uppsjávarveiðar. Meira
28. febrúar 2019 | Viðskiptablað | 517 orð | 1 mynd

Blómleg efnahagsleg tengsl Bandaríkjanna og Íslands

Þegar kemur að hugarfari, þá deila Ísland og Bandaríkin frumkvöðlaanda. Báðar þjóðir eru óhræddar við áhættu og drauma. Meira
28. febrúar 2019 | Viðskiptablað | 354 orð

Eintal seðlabankasálar

Spaugstofunni hefði ekki einu sinni dottið í hug atriði þar sem seðlabankastjóri lýsti því yfir að aðstoðarseðlabankastjórinn væri ekki undirmaður hans. En það datt bankastjóranum sjálfum í hug. Meira
28. febrúar 2019 | Viðskiptablað | 560 orð | 1 mynd

Erum útsett fyrir ytri áhrifum

Komið er að tímamótum hjá Pálmari Óla því á morgun hefur hann formlega störf sem stjórnandi fasteignaumsjónarfyrirtækisins Daga eftir fjögur ár í forstjórastólnum hjá Samskipum. Hverjar eru helstu áskoranirnar í rekstrinum þessi misserin? Meira
28. febrúar 2019 | Viðskiptablað | 690 orð | 1 mynd

Forrit sem sýnir ferðalöngum landið

Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Samstarfsaðilar geta kostað gönguleiðir í Wappinu og þannig laðað til sín viðskiptavini eða eflt ferðaþjónustuna á tilteknu svæði. Í gegnum forritið má m.a. nálgast bjórgönguferð sagnfræðings um miðborg Reykjavíkur. Meira
28. febrúar 2019 | Viðskiptablað | 120 orð | 1 mynd

Forstjóri Sýnar hættir

Fjarskipti Stefán Sigurðsson forstjóri fjarskiptafélagsins Sýnar hefur óskað eftir því að láta af störfum, frá og með 1. júní nk. Meira
28. febrúar 2019 | Viðskiptablað | 206 orð

Fyrirheit sem litlu skila

Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Ríkisstjórnin hefur nú greint frá fyrirheitum um að lengja fæðingarorlof í 12 mánuði. Meira
28. febrúar 2019 | Viðskiptablað | 134 orð | 2 myndir

Hyggst margfalda söluna

Mikil eftirspurn er eftir vönduðum steinefnum á markaði með fæðubótarefni. geoSilica hyggst ná dágóðum skerfi af honum. Meira
28. febrúar 2019 | Viðskiptablað | 16 orð | 1 mynd

LEX: Buffett breytir um nálgun

Véfréttin frá Omaha ætlar ekki lengur að einblína á breytingar á bókfærðu virði eigna Berkshire... Meira
28. febrúar 2019 | Viðskiptablað | 23 orð | 1 mynd

Mest lesið í vikunni

25 sagt upp hjá Ölgerðinni Draga Boeing og Airbus ... Meira
28. febrúar 2019 | Viðskiptablað | 423 orð | 1 mynd

Minni útlánageta bankanna

Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Hrein ný útlán bankakerfisins hafa ekki reynst minni í einum mánuði frá því í ágúst árið 2016. Meira
28. febrúar 2019 | Viðskiptablað | 627 orð | 2 myndir

Mjög ólíkar Brexitáætlanir bankanna

Eftir Nicholas Megaw og David Crow í London HSBC miðar við líkan sem gerir ráð fyrir 0,7% samdrætti bresks efnahagslífs næstu fimm árin. Meira
28. febrúar 2019 | Viðskiptablað | 1175 orð | 2 myndir

Mótbyrinn fékk VW til að taka slaginn

Eftir Patrick McGee í Frankfurt Framleiðslugetan gæti hálpað VW-samsteypunni að ná forskoti á rafbílamarkaði. Sprotar á borð við Tesla hafa það forskot að geta einbeitt sér að rafmagnsbílum eingöngu. Meira
28. febrúar 2019 | Viðskiptablað | 99 orð | 1 mynd

Nýjar deildir og svið hjá Háskólanum í Reykjavík

HR Skipulag akademískra deilda Háskólans í Reykjavík mun breytast frá og með 1. mars næstkomandi. Meira
28. febrúar 2019 | Viðskiptablað | 15 orð | 1 mynd

Ný streymisveita BBC og ITV

Bresku stöðvarnar BBC og ITV ætla að bjóða upp á streymisveituna BritBox til höfuðs... Meira
28. febrúar 2019 | Viðskiptablað | 117 orð | 1 mynd

Ráðinn svæðisstjóri á Vesturlandi

Arion banki Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson hefur verið ráðinn svæðisstjóri Arion banka á Vesturlandi. Hann tekur við starfinu af Eyjólfi Vilberg Gunnarssyni sem hefur tekið við sem forstöðumaður bíla- og tækjafjármögnunar Arion banka. Meira
28. febrúar 2019 | Viðskiptablað | 47 orð | 9 myndir

Ræddu gervigreind innan fyrirtækja hjá Microsoft

Notkun gervigreindar innan fyrirtækja var helsta umfjöllunarefni á svokölluðu „AI Talk“ hjá Microsoft á Íslandi í vikunni. Meira
28. febrúar 2019 | Viðskiptablað | 113 orð | 2 myndir

Sími sem Dick Tracy væri stoltur af

Græjan Þá er loksins væntanlegur á markað farsími sem hægt er að festa á úlnliðinn eins og armbandsúr. Kínverski framleiðandinn Nubia á heiðurinn af Alpha-símanum, sem skartar fjögurra tommu skjá, fimm megapixla myndavél og átta GB minni. Meira
28. febrúar 2019 | Viðskiptablað | 256 orð | 1 mynd

Svo nýliðarnir vaði ekki yfir allt og alla

Bókin Sumir markaðsgreinendur vilja meina að því stærri og eldri sem fyrirtæki verða, því meiri sé hættan á að dagar þeirra séu taldir. Meira
28. febrúar 2019 | Viðskiptablað | 230 orð | 1 mynd

Tveggja milljarða hagnaður Festar

Smásala Heildarhagnaður Festar nam um 2,1 milljarði króna árið 2018 og minnkaði um 0,6% á milli ára. Rekstur félaga í dótturfélagi Hlekks, sem rekur m.a. matvöruverslanir Krónunnar, var tekinn inn í samstæðu Festar frá 1. Meira
28. febrúar 2019 | Viðskiptablað | 729 orð | 2 myndir

Umhverfisvænni frauðplastkassar

Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Tempra hefur þróað kassa sem nota á bilinu 5-12% minna plast án þess að fórna miklum styrk eða einangrunargetu. Meira
28. febrúar 2019 | Viðskiptablað | 863 orð | 1 mynd

Vafasamt innviðagjald

Engin lagaheimild er fyrir slíkri gjaldtöku og vekur það út af fyrir sig spurningar að sveitarfélag innheimti endurgjald fyrir að sinna skipulagsmálum sínum. Meira
28. febrúar 2019 | Viðskiptablað | 2976 orð | 1 mynd

Vaxtarmöguleikar íslenskrar kísilframleiðslu óendanlegir

Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Fyrir skemmstu tryggði nýsköpunarfyrirtækið geoSilica sér nýtt fjármagn til vaxtar. Fyrirtækið er nú metið á ríflega 800 milljónir króna og segir Fida Abu Libdeh, einn af stofnendum þess, að það eigi mikið inni. Meira
28. febrúar 2019 | Viðskiptablað | 451 orð

Veitingastaðir hættir að hafa opið í hádeginu

Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Veitingastaðir í miðborginni leita nú leiða til að lækka hjá sér kostnað. Hádegismarkaðurinn líður fyrir of lítinn mun á milli skyndibita og „fínni“ matar. Meira
28. febrúar 2019 | Viðskiptablað | 217 orð | 1 mynd

Verkefni dagsins gerð öllum sýnileg

Forritið Það er allt annað en létt að hafa yfirsýn yfir störf annarra, og eftir því sem undirsátum og samstarfsfólki fjölgar verður erfiðara að henda reiður á hver er að gera hvað. Meira
28. febrúar 2019 | Viðskiptablað | 408 orð | 2 myndir

Warren Buffett: kaflaskil

Það á við um gamla fjárfesta, rétt eins og gamla hunda, að það má kenna þeim ný brögð. Warren Buffett hefur ákveðið að hætta að birta árlega breytingu á bókfærðu virði hlutabréfa Berkshire Hathaway. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.