Að minnsta kosti 33 hermenn sem börðust fyrir ríkisstjórn Bashars al-Assad Sýrlandsforseta létu lífið í héraðinu Idlib í gær eftir sprengjuárás vígahópsins Ansar al-Tawhid. Vígahópurinn er í bandalagi við hryðjuverkasamtökin Al-Kaída.
Meira
4. mars 2019
| Innlendar fréttir
| 184 orð
| 1 mynd
Arnarlax er að byggja upp og nútímavæða seiðastöð sína, Bæjarvík í Tálknafirði. Eftir stækkun mun verða unnt að framleiða þar um tvær milljónir seiða til að setja út í kvíar Arnarlax í fjörðum Vestfjarða.
Meira
4. mars 2019
| Innlendar fréttir
| 179 orð
| 2 myndir
Þorgrímur Kári Snævarr thorgrimur@mbl.is Íbúar Urriðaholts í Garðabæ urðu nýlega varir við óheppna álft sem festi gogg sinn í áldós af orkudrykk og reyna nú að koma fuglinum til aðstoðar.
Meira
4. mars 2019
| Innlendar fréttir
| 88 orð
| 1 mynd
Margir erlendir ferðamenn fara í hvalaskoðun frá Akureyri á hverju ári og er siglt með bátum sem gerðir eru út af Akureyri Hvalaskoðun. Á laugardag fóru um 110 farþegar með Hólmasól og 116 fóru í gær.
Meira
4. mars 2019
| Erlendar fréttir
| 464 orð
| 1 mynd
Þorgrímur Kári Snævarr thorgrimur@mbl.is Alsíringar bæði í Alsír og Frakklandi fjölmenntu í gær til þess að mótmæla framboði sitjandi forseta landsins, Abdelaziz Bouteflika, til endurkjörs í kosningunum sem fara fram 19. apríl næstkomandi.
Meira
4. mars 2019
| Innlendar fréttir
| 163 orð
| 1 mynd
Þorgrímur Kári Snævarr thorgrimur@mbl.is Fjöldi fólks sótti háskóladaginn sem haldinn var í Háskóla Íslands, Háskólanum í Reykjavík og Listaháskóla Íslands á laugardaginn.
Meira
4. mars 2019
| Innlendar fréttir
| 74 orð
| 1 mynd
Andri Yrkill Valsson yrkill@mbl.is Á undanförnum árum hafa komið upp tilvik þar sem innfluttir notaðir bílar sem hafa verið seldir hér á Íslandi voru keyrðir mun meira en kílómetramælir þeirra sýndu.
Meira
4. mars 2019
| Innlendar fréttir
| 423 orð
| 1 mynd
Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Við höldum áfram þeim verkefnum sem við höfum verið að vinna að. Ekki er von á neinum stórkostlegum breytingum, að minnsta kosti ekki fyrst um sinn,“ segir Guðrún Tryggvadóttir sem nú hefur tekið við sem formaður Bændasamtaka Íslands, nokkuð óvænt eftir að Sindri Sigurgeirsson sagði af sér til að taka við öðru starfi.
Meira
Ekki fundust neinar vísbendingar um það hvar bíll Páls Mars Guðjónssonar er niðurkominn við umfangsmikla leit á og við Ölfusá um helgina. Talið er að Páll hafi ekið bíl sínum út í ána við Selfoss síðastliðið mánudagskvöld.
Meira
Helgi Bjarnason Ragnhildur Þrastardóttir Umræða um að beita verkbanni sem mótleik við skæruverkföllum Eflingar og VR gegn ferðaþjónustufyrirtækjum virðist ekki langt komin.
Meira
Jón Birgir Eiríksson Ragnhildur Þrastardóttir Lag hljómsveitarinnar Hatara, „Hatrið mun sigra“, stóð svo sannarlega undir nafni þegar það sigraði Söngvakeppnina sl. laugardagskvöld.
Meira
4. mars 2019
| Innlendar fréttir
| 85 orð
| 1 mynd
Sviðsljós Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, gaf út reglugerð í síðasta mánuði sem heimilar áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu árin 2019-2023.
Meira
4. mars 2019
| Innlendar fréttir
| 380 orð
| 1 mynd
Baldur Arnarson baldura@mbl.is Þegar Auðunn Freyr Ingvarsson hætti sem framkvæmdastjóri Félagsbústaða sl. haust hafði verið megn óánægja með störf hans fyrir félagið. Birtist sú óánægja í könnun sem Maskína gerði meðal starfsmanna.
Meira
4. mars 2019
| Innlendar fréttir
| 384 orð
| 1 mynd
Ef marka má sölu á búningum í Hókus Pókus og Partýbúðinni þá munu ungir Hatarar ganga um stræti borgarinnar á öskudaginn, næstkomandi miðvikudag. Í báðum búðum gekk búningasalan mjög vel þegar blaðamaður hafði samband.
Meira
4. mars 2019
| Innlendar fréttir
| 30 orð
| 1 mynd
Matur Rauðmaginn er kominn í sölu í fiskbúðinni Hafberg og eflaust eru margir ánægðir með að biðinni eftir „vorboðanum ljúfa“, eins og Geir Hafberg fisksali hefur kallað hann, er...
Meira
4. mars 2019
| Innlendar fréttir
| 818 orð
| 4 myndir
Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Útlitið er orðið bjartara. Það er klárt mál að það hjálpar að krónan er að veikjast. Þá má segja að við eygjum möguleika. Það eru ýmis stór verkefni í skoðun,“ segir Leifur B. Dagfinnsson, stjórnarformaður True North, um stöðuna á markaði.
Meira
4. mars 2019
| Innlendar fréttir
| 268 orð
| 2 myndir
Andri Yrkill Valsson yrkill@mbl.is Ítalinn Nicola Fanetti var útnefndur besti kokkur Food & Fun-hátíðarinnar 2019 sem lauk í gær, en hann var gestakokkur á veitingastaðnum Essensia við Hverfisgötu.
Meira
4. mars 2019
| Innlendar fréttir
| 47 orð
| 1 mynd
Bergþór Pálsson barítónsöngvari kemur fram á hádegistónleikum í Hafnarborg í Hafnarfirði ásamt Antoníu Hevesi píanóleikara á morgun, þriðjudag. Tónleikarnir hefjast kl. 12 og standa yfir í um hálftíma.
Meira
4. mars 2019
| Innlendar fréttir
| 1185 orð
| 5 myndir
Baksvið Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Forystumenn í ferðaþjónustunni taka ekki undir orð sumra félagsmanna um að rétt væri að svara áformuðum skæruverkföllum Eflingar, VR og fleiri félaga með verkbönnum.
Meira
4. mars 2019
| Innlendar fréttir
| 111 orð
| 1 mynd
Útlitið er orðið bjartara í kvikmyndagerð hér á landi og veiking krónunnar á sinn þátt í því. Leifur B. Dagfinnsson, stjórnarformaður True North, segir í Morgunblaðinu í dag að greinin sé að rétta úr kútnum eftir tvö mögur ár.
Meira
4. mars 2019
| Erlendar fréttir
| 212 orð
| 1 mynd
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í borgarstjórn og formaður borgarráðs, ritaði grein hér í blaðið á laugardag undir yfirskriftinni Færri flækjur, betri borg.
Meira
Fimmtán barna- og unglingabækur, sem út komu á árinu 2018, voru í Gerðubergi um helgina tilnefndar til Barnabókaverðlauna Reykjavíkur 2019 sem venju samkvæmt verða afhent í Höfða síðasta vetrardag, sem í ár er miðvikudagurinn 24. apríl.
Meira
Leikstjórn: Isabella Eklöf. Handrit: Johanne Algren og Isabella Eklöf. Kvikmyndataka: Nadim Carlsen. Klipping: Olivia Neergaard-Holm. Aðalhlutverk: Victoria Carmen Sonne, Lai Yde, Thijs Römer. 93 mín. Danmörk og Svíþjóð, 2018. Sýnd á Stockfish kvikmyndahátíðinni.
Meira
Á annan tug fyrrverandi og núverandi meðlima Staatskapelle, sem er hljómsveit Staatsoper í Berlín, kvarta undan Daniel Barenboim, tónlistarstjóra Staatsoper í Berlín sem einnig er hljómsveitarstjóri Staatskapelle.
Meira
Viðtal Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Herdís Anna Jónasdóttir er að vonum spennt að fá að fara með hlutverk Víólettu í uppfærslu Íslensku óperunnar á La Traviata. Verdi kunni jú betur en flestir að flétta saman tónlist og drama og þurfa áhorfendur að hafa hjarta úr steini til að tárfella ekki þegar hin ólánsama Víóletta syngur sinn síðasta söng og kveður bæði ástina og það nautnalíf sem hún hafði lifað í París.
Meira
Nú þegar sex þættir af tíu hafa verið sýndir af dönsku þáttunum Klovn eða Trúður, um þá félaga Frank Hvam og Casper Christensen, er allt í lagi að meta hvernig þessi sjöunda sería hefur verið í samanburði við þær á undan.
Meira
Hljómsveitin Hatari með lagið Hatrið mun sigra eftir flytjendurna sigraði í Söngvakeppni Sjónvarpsins í fyrrakvöld og verður fulltrúi Íslands í Eurovision sem fram fer í Tel Aviv í Ísrael dagana 14.-18. maí.
Meira
Eftir Hjörleif Guttormsson: "Fyrir smáþjóð eins og Íslendinga skiptir miklu máli að vera vakandi fyrir breyttum aðstæðum, jafnt manngerðum og náttúrufarslegum."
Meira
Liðin eru sex ár síðan Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var lögfestur hér á landi en stjórnvöld hafa ekki enn staðist þau viðmið sem Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna hefur sett fyrir innleiðingu hans.
Meira
Minningargreinar
4. mars 2019
| Minningargreinar
| 1818 orð
| 1 mynd
Finnbogi Höskuldsson fæddist 30. ágúst 1943 í Reykjavík. Hann lést á líknardeild Landspítalans 22. febrúar 2019. Foreldrar hans voru hjónin Óskar Höskuldur Finnbogason prestur, f. 13. september 1913, d. 24.
MeiraKaupa minningabók
4. mars 2019
| Minningargreinar
| 2038 orð
| 1 mynd
Gylfi Thorlacius fæddist í Reykjavík 27. september 1940. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 22. febrúar 2019. Foreldrar hans voru Kristján Thorlacius, deildarstjóri í fjármálaráðuneytinu og formaður BSRB, f. 17. nóvember 1917, d. 10.
MeiraKaupa minningabók
4. mars 2019
| Minningargreinar
| 501 orð
| 1 mynd
Jensína fæddist á Fossum í Skutulsfirði við Ísafjarðardjúp 8. febrúar 1918. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi 23. febrúar 2019. Foreldrar hennar voru Guðmundur Jónatansson, f. 6.9. 1888, d. 4.10. 1955, og Daðey Guðmundsdóttir, f. 30.8.
MeiraKaupa minningabók
4. mars 2019
| Minningargreinar
| 2196 orð
| 1 mynd
Runólfur fæddist í Reykjavík 23. nóvember 1929. Hann lést á Landspítalanum í Reykjavík 23. febrúar 2019. Foreldrar hans voru Valdimar Guðlaugur Runólfsson húsasmíðameistari, f. 14.5. 1899, d. 24.1. 1991, og Rannveig Helgadóttir ljósmóðir, f. 5.10.
MeiraKaupa minningabók
4. mars 2019
| Minningargreinar
| 1815 orð
| 1 mynd
Séra Sigurður Helgi Guðmundsson fæddist á Hofi í Vesturdal í Skagafirði 27. apríl 1941. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 20. febrúar 2019. Foreldrar hans voru hjónin Guðmundur Jónsson, bóndi og síðar póstur á Sauðárkróki, f. 1891, d.
MeiraKaupa minningabók
4. mars 2019
| Minningargreinar
| 1129 orð
| 1 mynd
Þuríður Jónsdóttir, Didda, fæddist í Skörðum í Reykjahverfi 21. febrúar 1935. Hún lést á hjúkrunarheimili í Palm Springs í Kaliforníu 20. janúar 2019. Foreldrar hennar voru Jón Þórarinsson frá Valþjófsstað í Fljótsdal, síðar bóndi í Skörðum, f. 12.
MeiraKaupa minningabók
Bandaríski netverslunarrisinn Amazon vinnur að því að opna sína fyrstu matvöruverslun þar í landi áður en árið er á enda, og er stefnt að því að nokkrir tugir verslana bætist við áður en langt um líður.
Meira
4. mars 2019
| Viðskiptafréttir
| 773 orð
| 2 myndir
Viðtal Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Að vonum vakti það athygli að hönnunarstofan Kolofon, rétt orðin ársgömul, skyldi vinna Íslensku vefverðlaunin fyrir besta vef ársins 2018. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn þann 22. febrúar síðastliðinn og var það vefur sveitarfélagsins Vesturbyggðar sem tryggði Kolofon aðalverðlaunin en Vesturbyggd.is var einnig valinn opinberi vefur ársins. Að auki var vefur Kolofon fyrir Íslandsdeild Amnesty International tilnefndur í flokknum Samfélagsvefur ársins.
Meira
4. mars 2019
| Viðskiptafréttir
| 212 orð
| 1 mynd
Bruno Le Maire, fjármálaráðherra Frakklands, væntir þess að 3% skattur á tekjur af starfsemi stórra netfyrirtækja á Frakklandsmarkaði geti skilað um 500 milljónum evra í ríkissjóð árlega.
Meira
Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Ég er alinn upp frammi í sveit í Skagafirði, en þegar ég var lítill drengur ráku föðursystir mín og hennar maður bókabúðina á Króknum. Dönsku blöðin komu reglulega í þá búð og þar sem pabbi vann á Króknum en kom heim í sveitina um helgar, þá færði hann okkur krökkunum Andrésblöð, en mömmu færði hann kvennablaðið Feminu,“ segir Eiríkur Rögnvaldsson sem er fyrir vikið mikill aðdáandi Andrésar andar á dönsku.
Meira
6 til 9 Ísland vaknar Ásgeir Páll, Jón Axel og Kristín Sif rífa landsmenn á fætur með gríni og glensi alla virka morgna. Sigríður Elva les traustar fréttir á hálftíma fresti. 9 til 12 Siggi Gunnars Skemmtileg tónlist og góðir gestir reka nefið inn.
Meira
90 ára Dóra Frímannsdóttir Elísabet G. Kemp 85 ára Guðríður Bjarnadóttir Jóna Ingibjörg Guðmundsdóttir Sigurlaug Steinþórsdóttir Svanhildur Eyjólfsdóttir Valgeir Þór Stefánsson 80 ára Kolbrún Olgeirsdóttir Kristín Þorgeirsdóttir Sveinn H.
Meira
Fyrir miðja síðustu öld kom út tímaritið Amma og fjallaði um þjóðleg fræði. Finnur Sigmundsson landsbókavörður hafði veg og vanda af útgáfunni, sem síðar var gefin út í bókarformi af Árna Bjarnarsyni á Akureyri.
Meira
Margrét Stefánsdóttir, flautuleikari og -kennari við Tónlistarskólann í Kópavogi, á 50 ára afmæli í dag. Hún hóf fyrst kennslu þar þegar hún kom heim frá Bandaríkjunum úr doktorsnámi árið 1999.
Meira
40 ára Loreta er frá Alytus í Litháen, en flutti til Íslands 2004 og býr í Kópavogi. Hún er kennaramenntuð en er flugfreyja hjá Icelandair. Maki : Ágúst Sigurður Björgvinsson, f. 1979, körfuboltaþjálfari hjá Val. Börn : Gabríel, f. 2009, og Dominik, f.
Meira
Strönd er til í tveimur útgáfum í fleirtölu: strendur og strandir . Sú seinni er miklu sjaldséðari. Hún blasir þó við í örnefni sem oft bregður fyrir nú á ferðamanna- og útivistaröld: Hornstrandir . Það er hreinlega ekki til í hinni útgáfunni.
Meira
40 ára Ólafur ólst upp á Álftanesi en býr í Toronto, Ontario í Kanada. Hann er forritari hjá Planswell. Maki : Kay Ma, f. 1988, starfar hjá svæðisstjórninni í Ontario. Foreldrar : Ari Sigurðsson, f.
Meira
Bjarni Marinósson fæddist 4. mars 1949 á Skáney í Reykholtsdal og ólst þar upp. „Móðurafi og amma kaupa Skáney 1909 og búa þau þar til 1944 er foreldrar mínir taka við búskapnum.
Meira
Reykjavík Hanna Kristín Gunnlaugsdóttir fæddist 28. janúar 2018 kl. 1.46. Hún vó 3.825 g og var 51 cm löng. Foreldrar hennar eru Ásgerður Sigurðardóttir og Gunnlaugur Lárusson...
Meira
30 ára Tinna er Reykvíkingur og er blikksmiður og vélstjóri að mennt og er vélstjóri hjá Landhelgisgæslunni. Maki : Andri Jóhannsson, f. 1975, blikksmiður. Börn : Rebekka Sól, f. 2007, og Margrét Þórhildur, f. 2009. Foreldrar : Magnús Þór Geirsson, f.
Meira
Það segir kannski ákveðna sögu um sálarástand þjóðarinnar um þessar mundir að hún velur lag í Eurovision sem snýst um hatur. Hatrið mun eflaust heilla fleiri þjóðir í Evrópu enda ekki mjög friðvænlegt nú um stundir.
Meira
4. mars 1957 Rock around the clock, ein fyrsta rokkmyndin, var frumsýnd í Stjörnubíói. „Unga fólkið virtist skemmta sér prýðilega, vaggaði og klappaði lófunum í takt við hljómfallið í hinum æsandi rokklögum Bill Haleys, rokkkóngsins fræga.
Meira
Þorfinnur Guðnason fæddist 4. mars 1959 í Hafnarfirði, en ólst upp í Reykjavík. Hann var sonur hjónanna Guðna Þ. Þorfinnssonar, f. 8.3. 1916, d. 13.2. 1966, verslunarstjóra, og Steingerðar Þorsteinsdóttur, f. 2.2. 1926, bús. í Reykjavík.
Meira
Skíði Sindri Sverrisson sindris@mbl.is „Mér líður rosalega vel. Það gekk ekkert svo vel eftir fyrstu 15 og 30 kílómetrana, svo það var algjörlega geggjað að ná á endanum 18. sæti,“ sagði Snorri Einarsson eftir að hafa brotið blað í sögu skíðagöngu á Íslandi með því að ná 18. sæti í lokagrein HM í Seefeld í gær – 50 kílómetra göngu með frjálsri aðferð.
Meira
Björn Bergmann Sigurðarson skoraði í 1:1-jafntefli Rostov við Jenisei þegar keppni í rússnesku úrvalsdeildinni í fótbolta hófst að nýju eftir vetrarhlé frá því í desember. Björn skoraði rétt eftir að hafa komið inn á sem varamaður.
Meira
Í Breiðholti Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Tindastóll hafði betur gegn ÍR í 19. umferð Dominos-deildar karla í körfubolta í gærkvöldi, 90:85.
Meira
England Everton – Liverpool 0:0 • Gylfi Þór Sigurðsson lék allan leikinn með Everton. Burnley – Crystal Palace 1:3 • Jóhann Berg Guðmundsson lék seinni hálfleikinn með Burnley.
Meira
Færeysku meistararnir í knattspyrnu, HB frá Þórshöfn, með Heimi Guðjónsson við stjórnvölinn og Brynjar Hlöðversson á miðjunni, hófu keppnistímabilið í Færeyjum með því að fagna sigri í hinum árlega leik í meistarakeppni Færeyja, 1:0, í grannaslag við...
Meira
Þriðja árið í röð fagnaði ÍR sigri í samanlagðri stigakeppni þegar 13. bikarkeppnin í frjálsum íþróttum innanhúss fór fram í Kaplakrika um helgina.
Meira
EM í frjálsum Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Pólverjar fóru heim með flesta Evrópumeistaratitla af EM innanhúss í frjálsum íþróttum sem lauk með æsispennandi lokakvöldi í Glasgow í gær.
Meira
Borðtennis Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Hin 12 ára gamla Agnes Brynjarsdóttir úr Víkingi varð um helgina yngsti Íslandsmeistari í meistaraflokki kvenna frá upphafi þegar hún hafði betur gegn Ingibjörgu Sigríði Árnadóttur í úrslitaleik í einliðaleik kvenna á Íslandsmótinu í borðtennis sem haldið var í Digranesi í Kópavogi.
Meira
Sviss Grasshoppers – Luzern 1:3 • Rúnar Már Sigurjónsson kom inn á sem varamaður á 46. mínútu hjá Grasshoppers. Tyrkland B-deild: Afjet Afyonspor – Genclerbirligi 0:0 • Kári Árnason var á varamannabekk Genclerbirligi.
Meira
England Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Liverpool hefur fatast flugið í ensku úrvalsdeildinni knattspyrnu en liðið gerði sitt sjöunda jafntefli í deildinni í vetur gegn Everton í baráttunni um Bítlaborgina á Goodison Park í Liverpool í gær.
Meira
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.