Baksvið Pétur Hreinsson peturhreins@mbl.is Framkvæmdastjórn ESB sendi fyrr í þessari viku bréf til spænskra stjórnvalda þess efnis að þau skyldu láta af skattlagningu á söluhagnað hlutabréfa sem eru m.a. í eigu íslenskra félaga. Íslenska fyrirtækið Icelandic Group, sem selur fisk og fiskafurðir, seldi dótturfélag sitt, Ibérica, til Solo Seafood árið 2016, en skattprósentan sem reiknuð var á söluhagnað hlutabréfanna nam 19%. Upphæðin sem greidd var í skatt nam 2,4 milljónum evra, eða sem nemur 326 milljónum króna á gengi dagsins í dag.
Meira