Greinar þriðjudaginn 12. mars 2019

Fréttir

12. mars 2019 | Innlendar fréttir | 212 orð | 1 mynd

75 milljónir í skála fyrir Bríeti og Pionér

Til stendur að hefja framkvæmdir við sýningarskála og geymslu við Árbæjarsafn sem mun hýsa götuvaltarann Bríeti og eimreiðina Pionér. Meira
12. mars 2019 | Innlendar fréttir | 251 orð | 1 mynd

Auður býður upp á 4% innlánsvexti

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Auður (audur.is) er ný fjármálaþjónusta Kviku banka sem tekur formlega til starfa í dag. Auður býður sparnaðarreikninga fyrir einstaklinga með 4% vöxtum. Vextirnir eru greiddir mánaðarlega. Meira
12. mars 2019 | Innlendar fréttir | 237 orð | 1 mynd

Birti viðkvæmar upplýsingar

Birting viðkvæmra persónuupplýsinga og upplýsinga um félagsleg vandamál í skýrslu á vef Stjórnarráðs Íslands, sem var á ábyrgð velferðarráðuneytisins, samrýmdist ekki lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, að því er segir í nýrri ákvörðun... Meira
12. mars 2019 | Innlendar fréttir | 460 orð | 1 mynd

Dýrt fyrir súrefnisþega að fljúga

Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Það er stór biti að kyngja að þurfa að greiða 55.800 kr. til viðbótar við flugfargjaldið fyrir súrefni sem eiginmaðurinn þarf á að halda í flugi frá Billund til Keflavíkur og aftur til baka,“ segir Nanna Arthursdóttir sem flýgur til Íslands í júlí. Hún segir eiginmanninn þurfa að nota súrefnisþjöppu og er mjög ósátt við að Icelandair meini eiginmanni hennar að nota þjöppuna sem er af gerðinni Inogen One í fluginu frá Billund. Meira
12. mars 2019 | Innlendar fréttir | 27 orð | 1 mynd

Eggert

Kátur Íslenskur fjárhundur situr í framsæti bifreiðar í Reykjavík og fylgist glaður með ys og þys mannanna. Íslenski fjárhundurinn kom til landsins með norrænum mönnum á... Meira
12. mars 2019 | Erlendar fréttir | 63 orð | 1 mynd

Fórnarlambanna minnst víða

Japanir minntust þess í gær að átta ár voru þá liðin frá jarðskjálftanum og flóðbylgjunni miklu sem varð til þess að um 18.500 manns létust eða týndust, auk þess sem kjarnorkuverið við Fukushima skemmdist. Meira
12. mars 2019 | Innlendar fréttir | 689 orð | 3 myndir

Fóru margsinnis til læknis

Sviðsljós Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Dóttir mín er með mikil líkamleg einkenni – þrálátar stíflur við ennis- og kinnholur, sár í munnvikum og mikið exem og sár í hársverði. Hún er alltaf með stíflað nef sem háir henni mjög í íþróttum,“ segir móðir tveggja barna sem stunda nám í Fossvogsskóla í Reykjavík. Eldri dóttirin, 11 ára, er sú sem hér um ræðir en yngri telpan hefur ekki sýnt jafn alvarleg einkenni. Ástæðu þessara veikinda segir móðirin vera slæmt ástand Fossvogsskóla. Meira
12. mars 2019 | Innlendar fréttir | 163 orð | 1 mynd

Fundað um innbrot í bíla á Seltjarnarnesi

Mikil umræða hefur verið milli íbúa á Seltjarnarnesi um innbrot í bíla. Í síðustu viku var haldinn íbúafundur að frumkvæði íbúa og var Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri boðuð á fundinn. Meira
12. mars 2019 | Innlendar fréttir | 246 orð | 1 mynd

Fyrsta farþegaskipið kemur í vikulokin

Fyrsta farþegaskip ársins kemur til landsins á föstudaginn þegar Astoria er væntanlegt til Reykjavíkur. Með skipinu er áætlað að komi um 550 farþegar og um 280 manns í áhöfn. Astoria er rúmlega 160 metrar á lengd, 21 metra breitt og 16.144 brúttótonn. Meira
12. mars 2019 | Innlendar fréttir | 163 orð | 1 mynd

Götubitahátíð haldin í sumar

Matvörumarkaðurinn Reykjavík Street Food hyggst halda svokallaðan götubitamarkað á Miðbakkasvæðinu yfir eina helgi í sumar, frá föstudegi til sunnudags. Meira
12. mars 2019 | Innlendar fréttir | 167 orð | 1 mynd

Hafa augastað á húsnæði fyrir kennslu

Skólaráð Fossvogsskóla hittist kl. 18.00 í gær ásamt fulltrúum frá skóla- og frístundasviði, umhverfis- og skipulagssviði og Frístundamiðstöð Kringlumýrar. Meira
12. mars 2019 | Innlendar fréttir | 196 orð | 1 mynd

Hafna lögbanni á ferðir að flakinu

Héraðsdómur Suðurlands hefur hafnað kröfum Arcanum ferðaþjónustu ehf. Meira
12. mars 2019 | Innlendar fréttir | 524 orð | 2 myndir

Laxabakka verði bjargað

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Laxabakki er kominn á heljarþröm og ekki má tæpara standa með endurgerð hússins,“ segir Hannes Lárusson myndlistarmaður. Meira
12. mars 2019 | Innlendar fréttir | 96 orð

Lík fannst á bökkum Ölfusár við Arnarbæli á sunnudag

Lík fannst á bökkum Ölfusár við Arnarbæli í Ölfusi um hádegisbil á sunnudaginn var. Göngumaður sem var þarna á ferð gekk fram á líkið og tilkynnti lögreglunni á Suðurlandi um það um klukkan 13.00. Meira
12. mars 2019 | Innlendar fréttir | 194 orð | 1 mynd

Loka vinsælum gönguleiðum

Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Umhverfisstofnun telur ekki forsvaranlegt að opna fyrir umferð á svæðinu við Fjaðrárgljúfur í Skaftárhreppi að svo stöddu. Þá hefur Umhverfisstofnun framlengt lokun á Skógaheiði meðfram Skógaá ofan við Fosstorfufoss. Meira
12. mars 2019 | Innlendar fréttir | 97 orð | 1 mynd

Lögregla beitti piparúða á Austurvelli

Til átaka kom á milli mótmælenda úr röðum flóttafólks og lögreglu á Austurvelli í gær og beitti lögregla meðal annars piparúða gegn mótmælendum. Meira
12. mars 2019 | Erlendar fréttir | 212 orð | 1 mynd

Max 8 þoturnar kyrrsettar

Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Báðir flugritar Boeing-farþegaþotunnar sem hrapaði í Eþíópíu í fyrradag fundust í gær. Meira
12. mars 2019 | Innlendar fréttir | 572 orð | 3 myndir

Ósammála um lækkun kosningaaldurs

Baksvið Veronika S. Magnúsdóttir veronika@mbl.is Skiptar skoðanir eru meðal sveitarfélaga um frumvarp um breytingu á lögum um kosningarétt. Frumvarpið kveður á um að landsmenn hljóti kosningarétt í sveitarstjórnarkosningum við 16 ára aldur. Meira
12. mars 2019 | Innlendar fréttir | 98 orð | 1 mynd

Passa þurfti að hávaðarokið tæki ekki húfurnar

Vegfarendur í Reykjavík þurftu að gæta að því að húfurnar fykju ekki af höfðum þeirra í rokinu í gær. Þar var þó ekki jafn hvasst og víða annars staðar vegna djúprar lægðar sem nálgaðist landið. Hvassast var undir Eyjafjöllum og í Mýrdal í gærkvöld. Meira
12. mars 2019 | Innlendar fréttir | 229 orð | 1 mynd

Rákaspretta á Þórshöfn

Líney Sigurðardóttir Þórshöfn Engisprettufaraldur er ekki það fyrsta sem upp í hugann kemur í mars, allra síst á Norðurlandi þar sem snjór þekur jörð eins og á Þórshöfn. Meira
12. mars 2019 | Innlendar fréttir | 1333 orð | 3 myndir

Römbuðu á brún allsherjarverkfalla

Ómar Friðriksson omfr@mbl. Meira
12. mars 2019 | Erlendar fréttir | 244 orð | 1 mynd

Samið um „lagalega bindandi“ breytingar

Breska stjórnin kvaðst í gærkvöldi hafa tryggt „lagalega bindandi“ breytingar á samningi sínum við Evrópusambandið um Brexit, útgöngu Bretlands úr sambandinu. Meira
12. mars 2019 | Innlendar fréttir | 271 orð | 1 mynd

Segir frumkvöðla svikna á Ásbrú

Valdimar Össurarson, formaður Samtaka frumkvöðla og hugvitsmanna, segist ósáttur við ákvörðun Ásbrú fasteigna ehf. að segja upp leigusamningum við allra frumkvöðla sem voru með aðsetur í Eldey, frumkvöðlasetri á Ásbrú. Meira
12. mars 2019 | Innlendar fréttir | 381 orð | 1 mynd

Sighvatur í meistaradeildina í klippingum

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Sighvatur Ómar Kristinsson skaraði fram úr í kvikmyndaklippingu í MA-námi við National Film and Television School (NFTS) í Beaconsfield, rétt fyrir utan Lundúnir á nýliðnu tímabili. Meira
12. mars 2019 | Innlendar fréttir | 218 orð

Slá í gegn um miðjan apríl

Gangi gröftur Dýrafjarðarganga áfram jafn vel og undanfarið og komi ekkert óvænt upp á verður líklega slegið í gegn eftir rúman mánuð. Í síðustu viku voru grafnir 90,9 metrar og þá voru eftir 404,2 metrar í gegnumbrot. Meira
12. mars 2019 | Erlendar fréttir | 117 orð | 1 mynd

Sleppt óvænt úr haldi stjórnvalda

Siti Aisyah, indónesískri konu sem grunuð var um aðild að morðinu á Kim Jong-nam, var sleppt úr haldi stjórnvalda í Malasíu í gær eftir að saksóknarar ákváðu að láta mál hennar falla niður. Meira
12. mars 2019 | Innlendar fréttir | 207 orð | 1 mynd

Sviptingar hjá Icelandair Group

Icelandair tók snarpa dýfu í Kauphöll Íslands í gær. Er lækkunin m.a. rakin til þeirrar staðreyndar að félagið hefur í rekstri 3 Boeing 737 MAX 8-vélar en tvær vélar af þeirri tegund hafa farist með fimm mánaða millibili. Með vélunum fórust 346 manns. Meira
12. mars 2019 | Innlendar fréttir | 46 orð | 1 mynd

UMBRA kemur fram á tónleikum í Garðabæ

Tónlistarhópurinn UMBRA kemur fram á tónleikum Þriðjudagsklassíkur í Garðabæ í kvöld kl. 20 í sal Tónlistarskóla Garðabæjar við Kirkjulund. Meira
12. mars 2019 | Innlendar fréttir | 326 orð | 1 mynd

Var á Ítalíu með tveimur sem fórust í flugslysinu

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Mér var brugðið að fá fréttirnar með tölvupósti í morgun. Bilið milli lífs og dauða er stutt og heimurinn lítill,“ segir Margrét Þóra Einarsdóttir, verkefnisstjóri við kennslumiðstöð Háskólans á Akureyri. Meira
12. mars 2019 | Innlendar fréttir | 330 orð | 2 myndir

Vegum lokað og foktjón

Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Við fögnum því að það hefur verið lítið um verkefni vegna óveðursins í kvöld,“ sagði Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, á ellefta tímanum í gærkvöld. Meira
12. mars 2019 | Innlendar fréttir | 492 orð | 1 mynd

Viðlega smábáta í Reykjavík verður flutt í Vesturbugtina

Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Viðlega smábáta í útgerð frá Reykjavík verður færð yfir í Vesturbugt og verður hafist handa við nauðsynlegar breytingar næsta haust eða vetur, samkvæmt upplýsingum Gísla Gíslasonar, hafnarstjóra. Á fundi stjórnar Faxaflóahafna á föstudag var hafnarstjóra falið að ræða við fulltrúa smábátaeigenda um aðgerðir til að efla útgerð smábáta frá Reykjavík og Akranesi. Á síðasta ári var aðeins um 500 tonnum landað úr smábátum í Reykjavík, en nálægt þúsund tonnum á Akranesi. Meira
12. mars 2019 | Erlendar fréttir | 89 orð | 1 mynd

Vill láta lýsa yfir neyðarástandi

Juan Guaido, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela, hvatti þjóðþing landsins í gær til að lýsa yfir neyðarástandi, en rafmagnslaust hefur verið í megninu af landinu síðustu fimm sólarhringa. Meira
12. mars 2019 | Erlendar fréttir | 135 orð

Vill meira fé til landamæravörslu

Donald Trump Bandaríkjaforseti lagði fram í gær tillögur Hvíta hússins að fjárlögum ársins 2020. Meira
12. mars 2019 | Innlendar fréttir | 186 orð

Von er á meira mislingabóluefni í dag

Von er á 1.000 skömmtum af bóluefni gegn mislingum í dag til viðbótar við þá 3.000 skammta sem notaðir voru um helgina. Um miðja viku gætu bóluefnin komist í dreifingu. Meira

Ritstjórnargreinar

12. mars 2019 | Leiðarar | 692 orð

Slær í baksegl

Ástand efnahagsmála er viðkvæmt víða, en Ísland eitt í sjálfsvígsleiðangri Meira
12. mars 2019 | Staksteinar | 204 orð | 2 myndir

Spuninn um svigrúmið

Digrir sjóðir stéttarfélagsins Eflingar, sem fámenn klíka hefur sölsað undir sig, hafa verið óspart notaðir til að halda uppi áróðri og ýta undir ólgu í þjóðfélaginu. Þetta er í samræmi við grundvallarsjónarmið klíkunnar um að bylta „auðvaldskerfinu“ og taka upp annað þrátt fyrir reynsluna af því kerfi sem taka skal við. Meira

Menning

12. mars 2019 | Fólk í fréttum | 122 orð | 1 mynd

Auður, GDRN og fleiri á Bræðslunni

Tilkynnt hefur verið hvaða tónlistarmenn munu koma fram á tónlistarhátíðinni Bræðslunni á Borgarfirði eystra í sumar en hátíðin vinsæla verður haldin 27. júlí næstkomandi. Auður, GDRN, Dúkkulísurnar, Dr. Meira
12. mars 2019 | Menningarlíf | 142 orð | 1 mynd

Álfheiður Erla syngur Mjallhvíti

Sópransöngkonan Álfheiður Erla Guðmundsdóttir fer með aðalhlutverkið, hlutverk Mjallhvítar, í sýningu Staatsoper Berlin á barnaóperunni Schneewittchen sem verður frumsýnd í Berlín annað kvöld. Meira
12. mars 2019 | Bókmenntir | 668 orð | 1 mynd

Góðar erlendar bækur á íslensku

Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Ef ég hefði vitað hvað það var mikið mál að setja á stofn bókaútgáfu er ég ekki viss um að ég hefði þorað að fara af stað. Meira
12. mars 2019 | Bókmenntir | 82 orð | 1 mynd

Hegningarhúsið og betrunarheimspeki

„Byggingarsaga Hegningarhússins við Skólavörðustíg í ljósi betrunarheimspeki 19. aldar“ er yfirskrift fyrirlesturs sem Hjörleifur Stefánsson flytur í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands í dag kl. 12.05 á vegum Sagnfræðingafélags Íslands. Meira
12. mars 2019 | Leiklist | 1220 orð | 2 myndir

Hvar enda minningarnar?

Höfundur og flytjandi: Friðgeir Einarsson. Höfundur tónlistar og flytjandi: Snorri Helgason. Leikstjórn: Pétur Ármannsson. Leikmynd, búningar og myndband: Brynja Björnsdóttir. Sviðshreyfingar: Ásrún Magnússon. Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson. Lýsing og myndband: Pálmi Jónsson. Hljóð: Baldvin Magnússon. Leikhópurinn Abendshow frumsýndi á Nýja sviði Borgarleikhússins 28. febrúar 2019, en rýnt í aðra sýningu 3. mars 2019. Meira
12. mars 2019 | Fjölmiðlar | 193 orð | 1 mynd

Hvernig gat hann sannfært þau?

Óskaplega sem mér finnst þeir temmilegir bresku þættirnir um hann séra Brown sem sýndir eru á RÚV. Þeir eru ekki of langir, ekki of flóknir, ekki með of miklu ofbeldi, alveg mátulega fyndnir og geta hreinlega bætt gramt geð, ef því er að skipta. Meira
12. mars 2019 | Fólk í fréttum | 116 orð | 1 mynd

Kara Walker næst í Túrbínusalnum

Bandaríska listakonan Kara Walker hefur verið valin til að skapa næstu stóru innsetningu í hinn víðáttumikla Túrbínusal í Tate Modern-safninu í London. Verður sýning hennar opnuð í október en sýningarnar vekja alla jafna mikla athygli. Meira
12. mars 2019 | Tónlist | 69 orð | 1 mynd

Kvartett Sigrúnar Erlu á Kex

Kvartett söngkonunnar Sigrúnar Erlu Grétarsdóttur kemur fram á Kex Hosteli í kvöld kl. 20.30. Kvartettinn skipa auk Sigrúnar þeir Gunnar Gunnarsson á píanó, Tómas R. Einarsson á kontrabassa og Kristófer Rodríguez Svönuson á slagverk. Meira
12. mars 2019 | Kvikmyndir | 85 orð | 2 myndir

Ofurhetjan flýgur beint á toppinn

Kvikmyndin Captain Marvel var sú sem mestum miðasölutekjum skilaði í kvikmyndahúsum landsins um helgina eða samtals rúmlega 14,5 milljónum króna. Alls sáu rúmlega 10 þúsund manns myndina. Meira
12. mars 2019 | Leiklist | 116 orð | 1 mynd

Skólasýningar á leikverki um kvíða

Leikhópurinn SmartíLab, Samkóp og verkefnið Markvissar forvarnir standa þessa dagana fyrir skólasýningum á leikverkinu Fyrirlestur um eitthvað fallegt – gamanverk um kvíða . Öllum 10. bekkingum í Kópavogi er boðið á sýninguna. Meira
12. mars 2019 | Tónlist | 589 orð | 2 myndir

Tímalaus samhygð

Eftir Giuseppi Verdi. Söngrit: Francesco Maria Piave. Leikstjórn: Oriol Tomas. Leikmynd: Simon Guilbault. Búningar: Sébastien Dionné. Lýsing: Erwann Bernard. Danshöfundur: Lucie Vigneault. Myndbandshönnuður: Félix Fradet-Faquy. Meira

Umræðan

12. mars 2019 | Aðsent efni | 531 orð | 1 mynd

Að vera trúað fyrir barni

Eftir Geir Waage: "Eg álít það vera óbilgirni að ekki sje sagt grimmd að fá konu við slíkar aðstæður heimild eða hvatningu að lögum til að vinna jóði sínu mein." Meira
12. mars 2019 | Aðsent efni | 516 orð | 2 myndir

Frá helsi til frelsis

Eftir Ásdísi Kristjánsdóttur og Davíð Þorláksson: "Lífsgæði okkar byggjast því á frjálsum viðskiptum við önnur lönd. Það er nánast ómögulegt að meta til fjár þann ávinning sem Ísland hefur haft af EES." Meira
12. mars 2019 | Pistlar | 489 orð | 1 mynd

Stjórnmálaumræða nútímans

Stjórnmálaumræða þróast í takt við tímann líkt og allt annað. Áður fyrr fór hún að mestu fram á fundum og á síðum blaðanna, í mörgum tilvikum blaða sem voru í eigu stjórnmálaflokka. Meira

Minningargreinar

12. mars 2019 | Minningargreinar | 1261 orð | 1 mynd

Gísli Sævar Hafliðason

Gísli Sævar Hafliðason fæddist 12. mars 1938. Hann lést 21. mars 2018. Foreldrar hans voru Kristín Sigríður Kristjánsdóttir, f. 4.11. 1910, d. 29.11. 2003, og Hafliði Jón Gíslason, f. 9.10. 1906, d. 9.2. 1993. Systkini: Guðrún Þ., f. 6.7. 1934, d. 11.5. Meira  Kaupa minningabók
12. mars 2019 | Minningargreinar | 1084 orð | 1 mynd

Kamma Karlsson

Kamma Rósa Jónasdóttir Karlsson fæddist á Rigshospitalet í Kaupmannahöfn 2. október 1931. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi 1. mars 2019. Foreldrar hennar voru Lára Guðjónsdóttir verkakona, f. 6.12. 1897, d. 25.12. Meira  Kaupa minningabók
12. mars 2019 | Minningargreinar | 1572 orð | 1 mynd

Kristrún Grímsdóttir

Kristrún Grímsdóttir fæddist 3. júlí 1931 á Grundum í Kollsvík í Rauðasandshreppi. Hún lést 2. mars 2019 á Landspítalanum í Fossvogi. Foreldrar hennar voru hjónin María Jónsdóttir húsmóðir, f. 11.4. 1893. d. 1.11. 1946, og Grímur Árnason útvegsbóndi, f. Meira  Kaupa minningabók
12. mars 2019 | Minningargreinar | 3216 orð | 1 mynd

Sigrún Edda Hringsdóttir

Sigrún Edda Hringsdóttir fæddist á Akranesi 15. febrúar 1958. Hún lést á sjúkrahúsi á Spáni 23. febrúar 2019. Foreldrar hennar voru Hringur Hjörleifsson, f. 30. júní 1933, d. 30. janúar 2007, og Sigrún Halldórsdóttir, f. 30. janúar 1934, d. 21. Meira  Kaupa minningabók
12. mars 2019 | Minningargreinar | 6473 orð | 1 mynd

Sigurður Pálsson

Sigurður Pálsson fæddist 19. september 1936 í Reykjavík. Hann lést 2. mars 2019 á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund. Hann var yngsti sonur Páls Sigurðssonar prentara og Margrétar Þorkelsdóttur húsfreyju. Meira  Kaupa minningabók
12. mars 2019 | Minningargreinar | 1347 orð | 1 mynd

Vilborg Benediktsdóttir

Vilborg fæddist í Reykjavík 12. mars 1931. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum 22. febrúar 2019. Foreldrar hennar voru Benedikt Benediktsson leigubifreiðarstjóri, f. 1907, d. 1987, og Anna Jónsdóttir húsfreyja, f. 1907, d. 2002. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

12. mars 2019 | Viðskiptafréttir | 677 orð | 2 myndir

Flugslysið í Eþíópíu skekur flugmarkaði um allan heim

Baksvið Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Ljóst var strax við opnun markaða í gær eftir hið mannskæða flugslys í Eþíópíu, þar sem ný Boeing 737 MAX 8-vél fórst og með henni 157 manns, að traust í garð hinnar nýju vélartegundar úr verksmiðjum Boeing er lítið. Raunar gáfu utanþingsviðskipti með bréf Boeing, áður en markaðir opnuðu vestanhafs til kynna að félagið ætti í vök að verjast í kjölfar þess að önnur vélin af fyrrnefndri tegund ferst á fimm mánaða tímabili. Meira
12. mars 2019 | Viðskiptafréttir | 254 orð | 1 mynd

Icelandair slær 10 milljarða lán

Icelandair Group hefur tekið lán að fjárhæð 80 milljónir dollara, jafnvirði 9,7 milljarða króna, hjá innlendri lánastofnun samkvæmt tilkynningu frá félaginu sem send var í gegnum Kauphöll Íslands eftir lokun markaða í gær. Meira
12. mars 2019 | Viðskiptafréttir | 141 orð

Raunvirði launakostnaðar hækkað um 28%

Hlutur launafólks í verðmætasköpun hótela sem yfirstandandi verkföll ná yfir var 76% árið 2017. Þetta kemur fram á vefsíðu Viðskiptaráðs Íslands. Meira

Daglegt líf

12. mars 2019 | Daglegt líf | 760 orð | 5 myndir

Trump kemur inn með látum

Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Mér finnst alveg yndislegt að vinna með ungu fólki, ég tel mig ná ágætlega til þess og það til mín. Ég er mjög stoltur af þessari sýningu og þeim krökkum sem komu að henni, hópurinn á hrós skilið fyrir þrotlausa og frábæra vinnu. Þau gerðu allt sjálf, smíðuðu líka svið og áhorfendapalla. Með hjálp frábærs tæknimanns tókst okkur að breyta Hlöðunni í leikhúsrými þrátt fyrir að það sé ekki hugsað sem slíkt,“ segir Ingi Hrafn Hilmarsson sem leikstýrir nemendum Borgarholtsskóla sem frumsýndu nýja útgáfu af ævintýrinu um Hans og Grétu síðastliðinn sunnudag. Meira

Fastir þættir

12. mars 2019 | Fastir þættir | 170 orð | 1 mynd

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. g3 c5 4. Rf3 cxd4 5. Rxd4 d5 6. Bg2 e5 7. Rf3 d4...

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. g3 c5 4. Rf3 cxd4 5. Rxd4 d5 6. Bg2 e5 7. Rf3 d4 8. 0-0 Rc6 9. e3 Be7 10. exd4 exd4 11. He1 0-0 12. Bf4 Be6 13. Rbd2 Hc8 14. a3 h6 15. h4 Rg4 16. Rb3 d3 17. Rfd2 h5 18. Df3 Bf6 19. Hab1 a5 20. De4 g6 21. c5 Rd4 22. Rc1 Bf5 23. Meira
12. mars 2019 | Í dag | 119 orð | 2 myndir

6 til 9 Ísland vaknar Ásgeir Páll, Jón Axel og Kristín Sif rífa...

6 til 9 Ísland vaknar Ásgeir Páll, Jón Axel og Kristín Sif rífa landsmenn á fætur með gríni og glensi alla virka morgna. Sigríður Elva les traustar fréttir á hálftíma fresti. 9 til 12 Siggi Gunnars Skemmtileg tónlist og góðir gestir reka nefið inn. Meira
12. mars 2019 | Árnað heilla | 205 orð

95 ára Hermann Jónsson 90 ára Eggert Kristmundsson Jónína Ingólfsdóttir...

95 ára Hermann Jónsson 90 ára Eggert Kristmundsson Jónína Ingólfsdóttir 85 ára Guðrún Georgsdóttir Jörundur Albert Jónsson 80 ára Arnar Geir Hinriksson Elísabet Hauksdóttir 75 ára Erla Sveinbjörnsdóttir Glúmur Gylfason Guðríður Kolbrún Karlsd. Meira
12. mars 2019 | Í dag | 259 orð

Af hrekkjum og vafasömum viðskiptum

Guðmundur Arnfinnsson yrkir á Boðnarmiði: Er frúin var háttuð í holunni, við hlið á eiginmanns rolunni, hún meydóminn treindi, hve mjög sem hann reyndi, þar til hann geispaði golunni. Meira
12. mars 2019 | Árnað heilla | 34 orð | 1 mynd

Akureyri Katrín Emma Þorkelsdóttir fæddist 19. júní 2018 kl. 17.30 á...

Akureyri Katrín Emma Þorkelsdóttir fæddist 19. júní 2018 kl. 17.30 á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Hún var 3.932 g að þyngd og 51 cm að lengd. Foreldrar hennar heita Hulda Pálsdóttir og Þorkell Erlingsson... Meira
12. mars 2019 | Árnað heilla | 723 orð | 3 myndir

Annast daglega framkvæmd varnarmála

Jón Björgvin Guðnason fæddist 12. mars 1959 á Sólvangi í Hafnarfirði og ólst þar upp allt þar til hann flutti til Keflavíkur árið 1978. „Í Hafnarfirði var ég virkur félagi í Skátafélaginu Hraunbúum. Meira
12. mars 2019 | Í dag | 95 orð | 1 mynd

Á toppnum árið 1983

Velska söngkonan Bonnie Tyler kom sínu fyrsta og eina lagi á toppinn í Bretlandi á þessum degi árið 1983. Var það stórsmellurinn „Total Eclipse Of The Heart“. Meira
12. mars 2019 | Fastir þættir | 172 orð

Góð helgi. V-AV Norður &spade;K54 &heart;Á872 ⋄K9 &klubs;9865...

Góð helgi. V-AV Norður &spade;K54 &heart;Á872 ⋄K9 &klubs;9865 Vestur Austur &spade;G832 &spade;ÁD107 &heart;K1053 &heart;64 ⋄8 ⋄1072 &klubs;KD72 &klubs;ÁG103 Suður &spade;95 &heart;DG9 ⋄ÁDG6543 &klubs;4 Suður spilar 5⋄ doblaða. Meira
12. mars 2019 | Árnað heilla | 55 orð | 1 mynd

Gunnhildur Hafþórsd. Blöndal

30 ára Gunnhildur er úr Garðinum en býr á Blönduósi. Hún er hjúkrunarfr. á sjúkrahúsinu þar. Maki : Finnur Hrafnsson, f. 1982, hótelstjóri á Hótel Blöndu. Börn : Tanja Birna, f. 2009, og Alda Kristín, f. 2017. Foreldrar : Hafþór Þórðarson, f. 1961, bús. Meira
12. mars 2019 | Árnað heilla | 340 orð | 1 mynd

Joaquín M.C. Belart

Joaquín M.C. Belart er fæddur 1989 og ólst upp í Jaén í Andalúsíuhéraði á Spáni. Hann stundaði B.Sc. nám í landmælingum við Háskólann í Jaén frá 2007-2011 og lauk síðan frá sama skóla M.Sc. prófi í landmælingaverkfræði sumarið 2013. Meira
12. mars 2019 | Í dag | 18 orð

Lofaður sé Drottinn, Guð Ísraels, því að hann hefur vitjað lýðs síns og...

Lofaður sé Drottinn, Guð Ísraels, því að hann hefur vitjað lýðs síns og búið honum lausn. (Lúk: 1. Meira
12. mars 2019 | Í dag | 41 orð

Málið

Ekki er lengur dyggð að vera auðsveipur : hlýðinn, eftirgefanlegur, þægur, undirgefinn. Manni yrði bent á sjálfsstyrkingarnámskeið. Auðsveipur beygist jafn-mjúklega og lakkrísreim. Meira
12. mars 2019 | Árnað heilla | 58 orð | 1 mynd

Pétur Örn Pétursson

30 ára Pétur er Garðbæingur en býr í Kópavogi. Hann er grafískur hönnuður að mennt og er stafrænn hönnuður hjá Advania. Maki : Ástrós Óladóttir, f. 1987, vinnur í Bláa lóninu og samhliða að klára meistaragráðu í stjórnun og stefnumótun við HÍ. Meira
12. mars 2019 | Árnað heilla | 198 orð | 1 mynd

Skeiðgreinarnar eru í uppáhaldi

Davíð Jónsson, tamningamaður og smiður, á 40 ára afmæli í dag. Hann rekur hestabú og ferðaþjónustu á Skeiðvöllum í Landsveit ásamt konu sinni, Katrínu Sigurðardóttur. Meira
12. mars 2019 | Í dag | 90 orð | 2 myndir

Stemningin einstök

„Stemningin í húsinu var einstök og sjaldan eða aldrei hefur Konukvöld gengið jafn vel og áfallalaust fyrir sig. Meira
12. mars 2019 | Fastir þættir | 328 orð

Víkverji

Stundum finnst Víkverja eins og lífið sé endalaus hringrás sem snýst að mestu um að taka úr eða setja í uppþvottavélina. Meira
12. mars 2019 | Í dag | 115 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

12. mars 1965 Fyrsta íslenska bítlaplatan kom út. Á henni voru tvö lög með Hljómum, Bláu augun þín og Fyrsti kossinn, bæði eftir Gunnar Þórðarson en Ólafur Gaukur gerði textana. Hljómar störfuðu frá 1963 til 1969. 12. Meira
12. mars 2019 | Árnað heilla | 45 orð | 1 mynd

Þórhildur Ýr Arnardóttir

40 ára Þórhildur er Reykvíkingur en býr í Kópavogi. Hún er menntaður félagsfræðingur og er deildarstjóri á leikskólanum Aðalþingi. Börn : Sara Nadía, f. 2005, og Steindór Örn, f. 2007. Foreldrar : Örn Stefánsson, f. Meira

Íþróttir

12. mars 2019 | Íþróttir | 51 orð | 1 mynd

Danmörk Ringsted – Ribe-Esbjerg 27:33 • Gunnar Steinn Jónsson...

Danmörk Ringsted – Ribe-Esbjerg 27:33 • Gunnar Steinn Jónsson var markahæstur hjá Ribe-Esbjerg með 7/2 mörk og Rúnar Kárason skoraði 4 mörk. Meira
12. mars 2019 | Íþróttir | 163 orð | 1 mynd

Dominos-deild karla ÍR – KR 72:80 Stjarnan – Grindavík 91:73...

Dominos-deild karla ÍR – KR 72:80 Stjarnan – Grindavík 91:73 Staðan: Stjarnan 211651927:167932 Njarðvík 211651854:172632 Tindastóll 211561821:163730 Keflavík 211561868:170130 KR 211471814:176928 Þór Þ. Meira
12. mars 2019 | Íþróttir | 794 orð | 6 myndir

Einum leik frá sigri í deildinni

Garðabær/Breiðholt Jóhann Ingi Hafþórsson Kristján Jónsson Stjörnumenn eru aðeins einu skrefi frá deildarmeistaratitli í Dominos-deild karla í körfubolta, eftir afar sannfærandi 91:73-sigur á Grindavík á heimavelli í 21. Meira
12. mars 2019 | Íþróttir | 141 orð | 1 mynd

Fer Viðar til Svíþjóðar?

Viðar Örn Kjartansson, leikmaður rússneska liðsins Rostov, gæti verið á leið aftur í sænsku úrvalsdeildina í knattspyrnu. Meira
12. mars 2019 | Íþróttir | 298 orð | 1 mynd

Fjölnismenn eiga alla mína samúð en þeir voru flautaðir úr leik í...

Fjölnismenn eiga alla mína samúð en þeir voru flautaðir úr leik í undanúrslitum Coca Cola bikarkeppni karla í handknattleik í Laugardalshöllinni um nýliða helgi. Meira
12. mars 2019 | Íþróttir | 53 orð

Frestað í þriðja skipti

Erfiðlega gengur að spila leik ÍBV og Akureyrar í Olís-deild karla í handbolta en leikurinn átti fyrst að fara fram fimmtudaginn 28. febrúar. Hefur leiknum þrívegis verið frestað og nú til miðvikudagsins 13. mars. Meira
12. mars 2019 | Íþróttir | 42 orð | 1 mynd

HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, Olísdeildin: Vestmannaeyjar: ÍBV...

HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, Olísdeildin: Vestmannaeyjar: ÍBV – Stjarnan 18 Framhús: Fram – Selfoss 19.30 Origo-höllin: Valur – KA/Þór 19.30 Digranes: HK – Haukar 19. Meira
12. mars 2019 | Íþróttir | 106 orð | 1 mynd

Hannes sjálfkjörinn

Hannes Sigurbjörn Jónsson verður sjálfkjörinn formaður Körfuknattleikssambands Íslands þegar þing KKÍ verður í Laugardalnum um næstu helgi. Framboðsfrestur er runninn út og er Hannes einn í framboði. Meira
12. mars 2019 | Íþróttir | 510 orð | 2 myndir

Jafn spenntur á hverju ári

Íshokkí Ívar Benediktsson iben@mbl.is Mikil eftirvænting ríkir fyrir úrslitarimmu Skautafélags Akureyrar og Skautafélags Reykjavíkur, SR, um Íslandsmeistaratitilinn í íshokkíi karla sem hefst í kvöld í Skautahöllinni á Akureyri. Andri Már Mikaelsson, fyrirliði Akureyrarliðsins, segir síðustu daga hafa farið í undirbúning enda verði þétt leikið í vikunni og eins gott fyrir leikmenn að vera klárir í bátana. Meira
12. mars 2019 | Íþróttir | 131 orð | 1 mynd

Lætur staðar numið

Knattspyrnuþjálfarinn Louis van Gaal hefur tilkynnt að hann sé hættur í þjálfun en þessi 67 ára gamli Hollendingur hefur meðal annars þjálfað Ajax, Barcelona, Bayern München, Manchester United og hollenska landsliðið. Meira
12. mars 2019 | Íþróttir | 277 orð | 4 myndir

Marco Silva , hinn portúgalski knattspyrnustjóri Everton í ensku...

Marco Silva , hinn portúgalski knattspyrnustjóri Everton í ensku úrvalsdeildinni, hefur verið kærður af enska knattspyrnusambandinu fyrir hegðun sína eftir 3:2-tapið gegn Newcastle um helgina. Meira
12. mars 2019 | Íþróttir | 115 orð | 1 mynd

Rússland Krasnodar – Orenburg 2:2 • Jón Guðni Fjóluson lék...

Rússland Krasnodar – Orenburg 2:2 • Jón Guðni Fjóluson lék allan leikinn með Krasnodar. *Efstu lið: Zenit Pétursborg 40, Krasnodar 35, CSKA Moskva 33, Spartak Moskva 32, Lokomotiv Moskva 32, Rubin Kazan 28, Rostov 26, Arsenal Tula 24. Meira
12. mars 2019 | Íþróttir | 255 orð

Sex tilboð komin í Viðar

Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Knattspyrnumaðurinn Viðar Örn Kjartansson er að öllum líkindum á leið frá rússneska félaginu Rostov sem lánsmaður næstu þrjá til fjóra mánuðina. Meira
12. mars 2019 | Íþróttir | 840 orð | 2 myndir

Sætasti sigurinn var með æskuvinkonunum

Handbolti Ívar Benediktsson iben@mbl. Meira
12. mars 2019 | Íþróttir | 121 orð | 1 mynd

Zidane snýr aftur

Frakkinn Zinedine Zidane hefur verið ráðinn þjálfari Real Madrid á nýjan leik en frá þessu greindi spænska félagið á vef sínum síðdegis í gær. Fréttin kom fáum á óvart. Santiago Solari var sagt upp og Zidane tekur strax við. Meira
12. mars 2019 | Íþróttir | 120 orð

Þrjú lið geta náð efsta sætinu

Stjarnan og Njarðvík virðast berjast um deildameistaratitilinn í Dominos-deild karla í körfuknattleik en Tindastóll á örlitla von um að ná efsta sætinu þegar lokaumferðin er eftir. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.