Greinar föstudaginn 15. mars 2019

Fréttir

15. mars 2019 | Innlendar fréttir | 395 orð | 1 mynd

16 ára Íslendingur gerir út í Gildeskål í Noregi

Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Svanur Þór Jónsson, 16 ára íslenskur strákur, komst á síður Fiskeribladet sem er stærsta sjávarútvegsblað við norðurströnd Noregs þrátt fyrir að hafa einungis búið hálft ár í Noregi. Meira
15. mars 2019 | Innlendar fréttir | 138 orð | 1 mynd

Bakarar og smiðir

Fjöldi ungmenna mætti í Laugardalshöllina í Reykjavík í gær á Mín framtíð 2019 þar sem framhaldsskólarnir í landinu, 33 alls, kynna námsframboð sitt. Jafnhliða er þar haldið Íslandsmót iðn- og verkgreina þar sem nærri 200 nemar keppa í alls 28 fögum. Meira
15. mars 2019 | Innlendar fréttir | 169 orð | 1 mynd

Bóluefni komið á heilsugæslustöðvar

Búið er að dreifa 6.500 skömmtum af bóluefni gegn mislingum á heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu. Tilkynnt var í gær að um tíu þúsund skammtar af bóluefninu væru komnir til landsins og geta því bólusetningar hafist að nýju. Meira
15. mars 2019 | Erlendar fréttir | 695 orð | 1 mynd

Breska þingið óskar eftir frestun á brexit

Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Neðri deild breska þingsins samþykkti í gær tillögu um að óska eftir því að útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu yrði frestað, aðeins tveimur vikum áður en hún á að taka gildi. Tillagan var samþykkt með 412 atkvæðum gegn... Meira
15. mars 2019 | Innlendar fréttir | 163 orð | 1 mynd

Börnin í Sýrlandi ekki gleymd

Síðan stríðið í Sýrlandi braust út í mars 2011 hefur Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF á Íslandi, safnað um 100 milljónum króna í neyðaraðstoð fyrir sýrlensk börn. Meira
15. mars 2019 | Innlendar fréttir | 165 orð | 1 mynd

Dýrtíðin mest í Reykjavík

Reykjavík fær þann vafasama heiður að vera dýrust vinsælla ferðamannaborga í Evrópu, þrátt fyrir að verð í borginni hafi lækkað um 9,6% milli áranna 2018 og 2019. Meira
15. mars 2019 | Innlendar fréttir | 574 orð | 1 mynd

Ekki allir sammála um afleiðingar dóms MDE

Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Mikil umræða hefur skapast um hvaða leiðir séu færar í framhaldinu af dómi Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) um skipan dómara til Landsréttar. Meira
15. mars 2019 | Innlendar fréttir | 360 orð

Enn mikið verk fyrir höndum

Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Talsverður árangur hefur náðst í baráttu gegn mansali hér á landi síðustu ár, en betur má ef duga skal. Til að raunverulegur árangur náist þarf aukin umræða að eiga sér stað meðal stjórnmálamanna um málefnið. Meira
15. mars 2019 | Þingfréttir | 276 orð | 1 mynd

Flugið er ævintýri

Á heila tugnum hef ég jafnan haldið upp á afmælið en núna verður breyting. Við hjónin ætlum að skreppa með góðum vinum til Gdansk í Póllandi og vera þar yfir helgina. Meira
15. mars 2019 | Innlendar fréttir | 207 orð | 2 myndir

Getur vinátta valdið vanhæfi?

Hrafnarnir Huginn og Muninn tjá sig í Viðskiptablaðinu: „Um fátt hefur verið rætt meira síðustu daga en dóm Mannréttindadómstóls Evrópu um skipan dómara við Landsrétt, sem kann að kollvarpa dómum um alla Evrópu ef minnstu formlegu frávik þykja á... Meira
15. mars 2019 | Innlendar fréttir | 638 orð | 1 mynd

Hásetinn víkur úr brúnni

Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Það hefur margt breyst og mikið gerst frá því að ég hóf störf að kjaramálum sjómanna fyrir röskum 30 árum. Þetta var á þeim tíma sem tölvurnar voru að byrja að ryðja sér til rúms í stéttarfélögunum, svartir skjáir með grænum stöfum,“ rifjar Konráð Alfreðsson upp, en hann lét af formennsku í Sjómannafélagi Eyjafjarðar fyrir viku. Meira
15. mars 2019 | Innlendar fréttir | 292 orð | 1 mynd

Herjólfur tilbúinn og bíður afhendingar

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Nýja Vestmannaeyjaferjan Herjólfur er fullbúin og tilbúin til afhendingar ytra. Pólska skipasmíðastöðin hefur sent Vegagerðinni tilkynningu um það. Enn hefur ekki verið ákveðin dagsetning fyrir afhendingu. Meira
15. mars 2019 | Innlendar fréttir | 260 orð | 1 mynd

Ingvar Hallsteinsson

Ingvar Hallsteinsson prentverkfræðingur lést á heimili sínu í Riverbank í Kaliforníu 3. mars síðastliðinn, 83 ára að aldri. Hann lætur eftir sig eiginkonu og fjögur uppkomin börn. Meira
15. mars 2019 | Innlendar fréttir | 21 orð | 1 mynd

Kristinn Magnússon

Fögur skepna Þessi tignarlegi fálki horfði haukfránum augum þar sem hann hvíldi sig um stund á ljósastaur við Grafarvog á... Meira
15. mars 2019 | Innlendar fréttir | 617 orð | 2 myndir

Landið þar sem börnin eru rænd æskunni

Sviðsljós Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Í dag eru átta ár síðan stríðið í Sýrlandi hófst. Áætlað er að a.m.k. 360.000 Sýrlendingar hafi fallið í átökunum og óvíst er um afdrif hátt í 200.000 til viðbótar. Talið er að um 12 milljónir Sýrlendinga, helmingur þjóðarinnar, hafi flúið heimili sín frá því að átökin hófust. Þar af hafa 5,7 milljónir farið úr landi og eru ýmist með stöðu flóttamanna eða hælisleitenda og 6,2 milljónir eru á vergangi í heimalandi sínu. Meira
15. mars 2019 | Innlendar fréttir | 439 orð | 1 mynd

Loðnubrestur er mikið áhyggjuefni

Sem kona fyrrverandi sjómanns, fædd og alin upp í sjávarplássi, veit ég mætavel hvað það getur þýtt fyrir venjulegt fólk og sjávarbyggðir þegar afli bregst. Meira
15. mars 2019 | Innlendar fréttir | 411 orð | 1 mynd

Markaðurinn vill notadrjúgar íbúðir

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Framkvæmdir eru langt komnar við byggingu alls níu lítilla fjórbýlishúsa, með 36 íbúðum, við Álalæk í svonefndu Hagalandi á Selfossi. Meira
15. mars 2019 | Innlendar fréttir | 762 orð | 2 myndir

Mörg aðkallandi mál á döfinni

Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is „Það var leitað til mín og ég er þakklát fyrir það traust sem mér er sýnt,“ segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, sem taka mun við sem dómsmálaráðherra í stað Sigríðar Á. Meira
15. mars 2019 | Innlendar fréttir | 248 orð | 1 mynd

Nöfn fermingarbarna aðeins birt með réttu samþykki

Miðlun nafna fermingarbarna þarf að byggja á fullnægjandi heimild þar sem slík miðlun telst til vinnslu viðkvæmra persónuupplýsinga. Þetta segir Brynja Dögg Guðmundsdóttir Briem, lögfræðingur og persónuverndarfulltrúi hjá Biskupsstofu. Meira
15. mars 2019 | Innlendar fréttir | 456 orð | 1 mynd

Spyr hvort málið eigi að hafa forgang

Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Tíu umsagnir hafa nú borist velferðarnefnd Alþingis um þingsályktunartillögu um svonefnda dánaraðstoð, sem einnig er kölluð líknardráp. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, er fyrsti flutningsmaður tillögunnar, en með henni eru þingmenn úr Viðreisn, Vinstri grænum, Framsóknarflokki, Samfylkingu og Pírötum. Meira
15. mars 2019 | Erlendar fréttir | 508 orð | 3 myndir

Stórfellt svindl- og mútumál afhjúpað

Bogi Þór Arason bogi@mbl. Meira
15. mars 2019 | Innlendar fréttir | 289 orð | 1 mynd

Tryggingafélag læknis bótaskylt

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fallist á að kona eigi rétt á bótum úr sjúklingatryggingu æðaskurðlæknis vegna lyfs, sem hún tók þegar hún var í meðferð hjá lækninum árið 2014. Meira
15. mars 2019 | Innlendar fréttir | 592 orð | 3 myndir

Tæki sem allir þrá og allir hata

Baksvið Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Áhættumat er tæki sem allir þrá og allir hata. Meira
15. mars 2019 | Innlendar fréttir | 167 orð | 1 mynd

Vilja fá aðgang að Landeyjahöfn

Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl. Meira
15. mars 2019 | Innlendar fréttir | 335 orð | 2 myndir

Þórdís tekur tímabundið við sem dómsmálaráðherra

Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Formleg lyklaskipti fara fram í dómsmálaráðuneytinu í dag þar sem Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir mun taka við sem dómsmálaráðherra. Hún tekur við embætti af Sigríði Á. Meira
15. mars 2019 | Innlendar fréttir | 235 orð | 1 mynd

Örn Erlingsson

Örn Erlingsson, skipstjóri og útgerðarmaður, lést 13. mars sl. 82 ára að aldri. Hann var fæddur í Steinshúsi í Gerðahverfi í Garði 3.2. 1937 og ólst þar upp. Meira

Ritstjórnargreinar

15. mars 2019 | Leiðarar | 269 orð

Átta ára harmleikur

Sýrlenska borgarastríðið mun draga langan dilk á eftir sér Meira
15. mars 2019 | Leiðarar | 355 orð

Meira lagt af mörkum

Sjö ríki af 29 verja nú 2% til varnarmála Meira

Menning

15. mars 2019 | Leiklist | 1471 orð | 3 myndir

„Börn opna á okkur hjörtun“

Viðtal Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Ef við erum almennilegt fólk þá tengjum við við börn og þau opna á okkur hjörtun. Við finnum til ábyrgðar gagnvart umkomuleysi þeirra,“ segir Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri Matthildar sem frumsýnd er á Stóra sviði Borgarleikhússins í kvöld. Matthildur er fjórði mannmargi söngleikurinn sem Bergur Þór leikstýrir í Borgarleikhúsinu frá 2013, en fyrri uppfærslur eru Mary Poppins, Billy Elliot og Blái hnötturinn. Meira
15. mars 2019 | Tónlist | 592 orð | 2 myndir

„Þess vegna verður þetta örugglega gott“

Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Hið dáða lag „Tvær stjörnur“, tók á móti blaðamanni við komuna á æfingu með nýrri hljómsveit Megasar í gær. Meistarinn söng það þar sjálfur við undirleik Davíðs Þórs Jónssonar á píanóið – og fallegt var það. Heldur betur. Meira
15. mars 2019 | Bókmenntir | 157 orð | 1 mynd

Bókagleði Árnastofnunar í dag

Bókagleði Árnastofnunar verður haldin á risloftinu í menningarhúsinu Hannesarholti við Grundarstíg í kvöld, föstudag, klukkan 17 til 18. Meira
15. mars 2019 | Fjölmiðlar | 197 orð | 1 mynd

En það er langt, ó svo langt að bíða

Nú er minna en einn mánuður þar til síðasta serían af sjónvarpsþáttunum sívinsælu, Game of Thrones, á að hefjast. Biðin eftir endahnútnum hefur verið nánast óbærilega löng, enda um eitt og hálft ár frá því að næstsíðustu seríunni lauk. Meira
15. mars 2019 | Tónlist | 96 orð | 1 mynd

K-poppstjörnur brutu gegn konum

Tvær suðurkóreskar poppstjörnur, sem flytja svokallað K-popp kennt við Kóreu, hafa látið af störfum eftir að upp komst um kynferðisbrot þeirra í garð kvenna. Meira
15. mars 2019 | Tónlist | 104 orð | 1 mynd

Kunnasti hljóðverstrymbillinn látinn

Bandaríski trommuleikarinn Hal Blaine er látinn, níræður að aldri. Blaine var einn mest hljóðritaði stúdíótrommari dægurtónlistarinnar á seinni hluta 20. Meira
15. mars 2019 | Bókmenntir | 270 orð | 1 mynd

Mazen á langlista Booker

Bók íslenska rithöfundarins Mazens Maarouf, Brandarar handa byssu-mönnum , er ein þeirra 13 bóka sem tilnefndar eru til alþjóðlegu bókmenntaverðlaunanna Man Booker í ár. Verðlaunin eru bresk og afhent árlega og er Mazen á langlista yfir tilnefnda. Meira
15. mars 2019 | Kvikmyndir | 192 orð | 1 mynd

Nýtt líf, geimverur og ævintýraferð

Britt-Marie var hér Sænsk kvikmynd sem segir af 63 ára konu, Britt-Marie, sem er heltekin af því að þrífa og taka til. Meira
15. mars 2019 | Hönnun | 57 orð | 1 mynd

Opin vinnustofa

Opin vinnustofa verður í Hafnarborg fram til 27. mars í aðdraganda nýrrar sýningar hönnuðanna Brynjars Sigurðarsonar og Veroniku Sedlmair, Fyrirvara, og gefst gestum tækifæri á að fylgjast með uppsetningu og undirbúningi hennar. Meira
15. mars 2019 | Leiklist | 914 orð | 1 mynd

Ósýnilegur leikari í Dimmalimm

Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Dimmalimm fæddist á flutningaskipi milli Íslands og Ítalíu árið 1921, en á ættir að rekja til Bíldudals. Listamaðurinn og skapari hennar, Muggur, réttu nafni Guðmundur Thorsteinsson, var þaðan. Meira
15. mars 2019 | Tónlist | 63 orð | 1 mynd

R. Ariel heldur tónleika í Hannesarholti

Tónlistarkonan og rithöfundurinn R. Ariel heimsækir Ísland á tveggja mánaða ferð sinni um Evrópu, Bandaríkin og Japan, með aðra skáldsögu sína, No One Likes Us, og nýútkomna plötu, Where You Are, og heldur tónleika í kvöld kl. 20 í Hannesarholti. Meira

Umræðan

15. mars 2019 | Aðsent efni | 603 orð | 1 mynd

Átta grunnkröfur neytenda eru snjallræði

Eftir Breka Karlsson: "Á alþjóðadegi neytenda er sjónum beint að mikilvægi þess að vilji neytenda sé þungamiðjan í þróun snjalltækninnar." Meira
15. mars 2019 | Aðsent efni | 314 orð | 1 mynd

Græn leigubílaleyfi

Eftir Jón Björn Skúlason: "Tækifæri er að hefja orkuskipti í leigubílaakstri með því að gefa út ný leigubílaleyfi sem eru skilyrt þannig að bíllinn verði að vera losunarfrír." Meira
15. mars 2019 | Aðsent efni | 501 orð | 1 mynd

Haltur leiðir blindan

Eftir Sigurð Oddsson: "Vilji íbúanna og slysagildra skiptir engu máli. Tilgangurinn helgar meðalið þegar kemur að því að þrengja að og tefja einkabílinn." Meira
15. mars 2019 | Aðsent efni | 577 orð | 1 mynd

Kynntu þér framtíðina um helgina

Eftir Lilju Dögg Alfreðsdóttur: "Við lifum á spennandi tímum þar sem störf eru að þróast og breytas." Meira
15. mars 2019 | Aðsent efni | 50 orð | 1 mynd

Nokkur orð um Söngvakeppnina

Ósköp vorum við óheppin núna. Lagið sem varð í öðru sæti átti að vinna finnst mér. Friðrik Ómar kom með gullfallegt lag, það átti að fara í keppnina til Ísraels. Langar okkur bara ekkert að komast í keppnina sjálfa? Ég bara spyr. Meira
15. mars 2019 | Aðsent efni | 739 orð | 1 mynd

Sendiherra ver fangelsun á stjórnmálamönnum

Eftir Guðmund Hrafn Arngrímsson: "Katalónskir stjórnmálamenn sitja á sakamannabekk á Spáni, ákærðir fyrir uppreisn. Unnu eftir lýðræðislegu umboði sínu að réttinum til sjálfsákvörðunar" Meira
15. mars 2019 | Aðsent efni | 1089 orð | 1 mynd

Um jöfnuð og réttlæti

Eftir Vilhjálm Bjarnason: "Það er því augljóst að aukin tæknivæðing og sjálfvirkni, sem krefst menntaðs vinnuafls, eykur ójöfnuð." Meira

Minningargreinar

15. mars 2019 | Minningargreinar | 1551 orð | 1 mynd

Davíð Sigurðsson

Davíð Sigurðsson fæddist í Reykjavík 16. mars 1962. Hann lést af slysförum 6. mars 2019. Foreldrar hans eru Sigurður Halldór Ólafsson, f. 6. febrúar 1939, d. 16. mars 2007, og Kristín María Þorvaldsdóttir, f. 10. júní 1940. Meira  Kaupa minningabók
15. mars 2019 | Minningargreinar | 2447 orð | 1 mynd

Eyþór Þórisson

Eyþór Þórisson fæddist 17. desember 1938 á Ytra-Krossanesi við Eyjafjörð. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 7. mars 2019. Foreldrar hans voru Þórir Þorsteinsson, verkstjóri í Hvalveiðistöðinni Hvalfirði, f. 20.7. 1901, d. 13.8. Meira  Kaupa minningabók
15. mars 2019 | Minningargreinar | 1491 orð | 1 mynd

Guðrún Guðmundsdóttir

Guðrún Guðmundsdóttir fæddist á Selfossi 20. ágúst 1954. Hún lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut 9. mars 2019. Foreldrar hennar eru Guðmundur Sveinsson, f. 12. febrúar 1923, d. 3. apríl 2011, og Valgerður Jónsdóttir, f. 31. október... Meira  Kaupa minningabók
15. mars 2019 | Minningargreinar | 728 orð | 1 mynd

Guðrún Marta Sigurðardóttir

Guðrún Marta Sigurðardóttir fæddist að Króki í Ásahreppi í Rangárvallasýslu 5. mars 1951. Hún lést á Landspítalanum 27. febrúar 2019. Foreldrar hennar voru Ragnheiður Guðmundsdóttir, f. 16. ágúst 1929, d. 14. maí 1999, og Sigurður Ísfeld Frímannsson, f. Meira  Kaupa minningabók
15. mars 2019 | Minningargreinar | 287 orð | 1 mynd

Magnús Þorgrímsson

Magnús Þorgrímsson fæddist 21. mars 1952. Hann lést 25. febrúar 2019. Magnús var jarðsunginn 8. mars 2019. Meira  Kaupa minningabók
15. mars 2019 | Minningargreinar | 1785 orð | 1 mynd

Marta Kristjánsdóttir

Marta Kristjánsdóttir fæddist 6. nóvember 1929 á Seljalandi undir Vestur-Eyjafjöllum. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 1. mars 2019. Foreldrar Mörtu voru Arnlaug Samúelsdóttir, f. 1887 í Hvammi undir Vestur-Eyjafjöllum, d. Meira  Kaupa minningabók
15. mars 2019 | Minningargreinar | 5184 orð | 1 mynd

Sigríður Helgadóttir

Sigríður Helgadóttir fæddist 1. október 1921 að Hofi í Vopnafirði. Hún lést á elliheimilinu Grund 1. mars 2019. Foreldrar hennar voru Helgi Tryggvason bókbindari, f. 1.3. 1896, og Ingigerður Einarsdóttir, fædd 2.10. 1898. Bræður Sigríðar voru Einar, f. Meira  Kaupa minningabók
15. mars 2019 | Minningargreinar | 142 orð | 1 mynd

Sigurður Blöndal

Sigurður Blöndal fæddist 28. janúar 1953. Hann lést 1. mars 2019. Útför Sigurðar fór fram 11. mars 2019. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

15. mars 2019 | Viðskiptafréttir | 132 orð | 1 mynd

Hagnaður dregst saman

Hagnaður Orkuveitu Reykjavíkur (OR) dróst saman um 63% og nam tæpum 6 milljörðum króna samanborið við 16 milljarða króna árið 2017. Meira
15. mars 2019 | Viðskiptafréttir | 197 orð

Heimavellir úr Kauphöllinni

Tillaga um töku hlutabréfa Heimavalla úr viðskiptum hjá Nasdaq-kauphöllinni var samþykkt með meirihluta atkvæða á aðalfundi félagsins í gær. Meira
15. mars 2019 | Viðskiptafréttir | 102 orð | 1 mynd

Jón Ólafur tekur við formennskunni í SVÞ

Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís, var í gær kjörinn formaður Samtaka verslunar og þjónustu á aðalfundi samtakanna. Meira
15. mars 2019 | Viðskiptafréttir | 580 orð | 2 myndir

Lúxus á Heyklifi 2021

Þóroddur Bjarnason tobj@mbl. Meira

Daglegt líf

15. mars 2019 | Daglegt líf | 165 orð | 1 mynd

Aldrei fleiri innsend verk borist

Tilkynnt hefur verið um tilnefningar til FÍT-verðlaunanna 2019 sem eru veitt af Félagi íslenskra teiknara. Innsend verk í keppnina hafa aldrei verið fleiri eða 370 talsins, sem staðfestir að kraftur er meðal íslenskra teiknara um þessara mundir. Meira
15. mars 2019 | Daglegt líf | 92 orð | 1 mynd

Sigmundur Davíð sagði af sér Í umfjöllun í Morgunblaðinu í gær um...

Sigmundur Davíð sagði af sér Í umfjöllun í Morgunblaðinu í gær um ráðherra, sem hafa beðist lausnar frá embættum sínum, kom ekki fram að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefði árið 2016 sagt af sér sem forsætisráðherra vegna umræðu í kjölfar birtingar... Meira
15. mars 2019 | Daglegt líf | 135 orð

Skoða húsnæði í Laugardal og nágrenni

Fulltrúar skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar og Fossvogsskóla vinna enn að því að finna húsnæði fyrir starfsemi skólans eftir að mygla kom þar upp. Ekkert verður úr því að kennsla hefjist á nýjum stað á mánudag eins og stefnt var að. Meira
15. mars 2019 | Daglegt líf | 365 orð | 7 myndir

Örríki prinsins

Þétting byggðar! Í Mónakó er hver lófastór blettur nýttur fyrir mannvirki. Spilavítið skilar miklu til þessa litla lands, sem vaxandi fjöldi ferðafólks sækir heim. Meira

Fastir þættir

15. mars 2019 | Í dag | 162 orð | 1 mynd

1. e4 c5 2. c3 e6 3. Rf3 Rc6 4. d4 d5 5. exd5 exd5 6. Bb5 Bd6 7. dxc5...

1. e4 c5 2. c3 e6 3. Rf3 Rc6 4. d4 d5 5. exd5 exd5 6. Bb5 Bd6 7. dxc5 Bxc5 8. O-O Rge7 9. Rbd2 O-O 10. Rb3 Bd6 11. Bg5 Dc7 12. He1 h6 13. Bh4 Rf5 14. Bg3 Rxg3 15. hxg3 Re7 16. Rfd4 g6 17. Dd2 Kg7 18. c4 dxc4 19. Hac1 c3 20. Hxc3 Db6 21. Hd3 a6 22. Meira
15. mars 2019 | Í dag | 137 orð | 2 myndir

6 til 9 Ísland vaknar Ásgeir Páll, Jón Axel og Kristín Sif rífa...

6 til 9 Ísland vaknar Ásgeir Páll, Jón Axel og Kristín Sif rífa landsmenn á fætur með gríni og glensi alla virka morgna. Sigríður Elva les traustar fréttir á hálftíma fresti. 9 til 12 Siggi Gunnars Skemmtileg tónlist og góðir gestir reka nefið inn. Meira
15. mars 2019 | Árnað heilla | 205 orð

95 ára Benedikt Hermannsson Guðmundur Valdimarsson 90 ára Valgerður...

95 ára Benedikt Hermannsson Guðmundur Valdimarsson 90 ára Valgerður Björnsdóttir 85 ára Gunnhildur S. Alfonsdóttir Jón Guðmundsson Kolbrún Kristjánsdóttir Reynar Óskarsson Sigrún Steinlaug Ólafsd. 80 ára Guðmundur Olsen Sigurður Kristinn Ásgrímss. Meira
15. mars 2019 | Í dag | 88 orð | 1 mynd

Á toppnum árið 1973

Söngkonan Roberta Flack sat í efsta sæti bandaríska smáskífulistans á þessum degi árið 1973 með lagið „Killing Me Softly With His Song“. Lagið var samið af Charles Fox við texta Norman Gimbel. Meira
15. mars 2019 | Árnað heilla | 56 orð | 1 mynd

Berglind Þóra Hallgeirsdóttir

40 ára Berglind er Borgnesingur en býr í Hafnarfirði. Hún er þroskaþjálfi. Maki : Gústav Axel Gunnlaugsson, f. 1987, eigandi Sjávargrillsins og meðeigandi Íslenska barsins og Matarkjallarans. Börn . Alex Rafn, f. 2000, Jakob Atli, f. Meira
15. mars 2019 | Árnað heilla | 247 orð | 1 mynd

Bragi Friðriksson

Bragi Reynir Friðriksson fæddist á Ísafirði 15. mars 1927. Foreldrar hans voru Ingibjörg Bjarnadóttir, húsfreyja á Sólvöllum í Mosfellssveit, f. 1901, d. 1979, og Friðrik Helgi Guðjónsson, útgerðarmaður á Siglufirði, f. 1901, d. 1991. Meira
15. mars 2019 | Í dag | 23 orð

En öllum þeim sem tóku við honum gaf hann rétt til að verða Guðs börn...

En öllum þeim sem tóku við honum gaf hann rétt til að verða Guðs börn, þeim sem trúa á nafn hans. (Jóh: 1. Meira
15. mars 2019 | Í dag | 83 orð | 2 myndir

Fræðsla fyrir fullorðna

Logi og Hulda fengu Sigríði Björnsdóttur, sálfræðing og stofnanda Blátt áfram, nú Verndara barna – Blátt áfram, í spjall á K100 í kjölfar heimildarmyndarinnar Leaving Neverland sem HBO-sjónvarpsstöðin sýndi nýlega í tveimur hlutum og RÚV hefur... Meira
15. mars 2019 | Árnað heilla | 528 orð | 4 myndir

Hugsjón um hjálparstarf fæddist í hnattferð

Guðrún Margrét Pálsdóttir fæddist 15. mars 1959 í litlu bakhúsi á Hverfisgötu 60a, Reykjavík. „Ég fluttist þaðan þriggja ára í Lönguhlíð 19 þar sem fjölskylduræturnar voru í 40 ár og voru æskuslóðirnar Hlíðarnar, Klambratúnið og Öskjuhlíðin. Meira
15. mars 2019 | Árnað heilla | 28 orð | 1 mynd

Kópavogur Anna Karen fæddist 29. júní 2018 í Reykjavík. Hún vó 2.960 g...

Kópavogur Anna Karen fæddist 29. júní 2018 í Reykjavík. Hún vó 2.960 g og var 47 cm. löng. Foreldrar hennar eru Hildur Sigfúsdóttir og Gunnar Þór Tómasson... Meira
15. mars 2019 | Í dag | 43 orð

Málið

Meinfýsi heitir eiginleiki. Íslensk orðabók tekur merkingu orðsins saman í hnotskurn: „illgirni, illska, fögnuður yfir óförum annarra“. Þyki manni orðið ekki lýsa manni fyllilega stendur annar ritháttur til boða: meinfýsni . Meira
15. mars 2019 | Fastir þættir | 176 orð

Óvænt þróun. N-Enginn Norður &spade;D10 &heart;ÁG64 ⋄ÁD5...

Óvænt þróun. N-Enginn Norður &spade;D10 &heart;ÁG64 ⋄ÁD5 &klubs;7432 Vestur Austur &spade;K8 &spade;976543 &heart;D10985 &heart;-- ⋄G92 ⋄K876 &klubs;D108 &klubs;K95 Suður &spade;ÁG2 &heart;K732 ⋄1043 &klubs;ÁG6 Suður spilar 4G... Meira
15. mars 2019 | Árnað heilla | 54 orð | 1 mynd

Sigríður Rún Kristinsdóttir

40 ára Sigríður er Mosfellsbæingur og er sjálfstætt starfandi grafískur hönnuður og teiknari. Maki : Jóhannes Einar Valberg, f. 1977, verkfræðingur hjá Bláa lóninu. Börn : Hrafnkell Þór, f. 2007, og stjúpsonur er Jón Ingvar, f. 1999. Meira
15. mars 2019 | Í dag | 256 orð

Skemmtilega ort Staglkvennaríma

Fía á Sandi birtir á Leirnum „Staglkvennarímu með nokkrum kvenkenningum“. Hátturinn er stafhenda en orðið „stagl“ vísar til þess að einstök orð, oft rímorð, eru endurtekin. Meira
15. mars 2019 | Fastir þættir | 274 orð

Víkverji

Víkverji hefur gaman af tónlist og taldi sig nokkuð fróðan um strauma og stefnur í íslenskri tónlist. Þá skoðun hafði Víkverji byggt á aldri, áhuga og upplifunum. Meira
15. mars 2019 | Í dag | 130 orð

Þetta gerðist...

15. mars 1905 Bæjarsíminn í Reykjavík var formlega opnaður með því að leikið var á fiðlu í símann. Þá höfðu fimmtán símar verið tengdir. Framkvæmdir voru á vegum Talsímahlutafélags Reykjavíkur. 15. Meira
15. mars 2019 | Árnað heilla | 58 orð | 1 mynd

Örn Þór Björnsson

30 ára Örn Þór er Hornfirðingur en býr í Hafnarfirði. Hann hefur klárað 1. stig af vélstjóra og er steinsmiður hjá Figaró. Maki : Margrét Ása Eðvarðsdóttir, f. 1983, lögfræðingur hjá Íslandsbanka. Börn : Tvíburarnir Natalía Ósk og Aníta Ýr, f. 2003. Meira

Íþróttir

15. mars 2019 | Íþróttir | 63 orð | 1 mynd

1. deild karla Sindri – Snæfell 63:69 Austurríki Wels &ndash...

1. deild karla Sindri – Snæfell 63:69 Austurríki Wels – Oberwart Gunners 69:68 • Dagur Kár Jónsson skoraði ekki en átti 2 stoðsendingar fyrir Wels. Hann lék í 23 mínútur. Lið hans er í fimmta sæti. Meira
15. mars 2019 | Íþróttir | 265 orð | 1 mynd

„Miklu betri en við bjuggumst við“

Jón Axel Guðmundsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, fær mikið lof í ítarlegri grein sem birtist í dagblaði í Charlotte í Norður-Karólínuríki. Meira
15. mars 2019 | Íþróttir | 1249 orð | 6 myndir

Besta lið vetrarins kippti sér ekki upp við titil

Ásvellir/Njarðvík Sindri Sverrisson Skúli B. Sigurðsson Það var svo sem ekki margt í fari Stjörnumanna sem benti til þess að sögulegur atburður hefði átt sér stað á Ásvöllum í Hafnarfirði í gærkvöld. Meira
15. mars 2019 | Íþróttir | 140 orð | 1 mynd

Evrópudeild UEFA 16-liða úrslit, seinni leikir: Krasnodar &ndash...

Evrópudeild UEFA 16-liða úrslit, seinni leikir: Krasnodar – Valencia 1:1 • Jón Guðni Fjóluson lék allan leikinn með Krasnodar. *Valencia áfram, 3:2 samanlagt. Dynamo Kiev – Chelsea 0:5 *Chelsea áfram, 8:0 samanlagt. Meira
15. mars 2019 | Íþróttir | 259 orð | 1 mynd

Fyrir utan íþróttir þá er Gettu betur mjög ofarlega á lista yfir það...

Fyrir utan íþróttir þá er Gettu betur mjög ofarlega á lista yfir það sjónvarpsefni sem ég hef mest gaman af. Sérlega góðu keppnistímabili lýkur í kvöld með úrslitaviðureign Kvennó og MR undir dyggri stjórn Kristjönu Arnarsdóttur. Meira
15. mars 2019 | Íþróttir | 137 orð | 1 mynd

Grill 66-deild kvenna FH – Víkingur 25:20 Fylkir &ndash...

Grill 66-deild kvenna FH – Víkingur 25:20 Fylkir – Afturelding 21. Meira
15. mars 2019 | Íþróttir | 73 orð | 1 mynd

HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, Olísdeildin: KA-heimilið: KA/Þór...

HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, Olísdeildin: KA-heimilið: KA/Þór – Fram 18 1. deild karla, Grill 66 deildin: Digranes: HK – Fjölnir 19.30 TM-höllin: Stjarnan U – Víkingur 20 Austurberg: ÍR U – Þróttur 20.30 KÖRFUKNATTLEIKUR... Meira
15. mars 2019 | Íþróttir | 90 orð

Íslendingarnir skoruðu tíu

Íslendingarnir í liði Rhein-Neckar Löwen voru drjúgir þegar lið þeirra sigraði Wetzlar á sannfærandi hátt, 31:21, í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöld. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 6 mörk fyrir Löwen og Alexander Petersson 4. Meira
15. mars 2019 | Íþróttir | 285 orð | 3 myndir

* Jóhannes Karl Guðjónsson hefur skrifað undir nýjan samning sem...

* Jóhannes Karl Guðjónsson hefur skrifað undir nýjan samning sem þjálfari karlaliðs ÍA í knattspyrnu til fimm ára, eða til ársins 2024. Skagamenn tilkynntu þetta seint í gærkvöld. Meira
15. mars 2019 | Íþróttir | 162 orð | 1 mynd

Kona bætist í hóp umboðsmanna

Mikil fjölgun virðist nú vera í hópi umboðsmanna knattspyrnufólks á Íslandi. Er þá átt við umboðsmenn sem eru með viðurkennd réttindi og skráðir sem umboðsmenn hjá KSÍ. Meira
15. mars 2019 | Íþróttir | 156 orð | 1 mynd

KR-ingar komnir með góðan liðsstyrk

KR hefur fengið liðsstyrk fyrir komandi leiktíð á Íslandsmóti kvenna í knattspyrnu. Miðjumaðurinn reyndi Laufey Björnsdóttir er komin til liðs við félagið. Meira
15. mars 2019 | Íþróttir | 607 orð | 2 myndir

Með bjartsýni að vopni

EM2020 Ívar Benediktsson iben@mbl.is Leiða má líkum að því að Erik Hamrén, landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu, hafi ekki valið jafn sterkan leikmannahóp og þann sem hann tilkynnti í gær og er ætlað að takast á við landslið Andorra og heimsmeistara Frakka í fyrstu leikjum íslenska landsliðsins í undankeppni EM 2020. Af þeim hópi þeirra sem taldir eru og hafa verið öflugustu knattspyrnumenn landsins undanfarin misseri og ár þá vantar helst Emil Hallfreðsson og Jón Daða Böðvarsson í landsliðshópinn að þessu sinni. Meira
15. mars 2019 | Íþróttir | 398 orð | 2 myndir

SA einu skrefi frá titlinum

Í Laugardal Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is SA verður Íslandsmeistari karla í íshokkíi með sigri á SR í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi þeirra á Akureyri á laugardaginn kemur. Meira
15. mars 2019 | Íþróttir | 243 orð | 1 mynd

Súrt fyrir Jón Guðna

Eini fulltrúi Íslendinga sem enn þá var með í Evrópudeildinni í knattspyrnu, Jón Guðni Fjóluson, var aðeins hálfri mínútu frá því að komast áfram í 8-liða úrslit keppninnar með liði sínu Krasnodar. Meira

Ýmis aukablöð

15. mars 2019 | Blaðaukar | 467 orð | 3 myndir

Að forðast stress og áhyggjur

Karitas Sveinsdóttir innanhússhönnuður og eigandi HAF STORE og HAF STUDIO segir bjarta liti vinsæla um þessar mundir. Hún segir alltaf í tísku að þiggja aðstoð fyrir fermingar og fólk ætti að sama skapi að forðast stress. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Meira
15. mars 2019 | Blaðaukar | 54 orð | 5 myndir

Að skreyta úr því sem til er

Þegar kemur að fermingum þarf ekki að kosta of miklu til. Stundum getur verið gaman að skreyta hluti og muni sem við eigum heima fyrir, eða í geymslunni ef því er að skipta. Meira
15. mars 2019 | Blaðaukar | 705 orð | 12 myndir

Barist gegn bólunum

Það eru til margar góðar leiðir til að sigrast á vægum stíflum og bólum í húðinni. Gelgjuskeiðið þarf ekki að vera með bólum. Lilja Ósk Sigurðardóttir | snyrtipenninn@gmail.com Meira
15. mars 2019 | Blaðaukar | 1836 orð | 3 myndir

„Alltaf dreymt um risaveislu“

Alba Mist og Marín Manda Magnúsdóttir eru í óðaönn að undirbúa fermingu Ölbu. Alba heldur veislu á Íslandi og í Danmörku. Hún getur varla beðið eftir fermingunni og mun bjóða upp á ljósmyndabás, hamborgara og skemmtun. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Meira
15. mars 2019 | Blaðaukar | 1719 orð | 2 myndir

„Ekki gæinn sem vill gera meira af því sama“

Arnór Bjarki Blomsterberg er ungur miðað við meðalaldur presta í landinu. Það er margt við hann sem minnir kannski ekki svo mikið á prest í hefðbundnum skilningi. Meira
15. mars 2019 | Blaðaukar | 62 orð | 4 myndir

„Rose gold“ fermingarlitur ársins

Á hverju ári er eitthvert skraut vinsælla en annað. Liturinn „rose gold“ er sá litur sem margir eru að velja á þessu ári. Meðal annars Hrafnhildur Hafsteinsdóttir framkvæmdastjóri FKA sem segir að fermingarundirbúningurinn sé dásamlegur... Meira
15. mars 2019 | Blaðaukar | 72 orð | 2 myndir

Bollakökuturn

Bollakökuturninn úr Systrum og mökum hentar vel fyrir litlar kökur og aðrar skreytingar eins og t.d. kransakökur. Hæðin á standinum er 40 cm frá borði og rúmar hann 36 litlar kökur. Meira
15. mars 2019 | Blaðaukar | 532 orð | 3 myndir

Ekkert stress eða vesen

Sonur Áslaugar Huldu Jónsdóttur og Sveins Áka Sveinssonar, Baldur Hrafn Ákason, mun fermast 14. apríl. Meira
15. mars 2019 | Blaðaukar | 358 orð | 4 myndir

Ég trúi á það góða í fólki

Sigrún Tinna Atladóttir fermist 31. mars í Lindakirkju í Kópavogi. Hún er mjög spennt fyrir fermingardeginum enda hefur hún beðið eftir sínum degi síðan stóri bróðir hennar, Pétur Steinn Atlason, menntaskólanemi og leikari, fermdist fyrir þremur árum. Marta María | mm@mbl.is Meira
15. mars 2019 | Blaðaukar | 55 orð | 13 myndir

Fatnaður á mömmu fermingarbarnsins

Fallegan fatnað fyrir mömmur fermingarbarnanna er víða að finna í verslunum borgarinnar. Einnig í vefverslunum sem bjóða vanalega upp á skjóta og góða þjónustu. Það sem er í tísku á þessu ári er einfaldur fatnaður úr silki eða með silkiáferð. Meira
15. mars 2019 | Blaðaukar | 470 orð | 1 mynd

Feðgastund á sunnudögum

Ari Karl Aspelund fermist í Dómkirkjunni á þessu ári. Hann er sonur þeirra Thors Aspelund og Örnu Guðmundsdóttur. Meira
15. mars 2019 | Blaðaukar | 972 orð | 10 myndir

Fegurð, fjör og léttleiki

Áslaug Snorradóttir matarlistamaður býr til geggjaðar veislur. Hún býr ekki bara til fallegan og góðan mat heldur hannar atburðarás í takt við hvert tilefni fyrir sig. Hún segir að fermingarbarnið eigi að ráða sinni veislu. Marta María | mm@mbl.is Meira
15. mars 2019 | Blaðaukar | 387 orð | 6 myndir

Fermdist um haust með vini sínum

Jói Fel gleymir seint sínum eigin fermingardegi og man að hann fékk nóg af peningum í fermingargjöf. Hann segir að fermingarveislur hafi í raun breyst lítið frá því hann fermdist sjálfur en það sé þó alltaf örlítil þróun. Meira
15. mars 2019 | Blaðaukar | 1100 orð | 3 myndir

Fermingar að hætti mínimalista

Tinna Kjartansdóttir og Áslaug Björt Guðmundsdóttir segja mínimalíska fermingu mjög innihaldsríka. Þær notast við tausérvéttur. Gestir panta einvörðungu það sem þeir borða og matarsóun er því í lágmarki. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Meira
15. mars 2019 | Blaðaukar | 679 orð | 3 myndir

Fermingarbörn eiga ekki að glíma við skilnað foreldra

Hvort eiga fráskildir foreldrar að halda eina eða tvær fermingarveislur? Valgerður Halldórsdóttir, fjölskyldu -og félagsráðgjafi MA, sem rekur vefinn www.stjuptengsl.is. svarar þeirri spurningu. Meira
15. mars 2019 | Blaðaukar | 105 orð | 1 mynd

Fermingarbörn safna fyrir hjálparstarf kirkjunnar

Kristín Ólafsdóttir, fræðslu- og upplýsingafulltrúi Hjálparstarfs kirkjunnar, segir landsmenn hafa tekið vel á móti fermingarbörnunum. Þau söfnuðu 7.832.672 krónum en beinn kostnaður við söfnunina nam 496.938 krónum. Meira
15. mars 2019 | Blaðaukar | 912 orð | 3 myndir

Fermingar í gegnum árin

Flestir eiga góðar minningar frá fermingardeginum sínum. Meira
15. mars 2019 | Blaðaukar | 624 orð | 5 myndir

Fermingarskraut með sál

Eleni Podara er arkitekt frá Grikklandi sem er sérfræðingur í að finna gamla íslenska hluti á mörkuðum í borginni sem hún gerir upp og stílfærir á sinn einstaka hátt. Meira
15. mars 2019 | Blaðaukar | 386 orð | 5 myndir

Fermingarstrákar óhræddari

Eyrún Guðmundsdóttir er úr Hafnarfirði og snyrtir hár á Barbarellu í Reykjavík. Hún segir í tísku um þessar mundir að vera með heilbrigt hár, eitt fallegt skraut fyrir stelpur og vax í hári fyrir strákana. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Meira
15. mars 2019 | Blaðaukar | 49 orð | 6 myndir

Fermingartískan árið 2019

Fermingartískan er mismunandi á milli ára. Tískan í ár er skemmtilega rómantísk. Þar sem blúndukjólar eru vinsælir fyrir stúlkur og m.a. blá jakkaföt fyrir stráka. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Meira
15. mars 2019 | Blaðaukar | 366 orð | 2 myndir

Fermingarveisla níska Jóakims

Fermingardagur barns er stór dagur í lífi hverrar fjölskyldu. Oft og tíðum veldur fermingin miklu stressi og setur líf fjölskyldunnar á hliðina. Meira
15. mars 2019 | Blaðaukar | 1165 orð | 1 mynd

Fermingin er spennandi upplifun

Fermingarmæðgurnar Þóra Þórarinsdóttir og Guðrún Snorradóttir njóta hvers augnabliks saman í að undirbúa ferminguna. Þær eru gott dæmi um hve ótrúlega margt getur falist í fermingunni. Elínrós Líndal|elinros@mbl.is Meira
15. mars 2019 | Blaðaukar | 945 orð | 3 myndir

Fermist 17. júní við hátíðlega athöfn í kirkju

Athafnakonan Linda Pétursdóttir er að ferma einkadóttur sína Ísabellu Ásu Lindudóttur á þessu ári. Ísabella vildi fermast á Íslandi enda eiga þær rætur að rekja hingað heim. Meira
15. mars 2019 | Blaðaukar | 1155 orð | 1 mynd

Forvörn um kynheilbrigði

Kristín Þórsdóttir er með forvarnarfræðslu fyrir fermingarbörn um kynheilbrigði, sterka sjálfsmynd og það að setja mörk. Hún segir mikilvægt að krakkar séu ekki að „fixa“ sig á öðru fólki og til þess þurfi þau fræðslu. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Meira
15. mars 2019 | Blaðaukar | 568 orð | 7 myndir

Fyrir græjuóða unglinginn

Ef það er eitthvað sem ungt fólk hefur gaman af þá eru það nýjustu raftækin. Til að komast í gegnum unglingsárin þarf jú að vera hægt að hlusta á uppáhaldstónlistina, spila uppáhaldsleikina, og vera með nefið límt við snjallsímann frá morgni til kvölds. Meira
15. mars 2019 | Blaðaukar | 289 orð | 1 mynd

Gleðin stendur upp úr

Nína Guðrún Geirsdóttir blaðamaður fermdist í Ísafjarðarkirkju árið 2004. Hún segir að samfélagið hafi breyst mikið síðan hún fermdist. Nína Guðrún Geirsdóttir | ninagudrun@gmail.com Meira
15. mars 2019 | Blaðaukar | 462 orð | 3 myndir

Góður matur og skemmtileg stemning

Oliver Nordquist er í Hagaskóla og mun fermast á þessu ári. Hann mun fermast í kirkju, þar sem hann er trúaður. Fötin skipta máli sem og veitingarnar að hans mati. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Meira
15. mars 2019 | Blaðaukar | 59 orð | 2 myndir

Heitasta fermingartískan 2019

Kleinuhringjastandar eru heitasta fermingartískan á þessu ári að margra mati. Það þarf ekki að vera flókið að föndra slíkan stand. Ráðlagt er að hafa standinn, skrautið og kleinuhringina sjálfa í þemalit fermingarinnar. Meira
15. mars 2019 | Blaðaukar | 88 orð | 3 myndir

Ísraelski bakarasnillingurinn

Adi Klinghofer er nafn sem þú ættir að leggja á minnið. Sumar af fallegustu kökum veraldar eru gerðar af þessum kornunga bakara sem hefur komið m.a. númera- og tölu-kökunni á kortið. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Meira
15. mars 2019 | Blaðaukar | 978 orð | 6 myndir

Kleinuhringir og makkarónur vinsælt góðgæti í fermingarveislum

Eva María er eigandi Sætra synda. Hún stofnaði fyrirtækið fyrir sex árum með eina hrærivél og heimilisofn. Síðan þá hefur það stækkað hægt og rólega. Í viðtalinu segir hún okkur allt það nýjasta um kökur og önnur sætindi í fermingarveisluna. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Meira
15. mars 2019 | Blaðaukar | 333 orð | 2 myndir

Krakkar í dag eru forvitnir

Dr. Grétar Halldór Gunnarsson hefur verið prestur hjá Grafarvogskirkju í yfir tvö ár. Hann segir fermingarfræðslu þeirra í kirkjunni í grunninn þá sömu og áður hefur tíðkast en tæknin og upplifun leika nú stærra hlutverk en áður. Nína Guðrún Geirsdóttir | ninagudrun@gmail.com Meira
15. mars 2019 | Blaðaukar | 87 orð | 2 myndir

Listræn fermingarkort

Það er algengt að gefa fermingarbarni peninga í gjöf. Það sem gerir slíka gjöf aðeins persónulegri er að handgera fermingarkortið að barninu sem á að fá það. Maður þarf ekki að vera mikill listamaður til að gera falleg kort. Meira
15. mars 2019 | Blaðaukar | 750 orð | 6 myndir

Ljósmyndir eru fjársjóður

Rán Péturs Bjargardóttir hefur starfað sjálfstætt sem ljósmyndari í sjö ár. Hún vildi að allir myndu fjárfesta í ljósmyndum fyrir stundir eins og fermingar, líkt og fólk gerir tengt fatnaði og fylgihlutum. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Meira
15. mars 2019 | Blaðaukar | 553 orð | 5 myndir

Louis Vuitton- og Gucci-kökur í ferminguna

Arna Guðlaug Einarsdóttir hefur nýverið tekið eldhúsið í gegn. Hún vinnur mikið heima við að gera fallegar kökur og er með puttann á púlsinum þegar fermingarkökur eru annars vegar. Meira
15. mars 2019 | Blaðaukar | 104 orð | 4 myndir

Mínimalískar hugmyndir

Það er mjög gaman að velta fyrir sér möguleikunum sem í boði eru þegar kemur að mínimalískri nálgun á fermingar. Kaka í anda mínimalista er einföld og oft á tíðum er forðast að nota sykur eða önnur efni sem þykja ekki góð fyrir líkamann. Meira
15. mars 2019 | Blaðaukar | 263 orð | 7 myndir

Myndakassi aðalmálið

Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því að fermingarveislur boðuðu rjómatertur með kokkteilávöxtum og upprúllaðar pönnsur. Meira
15. mars 2019 | Blaðaukar | 877 orð | 5 myndir

Nammibarinn er ómissandi

Svana Rún Símonardóttir starfar sem starfsendurhæfingarráðgjafi hjá Virk. Hún er mikill fagurkeri sem hefur áhuga á fólki og fallegum hlutum. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Meira
15. mars 2019 | Blaðaukar | 457 orð | 3 myndir

Ómótstæðilegar makrónur

Ástríður Viðarsdóttir viðskiptastjóri hjá Árnasonum er snillingur í eldhúsinu. Hún er ástríðukokkur og bakari og deilir með lesendum uppskrift að dýrlegum makrónum. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Meira
15. mars 2019 | Blaðaukar | 417 orð | 3 myndir

Sérmerkt kerti búa til stemningu

Birna María Baarregaard sérhæfir sig í sérmerktum fermingarkertum. Hún segir að slík kerti búi til stemningu. Marta María | mm@mbl.is Meira
15. mars 2019 | Blaðaukar | 45 orð | 16 myndir

Skartgripir fyrir fermingarbarnið

Skartgripir fyrir ungt fólk hafa sjaldan eða aldrei verið eins vinsælir. Nú þykir sem dæmi ekkert sjálfsagðara en strákar séu með hálsmen, eyrnalokka og krossa. Meira
15. mars 2019 | Blaðaukar | 410 orð | 11 myndir

Snyrtilegar fermingargjafir

Snyrtivörur fyrir fermingarbarnið þurfa að vera gæðavörur sem falla vel að húð barnsins. Lilja Ósk Sigurðardóttir | snyrtipenninn@gmail.com Meira
15. mars 2019 | Blaðaukar | 57 orð | 1 mynd

Teboð í tilefni fermingar

Það sem þykir áhugavert um þessar mundir er teboð (e. high tea) í stað hefðbundinnar fermingarveislu. Í teboði er boðið upp á te og kaffi. Eins eru smurðar litlar brauðsneiðar og hafðar litlar kökur sem enginn verður of saddur af. Meira
15. mars 2019 | Blaðaukar | 73 orð

Tímalaus förðun með frískandi áhrifum

Að skipuleggja fermingu getur tekið á. Það þarf að undirbúa að vera upp á sitt besta fyrir framan linsuna. Tímalaus og létt förðun stenst ávallt tímans tönn. Lilja Ósk Sigurðardóttir | snyrtipenninn@gmail.com Meira
15. mars 2019 | Blaðaukar | 559 orð | 1 mynd

Tryggir að öllum líði vel

Kristín Hulda Gísladóttir meistaranemi í klínískri sálfræði er fararstjóri í ferð íslenskra unglinga til Englands á vegum fyrirtækisins Enska fyrir alla. Marta María | mm@mbl.is Meira
15. mars 2019 | Blaðaukar | 1206 orð | 3 myndir

Veganveislur upplifun fyrir gestina

Ágúst Reynir Þorsteinsson er áhugamaður um matargerð og heilsusamlegan lífsstíl. Hann stofnaði og rekur Bombay Bazaar ásamt eiginkonu sinni Kittý Johansen. Ágúst gefur ráð um vegan- og ketóveislur. Hann segir slíkar veislur góða gjöf til gesta. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Meira
15. mars 2019 | Blaðaukar | 227 orð | 2 myndir

Þarftu ekki kassa undir kortin?

Aþena Eir Magnúsdóttir fermdist fyrir tveimur árum. Hún föndraði flottan kassa undir fermingarkortin, til að halda utan um peningana sem komu í umslögunum frá gestum. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Meira
15. mars 2019 | Blaðaukar | 475 orð | 1 mynd

Þú getur forðast vandræðalega fermingarveislu

Agnes Ósk Sigmundardóttir er Dale Carnegie-þjálfari og verkefnastjóri námskeiða fyrir ungt fólk. Hér gefur hún góð ráð þegar kemur að framkomu í veislum og samræðutækni. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.