Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Hugmyndin er að kortleggja hvaða sveppir vinna á hvaða mengun. Til eru rannsóknir úti í heimi um það, en við þurfum að heimfæra þær á íslenskar aðstæður, finna íslenska sveppi sem geta brotið niður þrávirk efni í íslenskri náttúru. Til dæmis á gömlum ruslahaugum, þar sem eru rafhlöður, olíur, málning og fleira sem inniheldur þrávirk efni, en þau eru mjög langan tíma að eyðast í náttúrunni. Ef við plöntum réttum sveppum þar þá munu þeir sjá um að eyða þessum eiturefnum á frekar skömmum tíma, á nokkrum árum í staðinn fyrir á nokkrum öldum,“ segir Sigrún Thorlacius, líffræðingur og vöruhönnuður.
Meira