Greinar mánudaginn 1. apríl 2019

Fréttir

1. apríl 2019 | Innlendar fréttir | 63 orð | 1 mynd

121 milljarður í arf á þremur árum

Heildarfjárhæð arfs á árunum 2015-2017 var rúmlega 121 milljarður króna. Af því eru tæplega 8,8 milljarðar til þeirra sem erfðu yfir 100 milljónir. Þetta kemur fram í svari fjármála- og efnahagsráðherra á alþingi um skattskyldan arf einstaklinga. Meira
1. apríl 2019 | Erlendar fréttir | 310 orð | 1 mynd

Ankara úr greipum Erdogans?

Þorgrímur Kári Snævarr thorgrimur@mbl.is Gengið var til sveitarstjórnarkosninga í Tyrklandi í gær og reynt var á tangarhald flokks Receps Tayyip Erdogan forseta, Réttlætis- og þróunarflokksins, á stjórn landsins. Meira
1. apríl 2019 | Innlendar fréttir | 470 orð | 2 myndir

Áhersla á skýrslur og skil forngripa í ár

Sviðsljós Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Í vikunni sem leið var úthlutað úr Fornminjasjóði fyrir árið 2019. Veittir voru 23 styrkir en alls bárust 69 umsóknir. Heildarfjárhæð úthlutunar nam tæpum 42 milljónum króna en sótt var um samtals tæplega 160 milljónir króna. Meira
1. apríl 2019 | Innlendar fréttir | 529 orð | 1 mynd

Betri merkingar um lokaða vegi

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Ófullnægjandi lokanir vega, að mati Slysavarnafélagsins Landsbjargar (SL), hafa orðið til þess að björgunarsveitir eru kallaðar út til að sækja fasta ferðamenn á lokuðum vegum. Þessi útköll hlaupa á tugum eða hundruðum á hverju ári. Koma mætti í veg fyrir svona útköll ef vegunum væri lokað almennilega, að mati Jónasar Guðmundssonar, verkefnastjóra slysavarna hjá SL. Meira
1. apríl 2019 | Innlendar fréttir | 271 orð | 1 mynd

Boða borgarfulltrúa á íbúafund

„Hugmyndir starfsmanna Reykjavíkurborgar ganga enn lengra, þ.e. Meira
1. apríl 2019 | Erlendar fréttir | 140 orð | 1 mynd

Bolsonaro hikar með sendiráð

Stjórn Brasilíu tilkynnti í gær stofnun verslunarskrifstofu í Jerúsalem sem verður hluti af brasilíska sendiráðinu í Tel Avív. Meira
1. apríl 2019 | Innlendar fréttir | 1000 orð | 2 myndir

Búast við að viðræður taki að skýrast í dag

Andri Yrkill Valsson yrkill@mbl.is Maraþonfundi í kjaraviðræðum Samtaka atvinnulífsins við Eflingu, VR og samflot fjögurra annarra verkalýðsfélaga í húsnæði Ríkissáttasemjara var frestað á ellefta tímanum í gærkvöld. Fundur hafði þá staðið frá hádegi en samningsaðilar höfðu ráðið ráðum sínum frá því klukkan níu í gærmorgun. Meira
1. apríl 2019 | Innlendar fréttir | 58 orð | 1 mynd

Fleiri skilgreina sig sem sam- eða tvíkynhneigða

Þeim sem skilgreina sig sem sam- eða tvíkynhneigða hefur fjölgað í gegnum tíðina. Það gæti verið vegna aukinnar félagslegrar viðurkenningar. Meira
1. apríl 2019 | Innlendar fréttir | 275 orð

Færri viðurkenna transfólk

Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Á Íslandi er meiri félagsleg samþykkt á samkynhneigð heldur en í hinum OECD-ríkjunum en Ísland fær 8,3 stig af tíu í því samhengi. Meira
1. apríl 2019 | Innlendar fréttir | 387 orð | 1 mynd

Grín, prakkarastrik og brandarar til mótmæla

Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl. Meira
1. apríl 2019 | Innlendar fréttir | 219 orð

Heildarfjárhæð arfs fór hækkandi

Einstaklingar fengu samtals tæplega 47 milljarða króna í skattskyldan arf á árinu 2017. Af því voru rúmir 2,3 milljarðar til þeirra sem erfðu yfir 100 milljónir. Meira
1. apríl 2019 | Innlendar fréttir | 660 orð | 2 myndir

Hringvegur verði vestra

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Fylgi hugur máli hjá ríkisstjórninni um að bæta lífskjör og aðstæður þarf slíkt að haldast í hendur við atvinnuuppbyggingu þar sem landið allt er undir. Nú er sagt að auka þurfi verðmætasköpun og þjóðartekjur um liðlega 50 milljarða króna á ári eða einn milljarð á viku eigi hagvaxtarspár að ganga eftir. Það markmið er háleitt en meðal nærtæktra möguleika í því sambandi er að hefja fiskeldi hér í Djúpinu,“ segir Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. Meira
1. apríl 2019 | Innlendar fréttir | 284 orð | 2 myndir

Kjánaleg ummæli sem standast ekki

„Ég er bara orðin þreytt á þessari vitleysu sem þeir finna upp á í hvert skipti,“ segir Bára Halldórsdóttir sem tók upp umræður þingmanna á Klaustri bar undir lok síðasta árs, um nýjustu ummæli þingmanna Miðflokksins um helgina. Meira
1. apríl 2019 | Innlendar fréttir | 121 orð | 1 mynd

Leggjast gegn þriðja orkupakka

Miðflokkurinn stendur vörð um fullveldi, sjálfstæði og auðlindir þjóðarinnar. Flokkurinn vill treysta forræði þjóðarinnar yfir auðlindum sínum og mun leggjast gegn samþykkt þriðja orkupakka Evrópusambandsins. Meira
1. apríl 2019 | Innlendar fréttir | 165 orð | 1 mynd

LÍS bregst við úthlutunarreglum

Þorgrímur Kári Snævarr thorgrimur@mbl.is Landssamtök íslenskra stúdenta sendu í gær frá sér ályktun um nýjar úthlutunarreglur Lánasjóðs íslenskra námsmanna – LÍN fyrir skólaárið 2019-2020. Meira
1. apríl 2019 | Innlendar fréttir | 168 orð | 2 myndir

Lóan aðeins á eftir áætlun

Fyrstu lóurnar sáust í Stokkseyrarfjöru hinn 28. mars, en jafnan er koma lóunnar talinn einn helsti vorboði hér á landi. Um 20 heiðlóur sáust svo í Fljótshlíð daginn eftir. Meira
1. apríl 2019 | Innlendar fréttir | 201 orð | 1 mynd

Maraþonfundur í Karphúsi

Fundur stóð yfir fram á ellefta tímann í gærkvöldi í húsnæði Ríkissáttasemjara en var þá frestað fram til klukkan hálftíu í dag. Meira
1. apríl 2019 | Innlendar fréttir | 26 orð | 1 mynd

Mikael Sigurðsson

Engan æsing Landselur flatmagar á skeri á Álftanesi, lætur sólina ylja sér, bersýnilega ánægður með geisla hennar og eflaust meðvitaður um að vorið er innan... Meira
1. apríl 2019 | Innlendar fréttir | 1087 orð | 2 myndir

Ráða skólafólkið í vinnu

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Til athugunar er hjá Suðurnesjabæ að ráða nemendur framhaldsskóla og háskóla til vinnu við verkefni hjá bæjarfélaginu í sumar, ef þeir fá ekki vinnu á Keflavíkurflugvelli vegna gjaldþrots WOW air. Meira
1. apríl 2019 | Innlendar fréttir | 111 orð

Rúnasteinn frá 14. öld

Meðal þess sem Fornminjasjóður styrkti í ár er lokafrágangur og viðgerð minningarmerkja í Höskuldsstaðakirkjugarði á Skagaströnd. Voru veittar til þess 530 þúsund krónur. Í elsta hluta kirkjugarðsins hefur verið komið fyrir sögutorgi. Meira
1. apríl 2019 | Innlendar fréttir | 338 orð | 2 myndir

Rýna í félagslegar framfarir þjóða

Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is „Þetta er tilvalið tækifæri til að fá hugmyndir og læra um það hvernig við getum byggt okkar samfélag upp. Meira
1. apríl 2019 | Innlendar fréttir | 684 orð | 3 myndir

Samningar losnuðu á miðnætti

Andri Yrkill Valsson yrkill@mbl.is Kjarasamningar flestra stéttarfélaga á opinberum markaði runnu út á miðnætti, sem hefur áhrif á mörg þúsund manns. Sem dæmi eru um 21 þúsund félagsmenn innan BSRB og yfir 14 þúsund félagsmen hjá BHM. Meira
1. apríl 2019 | Innlendar fréttir | 81 orð | 1 mynd

Sigrún á hádegistónleikum í Hafnarborg

Sigrún Pálmadóttir sópran kemur ásamt Antoníu Hevesi píanóleikara fram á hádegistónleikum í Hafnarborg á morgun, þriðjudag, kl. 12. Á efnisskránni eru aríur eftir Künneke, Lehár, Siezynski og Strauss. Meira
1. apríl 2019 | Innlendar fréttir | 65 orð | 1 mynd

Stokkið á milli hæða Kringlunnar á fjallahjólum

Ofurhjóladagurinn var haldinn hátíðlegur í fyrsta skipti í Kringlunni í gær. Þar fór meðal annars fram svokallað Kringlu-Brun þar sem brunað var niður rúllustiga og stokkið á milli hæða. Meira
1. apríl 2019 | Erlendar fréttir | 519 orð | 1 mynd

Tekist á um forsetastól Úkraínu

Þorgrímur Kári Snævarr thorgrimur@mbl.is Forsetakosningar voru haldnar í Úkraínu í gær. Samkvæmt útgönguspám er sigurvegari fyrstu umferðarinnar grínistinn Volodimír Selenskij, sem hlaut um þriðjung atkvæðanna. Meira
1. apríl 2019 | Innlendar fréttir | 104 orð

TR flytur í Kópavog

Tryggingastofnun fékk afhent húsnæði í Hlíðasmára 11 nýverið en starfsemi hefst þar í dag. Mygla fannst í húsnæði stofnunarinnar við Laugaveg. Þetta kemur fram í frétt Framkvæmdasýslu ríkisins. Meira
1. apríl 2019 | Innlendar fréttir | 181 orð | 1 mynd

Veturinn frekar mildur

Meðalhiti vetrarins, ef miðað er við mánuðina desember til mars, verður annaðhvort 0,3 til 0,4 stig samkvæmt athugunum sem Trausti Jónsson veðurfræðingur birtir á bloggi sínu Hungurdiskar . Meira
1. apríl 2019 | Innlendar fréttir | 316 orð | 1 mynd

Vilja selja eignirnar

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Skiptastjórar þrotabús WOW air hafa fengið fjölda fyrirspurna um kaup á eignum úr þrotabúinu með það fyrir augum að nýta þær við nýjan flugrekstur. Meira
1. apríl 2019 | Innlendar fréttir | 184 orð | 1 mynd

Þrílemba bar í Stóru-Mörk og börnin mættu í fjárhús

Þótt sauðburður í sveitum landsins fari ekki af stað fyrr en í maí eru fyrstu ærnar sumstaðar bornar. Sú er raunin til dæmis í Stóru-Mörk undir Eyjafjöllum en þar bar þrílemba rétt fyrir helgina tveimur gimbrum og einum hrút. Meira

Ritstjórnargreinar

1. apríl 2019 | Leiðarar | 160 orð

Dýrt vinnuafl á Íslandi

Fall Wow minnir á hve hagstæð þróunin hefur verið launafólki hér á landi Meira
1. apríl 2019 | Staksteinar | 196 orð | 2 myndir

Ótrúverðug gagnrýni

Forvitnilegt var að hlusta á Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingflokksformann Pírata, og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar, í þættinum Þingvöllum á K100 í gærmorgun. Björt Ólafsdóttir ræddi meðal annars við þær um fall Wow air og voru viðmælendurnir á því að ríkisstjórnin hefði undirbúið það afskaplega illa. Meira
1. apríl 2019 | Leiðarar | 448 orð

Rússar í Venesúela

Getur Pútín endurtekið leikinn frá Sýrlandi? Meira

Menning

1. apríl 2019 | Fjölmiðlar | 196 orð | 1 mynd

Afar annasamur sjónvarpsmánuður

Það er varla pláss fyrir annað sjónvarpsefni en íþróttir í apríl fyrir þá sem á annað borð hafa einhvern snefil af áhuga á þeim. Meira
1. apríl 2019 | Myndlist | 46 orð | 4 myndir

Megi þá helvítis byltingin lifa nefnist myndlistarsýning Steingríms...

Megi þá helvítis byltingin lifa nefnist myndlistarsýning Steingríms Eyfjörð sem opnuð var í fyrradag í Hverfisgalleríi. Meira
1. apríl 2019 | Myndlist | 155 orð | 1 mynd

Reyndist vera frummynd eftir Botticelli

Málverk sem talið var seinna tíma kópía af myndinni Madonna della Melagrana (Guðsmóðir með granatepli) eftir Botticelli, hefur reynst vera einstakt frumeintak verksins unnið á vinnustofu listamannsins. Meira
1. apríl 2019 | Tónlist | 281 orð | 1 mynd

Tólf splunkuný lög með Kim Larsen

Sange fra første sal nefnist plata með tólf nýjum lögum eftir Kim Larsen í flutningi höfundar sem óvænt var gefin út seint í síðustu viku. Larsen lést 72 ára að aldri í september á síðasta ári eftir baráttu við blöðruhálskrabbamein. Meira
1. apríl 2019 | Bókmenntir | 137 orð | 2 myndir

Tveir nýir meðlimir akademíunnar

Sænska akademían (SA) ákvað á síðasta fundi sínum að bjóða Ellen Mattson og Anne Swärd að gerast meðlimir SA frá og með desember. Þær koma í stað Jayne Svennungson og Söru Stridsberg. Meira
1. apríl 2019 | Fólk í fréttum | 834 orð | 5 myndir

Vorverkin ljúfu

Lögin hans tvö útskýrði hann sjálfur sem rigningu og sól, og fyrra lagið var þá meiri rigning en hið síðara meiri sól. Meira
1. apríl 2019 | Tónlist | 137 orð | 9 myndir

Þriðja tilraunakvöldið

Árni Matthíasson arnim@mbl.is Músíktilraunir hófust í Hörpu sl. laugardagskvöld og var svo fram haldið sunnudagskvöld. Alls hafa átján hljómsveitir því keppt um að komast í úrslit og fjórar náð þeim áfanga. Meira

Umræðan

1. apríl 2019 | Aðsent efni | 637 orð | 2 myndir

Aukið öryggi fólks á snjóflóðasvæðum

Eftir Hafstein Pálsson og Tómas Jóhannesson: "Fjöldi varnarvirkja hefur þegar sannað gildi sitt en yfir 40 flóð hafa fallið á varnargarða sem reistir hafa verið frá flóðunum á Vestfjörðum árið 1995" Meira
1. apríl 2019 | Velvakandi | 171 orð | 1 mynd

Borist hafa bréf

Það er með eindæmum hversu mörg góð þjónustufyrirtæki eru tilbúin að bjóða almenningi vinnu hjá sér. Meira
1. apríl 2019 | Pistlar | 439 orð | 1 mynd

Hvað getum við gert?

Nýjustu rannsóknir í loftslagsmálum sýna að næstu fimm til tíu ár skipta öllu máli fyrir mannkynið. Á þessum árum mun ráðast hvort við náum að stemma stigu við hlýnun jarðar eða fást við skelfilegar afleiðingar. Meira
1. apríl 2019 | Aðsent efni | 579 orð | 1 mynd

Margt er skrýtið í kýrhausnum

Eftir Gunnar Inga Birgisson: "Það er greinilega mikilvægara hjá ráðamönnum að komast á forsíðu Smartlands í Mogganum heldur en að leysa raforkumál landsmanna." Meira
1. apríl 2019 | Aðsent efni | 628 orð | 1 mynd

Umboðssvik og auðgunarásetningur

Eftir Friðrik Árna Friðriksson Hirst: "Með þessari túlkun hafi dómstólar skýrt skilyrðið um auðgunarásetning með nýjum og rýmri hætti í hrunsmálunum en áður þekktist." Meira

Minningargreinar

1. apríl 2019 | Minningargreinar | 1694 orð | 1 mynd

Helgi Sigurðsson

Helgi Sigurðsson fæddist á Akranesi 22. september 1945. Hann andaðist á líknardeild Landspítalans 24. mars. 2019. Foreldrar Helga voru hjónin Sigurður Helgason f. 6. mars 1907, d. 9. júní 1996, og Helga Gunnarsdóttir, f. 23. ágúst 1916, d. 19. maí 1996. Meira  Kaupa minningabók
1. apríl 2019 | Minningargreinar | 2739 orð | 1 mynd

Jófríður Jónsdóttir

Jófríður Jónsdóttir fæddist 13. nóvember 1967. Hún lést 20. mars 2019. Útför hennar fór fram 30. mars 2019. Meira  Kaupa minningabók
1. apríl 2019 | Minningargreinar | 818 orð | 1 mynd

Karen Júlía Magnúsdóttir

Karen Júlía Magnúsdóttir fæddist 4. apríl 1931. Hún lést 19. mars 2019. Útför Karenar fór fram 29. mars 2019. Meira  Kaupa minningabók
1. apríl 2019 | Minningargreinar | 791 orð | 1 mynd

Sigrún Aðalbjarnardóttir

Sigrún Aðalbjarnardóttir fæddist 8. desember 1923. Hún lést 19. mars 2019. Útför Sigrúnar fór fram 29. mars 2019. Meira  Kaupa minningabók
1. apríl 2019 | Minningargreinar | 553 orð | 1 mynd

Sofía Jóna Thorarensen

Sofía Jóna Thorarensen, fv. verslunar- og skrifstofumaður og síðar læknaritari, fæddist á Siglufirði 4. júlí 1939. Hún lést á Landspítala Fossvogi 17. mars 2019. Foreldrar hennar voru Guðlaug María Hjartardóttir, húsfreyja, f. 13. mars 1910, d. 9. Meira  Kaupa minningabók

Daglegt líf

1. apríl 2019 | Daglegt líf | 950 orð | 3 myndir

Nýsköpun efli landbúnaðinn

Okkur bíða ögrandi verkefni, segir dr. Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir nýr rektor Landbúnaðarháskóla Íslands. Við skólann eru um 500 nemendur í fjölbreyttum greinum sem byggja á nýtingu landsins. Meira

Fastir þættir

1. apríl 2019 | Í dag | 173 orð | 1 mynd

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. g3 Bb4+ 4. Rd2 d5 5. Bg2 O-O 6. Rgf3 b6 7. O-O Bb7...

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. g3 Bb4+ 4. Rd2 d5 5. Bg2 O-O 6. Rgf3 b6 7. O-O Bb7 8. b3 Rbd7 9. Bb2 Re4 10. Hc1 f5 11. a3 Be7 12. b4 c6 13. Db3 Kh8 14. Hfd1 De8 15. Re5 Rxe5 16. dxe5 Hd8 17. cxd5 exd5 18. e3 c5 19. bxc5 Bc6 20. Da2 bxc5 21. f3 Rg5 22. f4 Re4 23. Meira
1. apríl 2019 | Í dag | 119 orð | 2 myndir

6 til 9 Ísland vaknar Ásgeir Páll, Jón Axel og Kristín Sif rífa...

6 til 9 Ísland vaknar Ásgeir Páll, Jón Axel og Kristín Sif rífa landsmenn á fætur með gríni og glensi alla virka morgna. Sigríður Elva les traustar fréttir á hálftíma fresti. 9 til 12 Siggi Gunnars Skemmtileg tónlist og góðir gestir reka nefið inn. Meira
1. apríl 2019 | Í dag | 281 orð

Af löppum og trampólíni

Ein-stök“ er limra eftir Helga R. Einarsson: Dugnaðarstúlkan hún Stína stendur í löppina sína. Hún hafði tvær hérna í gær, en hinni er búin að týna. Meira
1. apríl 2019 | Í dag | 17 orð

Andi Drottins fyllir alla heimsbyggðina, hann heldur öllu í skorðum og...

Andi Drottins fyllir alla heimsbyggðina, hann heldur öllu í skorðum og nemur hvert hljóð. (Speki Salómons 1. Meira
1. apríl 2019 | Árnað heilla | 53 orð | 1 mynd

Arna Grímsdóttir

40 ára Arna er úr Breiðholti en býr í Kópavogi. Hún er lögfr. og frkvstj. lögfræðisviðs Reita fasteignaf. og stjórnarform. UN Women á Íslandi. Maki : Þorbjörn Sigurbjörnsson, f. 1978, kennari í Versló. Börn : Hrafn, f. 2007, Arnbjörn, f. Meira
1. apríl 2019 | Árnað heilla | 673 orð | 4 myndir

Drátthagur yfirlæknir

Nikulás Þórir Sigfússon fæddist 1. apríl 1929 á Þórunúpi í Hvolhreppi í Rangárvallasýslu. Hann ólst upp í Hvolhreppi og er Rangæingur í báðar ættir. Hann dvaldi á uppvaxtarárum á sumrin í Hveragerði hjá móðursystur sinni, Þóru Christiansen, og manni hennar, Lauritz Christiansen. Meira
1. apríl 2019 | Árnað heilla | 47 orð | 1 mynd

Eyrún Ósk Elvarsdóttir

30 ára Eyrún Ósk er Njarðvíkingur, hún er fótaaðgerðafræðingur og sjúkraliði og rekur Fótaaðgerðarstofu Eyrúnar. Maki : Hafsteinn Sveinsson, f. 1993, tollvörður. Börn : Elvar Berg, f. 2010, og Dagný Eir, f. 2017. Foreldrar : Elvar Gottskálksson, f. Meira
1. apríl 2019 | Árnað heilla | 283 orð | 1 mynd

Gunnar Jónsson

Gunnar Jónsson fæddist 1. apríl 1899 í Hléskógum í Höfðahverfi, S-Þing. Foreldrar hans voru hjónin Jón Þórarinsson, f. 1870, d. 1943, búfræðingur, frá Litlu-Sigluvík á Svalbarðsströnd, og Helga Kristjánsdóttir, f. 1869, d. Meira
1. apríl 2019 | Árnað heilla | 52 orð

Hera Grímsdóttir

40 ára Hera býr í Kópavogi, hún er verkfræðingur og forseti iðn- og tæknifræðideildar HR. Maki : Björn Traustason, f. 1967, framkvæmdastjóri Bjargs íbúðafélags. Börn : Herdís, f. 2007, og Salka, f. 2009. Foreldrar : Grímur Valdimarsson, f. Meira
1. apríl 2019 | Árnað heilla | 254 orð | 1 mynd

Hleypur, dansar og tekur tarnir í lestri

Sigríður Björg Tómasdóttir, almannatengill hjá Kópavogsbæ, er 48 ára gömul. „Ég hef verið í þessu starfi í fimm ár, það er skemmtilegt og fjölbreytt. Ég sinni tengslum við fjölmiðla og kem að margvíslegum verkefnum. Meira
1. apríl 2019 | Í dag | 55 orð

Málið

„Hann fylltist bjartsýni er hann sá hve fylgi hans jóx hröðum skrefum.“ Þarna hafa óx og jókst sameinast og getið af sér þessa fallegu þátíð: jóx , sem við verðum því miður að slá af þótt maður dauðsjái eftir henni. Meira
1. apríl 2019 | Í dag | 164 orð

Sonurinn. S-Allir Norður &spade;ÁD83 &heart;G52 ⋄KD43 &klubs;Á10...

Sonurinn. S-Allir Norður &spade;ÁD83 &heart;G52 ⋄KD43 &klubs;Á10 Vestur Austur &spade;K9764 &spade;52 &heart;43 &heart;ÁD9 ⋄985 ⋄G2 &klubs;943 &klubs;DG8652 Suður &spade;G10 &heart;K10876 ⋄Á1076 &klubs;K7 Suður spilar 4&heart;. Meira
1. apríl 2019 | Árnað heilla | 197 orð

Til hamingju með daginn

90 ára Nikulás Þórir Sigfússon Thorgerd Elísa Mortensen 85 ára Gunnþórunn Hvönn Einarsdóttir Reynir Hjörleifsson 80 ára Margrét Stefanía Pétursdóttir 75 ára Ásdís Þorsteinsdóttir Elínborg Þorsteinsdóttir Hlín Daníelsdóttir Margrét Cornette Svanhildur... Meira
1. apríl 2019 | Fastir þættir | 313 orð

Víkverji

Nokkuð á annað hundrað manns sat í salnum og hlustaði á boðskap dagsins sem ráðherra dagsins flutti. Ræðan hans var skýr og greinargóð þó svo að þar væri engar stórkostlegar nýjar fréttir að finna. Meira
1. apríl 2019 | Í dag | 128 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

1. apríl 1855 Íslendingum var leyfð frjáls verslun við þegna allra þjóða. Áður hafði verslun verið bundin við þegna Danakonungs. 1. Meira

Íþróttir

1. apríl 2019 | Íþróttir | 175 orð | 1 mynd

„Klassaframherji“ í þessari deild

„Að hann skuli standa sig svona í fyrsta leik er akkúrat það sem ég vænti af honum. Hann er algjör klassaframherji í þessari deild. Þetta voru tvö dæmigerð „Matta-mörk“. Auk þess að skora vinnur hann líka frábæra vinnu fyrir liðið... Meira
1. apríl 2019 | Íþróttir | 400 orð | 2 myndir

„Þetta er frábært tækifæri fyrir mig“

Fótbolti Sindri Sverrisson sindris@mbl.is „Ég get skorað mikið af mörkum,“ segir Kolbeinn Sigþórsson, næstmarkahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi, þegar hann er beðinn um að lýsa sér sem leikmanni í viðtali við heimasíðu AIK. Orð að sönnu, eða þannig var það að minnsta kosti fram til ársins 2016, en Kolbeinn hefur hins vegar lítið skorað síðustu ár í hálfgerðri gíslingu hjá franska liðinu Nantes. Meira
1. apríl 2019 | Íþróttir | 1489 orð | 7 myndir

Bikarmeistararnir hafa gefið eftir

Handbolti Guðmundur Hilmarsson Einar Sigtryggsson Valsmenn náðu að hefna ófaranna frá því í bikarúrslitaleiknum gegn FH fyrr í þessum mánuði en þeir fögnuðu sigri gegn FH 28:26 í lokaleik 20. umferðar í Olís-deildinni í Kaplakrika í gærkvöld. Meira
1. apríl 2019 | Íþróttir | 240 orð | 1 mynd

Dominos-deild karla 8-liða úrslit, fjórði leikur: Þór Þ. &ndash...

Dominos-deild karla 8-liða úrslit, fjórði leikur: Þór Þ. – Tindastóll 92:83 *Staðan er 2:2 og liðin mætast í oddaleik á Sauðárkróki í kvöld kl. 18.30. 1. Meira
1. apríl 2019 | Íþróttir | 817 orð | 2 myndir

Eitt skref í einu

Handbolti Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Hornamaðurinn reyndi Íris Ásta Pétursdóttir snéri aftur í lið Vals í upphafi leiktíðar eftir barnsburð og svefnlausar nætur en hún eignaðist son í mars á síðasta ári. Meira
1. apríl 2019 | Íþróttir | 680 orð | 4 myndir

Enginn fer einn í stríð

Körfubolti Bjarni Helgason bjarnih@mbl. Meira
1. apríl 2019 | Íþróttir | 388 orð | 1 mynd

England West Ham – Everton 0:2 • Gylfi Þór Sigurðsson var í...

England West Ham – Everton 0:2 • Gylfi Þór Sigurðsson var í liði Everton fram á 85. mínútu. Burnley – Wolves 2:0 • Jóhann Berg Guðmundsson kom inn á hjá Burnley á 87. mínútu. Meira
1. apríl 2019 | Íþróttir | 69 orð | 1 mynd

Frakkland Nice – Dijon 28:22 • Helena Rut Örvarsdóttir...

Frakkland Nice – Dijon 28:22 • Helena Rut Örvarsdóttir skoraði 3 mörk fyrir Dijon. Brest Bretagne – Toulon 28:31 • Mariam Eradze var ekki á meðal markaskorara Toulon. Meira
1. apríl 2019 | Íþróttir | 355 orð | 2 myndir

Gæfan fylgir Liverpool

England Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Liverpool endurheimti toppsætið í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær eftir hádramatískan 2:1-sigur gegn Tottenham á Anfield í Liverpool í gær. Roberto Firmino kom Liverpool yfir strax á 16. Meira
1. apríl 2019 | Íþróttir | 165 orð | 1 mynd

Hélt áfram þar sem frá var horfið

Andri Rúnar Bjarnason fékk draumabyrjun í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en hann skoraði þriðja mark Helsingborg í 3:1-sigri á Norrköping, silfurliði síðasta árs, þegar nýtt tímabil hófst í gær. Meira
1. apríl 2019 | Íþróttir | 18 orð | 1 mynd

KÖRFUKNATTLEIKUR 8-liða úrslit karla, oddaleikur: Sauðárkr.: Tindastóll...

KÖRFUKNATTLEIKUR 8-liða úrslit karla, oddaleikur: Sauðárkr.: Tindastóll – Þór Þ. (2:2) 18.30 Ljónagryfjan: Njarðvík – ÍR (2:2) 20. Meira
1. apríl 2019 | Íþróttir | 156 orð | 1 mynd

Möguleiki á þriðju tvennu Söru Bjarkar

Sara Björk Gunnarsdóttir á góða möguleika á því að verða tvöfaldur meistari með Wolfsburg í Þýskalandi þriðja árið í röð. Meira
1. apríl 2019 | Íþróttir | 371 orð | 1 mynd

Næstyngstur í 400 leiki

Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson náði stórum áfanga á sínum ferli í gær þegar hann lék með Cardiff City gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Aron lék þar sinn 400. Meira
1. apríl 2019 | Íþróttir | 456 orð | 1 mynd

Olís-deild karla Grótta – ÍR 23:32 Haukar – Afturelding...

Olís-deild karla Grótta – ÍR 23:32 Haukar – Afturelding 22:19 Fram – Selfoss 29:31 KA – ÍBV 28:30 Akureyri – Stjarnan 27:25 FH – Valur 26:28 Staðan: Haukar 201532570:52633 Selfoss 201424568:54230 Valur 201334562:48129... Meira
1. apríl 2019 | Íþróttir | 111 orð | 1 mynd

Ólafur og félagar eftir í veginum

Ómar Ingi Magnússon og Janus Daði Smárason, að ógleymdum aðstoðarþjálfaranum Arnóri Atlasyni, eru einum sigri frá því að landa deildarmeistaratitli í handbolta með Aalborg í Danmörku. Meira
1. apríl 2019 | Íþróttir | 506 orð | 1 mynd

Rússland Rostov – Ural 2:1 • Ragnar Sigurðsson lék allan...

Rússland Rostov – Ural 2:1 • Ragnar Sigurðsson lék allan leikinn fyrir Rostov og Björn Bergmann Sigurðarson fram á 68. mínútu. CSKA Moskva – Ufa 2:2 • Arnór Sigurðsson var í liði CSKA fram á 76. mínútu. Meira
1. apríl 2019 | Íþróttir | 72 orð | 1 mynd

Slæmur lokahringur Ólafíu

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir komst í gegnum niðurskurðinn á Beaumount-mótinu sem lauk í Kaliforníu í gær, en það er hluti af Symetra-atvinnumótaröðinni. Meira
1. apríl 2019 | Íþróttir | 233 orð | 1 mynd

Stefán Rafn fer í slag við Vardar

Stefán Rafn Sigurmannsson og Aron Pálmarsson verða fulltrúar Íslands í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta. Meira
1. apríl 2019 | Íþróttir | 64 orð | 1 mynd

Thomsen kominn með 10 og KR í úrslit

Það verða fótboltastórveldin ÍA og KR sem mætast í úrslitaleik Lengjubikars karla í knattspyrnu í ár, í Laugardal næsta laugardag. Meira
1. apríl 2019 | Íþróttir | 87 orð

Unnu silfur í Búlgaríu

Íslenska U18-landsliðið í íshokkíi karla tryggði sér silfurverðlaun í A-riðli 3. deildar HM með 5:0-sigri á Mexíkó í lokaleik sínum í gær. Mótið fór fram í Búlgaríu en það voru heimamenn sem enduðu efstir og tryggðu sér sæti í 2. deild. Meira
1. apríl 2019 | Íþróttir | 192 orð | 1 mynd

Völsungur hrelldi deildarmeistarana

Það var mikil spenna í KA-heimilinu í gær þegar deildarmeistarar KA í blaki kvenna unnu Völsung 3:2 í fyrsta leik í undanúrslitum Íslandsmótsins. Meira

Ýmis aukablöð

1. apríl 2019 | Blaðaukar | 197 orð | 2 myndir

10 milljarða bætur fyrir meinið

Þýski lyfjarisinn og efnavöruframleiðandinn Bayer hefur verið dæmdur til að borga bandarískum krabbameinssjúklingi 80 milljónir dollara, tæplega 10 milljarða króna. Meira
1. apríl 2019 | Blaðaukar | 637 orð | 2 myndir

Vel ígrunduð vörumerki skila árangri

Baksvið Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Friðrik Larsen, doktor, lektor við HÍ og framkvæmdastjóri brandr, stendur næstkomandi miðvikudag, 3. apríl, fyrir ráðstefnu um markaðssetningu vörumerkja. Fer hún fram í fundarsal Arion banka í Borgartúni 19 klukkan 8.30 til 10 og var næstum uppselt á hana sl. föstudag. Þar munu aðilar úr atvinnulífinu ræða um mikilvægi vörumerkja og hvernig fyrirtæki þeirra notast við vörumerkjastefnu í sinni vinnu. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.