Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hafði samband við Ragnheiði Sveinþórsdóttur símleiðis í gær í kjölfar umfjöllunar Morgunblaðsins um að Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) hefðu synjað beiðni um greiðsluþátttöku í læknismeðferð sem níu ára sonur hennar, Ægir Guðni Sigurðsson, fær vegna fæðingargalla. „Hún vildi fullvissa mig um það að það væri verið að vinna í þessu í ráðuneytinu. Þetta væri vegna stofnanatregðu sem ætti ekki að líðast,“ segir Ragnheiður. Ægir Guðni fæddist með skarð í gómi og vegna synjunarinnar hafa foreldrar hans þurft að greiða meðferðina sjálf.
Meira