Af listum Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Rúmum 455 árum eftir að hann lést blasa sköpunarverk Michelangelos di Lodovico Buonarroti Simoni (1475-1565) við íbúum Rómar og gestum þeirra á hverjum degi, eða á hverjum þeim degi er þeir líta yfir borgina þar sem hvelfingu Péturskirkjunnar ber hæst. Hvelfinguna sem Michelangelo átti stærstan þátt í að móta í þeirri mynd sem reis, ásamt vesturenda þessarar stærstu kirkju sögunnar, þótt hann hafi ekki komið einn að því verki. Hann var þó einn kunnasti arkitekt endurreisnartímans en er líka gjarnan sagður þekktasti myndlistarmaður sögunnar, ásamt landa sínum og samtímamanni, Leonardo da Vinci.
Meira