28 börn og fjölskyldur þeirra, samtals 100 manns, fengu ferðastyrk úr sjóði Vildarbarna Icelandair í gær. Síðan sjóðurinn var stofnaður fyrir 16 árum og hafa 677 fjölskyldur notið stuðnings hans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair.
Meira
Fréttaskýring Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is 10.177 tilkynningar vegna 8.009 barna bárust barnaverndarnefndum í fyrra. Fjöldi tilkynninganna útskýrist af því að um einhver barnanna var tilkynnt oftar en einu sinni.
Meira
Heimsóknum til Frú Ragnheiðar, skaðaminnkandi úrræðis Rauða krossins fyrir fólk sem notar vímuefni í æð, fjölgaði um 38% á milli áranna 2017 og 2018. Heimsóknirnar voru 3.854 en einstaklingarnir að baki þeim 455.
Meira
Teitur Gissurarson teitur@mbl.is Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hefur formlega tilkynnt að hann gefi kost á sér í forvali demókrata í aðdraganda forsetakjörs þar vestra. Frá þessu greindi Biden á Twitter-síðu sinni í gærmorgun.
Meira
Veikindin sem hafa gert vart við sig að undanförnu hjá hrossum á húsi er ekki nýr hrossasjúkdómur í landinu, að sögn Sigríðar Björnsdóttur, dýralæknis hrossasjúkdóma hjá Mast.
Meira
Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Unnið er í Stjórnarráðinu að undirbúningi þess að hrinda í framkvæmd þeim 45 atriðum sem fram komu í yfirlýsingu sem ríkisstjórnin gaf í tengslum við samninga á almennum vinnumarkaði.
Meira
Landsmenn nýttu vel góða veðrið í gær og var nóg um að vera á höfuðborgarsvæðinu. Hitamet sumardagsins fyrsta í Reykjavík var slegið í hádeginu í gær.
Meira
Fjölmenni mætti í garðyrkjuskóla Landbúnaðarháskóla Íslands að Reykjum í Ölfusi í gær, en þar var opið hús eins og hefð er fyrir á sumardaginn fyrsta. Við það tilefni voru garðyrkjuverðlaun skólans veitt.
Meira
Annan tón, athugasemdir og spurningar er að finna í pistli á Facebook-síðu Saltfiskmóans sem íbúafélag í nágrenni Sjómannaskólans heldur úti. „Verði fyrirliggjandi drög að deiliskipulagsbreytingu fyrir Sjómannaskólareitinn að veruleika mun það gjörbreyta ásýnd Háteigshverfisins og öllum helstu auðkennum reitsins, þ.e. Vatnshólnum, Háteigskirkju og ekki síst Sjómannaskólanum, en bæði kirkjan og skólinn eru meðal mikilvægra kennileita borgarinnar.“
Meira
Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Í drögum að tillögu að breyttu aðalskipulagi á Sjómannaskólareit og Veðurstofuhæð kemur fram að áform um breytta landnotkun og fjölgun íbúða muni styrkja uppbyggingu farþegagrunns Borgarlínu.
Meira
Sendiráð Hollands í Ósló, ásamt aðaðalkjörræðisræðismanni í Reykjavík, hyggst setja upp tímabundið sendiráð á Íslandi dagana 27. apríl til 2. maí.
Meira
Leikritið Þrettánda krossferðin eftir Odd Björnsson verður leiklesið undir stjórn Sveins Einarssonar í Hannesarholti í kvöld kl. 20 og á sunnudag kl. 16.
Meira
Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Fimm nemendur í menntaskólanum á Tröllaskaga heimsóttu menntaskóla í Istanbúl, stærstu borg Tyrklands, nýverið ásamt tveimur kennurum.
Meira
Teitur Gissurarson teitur@mbl.is Umhverfissinnar límdu sig saman við inngang kauphallarinnar í Lundúnum í gærmorgun. Aðrir gerðu slíkt hið sama við inngang fjármálaráðuneytisins og enn aðrir við innganginn að höfuðstöðvum Goldman-Sachs-bankans.
Meira
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, svaraði gulvestungahreyfingunni í ræðu í gær og lofaði nýjum aðgerðum, þ.á m. lækkun skatta, umbótum innan opinbera kerfisins og að kynntar yrðu tillögur að hlutfallskosningakerfi.
Meira
Nýliðinn vetur telst vera afar hlýr, segir Trausti Jónsson veðurfræðingur í samantekt. Meðalhiti í Reykjavík var 2,4 stig, um 1,4 stigum ofan meðallags vetra síðustu 70 ára og 0,6 stigum ofan meðallags síðustu tíu vetra. Hitavik eru svipuð á Akureyri.
Meira
Ráðstefna um fyrirlestra Sigurðar Nordals, Einlyndi og marglyndi, í Bárubúð 1918-1919 verður haldin í Hannesarholti á morgun, laugardag, milli kl. 10 og 15.15.
Meira
Unnið er að undirbúningi stofnunar umhverfisvæns og plastlauss flugfélags sem nýtir almenning og samfélagsmiðla til markaðssetningar. Vefsíðan www.flyicelandic.is var opnuð í gær, á sumardaginn fyrsta.
Meira
Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Brynja, hússjóður Öryrkjabandalags Íslands, hefur fengið jákvæð svör frá fáeinum sveitarfélögum um stofnframlög til kaupa og byggingar á íbúðarhúsnæði fyrir öryrkja. Sótt var um 140 íbúðir en vilyrði eru komin fyrir 27 enn sem komið er. Önnur sveitarfélög eru enn að fjalla um erindið. Eftir er að fá vilyrði frá Íbúðalánasjóði vegna stofnframlags ríkisins.
Meira
Tala látinna eftir hryðjuverkin sem áttu sér stað á páskadag í Sri Lanka lækkaði umtalsvert í gær þegar heilbrigðisráðuneyti landsins tilkynnti að tala látinna væri „um 253“. Fyrir hafði verið gefið út að tala látinna væri um 360.
Meira
Í nýjasta hefti Þjóðmála er sagt frá því hvernig umræðuþátturinn Silfrið, sem er á Ríkissjónvarpinu, velur gesti í þann hluta þáttarins þar sem rætt er um það sem talið er efst á baugi í þjóðfélagsumræðunni hverju sinni.
Meira
Tony-verðlaunaði rokksöngleikurinn Vorið vaknar er frumsýndur í kvöld í Gaflaraleikhúsinu og stendur söngleikjadeild Söngskóla Sigurðar Demetz að sýningunni. „Það er lengi búið að blunda í mér að setja þetta verk á svið.
Meira
Það má með sanni segja að Dóri DNA hafi farið ótroðna slóð í efnistökum fyrir nýja þáttaröð sína á RÚV, en í henni er umfjöllunarefnið nörd í Reykjavík. Í fyrri þáttaröðum sem einnig vöktu lukku, var fjallað um rappara og uppistandara.
Meira
Útilistaverkið Fyssa eftir Rúrí var gangsett að nýju í Grasagarðinum í gær, á sumardaginn fyrsta. Tæp tvö ár eru síðan borgarráð samþykkti að veita fé til viðgerðar á verkinu, en áætlaður viðgerðarkostnaður var þá um átta milljónir.
Meira
Breski rithöfundurinn Ian McEwan er handhafi fyrstu Alþjóðlegu bókmenntaverðlauna Halldórs Laxness sem afhent voru á Bókmenntahátíð í Reykjavík í gær.
Meira
Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is „Við erum að fá sögu Rolfs Bæng frá því að hann fæðist þar til hann verður fimm ára og á þessu tímabili tekur hann yfir heiminn. Þannig að fjölskyldan og uppeldi barna verður einhvers konar myndhvörf fyrir hvernig svona persóna verður til, einhver holdgervingur hugmynda, manneskja sem er með einfaldar lausnir við flóknum pólitískum vandamálum. Manneskja sem er ekkert heilagt; eina markmiðið í lífinu er að komast áfram og fá sínu framgengt,“ segir Gréta Kristín Ómarsdóttir leikstjóri um verkið Bæng! sem frumsýnt er í Borgarleikhúsinu í kvöld.
Meira
Húsnæði Fjölbrautaskóla Suðurnesja verður stækkað en skrifað var undir samning þess efnis af fulltrúum sveitarfélaga í vikunni. Viðbyggingin mun hýsa félagsrými nemenda og stórbæta aðstöðu þeirra.
Meira
Eftir Róbert H. Haraldsson: "Fyrirlestrar Sigurðar Nordals voru framlag til lífernislistar en hugsjón hennar er að bæta manninn með því að kenna honum að þekkja sjálfan sig."
Meira
Ágúst Þór Árnason fæddist í Láguhlíð í Mosfellssveit 26. maí 1954. Hann lést á heimili sínu á Akureyri 11. apríl 2019. Foreldrar hans voru Ólöf Þórarinsdóttir kennari (1928-2013) og Árni Jóhannsson (1933-2015) byggingaverktaki.
MeiraKaupa minningabók
Guðlaug Sigríður Haraldsdóttir fæddist í Reykjavík 21. maí 1934. Hún lést í Reykjavík 6. apríl 2019. Foreldrar Guðlaugar voru Herbjörg Andrésdóttir húsfreyja, f. 26. júlí 1906, d. 20. desember 1978, og Haraldur Jónsson sjómaður, f. 19. maí 1893, d. 26.
MeiraKaupa minningabók
Haraldur Árnason fæddist í Bandaríkjunum 6. mars 1925. Hann lést á Dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki 13. apríl 2019. Foreldrar hans voru Heiðbjört Björnsdóttir, f. 6.1. 1893, d. 24.5. 1988, og Árni Daníelsson, f. 5.8. 1884, d. 2.8. 1965.
MeiraKaupa minningabók
Helga Bjarnadóttir fæddist 29. júní 1940 á Fáskrúðsfirði. Hún lést á heimili sínu, Sunnuhlíð í Kópavogi, 13. apríl 2019. Foreldrar hennar voru Bjarni Guðjón Björn Sigurðsson, f. 4. janúar 1913, d. 31. janúar 1999, og Jóhanna Þorsteinsdóttir, f. 11.
MeiraKaupa minningabók
Ingibjörg Þorbergsdóttir fæddist í Reykjavík 14. september 1928. Hún lést 16. apríl 2019 á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi. Foreldrar Ingibjargar voru Ingibjörg Lára Ágústsdóttir frá Gaulverjabæ, húsmóðir í Reykjavík, f. 15. apríl 1899, d. 6.
MeiraKaupa minningabók
Nanna Sigurðardóttir fæddist í Efribænum á Fagurhólsmýri í Öræfum 12. janúar 1934. Hún lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Klausturhólum á Kirkjubæjarklaustri 15. apríl 2019. Foreldrar hennar voru Sigurður Arason, f. 4.8. 1887, d. 3.8.
MeiraKaupa minningabók
Sigrún Kristín Þórðardóttir fæddist í Reykjavík 26. apríl 1964. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hvammstanga 8. apríl 2019. Foreldrar hennar eru Þórður Jónsson rafvirkjameistari, f. 15.5. 1940, d. 25.6.
MeiraKaupa minningabók
Stefán G. Ásberg fæddist í Brekkugötu 14 (Ásbyrgi) í Ólafsfirði 13. ágúst 1932. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 14. apríl 2019. Foreldrar hans voru Marta Stefánsdóttir, f. 28.3. 1909, d. 12.6. 1984, og Kristinn Eyfjörð Antonsson, f. 2.12. 1906, d.
MeiraKaupa minningabók
Þýsku bankarnir Deutsche Bank og Commerzbank tilkynntu á fimmtudag að bundinn hefði verið endir á samningaviðræður sem miðuðu að því að sameina rekstur bankanna.
Meira
Dómstóll í Tokyo féllst í gær á að sleppa Carlosi Ghosn, fyrrverandi stjórnanda Nissan , lausum gegn tryggingu. Var honum hleypt úr varðhaldi seint á fimmtudagskvöld að staðartíma, en þarf að hlýða ströngum skilyrðum og má t.d.
Meira
Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Íslenski matvælaframleiðandinn Good Good (áður Via Health) náði á dögunum þeim árangri að vera með vinsælustu sultuna hjá bandarísku vefversluninni Amazon.
Meira
Hluthafafundur Icelandair samþykkti á miðvikudag að veita stjórn félagsins heimild til að gefa út nýja hluti og selja bandaríska fjárfestingarsjóðnum PAR Capital Management. Samkvæmt samkomulagi sem gert var 3.
Meira
6 til 9 Ísland vaknar Ásgeir Páll, Jón Axel og Kristín Sif rífa landsmenn á fætur með gríni og glensi alla virka morgna. Sigríður Elva les traustar fréttir á hálftíma fresti. 9 til 12 Siggi Gunnars Skemmtileg tónlist og góðir gestir reka nefið inn.
Meira
Árni Árnason fæddist á Fjölnisvegi 11 í Reykjavík hinn 26.4. 1949 og ólst þar upp til tólf ára aldurs. „Aðalsteinn afi minn byggði húsið og ég á bókhaldið yfir byggingu þess ritað með fallegri rithönd hans. Hann dó áður en ég fæddist en Lára amma lifði mann sinn og bjó á efri hæðinni, foreldrar mínir á miðhæðinni og móðursystir mín með fjölskyldu sinni í kjallaranum.
Meira
60 ára Guðrún er fædd og uppalin á Presthólum í Núpasveit, N-Þing., en er bóndi í Saurbæ í Holtum, Rang. Í Saurbæ er blandaður búskapur og rekið félagsbú. Maki : Ólafur Pálsson, f. 1953, bóndi í Saurbæ. Börn : Lára, f. 1986, Margrét, f.
Meira
Líf tónlistarmannsins vinsæla Daða Freys hefur heldur betur verið í blóma þennan mánuðinn. Þann 10. apríl sendi hann frá sér nýtt lag sem heitir „Endurtaka mig“ en söng- og leikkonan Blær, úr Reykjavíkurdætrum, syngur með honum í laginu.
Meira
Einstaklingshyggja veður uppi á öllum sviðum nú á dögum. Það birtist í einni mynd í orðalagi eins og þessu: „Hún er ein af þeim sem tekur þátt í keppninni.“ Rétt er: ein af þeim – þeim ! – sem taka þátt ...
Meira
50 ára Már er Reykvíkingur og er með MS-próf í verkfræði frá DTU í Danmörku. Hann er aðstoðarforstjóri Skeljungs frá 2017 en hefur starfað hjá fyrirtækinu síðan 2006. Hann var sveitarstjóri í Tálknafjarðarhreppi 2004-2006. Maki : Halla Gunnarsdóttir, f.
Meira
Davíð Hjálmar í Davíðshaga hafði orð á því í síðustu viku að í Krossanesborgum fjölgaði fuglum og fjörið yxi: Duflað er við Djáknatjörn og dreginn már á tálar. Fuglum munu fæðast börn því fáir þeirra nota vörn.
Meira
Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Upphafsleikur Íslandsmótsins í knattspyrnu 2019 á milli Reykjavíkurfélaganna Vals og Víkings ætti samkvæmt bókinni ekki að vera sá mest spennandi á nýju keppnistímabili.
Meira
Fótbolti Andri Yrkill Valsson yrkill@mbl.is Íslandsmótið í knattspyrnu hefst formlega í kvöld þegar ríkjandi Íslandsmeistarar Vals taka á móti Víkingi R. í fyrsta leik tímabilsins klukkan 20 að Hlíðarenda. Eftir langt og strangt undirbúningstímabil, sem sumir kalla það lengsta í heimi, leynir fiðringurinn sér ekki þegar loks er komið að því að byrja ballið.
Meira
Stefán Rafn Sigurmannsson, landsliðsmaður í handknattleik, er í erfiðri stöðu ásamt liði sínu Pick Szeged frá Ungverjalandi eftir fyrri leikinn gegn Vardar frá Norður-Makedóníu rimmu þeirra í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
Meira
Þýska handknattleiksfélagið Magdeburg hefur áhuga á að fá Ómar Inga Magnússon landsliðsmann til liðs við sig. Samkvæmt staðarblaðinu Volksstimme vill Magdeburg fá Ómar Inga í stað Albin Lagergren, sem er á leiðinni til Rhein-Neckar Löwen.
Meira
Körfubolti Andri Yrkill Valsson yrkill@mbl.is Ríkjandi fimmfaldir Íslandsmeistarar KR í körfuknattleik freista þess í kvöld að jafna úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn eftir tap í framlengdum fyrsta leik rimmunnar við ÍR fyrr í vikunni.
Meira
Í Kórnum Andri Yrkill Valsson yrkill@mbl.is Nú þegar aðeins sex dagar eru í að flautað sé til leiks á Íslandsmóti kvenna í knattspyrnu er óhætt að segja að ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar Breiðabliks gætu vart farið með betra veganesti inn í mótið. Í gær vann liðið sinn annan titil á örskömmum tíma þegar það vann stórsigur á Þór/KA, 5:0, í leiknum um meistara meistaranna, sléttri viku eftir að hafa unnið Lengjubikarinn. Fyrr í vetur vann liðið svo Faxaflóamótið og hefur því nú á tæpu ári unnið fimm titla.
Meira
* Martin Hermannsson , landsliðsmaður í körfubolta, hefur misst af síðustu fjórum leikjum þýska körfuboltaliðsins Alba Berlín, sökum meiðsla. Í samtali við mbl.
Meira
Knattspyrnukonan Málfríður Erna Sigurðardóttir hefur ákveðið að taka sér frí og verður því ekki með Val um óákveðinn tíma, en Íslandsmótið hefst í næstu viku. Fyrstu fréttir í gær hermdu að Málfríður væri hætt, en í samtali við mbl.
Meira
Sverrir Ingi Ingason er kominn í úrslit grísku bikarkeppninnar í knattspyrnu með liði sínu PAOK frá Thessaloniki eftir markalaust jafntefli við Asteras Tripolis á útivelli í gær.
Meira
Í Safamýri Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Valskonur eru komnar í afar góða stöðu í úrslitum Íslandsmóts kvenna í handbolta eftir 29:26-sigur á Fram á útivelli í framlengdum spennuleik í gær.
Meira
Valur Edda Garðarsdóttir eddagardars@gmail.com Valsfálkinn náði sér aldrei almennilega á flug fótboltasumarið 2018, en mótið einkenndist af óstöðugleika á móti liðunum í efri styrkleikaflokki deildarinnar.
Meira
Berglind Björg Þorvaldsdóttir úr Breiðabliki varð markadrottning úrvalsdeildar kvenna árið 2018 í fyrsta skipti en hún skoraði 19 mörk fyrir Íslandsmeistarana.
Meira
Konur Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Breiðablik jók forskot sitt á önnur félög hvað varðar fjölda Íslandsmeistaratitla í kvennaflokki með því að verða Íslandsmeistari í sautjánda skipti árið 2018.
Meira
Þór/KA Einar Sigtryggsson sport@mbl.is Þór/KA hefur misst fimm af lykilmönnum sínum frá því á síðasta tímabili og hafa aðrar eins breytingar á leikmannahópnum ekki átt sér stað í háa herrans tíð.
Meira
Enginn af átján markahæstu leikmönnum efstu deildar karla frá upphafi leikur í deildinni á þessu keppnistímabili. Atli Viðar Björnsson, sem er í þriðja sætinu, er hættur og Albert Brynjar Ingason, sem komst í 17.
Meira
Spá Árvakurs Kristján Jónsson kris@mbl.is Í íþróttaheiminum má gjarnan heyra íþróttafólk og þjálfara tala um að erfiðara sé að verja titla en að sækja þá. Jafnvel mun erfiðara.
Meira
Breiðablik Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Það verður mikil áskorun hjá Ágústi Gylfasyni og lærisveinum hans í Breiðabliki að gera betur í ár en á síðasta tímabili en Blikarnir voru sannkallað silfurlið í fyrra.
Meira
Liðin í úrvalsdeild karla virðast ætla að tefla fram færri erlendum leikmönnum á komandi keppnistímabili en undanfarin ár. Við upphaf Íslandsmótsins er 51 erlendur leikmaður á mála hjá félögunum tólf í deildinni.
Meira
* Erlendur Eiríksson , einn reyndasti knattspyrnudómari landsins, dæmir á ný í Pepsi Max-deildum karla og kvenna á komandi keppnistímabili eftir eins árs hlé.
Meira
Erlendir leikmenn eru færri í liðum úrvalsdeildar kvenna við upphaf Íslandsmótsins en undanfarin ár. Nú þegar tæp vika er í fyrsta leik í deildinni eru 27 erlendir leikmenn á mála hjá liðunum tíu en voru 32 á sama tíma fyrir ári.
Meira
Patrick Pedersen úr Val varð markakóngur úrvalsdeildar karla árið 2018 og varð fyrsti erlendi leikmaðurinn til að hreppa þann titil tvisvar. Pedersen, sem nú leikur með Sheriff í Moldóvu, varð einnig markakóngur árið 2013.
Meira
* Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður og fyrirliði Breiðabliks, er sem fyrr elsti leikmaður deildarinnar í ár. Gunnleifur verður 44 ára 14. júlí en hann lék fyrstu meistaraflokksleiki sína á Íslandsmóti fyrir 25 árum, með HK árið 1994.
Meira
ÍA Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Það ætti ekki að vera neinn nýliðabragur á liði ÍA í sumar þegar þetta knattspyrnustórveldi snýr aftur í efstu deild. Liðið hefur á að skipa góðum kjarna leikmanna sem þekkir það vel að spila í hópi þeirra bestu.
Meira
Stjarnan Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Stjörnumenn hafa verið í hópi fjögurra efstu liða úrvalsdeildarinnar undanfarin sex ár og fá teikn eru á lofti um annað en að þeir verði áfram á þeim slóðum.
Meira
ÍBV Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Eftir að hafa sótt að bestu liðum deildarinnar árin á undan, og fagnað bikarmeistaratitli árið 2017, áttu Eyjakonur ekki gott tímabil í fyrra. Niðurstaðan í deildinni var reyndar sú sama fjórða árið í röð, 5.
Meira
Víkingur Kristján Jónsson kris@mbl.is Greinarhöfundur hefur ekki orðið var við mikla bjartsýni hjá þeim stuðningsmönnum Víkings sem hann hefur rætt við í aðdraganda Íslandsmótsins. Liðið hafnaði í 9.
Meira
Víðir Sigurðsson vs@mbl.is KR-ingar verða í ár fyrsta félagið til að ná 1.900 stigum í efstu deild karla frá upphafi og Valsmenn verða væntanlega annað félagið til að ná 1.800 stigum.
Meira
* Lilja Dögg Valþórsdóttir úr KR er áfram elsti leikmaðurinn í úrvalsdeild kvenna. Lilja, sem hefur spilað 205 leiki í efstu deild fyrir KR, Val, Aftureldingu, Breiðablik, HK/Víking, Þór/KA/KS og Stjörnuna, verður 37 ára gömul 25. maí.
Meira
Valur Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Valsmenn eru að mínu mati líklegastir til að hampa Íslandsmeistaratitlinum í haust og verða þar með Íslandsmeistarar þriðja árið í röð.
Meira
2019 Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Þá er komið að því að flauta til leiks á 108. Íslandsmóti karla í knattspyrnu en það verður gert á Hlíðarenda í kvöld þegar Valsmenn fá Víkinga í heimsókn í klassískum Reykjavíkurslag. Næsta fimmtudag hefst síðan 48.
Meira
Karlar Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Valsmenn þykja sigurstranglegir í upphafi Íslandsmóts karla og takist þeim að verja Íslandsmeistaratitilinn á ný verður Valur annað félagið á þessari öld til að vinna það afrek að sigra þrjú ár í röð.
Meira
Fylkir Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Fylkiskonur eru mættar aftur í efstu deild eftir stutt stopp í 1. deildinni. Liðið féll úr efstu deild haustið 2017 en vann 1.
Meira
Morgunblaðið og mbl.is munu að vanda fjalla á ítarlegan hátt um Íslandsmótið í knattspyrnu keppnistímabilið 2019. Íþróttafréttamenn Árvakurs verða á öllum leikjum í Pepsi-deild karla og Pepsi-deild kvenna og fjalla um þá fyrir báða miðlana.
Meira
Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Breiðablik varð bikarmeistari kvenna í tólfta skipti með því að sigra Stjörnuna, 2:1, í úrslitaleik liðanna á Laugardalsvellinum 17. ágúst 2018.
Meira
Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Stjarnan varð á síðasta ári tólfta félagið í sögunni til að verða bikarmeistari í karlaflokki. Stjörnumenn fögnuðu sínum fyrsta bikarmeistaratitli eftir að hafa lagt Breiðablik að velli í vítaspyrnukeppni, 4:1.
Meira
Grindavík Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Grindavík mætir til leiks með gjörbreytt lið og nýjan þjálfara frá síðasta sumri. Liðið náði frábærum árangri þegar það sneri aftur í efstu deild árið 2017 og endaði í 5.
Meira
Margrét Lára Viðarsdóttir er komin í lið Vals á ný eftir að hafa misst af tímabilinu 2018 vegna meiðsla og hún á möguleika á að verða önnur konan frá upphafi til að skora 200 mörk í efstu deild hér á landi.
Meira
Selfoss Guðmundur Karl gk@sunnlenska.is Selfoss náði ásættanlegum árangri sem nýliði í 6. sæti Pepsideildarinnar í fyrra. Næsta verkefni liðsins verður að horfa ennþá ofar og festa sig aftur í sessi í deild þeirra bestu.
Meira
Breiðablik Edda Garðarsdóttir eddagardars@gmail.com Sá stóri beit loks á hjá Blikum í fyrrasumar eftir þolinmæðisvinnu, þrautseigju og magnþrunginn liðsanda. Það er stemning í Kópavoginum sem er hvergi annars staðar.
Meira
Stjarnan Edda Garðarsdóttir eddagardars@gmail.com Það gerist örsjaldan í íslenskum kvennafótbolta að lið umturnist á milli ára en það er staðreynd í Garðabænum.
Meira
Keflavík Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Keflvíkingar eru nýliðar í úrvalsdeildinni en tíu ár eru síðan liðið lék síðast í efstu deild. Keflavík endaði í öðru sæti 1.
Meira
FH Kristján Jónsson kris@mbl.is Öllum má vera ljóst að niðurstaðan á Íslandsmótinu í fyrra var FH-ingum vonbrigði. Liðið hafnaði í 5. sæti sem er versti árangur liðsins frá árinu 2002. Árið 2017 varð liðið í 3.
Meira
HK/Víkingur Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Lið HK/Víkings náði að halda sæti sínu í deildinni í fyrra, þrátt fyrir talsverðar hrakspár áður en Íslandsmótið hófst, og náði þar með stórum áfanga.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.